Lögberg - 22.02.1945, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. FEBRÚAR, 1945
3
Jól í Fœreyjum
Eftýr fíans Dalsgaard,'
sendifulltrúa Fœreyinga í Rvík.
Jól! Hugurinn leitar til liðinna
ára; minningum frá berskuárun-
um skýtur upp, hverri af annarri,
og manni virðist jólin nú á tím-
um ekki þola neinn samanburð
við þessa hátíð, eins og hún var
í æsku manns. Og þó var jóla-
haldið þá næsta fátæklegt miðað
við það, sem nú er. Allur jóla-
undirbúningur var ærnum erfið-
leikum háður. Þá var ekki hægt
að kaupa hlutina tilbúna. Þeir
voru búnir til heima, allt fra
fatnaði og skóm og til jólatrés úr
smá spýtum og lyngi, sem oftast
var búið til á heimilunum.
, Síðustu vikuna fyrir jól var
mikið annríki við undirbúning
hátíðarinnar. Það var slátrað
kind eða gæs, soðið og steikt,
skúrað og fágað hátt og lágt og
lokið við að ganga frá fatnaði og
öðru því, sem nota þurfti til
hátíðarfhaldsins. Öllu varð að
vera lokið, áður en hringt var
kirkjuklukkunum klukkan 6 á
jólakvöldið. Þá gekk hátíðin í
garð, og vei þeirri stúlku, sem þá
varð að leggja frá sér hálfprjón-
aðan sokk, eða þeim karlmanni,
er ekki fékk lokið við sleifina
eða tréskóinn, sem hann hafði í
smíðum! Þá voru þessir ófuli-
gerðu hlutir hengdir upp á reyk-
háfinn af fullkomnu miskunar-
ieysi og látriir dúsa þar yfir alla,
hátíðina sem “jólatröll”.
Akvegir voru engir, svo að
æóinn varð að bera heim í laup
á bakinu. Þetta var verk drengj-
anna. Alla liðlanga vikuna báru
þeir heim jólamóinn. Þetta ^ar
erfitt, en hver hirti um það,
þegar þeir fylgdust að einir tíu
í hóp? En móhlaðarnir heima
uxu ekki alltaf í sama hlutfalli
og minnkaði í stæðunni, sem í
var sótt, því að mórinn komst
ekki alltaf á ákvörðunarstaðinn.
Ef snjór var á jörðu, var það t. d.
ekki svo sjaldgæft, að hver sett-
ist á sinn laup, þegar þeir komu
á brekkubrúnina fyrir ofa.i
byggðarlagið, og svo renndu þeir
sér niður. Það var fljót ferð og
skemmtileg, en ekki var mikið
eftir af mó í laupunum, þegar
uiður á jafnsléttu kom. Og það
var vel sloppið, ef ekki var kom-
ið heim með laupinn sem elds-
uiat, eftir þetta ævintýri, í stað-
inn fyrir mó.
Á aðfangadagskvöld komu
venjulega gestir í byggðarlagið.
Einkum voru það ættingjar og
vinir, en hitt bar líka við, að
Þangað kæmi ókunnur, ungur
naaður og bæði um húsaskjó!
yfir jólin. Þá gáfu ungu stúlk-
urnar hver annarri hornauga og
feyndu að geta sér þess til, hver
væri hin útvalda.
Jólaguðsþjónustan var ekki
vanrækt. Prestur var enginn, því
þeir voru fáir, en kirkjurnar
naargar. Guðsþjónustan var eigi
að síður mjög hátíðleg. Þegar
jolaboðskapurinn hafði verið
fluttur, var lesin prédikun upp
ur “Lestrabók”, og margir gömlu
naennirnir, sem lásu í kirkjunni,
voru hreinustu snillingar í sinni
grein. Venjulega var valið í
þessi prédikanasöfn úr verkum
helztu manna í prestastétt Dan-
nierkur eða Noregs. (Nú eru hin-
ar færeysku prédikanir Jacobs
Eahls prófasts lesnar í flestum
hirkjum).
Að lokinni guðsþjónustu ann-
an *áag jóla var farið að heim-
aækja nágrannana til þess að
óska gleðilegra jóla. Víðast hvar
var veitt vín, svo að menn voru
homnir í hæfilega stemningu til
að kveða hetjuljóð, þegar dans-
inn hófst um tíu-leytið um kvöld
ið.
