Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. APRIL, 1945 3 Sigurgeir Sigurðsson, biskup: Við dyrnar Áravnótaprédikun flutt á gumlárskvöld, 1944. “En er kveld var komið þegar sol var sezt, færðu þeir til hans alla þá, er sjúkir voru og þjáðir ■ • ■ Og dllur bœrinn var saman kominn ” Mark. 1. 32. 23. Þar kemur alltaf, að raddir dagsins þagna. “Allir dagar eiga kvöld.” Sólin hnígur. Kvöld- geislarnir leika um loftið og ^issa smátt og smátt mátt sinn. Töfrafegurð þeirra dvínar og deyr. Það verður hljótt. Endur- ^iinningin ein lifir, endurminn- lngin um daginn, sem dó. Kvöld ársins 1944 er komið. Árið er að líða á enda, kveðja, úhíga í aldanna skaut, eins og hin árin öll, sem horfin eru í iifi voru.—Endurminningin lifir °g grípur hugann í kvöld föstum iökum. ótal myndir lífsatburð- anna, sem vér mætum, og lífs- reynzlunnar, sem vér gengum í Segnum líða fyrir innri sjónum iíkt og hreyfimyndir. Þær koma °g fara, svo undarlega fljótt.— En hvað þetta var allt í raun og Vem fljótt að líða. Það minnir °ss á : “Hve lítið sýnist lifið manns, þá litið er til baka, an dvalar hverfa dagar hans, sem draumur enda taka.” Áramótin eru í raun og veru alvarleg stund. Öll tímamót eru alvarleg. Tíminn sem fór, kem- Ur ekki aftur. Ekki eitt augna- klik kemur aftur, þótt við vild- Uln gefa allan heiminn fyrir það. Tækifaerin, sem við áttum í liðna tímanum, eru horfin. Ef vér gátum uppfyllt skyldur vorar við lífið, skyldur vorar við Guð og mennina, sem eru oss samferða á lífsgöngunni, þá skiftir litlu máli þótt dagarnir kverfi. En hefir oss tekist þetta? Höfum við uppfyllt þessar skyld- Ur’ Þegar vér förum að athuga, þá komumst vér að raun um að lífsbreytni vorri var víða ábóta- vant og meira og minna í molum. l^iistökin og misstigin eru alstað- ar. vanræksla og breyskleiki og vafalaust margt, sem af lakara toga var spunnið. Með allar þessar minningar sælar og sárar stöndum vér nú ein frammi fyrir honum, sem gefur dagana og árin. Vér íslendingar höfum ástæðu lil þess að horfa þakklátum aug- Urn til himins, í árslokin. Árið, Sem er að kveðja, var að mörgu |eyti mikið merkis- og heilla ár r Sogu þjóðar vorrar. Á komandi oldum mun þess verða minnst með helgum fögnuði og hrifn- ln§u af þeim, sem í þessu landi . Ua- . 17. júní 1944 raun í minn- lngu þjóðarinnar verða, í innri skilningi, einn allra bjartasti dag Urinn, sem yfir ísland hefir runn- ið. Þegar hugsjón Þjóðarinnar, ugsjón allra hinna beztu og gofugustu sona hennar og dætra reettist og frelsissólin laugaði land og þjóð. Endurminningin um árið, sem er að kveðja, vermir þjóðina á ramtíðardögurn, gæðir hana nýj Um þrótti og trú á lífið og al- ^áttugan Guð, sem yfir því vak- ár dapurra laut einnig ið er grát- - —. í kvöld _rotnar við strönd. Yfir 8 tugir j^]endinga hafa farizt í köldum , ruin hafsins auk þeirra sem 1 andi á dánarbeði dóu. Við þær Saru minningar situr kærleikur- lnn °g grætur. Oss er öllum eiginlegt um ára- rn°tin að líta til baka, láta hug- ^111 reika um það sem liðið er. er stöndum öll á slíkum sjón- . óli nú, er árin mætast. Hvað Serðu ? Þú sérð ef til vill sól- ri a daga. Geislarnir lauga ^nningalandið, brosandi vinir °ma til móts við þig. Þú sérð ornskrýdda grundina við fæt- r þér. Einhverjir eiga alltaf ir. En árið er