Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 Þegar lafði Damer var komin inn í salinn, heyrðust hvíslingar af undrun og aðdáun. Hún var svo yndisleg í æskufegurð sinni; og bún- ingur hennar vakti aðdáun og eftirtekt, hann var svo sérkennilegur og smekklegur. Hún var svo aðdáanleg og fögur að hún var drottning samkvæmislífsins, frá því hún kom inn og þar til hún fór. Hertoginn hóf dansinn, með frú sinni. Lafði Damer tók eftir því að hann leit svo oft til sín. Hún skildi einnig að hann var að tala um sig við konuna sína, því hún leit strax til hennar. Þegar dansinum var lokið, fylgdi hertoginn frú sinni yfir til lafði Damer, sem kynnti henni manninn sinn. Þetta var stór sigur fyrir hana. Það mátti sjá undrunar svipinn á andlifi hans, en hann var hinn rólegasti; hún gerði enga tilraun til þess að hann héldi áfram samtali við sig lengur, þó hann hefði jafnvel langað til þess. Hún var svo formföst, svo náðug, lítillát og Ijúf, eins og hennar náð, hertoga frúarinnar sjálfrar. Hertoginn bauð henni að dansa við sig, sem hún þáði með hinni mestu kurteisi. Það virtist henni svo fjarstætt að vita neitt af allri þeirri eftirtekt og aðdáun sem samkvæm- ið veitti henni; það vár eins og hún hefði verið alla sína ævi vön við slíka aðdáun. Hertoginn spurði Mrs. Isabel Damer, hvað lafðin hefði heitið áður en hún giftist. Hún svaraði: “Mrs. Florence Charteris.” “Jæja,” sagði hertoginn, “eg þekki ekki það nafn.” “Það er nafn góðrar enskrar fjölskyldu, er mér sagt,” svaraði Mrs. Damer. “En það er líklega óþekkt meðal hærri séttanna. Hertoginn brosti. “Lafði Damer lítur svo unglega út, hún lítur ekki út fyrir að vera yfir tvítugt.” “Hún er 24 ára, en hún er svo fjarska ungleg í andliti.” Nú litu þessar tvær frúr, sem sátu ofurlítið frá dansfólkinu, hvor á aðra, og hvor um sig las áform hinnar, engin sem inni var, bar af lafði Damer, það kom og í ljós þetta sama kvöld. Hertogafrúin var vön að vera ráðandi leiðtogi yfir öllum hefðarkonum í umhverfinu. Hennar álit og vilji var ómótmælanlegur og óhaggan- legur. “Hertogafrúin segir það.” eða “hertoga- frúin heldur það,” var nóg. Ef eirrhver var annarar meiningar en hún, þá var ekki um annað að gera en þegja; engin þorði að láta aðra skoðun í ljósi. í kringum gosbrunninn í blómaskálanum, stóðu nokkrar konur, sem voru að tala saman. Hertogafrúin var að tala við forstöðukonu fátækraskóla, sem hafði sagt upp stöðunni og gift sig, en eftir nokkra mánuði hljóp hún frá manninum sínum, og var nú að reyna að fá fyrri stöðu sína aftur. Hertogafrúin hafði áhuga fyrir þessum skólum og hélt sinni sterku vernd- arhendi yfir þeim, og vildi ekki veita þessari konu stöðuna aftur. Það var lafði Mainwaring, sem bar söguna út um giftingu þessarar konu, og hvernig hún hljóp frá manninum sínum; svo hertogafrúin setti þvert nei fyrir að veita henni stöðuna aftur. “Mig langar ekki til að vera hörð gagnvart kynsystrum mínum,” sagði hún, “en éf kona ' getur ekki búið saman við manninn sinn, held eg að það sé að mestu henni sjálfri að kenna.” Frúrnar sem til heyrðu, nöldruðu um þetta sín á milli, en þorðu ekkert að segja, en lafði Damer sagði hispurslaust: “Eg er ekki samdóma yðar náð, um þetta; eg held það sé vanalega manninum að kenna.” Þó eldingu hefði slegið niður milli þeirra, hefðu frúrnar ekki getað orðið óttaslegnari. Hertogafrúin brosti ofur góðlátlega. “Þú hefur eðlilega, lafði Damer, ekki mikla þekkingu á slíkum málum.” “Sú þekking, sem eg hefi haft, yðar náð, er sú að halda uppi vörn fyrir kynsystur mínar.” “Ó, þá áttu mikið eftir að læra; eg hugsa um