Það er mikill viðburður að
taka þátt í dansinum á slíku
kvöldi, þar sem gamall og van-
Ur kvæðamaður er tii staðar og
kveður eitthvert hinna beztu
hetjukvæða, svo sem t. d. “Runt-
sevalsstríð”, þar sem lýst er síð-
ustu orustu Rolants og kappa
nans, eða “Kjartans tættir” um
t .
hin átakanlegu örlög Kjartans
Ólafssonar og Guðrúnar. Menn
verða að vera þátttakendur í
færeyska dansinum. Hann er í
einu sögulegur sjónleikur og við-
feldin samvera þeirra, sem þátt
taka í honum. Ókunnugur mað-
ur, sem ekki tekur þátt í honum,
en stendur álengdar sem’ áhorf-
andi, sér aðeins hóp æpandi og
patandi manneskja, sem þramma
til og frá. Sannleikurinn er sá,
að án dansins myndi ekki vera
til færeyskur kveðskapur, því að
kvæðin og dansarnir eru óáð-
skiljanleg heild.
Gömlu mennirnir, sem ekki
geta sjálfir tekið þátt í dansin-
um, sitja úti í reykstofunni með
lítil barnabörn sín á hnjánum.
Fætur þeirra hreyfast eftir hljóð-
falli söngsins og þeir fylgjast
með efni kvæðisins af lífi og sál.
Vera má, að einhver þeirra
krossleggi hendur litla barns-
ins, þegar verst horfir fyrir hin-
um kristnu hetjum. Annar
kreppir hnefana og segir: “Ef
við hefðum verið í Runtseval,
frændi, hefðum við liðsinm
Roland.”
Alla nóttina gengur á heim-
boðum, og það er etið og drukk-
ið. Allir keppast um að vera
sem gestrisnastir, einkum í garð
þeirra aðkomumanna, sem kom-
ið hafa til byggðarlagsins. Svo
er innt tíðinda úr byggðarlag:
aðkomumannsins, spurzt fyrir
um ættingja og vini og talað urn
árið, sem er að kveðja og við-
burði þess bæði á sjó og landi
Oft bar svo til, að skútuskip-
stjórar frá stærri byggðarlögum
væru meðal jólagestanna. Og þá
voru sjómennirnir í byggðarlag-
inu oft ráðnir á skip á slíku
danskvöldi. Meðal skipstjóranna
var mikil keppni um beztu fiski-
mennina. Yngstu sjómennirnir,
sem aldrei höfðu komið á mið-
in við ísland, og voru ráðnir til
slíkrar ferðar í fyrsta sinni,
gengu um og fannst þeir vera
orðnir þaulæfðir og reyndir sjó-
menn:
“Stígum fast á várt gólv,
sparum ei vár skó.
Guð má ráða hvar vær drekkum
onnur jól”.
Já, það gat margt hafa breytzt
í byggðarlaginu fyrir næstu jól.
Þessir kátu og djarflegu menn
áttu ekki allir afturkvæmt. Skip-
ið, sem þeir voru á kom ekk*
aftur. Það hvarf dimma stórhríð-
arnótt við suðurströnd Islands.
Þá var ekki stiginn jóladans í
byggðarlaginu það árið og
kannske ekki í mörg ár.
En unglingarnir vaxa upp og
koma í stað þeirra, s$m fallið
hafa í valinn. Og einn góðan
veðurdag, fyrr en nokkurn var-
ir, er aftur dansað á jólunum.
Gamla fólkið hneykslast á létt-
úð æskunnar, en dansinn dunar:
“— Guð má ráða hvar vær
drekkum
onnur jól”.
Og gömlu mennirnir tínast inr.
í reykstofuna og setja yngstu
börnin á hné sér: “Guð blessi
ungdóminn. Við vitum ekki
hvað við höfum hann lengi hjá
okkur, og sjálfir höfum við nú
verið ungir. Og hvað það syng-
ur! Næstum því eins vel og við,
þegar við vorum ungir, frændi
sæll!” Jólabl. Alþbl. 1944.
MARYLAND & SARGENT SERVICE
STATION
Jack and Carl Baldwin
First Class Service
Friendly Reception
Wealth of Information
Maryland and Sargent Phone 37 553
1 gær heyrði eg eina góða sögu
af prófessor úti á þekju. Hann
skelti konunni sinni og kysti
hurðina.
