Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 5. APRIL, 1945 Dulin fortíð “Eg get varla heyrt talað um það”, sagði lafði Damer. “Lafði St. Julian staðhæfði fyrir mörg- um árum síðan, þegar eg kom hingað, að hún hefði heyrt regndropa falla á steinlagninguna; það boðaði þó enga óhamingju þá, Karl.” “Ekki sem við vissum um, en þessi sögn hefir fylgt fjölskyldunni kynslóð eftir kynslóð.” Þegar lávarðurinn sá hve þetta hafði vond áhrif á konuna sína, talaði hann ekki meira um það, en veik að öðru umtalsefni. “Við verðum líklega að breyta eitthvað til um okkar gömlu lifnaðarhætti,” sagði hann, “þú skilur það Florence, að Rose fer nu að vilja hafa dansleiki, samkvæmi og veizlur.” “Við eigum nú von á heimsókn í jdag, þú hefur ekki gleymt því, Karl, að þeir, lávarður St. Albans og vinur hans Mr. Elster, sem þér geðj- ast svo vel að, koma í dag.” “Koma þeir í dag? Það er ágætt. Eg hélt að þeir kæmu ekki fyr en í næstu viku. Hefurðu boðið nokkrum öðrum til að fylla hópinn?” “Mrs. Curzon, hefur lofað að gefa Bell og Lily leyfi til að vera hér, svo sem viku tíma.” “Það er gott,” sagði lávarðurinn. “Eg er viss um að Rose líkar það vel.” “Mér líkar vel við alla, pabbi, en auðvitað betur við suma en aðra,” sagði Rose.. Damer lávarður fór út úr stofunni, lafði Damer mundi nú eftir því að það voru fleiri sem hún þurfti að bjóða. Hún þurfti að skrifa fleiri boðsbréf, og Rose fór út í blómagarðinn; svo Miss Hope varð ein eftir. Það var heppilegt fyrir hana að engin var hjá henni til að horfa upp á hugarstríð hennar og angist. “Kemur í dag,” sagði hún við sjálfa sig, “og reimleikinn gerði í annað sinn vart við sig í nótt. Ó, guð minn! Hvað boðar það? Hvað á á eg að gera? Hvernig get eg afborið að sjá hann á heimili móður sinnar, og þau umgang- ast hvort annað, sem ókunnug? Ó, bara eg væri dauð! Eg óska, eg óska, að eg væri dauð!” Svona var hin hugaða og stórláta Miss Hope, algjörlega yfirbuguð. En hún mátti ekki láta bugast, hugsaði hún. “Eg verð að herða allar taugar í líkama mín- um, til að vera fær um að mæta hverju sem að höndum ber, og bera það. Hvað mundi ske eg eg gæfi upp alla vörn, og reyndi ekki að forða systur minni elskulegu frá því sem mundi yfirfalla hana? Hve mörg mannslíf virðist eg ekki hafa í hendi mér? Eg vildi óska að eg vissi hvort það er heldur forsjónin eða tilfellin, sem hafa komið honum á þessar slóðir, svo hann kynntist Florence og Karli lávarði, og vera boðinn hingað í heimsókn?” Hún reyndi að hughreysta sig; hún rétti út aðra hendina tij að sjá hvort hún skylfi. Já, hún nötraði, sem strá fyrir vindi. Etún gekk að speglinum, og athugaði anldit sitt, eins ná- kvæmlega eins og hún væri að virða aðra manneskju fyrir sér. “Til allrar hamingju verður ekki mikill tími til að veita mér eftirtekt,” hugsaði hún, en hún var óstyrk í hverjum lim, er hún reyndi að ganga. “Hann kemur í dag, móðir og sonur verða saman í dag,” — það var hugsunin sem óaflát- anlega flaug gegn um huga hennar. “Hann er líkur henni; hann hefur hennar háralit, og indæl fjó-lulit augu, eins og hún. Mun nokkur veita því eftirtekt? Mun nokkur undra sig á því?” Þannig hugsaði hún, dapurlegar hugsanir; en úti í náttúrunni var alt svo unaðslegt og fagnaðarríkt. Fuglarnir sungu ástarljóð, býflug- urnar suðuðu ánægjulega allt í kring, og loftið í kringum Avonwold angaði af sætum rósailm. Hún heyrði Rose, syngja úti í blómagarðinum milli rósabeðanna, með svo fagurri og skærri rödd. Allt þar úti var svo upplífgandi og fag- urt, hún ein svo yfirgefin og kvíðafull. “Ef það væri nú nokkur sem gæti hughreyst mig, eins og eg hughreysti Florence; eg sagði henni að leyndarmálið hennar væri dautt og grafið. Því get eg ekki trúað því líka? Á eg að venja mig á að líta á hann sem hvern annan ókunnugan? Er nokkur til í allri veröldinni, sem getur komið og sagt við mig: Hann er sonur hennar Florence?” Hún hrökk upp við það, að einhver lagði mjúklega hendina á herðar hennar, og systir hennar sagði í sínum milda róm: “Ert þú ennþá hérna Hope; eg held þú hafir ekki farið héðan síðan við borðuðum í morgun. Hvað hefurðu verið að gera hér allan þennna tíma?” “Eg hefi verið að horfa á öll þessi indælu blóm, og fegurð þeirra hefur alveg dáleitt mig,” svaraði hún, og reyndi að gera sig eins glaðlega og hún gat. “Hope,” sagði lafði Damer, “veistu það, að hvorki eg né maðurinn minn, erum eins ánægð með útlit þitt, eins og við vorum. Þú lítur út eins og þú sért ekki eins ánægð og þú varst. Hefir nokkuð ógeðfelt komið fyrir þig, systir mín?” “Hope