líka ^inninga. Þjóðin 1 júpt hjartasár. Þ Jjoð a Kárnrtni o minningarnar um sólardagana, sem betur fer, það bjartasta og bezta sem lífið gefur. En þessi sýn blasir ekki við öllum. Bróðir og vinur ! Þú átt ef til vill sögu um mikla lífserfiðleika, harma, sár og vonbrigði. Það er þungt á lofti í minningaheiminum og blómgrundin í þínum augum föl og köld. Þú sást ef til vill það, sem þér var dýrmætast í þessum heimi, hverfa þér. Vin- inn eða vinina, sem flestar lífs- vonir þínar voru bundnar við, tekinn eða tekna frá þér, ef til vill fyrirvaralítið eða fyrirvara- laust. Ef til vill áttir þú við einhvers- konar heimilisböl að búa. Ef til vill varstu sjálfur sjúkur eða einhverjir, sem þér voru kærir, svo að þú áttir erfitt með að sjá veginn. — Ef til vill komstu því ekki til vegar, sem þú þráðir mest. Ef til vill áttir þú kærar hugsjónir, sem ekki fengu að rætast. Það efast enginn um að sól- skinsstundirnar og allt það sem í okkar augum er hamingja, ber að þakka. En hin ytri hamingja er ekki takmarkið, heldur innri þroski og göfgun sálarinnar. Þess vegna getur verið eins mik- il ástæða til þess að þakka hitt allt, reynzlu, þraut og þjáning. Þegar vér hugsum um það, að ástríkur faðir vakir yfir lífinu þá breytir allt svip. Þá skilst oss, að hin dýpsta þjáning er oft leið inn til hamingjuríkari og betri tima. Leiðin inn í fegurstu óskalönd mannssálnanna, liggur í gegnum margar þrautir. “En er kveld var komið, þegar sól var sezt færðu þeir til hans alla þá er sjúkir voru og þjáðir . . . og allur bærinn var saman kominn við dyrnar.” Vér erum við dyrnar í kvöld, hvert einstakt af oss, og þjóðin sem heild. Allt mannkynið er við dyrnar. En þrátt fyrir ytri velgengni margra erum vér þó öll, er vér stöndum við dyr hins nýja árs, þjáðir vegfarendur. Þegar vér litumst um út um heiminn þá sjáum vér hina miklu hryggðar- mynd. Sár og tár, brotnar von- ir, rústir og eyðilegging, sært mannkyn, svo að sennilega hefir aldrei þjáðara lifað á þessari jörð. “Eg er smærri en smár, leita þjáður þín, lífsins herra hár, græddu meinin mín.” Slíkt andvarp stígur upp frá margri mannsál víðsvegar um heiminn í kvöld. En þeir færðu til hans alla þá sem sjúkir voru og þjáðir, segir guðspjallamað- urinn. “Komið til mín.” Það eru enn ávarpsorð Jesú Krists til mannanna nú þegar nýja árið gengur í garð. — Já, vér stöndum enn eins og forðum við dyrnar í þrá og eftir- væntingu þess að verða heil- brigðir. Allir, hver einasti hugs- andi maður í þessari veröld játar — að heilbrigt sé ekki lífið á jörðu eins og nú er ástatt. Og allir þrá í raun og veru hið sama, að þau mein verði læknuð, sem vér nú stynjum undir. — Vér stöndum við dyr nýs tíma og tölum um að byggja upp nýj- an heim og þannig hefir það verið oft áður. Síðasta kynslóð stóð við musterisdyr þekkingar, tækni og vísinda. Það átti að verða dýrleg veröld, sem við tæki. Byggingamennirnir þustu fram til þess að byggja nýjan heim. Efniviðurinn átti að vera traustur. Þar átti að halda sér við efnið, þekkinguna, tæknina, en ekki að vera uppi í skýjunum. Af miklum móði og dugnaði átti að stíga hin stóru skref inn í hamingjuheiminn. Þessir menn hugðust að hrifsa hamingjuna, safna stórum fjársjóðum og kaupa hana, ef ekki vildi betur til. En auðurinn varð aska í höndum