Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 8
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 Úr borg og bygð Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn á heimili Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning St., á miðvikudagskvöldið þann 14. þ. m., kl. 8. Framkvæmdarnefnd kirkju- félagsins hélt fund hér í borg- inni í vikunni, sem leið; af utan- bæjarprestum og leikmönnum, sem í nefndinni eru, sátu fund- inn Dr. Haraldur Sigmar, séra E. H. Fáfnis, séra Sigurður Ólafs- son, Mr. G. J. Oleson og Victor Sturlaugsson. I fyrri viku voru staddir í borginni þeir Haraldur Ólafsson og Kristján Guðmundsson frá Mountain, N.D., og Mr. Gísli Björnsson frá Glenboro. • Mr. Th. Thordarson kaupmað- ur á Gimli, var staddur í borg- inni fyrri part yfirstandand^ viku. • At the Annual Meeting of tho Arborg Red Cross Branch, reports showed a very success- ful year, with a total amount of $1.824.95 having been raised and sent in to Headquarters. During the year, 569 articles of sewing, and 54 articles of knitt- ing were also sent in, with donations of 12 quilts, 1 afghan, and other articles Two raffles sponsored by the M.F.A. brought in $206.70, and a picture show given by Mr. H. Diamond netted $68.80. Mrs. G. T. Smith, Sec. Gjafir til Betel í jan. 1945. Mr. Thor Guðmundson, Can- oouver, B.C., Maxson Estate $48.00. Mrs. J. B. Johnson, Gimli, Man. $10.00. Mr. Fred Bjarna- son, Winnipeg, One box Icelandic Books. Mr. Oli Lingholt Donat- ion$2.00. Ónefndur, frá Lundar, Man $10.00. Mrs. Áslaug Gauti, Mr. og Mrs. Arthur Bjarnason og Mr. og Mrs. J. M. Ólafson, öll aó Wynyard, Sask. “í minningu um einlæga vinkonu, Sessilíu John- son, konu Steingríms Johnson, Wynyard Sask., er dó 20. des. 1944.” $5.00. Elfros Kvenfélag, “í minningu um okkar kæra heið- ursmeðlim, Mrs. Thorbjörgu Guðmundson, sem nýlega er lát- in”. $5.00. Með vinsamlegri þökk fyrir þessar gjafir. J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg, Wpg. • Kvenfélag íslenzka lúterska safnaðarins í Vancouver et að efna til samkomu í fundarsal dönsku kirkjunnar á E. 19th Ave. og Burns St. kl. 8, þriðjudags- kvöldið 13. febrúar, sprengi- kvöld, sagt er að þar verði ýmis- legt til skemtunar, meðal ann- ars söngur fyrir alla, og svo sem að sjálfsögðu vel úti látnar góð- gjörðir. • Icelandic Canadian Evening School. Þann 22. janúar flutti Mrs. E. P. Jónsson ágætt erindi, “The Colonization of Greenland and discovery of America”. Næsta fræðslumót verður mánudags- kvöldið 12. febrúar í Fyrstu lút. kirkju, þá flytur séra H. E. Jóhnson fyrirlestur um Snorra Sturluson, sem byrjar stundvís- lega kl. 8.15. íslenzku kenslan byrjar kl. 9. Aðgangur fyrir þá sem ekki eru innritaðir, 25c. Munið að koma stundvíslega. H. D. • Þakkarorð. Innilegustu þakkir vil eg undir rituð, ásamt syni mínum, biðja íslenzku blöðin að færa öllum hinum mörgu vinum, er veittu okkur svo mikla hjálp og sam- úð við fráfall okkar elskulega eiginmanns og föður. Virðingarfyllst, Jónína Thorlacius, Steveston, Lulu Island, B.C. • Leiðrétting. í ræðu minni fyrir minni Eggerts Stefánssonar söngvara, í síðasta blaði, höfðu fallið úr tveir setningahlutar