Lögberg - 15.03.1945, Side 2

Lögberg - 15.03.1945, Side 2
2 LÖGJBERG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1945 Á mynd. þessari sjást Lieut.-General Sir Oliver Leese og hernaðarráðunautur hans, Majór U. Vermey, þar sem þeir eru að athuga tundurdufl við austurströnd ítalíu. Þú skalt ekki . . . Eftir Pálma. Útdráttur úr fyrri köflum sög- unnar, fyrir nýja lesendur. Eg hafði verið meðlimur José klúbbsins, sem var félags- skapur í Louisville, sem sam- anstóð af mönnum sem höfðu ráð á því, að njóta allskonar klúbb-hlunninda, jafnvel þó slík hlunnindi vœru ólögleg, eins og t. d. áfengið á tímum áfengis b annsins. Atvik höfðu leitt til þess, að eg komst í óvináttu við mann, sem hét Kohne, er var höfuðs- maður allra áfengissmyglara og ólöglegra fjárglæfra spila þar um slóðir. Óvinátta okkar átti rót sína að rekja til af- brýðissemi vegna hinnar fögru Mrs. José. Við tilraun lífvarð- ar Kohne’s að myrða mig, hafði mér tekist að afvopna hann og seinna var grunsemi mín vakin, um það, að byssan, sem eg hafði tekið af honum hefði verið notuð við tvö morð þar í borginni. Kohne hafði gert tilraunir til þess, að ná byssunni frá mér, sem höfðu mistekist, en fyrir sérstaka á- stæður, sem koma fram í eft- irfarandi kafla sögunnar gat eg ekki afhent lögreglunni þetta morðvopn. Lestin brunaði út úr borginni norður yfir Ohio fljótið. — Eg var á norðurleið og eg hafði bókstaflega enga aðrar áætlan- ir. Eg hafði borgað fyrir far- bréf fyrir ferð til Toledo í Ohio ríkinu, en eg hafði ekkert erindi þangað, og eg lét mér ekki detta ■til hugar, að gera mér grein fyrir því, hvers vegna eg ætlaði að nema þar staðar. Aðal atriðið var, að eg var á norðurleið. Það hafði verið gleði og glaum ur í klúbbnum kvöldið áður þar sem eg hafði kvatt vini mína og klúbbfélaga. Höfuð mitt var því talsvert þungt eftir nóttina, sem eg hafði ásett mér að láta verða síðasta tímabil mitt þar í borg- inni. Síðustu dagarnir mínir í Louisville höfðu verið mjög við- burða ríkir, og skin og skuggar atvikanna, fléttuðu nú einkenni- legan vef í huga mínum um það, sem á daga mína hafði drifið. Viðskipti mín við þá Kohne’s félaga, í sambandi við skamm- byssuna, sem eg hafði haft und- ir höndum, höfðu orsakað óróa í huga mínum, því eg þóttist vita, að þetta morðvopn væri í raun og veru merkilegt sönnunargagn sem eg vissi, að þeir mundu af fremsta megni reyna til að kom- ast yfir, til að varðveita leyndar- málið sem stóð í sambandi við það og glæpi þeirra. Þess vegna var eg ekki óhræddur um líf mitt og þar af leiðandi var eg mjög varkár. Daginn eftir að eg hafði rekið þá Kohne’s og félaga út úr her- bergjum mínum, hafði eg séð Mr. Kohne með Mrs. José, á matsöluhúsi nokkru, þar sem eg var vanur að borða. Það, að Mrs. Jesé hafði verið með, honum, hafði á ný vakið grunsemi mína og afbrýðissemi, og þó að eg af fremsta megni reyndi til þess, að telja sjálfum mér trú um það, að vera þeirra þarna á matsöluhús- inu væri í raun og veru saklaus og eðlileg, gat eg ekki gleymt ýmsum liðnum atvikum, sem höfðu bent til samúðar á milli þeirra. Eg hafði valið mér sæti í einu horni matsölusalsins þar sem eg vissi, að ekki var auðvelt að sjá