Lögberg - 15.03.1945, Síða 7

Lögberg - 15.03.1945, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1945 7 Y ngstu lesendurnir Suðræn aldini á íslandi Stúlkur og drengir: í’yrir nokkrum mánuðum síð- fn> ias eg það í blöðunum að islenzkir bananar væru til sölu í Reykjavík. Þykir ykkur þetta ekki undarlegt, þegar þið hugsið Urr> það hve ísland er norðar- le§a á hnettinum?' í síðasta kafla, sagði eg ykkur frá því, hvernig vatnið úr heitu uPpspfettunum er notað til þess að hita upp húsin í Reykjavík og með tímanum, munu sennilega heimili á landinu verða hituð a þennan hátt. Heita vatnið er einnig notað við þvotta, mat- reiðslu og víðsvegar um landið hafa verið byggðar sundlaugar nalægt þessum heitu uppsprett- Urn> og mun eg segja ykkur frá þeim seinna. Vegna þess hve landið er forðarlega, er gróður fremur rýr a íslandi, en nú í nokkur ár hafa Islendingar verið að gera merki- ^egar tilraunir í þá átt að hag- fýta jarðhitann við ræktun garð avaxta, blóma og suðrænna ald- ina. Heita vatninu er veitt gegnum moldina til að verma hana; þá hefur einnig verið byggt mikið gróðurhúsum — húsum með Slerþökum, sem hituð eru upp með hveravatninu. í þessum groðurhúsum fást margar upp- skerur á ári. I þeim vaxa mest avextir á sumrin en blóm á Vetrum. Mest er ræktað af Tómötum °g Cucumbers. Ræktun vínberja °g banana o. s. frv., er enn á ttlraunastigi. Þau skrautblóm, sem ræktuð eru, eru aðallega rósir og túlípanar. ^egar styrjöldinni lýkur og mgt verður að flytja inn í land- ið nóg gler fyrir gróðurhús og efni í hitaveitur, munu íslend- ingar framleiða miklu meira af garðávöxtum, aldinum og skraut blómum en þeir gera nú. Hagnýting jarðhitans á íslandi er á byrjunarstigi. Væri það ekki undursamfegt ef Island yrði í framtíðinni, gróðurhús Norður- álfunnar? Orðasajn. undarlegt — strange hnöttur — globe ' sennilega — probably sundlaugar — swimming pools, baths rýr — poor merkilegar — remarkable tilraunir — experiments hagnýta — utilize jarðhiti — subterranean heat rækt — cultivation, grow garðávextir — vegetables aldini — fruit mold — soil gróðurhús — hot house glerþak — glass roof uppskera — crop vaxa — grow vínber — grapes tilraunastig — experimental stage efni — material hitaveitur — hot water piping framleiða —; produce undursamlegt — wonderful, marvellous framtíð — future norðurálfa — Europe Heilræði H. P. Oft er sá í orðum nýtur, er iðkar mentun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjózkast við að læra. Huldukona. ^réttabréf frá Vancouver, BX. 1. marz, 1945. Eitt íslenzka skáldið, sem eg 111311 ekki hver var, er að lýsa milc*u tíðarfari um vetrartíma og Segir hann að veturinn hafi verið sefandi vor. Mér hefur oft kom- fil hugar að þessi líking ætti Vel við veturna hér á vestur- r°ndinni, því það væri sann- mmli að kalla þá sofandi vor. u þendir alt til þess að vorið ^Ja okkur sé að vakna, Rauð- ^rystingarnir komnir til baka, .. 3 suðrænni grund, og eru °nilUm kafnir að líta eftir hreiðr- . Um sínum, sem þau skildu við astliðið haust, og hressa upp á ^ au til að geta búið í þeim aftur v SUlnar. Laufhnapparnir á lin- uum eru farnir að gildna og aglast út, og eru nú bráðlega til . breiða út hin fagurgrænu Ufblöð sín móti sól og sumri. til ranblómin. sem eru æti® fyrst að fara á kreik á hverju vori, i u larin að gægjast upp úr mold erni til að sjá til veðurs. Þau u Veðurglögg eins og alvanir til11161111 °§ vita hvenær tími er i a® fsra á kreik. Fólkið í borg- s.ni er farið að stinga upp garða u a’ °g bóndinn úti á lands- ,1^ að plægja akra sína, str^ Vera trl> talía 1:11 starfa, og vorið vaknar. . yrri parturinn af febrúar var u nnalega votviðrasamur, svo sk' °rsakaði flóð á láglendi. þ^r^u óagblöðin frá því að mörg v . Un<f ekrur væru þá undir ý ni °g gjörði það