Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374
U«w'ioT
IjO'1
n<l^eTS-
A Complete
Cleaning
Institution
NÚMER 14
Nafnkunnur rithöf-
undur og fyrirlesari
Kapteinn Peter Freuchen,
^anskur landkönnuður, vísinda-
^iaður og rithöfundur, kemur
hingað til borgarinnar eftir til-
hlutun Viking Club og flytur
fyrirlestur í Orpheum leikhúsinu
frmtudaginn 26. þ. m., kl. 8,30
e- h. Efni þessa fyrirlesturs verð-
Ur “Underground Adventure”
(Neðanjarðar æfintýri), og er
lýsing á ástandinu í Danmörku
síðan landið var hertekið og mót-
stöðu sem Danir hafa veitt Þjóð-
Verjum.
Freuchen slapp þannig úr Dan-
^hörku að hann lét negla sig
ofan í kassa, sem merktur var
veiar”, var svo þessi kassi ásamt
hörum kössum sendur til Stokk-
^ólms. Þaðan fór Freuchen til
Lnglands og svo til Bandaríkj-
anna — þar er hann nú á fyrir-
lestraferð.
Kapteinn Freuchen var land-
stíóri yfir Thule nýlendunni á
Norður-Grænlandi árið 1913—19.
Alls bjó hann þar nyðra meðal
■^skimóa í 27 ár. Fyrri kona hans
Var Eskimói.
Nreucher hefir ritað þrjár
naskur, sem fjalla um veru hans
a Urænlandi, og sem lýsa einnig
ninum ýmsu landkönnunarferð-
Urn hans, og æfintýrum og mann-
raunum sem hann lenti í á þeim
ferðum.
^tro-Goldwyn-Mayer létu gera
Ureyfimynd af einni bókinni
^Eskimó) og lék Freuchen sjálf-
Ur aðalhlutverkið.
Lions Club og Viking Club
afa efnt til miðdegisverðar til
eiðurs kaptein Freucher á Fort
Gtarry Hotel, fimtudaginn 26.
aPríl, þar fiytur Freuchen tölu
Urn lifnaðarhætti á Grænlandi og
shafslöndunum.
Aðgöngumiðar að fyrirlestr-
^um eru til sölu hjá Björnsons
°°k Store, Sargent Ave., og 1
U(3sons Bay búðinni. Verð $1
°§ 75c.
SjVfÐ!N í TVENNT
A^ .Kyrrahafsstríðinu er það
^0®31 annars að segja, að Banda-
1 íuherinn, sem fyrir nokkrum
gum lenti á Okinawa eynni,
fern hggur aðeins rúmlega þrjú
^nndruð mílur frá Japan, hefir
Sniðið eyna í tvennt, án nokk-
Urrar verulegrar andspyrnu af
, a u japanskra herja, og náð
srernur staórstu flugvöllunum,
ern Japanir höfðu látið gera á
vessum stöðvum. Japanska út-
uarPið ber sig illa yfir tíðind-
þessum, og spáir skjótri inn-
ras a Japan.
ÁTÖKIN AÐ VESTAN
Sókn Sameinuðu herjanna að
vestan inn á Þýzkaland, heldur
áfram með slíkum leifturhraða,
að nú eru þeir ekki nema um
hundrað og fimmtíu mílur frá
Berlín, og taka daglega til fanga
þýzka Nazista svo þúsundum
skiptir. Höfuðborgin Munster í
Westphalen, er fallin sameinuðu
herjunum í hendur, auk fjölda
smærri bæja og þorpa.
Þess fer nú ekki að verða langt
að bíða, unz innrásarsveitir hinna
sameinuðu þjóða að austan og
vestan taki höndum saman í
Berlín.
KINGSTJÓRNIN FÆR
TRAUSTYFIRLÝSINGU
Eftir langar, og annað veifið
allsnarpar umræður í sambands-
þingi, varðandi undirbúning og
þátttöku canadisku þjóðarinnar
í þingi sameinuðu þjóðanna, sem
hefst í San Francisco þann 25.
þessa mánaðar, félst þingið á all-
ar ráðstafanir stjórnarinnar við-
víkjandi þessu mikilvæga vel-
ferðarmáli, með 205 atkvæðum
gegn 5.
Það er nú í sjálfu sér engin ný
bóla þó Kingstjórnin fái traust
yfirlýsingu, en þessi síðasta, er
sú lang mikilvægasta og sam-
feldasta, sem hún nokkru sinni
hefir hlotið, með samræmdu at-
kvæðamagni svo að segja alls
þingheims.