mig, en þar sem eg aftur á móti, vissi að eg gat fylgst með flestu því, sem fram fór. Eg hafði séð Mrs. José og Mr. Kohne taka sér sæti á öðrum stað í veitingasaln- um gagnvart mér. Og svo hafði eg hallað mér að gluggatjöldun- um og fylgst með hverri hreyf- ingu þeirra. Eg hafði séð hvernig brýr Mr. Kohns’s höfðu hnyklast við og við, þegar hann var að tala við hana, og það hafði ekki dulist mér, að það sem hann var að segja, hvað sem það var, var hon- um áhugamál. Mér duldist það heldur ekki, að svipur Mrs. José var líka alvarlegur. Stundum hafði hún reynt til að brosa en jafnskjótt hvarf bros hennar í þreytu hjúpinn, sem virtist hvíla yfir andliti hennar. Eg sá að stóru brúnu augun hennar hvíldu einlæglega á Mr. Kohne, og eg var sárgramur yfir því, að mér virtist látbragð hennar sam- þykkja það, sem hann var að segja henni. Eg hafði einhvern veginn haft óljósa hugmynd um það, að samtal þeirra, snerti mig að einhverju leyti, og þeirri nið- urstöðu, að best væri fyrir mig, að leggja að nýju land undir fót, og lítast um í öðrum borgum. Eftir að eg hafði komist í kunn- ingsskap við Mrs. José, hafði hvert atvik leitt af öðru, og eg hafði sokkið dýpra og dýpra inn í kjör, sem mér voru í raun og veru mikið á móti skapi, en sem eg á hinn bóginn gat ekki ráðið við. Eg hafði setið þarna í mat- reiðslusalnum löngu á eftir að þau Mrs. José og Mrs. Kohne höfðu farið leiðar sinnar. En þeg ar eg að lokum borgaði veitinga- manninum, spurði hann mig, hversvegna eg hefði ekki snert matinn, sem hann hafði borið á borð fyrir mig. Um kvöldið hafði eg svo rekist á þá vini mína, Harris og Dunn í klúbbnum, og eftir að við höfð- um að venju, svalað okkur á Whiskey og soda, og talað um daginn og veginn, hafði eg leyst frá skjóðunni og sagt þeim frá því, hvernig sakir stóðu og svo það, að eg hefði ákveðið að yfir- gefa Louisville um tíma, að minsta kosti; og með því, létta af mér farginu. Báðir vinir mínir höfðu hlegið að mér. Þeir gátu ekki séð neitt í frásögn minni, sem væri í raun og veru alvarlegt. Dunn hafði þó sérstaklega gert mikið úr því, að eg væri hræddur við þá Kohne’s félaga, og það hafði reitt mig til reiði. En þá hafði Harris komið mér til aðstoðar. ^lann hafði mjög lipurlega leitt það í Ijós, að staða mín gagnvart þeim Kohne’s félögum væri alt annað en góð. Það væri enginn efi á því, að þeir væru í raun og veru morðingjar sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna. En samkvæmt lögunum væru sakir mínar ekki góðar, því mér væri ljóst um það, að eg hefði undir höndum morðvopn sem væri mikilsvert sönnunargagn fyrir lögregluna, og með því að halda því leyndu, tefði eg fyrir fram- gangi réttvísinnar. Á hinn bóg- inn, ef að eg gæfi lögreglunni þetta sönnunargagn í hendur, þá væri bæði Dunn og eg nothæfir sem vitni, og á þann hátt værum við hættulegir fyrir þá Kohne’s félaga svo að þeir mundu gera alt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að ryðja okkur úr vegi þeirra. En nú hafði Dunn viljað ná sér niðri á Harris. Hann hafði altaf skemt sér vel við það, að eyði- leggja rökfærslur hans og svo hafði hann sagt: “Hversvegna skyldu þeir Kohne’s félagar ekki taka það til