skaða með bj,. U móti og mikil óþægindi í ina a þeim svæðum. Það er alt gen§ið um garð °g að estU Wt; er þes ieyti gleymt. En þetta s virði, að fólk sem kemur hingað muni eftir því, er þeir eru að leita eftir plássi til að setjast að. í seinasta fréttabréfi mínu héðan, féll þar úr hjá mér óvárt málsgrein, sem eg ætla að leið- rétta hér. Eg var að segja frá jólatrés samkomunni, sem hald- in var í dönsku kirkjunni á að- fangadaginn. Þegar eg var að vélrita uppkastið, sem eg hafði skrifað. þá féll þessi málsgrein úr, svo eg set hana hét til leið- réttingar. “Seint á skemtiskránni var það, að forseti safnaðarins Mr. L. H. Thorlackson kallaði á Rev. og Mrs R. Marteinson að koma upp að ræðupallinum, og afhenti hann séra Marteinson umslag með einhverri peningaupphæð frá söfnuðinum í viðurkenning- arskyni fyrir starfsemi hans fyr- ir söfnuðinn. Mrs. I. C. Hambly forseti kvenfélagsins afhenti Mrs. Marteinson blómvönd frá kven- félaginu, sem viðurkenningu frá þeim fyrir starfsemi hennar í þeim félagsskap. Þá kallaði Mr. Thorlakson á Mrs. H. Sumarliða son og afhenti henni blómsveig með þakklæti fyrir starfsemi hennar í sambandi við jólatrés- samkomuna.” Þökkuðu þau öll fyrir gafirnar á vel viðeigandi hátt. Jónas Pálsson, píanókennari í New Westminester, B. C.ð fékk snert af slagi stuttu eftir nýárið, svo hann var rúmfastur um nokkrar vikur, nú er hann kom- inn á fætur aftur og er á góðum batavegi. Hinir mörgu vinir Mr. Pálssonar óska og vona að hann verði sem fyrst albata aftur. Þetta er í annað sinn, sem Mr. Pálsson hefur fengið svona slag. Þann 31. janúar hafði Lestrar- félagið Ingólfur spilasamkomu á Gravely Hall. Komij þar saman um hundrað íslendingar til að spila og skemta sér. Var spilað til klukkan 11 um kvöldið. Þá buðu félagskonurnar öllum inn í veizlusalinn, þar sem borð hafði verið sett fyrir alla. Var þar kaffi og rausnarlegar veitingar eins og hvern lysti. Það hefði átt vel við að við höfðum sungið að skiln- aði “Hvað er svo glatt”, því allir höfðu skemmt sér vel. Við máske gjörum það næst. Þann 13. febrúar hafði Lút. kvennfélagið, skemtisamkomu í fundarsal dönsku kirkjunnar, sem þær kölluðu “Valintine Tea and social”. Var þar samankom- inn um 150 manns. Forseti kven- félagsins, Mrs. I. C. Hambly stýrði samkomunni. Til skemmt- unar var haft bæði vocal og instrumental music. Tvær ungar stúlkur sýndu “achrobatic danc- ing”. Trio sungu þær Mrs. I. C. Hambly, Mary Anderson og Mrs. Dr. P. Guttormson, “I love a Lassie”. Níunda númerið á skemti- skránni var “Quis”. Stýrði Mrs. H. Sumarliðason því. Það heyrist oft á skemtiskrá í útvarpinu und- ir nafninu “Kvis Kids”, það er góð skemmtun, og má held eg kalla það “gáfnapróf”. Átta per- sónur voru kallaðar upp á ræðu- pallinn til spurninga. Voru spurn ingar lagðar fyrir einn í hvert sinn, sem þeir þurftu að svara strax hiklaust, en það er hægra sagt en gjört, því sumar spurn- ingarnar voru “real brain teas- ers”, þau sem stóðu sig bezt voru Mrs. Thorson, Valdi Jackson og Carl Frederickson. Samkoman endaði með sam- söng, sem allir tóku þátt í sem gátu. Það var auðheyrt að það á vel við landana að hafa tæki- færi til að æfa sig í íslenzkum söng. Það er óhætt að telja það með þjóðræknisstarfsemi, og er vonandi að því verði haldið á- fram á samkomum íslendinga hér. Því er ver, að það eru svo margir landar bæði hér og víðar, sem virðast vera búnir að gleyma því, að þeir eru íslendingar. Þetta gæti orðið til þess að einhverjir þeirra ranki við sér, þegar þeir eru farnir að syngja aftur, lögin, sem voru þeim eitt sinn svo kær, og verði þá betri íslendingar eft- ir en áður. Margt utanbæjarfólk voru þarna gestir á þessari samkomu. Margt af því fólki, sem eg hafði tal af, eftir samkomuna létu í ljósi ánægju sína yfir því hvað það