Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 Guðmundur G. Hagalín: Richard Beck prófessor og £tarf hans veátan hafs Þegar nú fjöldi manns, ja, sjálfsagt þorri allra íslendinga, hefir hlýtt á prófessor Richard Beck í útvarp eða á mannamót- um, þykir mér trúlegt, að ýms- ir vilji vita meira um hann sjálf- an en þeir vita nú — og um starf hans í þágu íslenzkrar menning- ar í Vesturheimi. Richard Beck er fæddur hinn 9. júni árið 1897, að Svínaskála- stekk í Reyðarfirði. Þar eystra eru tvær kunnar ættir af tiltölu- lega nýjum erlendum uppruna, önnur komin af dönskum mann:, sem Beck hét, en hin af ensk- um, og hét sá Long. Af Becks- ættinni er Þórólfur skipstjóri á Sterling og síðan Esju, en af Longs-ætt eru kunnastir þeir bræður Ríkarður Jónsson mynd- höggvari og myndskeri, Finnur listmálari og Karl læknir. Báðar þessar ættir standa að prófessor Beck, ásamt mörgum íslenzkum ættliðum dugandi bænda og sjó- sóknara. Beck fluttist ungur með for- eldrum sínum að Litlu-Breiðu- vík í Reyðarfirði og ólst þar upp, en foreldrar hans voru Hans Kjartan Beck óðalsbóndi og kona hans, Vigfúsína Vigfús- dóttir. Hans Kjartan Beck lézt 1907, en frú Vigfúsína er enn á Mfi og á heima í Winnipeg í Manitobafylki í Canada. Richard Beck vandist snemma sveitavinnu og sjóferðum, en naut þó barnakennslu, eins og hún var yfirleitt þarna eystra. Síðan stundaði hann róðra og kunni þeim störfum vel, varð formaður 18 ára og hélt áfram því starfi á skólaárum sínum — frá því er skóla lauk á vorin og þangað til námið kallaði að á ný að haustinu. Sigurður Vigfússon hét maður. Hann var móðurbróðir Richards Beck. Hann hafði snemma verið bókhneigður. Hann hafði farið til Ameríku, en komið aftur eft- ir allmörg ár og stofnað einka- skóla á Eskifirði. Hann var mjög vel að sér í íslenzkri tungu og bókmenntum, en einnig í ensku og enskum bókmenntum og amerískum, og margt hafði hann lesið af bókmenntum annara þjóða. Hann vissi og skil á hin- um margvíslegustu hlutum, og hann þótti ágætur kennari. Hjá honum nam Beck undir gagn- fræðapróf. Sigurður vakti mik- inn áhuga hjá Beck fyrir skáld- skap Islendinga og Ameríku- manna og svo fyrir bókmenntum almennt. Sigurður fór síðar til Ameríku á nýjan leik, og hann dó vestan hafs fyrir allmörgum árum. Beck lauk gagnfræðaprófi á Akureyri vorið 1918, og um haustið settist hann í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hann reyndist hinn mesti námsmaður og tók ágætt próf, og voru honum veitt verðlaun fyrir framfarir, ástundun og siðprýði. Hann gaf sér þó tíma til þess að taka margvíslegan og mikinn þátt í starfi Góð- templarareglunnar þennan vet- ur. Fimmta og sjötta bekk las hann utan skóla á einum vetri, og tók hann hátt stúdentspróf vorið 1920. Næsta vetur var hann einka- kennari á Eskifirði, en um sumarið 1921 fór hann til Am- eríku og var um veturinn kennari í íslenzku í Winnipeg á vegum Þjóðræknisfélagsins en bjó sig jafnframt undir fram- haldsnám. Haustið 1922 fluttist hann til Bandaríkjanna og stund- aði nám við hinn alkunna Cornell háskóla í Iþöku í New York ríki, þar sem Halldór Hermannsson, hinn ágæti, íslenzki fræðimaður er prófessor. Meistarapróf í ís- lenzku tók hann 1924 og einn- ig í enskum fræðum, en dr. phil. varð hann við Cornell-háskóla 1926. Fjallaði doktorsritgerð hans um þýðingar Jóns skálds Þorláks sonar úr ensku, og hafa kaflar úr henni verið birtir í amerísk- um fræðiritum. Rómar Beck það mjög, hve leiðsögn prófessors Halldórs Hermannssonar hafi reynzt sér vel, enda hafi hún verið veitt af mikilli alúð. Auk þess, sem er skyldunám í þeim greinum, sem Beck tók próf í við Cornell-háskóla, lagði hann allmikla stund á fornensku og las meðal annars Bjólfskviðu mjög vandlega. Á