Lögberg - 22.03.1945, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MARZ, 1945
Urn þeta leyti fyrir 60 árum:
Hoffmannsveðrið 1884
Eitt hið mesta og fáránlegasta
slysadægur, sem komið hefir yf-
ir sjómenn á Faxaflóa, var nótt-
in milli 7. og 8. janúar 1884. Þá
hurfu í hafið þrír tugir hinna
vöskustu manna.
Það var þá, sem hið mikla
skáld, Matthías Jochumsson.
orti, er hann leit yfir valinn:
Faldar nú verða
feigum hþfðum
beztu drengja
byggðar vorrar;
hristur sárgrimmur
súða-bani
hvikri um koll
kjalar-vöggu.
Æðir ósjór,
öldur stríða
heimi mót,
hrynja faldar;
vini vora
í vota gröf
dregur dröfn
deyjandi sjálf.
Svo er allt kyrrt,
og sólin kyssir
ástarblíð
Ægis vanga;
svo er allt kyrrt,
í sömu andrá
faðmast höggdofa
himinn og sjár.
Er skýrt er frá þessum vá-
lega atburði, er fyrst að nefna
til sögu ( mann þann, er Pétur
hét Hoffmann. Hann var bú-
settur á Akranesi, en ættaður af
Snæfellsnesi, ungur maður og
áræðinn og mjög harðfengur
formaður. Hafði veður verið
heldur umhleypnigasamt um
hátíðirnar þetta haust, en eigi
að síður hafði Pétur tvívegis
farið í hákarlaróður eftir nýár
og aflað mjög vel. Er sagt að há-
setahlutur hafi numið ^em svar-
aði 50 krónum í bæði skiptin, og
var það engin smáræðis-upphæð
í þá daga.
Eins og nærri má geta flaug
fiskisagan, og mun öðrum dug-
miklum sjómönnum á þessum
slóðum hafa þótt súrt í broti að
hafast ekki að, þegar Pétur og
menn hans mokuðu upp verð-
mætum úr sjónum.
Munu slíkir hákarlaróðrar þá
hafa verið stöku sinnum tíðkað-
ir af Akranesi um 25 ára skeið.
En það telja fróðir menn, að
fyrstur tæki upp þá venju Pétur
Ottesen (afi Péturs alþingis-
manns), er fluttist að Ytra-
Hólmi um 1860.
Að morgni hins 7. janúar var
veður ágætt, en útlit þó ískyggi-
legt. Er í frásögur fært, hve loft-
þyngdarmælir stóð illa í Reykja-
vík og hefði engum manni, sem
til slíkra hluta þeklcti, dottið í
hug að fara á sjó þennan morg-
un. En í þá daga var slíkum
tækjum ekki til að dreifa í eigu
sjómanna.
Þennan óhappamorgun var
þrem skipum ýtt úr vör á Akra-
, nesi. Fór fyrstur á sjó Ólafur
Bjarnason á Litla-Teigi, á skipi,
er “Hafrenningur” hét, með
völdu liði. Þegar á eftir honum
fór Pétur Hoffmann á sínu skipi
með ellefu hina dáðrökkustu
menn, og nokkru síðar Þórður
Guðmundsson á Háteigi við sjö-
unda mann. Voru á þessum
skipum öllum hið bezta lið, ungir
menn og harðfengir og sumir
hinir mestu víkingar.
Sunnar af nesjum fóru tvö
skip. Var annað frá Hliði á
Álaftanesi og stýrði því Þórður
Þórðarson, bóndi þar, ungur
maður og stórhuga. Þeir voru
ellefu saman. hinir vöskustu
drengir. Hitt skipið var af Sel-
tjarnarnesi og stýrði því Þórð-
ur í Ráðagerði, hinn kunni for-
maður og útvegsbóndi. í liði
hans var einn, Ólafur bóndi og
formaður í Bygggerði, er al-
kunnur var á sinni tíð, sökum
þess hve afburða veðurglöggur
hánn var. Als voru þeir níu.
Nú segir ekki af ferðum skipa
þessara, unz þau koma á há-
karlamiðin. Magnaðist brátt
blika í lofti, þótt veður héldist
gott, og kemur þar, að Ólafur í
Bygggarði reis upp og kveður
ráðlegast að draga upp stjóra og
hraða sér til lands, ef ekki ætti
ver að fara. Þórður formaður
vékst seinlega við þessu kvaðst
Ólafur þá skera á stjórafærið,
ef ráðum sínum sé ekki tafar-
laust hlýtt. Var þá farið að vilja
hans, enda öllum kunnugt, hve
skyggn hann var á veður. Var
heimróðurinn sóttur fast, og
voru þeir komnir í landvar við
Seltjarnarnes, er fárviðri mikið
af suðaustri eða austri skall á.