hefði skemt sér vel. Nokkrir þeirra beiddu mig að skila kveðju sinni til kvennfélagsins, og þakk- læti fyrir þessa skemmtilegu kvöldstund, sem þær hefðu veitt sér. Aðkomugestir í borginni, sem eg hefi haft tal af, eru Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro, Man. Eru þau hér til að heim- sækja son sinn Próf. Tryggva J. Oleson og tengdadóttur. Lýst þeim vel á sig hér, eins og öllum, sem hingað koma, þau búast við að leggja af sfað heimleiðis um miðjan mánuðinn. Mr. og Mrs. Albert Árnason, frá Campbell River, B. C., voru hér nýskeð á ferð. Var Mrs. Árnason að sjá augnlæknir, og fá sér gleraugu. Þau voru hér um vikutíma, að heimsækja kunningja og venslafólk, sem þau eiga hér. Mrs. G. Brown frá San Franc- isco, Cal., var ein af gestunum, sem voru á samkomunni 13. febrúar og var hún ein af þeim, sem hafði orð á því, hvað henni þótti samkoman skemtileg. Mrs. Brown var á heimleið frá Camp- bell River, B. C., þar sem hún var að heimsækja móður sína og systur. Nýlega var hér á ferðinni, Mrs. Kristín Veitch, frá Prince Rup- ert. Hafði hún farið til Campbell Ricer, til að heimsækja fnóður sína, Mrs. Steinunni Loptson. Var Mrs. Loptson í för með dótt- ur sinni, til Prince Rupert, og verður hún þar hjá henni fyrst um sinn. Mr. og Mrs. Valdi Jackson og tvær ungar dætur þeirra, Valdine og Lillian, frá Elfros, Sask., eru stödd hér í gistivin- áttu hjá þeim Mr. og Mrs. H. Sumarliðason. Mr. og Mrs. L E. Sommers, frá Winnipeg eru hér á ferð, sér til skemtunar, og líka til að sjá ættfólk sitt og kunningja, sem hér eru búsettir. Mr. Sommers er einn af embættismönnum T. Eaton’s félagsins í Winnipeg, er hann búinn að vera starfsmaður hjá því félagi í fjöldamörg ár. Hann er bróðir Mr. H. Sumar- liðason hér í Vancouver. Þann 19. febrúar hélt Islend- ingafélagið “Isafold” skemtisam- komu í sænsku fundarsalnum á Hastings og Clark Drive. Var skemtiskráin fjölþætt og skemti- leg. Fjölmennur karlakór, “The Dairyland Glee Club” skemti með söng. Ágæt söngkona söng fjögur lög, þar var búktalari og missýningamaður, sem voru að sýna kúnstir sínar. Þetta var á- gæt skemtun, sem stóð yfir í meira en tvo klukkutíma. Á eft- ir fengu allir kaffi og veitingar. Þessi samkoma var illa sótt, og var það slæmt, því þessi sam- koma var ein af þeim bestu sem ísafold hefur haft nú í seinni tíð. Það var rigning um kvöldið, og hefur það haldið mörgum heima, sem annars hefðu sótt sam komuna. Rev. og Mrs. H. S. Sigmar frá Seattle, Wash., voru hér nokkra daga í borginni, að heimsækja ættingja og vinafólk, sem þau eiga hér. Séra Sigmar er systur- sonur lílr. L. H. Thorlákssonar, Controller Hudsons Bay verzl- unarinnar hér í borginni. Á sunnudaginn 18. febrúar mess- aði séra Sigmar hér í dönsku kirkjunni, á ensku. Var þar fjöl- ment svo það var ekkert autt sæti í kirkjunni. Séra Rúnólfur Marteinson og Mrs. Marteinson fóru til Seattle og messaði hann í stað séra Sig- mars þar, þann 18 febrúar. Lestrarfélagið íngólfur hefur ákveðið að halda sína árlegu skemtisamkomu, sumarmálasam komu, 18. apríl í sænska ^am- komusalnum á Hastings og Clark Drive. Nefnd hefur verið kosin til að undirbúa fyrir þessa sam- komu, og verður ekkert sparað til að hafa hana sem bezta. Eg frétti það frá Campbell River, að Mrs. A. V. H. Baldwin, um áttrætt hafi andast þann 14. febrúar, var hún jarðsett í graf reitnum í Campbell River, þann 17. febrúar. Hér eru staddir í borginni þeir bræður Carl og Þorsteinn Eiríks- synir frá Campbell River. Eru þeir að sjá föður sinn Kristján Eiríksson og fleira venzluafólk, sem þeir eiga hér. Þeir búast við að halda heimleiðis um næstu helgi. íslenzka elliheimilis nefndin hefir nú loksins látið heyra til sín. Hefur nefndin ákveðið að stofna félagsskap, sem taki að sér þetta elliheimilis mál. Ekki