Lögberg - 22.03.1945, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MARZ, 1945
5
Al U AH4I
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Elín L. Anderson
Eins og lesendur Lögbergs
ftiun reka minni til, birtist í
blaðinu fyrir nokkrum árum,
frásögn um Miss Elín L. Ander-
s°u, sem þá hafði nýlega hlotið
^ohn Anisfield verðlaunin 1937—
1938 fyrir bókina, “We Ameri-
cans”.
Miss Anderson er íslenzk í
^áðar ættir en fædd í Canada.
Hún er útskrifuð frá Manitoba
haskólanum og mun hafa lagt þar
aðallega stund á þjóðfélagsfræði
(Sociology). Hún var um skeið
^rstjóri Winnipeg Family
Hureau en flutti svo til Banda-
rikjanna, þar sem hún hefur síð-
an gegnt ábyrgðarfullum og um-
Svifamiklum störfum fyrir Farm
r’oundation.
Hókin, “We Americans” fjallar
nna rannsóknir höfundarins í
°rginni, Burlington, Vermont,
sem hún gerði fyrir Eugenics
Survey of Vermont. Þessi rann-
s°kn eða könnun er viðvíkjandi
Pvi hvernig mismunandi þjóð-
erni. trúarbrögð, félagsleg og
efnaleg afkoma borgaranna
Verða til þess að skipta þjóðfél-
a§iuu í stéttir og flokka. Bókin
er skrifuð á kreppuárunum þeg-
ar fáir voru öruggir um sína efna
le§n afkomu og óvissan um
famtíðina jók á tortryggni
inna ýmsu flokka gagnvart
vorum öðrum og varð til sundr-
Ungar innan þjóðfélagsins.
Menn mundu ætla að bók um
Petta efni væri fremur þur af-
estrar, en svo er ekki með þessa
. °k. Miss Anderson fer til fólks-
lns, talar við það og kannar sálar-
H þess. Athyglisgáfa hennar er
h^m, frásögnin óhlutdræg en þó
Samúðarrík og stíllinn á bókinni
er lifandi og fjörugur.
Hólkið í Burlington og lífið
f®r> er líkt og í flestum öðrum
°rgum í Norður Ameríku, það
er því hægt að heimfæra niður-
fH'ður höfundarins upp á hvaða
, rg. sem maður er búsettur í
a þessu meginlandi. Hver sem
es hókina með athygli fær dýpri
Uning á því borgarafélagi sem
ann er hluti af.
^iss Anderson hefir dvalið í
lunipeg, nokkra undanfarna
/hánuði, sér til hvíldar og heilsu-
°tar. Eg hafði aldrei kynst henni
Persónulega fyrr en í vetur og
Par af leiðandi hafði aðeins litla
°§ óljósa hugmynd um hennar
h^rkilega og áhrifamikla ævi-
arf. Lestur áminstrar verðlauna
okar hennar, vakti hjá mér
°ngun til þess að kynnast höf-
hhúinum af eigin reynd og fá
vÚneskju um aðal áhugamál
eunar og þær sérstöku aðferðir
Sem hún beitir við skipuiagn-
lngu hugðarmála sinna.
Miss Anderson er nú farin úr
°rginni, suður til Bandaríkj-
anna til þess að taka við sínu
iyrr;
það
a starfi; vinum hennar er
1 mikið fagnaðarefni að hún
eHr endurheimt starfskrafta
S|ha og getur helgað líf sitt ó-
s ápt í þágu þeirra velferðar-
^ala, sem hún hefur svo mikinn
anuga fyrir.
Hg spurði Miss Anderson,
s ömmu áður en hún fór, í
Verju megin starf hennar sunn-
an landamæranna hefði verið
olgið. Hún sagði mér að síðan
j, ^ hefði hún verið í þjónustu
arm Foúndation, er stofnað var
j^rir tólf árum, með fjárfram-
gum frá fyrrum ríkisstjó]
^angdon og Alexander Legge,
rseta International Harvester
,e agsins. Tilgangur stofnunar-
núar er sá að framkvæma rann-
t° nir varðandi bætt lífsskilyrði
1 sveita. Starfsemi þessi er í
rennu lagi: að tryggja búend-
1
um jarðir sínar, menntun sveita-
fólks og að styðja að því að leggja
grundvöll að bættu heilbrigðis-
kerfi út um byggðir landsins. Um
þennan síðast nefnda lið hefir
Miss Anderson aðal forustuna á
hendi.