Nokkrir þingmenn voru fjar-
verandi, er til atkvæðagreiðsl-
unnar kom, en þeir, sem atkvæði
greiddu gegn traustyfirlýsing-
unni, voru Duplessis-sinnay frá
Quebec.
Enn er ekki vitað hvernig cana
diska sendinefndin til San Franc-
isco verður mönnuð.
SKIPTIR UM KJÖRDÆMI
Blaðið Ottawa Citizen birti þá
fregn á þriðjudagsmorguninn, að
miklar líkur séu á, að King for-
sætisráðherra hverfi frá því, að
leita endurkosningar í Prince
Albert kjördæminu, en muni í
þess stað bjóða sig fram í Russell
kjördæminu, sem er í námunda
við Ottawa; telur áminst blað
þessa fyrirhuguðu breytmgu í
alla staði ákjósanlega fyrir Mr.
King, þar sem telja megi víst,
að hann, vegna San Francisco
stefnunnar, verði fjarverandi, að
minsta kosti nokkurn hluta kosn-
ingahríðarinnar, og geti því ekki
gefið sig við ferðalögum og ræðu
höldum í jafn víðlendu kjördæmi
sem Prince Rupert er.
Enn, sem komið er, hefir for-
sætisráðherra ekki staðfest þessa
áminstu frétt.
Á FLÓTTA ÚT ÚR HOLLANDI
Hersveitir Nazista á Hollandi,
eru nú á hraðflótta þaðan, riðl-
aðar mjög, með daufa von um
að komast inn á Þýzkaland, þó
þar sé nú í rauninni ekki að
miklu að hverfa; það er cana-
diski herinn, sem rekur flóttann,
og slakar hvergi til; það fylgir
sögu, að hinir fræknu Canada-
menn, hafi náð haldi á rakettu-
stöðvum Nazista á Hollandi, en
þaðan munu þeir hafa sent mikið
af hinum mannlausu flugvélum
sínum til árása á Suður-England.
MANNTJÓN
BANDARÍKJANNA
KOMNIR í NÁND
VIÐ VÍNARBORG
Aftur heim til jarðríkis
Samkvæmt skýrslum amer-
ískra hernaðarvalda, nam mann-
tjón Bandaríkjanna um síðast-
liðin áramót, 564,575, og eru þá
taldir fallnir, særðir, týndir og
þeir, sem teknir hafa verið til
fanga.
Alls hafa fallið 123,317. særðir
308,293, týndir 71,796, en her-
teknir 61,169.
VIRÐULEG
HJÓNAVÍGSLU ATHÖFN
Síðari hluta laugardagsins var,
voru gefin saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju að við-
stöddu margmenni, þau Miss
Adelaide Ingibjörg Jones og
Flying Officer Marshall Don
Webb. Séra Valdimar J. Eylands
gifti; Mrs. Simmons söng yndis-
lega einsöngva, en Miss Snjólaug
Sigurðson aðstoðaði; brúðmeyj-
ar voru systur brúðarinnar, þær
Margrét og Einarína Jones, svara
maður brúðgumans var vinur
hans einn úr flughernum.
Brúðurin er dóttir þeirra at-
orku- og rausnarhjóna, Mr. og
Mrs. Th. B. Jones í Mikley, en
brúðguminn er ættaður frá
Fredrickton í New Brunswick,
og þangað fóru ungu hjónin
brúðkaupsferð sína samdægurs.
Að aflokinni kirkjuathöfninni
var setin margmenn og ánægju-
leg veizla á St. Regis hótelinu,
þar sem ríkmannlega var veith
og hvorki skorti gleði né góðan
fagnað.
í veizlunni fluttu ræður Mr.
Kelly, aðstoðarbankastjóri við
Imperial bankann hér í borginni,
og frú Ingibjörg Jónsson, sem
borin var og barnfædd í heima-
byggð brúðarinnar.
Lögberg árnar þessum glæsi-
legu brúðhjónum allra heilla í
framtíðinni.
KREFST SJÁLFSTÆÐIS
FYRIR HÖND INDLANDS
Dr. H. N. Kunzru, lögsögu-
maður frá Indlandi, var staddur
í Winnipeg um helgina; hann er
manna ákveðnastur í því, að
krefjast fullkomins sjálfstæðis
indversku þjóðinni til handa, og
lýsti óánægju sinni yfir þeirri
sendinefnd frá Indlandi, sem
sækja skal þing sameinuðu þjóð-
anna í San Francisco; kvað hann
nefndarmenn alla vera úr hirð-
liði landstjórans, en með öllu
gengið fram hjá löggjafarvaldi
þjóðarinnar. Dr. Kunzru áleit
það viturlegast, að koma á fót-
þjóðstjórn, eða stjórn, sem allir
stjórnmálaflokkar landsins
stæðu að, þjóðinni til viðreisnar
að loknu stríði.