er hægt að skýra frá þessu máli meira í þetta sinn. Eg mun reyna til að skýra frá starfsemi fél- agsins, í framtíðinni, þegar það er komið á laggirnar og tekið til starfa. S. Guðmundson. JÖHáNNA antoníusardóttir SIGURÐSSON 8. maí 1860 — 22. janúar 1945 Þessi mæta, aldurhnigna kona, Jóhanna Antoníusardóttir Sig- urðsson, var fædd að Steina- borg á Berufjarðarströnd, þann 8. maí árið 1860. Foreldrar henn- ar voru þau hjónin Antoníus Eiríksson og Ingveldur Jóhannes dóttir; hjá þeim ólst hún upp og átti heima, unz hún giftist Þor- steini Eiríkssyni; reistu þau bú á Asunnarstöðum í Breiðdal í Suð- ur-Múlasýslu. Jóhanna misti mann sinn 1888, og flutti hún þá til Vesturheims ásamt börnum sínum, og settist að hjá föður sínum að Þykkvabæ við Islend- ingafljót. Árið 1891 giftist Jóhanna, Birni Sigurðssyni, ættuðum af Austurlandi, og tóku þau sér þá bólfestu á Víðimýri í Fljótabygð- inni; þar bjuggu þau í tólf ár, en fluttu árið 1903 til hinnar svonefndu Grunnavatns bygðar við Manitoba vatn, og stjórnuðu þar rausnarbúi þar til þau fluttu af bújörð sinni og settust að á Oak Point; þar eyddu þau síð- ustu ævidögunum; þar misti Jó- hann seinni mann sinn í apríl- mánuði 1944. Börn Jóhönnu af fyrra hjóna- bandi voru Antoníus, dó í æsku; Ingveldur (Mrs. Goodriek); Margrét (Mrs. Goodall), báðar búsettar í East Kildonan, og Sig- urður, sem dó í æsku. Börn Jóhönnu af seinna hjóna- bandi, talin í aldursröð, eru Sigurþóra Kristbjörg (Mrs. Vallis) búsett í Winnipeg; Björn, Jónas, Ellis Guðfinnur, Jó- hannes, Anna og Antoníus, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Jóhanna reyndist stjúpsyni sín- um, Eiríki Þorsteinssyni sem ástrik og umhyggjusöm móðir, engu síður en sínum eigin börn- um. Jóhanna heitin átti eina systur, Kristbjörgu (Mrs. Ólafur Oddson), sem fyrir nokkru er látin. Jóhanna var mesta sæmdar og merkiskona, er hvarvetna kom fram til góðs; það var hennar mesta yndi, að líkna þeim, sem áttu bágt. Útför hennar fór fram frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, Séra B. A. Bjarnason jarðsöng. Blessuð sé minning þessarar góðhjörtuðu og trygglyndu konu. í. G. “THE STORES OF YOUTH AND PROGRESS” Red & White Brand Foods Choice Quality Meats Fresh Fruits and Vegetables ll!lllllllll|jllilllllllllllllllllll!l!lllllllll!l!lll!l!llllll!lll!!lll>llllll!lllllll!lllll!ll!>!lll!IIIIUIIIIIIIIIIII!llll!llllllll!l!lllllllllllll!lllllllllll!llllllllll!l Have you tried a pound of Red & White Tea and Coffee? They are noted for their appealing flavor. Priced reasonably to. Illllllllllllllllillllllllllllll!ll!l!llllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllll!lilllllli!l!llliilillll!lllllllllllll!llll!!llllll Prices Remain Low Every Day — SHOP AND SAVE — AT *"‘RED & WHITE STORES OWNED BY THE MAN BEHIND THE COUNTER Highlights of 1945 The success of this utility’s operations jor 1944 is clearly indicated by these comparative figures compiled from City Hydro Annual statements. 1944 1943 Surplus $ 752,576.13 $ 537,836.10 Property and Plant 29,061,314.25 28,699,330.97 Funded Debt 16,945,000.00 20,522,000.00 Net Debt 9,787,740.12 10,326,175.63 Sales of Electricity ...... 3,635,201.30 3,505,975.24 Total Revenue 4.075,040.53 4,039,468.78 Accounts Receivable (less reserves) 359,959.58 391,912.09 Total Kilowatt Hours Sold 571,321,745 560,128,013 Kilowatt Hours used per Home per Annum (Average) 5,445 5,289 Average Rate (All Services) .638c ,628c Average Domestic Rate .796c .803c Total Number of Services Metered and Flat Rate 112,215 109,938 In addition over $2,000,000 has been contributed to date from Hydro surpluses to help balance the City’s budgets. CITY HYDRO OWNED AND OPERATED BY THE CITIZENS OF WINNIPEG

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.