í mið- og miðvestur ríkjunum
hefur sveitafólk átt við mikla
örðugleika að búa hvað snertir
læknishjálp. Stafar það af því,
hve þar er strjálbyggt; fátækt
fólksins vegna þurkanna og
kreppunnar og af mörgúm öðr-
um ástæðum. Þessir örðugleikar
hafa vitanlega farið vaxandi á
stríðsárunum.
Árið 1939 fóru bændafélög í
Nebraska ríkinu þess á leit við
Farm Foundation að hjálpa til
þess að skipuleggja heilbrigðis-
kerfi fyrir þessar sveitir, sem
allra læknishjálpar og heilbrigð-
isráðstafana hefðu farið á mis.
Miss Anderson, sem formaður
við heilbrigðismáladeild Farm
Foundation, fór þegar til Nebr-
aska. Tók hún eina sýslu (Sand-
hill County), sem tilraunastöð.
Hennar fyrsta verk var að ferð-
ast meðal almennings til þess að
komast að raun um vilja fólks-
ins og hvað það væri, sem mest
vanhagaði um varðandi skipu-
lagningu heilbrigðismála og
nauðsynlegrar læknishjálpar.
Hún stofnaði fræðslunámskeið
um heilbrigðismál á hinum og
þessum stöðum og naut við það
ýmsra forustumanna og kvenna
í hverju byggðarlagi um sig. Hún
skrifaði upplýsinga bæklinga til
útbýtingar meðal fólksins. Árang
urinn af þessari starfsemi var
sá að fólkið vaknaði til með-
vitundar um þörfina fyrir heil-
brigðisráðstafanir og það fékk á-
huga fyrir því, að taka saman
höndum til þess að bæta heil-
brigðisástandið í sýslunni.
Samvinnufélagsskapur var nú
stofnaður í Sandhill County, til
þess að tryggja íbúunum bætt
heilbrigðisskilyrði og læknis-
hjálp. Fastur læknir var ráðinn
fyrir sýsluna og honum greidd
lífvænleg laun úr sjóði, sem
samanstendur af meðlimagjaldi
samvinnumanna. Ríkisstjórnin í
Nebraska hljóp undir bagga og
lagði fram fé til þess að greiða
hjúkrunarkonu, sem starfa skyldi
í samráði við læknirinn. 1 þess-
ari sýslu eru 5 smáþorp. Lítið
sjúkrahús var byggt í því þorpi,
sem er í miðri sýslunni en lækn-
irinn og hjúkrunarkonan eru til
staðar í hinum þorpunum einn
dag í viku til þess að framkvæma
læknisskoðanir. Miss Anderson
lagði mesta áherzlu á það- að all-
ar þessar heilbrigðis ráðstafanir
séu gerðar fyrst og fremst í því
augnamiði að koma í veg fyrir
sjúkdóma.
Miss Anderson skrifaði nú
bækling “Do We Want Health?”
sem varð mjög útbreiddur um
alt ríkið og var mikið notaður
við heilbrigðisfræðslu starf bún-
aðarfélaga og annara félaga. Til-
raunin í Sandhill County hafði
Brúðkaup
Á laugardagskvöldið í vikunni
sem leið, 17. marz, voru þau
Miss Anna Guðrún Hólmfríður
Skaptason og Mr. Herman Carl
Gísli Dalman, gefin saman í
hjónaband í kirkju Sambands-
safnaðar í Winnipeg. Séra P. M.
Péturson gifti, Gunnar Erlends-
son lék á hljóðfærið og Pétur
Magnús söng einsöng.