hvað biblían segir um það, og álykta eftir því.” Lafði Damer hefði ekki fyrir nokkurn mun spurt þeirra spurninga, sem ein frúin gerði. “Hvað er það sem biblían segir um það?” “Fullkomna, takmarkalausa, blinda undir- gefni,” sagði hertogafrúin, sem aldrei hafði beygt vilja sinn hið minsta fyrir manni sín- um, en haft hann í hendi sér eins og henni sýndist. “Eg held að helmingurinn af ósamkomulagi milli hjóna stafi af því, að konurnar vilja ekki sýna þá eftirlátssemi sem þeim ber, laga sig eftir vilja mannsins.” Með hinum mesta andaktar svip á andlitun- um, hlustuðu konurnar á þetta, eins og það væri óyggjandi goðsvar, og opinberun; en lafði Damer hafði aðra skoðun á því. “Of mikil auðmýkt og undirgefni verður að þrælslund, margar konur lenda inn á þá villu braut, að gera sig að þrælum.” “Ekki margar held eg,” sagði hertogafrúin, og fór inn í danssalinn. Nú var það hulin leyndardómur, hvort her- togafrúin mundi vera hrædd um, að lafði Damer sækti eftir að verða keppinautur sinn, og að í framtíðinni yrðu tvær drottningar í umhverf- inu, í stað einnar. Lafði Damer vann fullan sigur þetta kvöld; allir herrarnir hópuðust kringum hana; þeir höfðu aldrei séð eins elskulega og fallega konu sem hana. Tvisvar seinna um kvöldið, urðu þær ósam- mála “drottningarnar”. Það varð öllum ljóst að þær voru tvö and- stæð öfl, þó hertogafrúin fyrir tveimur dögum áður mundi hafa hlegið fyrirlitningar hlátri að slíkri hugsun. Mrs. Damer fylgdi hertogafrúnni, þó þær töluðu ekki neitt saman, en án orða voru þær sammála um, að bindast samtökum gegn hinni ungu og fögru lafði Damer. “Ef þú hefðir ekki sagt mér að lafði Damer hefði ekki haft neitt tignarnafn, áður en hún giftist, hefði eg haldið, að hún væri að minsta kosti prinsessa,” sagði hertogafrúin við Mrs. ísabel Damer, brosandi, og í brosinu fólst á- kveðin meining. Það var orðið áliðið kvölds er þau komu heim. Lávarðurinn var í sjöunda himni af ánægju yfir þeirri aðdáun sem Florence hafði unnið sér, og þeim heiðri, sem henni var sýndur; hann fékk aldrei hrósað henni nóg, fyrir hinn ágæta og andríka þátt, sem hún tók í þessu samkvæmi. Systurnar voru seinna saman í herbergi, lafði Damer. Hún hafði látið herbergis þernuna fara. Hope sat og horfði undrandi á hana, undrandi yfir því, að það sást ekki hinn minsti vottur þreytu á andlit’ hennar. “Hope”, sagði Florence, “hvernig geðjaðist þér að framkomu minni í kvöld? Leysti eg hlutverk mitt ekki vel af hendi?” “Betur en eg bjóst við; þó var eitt, sem eg hygg þú hafir verið óhyggin með Florence. Þú hefur gert hertogafrúna að óvin þínum.” “Hvað gerir það mér til, Hope? Hún getur ekki gert mér neitt illt; hún er alveg óþolandi, hún vill öllu ráða, og setur sig upp alvalda yfir öllum öðrum, orð hennar eru sem óbrjót- andi lög, eins og engin nema hún hafi rétt til að segja neitt.” “Hún stendur öðrum framar, bæði að ætt og stöðu í þessu umhverfi,” sagði Hope alvar- lega. “En hún þarf ekki að ota því svo mjög fram,” svaraði lafði Damer. Hope virtist líta alvarlega á þetta mál. “Eg álít það, mjög slæmt að komast í óving- an við þá, sem maður getur gert sér vinveitta. Ef mér missýnist ekki, áttu nú tvo óvini — Mrs. Damer og hentogafrúna.” “Jæja það er þá við eitthvað að stríða,” sagði Florence, og brosti, “og hvaða skaða gæti það svo sem gert mér.” “Það er ávalt betra að forðast allt sem vekur óvináttu.” Lafði Damer leit til systur sinnar og roðnaði í andliti. “Heldurðu að það geti valdið mér nokkrar hættu? Ó, Hope, ef það skyldi vera, þá hefurðu haldið mér í skugganum; þú hefur sagt mér að það væri engin