Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 2
2- LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. APRÍL, 1945 Island og Bandaríkin. Gagnkvœmur samning- ur um loftflutninga Þingsályktun samþykt einróma á Alþingi. Ríkisstjórnin lagði fyrir Al- þingi þingsályktunartillögu um heimild til að gera samning við Bandaríkin um loftflutninga. Þingsályktunartillagan ei» svo- hljóðandi: “Alþingi heimilar ríkisstjórn- inni að gera samning við ríkis- stjórn Bandaríkja Ameriku um loftflutninga samhljóða upp- kasti því, sem prentað er sem fylgiskjal með þessari þings- ályktunartillögu” Þingsályktunartillaga þessi var til meðferðar í Sameinuðu Alþingi í gær. Forsætis- og ut- anríkisráðherra, Ólafur Thors fylgdi tillögunni úr hlaði og mælti með samþykki hennar. — Var tillagan því næst samþykt með samhljóða atkvæðum og afgreidd til ríkisstjórnarinnar. Fylgiskjalið, sem nefnt er í ályktuninni, er svohljóðandi: Uppkast að loftflutningasamn- ingi milli íslands og Banda- ríkja Ameríku. Með tilliti til ályktunar þeirr- ar, sem undirrituð var 7. des. 1944 á alþjóðaflugmálaráð- stefnunni í Chicago, Illinois, um að upp . yrði tekið allsherjar samningsform um bráðabirgða loftleiðir og flugrekstur og með því að æskilegt er að örva gagn- kvæmt og stuðla að heilbrigðri efnalegri þróun loftflutninga milli íslands og Bandaríkjanna, eru stjórnir beggja ríkja, sem aðilar eru að samningi þessum, ásáttir um, að stofnun og þróun flugrekstrar milli landa þeirra skuli hlíta þeim ákvæðum, sem hér segir: 1. gr. Samningsaðilar veita þau réttindi, er greind eru í viðbæti við samning þennan og nauðsynleg eru til að koma á þeim millilandaloftleiðum og flugrekstri, sem þar segir fyrir úm, hvort heldur sem slíkur rekstur hefst þegar í stað eða síðar, samkvæmt ósk þess samn- ingsaðila, sem réttindin eru veitt. 2. gr. a) Flugrekstur, sem þannig er lýst, skal látinn hefj- ast, þegar er þeim samnings- aðila, er veitt hefir verið rétt- indi samkv. 1, gr. til að til- nefna flugfélag eða flugfélög til að starfa á viðkomandi loft- leið, hefir löggilt flugfélag fyr- ir slíka loftleið, og sá samnings- aðili, sem réttindin veitir, skal samkv. ákvæðum 6. gr. þessa samnings skyldur að veita við- komandi flugfélagi eða flugfé- lögum slíkt rekstrarleyfi, sem um er að ræða, að því tilskildu, að krefjast megi af flugfélög- um þeim, er á þennan hátt hafa verið tilnefnd, að þau sanni hæfni sína gagnvart þar til bær- um flugmálayfirvöldum þess samningsaðila er réttindin veit- ir, samkvæmt þeim lögum og reglugerðum, sem að jafnaði er beitt af slíkum yfirvöldum, áð- ur en þeim er heimilað að tak- ast á hendur rekstur þann, sem fyrirhugaður er í samningi þessum; enn fremur að því til- skildu, að á ófriðar og hernáms- svæðum eða svæðum, þar sem áhrifa þessa gætir, sé upphaf loftferða háð samþykki réttra hernaðaryfirvalda. b) Það er undirskilið, að hvor samningsaðili, sem veitt eru við- skiftaréttindi með samningi þessum, skuli -neyta þeirra svo fljótt sem hagkvæmt þykir, nema svo standi á, að honum sé það ókleift um stundarsakir. 3. gr. Til þess að koma í veg fyrir misskifti í framkvæmd og til að tryggja jafnræði í með- ferð, samþykkja báðir aðilar: 6. gr. Hvor samningaðili geym- ir sér rétt til að halda eða aftur- kalla vottorð eða leyfi til flug- félags hins aðilans í sérhverju tilviki. Þegar hann telur eigi nægilega upplýst, að þegar hvors annars samningsaðila yfir að ráða verulegum eignarrétti og fullnægjandi eftirliti, eða þegar flugfélag fullnægir eigi ákvæðum laga þess ríkis, er það starfrækir flug sitt yfir, svo sem lýst er í 5. gr. þessa samnings, eða leysir eigi af hendi skyldu sína samkvæmt samningi þess- um. 7. gr. Þessi samningur og all- ir samningar í sambandi við hann skulu skrásettir hjá Bráða- birgðastofum alþjóðaflugsam- gangna. 8. gr. Hvor aðili getur sagt upp réttindum þeim til flugreks- trar, sem hann hefur veitt með samningi þessum, með því að senda hinum aðilanum uppssögn með eins árs fyrirvara. 