J. B. Skaptason gengdi sínum
föðurskyldum, að leiða brúðina
inn kirkjugólfið til brúðgumans,
en þau Mr. og Mrs. Skaptason
eru hennar fósturforeldrar frá
hennar fyrstu æsku og hún er
jeirra kjördóttir. Brúðarmeyj-
arnar voru Mrs. Jóhanna Guð-
rún Wilson og Miss Lily Christie,
en aðstoðarmenn Gordon Ásgeir
Gíslason og Arthur W. Christian-
son. Fór giftingarathöfnin öll
fram hið prýðilegasta eins og
vænta mátti. Var þar fjölmenni
saman komið, sem von var að,
því þau Mr. og Mrs. Skaptason
eru, jafnvel óvanalega, vinsæl og
mikilsmetin hjón og brúðguminn
vakið mikla athygli og leiddi til
þess að bændur og læknafélög í
Nebraska ríkinu héldu fund árið
1940 og stofnuðu skipulagningar-
nefnd heilbrigðismála fyrir alt
ríkið og var Miss Anderson kjör-
in framkvæmdar skrifari þeirr-
ar nefndar. Þessi nefnd hefur
síðan mætt reglulega einu sinni
á mánuði og hefur gert mikið í
þá átt að undirbúa jarðveginn
til frekari heilbrigðis ráðstafana
í ríkinu.
Þessi umbrot í Nebraska rík-
inu og sérstaklega hin merkilega
tilraun í Sandhill County voru
nú farin að vekja mikla athygli
um landið. Blöð og tímarit gerðu
Sandhill tilraunina að víðtæku
umtalsefni. Þetta leiddi til þess
að fleiri ríki, sem álíka var á-
statt með í heilbrigðismálum til
sveita, fóru að gefa nýung þess-
ari gaum og 1943 var hafin hlið-
stæð hreifing í Ohio ríkinu og
þar var sömu aðferðinni beitt,
undir yfirumsjón Miss Ander-
son.
í janúar, 1944, skoruðu mörg
bændafélög víðsvegar um landið
á Farm Foundation að kveðja til
allsherjar fulltrúaþings til þess
að hrinda í framkvæmd alþjóðar
samtökum varðandi heilbrigðis-
mál til sveita.
Miss Anderson skipulagði þetta
þing og það kom saman í Chicago
í apríl 1944. Það samanstóð af
erindrekum frá landbúnaðar- og
heilbrigðismáladeildum land-
stjórnarinnar í Washington;
bændasamtökum; landbúnaðar
háskólum; lækna og sjúkrahúsa-
samböndum; Farm Foundation
og mörgum öðrum stofnunum.
Á þingi þessu mæftu fyrir hönd
Manitoba, heilbrigðismálaráð-
herrann Hon. Ivan Schultz og
aðstoðarráðherra heilbrigðismál-
anna, Dr. Jockson.
Á þingi þessu, sem stóð í þrjá
daga var kosin alþjóðarnefnd
málinu til fulltingis og var Miss
Anderson kjörinn framkvæmd-
ar skrifari nefndarinnar.
Gjörðir þingsins og ræður
erindreka eru skráðar í bók, sem
er 226 blaðsíður á stærð og kem-
ur það greinilega í ljós í ræðun-
um hversu mikils álits Miss
Anderson nýtur í hvívetna;
hversu feiknamikið starf hún
hefur leyst af hendi á þessum
fimm árum í þágu þessa mikil-
væga velferðarmáls; og að hún
hefur verið aðal driffjöðrin í
þessum framkvæmdum sem
munu sennilega hafa mikil og
blessunarrík áhrif á heilbrigðis-
mál sveitafólksins í Bandaríkj-
unum í framtíðinni.
Þannig er saga einnar dóttur
íslenzkra brautryðjenda í þessu
landi. Nú er þessi brautryðjenda
dóttir hinn mikli brautryðjandi
sjálf, sem með frábærri elju, gáf-
um og starfsþreki, hefur vakið á
sér athygli vítt um þetta mikla
meginland og varpað sérkenni-
legum ljóma á nafn þjóðflokks-
ins, sem hún er runnin af.