ástæða til að óttast — allt grafið og gleymt, eins og leyndarmálið sjálft.” Hún stóð upp og nötraði af óstyrk og geðs- hræringu. Hope reyndi allt hvað hún gat til að stilla hana. 13. KAFLI. Er voraði og kom fram í maí mánuð, fór lávarður Damer ásamt konu sinni til Londor. Lafði Damer langaði svo mikið til að njóta þar unaðar vorsins, sem var henni einnig nauðsyn- leg tilbreyting. Æska hennar og fegurð, viðfeldni og lát- leysi, gerði hana vinsæla og dáða. Hún var kynnt hirðinni, og þar sem annarsstaðar álitin bera af öðrum hefðarfrúm, að fegur. Hún naut meiri aðdáunar, og þótti bera langt af hertoga- frúnni á Redford. Eftir það vildi svo til að þær, lafði Damer og hertogafrúin, höfðu dansleik eða gestaboð sama kvöldið, var það sem sjálfsögð regla, að fólk sótti samkvæmi lafði Damer langtum frem- ur en hertogafrúarinnar. Eitt kvöld fór lávarðurinn, ásamt konu sinm, systur hennar og Mr. Andrey og Isabel, í söng- leikahöllina, til að heyra nafnkendan söngvara. Aðsókn var mikil, svo húsið var troðfullt; þar var samankomið mikið af háaðlinum, sem hafði sín sérstöku sæti í miðstúkunum. Lafði Damer, í öllu sínu skraúti, ásamt manni sínum, voru í einni miðstúkunni. Hann tók eftir því hvað henni var veitt mikil eftir- tekt, hve mörgum smá sjónaukum var beint til hennar, þar sem hún sat, og honum virtist þykja afai*vænt um það. Eitt lag eftir heimsfrægan tónlistarmann, var rétt að vera sungið til enda, er lávarður Damer sagði við lafði Florence: “Eg man ekki til að hafa heyrt ágætari söng en í kvöld.” Hún leit, eins og flóttalega í kringum sig. og allt í einu varð stórbreyting á andliti hennar. Hún hvítnaði upp, og augun ranghvoldust, eins og af mikilli hræðslu. Hún baðaði út höndun- um, eins og hún vildi verjast gegn einhverri hræðilegri sýn, hún gaf frá sér veikt hljóð, og féll niður sem steindauð. Þessi atburður vakti hið mesta uppþot í saln- um. “Hvað er þetta — hvað er þetta, sem hún hefur orðið svona hrædd við?” spurði Mr. Andrey Damer, sem kom til að hjálpa til að taka hana upp. En Isabel hugsaði, og sagði við sjálfa sig: “Hún hefur séð einhvern sem hún þekkti, áður en hún giftist, og það er orsökin til þessa.” Meðan verið var að taka lafði Damer upp og gera tilraun að vekja hana af yfirliðinu, leit Isabel rólega og rannsakandi yfir mann- fjöldann í kringum sig. Það voru hundruð af fínum herrum þar; margir þeirra litu upp til stúkunnar, því allir höfðu orðið þess varir sem skeði, en það var enginn þeirra, sem Isabel gat fest neinn grun á; en hún var, samt sem áður, fullviss um, að lafði Damer hefði séð einhvern meðal áheyr- endanna, sem hún hefði þekkt frá fyrri tíð, og valdið henni þessa viðbrigðis. “Það kemst upp,” hugsaði hún. “Eg skal komast að, leyndarmáli hennar, því hún býr yfir leyndarmáli, eins áreiðanlega eins og eg heiti Isabel.” Damer lávarður lét keyra með sig og konuna sína, sem var mjög máttfarin og veik, heim til sín, ásamt Miss Charteris. “Þú ert ekki nógu sterk fyrir þessar æsandi skemtanir, Florence, eg verð að vera nærgætn- ari um það við þig, elskan mín. Eg vildi ekki verða fyrir slíku aftur, fyrir allar sönghallir og leikhús á Englandi. Eg hélt þú værir dáin.” “Hvað var það, sem kom fyrir þig, Florence?” spurði Hope systir hennar, þegar hún var að virða fyrir sér andlit systur sinnar, og sá nærri því sama hræðslusvipinn á því, eins og kvöldið, sem Dr. West hafði uppgötvað leyndarmálið hennar. “Hvað kom fyrir?” spurði hún aftur. “Eg varð svo máttlaus og mig svimaði af hitknum í leikhúsinu. Ó, Karl, við erum búin að vera nógu lengi í London; við skulum