greina, að ryðja lögmanninum okkar úr vegi líka? Ef að Mr. Harris fer með mál okkar, þá gæti hann líka orðið hættulegur fyrir þá.” Og svo hafði hann hlegið lijartanlega. Seinna um kvöldið hafði Harris óskað eftir því, að eg léti byss- una af hendi við hann, því hann hefði í hyggju að gera dálitlar tilraunir með henni, sem auð- vitað gætu komið sér vel seinna fyrir hann sem lögmann, t. d. með sýnishornum af kúlum, sem skotnar hefðu verið úr henni. Eg varð glaðlega við tilmælum hans og tók hann þá við byssunni. En daginn eftir hafði hann komið inn á viðskiptastofuna mína, þar sem eg var að búa alt undir burtför mína. Hann hafði verið fullur af fjöri og glaðværð, þó að ertingar hans ættu illa við skap mitt, því leyndi eg heldur ekki við hann. Þá hafði hann klappað á öxlina á mér og svo hafði hann stungið þykku um- slagi í vasa minn, og án nokkurra skýringa, hafði hann svo þotið út úr herberginu. Þegar eg leit á umslag þetta, sá eg að á það hafði verið ritað með stóru letri: “$1,000.00, sem borgun að fullu fyrir byssuna.” Eg hafði fljótlega áttað mig. Harris hafði hagað sér eins og góðum lögmanni sæmdi og selt byssuna til Mr. Kohne’s. Eg ef- aðist heldur ekki um það, að hann mundi ekki hafa gleymt innheimtulaununum fyrir sjálf- an sig. En, hvað um það, — þarna hafði eg þúsund dollara og það var meira en byssan var verð í mínum augum. Um kvöldið hafði eg fundið þá báða félaga mína í klúbbnum, þá Harris og Dunn. Þeir voru í besta skapi og tóku mig afsíðis og báðu mig að taka þátt í póker spili, sem þeir hefðu lagt áætl- anir fyrir að skemta sér við það kvöld. Þó að eg hefði verið frem- ur sjaldgæfur gestur við póker- borðið, fanst mér þá í svipinn, að dálítið fjárhættuspil mundi eiga vel við skap mitt, og varð eg því umsvifalaust við tilmælum þeirra. Þegar eg kom inn í spila- herbergið, rakst eg þar á þá Mr. Kohne og Mr. José með nokkr- um öðrum klúbbfélögum og skildi eg þá fljótlega, að hér mundi smáveðmál varla koma til greina. En nú var það um seinan fyrir mig að snúa til baka. Eg hafði byrjað að spna með mestu varkárni og altaf veðjað með mestu gætni, en þrátt fyrir það, hafði eg bráðlega tapað um 150 dollurum. En þá kom atvik fyrir, sem breytti aðferð minni við spilin. Dunn hafði farið að stríða mér á því, að menn gætu ekki vonast eftir því, að hafa heppnina með sér í öllum hlut- um. Heppni mín væri aðallega fólgin í því, að eg væri vinsæll við kvennfólkið. Og svo hafði Harris bætt við, að eg gæti vel staðið mig við að tapa fáeinum dollurum. En þá hafði Mr. Kohne sagt: “Eskimóarnir þekkja auðvitað ekki peninga gildi.” Þetta orsakaði niðurbældan hlátur við borðið. Eg fann að blóðið rann til höfuðs mér, en eg þagði. Svo var spilunum skipt. Eg hafði tvist á grúfu en kóng upp. Það var ágæt hendi til að byrja með, þar sem gildi tvistsins var samkvæmt þóknun •minni. Kohne opnaði veðmálið með 10 dollur- um, því hann hafði ás til sýnis. Fjórir spilamennirnir mættu boði hans en eg var sá fimmti. Svo var spili bætt við. Kohne var ennþá með hæztu hendi. Hann sýndi ás og drottningu. Eg hafði kóng og gosa. Ef Kohne hefði ás eða tvist á grúfu var hendi hans ákaflega hættuleg. Hann gaut