Komust þeir því heilu og höldnu
til lands.
Akranesbátarnir þrír voru ná-
lægir hver öðrum á hákarla-
miðunum. Milli klukkan 5 og 6
um daginn tók Þórður á Há-
teigi sig upp, enda var þá meira
en sýnilegt, að voðaveður var að
detta á. Nokkru síðar fór Pétur
Hoffmann að dæmi hans, en Ól-
afur á Litla-Teigi var þaul-
sætnastur. Munaði þó litlu milli
þeirra.
Er þeir Pétur og Ólafur voru
nýlagðir af stað, skall á aftaka-
veður. Urðu þeir þegar viðskila
í hafróti og myrkri. Er síðan
enginn til frásagnar um félaga
hans, hina vösku drengi, né bar-
áttu þeirra, sem vafalaust hefir
verið hörð.
Ólafur formaður sá nú brátt,
að engin tiltök voru að ná Akra-
nesi í því veðri er var. Lét hann
hafa uppi þau segl, er nauðsyn
krafði til þess að báturinn léti
að stjórn, og sigldi hæsta vind
í átt til lands. Var veðrið við
ægilegasta, og munu flestir, sem
þá voru á “Hafrenningnum”
hafa það ætlað, að nú væri
skammt ólifað. Samt æðraðist
enginn. Sjór var mjög vondur,
en samt tókst formanni lengi vel
að verja skip sitt áföllum, enda
var hann dugmikill sjómaður og
snjall stjórnari. En þar kom þó,
að alda mikil reið yfir skipið.
Tók út mann þann, er í stafni
var, og spratt Ólafur þá upp. En
í sama bili skaut þeim, er í sjó-
inn hafði hrotið, upp rétt við
borðstokkinn. Sá maður, er hét
Sigvaldi Halldórsson, sat í aftur-
rúmi. Hann þreif manninn um
leið og honum skaut upp og
kippti honum upp í bátinn í einu
vetfangi. Enn var sá maður á
skipinu, er Björn hét, Ólafsson,
hetja hin mesta og frábær for-
maður. Hann spratt á fætur er
hann sá hverju fara gerði, setti
hnefa á matarkistil sinn, svo að
lokið brotnaði, og dró upp úr
honum brennivínspytlu. Setti
hann hana á munn sér og drakk
nær niður til miðs, settist síðan
við stjórn. Stýrði hann skipinu
síðan og var það lengi rómað, af
hvílíkri snilli hann hefði stjórn-
að þessa voðanótt. Gekk nú
vindur til suðurs og útsuður og
jók þá stórum sjó, en eigi að síð-
ur tókst Birni' að verja skipið
áföllum. Náðu þeir félagar landi
heilu og höldnu skammt frá
Melum í Melasveit. Voru þeir þó
allhætt komnir í uppsiglingunni.
Björguðu þeir skipi sínu undan
sjó og fóru síðan að leita bæja.
Komust þeir allir heim að Mel-
um um kl. 5 að morgni. Voru
þá flestir mjög þjakaðir orðnir
eftir hið mikla volk og mann-
raunir.
Voru nú menn frá Melum
sendir á fjörurnar til þess að
vita, hvort fleiri bátanna hefði
borið þarna að landi. Sú var og
raunin á. Er leitarmenn höfðu
eigi langt farið, fundu þeir skip
Þórðar á Hátegi. Lá það í fjör-
unni og var fallið undan, en lík
þeirra félaga allra á dreif í
kringum þá. Slík hafði orðið
aeirra hinzta sigling. Þarna fór-
ust í einu allir fulltíða karlmenn,
sem þá voru heimilisfastir á
iátegi. nema einn, er setið
hafði í landi í Jjetta sinn sökum
sjúkleika. Var það Ásmundur,
oróðir Þórðar formanns, er síðan
var þar nafnkenndur útvegs-
bóndi um langan aldur.
Af skipi Péturs- Hoffmanns
spurðist ekkert, og mun aðeins
fátt eitt hafa rekið úr því. Svip-
að er að segja um Þórð á Hliði og
félaga. Þeir hurfu allir í hafið,
án þess að vitnast, með hvaða
hætti það bar að. Loks fórust í
þessu sama veðri tveir menn, er
voru á ferð á Hvalfirði, báðir
ungir menn og dugandi.
