Lögberg - 22.03.1945, Qupperneq 7
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN, 22. MARZ, 1945
7
Sundlaugar á íslandi
Drengir og stúlkur:
Eg hefi nú sagt ykkur frá því
hvernig íslendingar eru farnir
að hagnýta vatnið úr heitu upp-
sprettunum til þess að hita upp
húsin sín, til þvotta, matreiðslu
°g til þess að rækta allskonar
garðávexti, aldini og blóm.
Á 13. öld var uppi á íslandi
merkur maður, sem hét Snorri
Sturluson. Hann var afar fjöl-
hæfur; hann var ekki einungis
frægur rithöfundur og sagnfræð-
ingur, heldur var hann líka hug-
vitssamur. Hann bjó í Reykholti
°g eins og nafnið bendir til þá
eru þar heitar uppsprettur.
Snorri lét byggja sundlaug og
veita í hana heitu vatni úr laug-
unum. Þessi sundlaug er til enn
þann dag í dag og er kölluð
Snorralaug. Þetta er í fyrsta
sinn, sem getið er um það í
sögunni að íslendingar hafi hag-
nýtt sér heitu uppspretturnar.
Ef að þið ferðist til Islands,
þá ættuð þið að koma á þetta
forna höfuðból, Reykholt og
skoða Snorralaug, því hún er ein
af þeim fáu mannvirkjum, sem
til eru á landinu frá fyrri öld-
um.
Á síðari árum hafa verið
hyggðar sundlaugar nálægt heit-
uni uppsprettum, víðsvegar um
landið. í Reykjavík hefur verið
hyggð afar stór og vönduð sund-
höll. Byggingin er hituð upp
nieð laugavatni og einnig laugin.
Állur útbúnaður við sundhöllina
er svo fullkominn að útlending-
um, sem koma til Reykjavíkur
finnst mikið til um það. Þéttar
raðir af gluggum eru á hverjum
Vegg svo að eins bjart er inni
eins og úti. Uppi á þakinu eru
svalir fyrir sólböð. Reykvíkingar
eru hreyknir af sundhöllinni
sinni og eldri sem yngri sækja
þangað til þess að fá sér hress-
andi böð.
í sundhöllum og við aðrar
sundlaugar á landinu er kennt
sund allt árið um kring og Is-
lendingar eiga marga ágæta sund
^enn. Þetta er mjög þýðingar-
mikið fyrir þjóðina, vegna þess
að svo mikill hluti hennar stund-
ar sjósókn, en við þá vinnu er
það stundum lífsskilyrði fyrir
menn að kunna sund.
Orðasafn.
sundlaug — swimming pool
öld. — century
merkur — noteworthy
fjölhæfur — versatile
ekki einungis — not only
rithöfundur — author
sagnfræðingur — historian
hugvitssamur — ingenious
bendir til — indicates
veita — convey
saga — history
hagnýta — utilize
forn — ancient
höfuðból — manorial estate
mannvirki — work of man
vönduð — well finished
bygging — building
útbúnaður — equipment
fullkomin — complete, perfect
útlendingar — foreigners
raðir — rows
svalir — balcony
sólbað — sunbath
hreyknir — proud
þýðingarmikið — important
þjóð — nation
stundar — pursue
sjósókn fishery at sea
lífsskilyrði — matter of life or
death
Heilrœði Hallgríms Péturssonar.
Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geym vel þína,
við engan styggur, né í orðum
hryggur,
athuga ræðu mína.
Víst ávalt þeim vana halt,
vinna, lesa, iðja;
umfram alt þó ætíð skalt
elska guð og biðja.
Drengir og stúlkur.
Nú hafa verið birtar allar heil-
ræðavísur sálmaskáldsins mikla,
Hallgríms Péturssonar og eg
vona að þið lærið þær allar.
