Lögberg - 15.03.1945, Blaðsíða 1
—
• '
PHONE 21374
A Complete
Cleaning
Institution
58- ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1945
PHONE 21374
V\W«Y'
Lou«<ifrerS
iot
prV
A
„rs <ln<l
Cteon
LÚVCÖ
r stora^
A Complete
Cleaning
Institution
NÚMER 11
Gjörvuleg lœknishjón
Á myndinni hér að ofan, getur að líta ungu læknishjónm
þau Dr. Dallas Medd og frú hans; frú Medd var fyrir gift-
ingu sína May Isfeld hjúkrunarkona; hún er dóttir þeirra
Ericks A. ísfeld forstjóra og frú Bjargar ísfeld píanista,
668 Alverstone Street í þessari borg.
Um átta hundruð manns
sottu þingslitasamkomu
^jóðrœknisfélag sins í
Fyrstu lút. kirkju
Svo var mannmargt við þing-
slitasamkomu Þjóðræknisfélags-
i Fyrstu lútersku kirkju, að
Veldi þess 28. febrúar, s. 1., að
ekki var viðlit, að fleiri kæmust
að; þótti samkoman takast yfir
6fuð hið prýðilegasta; fyrri
mta skemtiskrár stýrði vara-
°rseti félagsins, séra Valdimar
' Eylands, en þeim síðari, for-
seti þess, Dr. Richard Beck.
Á móti þessu flutti hr. Árni
• Eylands frá Reykjavík, langt
fróðlegt erindi um þróun
^ndbúnaðar á íslandi, og ný-
, _Pun á vettvangi atvinnumála
Pjóðarinnar. Mr. Jón J. Bíldfell
^ upp Þjóðræknisdrápu S. B.
euedictssonar skálds í Lang-
ruth, sem Lögberg birti í vikunni
Sem leið.
Sú hefð hefir komist á, að
Sl®asta þingkveldið kysi þjóð-
laeknisfélagið heiðursfélaga, og
Var sve einnig gert í þetta sinn;
samkvaemt uppástungu frá séra
r§urði Ólafssyni, studdri af Ás-
^undi P. Jóhannsyni, voru eftir-
§reindir menn kjörnir heiðurs-
felagar:
Einar Jónss0I1) myndhöggvari
^ra Galtafelli, Vilhjálmur Þór,
yrverandi utanríkisráðherra, og
1 Jónsson ritstjóri Tímarits
Jóðraeknisfélagsins, sem jafn-
i ram’t hefir verið endurkosinn til
þess starfs.
Það hafði verið auglýst fyrir
ug> að á þingslitasamkomunni
yrði sýnd kvikmynd Lofts Guð-
mundssonar af hátíðahöldunum
a Ingvöllum og í Reykjavík, í
tilefni af lýðveldistökunni í s. 1.
júní mánuði, og höfðu því margir
hugsað gott til glóðarinnar, og
hlakkað mjög til sýningarinnar;
þeir urðu heldur ekki fyrir von-
brigðum, því myndin er yfir
höfuð tilkomumikil, fróðleg og
fögur; meðan á sýningunni stóð,
voru víst margir viðstaddir með
hugann allan heima. Dr. Beck
skýrði myndina, og dró með orð-
um sínum, að minsta kosti að
engu leyti úr áhrifagildi hennar.
Þetta kveld, eins og raunar öll
hin samkomukveldin, var um alt
hið ánægjulegasta, og bar á sér
sannan þjóðræknisblæ.
LÆKNAR HEFJA STRtÐ
GEGN ÁFENGISEITRI
Fræðslustarfsemi um áhrif
áfengis og baráttu gegn því hófu
læknar á félagsfundi í Montreal
5. þ. m.
Læknafélagið samþykkti til-
lögu þess efnis að skora á
Maurice Duplessis forsætisráð-
herra í Quebec-fylki að gerast
foringi þeirrar hreifingar; að
krefjast þess að áfengislögunum
verði vægðarlaust framfylgt og
að stjórnin fækki vínsölustöðum
í Montreal eins mikið og hægt er.