í byrjun annarar málsgreinar, svo að hugsun og samhengi raskast. Byrjun máls- greinarinnar átti að vera á þessa leið: “En mér er það einnig ánægju- efni að taka þátt í þessum mann- fagnaði af öðrum ástæðum. Rétt eins og við vöxum af því and- lega og menningarlega að varð- veita og ávaxta sem best og sem lengst dýrkeyptar og dýrmætar menningarerfðir okkar, ■ vöxum við af því, o. s. frv.” R. Beck. • Hon. Solon Low, leiðtogi Socia. Credit flokksins í Canada, held- ur almennan fund í Playhouse Theatre þann 19. þ. rr\. Aðgang- ur 50c. Nánar auglýst síðar. Mr. Low er mælskumaður mik ill, og má því víst telja, að marga fýsi að hlusta á hann. • íslendingamót verður haldið í Fargo, N.-Dak., á föstudagskvöld- ið þann 16. þ. m., byrjað verður með borðhaldi, sem hefst kl. 7 e. h. Að lokinni máltíð verður skemt með ræðum, kvikmynda- sýningu, spilum og dansi; það fólk, sem hefir í hyggju að sækja mót þetta, er ámint um að gera Dr. B. K. Björnssyni aðvart, að 1215 18th Ave. N., vegna nauðsyn legs undirbúnings við mat og annað. Þetta verður mikilvægt þjóð- ræknismót, sem telja má víst að verði afar fjölsótt. • (t síðasta blaði slæddist sú missögn, að Mr. Lincoln Johnson hefði verið kosinn féhirðir fast- eignasala samtakanna í Winni- peg; hann var kosinn stjórnar nefndarmaður, en bróðir hans, Mr. Leo Johnson, endurkjörinn til fóhirðis. íslenzkir sjómenn sœmdir brezkum heiðursmerkjum Á laugardag afhenti brezki sendiiherrann, herra Gerala Shephard, þremur íslendingum “British Empire” orðuna, fyrir björgun brezkra sjómanna úr sjávarháska. Orðuna hlutu þeir Einar Jónsson hafnsögumaður, Björn Guðmundsson skipstjóri og Jón Axel Pétursson hafnsögu- maður. í ræðu, er sendiherrann héJt við þetta tækifæri, skýrði hann svo frá atvikum, að s. 1. vetur strandaði herskip við Lundey í myrkri og versta veðri. Gerði brezkur dráttarbátur nokkrar tilraunir til að koma skipverj- um til hjálpar, en varð jafnan að snúa aftur, því að veðurofs- inn var afskaplegur, vindhrað’ 128 km. á klukkustund. Skömmu síðar létti ofurlítið og fór þá dráttarbáturinn á vettvang aftur og sást þá skips- höfnin af hinu strandaða skipi í Lundey. Er þetta var tilkynnt. fór íslenzki dráttarbáturinn Magni á vettvang, en þá var ekki viðlit að komast upp í eyna til hlés við hana. Var ákveðið að varpa akkerum áveðurs við skipsflakið, nálægt rifinu, og senda bát á land aftur af Magna í skjóli hans. Voru tvær ferðir farnar og öllum mönnum bjarg- að. — Einar Jónsson hafnsögumaður stjórnaði bátnum, sem bjargaði mönnunum í 80 knu vindhraða; var það algerlega hugrekki hans og leikni að þakka. Skipstjórinn á Magna, Björn Guðmundsson, sýndi mikið hug- rekki við stjórn á skipi sínu. Sker voru þarna 90 metra frá Útvarpsguðsþjónustu verður út- varpað frá Fyrstu lútersku kirkju, sunnudagskvöldið 25. febrúar kl. 7, frá stöðinni CKY. Guðsþjónustan fer fram á ís- lenzku. Forseti kirkjufélagsins, Dr. Haraldur Sigmar á Mountain flytur prédikun. skut og 45 metra frá stefni, og lagði hann því í mikla hættu með því að leggja svo nærri, að hægt væri að koma taug frá björg unarbátnum í land. Jón Axel Pqtursson hafnsögu- maður sýndi einnig mikið hug- rekki við