Það var þungur skattur, sem
Ægir heimti af byggðunum við
Faxaflóa þessi janúardægur, líkt
og oft áður og sár sá harmur, er
þá var að svo mörgum kveðinn.
En eins og skáldið Matthías
segir, þegar hann hefir lýst
hamförum sjávarins og bana
hinna vösku sjómanna og hinni
sönnu sorg, er reis í brjóstum
þeirra, sem heima sátu og horfðu
yfir valinn:
Glóa líkngeislar,
glitra tárperlur,
spekist mannsTijarta,
speglast guðs himinn.
Það er hið blessaða, líknsama
lögmál, sem lægir allar sorgir.
Tíminn, 5. jan.
Örn rændi tveggja ára
barni
Merkileg björgun
úr klóm ránjuglsins
“Þér sögðuð einu sinn í blaði
yðar að það myndi vera þjóð-
saga og hugarburður fólks að
ernir stælu börnum. Menn legðu
ekki trúnað á að slíkt kæmi fyr-
ir.
En þetta er ekki rétt. Kona
ein, sem hefir verið sóknarbarn
mitt og eg þekki vel, varð fyrir
því, er hún var tveggja ára, að
örn flaug með hana áleiðis í hreið
ur sitt”.
Eitthvað á þessa leið komst
séra Magnús Guðmundsson í
Ólafsvík að orði eitt sinn í vor,
er hann kom inn á skrifstofu
Morgunblaðsins.
Eg spurði hann hver sú kona
væri og hvar hún væri. En hann
sagði mér að hún væri Ragn-
heiður Eyjólfsdóttir og ætti
heima í Suðurgötu 24 hér í bæn-
um.
Hér um daginn gekk eg á
fund þessarar konu, og sagði
henni að eg hefði heyrt um þann
einkennilega atburð er fyrir
hana hefði borið sem barn, og
mun varla nokkur núlifandi
manneskja hér á landi hafa lif-
að slíkt. Eg sagði henni að eg
hefði aldrei trúað því sem í vís-
unni stóð í stafrófskverinu mínu:
“sterklegur fugl og stór er örn
stundum hremmir hann lítil
börn”.
— Eins og gefur að skilja,
sagði frú Ragnheiður, man eg
ekkert eftir þessu sjálf. En
mamma mín heitin sagði mér
oft frá þessu.
— Hvenær vildi þetta til.
— Eg er fædd þ. 15. júlí 1877,
en mun hafa verið rétt um það
bil tveggja ára.
Foreldrar mínir áttu heima á
Skarði á Skarðsströnd, faðir
minn, Eyjólfur Eyjólfsson, var
ráðsmaður hjá ekkju Kristjáns
Skúlasonar kammerráðs, Ingi-
björgu Ebenezardóttur. En móð-
ir mín, Matthildur Matthíasdótt-
ir, var þar í húsmensku að kall-
að var.
Móðir mín hafði farið niður
að á til að þvo þvott. Var brekku-
hall niður að ánni þar sem þvotta
staðurinn var. En skamt fyrir of-
an var hvammur og uxu blóm þar
innan um hvannir. Þetta var í
túninu á Skarði. Móðir mín skildi
mig eftir í hvannstóðinu, er hún
fór að fást við þvottinn, taldi
mig óhultari þar, fjarri vatninu.
Alt í einu heyrir hún að eg
rek upp hræðsluóp, er örn er
kominn yfir mig, þar sem eg sat
við að tína blóm. Skifti það eng-
um togum, að örninn hefur sig
upp og flýgur með mig í klónum
hátt í loft upp, en ekki heyrist
til mín nema rétt sem snöggvast.
Hefir strax liðið yfir mig.
í fyrstu flaug örninn afar hátt
þarna yfir. Er sem hann hafi vilj-
að komast sem hæst strax, til
þess að hann kæmist á ákvörð-
unarstað, þó honum dapraðist
flugið er frá liði. En vitanlega
var ætlun hans að koma mér upp
í arnarhreiður sem var í fjallinu
fyrir ofan Kross.
1 Krossfjalli höfðu arnarhjón
átt sér hreiður í mörg ár og alið
þar upp unga sína. Gerðu ernir
þessir oft óskunda meðal alifugla
á Skarði man eg, þegar eg var
þar seinna um tíma, á tíu ára
aldri.