Dr.Paul Letondal, forseti
læknafélagsins lýsti því yfir að
áskorunin hefði verið samþykkt
í einu hljóði. Hann skýrði frá
því að drykkjuskapur færðist svo
í vöxt í Quebec-fylki, að til vand-
ræða horfði. Kvað hann áfengís-
nautnina eiga mikinn þátt í hinni
ægilegu útbreiðslu tæringar og
kynferðissjúkdóma; hann bætti
því við að af hennar völdum
sköpuðust fátækrahverfi með
allri þeirri eymd, sem þeim
fylgdi.
Hann kvaðst einnig verða að
lýsa því yfir að áfengisnautn
væri völd að margskonar melt-
ingari og tauga sjúkdómi og ein
aðal orsökin að vitfirring og van-
skapnaði.
Sig. Júl. Jóhannsson,
þýddi úr Free Press.
Kveðjuskeyti
Prof. Richard Beck,
Forseti Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi, Winnipeg.
Herra forseti, góði vin:
Þar sem eg veit, að á þjóð-
ræknisþinginu, sem nú situr í
Winnipeg, mörg hundruð Islend-
ingar koma saman í hinu göf-
uga starfi sínu fyrir eflingu og
viðhaldi hinna andlegu banda
við ísland, vil eg biðja þig að
færa þeim öllum mínar beztu
kveðjur og heillaóskir fyrir þessu
glæsilega starfi ykkar, sem hefur
svo mikla þýðingu líka fyrir okk
ur sem búum á heimalandinu.
Eg fann svo vel er eg heimsótti
ykkur og dvaldi hjá ykkur þessa
tvo ógleymanlegu mánuði, hve
ísland á mikil ítök í hugum ykk-
ar, gömlum og ungum, og eg
fann í þeim innilegu og stór-
kostlegu móttökum, er þið veitt-
uð mér, hjarta íslands opnast á
mó'ti mér, á öllum þeim stöðum,
sem þið komuð til móts við mig,
til að heyra íslenzk ljóð og ís-
lenzk lög á hinu söguríka máli
okkar, hinni íslenzku tungu. Eg
vil því biðja þig, hefra forseti,
að færa hinum mörgu vinum
mínum í Winnipeg, í Mountain
og Garðar og í Grand Forks —
og á Lundar — og gamla fólkinu
á Betel, öllum, sem stóðu að því
að gefa mér þessi ógleymanlegu
augnablik til geymslu og til æ-
varandi gleði á komandi árup —
þakkir mínar fyrir þessar gleði-
stundir er við komum saman. Eg
held eg hafi mælt rétt er eg sagði
í samkvæmi “The Icelandif'
Canadian Club” að eg skildi þvi
þið hylltuð mig og heiðruðuð —
að það var af því — “að þið
Vestur-íslendingar — gamlir og
ungir væruð allir ástfangnir —.
og að eg kæmi frá unnustunni —•
frá íslandi”.
Verði svo altaf.
Megi ísland og hið unga lýð-
veldi alltaf leysa sitt sögulega
hlutverk í heiminum þannig —
að þið haldið áfram að unna'og
elska Island eins og þið hafið
alltaf gert. Megi frá íslandi allt-
af koma straumar til ykkar er
eldi hugann og glæði hugsjónirn-
ar og geri ykkur stolta af að
hafa ættartengsli ykkar við sögu-
eyjuna.
Vona eg brátt séu á enda ógnir
þessarar styrjaldar, og að fórnir
þær er þið hafið gefið til endur-
reisnar heiminum megi færa ykk
ur frið, hamingju og réttlæti og
Canada og Bandaríkin njóti
langra friðartíma. Lifi þá einnig
og þróist þjóðræknisstarfsemi
íslendinga, megi forsjónin leiða
göngu íslendinga hvar í heimi
þeir ferðast, aldrei alveg úr vegi
hugans eða hjartans — frá ís-
landi.
Með vinsemd og virðingu,
Eggert Stefánsson.
New York 14. febr., 1945.
Herra Guðmann Levy,
forseti Frón,
Winnipeg, Canada.
Herra forseti:
íslendingafélagið í New York,
færir íslendingafélaginu Frón,
hugheilar hamingjuóskir, í til-
efni af aldarfjórðungs starfi til
varðveitingár íslenzkrar menn-
ingar.
Megi guð blessa, og íslenzka
Fjallkonan halda verndarskildi
sínum yfir starfsemi félags yðar
á komandi árum.