fara strax til Avonwold; það er besti staðurinn fyrir mig.” Honum þótti vænt um að heyra, að henni var orðið kært heimili forfeðra hans; ekkert annað gat honum þótt vænna um. “Það eru nokkur heimboð, sem við eigum eftir að sækja hér í London, og við skulum afljúka þeim, undir eins og þú ert fær um það, svo skulum við strax fara heim.” Viku seinna voru þau komin aftur til Avon- wold, og lafði Damer fékk strax aftur sinn fagra andlitsblæ. Nokkrum mánuðum seinna heyrðist fagnað- ar hljómur frá kirkjuklukkunum á Avonleight. Agúst sólin stafaði nýjum fagnaðar og gleði geislum, nýrri blessun yfir hið forna aðalsetur, Avonwold. Erfingi var fáeddur, sva hið gamla góða óðal, að öllum líkindum gæti eins og áður gengið frá föður til sonar. Það var mikill fögnuður á herragarðinum; hinn nýfæddi erfingi var frískur og efnilegur; en móðirin var mjög veik. “Hún hefur hitasótt og er mjög ástyrk,” sagði læknirinn, og hefur dálítið óráð, en með góðri hjúkrun og umönnunf kemst hún til heilsu eftir tvo eða þrjá daga.” , Það var sent boð eftir Andrey og Isabel. Sem afleiðing af komu Isabel, voru þær a stöðugum verði hvor gegn annari, Miss Hope og Isabel; þær vissu hvor fyrir sig, að þær voru óvinir; þær skildu hvor annarar hug. Hope leyfði ekki að neinn kæmi inn í sjúkra- herbergið; Isabel sagðist hafa rétt til þess, en Hope leyfði^henni það ekki. “Hjúkrunarkonan segir mér að lafði Damer líði ekki vel í kvöld, og að hún sé að tala óráð,” sagði Isabel við Miss Hope. “Hjúkrunarkonan segir að hún sé altaf aö segja að litla barnið hennar sé dáið,” sagði Isabel, og horfði biturlega í andlit Miss Hope. “Er það ekki bláber ímyndun?” Hope brá sér hvergi. “Það stafar af hitasóttinni og taugaveiklun- inni, sem því er samfara, hún hættir að ímynda sér það, þegar hún fer að hressast.” “Mér fanst það svo unaðslegt að hún skyldi vera að harma yfir dauðu barni, þegar' hún á svona efnilegan og hraustan dreng. eins og ef hef nokkurntíma séð.” “Hún talar í óráði, sem engin tekur mark á,” sagði Miss Hope. “Eg hefi heyrt sjúklinga tala meiri og hættulegri fjarstæðu en það. Systir mín virðist að vera betri í dag, og hún kemur bráðlega til sjálfrar sín aftur.” Þetta kvöld kom lávarðurinn hljóðlega inn I herbergið, til að sjá litla frumburðinn. Hope sat hjá systur sinni. Lafði Damer svaf óreglu- legum svefni, en sem gaf þó von að hún yrði betri er hún vaknaði. “Hope”, sagði veik rödd, “hefi eg verið mjög veik?” Málrómurinn og spurningin minti Hope svo átakanlega á það, sem skeð hafði fyrir árum síðan, áð hún eins og varð orðlaus að svara spurningunni. “Já, þú hefur verið fjarska veik, elsku Flor- ence,” hvíslaði hún að henni. Hræðslu svipur kom allt í einu á hið fagra andlit hennar. “Eg hef verið veik,” sagði hún og fálmaði eins og ósjálfrátt í kringum sig. “Ó, Hope, hefi eg sagt þeim leyndarmálið mitt?” Það var efi og ótti í hennar æsta augnaráði, Hope laut ofan að henni. “Nei, nei”, hvíslaði hún. “Eg hefi verið hjá þér; eg hefi gætt þín. Lávarður Damer er hérna, og ef þú vilt nú vera róleg, skal eg sýna þér litla barnið þitt, hann er svo elsku- legur, eins og rósknappur.” Hún svaraði ekki, en féll í grát. Hættan hafði verið mikil, en frelsun frá hættunni gekk henni nú svo til hjarta, að hún gat ekki stjórnað sér. Lávarðurinn gekk nú til hennar. “Florence, elskan mín, því græturðu?” “Af því eg er nú svo hamingjusöm,” hvíslað' hún, og Hope vék sér frá. Hún hugsaði með sér, hversu ógurlegt væri að bera á samvisku sinni dulið leyndarmál. Hjúkrunarkonan kom inn, með nýfædda barnið, og lagði það við brjóst móður