Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.02.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 5 ÁHUGAMÁL ■WENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Gjafir handa sjúklingum. “Aumingja Jóna er á sjúkra- húsinu; við verðum að gera eitt- hvað fyrir hana.” Þetta segjum við, og síðan sendum við henni hlóm, sætindi eða bók. Þetta er nú gott og blessað ei? flestir vin- ir hennar hugsa á líkan hátt og senda henni það sama. Fyrstu vikuna verður svo herbergi Jónu eins og blómabúð, en brátt visna blómin, búið er að iesa bækurn- ar og borða sætindin — og Jóna er enn veik í rúminu. Kunningjar gera vel að senda þessar venjulegu gjafir en þegar bezti vinur eða bezta vinkona nranns á í hlut, þá reynir maður að láta ímyndunarafl sitt og hjarta leiðbeina sér í vali gjaf- anna, engu síður en peningaráð 9ín. Okkur er sagt að þegar sjúkl- ingurinn sé farinn að beina hug- anum að öðru en sjálfum sér og sjúkdómi sínum, þá sé hann á góðum batavegi. Við getum flýtt fyrir batanum, með því að gefa honum hitt og annað smávegis. sem dregur huga hans frá veik- mdunum og veitir honum ánægju. Eitthvað til að horfa á. Á því stígi veikindanna, sem sjúklingurinn er of máttfarinn hl þess að reyna á sig, má gefa honum eitthvað skemtilegt til þess að horfa á. Það er afar þreytandi að horfa á veggi sjúkra herbergisins dag eftir dag. Smá- fiskar í lítilli glerskál er tilvalin gjöf. Það er gaman að horfa á hinar skjótu hreyfingar þessara gullnu smáfiska. Ef rúmið er Malægt glugga, mætti koma þar fyrir íláti með mat fyrir fugla. ^uglarnir myndu sækja þangað °g sjúklingurinn hefði ánægju af heimsókn þessara litlu gesta. Ef til vill gætir þú lánað eitt- hvað, t. d. radio eða victrola. Ef þú gætir náð í eina af hinum myndauðugu pöntunarbókum, Sem stóru verzlunarfélögin gefa ut. þá væri það ágæt gjöf, betri en venjuleg bók, iþví það er auð- Veldara að lesa hana. Ef að vinur þinn hefur áhuga fyrir blóma- raekt eða garðrækt, skaltu útvega honum litfagra fræ pöntunarbók. f’essar og aðrar bækur, sem eru myndauðugar munu sjúklingn- um kærkomnar á þessu stigi. Eitthvað til að fegra útlitið. Hinni veiku vinkonu þinni mun líða svo miklu betur, ef hún Veit að hún lítur eins vel út eins og hægt er, þú gætir gefið henni fallegan hárborða, treyju eða náttkjól. Koddaver eða á- breiðu í fallegum litum gerir nmhverfið ánægjulegra. Ef sjúkl mgurinn er mjög veikur, myndi ún sannarlega meta það mikils ef hárgreiðslustúlka gæti komiö °g lagað hárið á henni. Eitthvað til að starfa við. f^egar sjúklingnum farí safnast kraftar, langar han Þess að hafa eitthvað fyrir st áðu í litfagurt band og pi nýjar patterns fyrir prjó ekluverk eða dúka til að ss ut í. f*á mætti útvega sjúkling °rð, sem hægt er að setja raman hann á rúmið, og Svo hann geti spilað við sj; Slg- Þannig myndi tíminn fljott. Sumir hafa gaman af Cross- gátum, sem klippa má úr oðum og líma á stinnan pappír. , rir hafa gaman af jig-saw Sátum. Mörg verzlunarfélög stofna til Samkeppni í þeim tilgangi að auglýsa vörur sínar og veita verðlaun. Gefðu vinkonu þinni umbúðlir af pakka af þessari vöru, blað, penna og frímerkt umslag. Hver veit nema að hún hreppi verðlaunin og þó það verði ekki, iþá ihefur hún haft ánægjuna af því að dreyma um