F. h. íslendingafélagsins í New
York
Óttarr Möller, forseti.
New York, 14. febr., 1945.
Herra Richard Beck,
forseti Þjóðræknisflags ísl.
Winnipeg, Canada.
Herra forseti:
íslendingafélagið í New York,
sendir þingi Þjóðræknisfélags Is-
endinga, beztu kveðjur, með
ósk um gæfu og gengi á komandi
árum.
F. h. íslendingafélagsins í New
York,
Óttarr Möller, forseti.
Evanston, 111., 21. febr., 1945.
Próf. Richard Beck,
Forseti Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi.
Kæri Mr. Beck:
Þá er nú komið að þeim tíma
er þið haldið hið árlega þing
Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi. Það er æfinlega
stórviðburður ár hvert á meðal
okkar Vestur-íslendinga. Eg eg
væri nær mundi eg sitja það á
hverjum vetri, en því miður haml
ar því fjarlægð og ýmsar aðrar
ástæður.
Eg sendi því hér með innilegar
kveðjur til þingsins frá mér per-
sónulega og einnig frá Islendinga
félaginu Vísir í Chicago og ósk
um ávaxtaríkt verk í framtíðinni
eins og að undanförnu.
Þinn með vinsemd og virðingu.
S. Árnason, forseti.
Vancouver, B.C., 12. febr. ’45
Dr. Beck,
Grand Forks, N.-Dak.
Kæri vinur:
Eg skrifa þér þessar línur fyrir
hönd Þjóðræknisdeildarinnar
Grund í Argyle, til þess að þakka
þér og Þjóðræknisfélaginu fyrir
lagið Isafold og Hátíðaljóðin, sem
deildinni voru send. Kærar þakk-
ir til þín og félagsins fyrir send-
inguna. Þá vil eg einnig tilkynna
þér í sambandi við umburðar-
bréf ykkar í sambandi við breyt-
ing á þingtíma að eftirfylgjandi
samþykktir voru gjörðar hjá
okkur á fundi, sem deildin hélt
18. jan. s. 1., í Glenboro.
“G. J. Oleson og A. E. John-
son: Að deildin sjái engann hag
í því frá neinu sjónarmiði að
.breyta þingtímanum.”
Breytingartillaga Th. Swanson
og G. S. Jphnson: “Að fundur-
inn álíti vorið hentugri tíma
fyrir þingið.”
3 greiddu atkvæði með breyt-
ingartillögunni, en margir móti,
nokkrir greiddi ekki atkvæði.
Aðaltillagan var þá borin upp og
samþykkt, 18 með 2 á móti. Mátti
því heita að fundurinn væri ein-
róma á móti því að þingtíma
væri breytt.
Við kusum erindreka á Þjóð-
ræknisþingið á fundinum í Glen-
boro, þann 18. jan., annars hefur
deild okkar verið fremur að-
gjörðalítil á árinu og engin af-
rek eru frá henni að segja, við
kusum góða nefnd á fundinum
til að skrifa upp meðlimi fyrir
næsta ár.
Með bestu óskum til þín og
þinna, og svo til Þjóðræknis-
félagsins og í hönd farandi þings.
Þinn einlægur.
G. Oleson, skrifari.
NÝTT SIGURLÁN
Útboð nýs sigurlásn í Canada,
hefst í apríl-mánuði næstkom-
andi, og er ákveðið að upphæðin
nemi einni biljón og þrjú hundr-
uð og fimmtíu miljónum dollara;
er þetta stærsta lántakan, sem
nokkru sinni hefir verið farið
fram á í sögu hinna canadisku
þjóðar.
FJÖLSÓTT
SAFNAÐARSAMKOMA
Á mánudagskvöldið þann 5.
þ. m., var haldin afar fjölmenn
safnaðarsamkoma í Fyrstu lút.
kirkju, fyrir atbeina forseta safn-
aðarins, Mr. G. F. Jónassonar, í
samræmi við safnaðarráð. Mr.