skyldustörf sín. , Vísir, 7. des. • Ameríkumaður hitti írlending og var að fræða hann um bú- jarðirnar í Vilta vestrinu. — Þar er nú landrýmið það mikið, að menn plægja sama plógfdrið frá því á vorin beina leið það langt fram á sumar, að þeir uppskera kornið í því á heimleiðinni. — Eg trúi því vel. svaraði Ir- inn, — því að hjá okkur er land- rýmið víða það mikið, að þegar nýgift hjón fara út af örkinni til þess að leita uppi kýrnar og mjólka þær, er algengt, að stálp- uð börn þeirra komi heim með nytina úr kúnum. • Skuldheimtumaðurinn við stúdent: “Klæðskerinn hefir fal- ið mér að innheimta þessa skuld.” Stúdentinn: “Þá má eg óska yður til hamingju með að hafa fengið fasta stöðu.” ÁRSFUNDUR. Nefndin í Norðurhluta Nýja íslands, sem stóð fyrir lýðveldis- hátíðinni að Iðavelli við Hnausa, þaian 17. júní síðastliðinn, held- ur fund á skrifstofu sveitar- stjórnarinnar í Árborg á sunnu- daginn þann 18. þ. m. kl. 2.30 e. h. Fundurinn verður settur stundvíslega á hinum tiltekna tíma; þetta er aðalfundur hátíðar nefndarinnar, og er fólk ámint um að fjölmenna. G. O. Einarsson, skrifari. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • íslenzk guðsþjónusta í Van- couver, kl. 7.30 e. h., sunnudag- inn, 18. febrúar í dönsku kirkj- unni á E. 19th Ave. og Burns St. Séra Harald Sigmar frá Seattle flytur guðsþjónustu. Allir velkomnir. R. Marteinsson. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 11. febrúar. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. • Sunnudaginn 11. febrúar prédik- ar séra H. Sigmar í Mountain kl. 2. e. h. Eftir messu verður safnaðar- fundur ihaldinn, aðal mál þar, prestskosning. Fólk alvarlega og vinsamlega beðið að fjölmenna. • Prestakall Norður Nýja íslands. 11. febrúar — Árborg, ensk messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. • Föstuguðsþjónustur verða haldnar í samkomusal fyrstu lút. kirkju á miðvikudagskvöldum frá 14. febrúar. Samkomur þess- ar hefjast kl. 8. — Allir velkomn- ir. Wartime Prices and Trade Board Spurt. Eg er að hugsa um að leigja út herbergi í húsinu, sem við búum í, og vil fá að vita hvort eg þurfi að fylgja nokkr- um sérstökum reglugerðum frá W P T B Svar. Ef þú ætlar að leggja tii öll húsgögn, allan rúmfatnað, og halda öllu hreinu sjálf, þá mátt þú ákveða leiguna og þarft ekki að tilkynna leigunefndinni. Ef þú leigir upp á aðra skilmála, verður þú að láta W. P. T. B ákveða leiguna. Spurt. Mig langar til að leigja út tvö herbergi með húsgögnum, eg get lagt til alt sem þarf, nema rúmföt. Hvaða leigu má eg setja? Svar. Ef herbergin hafa aldrei verið leigð út fyr, þá verður þu að fó leiguna samþykta hjá W. P. T. B. innan þrjátíu daga fró því leigu samningarnir eru gerðir. Ef 30 dagar eru þegar liðnir, þá sem allra fyrst, vegna þess að því lengur sem þaði dregst, því erfiðara verður það fyrir þig að gefa leigunefndinni fullnægjandi skýringar á þessari vanrækslu. Spurt. Fyrir nokkru keypti eg fatnað í smábúð. Vegná þess að fatnaðurinn passaði ekki vei, skilaði eg honum aftur, en í stað þess að fá endurborgun var mér sagt að eg yrði að taka aðrar vörur í staðinn. Eg fann ekkert í búðinni, sem mig langaði til að kaupa, og