það. Eitthvað til tilbreytingar. í sjúkra'húsum er alt fram- kvæmt eftir föstum reglum. Til- breytingaleysið verður afar þreyt andi. Hvernig væri að að safna skrítlum og senda vini þínum eina skrítlu á dag? Þú gætir sím- að honum skrítluna, sagt honum hana þegar þú heimsækir hann, eða sent póstspjald, sem eitt,- hvað skringilegt er prentað á. Vinur þinn mun hlakka mikið til þess að heyra frá þér á hverj- um degi. Ef fleiri sjúklingar eru í herberginu, munu þeir einnig hafa gaman af þessu. Hláturinn er hið bezta meðal. Það er líka góð hugmynd að senda gátu einn daginn og ráðningu næsta dag. Ef til vill hefur þú ekki ráð á því að kaupa dýrar gjafir fyrir vinkonu þína, en þú gætir senni- lega gert henni eitthvað til þægð- ar og skemtunar. Hvernig væri það að bjóða henni að kaupa fyrir hana í búðunum, það sem hiún þarfnast; fara á bókasafniö og útvega henni bókina, sem hana langar til að lesa; vera hjá henni á vissum tíma og lesa fyrir hana eða hjálpa henni til að svara bréfum? Þannig gefur þú henni part af sjálfri þér og það er góð gjöf. En ef þú lofar henni einhverju, verður þú að vera viss um að efna það, því það hefur slæm áhrif á sjúkling að verða fyrir vonbrigðum. Á mörgum sjúkrahúsum er hægt að leigja síma með því að borga lítið gjald vikulega. Það gleður sjúklinginn mikið að geta verið þannig í sambandi við um- heiminn. Óvænt glaðning, eins og bréf eða símtal er honum meira ánægjuefni en við gerum okkur grein fyrir. Ef við gefum ímyndunarafli okkar lausan tauminn, getur okkur hugkvæmst hitt og annað, sem mun gera sjúkrahús veru vina okkar léttbærari og stuðla að bata þeirra. Kaffi og kaffi er tvennt ólíkt Hvernig stendur á því, að sum- ar konur laga gott kaffi úr sama kaffi og aðrar laga vont? Það virðist sannarlega ekki vandasamt verk að hella á könn- una, og þó tekst þetta svo mjög misjafnlega, eins og þið kannist allar við. I sumum húsum er kaffið allt- af gott, í öðrum alltaf vont og í öðrum gott annan daginn og ódrekkandi hinn. Hvernig má þetta vera? Eg átti nýlega tal um þetta við húsfreyju nokkra, sem er ein þeirra, er alltaf lagar gott kaffi og mikla reynslu hefir. “Það er ein gullin regla,” sagði þessi frú mér, “sem mér er ó- hætt að mæla með, og hún er að “hella á” um leið og vatnið sýð- ur. Láta það ekki sjóðja um stund og hella síðan á, heldur hafa gát á því og hella á könn- una um leið og vatnið sýður.” Þessa reglu sendi eg svo áleiðis til þeirra, er reyna vilja, og eg vænti þess, að þær komizt í hóp þeirra kvenna, sem altaf og alls staðar er hrósað fyrir gott kaffi. Sama regla gildir, þegar te er lagað. Englendingar eru sagðir manna slyngastir við að laga te og drekka það afar mikið. Ef þú spyrðir þá, hvernig þeir lög- uðu te, myndirðu fá svar eitt- hvað á þessa leið: — Hitaðu teketilinn, láttu í hann eina teskeið af tei á mann og eina að auki fyrir ketilinn. Hafðu svo ketilinn fast við vatns- pottinn og helltu á um leið og sýður. — Þetta segja þeir um teiið, en í kaffigerð held eg að við lærum lítið af þeim, því að þar segjast þeir vilja læra af okkur. Reynið nú næst, þegar þið “'hellið á”, — eða “hellið upp á”. eins og sumir segja, þessa gullnu reglu og vitið, hver árangurinn verður! FRÖNS-MÖT Hin tuttugasta og fimta árs- h á t í ð þjóðræknisdeildarinnar