hinum fjórum árum há- skólavistar sinnar vann Beck fyrir sér jafnframt náminu við ýmis störf, en fékk þó náms- styrk og námsverðlaun. Hann tók allmikinn þátt í safnaðarstarf semi lútersku kirkjunnar, og val- inn var hann forustumaður er- lendra stúdenta, er stunduðu nám við háskólann. Haustið 1926 varð Beck pró- fessor í enskum fræðum og samanburðarbókmenntum við St. Olaf College í Northfield í Minnesotaríki, en St. Olaf Coi- lege er stærsta menntastofnun Norðmanna í Vesturheimi. Tveim árum síðar varð Beck forseti enskudeildar Thiel Col- lege í Pennsilvaníu, en haustið 1929 var hann kjörinn prófessor í Norðurlandamálum og Norður- landabókmenntum við ríkishá- skólann í Grand Forks í Norður- Dakota, og því embætti hefir hann gengt síðan. Kennir hann norsku og íslenzku, en hins vegar flytur hann báskólafyrirlestra um bókmenntir og sögu Norður- landanna allra. Á undanförnum árum hafa allmargir nemendur stundað íslenzkunám við háskól- ann, enda er skólinn í námunda við hina fjölmennu íslendinga- byggð í Norður-Dakota, og hafa fleiri menn af íslenzkum ættum stundað nám við ríkisháskólann í Grand Forks og lokið þar prófi heldur en við nokkurn annan há- skóla í Bandaríkjunum. Háskól- inn á stórt safn bóka á Norður- landamálum, og enn fremur mik- ið af bókum, sem fjalla um Norð- urlönd og bókmenntir þeirra. í safni þessu er talsvert af íslenzk- um ritum, þó að svo hafi raunar verið ástandið á síðustu árum, að ástæður hafi verið óhagstæðar vexti safnsins og lítið bæzt við af íslenzkum bókum. Svo að segja ekkert af nýjustu ritum annarra þjóða á Norðurlöndum hefir safnið fengið þessi árin. Auk kennslustarfanna hef'r Beck haft með höndum marg- vísleg störf, skrifað bækur og ritgerðir, haldið fjölda af fyr- irlestrum og haft mikil af- skipti af félagslífi — einkum íslendinga og Norðmanna, en Norðmenn eru afar fjölmennir í Norður-Dakota. Bækur sínar og ritgerðir hefir Beck ýmist skrifað á íslenzku, norsku eða ensku. Þrátt fyrir annir sínar hefir hann fengizt allmikið við ljóðagerð, er smekk- vís, orðhagur og rímleikinn og ávallt notalegur og mennilegur blær yfir ljóðum hans. Safn af ljóðum eftir hann, Ljóðmál, kom út í Winnipeg árið 1929, en síðan hefir hann birt mörg kvæði í íslenzkum blöðum og tímaritum hér heima, en þó einkum vestan hafs. Hann hefir og ort allmargt ljóða á ensku og norsku, og ný- lega var birt eftir hann í hinu merka bókmenntariti í Boston, Poet Lore, kvæði, sem heitir Salute to Norway — kveðja til Noregs, en það var flutt norsku krónprinshjónunum, þá er þau komu til Grand Forks, og hefir þetta kvæði verið birt í mörgum ritum vestra. Þórhallur Bjarna- son prentari gaf út í prýðilega vandaðri útgáfu árið 1930 Ice- landic Lyrics, sem — eins og flestum mun kunnugt — er safn islenzkra ljóða á ensku, og fylgir frumtextinn hverri þýðingu. Þýðingunum safnaði prófessor Beck og skrifaði inngang að bók- inni og smágrein um hvern höf- und. Hefir bók þessi orðið vin- sæl og er um það bil alveg upp- seld. Árið 1935 kom út í Winni- peg Saga Hins íslenzka lúterska kirkjufélags í Vesturheimi. Var þessi bók samin og gefin út í sambandi við 50 ára afmæli þessa íslenzka félagsskapar, og var höfundur hennar prófessor Beck. Þá var hann einn af höfundum The History of Scandinavign Literature, Bókmenntasögu Norð urlanda, sem gefin var út í New- York 1938. Skrifaði hann þar um íslenzkar bókmenntir og skáldskap íslendinga í Vestur- heimi, norsk-amerískar bókment- ir og enn fremur finnskar. Fékk bók þessi mjög svo góða dóma og öðlaðist talsverðar vinsældir. Árið 1943 kom síðan út í New York — Á kostnað fræðafélags- ins The American Scandinavian Foundation — Icelandic Poems and Stories (íslenzk ljóð og sög- ur). Safnaði Beck