augunum yfir spil allra spilamannanna og svo sagði hann blátt áfram: “Næsta spilið verður að kosta ykkur 100 dollara.” Án efa hefði eg nú hætt að veðja, hefði eg ekki fundið til bræði, sem brann í mér vegna ummæla hans. Eg lagði 100 doll- ara á borðið og eg sá nú, að allir höfðu gefist upp nema Kohne og José. Það var nú þegar lagleg upphæð í seðlum á borðinu og tvö spil voru á leiðinni til að fullkomna hendina. En svo kom nú næsta spilið. Eg fékk annan gosa en Kohne fékk drottningu. Hann sýndi ennþá hæztu hendi, en gátan var auðvitað, hvað hann hafði á grúfu. Andlit hans var kalt og lýsti engum ákafa. Eg fann að eg átti örðugt með að halda mér í skefjum. Eg vissi vel, að hann mimdi láta síðasta spilið verða dýrt. Það var dauða þögn í herberginu og allir virt- ust bíða með óþreyju eftir veð- inu um síðasta spilið, sem auðvit- að mundi koma frá Kohneó Hann sagði ekkert en lagði á borðið fimm 100 dollara seðla. Eg sá að José gafst upp svo Kohne og eg voru þeir einu sem væntanlegir voru til að láta skríða til skarar. Mér var það ljóst, að Kohne mundi taka það til greina, að eg var fremur ó- vanur póker spilamennsku og því gat eg búist við því, að hann mundi reyna til þess, að hræða mig. Á hinn bóginn þar sem eg hafði fengið svo mikla peninga fyrir byssuna gat hann búist við því, að eg mundi veðja kæru- leysislega undir þessum ástæð- um. Eg var hikandi og starði á spilin mín óákveðnislega. Eg vissi að Kohne var nú brosandi en að þeir Harris og Dunn voru mjög alvarlegir á svipinn. Svip- ur hinna spilamannanna lýsti hvorki meðlæti né mótlæti, gleði né sorg. “Ætlarðu að mæta mér í þessu veðmáli eða viltu hafa hærri upphæð?” heyrði eg að Kohne var að segja. Málrómur hans hafði einkennileg áhrif á mig; eg fann til svima og eg var í þann veginn að leggja árar í bát og gefast upp. En samstundis kom atvik fyrir, sem breytti á- formi mínu. Andlitið á kóngin- um, sem lá þarna á borðinu fyr-' ir framan mig, breyttist í gamalt gráskeggjað andlit, sem eg kann- aðist svo vel við. Það var and- litið á gamla manninum, sem mig hafði dreymt forðum daga og sem eg þóttist svo oft hafa séð síðan, sem fyrirburð ýmsra atvika, sem höfðu verið mér mikilsvirði. En nú var þetta gamla gráskeggjaða andlit bros- andi og mér til mikillar undrun- ar heyrði eg sjálfan mig segja: “Eg ætla að verða við tilmæl- um Mr. Kohne og láta næsta spil- ið kosta hann 1000 dollara”. Og svo lagði eg síðustu pen- ingana sem eg hafði með mér á borðið. Nú sá eg að Kohne hik- aði ofurlítið en svo bætti hann 500 dollurum við seðlahrúguna. Þá kom nú síðasta spilið og okk- ur var báðum gefin tía. Kohne hikaði nú ekki, en lagði fram 500 dollara. “Eg gef þér ávísun fyrir 500 dollurum,” saðgi eg ráðalaus. Kohne hristi höfuðið til merkis um að hann tæki ekki venjulega bankaávísun til greina. “Þess þarf ekki með,” heyrði eg að Dunn var að segja, um leið og eg sá að hann lagði fram nægilega peninga til þess að full- /hægja veðmálinu. “Látum okkur nú sjá hvað þú hefur,” sagði eg. Það varð dálítill þys við spila- borðið, þegar það kom í ljós, að Kohne hafði aðeins ás á grúfu, og eg hafði unnið þessa peninga- upphæð, sem þarna lá nú á borð- inu