á hér líka margt ágætt frænd-
fólk.
Ungu hjónin þekki eg lítið, en
þau koma bæði þannig fyrir, að
manni finnst að ekki geti hjá
því farið, að hjónaband þeirra
verði farsælt og í alla staði
ánægjulegt.
Það mun þykja nokkuð ófull-
komin frásögn af brúðkaupi, ef
ekki er sagt æði nákvæmlega frá
klæðnaði brúðarinnar og jafnvel
brúðarmeyjanna líka, en sá sem
þessar línur skrifar verður að
játa á sig þann þekkingarskort,
að þar kann hann ekki pneð að
fara. En það gátu allir séð, að
brúðurin var prýðilega fallega og
smekklega klædd í sínum snjó-
hvíta brúðarkjól og brúðarmeyj-
arnar voru líka mjög svo vel til
fara.
Að hjónavígslunni afstaðinni
fór margt af-fólkinu ofan í sam-
komusal kirkjunnar og var þar
veizla haldin, mjög fjölmenn og
rausnarleg. Þar var skemt með
ræðuhöldum og söng. Þeir sem
til máls tóku voru þeir Páll
Reykdal, sem var samkvæmis-
stjóri, Jakob Kristjánson, brúð-
guminn og J. B. Skaptason. Pétur
Magnús söng einsöng og stjórn-
aði almennum söng og Gunnar
Erlendsson var við hljóðfærið.
Alt fór fram á ensku, nema hvað
sungnir voru nokkrir íslenzkir
söngvar.
Góðar veitingar voru vel og
þægilega framreiddar og skál
brúðhjónanna drukkin með mik-
illi gleði. Að því loknu reis fólk
úr sætum, en skemti sér lengi
fram eftir kveldinu við samtal
og góðan fagnað og allir virtust
vera í bezta skapi. Mun öllum
hinum mörgu veizlugestum hafa
fundist að hér hefðu þeir notið
mjög ánægjulegrar kveldstund-
ar, en efst í huga allra hafa vafa-
laust verið einlægar árnaðarósk-
ir til hinna ungu hjóna og þeirra
nánustu aðstandenda,
Framtíðarheimili Mr. og Mrs.
Dalman verður í Winnipeg.
F. J.
Sigurður Skúlason:
Fregnir úr bókmenta-
heimi Svía
Við Islendingar höfum löng-
um verið ragir við að lesa sænsk-
ar bókmenntir á frummálinu,
Þetta stafar vitanlega af því, að
flestir skólar okkar hafa alger-
lega vanrækt að veita nemend-
um sínum tilsögn í sænsku. Slíkt
er þeim mun óafsakanlegra, þar
sem sænska er Islendingum
margra ástæðna vegna tiltölu-
lega auðlærð til þeirra hlítar,
að þeir geti lesið hana viðstöðu-
laust, einkum eftir að þeir hafa
komizt nokkuð niður í dönsku.
Einu kynni mín af sænsku bók-
mláli, er eg tók stúdentspróf,
voru þau, að eg hafði þá mynd-
azt við að lesa stutta ljósfræði
á sænsku og var þess í þá daga
krafist af 6. bekkingum Mennta-
skólans í Reykjavík.
Vanræksla skólanna hér á
landi á sjálfsagðri tilsögn í
sænskri tungu hefir skapað e. k.
minnimáttarkennd íslendinga
gagnvart sænskum bókmennt-
um, sem aftur veldur því, að
fólk gerir sér hér að góðu að
lesa ýmis öndvegisrit Svía í
dönskum þýðingum, þau sem
ekki hafa verið þýdd á íslenzku.