þýðingum þeirra sagna og ljóða, sem eru í þessari bók, skrifaði inngangsrit- gerð um íslenzkar bókmenntir almennt og greinar um ævi og ritverk höfundanna. Bera þess- ar greinar vott um sérlega heil- brigðan skilning á skáldritum af hvers konar gerð, og ágæta hæfi- leika til að segja það í stuttu máli, sem gefi nokkurn veginn glögga hugmynd um höfundana og gildi þeirra. Þessi bók hefir vakið mikla athygli og mikið verið um hana skrifað vestra í merk blöð og tímarit, en þó að henni hafi raunar verið getið hér á landi, þá hefir það ennþá varla verið gert svo sem vert væri. Um mörg undanfarin ár hafa þeir prófessor Beck og hinn ágæti og sístarfandi fræðimað- ur, prófessor Stefán Einarsson við John Hopkins University í Baltimore, unnið að allstórri sögu íslenzkra bókmennta, og er ætlast til, að hún komi út á ensku innan fárra ára. Hafa þeir skipt þannig með sér verkum, prófessorarnir, að Beck skrifar einkanlega um ljóðskáldin, en Stefán um þá höfunda, sem að mestu eða öllu leyti hafa helg- að sig hinu óbundna máli. Bók- menntasagan nær eingöngu til nýíslenzkra bókmennta. Greinar Richards Becks um íslenzkar, enskar og norskar bókmenntir skipta hundruðum, og eru sumar þeirra allstórar. Af tímaritum, sem hann hefir skrif- að í á íslenzku, má nefna Eim- reiðina, Skírni, Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins og Almanak Ólafs Thorgeirssonar. Má t. d. nefna grein um vestur-íslenzkar bókmenntir, mjög ýtarlega og fróðlega, grein um íslenzk forn- rit og enskar bókmenntir, rit- gerðir um Huldu skáldkonu, Örn Arnarson og Jón Þorláksson á Bægisá, langa og nákvæma sögu Þjóðræknisfélagsins út af 25. ára afmæli þess — og sögu viku- blaðsins Lögbergs sem skrifuð var í sérstakt afmælisblað, sem út var gefið, þegar blaðið var orðið hálfrar aldar gamalt. Af greinum hans á ensku má t. d. benda á langa grein um Jón skáld Þorlákssön, og var hún birt í hinu merka fræðilega tíma- riti. The Journal of English and Germanic Philologi, en það rit* gefur út ríkisháskólinn í Illinois. Þá er Beck var á ferð í Noregi 1930, kynntist hann verkum norska skáldsins Johan Falk- berget, sem Beck hafði þá lengi haft hug á að kynna sér, og skrifaði síðan um hann bæði á norsku og ensku í Ameríku, þar sem bækur Falkbergets voru einmitt þá að ryðja sér til rúms. Fyrirlestra og ræður um ís- lenzk og norsk, en einnig dönsk, sænsk, finnsk — og svo auðvitað amerísk efni hefir Beck flutt í hundraðatali í félögum, á mann- fundum, í háskólum og í útvarp. Beck hefir alltaf starfað í fe- lagsskap bindindismanna og ger- ir það enn þann dag í dag, og í öðrum alþjóðlegum félagsskap, sem á rætur sínar í Bandaríkj- unum, hefir hann einnig innt af hendi allmikið starf í borg þeirri, sem hann á heima í. Hann hefir og haft forustu um sam- band Norðmanna á þessum stöð- um við heimalandið, starfað mikið í átthagafélögum þeirra. Hann hefir verið og er formaður Leifs Eiríkssonar félagsins í Norður-Dakota, en það félag ec stofnað af Norðmönnum og kynnir Ameríkumönnum landa fundi Norðmanna og Islendinga í gamla daga, og þá fyrst og fremst fund Ameríku — og má nærri geta, að ekki hentar það illa hróðri okkar Íslendinga, að Richard Beck skuli hafa túlk- að þessi mál fyrir hönd félags- ins. Þá hefir hann og mikið starfað að kirkjumálum lút- erskra manna í Norður-Dakota, en eins og öllum þorra fólks mun kunnugt á landi hér, er fríkirkja í Bandaríkjunum, svo sem og í Canada, og er hinn mesti fjöldi alls konar afbrigða af mótmælendasöfnuðum þar starfandi. Þá er þess ennþá ógetið, að Beck hefir unnið geipimikið starf í þágu Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Hann hefir haldið fjölda fyrirlestra víðs vegar um Islendingabyggð- ir, hann hefir með