Frón, er rétt á bak við næsta leiti. Þessi vinsæla samkoma sem ætíð er haldin síðast í Feb- rúar, er venjulega svo fjölsótt að til vandræða hefir stefnt meó húsrými, og stjórninni stundum álasað fyrir óframsýni í þeim efnum. Til þess að fyrirbyggja þau óþægindi, hefir stjórnarnefndin ákveðið að halda mótið í þetta sinn, í fyrstu lútersku kirkju á Victor stræti, sem safnaðar- nefndin hefir góðfúslega lánað. Skemtiskráin fer fram í aðal sal kirkjunnar, en veitingar í kjallaranum. Dans verður eins og venjulega og á sama stað og undanfarin ár — í húsi Good Templara á Sargent og McGee. Nefndin vonar að þessi ný- breytni mælist vel fyrir og fyrir- byggi öll ólþægindi er of þröngur stakkur veldur. Hvað skemtiskránni viðvíkur, skal ekki löngu máli varið, að- eins geta þess að hún verður prýðileg að vanda og vísast þar til auglýsinga í íslenzku blöð- unum. • Tuttugu og fimm ára aldur eða starfsafmæli, eru allmerk tímamót í æfi og starfsferli ein- staklinga og stofnana. Á þeim aldri eru allir einstaklingar orðnir fullveðja í öllum skiln- ingi, ef þeir annárs verða það nokkurntama. Þér, forystumenn þjóðræknis- samtakanna, lítið nú um öxl eftir aldar fjórðungs starf; rifjið upp gamlar endurminningar og fetið í huganum til baka fornar slóðir; leitið upp gömul leiða- og kenni- merki á farinni braut, og þér munuð sjá að verk yðar og fyrir- höfn hafa borið góðann vöxt. Þér munið kannast við margann þrítugann hamarinn er varð að klýfa, ægilega boða og blindsker er nauðsyn bar til að sneiða fyrir, mörg einstigin er varð að þræða og margt gjörningaveðrið er áttayiti heilbriðrar skynsemi fann heppilega leið út úr; þegar þar við bættist misvindi íslenzk- ra lyndiseinkunna, verður ekki með fullum rétti annað sagt en vel hafi tekist starfið. og að þér hafið “komið, séð og sigrað.” Fyrir mátt og atbeina þjóð- ræknissamtakanna á liðnum ald- arfjórðungi, hafa margir lúðir og jafnvel slitnir þræðir er til forna lágu frá hjartarótum ein- staklinga beggjamegin hafsins, er höfðu sumpart vegna fjarlægð ar, ef til vill stundum fyrir sinnu- leysi og gleymsku, ekki þolað tímans tönn, vígst að nýju í glóðum gamalla og kærra minn- inga til nýrrar og framhaldandi vináttu og kærleika. Þeim ein- staklingum er hafa borið svo af- drifarík vinaboð milli eystri og vestri íslendinga, hvort heldur með nærveru sinni í eigin per- sónu, eða með ritum og ræðum, er allur þorri manna stórlega þakkarskyldugur. Að hinu leitinu verður að við- urkenna að átök þjóðræknis- samtakanna hafa á stundum ekki verið svo samfeld og ein- huga sem bezt hefði mátt kjósa, munu þar liggja til ýmsar ástæð- ur, meðal annars, ef til vill, hin alkunna deilugirni sem Islend- ingar eru frægir fyrir. Það ma gjöra of mikið af öllu og van- brúka þannig beztu gjafir skap- arans, en hamingjan náði oss eí vér hættum öllum deilumálum; þar sem engann greinir á um neitt við neinn, ríkir andlegur og eiMfur svefn, og allir fallast í faðma í svefnrofunum í skoð- analausri einingu. Skoðanaskifting um almenn mál, er jafn nauðsynleg félags- legri framþróun og sjálft and- rúmsloftið er viðhaldi lífsins, sé slíkt innan vissra vébanda og heill og farsæld málefnisins og fjöldans höfð að stemnumarki. En vonandi verðum vér aldrei haldnir af þeim dulda