Nú víkur sögunni til fólksins á
Skarðstúninu, er þar var við hey
skap. Þaut hver af stað seóa bet-
ur gat, til þess að reyna að kom-
ast í tæri við örninn. En sá leik-
ur sýndist ójafn og útséð hver
endirinn yrði. Enda sagði móðir
mín, að þegar hún leit upp frá
þvottinum við ána, og horfði á
eftir erninum með mig í klónum,
gat hún ekki ímyndað sér að hún
sæi mig nokkurn tíma lifandi, og
kannske ekki einu sinni liðna.
En hvatastur maður og snar-
ráðastur þar var Bogi Kristjáns-
son kammerráðs, er á þeim árum
mun hafa verið fyrirvinna móður
sinhar. Hann var skotmaður góð-
ur, og flaug honum fyrst í hug
að freista að skjóta örninn. En
sá samstundis, að það væri Loka-
ráð. Fyrst og fremst óvíst hvort
skotið kæmi í mig eða fuglinn,
í öðru lagi ekki annað við það
unnið, ef hann ynni örninn, þá
félli eg til' jarðar úr háa lofti.
Hann greip langa stöng og náði
í röskan hest og reið áleiðis að
Krossfjalli, þar sem hreiðrið var.
Og bratt kom í ljós, að örninn
hafði hér færst of mikið í fang.
Eg var stór eftir aldri, og reynd-
ist fuglinum svo þung, að áður
en hann var kominn að fjallinu,
dapraðist honum flugið, svo hann
fláug það lágt, að Bogi komst á
reiðskjóta sínum svo nálægt okk-
ur, að hann gat slengt stönginni
í væng arnarins, svo hann varð
að setjast. Og þar slepti hann
byrðinni, en Bogi þá svo nálægt,
að ránfuglinn, með sinn bilaða
væng, gerði mér ekki mein, þar
sem eg var komin, en lagði á
flótta undan manninum.
Móðir mín sagði mér, að þar
sem Boga tókst að slá stöng-
inni í væng arnarins, hafi hann
verið kominn yfir Krossá, svo
vegalengdin, sem hann hefir flog
ið með mig, hefir eftir því verið
um 3 kílómetrar.
Þegar Bogi kom að þar sem
eg lá, var eg í yfirliði. Örninn
hafði læst klónum gegnum föt
mín á brjóstinu, og voru förin
eftir klærnar í hörundinu, en
sárin ekki djúp. Því fuglinn
hafði fengið nægilegt hald í föt-
unum. Mig minnir að mér hafi
verið sagt að örninn hafi læst
nefinu í hár mitt, á fluginu. En
af því fékk eg engan áverka.
Móðir mín sagði mér síðar,
að eg hefði verið dauf og utan
við mig nokkra daga á eftir, En
varanlegt mein fékk eg ekkert
af þessari einkennilegu loftferð.
Foreldrar mínir fluttu nokkru
síðar út í Bjarneyjar. Þar átti
eg oft að gæta yngri systkina
minna úti við. Móðir mín varaði
mig jafnan við því, meðan þau
voru lítil, að gæta þeirra vand-
lega, þegar erni bæri þar yfir, en
þeir sáust oft á flugi yfir eyjun-
um, eða sátu þar á klöppum og
skerjum.
Þannig lýkur ' frásögn Ragn-
heiðar Eyjólfsdóttur, er hún hef-
ir eftir móður sinni af þessum
einstæða atburði. Sjálf man hún
ekkert eftir þessu, enda ekki von,
þar eð hún var ekki nema
tveggja ára gömul.
Lesbók Mbl.
Fer rúgurinn á kauphöllinni
í Winnipeg niður í vor?
Það var um miðjan febrúar
s. .1., að mig dreymdi kunningja,
sem hefir fengist talsvert við
kauphallarbrask, og við förum
að tala um rúginn á kauphöll-
inni, hann segir þá ákveðinn,
með hvellum rómi: “It is the
only way to be shori in the
spring”. Eg þarf ekki að útleggja
þetta fyrir þá sem fást við kaup-
hallar brask, þeir vita hvað það
þýðir að vera “short” áða “stutt-
ur” í markaðinum, en vegna
þeirra, sem miður vita, þýðir
þetta sem draumamaðurinn sagði
blátt áfram að rúgurinn muni
fara niður í vor, og “veðmálið”
eigi við niðurferðina, hann
nefndi ekki hvað hann mundi
fara mikið niður, eða hvort
hann mundi fara upp aftur, en
eg legg drauminn svo út að rúg-
urinn muni “brotna” all-mikið
smátt og smátt, líklega fram í
maí eða júní, ef þá lítur illa út
með sumaruppskeruna, er lík-
legt að hann fari upp aftur, en
hvað mikið er of snemmt að
spá um.