fyrir framan mig með tvist- inum mínum og tveimur gosum. En þegar eg sópaði þessum pen- ingum saman, heyrðist mér gamli, huldi leiðtoginn minn, sem hafði svo oft ráðið stefnu minni í lífi mínu vera að segja: “Við Eskimóar þelckjum auðvit- að ekki peningagildið,” og þessi orð sagði eg svo hátt um leið og eg borgaði Dunn það sem hann hafði lánað mér. Það sem eftir var kvöldsins spilaði eg svo með hiklausari ein- beitni og eg hafði haft heppnina með mér. Daginn eftir leit Mrs. José inn til mín. Hún var mjög alvarleg. Brúnu augun hennar virtust mjög stór, líklega mest vegna þess, að hún hafði ekki skreytt sig með litpúðri né varasmyrsl- um og var hún því fremur föl. “Þú ert á förum,” sagði hún. “Já, eg er á förum. — Hvernig veistu um það?” “Eg veit um flest það, sem gerist í klúbbnum,” sagði hún. “Eg held að þú sért fremur fljót- ráður.” “Eg hefi haft langan tíma til umhugsunar,” sagði eg. Það varð stutt þögn. “Eg hefi brýnt erindi við þig, sagði hún. “Eg ætla að biðja þig að gefa mér loforð um eitt atriði. Eg veit að þú vilt gera svo mikið fyrir mig.” Eg hafði starað á hana undr- andi. Eg var hræddur um að hún mundi biðja mig um að hætta við áform mín viðvíkjandi burt- för minni. En hún virtist lesa hugsanir mínar. “Nei, eg ætla ekki að biðja þig um að hætta við ferðaáætlanir þínar,” safði hún sagt. “Þú ferð eins og þú hefir ætlað þér, en — þú verður að koma til baka.” “Hvers vegna?” spurði eg hik- andi. “Getur þú ekki hugsað þér það, að þú gætir haft eitthvert erindi hingað seinna,” hún brosti dauflega. “Eg veit ekki hvað þú átt við,” hafði eg sagt. “Komdu hingað og settu þig niður hjá mér,” sagði hún um leið og hún benti á legubekkinn þar sem hún sat. Eins og í draumi hafði eg orðið við tilmælum hennar. Hún færði sig nær mér og hvíslaði: “Samband mannsins míns og þjónustustúlkunnar okkar, verð- ur líklega bráðlega úrlausn gát- unnar.” Það varð löng þögn. Eg skildi auðvitað hvað hún átti við. Mig hafði oft grunað það, að ekki væri alt með feldu hvað snerti Doris þjónustustúlkunnar henn- ar og Mr. José. Ótal draumsjónir þyrptust nú að huga mínum og í leiftri þeirra, fann eg að eg var að byggja borgir í skýja- röndum framtíðarinnar með kon- unni, sem hafði frá upphafi við- kynningar okkar, haft tilfinning- ar mínar á valdi sínu, svo að allar hugsanir mínar höfðu snúist um hana, þrátt fyrir mótspyrnur sem viljaþrek mitt og skynsemi höfðu lagt í veginn. En nú varð eg var við það, að hún hafði lagt handlegginn um hálsinn á mér og að hún var að hvísla að mér. “Þú verður að gera eitt fyrir mig — þú mátt ekki spila í kvöld. Þeir ætla að flá þig. Þú varst heppinn í gærkveldi — þú hefir altaf verið svo heppinn. Allt virð ist hafa snúist þér til góðs — altaf frá þeim tíma, sem eg þekti þig fyrst. — En í kvöld máttu ekki spila. Heppni þín gæti ef til vill snúið að þér bakinu. Þú ger- ir það fyrir mig, að láta spilin eiga sig í kvöld.” Það var sannleikur. Eg hafði verið heppinn og nú leið það eins og leiftur í gegnum huga minn, að eg hafði 1 raun og veru aldrei metið heppni mína í réttu ljósi, þunglyndi mitt í sambandi við Mrs. José hafði skygt á allt sem á daga mína hafði drifið svo að eg hafði