sinnar. Hver gat ímyndað sér hvers vegna lafði Damer grét svo sárt? í huga sínum sá hún litla græna grasigróna gröf, langt í burtu, yfir þeirri gröf höfðu engin móðurtár verið feld. Enginn hafði hugsað neitt um þessa gröf, enginn vissi hverjum hún tilheyrði — þar hvíldi lítið barn, sem aldrei hafði verið vafið neinum móður örmum, og aldrei hlotið móðurkoss. Þessar hugsanir sundurkrömdu hjarta hennar. “Það er ekki góðs viti, lafði Damer,” sagði hjúkrunarkonan, “að gráta yfir nýfæddu barni.” “Það eru ekki tár,” sagði lávarðurinn, “það er fagnaðar dögg. Hvaða nafn eigum við að gefa þessum arfa okkar, elsku Florence, þú verður nú að reyna að hressast sem fyrst, svo við getum ráðið fram úr því.” Hún hrestist bráðlega, og þau kölluðu litla drenginn Alvin, eftir einum af forfeðrum ættar- innar, sem hafði fallið sem hetja í landinu helga, á krossferða tímunum. Næsta ár fæddist þeim lítil dóttir, og faðir hennar vildi að hún væri látin heita Rós, því hún hafði strax frá fæðingunni svo fagrar rjóðar kinnar. Ári síðar bættist við annar sonur, og lafði Damer nefndi hann Charlis. Þau eign- uðust ekki fleiri börn. Þessi litli barnahópur gjörði heimili þeirra ennþá sælla og ánægju- legra en áður. Það liðu ár eftir ár, og enginn skuggi féll á Avonwold. Hope hugsaði oft um það, að systir sín hefði náð hámarki mannlegrar hamingju. Maðurinn hennar blátt áfram tilbað hana, börn- in elskuðu hana; dáð af öllum vinum sínum, svo hún hafði fulla trú á því að von sín og spádómur væri að rætast — það voru tvær drottningarnar 1 umhverfinu, Florence og her- togafrúin á Redford. “Hvað eg má vera þakklát,” hugsaði Hope, “að eg duldi hið hræðilega leyndarmál, vilti Fiorence sjónir. Nú er hún hamingjusöm kona, og móðir, heiðruð og virt af öllum. Ef leyndar- málið hefði verið opinberað, vær.i hún dauð — dáin 1 æsku, og vansæmd tengd við nafn henn- ar og minningu. Hvað eg er glöð að eg hefi varðveitt þetta með sjálfri mér, og fyrir öll- um.” Henni gat ekki komið til hugar, að einhvern- tíma mundi leyndarmálið verða opinberað. 14. KAFLI. Nú skulum við hverfa um stund, langt frá herragarðinum Avonwold, og virða fyrir oss lítið hús, sem var við Widcome, hús sem var svo fal'legt og skreytt, að hver sem sá það, hlaut að dáðst að því. Stór álmtré stóðu eins og á verði um það, og gerðu það svo dularfull. og skuggsælt, auk þess var fögrum blómum plantað allt í kring um það — rósviður huldi veggina upp að þaki, og stórar jasminur, sem voru við innganginn, gáfu frá sér hina þægi- legustu ilman. Stór, gamaldags garður lá fyrir framan húsið, á bakatil voru ávaxta tré, og matjurtagarður. Dálítið lengra frá húsinu var umgyrtur grasblettur, og þar var svört stór kýr að drekka úr ofurlítilli tjörn. Húsið, og allt umhverfis það var þannig, að hver maður sem sá það, hlaut að dást að því. Inn í þetta hús hafði flutt, fyrir sex árum ekkja með tvo litla drengi. Eldri drengurinn var ófríður í andliti, ódæll og frekur, feitlag- inn og klpunalegur, og hafði háværann og óiþýðan rnálróm — allt benti til að hann væri af lítt siðmönnuðum foreldrum. Hann hét Robert Elster, og var eldri sonur ekkjunnar. Fólkinu í nágrenninu var lítið gefið um hann, og leit hornauga til hans. Hann hafði hið mesta gaman af að drepa ketti með því að henda í þá grjóti, styggja fénaðinn, brjótast inn í ávaxtageymslu nágrannanna,, og koma yngri drengjunum í slæma klípu. Mæðurnar í nágrenninu sögðu við litlu drengina sína, þegar þeir fóru út að leika sér: “Þið verðið að muna að koma ekki nálægt Rob Elster.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.