Huldukona.
g ‘Hjaltalín með hripið”
stóð sem fyrirsögn á smá-
§rein í Lögbergi 3. janúar s. L,
°g Pálkinn skrifaður undir. Ósk-
ar hann eftir upplýsingum um
þetta “hrip”. Hrip þetta er fallið
tyrir löngu úr minninu en eg man
Uu> að eg las einhver ljóðmæli
Pegar eg var unglingur þar sem
hripið” var nefnt, og helztr í
■Norðanfara. — En svo sem mörg-
um er enn kunnugt áttu Sunn-
endingar og Norðlendingar í
rösum út úr fjárkláðanum fyrir
1860, og í því stímabraki ætla eg
Hjaltalín yrði kendur við
hripið” en Halldór við “kláða-
rollurnar”.
^étt er það að smákvæðið eð-
^r þingvísurnar komu upp eftir
utreið þá, er frumvarpið hreppti
um lÖggildingu Þorlákshafnar á
Alþingi, 1875. Það fékk góðar
undirtektir í neðri þingdeild og
Par samþykkt með 18 atkvæðum
§e§n 2, en fékk ekki sömu útreið
er það kom upp í efri þingdeild,
Pyi þar lögðust tveir á móti því,
Sa fyrri var Eiríkur Kúld þing-
maður Barðstrendinga og fann
því flest til foráttu, og þar á
meðal þessar setningar úr ræðu
Þórðar Sveinbjarnarsonar, þegar
sama mál lá til umræðu á Alþingi
1845; “að Þorlákshöfn lægi 1 5
mílna fjarlægð frá Reykjavík og
1 mílu frá Eyrarbakka, að yfir
stórferju vatnsfall væri að fara,
og eigi væri nein sveit nærri,
nemd hinn sár aumi Selvogs-
hreppur og Ölfussveitin, hverrar
innbúar sumarlangt hafa næst-
um daglegan samgang við Reykja
vík.”
Hinn var Jón Hjaltalín 5 kon-
ungkjörinn þingmaður. Sagðist
hann þekkja svo mikið til Þor-
lákshafnar, að hann eigi gæti
haldið að neinn óvitlaus maður
fyndi upp á því að byggja þar,
því það væri einhver versti
.brimrass á öllu landinu, og litlu
betri en Svörtuloft eða Lóndrang
ar, en sjálfsagt mundu menn
halda hvern þann vitlausann, er
vildi fá þá staði fyrir löggilt
kauptún.
Frumvarpið féll með 6 atkv.
gegn 5.
ALÞINGSVÍSUR 1875
Þorlákshafnar málið.
Pro og centra þar mikil og megn
úr manninum dundi sem þéttasta regn
og hleypti all-mörgum í hita og glóð
unz H.......... gamli úr sætinu stóð.
kHristist hið fílelfda fjárkláða tröll
svo festingin Alþingis gnötraði öll
í kampana brosti og kviðbumbinn strauk
knefana stælti og munni upp lauk.
Þið sitjið og hjalið um hégóma einn
eg hélt fyr að þingmaður dirfðist ei neinn
að flytja svo heimskulegt fávisku tal
fyrir oss hér upp í efri þingsal.
Víða hefi eg farið og ferðast um láð
að flest öllu hefi eg með athygli gáð;
Þorlákshöfn aldrei sjálfur eg sá
samt veit eg skiplægi ékkert þar hjá.
Hraun er í botni og brimrót og sker,
við bæði lönd — sagði hann Guðmundur mér —
og hvínandi stormviðri og hringiða blá
og hafaldan skellur þar klettunum á.
Fjöldi af skipum þar fyrrum beið grand
hann fór þar hann Ásgeir allnærri í strand,
fef þeim sem til þekkja, eg þrátt hafði tal
þegar eg bjó í Sleggjubeinsdal.
I tunglinu er helmingi tryggari höfn
og tilvalið uppsátur, veðrin svo jöfn;
af loftferðum mínum eg þekki mig þar
þegar á “hripinu” formaður var.
Og væri nú nú sundurskipt vörum þeim smá
sem verzlað er tíðast með Bakkanum á,
á höfuðið facktorinn færi, því er
feld þessi bænaskrá. Amenum vér.
Dánarminning
Þuríður Eyjólfsdóttir Guðjón-
son, andaðist að heimili fóstur-
dóttur sinnar, Mrs. Gunnlaugs
Jocobsonar, Gimli, 13. febrúar
s. 1. Hún var fædd 20. nóv., 1869,
að Tröðum í Hraunhreppi í
Mýrarsýslu.