jafnvel talið sjálfan mig ógæfusamann og ó- heppinn. En nú, þegar eg sá möguleika til þess, að framtíð gæti átt sér stað fyrir mig, með Mrs. José, sá eg greinilega að alt hafði snúist mér til góðs. Orð Dunn’s, sem hann hafði svo oft sagt í stríðni við mig, liðu gegn- um huga minn: “Heppinn í spil- um en óheppinn í ástum”. Og nú, þegar eg þóttist sjá það, að eg var í raun og veru heppinn í ást- um líka, kom mér til hugar að bón Mrs. José, að eg skyldi ekki spila þetta kvöld, var í raun og veru mjög viturleg. Heppni flestra manna er altaf takmörk- uð. Á hinn bóginn sá eg það, að ef eg neitaði klúbbfélögunum um það, að taka þátt í spilinu þetta kvöld, mundi það verða lagt illa út fyrir mig, þar sem eg hafði unnið svo mikla peninga frá þeim kvöldið áður. “Harris vinur minn tapaði tals- verðri summu í gærkveldi; hann býst við því, að eg spili aftur í kvöld. Það væri gagnstætt vana- legum spilareglum ef að eg skær- ist úr leiknum eins og sakir standa”, sagði eg hikandi. En þá hafði hún farið að hlæja og svo sagði hún: “Þú ert um of samviskusamur og svo tekur þú vini þína of mik- ið til greina. Þú átt í raun og veru fáa vini í klúbbnum, því klúbburinn er að sönnu ekkert annað en hræðilegt glæfraspil þar sem hver skarar eld að sinni eigin köku á öllum sviðum. Veistu það, að Harris vinur þinn seldi Kohne skammbyssuna sem þú hafðir undir höndum fyrir 2000 dollara, og að Harris skuld- batt sjálfan sig til þess að hafa þig inn í póker spilahringinn. Kohne vissi það, að þú ert ekki vanur við slíka spilamensku og hann hélt að hann gæti þar jafn- að um þig.” Svo þessu var þá þannig farið. Það var auðvitað engum að treysta í klúbbnum. Þó tók eg það til greina með sjálfum mér, að Dunn hafði lánað mér 500 dollara til þess að mæta síðasta veðmálinu, sem eg annars hefði ekki getað fullnægt. Þó að gremja mín við Harris væri tals- vert áberandi, huggaði eg mig við það, að eg hafði þó að minsta kosti einn vin meðal félaga minna í klúbbnum. En þarna við hliðina á mér, var Mrs. José og starði brosandi á mig. Hún hafði báðar hendurnar undir hnakkanum á sér um leið og hún hallaði sér aftur á bak í legu- bekknum. Brúnu augun hennar voru stór og fögur og það var eins og þau þrengdu sér í gegn- um hugsanir mínar inn að hjarta mínu. “Eg sé það, að þú ætlar að gera það fyrir mig, að láta spilin eiga sig í kvöld,” heyrði eg að hún var að segja. Eg beygði mig yfir hana og kysti hana. “Já”, sagði eg, “spilin mun eg ekki snerta í kvöld, því í kvöld mun eg leika skák við Harris fyrir þær upphæðir, sem að hon- um kunna að vera þóknanlegar. Við yfirlit það, sem rann í gegnum huga minn, um síðustu dagana mína í Louisville, sem hér er ritað samkvæmt því skipu lagi, sem það kom í huga minn, vissi eg að lestin var á norður- leið. Eg gerði mér enga grein fyrir því, hversvegna eg leitaði til norðurs en -eg hafði hugboð um það að heppni mín hefði ekki yfirgefið mig. Og svo fór eg að hugsa um andlitið á gamla grá- skeggjaða manninum, þessum hulda leiðtoga mínum, sem hafði svo oft gefið mér vísbendingar um atriði, sem höfðu ráðið stefnu minni. En hann birtist mér nú

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.