DANZIG FALLIN
Um síðustu helgi náðu Rússar
fullu haldi á hinni mikjlvægu
hafnarborg, Danzig, við baltiska
hafið; umsát þeirra um borgina
hafði staðið yfir í freklega hálf-
an mánuð; en það var ekki ein-
asta, að borg þessi félli rússnesk-
um herskörum í hendur, heldur
náðu þeir þar einnig fjörutíu og
átta þýzkum kafbátum, sem þar
höfðu bækistöð.
Stalin marskálkur gerði per-
sónulega fregn þessa heyrin-
kunna á páskadaginn.
Rússnesk hernaðarvöld hafa
gefið út yfirlýsingu þess efnis,
að rússneskar hersveitir séu nú
innan við tíu mílur frá Vínar-
borg; hafa þær rofið hinar fyrstu
varnarlínur útjaðra bæjanna, og
má víst telja, að þess verði ekki
langt að bíða unz yfir ljúki með
falli þessarar sögufrægu borgar.
Hitíer hefir skorað á skósveina
sína í Vínarborg, að verja borg-
ina til hins ýtrasta, eða á meðan
einn einasti þýzkur hermaður á
þeim orustuvettvangi standi ofar
moldu; en því sýnist almennt
spáð, að þrátt fyrir það, komi
Þjóðverjar þar ekki við langri
vörn, með því að all-mikill hluti
varnarhersins sé þeirrar skoðun-
ar, og þar á meðal ýmsir foringj
ar hans, að viðnám sé í rauninni
algjörlega tilgangslaust.
TÍU ÁRA ÁÆTLUN
Einn að þingmönnum Winni-
peg borgar, Mr. Rhodes Smith,
hefir borið fram í fylkisþinginu
frumvarp til laga, varðandi skipu
lagningu lækningamiðstöðvar í
Winnipeg, sem alt fylkið njóti
góðs af; er hér um tíu ára áætlun
að ræða viðvíkjandi undirbún-
ingi og framkvæmdum þessa
mikla nauðsynjamáls. Gert er
ráð fyrir, að nefnd þrjátíu for-
ráðamanna, hafi umsjón með
starfrækslu fyrirtækisins, er til
raunhæfra framkvæmda kemur;
meðal þeirra, sem sæti eiga í
bráðbirgðanefnd, sem nýlega hef
,ir, verið skipuð. eru þeir Dr. P.
1. T. Thorlakson, sá, er djarf-
mannlegast hefir barist fyrir
framkvæmdum varðandi fyrir-
hugaða lækningamiðstöð, og
Hon. H. A. Bergmann, háyfir-
réttardómari.
BANDAMENN
TAKA RUHRHÉRUÐIN
Svo má segja, að hin auðugu
Ruhrhéruð, sem telja má að sé
megin undirstaða þýzkrar
hergagnaframleiðslu, séu nú að
mestu í höndum sameinuðu herj-
anna; hefir allur her Þjóðverja
á þessu svæði, sem talið er að
nemi um 150 þúsundum vígra
manna, verið króaður inni, með
enga minstu von um undankomu,
að því er General Eisenhower
segist frá.
169 MANNS
Á ELLIHEIMILINU
Um áramótin dvöldu á Elli-
heimilinu samtals 169 manns, þar
af 120 konur og 49 karlar. í
skýrslu Elliheimilisins fyrir
1944, sem nýlega er komin út,
sést m. a., að á undanförnum
10 árum hafa komið samtals 895
vistmenn og hafa konur jafnan
verið í meirihluta, eða alls á
þessum árum 583, en 312 karl-
ar.
Þessi 10 ár hafa 517 manns
farið af heimilinu, en 333 dáið,
þar af 212 konur og 121 karlmað-
ur. Meðalaldur þeirra, er létust
á síðastliðnu ári, var 80 ár og
mánuður. Konurnar urðu að
jafnaði eldri, eða 82 ár og 2
mánuðir að meðaltali, en meðal-
aldur karla, sem létust á árinu,
var 78 ár 2. mánuðir.
Greiðsla fyrir vistmenn á
Elliheimilinu hafa annast s. 1.
ár: Bæjarsjóður Reykjavíkur
hefir greitt fyrir 102, önnur
hrepps- og bæjarfélög fyrir 13,
en 19 hafa greitt fyrir sig sjálf
ir og aðstandendur fyrir 35.