Jónasson stýrði fundi, og skýrði
fyrir þeim, er hann sóttu, athafn-
jr safnaðarráðs á síðastliðnum
tólf mánuðum, svo sem um marg-
háttaðar umbætur á kirkjunni,
er ekki hefðu þolað lengri bið;
benti hann jafnframt á eitt og
annað með ljósum rökum, er
frekari umbóta þyrfti við, og
taldi það reynast myndi söfn-
uðinum þeim mun affarasælla,
þess fyr, sem að slíku væri unn-
ið; seinna á fundinum kom það
drengilega í ljós með ríflegum
fjárframlögum, hvert traust safn
aðar meðlimir bera til forseta
síns og safnaðarráðs í heild. Sam
kvæmt uppástungu frá Hjálmari
A. Bergman háyfirdómara, var
safnaðarráðinu greitt með fögn-
uði einhljóða þakkaratkvæði, og
því faldar framkvæmdir allar,
fyrir safnaðarins hönd; aðrir,
sem til máls tóku, voru A. S.
Bardal, S. O. Bjerring, J. G.
Johannson og Asmundur P.
Jóhannsson.
Stutt skemtiskrá var um hönd
höfð, og samanstóð hún af fiðlu-
spili Allans Beck, stúlknakór,
er ungfrú Ingibjörg Bjarnason
stýrði, og myndasýningu undir
umsjá A. S. Bardal. Að því loknu
var sezt að kaffidrykkju.
Or borg og bygð
The “Juniorettes” of the First
Lutheran Church, Victor St.,
will hold a shamrock Tea on Fri-
day, March 16th from 8 to
10.30 p. m. in the lower
auditorium. of the church. A
musical programe will be rend-
ered, also novelties made by
members of the Club will be
sold.
•
Nýlega eru komnir hingað frá
höfuðborg íslands, tveir ungir
menn, þeir Kristján Einarsson og
HEFIR SÉÐ SITT AF HVERJU
P.O. John Thompson
Þessi gerfilegi ungi maður, P.
O. John Thompson, er sonur
þeirra Mr. og Mrs. Einar Thomp-
son að 234 Burnell St., hér í borg-
inni; hann hefir verið fyrir
skömmu sæmdur Distinguished
Flying Cross. Nú er komið á
þriðja ár síðan P.O. Thompson
innritaðist í canadiska flugher-
irjn; hann tók þátt í loftorustu
yfir Þýzkalandi og yfir ýmissum
löndum hinna hernumdu þjóða;
sem stendur, starfar P.O. Thomp-
son við flugæfingaskólann á
Gimli; tveir bræður hans eru
einnig í herþjónustu, Cpl. Thorn-
ton í flughernum. og Petty
Officer Magnús, í R.C.N.V.R.
Höskuldur Þorsteinsson, til náms
við flugskóla Konnies Johannes-
sonar; piltar þessir eru báðir ætt-
aðir úr Reykjavík.
The Junior Ladies’ Aid of the
First Lutheran Church will hold
a regular meeting in the church
parlors, Tuesday, March 20th, at
2.30 P. M. It is important that
all members attend this meeting.
©
KOMINN AUSTUR YFIR RIN
Ameríski herinn er kominn
austur yfir Rín, og hefir á bökk-
um árinnar náð haldi á eitthvað
um 60 fermílna landspildu; hann
fór yfir ána við Remagen og not-
aði hina svonefndu Ludendorf
brú, sem Þjóðverjum hafði ekki
unnist tími til að sprengja upp
í tæka tíð.
Afmœlisvísur um sjálfan mig
(Til skáldanna).
Litur grár í vöngum vex,
versnar andans klaki;
áratugi á eg sex
orðið mér að baki.
Eg er orðinn mest til meins,
megna fátt að styrkja,
heldur ekki nú til neins
nema helzt að yrkja.
Til þess sárt eg tíðum finn
hve tókst mér fátt að skrifa;
hann var bundinn hugurinn
við hitt að reyna að lifa.
\
Að eiga barna ærinn fans
V oft er mörgú að sinna;
fæða og klæða fjórtán manns
fanst mér nóg að vinna.
Reyndist mér um runnið skeið
réttnefnd vina kveðja;
við eyktamót á ævileið
mig allir vilja gleðja.
1 annars hjarta að rækta rós,
er réttan hug að sýna.
Þið hafið reynt að láta ljós
lífs á veg minn skína.
14. febrúar, 1945
F. P. Sigurðsson.