upplýsingum, sem hafa kostað hann bréfa- skriftir og ærna fyrirhöfn, tengt saman á ný slitin tengsl milli vesturríslenzkra einstaklinga og ættingja þeirra hér á heima, og hann hefir verið formaður Þjóð- ræknisfélagsins nú um fjögurra ára skeið, en hafði áður verið vara-formaður þess í sex ár sam- fleytt. Sækir hann stjórnarfundi um 160 enskra mílna vegalengd frá Grand Forks til Winnipeg og heimsækir deildirnar víðs vegar á ári hverju. Þá hefir hann og tíðum umsjón og fyrirgreiðslur fyrir hönd félagsins, þá er það heimsækja valdir menn héðan frá Íslandi. Loks er hann rit- stjóri hins gamla og merka árs- rits Almanaks Ólafs S. Thorgeirs sonar. Beck hefir verið margs konar sómi sýndur fyrir störf sín í þágu íslendinga og Norðmanna í Ameríku. Hann var sæmdur riddarakrossi S. Olafs orðunnar norsku árið 1939, og sama árið riddarakrossi Pálkaorðunnar — og nú í febrúar s. 1. varð hann stórriddari Fálkaorðunnar. Þá er hann heiðursfélagi fjölmargra menningar- og þjóðræknisfélaga Norðmanna í Ameríku. Professor Beck kvæntist hér heima Ólöfu Danáelsdóttur frá Helgastöðum í Reyðarfirði, ágætri konu, en missti hana eftir stutta sambúð árið 1921 — nokkru áður en hann fór til Ameriku. Þau voru barnlaus. Árið 1925 kvæntist Beck í íþöku í Bandaríkjunum, Berthu Sam- son, hjúkrunarkonu frá Winni- peg. Hún er fædd í Norður- Dakota í Bandaríkjunum, og voru foreldrar hennar íslenzkir. I fyrri heimsstyrjöld — 1914 til 1918 — gengdi hún kornung hjúkrunarstörfum í Canadahern- um í Frakklandi, en var síðan hjúkrunarkona við almenna sjúkrahúsið í Winnipeg. Þau Richard Beck eiga tvö börn, Margréti 14 ára og Richard 11 ára. Á seinni árum hefir frú Beck tekið mikinn þátt í ýms- um félags- og mannúðarmálum í Grand Forks. Hún er kona vel íslenzk í anda, og hún talar ís- lenzku mætavel. Það er augljóst af því, sem hér hefir verið frá skýrt, að prófessor Beck er enginn meðal- maður að dugnaði, starfsþreki og áihuga. Þar á ofan bætist sitt- hvað, sem styður að þvl, að hann hafi meiri áhrif meðal alls þorra manna en flestir aðrir. Þegar hann flytur alþýðu manna eitthvert áhugamál sitt í riti, skrifar hann þannig, að mjög auð velt er að fylgjast með hugsun- um hans og rökum. málið létt og lipurt, en þrátt fyrir þetta er allmikil ýtni í öllum hans mál- flutningi. Sem ræðumaður — ekki sízt á mannfundum og sam- komum, þar sem áheyrendur sjá ræðumanninn, er hann mjög á- hrifamikill. Hann er bráðmælsk- ur, kann mætavel að haga svip- brigðum, augnaráði og mál- hreim í samræmi við efni, án þess að nokkuð sé þar að gert um skör fram. Þá er hann í dagfari glaðvær og skemtinn og kann vel að haga máli sínu eftir þeim skilyrðum þekkingar og skilnings, sem sá hefir, sem við hann talar, og loks finnur það hver og einn, að þarna fer mað- ur, sem er fullur velvildar og fúsastur manna til að styðja hvert gott málefni og gera hverj - um og einum góðum dreng þann greiða, er hann má. Er það því deginum ljósara, að heppilegri mann en prófessor Beck getur vart til þess að vekja áhuga vestan hafs og austan fyrir kynn- ingu og samstarfi íslendinga hér og í Vesturheimi. Hefi eg og greinilega orðið þess var, að hann hefir hér á landi tendrað áhuga fyrir því málefni, þar sem áður var allt dautt og dofið. Og auð- vitað hefir hann að sama skapi meðal íslendinga vestan hafs blásið að gömlum glæðum rækt- arsemi og samstárfs vilja, auk þess sem hann hefir með ræðum og ritgerðum á ensku og kennslu sinni í íslenzkum fræðum kynnt ísland og íslenzka menningu meðal Bandaríkjamanna og Canada-búa yfirleitt. Loks hefir hann eflt samhug og samstarf norrænna þjóðarbrota í Canada og Bandaríkjunum. En nú eru sjálfsagt þeir menn til, sem segja — og það í fylstu alvöru: Til hvers á að efla samstarf