þeirra, eins og nú er svo átakanlega komið í ljós. Hin stærstu andlegu verðmæti, sem opna fyrir þér dyr eilífra hamingjuheima ganga ekki kaup- um og sölum. Það er ekki hægt að taka sanna hamingju með valdi. Blómið sem þú slítur upp með valdi visnar í hönd þinni. “Ef drottinn byggir ekki hús- ið, erfiða smiðirnir til ónýtis.” Það er ekkert sem vér íslending- ar þurfum eins vel að muna og þetta, er vér væntum þess að ný öld frelsisins renni upp, þar sem vér eigum að hafa byggingar- starf með höndum fyrir land vort og þjóð. Þetta þarf mann- kynið allt að muna í viðreisnar- starfinu að heimsófriðnum lokn- um. Listamaðurinn Einar Jónsson, segir í nýútkominni bók sinni : “Eg þykist ekki í neinum efa um það, að á meðan mannkynið hef- ir ekki uppalið með sér hið sanna Kristseðli, er öll barátta fyrir aukinni heimsvelferð og til allrar lífsþróunar, hverju nafni, sem nefnist, algjörlega til einskis.” Þetta er satt.—Kristur einn er lœknirinn. Leiðtogar og ráðamenn þjóðar vorrar þurfa að muna það, að ef Drottinn byggir ekki húsið erf- iða smiðirnir til ónýtis. Mestu vitsmunamenn hér í heimi viðurkenna, að dagar hinn- ar köldu efnishyggju, eins og vísindin hafa túlkað hana á und- anförnum áratugum, séu taldir. Menntamenn og uppeldisfræð- ingar vorrar þjóðar, skyldu allir ljá því athygli. Nýjustu rann- sóknir benda nú eindregið til þess, að orka og efni sé ekki sitt hvað, heldur renni alveg saman og sé eitt, að efnið sé aðeins orka í ákveðnu formi, og að hinum skapaða heimi sé stjórnað af vitsmunum, en ekki blindum lögmálum og því síður reiðu- lausri hending. Allt bendir til þess, að vísindin muni finna hinn mikla sannleika, að eilífur, algóður og almáttugur Guð vaki yfir dögum, árum og öldum heims, já yfir sérhverri mannssál. Jesús Kristur birti oss þetta. Sjálfur fól hann hon- um allt og að lokum sál sína á kvöldi hins jarðneska æfidags síns. Það er hinn einfaldi en dýrð- legi stórfeldi sannleikur, að hann leiðir þig og styður í stríði lífs- ins. Að hann fyrirgefur þér yfir- sjónir þínar, strýkur þér tárin af kinn við harmsefni þín. Er þér næstur, þegar þú ert mest einmana í þessari veröld og þeg- ar neyð þín er stærst. Kirkjan á hið stóra hlutverk að segja þér þetta. Hún á það hlutverk að leiðbeina byggingar- mönnunum, að leiðbeina sér- hverri mannssál og benda henni á lækninn mikla og sjálft höfuð- takmark lífsins. Hún-ætlar sjálf að taka öflugan þátt í viðreisnar- starfinu. Við framtíðarverkefn- in óskar hún að eiga þá trú, festú, frj álslyndi og víðsýni, sem aldrei örvæntir um nýja og betri tíma sérhverjum þjáðum og sjúkum til handa. Andi Jesú Krists á þann víðfeðma kærleika, sem er fús að faðma að sér syndugan mann, hvað sem játningum og kennisetningum líður. Nýr tími rennur upp-með nýj- um tækifærum. Æskumenn! Eitt sinn var maður á ferð með fram stóru vatni. Hann fann marga mjög einkennilega steina. Honum var sagt, að þeir væru ef til vill merkilegir og skraut- legir voru þeir. Hann trpði því ekki og kastaði þeim kæruleysis- lega út í hyldýpi vatnsins, að einum undanteknum. Síðar, er honum var sagt að steinninn, sem hann átti eftir, væri gim- steinn, hrópaði hann: “Eg hefi kastað frá mér dýrmætum fjár- sjóði.” Kastið ekki dögunum burt í gáleysi. Þeir eru dýrgripir, sem Guð leggur oss í