9. gr. Nú álítur annar hvor samningsaðila æskilegt að breyta þeim leiðum eða skilmálum, sem settir eru í viðbæti þeim, sem samningi þesum fylgir, og getur hann þá krafist samninga- umleitana milli réttra yfirvalda beggja samningsaðila, og skulu slíkar samningsumleitanir hefj- ast innan 60 daga, frá því að slík krafa er gerð. Komi þessi yfirvöld sér gagnkvæmt saman um nýja eða endurskoðaða skil- mála, er hafa áhrif á viðbætinn, skulu tillögur þeirrá í þessu efni ganga í gildi, þegar þær hafa verið staðfestar með diplomatisk- um nótum. Viðhætir við loftflutningssamn- ing milli íslands og Banda- rikja Ameriku. A. Flugfélögum Bandaríkj - anna, sem löggildingu hljóta samkvæmt samningi þessum, skulu veitt réttindi til yfirferð- ar og viðkomu án flutnings á landssvæði Islands, svo og rétt- indi til að taka og skilja eftir millilandaflutning, hvort held- ur er farþegar, farmur eða póst- ur, í Keflavík, eða annari hæfi- legri flughöfn, á eftirfarandi leið : Bandaríkin til íslands og stöðv- ar handan þeirra endastöðva með viðkomu á millistöðvum, í báðar áttir. B. Flugfélögum Islands, sem löggildingu hljóta samkvæmt samningi þessum, skulu veitt réttindi til yfirferðar og viðkomu án flutnings á landssvæði Banda- ríkjanna, svo og réttindi til að taka og skilja eftir millilanda- flutning, hvort heldur er farþeg- ar, farmur eða póstur, í New York eða Chicago, með viðkom- um á millistöðvum, í báðar áttir. Mbl., 25. jan. Director Line Elevators Farm Seryic* Agricultural Extension What a field this covers! Al- most everything from seed treatment and school lunches to international trade and world citizenship. Now that so many organizations are becoming in- volved in extension work, surely it is about time that problems of administration and operation be examined critically. The responsibility for examination rests not only with government officials, but with the farmers themselves. Extension services have, broadly speaking, two functions. One is to ‘extend’ knowledge through publications, radio, short courses, field days, junior clubs, etc. The other is to provide, and advertise, information and serv- ices whereby individual farmers can obtain the best available advice on specific problems. In the Prairie Provinces, we benefit from a number of extens ion services, among which are the Dominion Department of Agriculture, Provincial Depart- ments of Agriculture and uni- versities. In addition, a good many non-government concerns endeavour to serve the farmer in an educational way. These include fertilizer, grain and machine companies; feed merch ants, and so on. Our system, if such it can be called, has much to commend it, but it has weakness. We wonder how many farmers knew where to take their own individual problems. They certainly have problems and technical agri- culturists can often help; but there is no such thing as an expert on all problems. We shall offer a few suggest- ions in the next “Seedtime and Harvest” and hope that, in the meantime, our readers do a little hard thinking. LATUM OSS ATHUGA EITT HUNORAO OOLLARA Það má nota hundrað dollara til margra hluta. Þér getið keypt margt fyrir þá — og fyr eða síðar kemur árafngurinn í ljós. Við getum falið þá undir dýnunni eða í gamla tekatlinum; þeir ávaxtast ekki þar — það er ábyggilegl. Svo er ávalt hætta á. að þeim verði stolið þaðan. Vér getum látið þá í bankann — og það sem er belra, að vér getum keypt fyrir þá Sigurlánsveðbréf. Og það er hyggilegt hvernig, sem á er litið. Þá gera þeir oss gagn, bera tvisvar sinnum þá vöxtu, sem bankinn greiðir tvisvar á ári. Þetla er trygg innstæða, með öll náttúrufríðindi Canada að baki. Og vér getum selt þau, tekið út á þau lán — hjá hvaða banka nær sem er. EN Þ Ó ER EITT ENN MIKILVÆGARA Hundrað dollarar — eða fimm hundruð dollarar, sem vér leggjum í Sigurlánsveðbréf, eru noiaðir til þess að kaupa fyrir hergögn. byssur, sprengjur, flugvélar og skriðdreka, og hjúkrunaráhöld handa hermönnum vorum á vígvelli. I I Þegar þjóðin veitir oss næst forréttindi til kaupa á Sigurlánsveðbréfum, skulum vér bæði vera hyggin og þjóðrækin. Kaupið fyrir $100—og meira ef unt er. Verið viðbúin kaupum SIGURLÁNSVEÐBRÉFA Áttunda Sigurlánið hefst 23. apríl NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 8-62

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.