Þegar mig dreymdi þennan
draum, var maí-mánuður, rúg-
urinn rétt fyrir neðan $1.30, en
síðan hefir hann þokast upp í
$1.35, enda er ekki vorið komið,
en nú fer að líða að því. Eg birti
ekki þennan draum til þess að
hvetja nokkurn mann til þess
að fara í nokkurt kauphallar
brask, en eg er trúaður á það,
að draumur þessi muni rætast,
því að mig hefir nokkrum sinn-
um áður dreymt þennan sama
kunningja, og altaf hefir það kom
ið fram, sem hann hefir sagt
mér í draumi. — “Við bíðum og
sjáum hvað steur”.
Vancouver, B.C., 8. marz 1945.
Steján B. Kristjánsson.
Dr. Sigmar prédikar
fyrir íslendinga
í New York
Sunnudaginn 4. marz, s. 1., var
forseti Hins ev. lút. kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi, séra
Haraldur Sigmar D.D., staddur í
New York. Kom hann árla um
morguninn frá Philadelphia, þar
sem sonur hans, Eric, stúndar
guðfræðinám.
Kl. 11 f. h. var Dr. Sigmar við
messu í Holy Trinity Church og
hlýddi þar á Dr. Scherer, einn
helzta prédikara lútersku kirkj-
unnar í Ameríku. — Kl. 3 e. h.
var í þeirri sömu kirkju haldin
guðsþjónusta fyrir íslendinga í
New York og nágrenni, er Dr.
Helgi Briem aðalræðismaður
hafði boðað til í tilefni af komu
Dr. Sigmars til borgarinnar. í
upphafi guðsþjónustunnar var
hann sérstaklega boðinn velkom-
inn og honum færðar heilla- og
blessunaróskir í hans mikilvæga
starfi fyrir kirkju og kristni
Vestur-íslendinga. Dr. Helgi
Briem var ekki í borginni þenn-
an dag og gat því ekki verið við-
staddur guðsþjónustuna.
Þegar Dr. Sigmar steig í stól-
inn og flutti prédikun sína, hóf
hann mál sitt á því að flytja
kveðjuorð frá Vestur-íslending-
um. Jafnframt gat hann þess,
að hann væri nú í fyrsta sinn að
prédika í þessari miklu borg og
ennfremur væri þetta í fyrsta
sinn, sem hann prédikaði fyrir
Austur-íslendinga. Prédikun Dr.
Sigmars fjallaði að öðru leyti
um þýðingu og gildi föstunnar
og var mjög athyglisverð hug-
leiðing um það, að hver kristinn
maður verður að “taka upp” sinn
eigin kross í fylgdinni við Krist.
— Bæði trúarreynsla og trúar-
traust einkenndi málflutning Dr.
Sigmars. íslenzkuna talaði hann
fallega, einkum þegar að því er
gætt, að hann hefir enn aldrei
til íslands komið.
Um kvöldið var Dr. Sigmar
gestur á heimili Tryggva Ólafs-
sonar stórkaupmanns, sem ný-
lega er kominn heiman frá Is-
landi ásamt fjölskyldu sinni.
Þar var forsetanum fram-
reiddur ágætur kvöldverður og
dvaldi hann þar góða stund í
hópi nokkurra Austur-íslend-
inga. — Þegar Dr. Sigmar svo
aftur var á leiðinni til Phila-
delphia seint um kvöldið — varð
honum að orði:
“Mér finnst, sem eg hafi verið
á leið heim til íslands í dag.”
Koma Dr. Sigmars til Islend-
inga í New York var mjög
ánægjuleg. — Hinn fagra boð-
skap, sem hann flutti, hið lát-
lausa og alúðlega látbragð, er
einkennir framkomu hans, mun-
um vér hvorttveggja lengi muna,
er fengum tækifæri til þess að
hlýða á prédikun hans og hitta
rann að máli 4. marz s. 1.
Honum séu kærar þakkir fyr-
ir komuna.
Pétur Sigurgeirsson.