•
— Eg held að ljósmyndin af
henni frú Hansen hljóti að vera
nauða lík henni.
— Jæja, af hverju heldur þú
það?
— Af því að hún sýnir hana
ekki nokkrum manni.
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann*s«on
Physician & Surgeon 215 RUBT STREET (Beint suCur af Banning)
«02 MEDICAL arts bldg TalsTmi 30 877
Sími 93 996 Heimlli: 108 Chataway •
STmi 61 023 ViOtalsttmi 3—6 *. h.
DR. A. V. JOHNSON Dentist Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk
• • \
606 SOMERSET BLDG. Office hrs. 2.30—6 P.M.
Thelephone 97 932 Phone office 26. Res. 230
Home Telephone 202 398
Hvert einasta net, sem afgreitt er frá verkstœði
voru er vandað sem bezt verður, að efni og frágangi.
Netin verða að geta fullncegt framleiðslukröfum
stjórnarinnar í Canada. Vér vinnum nú nótt og dag
í verksmiðjum vorum og netaframleiðslan hjá oss
er meiri en hún hefir nokkru sinni áður verið. En
á meðan að svo stendur viljum vér áminna alla
fiskimenn um að gæta neta sipna vel, og panta ekki
meira en þeir rétt geta komist af með.
Drummondville Cotton
Company Limited
Head Office, 710 Victoria Square, Montreal
Office in Winnipeg, 55 Arthur St., Phone 21 844
Forstjóri í Manitoba er H. Hannesson
Fr á vini
DR. ROBERT BLACK
SérfræSingur I Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdómum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851
Heimasimi 42 154
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
talenmkur lyfsali
Tólk getur pantað meCul og
annað með pðsti.
Fljðt afgrelðsla.
A. S. BARDAL
«48 SHERBROOK ST.
Salur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá beitl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarCa og legstelna.
Slcrifstofu talsimi 27 324
Heimilis talslmi 26 444
HALDOR HALDORSON
byggingameistari
23 Music and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 9 3 055
Office Phone Res. Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAD ARTS BIjDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p m.
ond by appointment
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tonnlasknar
•
40« TORONTO GEN. TRC8T8
BUILDING
Oor. Portage Ave. og Smith »t
PHONE 96 952 WINNIPEG
Hlei/ep
•224 Notrq Dame-
~há
ÍHON E
96 647
Legsteinar
sem skara framúr
Orvais blágrýti
og Manitoba marmarl
BkrifiO eftir verOskrd
GILLIS QUARRIES. LTD.
14 00 Spruce St. Sími 28 893
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG
e
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgo.
bffreiCaábyrgð, o. s, frv.
Phone 97 538
/ \
Innilegar hamingjuóskir til islendinga
í tilefni af
TUTTUGASTA OG SJÖTTA ÁRSÞINGI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
i
Vér bjóðum gesti hjartanlega velkomna
Heimsækið ávalt “BAY”
Það, sem yður vanhagar um
fáið þér vissulega í búð vorri.
Máltíðir vorar skara fram úr.
INCORPORATED 2 7? MAV 1670.
INSURE your property with
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
WINNIPEG, CANADA
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIQ
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEO
G. F. Jonasson, Pres. 3> Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block Sími 95 227
Wholesale Distributors of
F REBH AND FROZEN FIBH
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEG, MAN.
T. Barcovitch, framkv.st).
Verzla i heildsðlu með nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA ST.
Skrifstofuslmi 25 355
Helmasimi 55 463
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LögfrœOingar
209 Bank of Nova Scotla Bldg.
Portage og Garry St.
Slmi »8 291
Blóm stundvíslega afgreidd
m ROSERY ltd.
StofnaO 1905
4 27 Portage Ave. Sími 9 7 466
Winnipeg.
GUNDRY & PYMORE LTD.
British Quality — Fish Netting
80 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Winnlpeg
Hanager, T. R. THORVALDBON
Tour patronage wlll be
ippreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
/. B. Page, Managlng Director
Wholesale Distributo.rs of
Fresh and Frozen Vlsh.
311 Chambers St.
Office Phone 26 32 8
Res Phone 73 917.
— LOANS —
At Rates Authorized by
Smail Loans Act, 1939.
. PEOPLES
FINANCE COltP. IjTD.
Licensed Lend-rs
Established 1929
403 Tlme Bldg. ,’hone 2Í 439