Og þegar íslendingar koma ti
Svíþjóðar, babla þeir margir
hverjir fyrst í stað dönsku með
íslenzkum framburði og gengur
vitanlega mjög sæmilega að gera
sig skiljanlega, enda þótt þeir
verði stundum að viðundri fyrir
einstök dönsk orð, sem hafa
gagnólíkar merkingar í sænsku
og dönsku. Þannig fara menn
flatt á því að segja rolig við Svía
í merkingunni: rólegur, því að
það þýðir skemmtilegur á
sænsku. Og enginn skyldi kalla
Stokkhólm by í þeirri góðu trú,
að það merki borg á sænsku eins
og á dönsku, því að í sænsku
aýðir það þorp. — Þannig mætti
lengi telja. En það, sem skólar
okkar hafa flestir vanrækt,
vinnst ótrúlega fljótt upp, er
menn koma til Svíþjóðar, því
að sænskan er bæði skemmtileg
og aðgengileg okkur Islending-
um.
Það er mjög leitt, að íslend-
ingar skuli ekki almennt hafa
komist á lagið með að lesa bók-
menntir Svía á frummálinu. Eg
man, að á skólaárum mínum var
óað í frásögur fært, að einn hér-
lendur menntamaður, Ásgeir
alþm. Ásgeirsson, talaði sænsku
ágætlega. Mér fannst þetta þá
mjög aðdáunarvert. Og eg man,
að mér þótti sérstaklega vænt
um, hve Ásgeir talaði sænsku
vel, er eg hitti hann fyrir nokkr-
um árum austur við Geysi, þar
sem eg var þá staddur með
sænskum blaðamanni. Þar var
mjög fjölmennt þennan dag. en
allir þeir Islendingar, sem við
áttum orðastað við, töluðu
dönsku eða ensku við Svíann.
Ásgeir Ásgeirsson var sá eini, er
talaði þarna sænsku alveg eðli-
lega og fyrirhafnarlaust, og ætla
eg ekki að eyða orðum að því að
útskýra, hve vel það kom sér og
vænt mér þótti um það.
Þegar Eggert P. Briem rak
bókaverzlun í Austurstræti 1 fyr-
ir nokkrum árum, hugðist hann
að hafa þar jafnan gott úrval
nýrra sænskra bóka. En það
reyndist tilgangslaust. Kaupend-
ur sneiddu hjá bókunum vegna
vanmáttarkenndar gagnvart
sænskri tungu. Þetta var þeim
mun leiðara, sem hver sá, er
kann dönsku, getur, eins og áður
er sagt, lært af sjálfum sér að
lesa sænsku sér til gagns. Áður
en styrjöldin torveldaði menn-
ingarsamband okkar við Norð-
urlönd, birti Samtíðin oft skrár
yfir nýjar sænskar bækur í sam-
vinnu við stærsta bókaforlag
Svía, Albert Bonnier í Stokk-
hólmi. Stöku skólar hér höfðu
þá tekið upp sænskukennslu.
Þórunn heitin dó úr lungna-
bólgu, eftir stutta legu á Land-
spítalanum í Reykjavík, 2. jan.
s. 1. Hún var gift Páli Bjarnar-
syni og áttu þau heimili hér í
Winnipeg um margra ára skeið.
Páll vann að skrifstofustörfum
hjá mági sínum Sveini heitnum
Brynjólfssyni byggingarmeistara
og sonum hans. Heim til íslands
fluttu þau, árið 1928, áttu fyrst
heima á Sigurðarstöðum í Núps-
sveit, en fluttu þaðan til Reykja-
víkur fyrir nokkrum árum. Þau
eignuðust tvö börn, dreng og
stúlku. drengurinn, Björn, dó
ungur, en stúlkan, Ragnhildur
býr með föður sínum í Reykja-
vík.
Foreldrar Þórunnar voru Bald-
vin Þorsteinsson og Hólmfríður
Stefánsdóttir er lengi bjuggu í
Sænskir sendikennarar störfuðu
orðið við háskóla okkar, og ýms-
ir ágætir Svíar, er voru búsettir
hér, eins og t. d. frúrnar Estrid
Falberg-Brekkan og Vivan
Jakobsson, svo að eg nefni nöfn,
sem mér eru kunn, höfðu með
kennslustarfi sínu og góðri kynn-
ingu vakið áhuga meðal íslend-
inga fyrir sænskri tungu og bók-
menntum.