ótta, er einkennir einstaklingsframtakið og samkeppnina—og sem stund- um er ekki alveg ástæðulaus — að einn kunni að öðlast fé og frama á kostnað fjöldans, eða vér lítum á annara vegtillur sem vort eigið persónulega tap og látum slíkt hamla framkvæmd- um á sviði félagsmálanna. Þrátt f y r i r margvíslegann þjóðernislegann ávinning síðasta aldarfjórðung, hafa samtökin hlotið mörg tilfinnanleg svöðu- sár, með fráfalli ýmsra eldri Is- lendinga — manna og kvenna— er voru hinar lifandi og hald- góðu r æ t u r hins félagslega meiðs. Verða þau töp seint að fullu bætt, og það því fremur sem vér höfum ekki borið gæfu til á tímabili að vekja nægilega athygli hinnar yngri kynslóðar á málefnum vorum, voru þeir kraftar því að mestu tapaðir, að fráskyldum einstökum undan- tekningum. En nú er sem betur fer úr þessu bætt með sérsam- tökum y n g r i íslendiriganna, “The lcelandic Canadian Club. ’ Að sú vakning birtist ekki fyr, má vel vera mistökum þjóð- ræknisfélagsins að kenna, um það skal ekki deilt hér, en nauð- synlegt væri að draga þar af réttar ályktanir á komandi tíma. Óneitanlega væri fróðlegt að fá glögga og sjálfstæða greinar- gerð yfir þjóðræknishreyfing- una frá upphafi og til þessa dags; margur hefir ritað langt mál um ómerkara efni. Frá hvaða hlið sem litið er á þessi mál, mundi ítarleg, óvilhöll og heilsiteypt saga þessarar hreyfingar dæmast tímabær og mörgum kærkomin. Hversvegna grípur ekki ein- hver frumherjinn, sem enn er með oss, tækifærið meðan tími er til, og skjalfestir eftir eigin minni og reynzlu — ekki aðeins höfuðdrætti, heldur einnig smærri atvik og öll drög er standa að þessari aldarfjórðungs starfssögu ? Vafalaust verður slíkt rit sam- ið fyr eða síðar, en væri það gjönt nú þegar, mundi einhve>~ framtíðar rithöfundurinn losna við að nota þá hæpnu aðferð í sagnaritun, að treysta of mjög á spádómsgáfu sína og getspeki. við uppfyllingu tapaðra og týndra atvika, sem tíminn þá hefði numið burt úr viðburða- heildinni. Sá maður sem framkvæmdi þetta þarfaverk, yrði að sjálf- sögðu að hafa verið nátengdur þjóðræknishreyfingunni f r a byrjun, og þess utan að vera gæddur þeirri einstöku gáfu, að geta lýst rétt og hlutdrægnis- laust þeirri viðburðarkeðju, sem hann sjálfur átti þátt í að mynda, hlekk eftir hlekk. alt fram á þennan dag. Hjartans þökk sé goldin—ekki einungis þeim sem hafa klofið strauminn fjórða-part úr öld, heldur einnig hinum er hafa staðið afsíðis, hljóðlega og yfir- læitislaust, en sífelt verið fyrir- mynd í drengskap og manndómi í hvívetna. Jónbjörn Gíslason. • Atlhs.: Þó þetta sé tuttugasta og fimta ársmót Fróns er Þjóð- ræknisfélagið nú í vetur tuttugu og sex ára gamalt. — J. G. THORVALDUR. GUNNARSSON THORWALD 12. desember s. 1., andaðist í Stillwater, Minnesota, öldung- urinn Þorvaldur Gunnarsson Thorwáld, eftir tveggja ára elli- lasileika og fjölda mánaða sjúkra- húsvist. Var hann fæddur á Skefilstöðum í Skagafjarðar- sýslu, 30. des. 1853, en sonur Gunnars Guðmundssonar og Sig- urlaugar Þorvaldsdóttur, sem var komin af hinni nafnkunnu Skíða staða ætt í Laxárdál í Skaga- firði. Hinn 21. sept. 1884, kvæntist hann skáldkonunni Jóhönnu Soffíu Jóhannesardóttur, sem var af merkum ættum komin en fædd á Valdalæk á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Reistu