Foreldrar hennar voru Margrét
Sigurðardóttir og Eyjólfur Gísla-
son.
Til þessa lands kom hún árið
1902, og átti heima meiri part
af hérlendri ævi sinni í Norður
Nýja íslandi; hinn hlutann var
hún búsett í Winnipeg og Sel-
kirk. Þuríður giftist Guðjóni
Guðjónssyni, 25. nóv. 1910. Mann-
inn sinn misti hún árið eftir.
Hún stundaði ráðskonu störf á
sama heiniilinu í 20 ár. Herminu,
fósturdóttir sína tók hún þriggja
ára gamla, og reyndist henni
sem bezta móðir. Strax er
Hermina giftist varð fósturmóð-
ir hennar til heimilis hjá henni.
Hér lifði hún síðustu 13 ár ævi
sinnar við kærleiksríkann að-
búnað.
Um þenna Sleggjabeinsdal veit
eg ekkért annað en að nafnið
kemur fyrir þegar Guðni Jóns-
son um haustið 1893 fékk sér út-
mælt all-mikið land út frá Kol-
viðarhól, samkvæmt gildandi
lögum frá 1776, þá er sagt að það
hafi náð norður fyrir Sleggju-
beinsdal, en hvort höfundi kvæð-
isins hefir tekist að ná í nokk-
urt æfintýri til að koma í sam-
band við Hjaltalín, veit eg ekki.
E. G.
Bræður hennar, Eyjólfur og
Bjarni eru báðir dánir. Bróður-
dóttir hennar, Margrét, var gift
Richard heitnum Vopna.
Þuríður heitin var rúmföst 1
fjögur og hálft ár. Þessi göfuga
sál skilur eftir sig hlýjar endur-
minningar hjá öllum sem kint-
ust henni. Trú hennar stóð á
þeim grundvelli, sem aldrei hagg
ast. Hún lagði svo fyrir að sálm-
urinn, “Ó, þá náð að eiga Jesú”,
yrði sunginn yfir jarðneskum
leifum hennar.
Útfarar athöfnin fór fram frá
heimili fósturdóttur hennar, 15.
febrúar s. 1. Hún var jarðsett í
Selkirk.
S. J. S.
FORELDRAR: Skömmu eftir 22. marz fá allar
fjölskyldur fjölskyldustyrks eyðublöð í pósti, sem
fylla skal út, og endursenda þegar í umslaginu,
sem það kom í. Gangið að þessu fljótt — vegna
hagsmuna barna yðar.
Eyðublöðin eru ofur einfölcí; aðeins sjö spurning-
um þarf að svara, og það tekur aðeins nokkrar
mínútur að svara spurningunum.
Fjölskyldustyrkurinn er til þess gerður, að að-
stoða foreldra við uppeldi barna sinna; til þess að
tryggja heilsu barnanna, og afía þeim læknishjálp-
ar, svo og tannaðgerðir, og tryggja þeim gott
fæði, gott húsnæði, skjólgóð föt, og koma á jöfn-
uði meðal allra barna varðandi undirbúning undir
lífið.
TEKJUSKATTUR: Enginn hagnast bæði frá fjöl-
skyldustyrk og fullum frádrætti tekjuskatts vegna
barna sinna. Foreldrar geta að vild sótt um fjöl-
skyldustyrk eða ekki, eða krafist fulls frádráttar
af tekjuskatti, sem tekjuskattslögin heimila vegna
barna. Sæki foreldrar um fjölskyldustyrk, verður
sú upphæð, sem dragast má frá vegna barna sam-
kvæmt stríðstekjuskattslögunum, lækkuð um það
sem þeim fjölskyldustyrk nemur, sem veitt hefir
viðtaka. Sérhver, sem er í vafa um hvort hann eða
hún hagnist meira á fjölskyldustyrk en skattfrá-
drættinum, ætti að láta skrásetjast vegna fjöl-i
skyldustyrksins, og vera með því viss í sinni sök.
Tekjur geta tekið breytingum innan árs.
Gefið út að tilskipan
HON. BROOKE CLAXTON
rdðherr a
DEPARTMENT OF NATIONAL
HEALTH AND WELFARE,
OTTAWA