vil fá að vita hvort verzlanir megi halda peningum undir svona kringumstæðum. Svar. Svona viðskipti eru al- veg óháð öllum reglugerðum W. P. T. B. Verzlanir fylgja sín- RJÖMATAP? Þá þarfnast skilvindan aðgerðar strax. Aukinn rj6mi borgar kostnaðinn. Við höfum áhöld til aðgerða við aliur skilvindur. Margviðurkend 4 0 ára þjónusta — bein viðskipti, engir umboðsmenn né aðrir milli- liðir. pað borgar sig að semja um aðgerir strax. Fljðt afgreiðsla. Kostnaðaráætlanir afgi-eiddar í snatri. I,A.t ið oss vita hvers þér þarhfnist og munum vér þá end- urnýja skilvindur yðar og gera þær að fullu starfhæfar. T. S. PETRIE 373 Bowman Are., Winnipeg. um eigin siðvenjum í þessum máium. Spurt. Við fengum bréf frá skömtunardeildinni þar sem beð- ið var um skömtunarbók föður okkar, sem dó, ekki alls fyrir, löngu. Er það nauðsynlegt að ónáða syrgjendur á þennan hátt? Svar. Ef skömmtunarbók þess látna hefði verið fengin útfar- arstjóranum eða send til Local Ration Board með nauðsynleg- um skýringum, þá hefðuð þið ekki þurft að verða fyrir þessu ónæði. Smjörseðlar númer 95 ganga í gildi 8. febrúar. Munið að þessn’ seðlar falla ekki lengur úr gilai mónaðarlega. Tímabilið er ótak- markað. Spurningum á íslenzku, svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg. The Swan Manufacturmg Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP •Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 Ambassador Beauty Salon Nýtízku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. Islenzka töIuC á staðnum. 257 KENNEDY STREET, fyrir sunnan Portage Simi »2 716 S. II. Johnson, eigandi. “CELLOTONE” CLEANING SPECIALS Suits - - - 59c (Mens 2 or 3 piece) Dresses - - 69c (Plain 1 piece) CASH AND CARRY Other Cleaning Reduced PHONE 37 261 PERTH’S Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Rjóma sendendur! pÉR OETIÐ FENGIÐ pETTA FAORA OG LITAUÐGA ALMANAK með því að senda rjóma yðar til City Dairy Limited, Winnipeg. Grlpið tækifærið og fáið þetta óviðjafnan- lega fagra Almanak og lcynnið yður hagn. aðinn af því, að senda rjómann til City Dairy, Winnipeg. Skrifið STRAX eftir þessu sérstaka, merkiseðla Almanaki. Vegna ánægjulegs árangurs sendið rjóma yðar til City Dairy Ltd., Winnipeg NÝ BÓK “Björninn úr Bjarmalandi” EFTIR ÞORSTEIN Þ. ÞORSTEINSSON Yfirlit yfir þroskasögu Rússlands og helstu heimsviðburði í síðastliðin 25 ár. Verð: saumuð í góðri kápu $2.50 — í bandi $3.25. Burðargjald 10 cent Pantanir sendist til THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA "Hið fagra Canada” Raunveruiegt Laurent- ians útsýni, eftir hinn fræga lita- og ljósmynd- ara Edward Van Altena. \/ erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS. HOUSEHOLDERS --- ATTENTION — We have most of the popular brands of coal in stock at presenl, but we cannot guarantee that we will have them for ihe whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a time as possible for delivery. This will enable us to serve you beiter. MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V/BUILDERS'O SUPPLIES V/ and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlington St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.