Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 22. FEBRÚAR, 1945 Við dauðans dyr Fangavörður segir frá. Ungur maður hafði verið dæmdur til dauða. Hann átti að fara í rafmagnsstólinn eftir fá- einar klukkustundir. Kona hans var komin til að kveðja hann. Hún var ung, fátæklega til fara og rauðeygð. Tveggja ára son- ur þeirja hjóna var í fylgd með móður sinni. Hann ríslaði sér í mesta sakleysi á klefagólfinu og fálmaði eftir sólargeislunum, sem laumuðust inn um gluggann milli stálrimlanna. Fanginn hélt í hönd hinnar ungu konu, sem verið hafði unn- usta hans fyrir röskum tveim árum. Þau ræddu ekki um hinn mikla harmleik er þau höfðu nu gerzt hluttakendur í, og heldur ekki um gamlar minningar, er liðu fyrir hugskotssjónir þeirra á þessari miklu alvörustund. Þau röbbuðu aðeins um hversdags- lega hluti, m. a. það, að dreng- urinn þeirra hefði kvefazt, kunn- ingjar þeirra hefðu skipt um at- vinnu o. s. frv. — Konunni varö litið' á hönd manns síns. Þar var lítið sár. Hún greip tösku sína og hjóst til að binda um sárið. En allt í einu rankaði hún við sér: Til hvers var að eiga við slíkt. Á morgun mundi það engu máli skipta, hvort þessi hönd værí særð eða heil. Hún lokaði töskunni sinni hvatlega og snýtti sér. “Eg er viss að fá kvef,” sagði hún. — Þessu atviki gleymdi eg aldrei, segir fanga- vörðurinn. En svo eru önnur atvik frá miklum alvörustundum, sem geta jafnvej komið manni til að brosa. Eg man m. a. eftir einu: Maður nokkur hafði framið morð. Hann beið aftökú sinnar, og lögfræðingur hans var hjá honum. Maðurinn hafði líftryggc sig fyrir 2000 dollurum. Helm- inginn af þeirri fjárhæð átti lög- fræðingur hans að fá; afgangin- um mátti hann sjálfur ráðstafa eftir vild. Góða stund var hann Kaupið . . . STRÍÐSSPARNAÐAR SKÍRTEINI Macdonald SHOE STORE LIMITED 492-4 Main Street “You are as Young as your feet” í vafa, hvernig hann ættl að ráð- stafa þessari fjárhæð. Þá var honum sagt, að kona hans væri komin til að kveðja hann. Fyrir nokkrum vikum hafði hún yfir • gefið hann og tekið saman við annan mann. Fangann grunaði, að koma hennar í fangelsið staf- aði hvorki af sorg né iðrun, held- ur væri hún beinlínis þangað komin vegna peninga hans. Hann ákvað því að gera þá ráðstöfun, að blóm skyldu keypt fyrir 1000 dollara til skreytingar á líkkist i hans daginn eftir. Að því búnu kvaðst hann deyja í fullkominni sátt við lífið og tilveruna. Samtíðin. — Ef skólastjórinn tekur ekki aftur það sem hann sagði við mig í morgun, þá neyðist eg til þess að fara úr skólanum. — Það er bara svona. Hvað sagði hann við þig? — Hann vísaði mér úr skóla Við óskum íslendingum til gœfu og gengis á þjóðræknisþingi þeirra, sem í hönd fer, og ef þér skylduð þurfa eitthvað, sem til hljóm- listar heyrir, þá höfum vér gnægð slíkra hluta með sanngjörnu verði. 383 Portage Ave. — Winnipeg — Phone 95 474 Vér bjóðum erindreka hjartanlega velkomna á 26. ársþing Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Fyrsta flokks hótel, samkvæmt evrópisku fyrirkomulagi. Sanngjarnt verð. Gufuhituð herbergi. OXFORD HOTEL 216 Notre Dame Avenue Winnipeg Robert Sverre Rodvick, forstjóri í fyrradag var mér sögð saga af ekta prófessor. Hann leit á hárburstann sinn en ætlaði að líta í spegilinn. Og svo sagði hann: — Eg þarf víst að raka mig í dag. — Það er mikil furða.hve lítið fólk veit. Þekkir þú til dæmis “sjö furðuverk veraldarinnar?” — Nei, ekki nema eitt þeirra — fyrri mann konunnar minn- ar. WINGS CAFE 692 SARGENT AVE. — — SÍMI 37 464 Geo Chaplin, eigandi Viðurkent fyrsta flokks matsöluhús Býður erindreka velkomna á ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi 1945 Kol! Kol! Koi! Hrein, hitamikil, vel útilátin. Pantanir afgreiddar fljótt og vel. WINDATT COAL COMPANY UMITED 307 Smith Street. Winnipeg. Phone 97 404 The Old Reliable Kallið Jón Ólafsson, umboðsmann, til þess að vera viss. HEIMASÍMI 37 340 /^NSS er það sérátök ánœgja, að bjóða velkomna erindreka á w 26. ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Veáturheimi, sem haldið verður senn í Winnipeg, og vér vonum, að dvöl þeirra hér verði þeim til ógleymanlegrar ánægju. Meðan áminátir erindrekar dvelja í Winnipeg, vœntum vér þess, að þeir fœri sér í nyt bœði Eaton’s Mail Order á Donald Street, og smásölubúð vora, sem svo er vel í sveit sett á Portage Ave. Stórir og loftgóðir borðsalir, vingjarnlegar setuátofur og vin- gjarnlegt afgreiðslufólk, átuðlar að því að gera yður heimsókn- ina eftirminnilega. ^T.EATONC^teo WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.