þau bú á Borgarlæk á Skaga í Skaga- firði þar sem þau dvöldu í all- mörg ár. En um aldamótin fluttu þau til Canada, en fáum árum síðar til Stillwater. Þorvaldur og Jóhanna áttu mörg börn. Sex dætur náðu full- orðins aldri, en þær eru: Amalia Hinz, í Wisconsin; Laufey Todd, í San Francisko, Calif.; Sigrún Olson, í Stillwater, Minnesota; Matthildur Flowers, í Verdugo City, Cálif.; Maria Blaine, í Iowa. En Minerva Olson dó fyrir nokkrum árum í Los Angeles, California. Með Þorvaldi er hniginn í val- inn einn af þessum góðu og gömlu íslenzku mönnum sinnat tíðar, samviskusamur, vel gefinn til sálar og Mkama, og sem að sá vel fyrir sér og sínum, með högum og vel vinnandi höndum sínum. Var hann smiður góður og formaður árum saman á opn- um skipum, en mörg síðustu ár- in stjórnaði hann lyftu í einni af stærstu byggingum borgarinn- ar. Þar sem þessi þöguli, en þó glaðlegi maður, með hrafntinnu- svart hár og brúnu augun, flutti hinn margbreytilega lýð upp og niður, sem að dyrum hans bar. Á efri árum hafði Þorvaldur aðhylst kaþólska trú, og í þeirri trú andaðist hann, sáttur vio Guð og menn með skínandi Skagafjörðinn fyrir sálarsjónum sínum. Útför hans fór fram 15. des. s. 1., í St. Miöhaels grafreitnum í Stillwater, að fjölda manns við- stöddum. Skúli S. Bjarnason. PRÝÐILEG SAMKOMA Mánudagskvöldið 29. f. m., hélt deildin “Frón” almennan skemti-og fræðslu fund í Góð- templara húsinu. Aðsókn var ágæt. Forseti deildarinnar Guð- mann Levy setti fundinn og stjórnaði honum. Þakkaði þeim sem styrkja lestrar félag ‘Fróns’ og gat þes að tveir hefðu sent sína $10.00 hvor til styrktar les- trarfélaginu, þau, Mrs. Ágúst Pálsson og Ari Magnússon, og væri það gott fordæmi fyrir aðra. Séra Theodór Sigurðsson flutti þar prýðilaga samda ræðu, sem þrungin var af ættjarðarást og hvatningu til eldri sem yngri hér í landi til viðhalds íslenzkri tungu, sem hann sagði að væri “móðir allra norðurlanda mála." Veit eg að allir, sem þar voru og heyrðu séra Theodór bera hlý- hug og þakklæti til hans fyrir það snjalla erindi. Einn aðal-liðurinn á dags- skránni var “galdramaður,” sem sýndi alskonar missýningar. Var það nýtt á fundum Fróns og til- breytni góð. Veit eg að margir hafa haft gaman af þeim göldr- um, sem hann lék þar, og væri eg ekki hissa á því að margir ai þeim sem þar voru, séu enn að brjóta heilann um, hvernig hann gerði þessa galdra. Samkoma þessi var hin ákjós- anlegasta í alla staði og fór hið bezta fram. /■— D. G. immini iiniH'iiiHiiNHiiiiHiminKnmiiii Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða, krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! ■ | I ■miMUiiaiuiMUiiHiiiMiijJMmiaiimi i:i.;h„<« ms IhuHIHtl HONEBAKERS £e*ul$o*b IfCHVt CO/H/OÍ, CANADAS 7 TftoitPofiiUah. COOK BOOK This 166-page GUIDE TO GOOD COOKING contains over 800 test- ed recipes and com- plete range of cooking information . . . spiral bound, waterproof covers. More than one million copies in Cana- dian homes. MAILTHIS C0UP0N T0 DAY Lake of the Woods Milling Co. Limited, Winnipeg ( W ) I enclose 40c (money order) for which please send me FIVE ROSES Cook Book. Address ............................. FIVE ROSES Jtl-fbkfiM FLOUR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.