Mbl. 14. jan.
Svar við kvæðinu “Háflug” eftir Jolnn Gillespie Magee Jr. R.C.A.F
Öll jarðnesk tengsli eg hef líka leyst
og liðið djarft um sólskinsdjúpin heið;
um sérstæð loft á sigurvængjum fleyzt. —
og silfurbjálka tunglsins þvert eg sneið.
Og eg hef líka vitað hvað það var
að vera’ úr dauðans greipum sloppinn frjáls. —
Eg sveif — mig flugið hærra’ og hærra bar
unz hönd mín kendi nálægð drottins sjálfs
Er þetta falska líf er liðið hjá,
þig leiða skal eg inn á helgan stað,
þar blærinn sveigir kornið ökrum á
og unaðsröddum hvíslar — blessar það.
Þar smárinn sætri angan fyllir alt
og undir fæti mold, sem treystum við.
Þar meira’ en nálægð guðs þú greina skalt —
Hann gengur þar með okkur hlið við hlið.
Eftir Robert Rutledge R.C.A.F. í Saturday Night 10. marz, 1945.
Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi.
ÚTGJÖLD
SAMBANDSSTJÓRNAR
Samkvæmt fjárhagsáætlun,
sem fjármálaráðherrann, Mr.
Ilsley, lagði fram í sambands-
þinginu á þriðjudaginn, nema út-
gjöld þjóðarinnar 1944—45,
$5,467,000,000. Foringjar aðal
þingflokkanna hafa skorað á
flokksbræður sína, að flýta fyrir
framgapgi þessarar fjárveiting-
ar, svo sem frekast má verða.
MATVÆLASKORTUR
íFRAKKLANDI
Matvælaskortur er nú all-
mikill í Frakklandi. Birgðir eru
þó til allmiklar af öllu öðru en
feitmeti, en ákaflegur skortur er
á járnbrautarvögnum, til þess að
dreifa matvælunum út um land-
ið, og fer hann hraðvaxandi, þar
sem herinn tekur æ fleiri af
vögnum þeim, sem til eru, en
engir eru smíðaðir í staðinn.
Franska stjórnin hefir verið
að semja við herstjórnina um
að henni yrði lánaðir nokkrir
vagnar til matvælaflutninga.
Flutningamálaráðuneytið telur
að það minnsta, sem hægt sé að
komast af með af vögnum sé 15
þúsund á viku, en vikuna sem
leið voru aðeins 4 þúsund vagnar
til þeirra þarfa.
RÚSSINN YBBIR SIG
Símfregn frá Washington á
miðvikudagsmorguninn hermir,
að rússnesk stjórnarvöld ybbi
sig við ísland vegna þess, að
stjórn hins unga lýðveldis hafi
ekki sagt möndulveldunum stríð
á hendur; sameinuðu þjóðirnar
hefðu forðað íslandi frá, að
verða Þýzkum Nazistum að bráð,
og með samþykki Rússa, Breta
og Bandaríkjanna, hefði ísland
stigið síðasta sporið í sjálfstæðis-
áttina.
Guðfinna frá Hömrum.
Maður og mold
Að ströndum útlagi aftur vék,
eftir áratöf sína heimbyggð fann.
Á vegleysum heims var numið nóg,
hér nam hann fyrst hversu jörðin ann,
og moldin talar við mann.
Hún mælti svo hljótt: “Eg hlustaði vel,
þegar hjarta þitt óx og festi rót
sem grös mín og tré, eins og blómið blátt,
er brosti í fegurð himni mót,
og skein við mín gráu grjót.
Eins og móðir, er leggur barn við barm
og barnsfót geymir í lófa sér,
eg rót þína vermdi vetrarnótt,
og vor, er með söngfugl gisti hér,
lét eg óma til yndis þér.
Eg þakka hvern hlyn um þessi fjöll,
en þú varst upprisudraumur minn,
ó, maður, sem aldrei barst þitt barr,
ef brostinn var rótarsproti þinn
sá, er óx mér að barmi inn.
Um langvegu komstu hrakinn heim,
eins og hind, er særð inn í myrkrið flýr.
Og æ verður grund mín grænni en fyr,
og gljúfurbragurinn hreinn og nýr,
þegar útlaginn aftur snýr.
Á jörðu hvert strá mót röðli rís.
Á rót sinni aðeins blómgast kann
þín vaka og starf, þitt lán og líf,
og ljóðið, sem þér á vörum brann.”
Svo talaði mold við mann.
Tíminn.