Mér barst nýlega í hendur
ameríkskt tímarit með stuttri
yfirlitsgrein um bókmenntastarf-
semi og bókaútgáfu í Svíþjóð,
síðan stríðið skall á, eftir Georg
Svensson, ritstjóra hins ágæta
tímarits, “Bonniers litterara
magazin”, sem nokkrir Islend-
ingar voru áskrifendur að fyrir
stríð. Úr þessari greinargerð eru
eftirfarandi atriði tekin hér upp:
Allsherjarþing Pen klúbbsins,
hið 17. í röðinni, skyldi haldið
í Stokkhólmi í sept. 1939. Á þing-
ið var von margra ágætra höf-
unda, m. a. þeirra Thomasar
Mann og H. G. Wells, er báðir
voru komnir til Stokkhólms. En
um þær mundir skall stríðið á,
og var þá ákveðið að fresta þing-
inu. Síðan hefur Svíþjóð orðið
æ einangraðri, og einkum hafa
tengslin við vesturveldin rofnað
tilfinnanlega. En menningarlíf
hefur eigi að síður staðið þar í
miklum blóma í þessari styrjöld,
og landið hefur orðið einn þeirra
fáu griðastaða, þar sem bók-
menntir hafa notið tiltölulega al-
gers frelsis.
Ljóðagerð hefur löngum stað-
ið í miklum blóma með Svíum.
Ógn sú, er sjálfstæði þjóðarinn-
ar hefur stafað af stríðinu, hefur
orkað á kvæðagerðina og veitt
henni meiri þjóðfrelsisblæ en
ella hefði orðið. Seinustu ljóða-
söfn þeirra Gunnars Mascolls
Silferstolpe, Stens Selander og
Anders Österling lýsa sveitalífi
Svíþjóðar og erfðamenningu og
eru þrungin gleði yfir því, að
mega enn lifa í frjálsu laiidi. Þar
er ekki um að ræða innantómt
Fagranesi á Langanesi. Systkini
hennar sem enn eru á lífi heima
eru Ingimar á Þórshófu, Ingi-
björg og Halldóra í Reykjavík,
Malen á Húsavík. Hér vestra eru
2 systui , Ingunn (Mrs. H. Gísla-
son) í Winnipeg og Stefanía í
Brandon.
Þórunni verður ekki betur lýst
en gert er í hinu fagra og lát-
lausa minningarljóði eftir skáld-
konuna Guðrúnu Stefánsdóttur
frá Fagraskógi, sem prentað er
hér með. Hún var ein af þessum
dagfarsprúðu konum, sem aldrei
lagði neinum misjafnt til og átti
í ríkum mæli það sem æðst er
allra mannkosta: góðvild og fórn-
fýsi. Eg veit að hennar er minnst
með hlýhug af öllum, sem henni
kynntust.
Hjálmar Gíslason.
FRÚ ÞÓRUNN BALDVINSDÓTTIR
Af öllum þessum aragrúa
ein og ein er sálin góð,
líka í okkar litlu þjóð.
Ekki bara yfirborð,
ekki máttlaust vinarorð,
ekki dofið eymdarvæl,
eða prestavíma sæl.
Heldur eins og, Þórunn, þú,
þrotlaust, störfum lífsins trú.
Áhuginn þig áfram bar,
innfyrir geislinn var.
Geislinn, sem mér gleymdist eigi,
góða vinarþelið hlýtt,
eitthvað jafnan ungt og nýtt,
Gæta barnsins, viljinn var,
vís til hjálpar alstaðar,
búa í haginn, vinna vel,
vinna meira fram í hel.
Yndisgeislinn, Þórunn, þinn,
þú varst geisli í bæinn minn —
hann í litla ljóðið mitt,
letrar gulli nafnið þitt.
Guðrún Stejánsdóttir,
frá Fagraskógi.
(Frh. á bls. 8)
Frú Þórunn Baldvinsdóttir