íslendinga vestan hafs og aust- an? Er Vestur-íslendingum það ekki einungis fjötur um fót að halda sambandi við heimaland- ið, — er þeim það ekki frekar til ills en góðs að samlagast ekki að fullu sínu nýja fósturlandi og þeirri þjóð, sem það byggir? Og hvaða gagn getum við, sem bú- um hér á þessu landi, haft af kanadiskum eða bandarískum þegnum af íslenzkum uppruna, búandi í Norður-Dakota, Win- nipeg, Alberta — eða jafnvel vestur við Kyrrahaf? Það er ekki svo fráleitt að spyrja svona, því að sá sem spyr, hann er viss með að vilja fá svar — en hinn tómláti spyr ekki og verður einskis vísari. Gagnvart Vestur-íslendingum — eigi síður en óðrum — ber þess að gæta, að maðurinn lif- ir ekki á einu saman brauði. Honum er ekki nóg — til þess að fá notið möguleika sinna til þroska — að hann hafi nægilegt að bíta og brenna. En í landi því, sem hann eða foreldrar hans eiga sér engar menningar erfðir og saman ægir öllum þjóðum og kynþáttum, alls konar trúar- brögðum og þjóðfélagslegum hugmyndum, hefir hann ekki á bjargi að byggja, jafnvel þó aö stórfelld og athyglisverð menn- ingarleg nýsköpun sé þar ýmist sköpuð eða í deiglunni. Það er mjög hætt við að hann verði þar “rótarslitinn vísir” og ef.ekk; það, þá að minnsta kosti gróðrar meiður, sem ekki verði svo beinn og blaðríkur sem ella. Og Vest- ur-íslendingar eiga að góðu að hverfa, þar sem er hin þúsund ára gamla og sanntigna íslenzka menning. Hún á að geta orðið þeim sá grundvöllur menningar- legrar mótunar og þroska, sem grísk og rómversk menning varð vestrænum þjóðum — og þó ætti hún að verða þeim heldur meira, því að “hjartað er með, sem undir slær.” Um okkur hér austan hafsins er það að segja, að ræktarsem- inni einni má okkur gagn verða — svo sem hverri annari til- finningu, sem á sér djúpar ræt- ur í moldu lífsstríðs okkar og menningarlegrar mótunar. En svo er og þitt, að auðsætt virðist það, að 120—130 þúsunda þjóð — nú á vegamótum, þar sem um liggja leiðir þeirra, sem mestu munu ráða um framtíð einstak- linga og þjóða — geti um margt verið ærinn styrkur að 30—40 þúsundum hollvina og frænda í þeim ríkjum veraldar, þar sem fram fer nú hin furðulegasta og sérstæðasta tilraun forsjónar- innar um samsteypu þjóðerr.a og kynþátta — og gnægð er möguleika til hvers. sem vera skal. Prófessor Richard Beck skilur til hlátar þau viðhorf, sem hér hefir verið vikið að, og hann hefir til að bera það atgerfi, sem ‘til þess þarf að koma þarna miklu til leiðar. Vel sé honum og öllum þeim, er eitthvað vilja á sig leggja við að styðja að sem mestum og beztum árangri starfs þeira vestan hafs og aust- an, sem skilja: að ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Meg: Richard Beck snúa að heiman heim styrkur til starfs af skiln- FYRSTA FLOKKS BYGG ÚTSÆÐI TIL MALTGERÐAR fœst nú þegar gegnum SHEA - DREWRY Barley Improvement Sjóðinn Manitoba Barley Improvement nefndin hlutast til um það í ár, að fyrsta flokks bygg útsæði fáist hjá kornhlöðum til sveita. Fræinu verður úthlútað hvar, sem er í Manitoba, og byggið er O.A.C. No. 21 tegundar. Bændur geta pantað alt að 16 mælum. Fræið verður sent í tvegja mæla innsigluðum pokum; flutningsgjald greitt fyrirfram. Birgðir eru takmarkaðar, og þessvegna verða pantanir afgreiddar í þeirri röð, sem þær koma inn. Kornhlöðu stjórinn skýrir frá verði, og peningar verða að fylgja hverri pöntun. Byggræktar bændur ættu að geyma nóg af þessa árs uppskeru til þess að hafa nægar byrgðir af góðu útsæði fyrir næsta ár. Frekari upplýsingar, ásamt pöntunar eyðublöðum, fást hjá sveitakornhlöðum, eða hjá The Manitoba Barley lmprovement Committee, Room 245 Legislative Building, Winnipeg, Manitoba. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.