hendur. Þegar þeim er varpað burtu ónotuðum eða vannotuðum verður það ávallt eitt af þyngstu grátsefnum lífs- ins. Dyrnar opnar og dagarnir framundan. Það er yndisleg til- hugsun. Áfram, áfram stefnir lífið, tíminn líður, þeytist áfram eins og straumþung elfan. Vér berumst með tímanum í djúpri þrá, — því “þitt hjarta er djúpt með dragandi þrá til dagsins, sem aldre-i líður að kveldi.” Guð blessaði ísland á liðnu ári og hélt yfir því styrkri vernd- arhendi. í þeim skilningi mætti sannarlega við oss segja : Krjúp lágt þú litla þjóð. Blessun Guðs vaki yfir ís- lenzku sveitabýlunum og sér- hverju heimili hér í Reykjavík og í kaupstöðum og kauptúnum landsins á árinu sem kemur. Guð blessi sérhvert ykkar, sem orð mín heyrið. Guð blessi alla unga og gamla í þessu landi. Guð blessi sérhverja mannssál í þess- um heimi. Vinur, þú sem ert sjúkur eða sár í einhverjum skilningi. Guð komi til þín í kærleika sínum og rétti þér milda miskunnar hendi. Og nú, er vér stöndum við dyrnar, þá sé þetta sameiginleg bæn vor allra. Guð og faðir ! Lát friðarár renna upp yfir þenna heim. Græddu í líkn þinni mein mann- anna. Verkefni framtíðarinnar kalla. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur, Leggðu þig allan fram. Og Guð mun hjálpa þér. Leggðu allt í hans hendur. Það er ó- hætt. Þá er allt öruggt. í þeirri trú skulum við öll ganga inn um dyr hins nýja árs. Hæstur Drottinn vaki yffr þjóð og landi og gefi oss öllum gleði- legt ár. Kirkjublaðið 15. jan. Samningum lokið um kaup á nokkrum setuliðsbílum Allmargar vinuvélar keyptar af Bandaríkjamönnum Sölunefnd setuliðseigna fær þessa dagana nokkuð af bílum þeim, sem keyptir verða af ameríska setuliðinu. Eru það aðal lega vörubílar af ýmsum teg- undum, og “jeppar”. Ekki er hægt að skýra frá því, að svo stöddu, hve margir bíl- arnir eru, seni fást að þessu sinni hjá setuliðinu, en hitt er hægt að segja, að ekki verður hægt að láta alla, sem sótt hafa um kaup á setuliðs-bílum, fá neina úrlausn að sinni. Umsóknir um kaup á setuliðsbílum eru eitthvað á annað þúsund. Sveinbjörn Frímannsson sem er formaður sölunefndar setuliðs eigna, skýrði Morgunblaðinu svo frá í gærkveldi, að ríkisstjórnin hefði fest kaup á all-mörgum vél- um og bifreiðum hjá setuliðinu. Eru þetta vegavinnuvélar, hafnargerðarvélar og aðrar vinnuvélar. Hafa nokkrar teg- undir þeirra ekki verið í eigu íslendinga áður, en munu auð- velda margskonar framkvæmd- ir er Islendingar taka þær í notkun. Nokkrar þessara véla verða afhentar íslendingum nú þegar, en aðrar ekki fyrr en að ófriðarlokum, er setuliðið hverf- ur úr landi. Mbl. 6. jan. Úthlutun mentamála- ráðs til félaga Bandalags íslenzkra listamanna Samkvæmt fyrirmælum á 15. grein fjárlaga 1945 hefur Mennta málaráð íslands á fundi sínum þann 20. þ. m. skipt þannig milli deilda Bandalags Islenzkra lista- manna fjárhæð þeirri, sem veitt er til “skálda, rithöfunda og listamanna”. Félag íslenzkra rithöfunda fái 84,500,00. Félag ísl. myndlistar- manna kr. 38,500,00. Félag ísl. tón listarmanna kr. 27,500,00 og Fél. ísl. leikara kr. 24,500,00. Þessi skipting er ákveðin sam- kvæmt tillögu allra deilda Banda lags ísl. listamanna. í upphæðinni til Fél ísl. rit- höfunda eru innifaldar 6 þús. kr. er Alþingi ákvað að renna skyldi til Gunnars Gunnarsson- ar. Mbl. 24. jan. SIGURLÁN SÚTBOÐIÐ NÝJA hefst í apríl. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Kaupið alt, sem þér megið! Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Ph.]/sician & Surgeon 215 RUBT STREET (Beint suOur af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 93 996 Heimili: 108 Chataway Talstml 30 877 e Sími 61 023 VlOtalstiml 3—6 e. h. DR. A. V. JOHNSON Dentiat • S06 SOMERSET BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk Office hrs. 2.30- -6 P.M. Phone office 26. Res. 230 Frá vini Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p m. and by appointment DR. ROBERT BLACK SérfræClngur I Augna, Eyrna, nef og h&lssjúkdömum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 46« TORONTO GEN. TRCST8 BUILDING Oor. Portage Ave. og Smith Bt. RHONE 96 9 52 WINNIPEG KYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenekur Ivfsati Fúlk getur pantaC meCul og annaO meO pðsti. FlJCt aígreiCsla. A. S. BARDAL 848 8HERBROOK ST. Selur llkklstur og annaat um ftt- farir. Ailur útbflnaCur sú be«tL Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarOa og legstelna. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimilis talsfmi 26 444 met/ers Stuxlios J3tdL /firyeti PMoycaphu OioawatunTk Canntk )S _ r OifaMjation •224 Notre Oame í (“HONE 96 647 U Legsteinar sem skara framflr Orvals blágrýti og Manitoba marmari BkrifiO eftir verOskrá GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Sfmi 28 893 HALDOR HALDORSON byggingameistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93055 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 808 AVENUE BLDG., WPG. e Fasteignasalar. Lelgja hús. Ut- vega penlngal&n og eldsðbyrgC. bffrelOaflbyrgC, o. s. frv. Phone 97 5 38 INSURE your property wlth ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON 468 MAIN ST. LÖof^ceÖinoar 209 Bank of Nova Scotla Bldg. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Portagre og Qarry St. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 Sími 98 291 TELEPHONE 86 010 Blóm slundvíslega afgreldd H. J. PALMASON & CO. m ROSERY iw Ohartered Accountants StofnaO 1906 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA 4 27 Portage Ave. Sími 97 466 Winnlpeg. Phone 49 469 Radlo Service Specialiata GUNDRY & PYMORE LTÐ. ELECTRONIO Brltlsh Quality — Flah Netting 60 VICTORIA STREET ~i labs. Phone 98 211 H. THORKELSON, Prop. Wlnnlpeg The most up-to-date Sound Hanaoer, T. R. THORVALiDMOJt Equipment System. Tour patronage wlM be 130 OSBORNE ST., WINNIPEO appredated G. F Jonaason, Pres. * Man. Dir. CANADIAN FISH S. M. Backman, Sec. PRODUCERS, LTD. Keystone Fisheries /. M, Paye, Manaolng Direotor Limited Wholesale Distributore oí Fresh and Frozen YCfsh. 404 Scott Block Sfmi 95 227 311 Chambers St. Wholesale Distributors of Office Phone 26 328 TRKBH AND TRÓZEN FISH Res Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES — LOANS — WINNIPEG, MAN. At Rates Authorized by T. Bercovitch, framkv.stf. Small Loans Act, 19 39. Verala 1 heildaölu meO nýjan og PEOPLES frosinn fiak. FINANCE CORP. I/TD. 803 OWENA 8T. Licensed Lend-rs Skrifstofusíml 25 355 Established 1929 Heimaslmi 55 468 403 Time Bldg. phone 21 439

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.