hugsaði sig um áður en hún svaraði. Hún vildi helst, ef hægt væri, að gera spaug úr því, en hún gat ekki einu sinni brosað. “Nei, Florence, það er ekkert sem þú þarft að óttast. Eg er ekki vel frísk — eg hefi ekki upp á síðkastið verið fyllilega með sjálfri mér, en þú þarft ekki að vera óróleg út af mér — ef þú ert það, þá gerir það mig meira illt.” Við viljum gera allt sem gæti frískað þig upp. Komdu nú og hjálpaðu mér til að velja góð herbergi handa^ungu mönnunum, sem koma hingað í heimsókn.” “Ungu mennirnir?” endurtók Hope. “Já, eg meira lávarð St. Albans og Mr. Elster. Þú veist eg hefí altaf haldið upp á St. Albans, lávarð, og eg er himinlifandi af fögnuði að taka á móti Mr. Elster. Hvað gengur að þér Hope, er að líða yfir þig? Þú heldur út höndunum, eins og 'þú sjáir ekki.” Systurnar voru ekki alveg sammála um valið á herbergjunum, fyrir drengina, eins og lafði Damer kallaði þá. Hún valdi handa lávarði St. Albans eitt af hinum gömlu stóru svefnher- bergjum, en Miss Hope vildi ekki annað en Mr. Elster fengi bjart nýtísku herbergi, við hlið- ina á hennar herbergi. “Heldurðu ekki að hann muni vilja hafa hev bergi nálægt vini sínum?” spurði lafði Öamer. “Eg er viss um að honum líkar þetta herbergi best,” sagði Miss Hope. og eins og vanalega, lét lafði Damer það vera eins og systir hennar vildi. Hope, hugsaði sem svo: “Þar sem hans herbergi er við hliðina á mínu, þá get eg þegar hann er úti, náð grænu budd- unni.” 27. KAFLI. Nú rann sá dagur upp, að drengirnir áttu að koma; en þeirra var ekki von fyr en undir kvöld. Áður en þeir komu hafði Rose, klætt sig sínum fínasta búningi, hún leit líka alveg yndis- lega út; móðir hepnar hafði einnig búist íburð- armiklum viðhafnarbúpingi; hún stóð fyrir framan stóran spegil, og virti sig fyrir sér með ánægju, því það mundi vandfundin fegurri kona, og hún var að undra sig á því að það sáust engin ellimerki á henni, því hún sá enga breytingu á sér, á síðustu tuttugu árunum. Hún gekk ofan í samkvæmissalinn, og er hún ekki fann Rose þar, undraðist hún hvar hún gæti verið. Mrs. Curzon, ásamt sínum tveim laglegu dætrum, hafði komið fyr um daginn, en þær voru ekki komnar ofan úr búningsher- bergi sínu. Miss Hope, var á ferð og flugi um alt húsið, til að líta eftir, að allt sem Damer lávarður hafði fyrirskipað væri gért, og allt í góðri reglu. Niðri í blómagarðinum gekk Rose, eins falleg og blómin, og í sitt þykka og fagra hár, hafði hún sett rósaknappa. Hún var þar ein, og dáð- ist að hinu fagra landslagi, indæli náttúrunnar og fegurð blómanna. f “Ó, rósir, rósir, blómstrandi rósir, ef þið gætuð talað, hvað munduð þið segja?” sagði hún, er hún beygði sig niður til að slíta af einn rósaknapp. “Eg mundi hugsa, að þessi rósaknappur mundi segja: “Góða slíttu mig ekki af!” var sagt með ókunnum, hlæjandi róm rétt hjá henni. Hún leit við og sá tvo ókunnuga unga menn, sem hneigðu sig og heilsuðu henni; þeir virtust að standa eins og steingjörðir af undrun. “Miss Damer, þú hefur þó ekki gleymt mér; eg man eins vel eftir þér, eins og það hefði verið í gær, er eg kvaddi þig.” Hún leit sínum fögru og skæru augum á hann. “Þú ert lávarður St. Albans,” sagði hún. “Hvað þú ert orðinn breyttur.” “Eg var bara unglingur er við sáumst síðast, og þú kallaðir mig “Archie”; en nú er eg full- orðinn maður.” En hann hafði varla sleppt orðinu, fyr en hann varð ofurlítið kindarlegur í andliti; hann hélt að hún mundi ímynda sér að hann væri að gera sig merkilegan af hinum þunna yfir- skeggs hýjung, sem rétt var að byrja að vaxa. “Miss Damer, lofaðu mér að kynna þér minn besta vin, Mr. Elster, sem bjargaði lífi mínu.” “Þegar Rose leit á hann, sá hún fríðara og tilkomumeira andlit, en nokkurt skáld getur hugsað sér. Hún roðnaði við umhugsunina um það, að hún hefði talað of ógætilega. “Þú bjargaðir lávarði St. Albans, með því að setja þig sjálfan í hættu,” sagði hún og rétti honum hendina. “Mig langaði svo mikið til að sjá þig, þegar eg heyrði um það.” Verner virtist þessi fallega unga stúlka meðal blómanna, væri einhver indælasta mynd, sem hann hefði séð. Nú tóku þau öll að tala um blómin, og hitt og annað, svo þau gleymdu alveg að kvöld- verðurinn beið þeirra, “Við gleymum tímanum,” sagði lávarður St. Alban, og Rose varð' alveg ærð yfir því, sem hún hafði gert, að halda gestunum, sem boðnii voru, svo lengi frá kvöldverðinum, þar niður í garðinum. Lávarður St. Alban veitti því eftirtekt að hún varð dálítið vandræðaleg. “Við hefðum átt að afsaka, að við komum hér inn í garðinn,” sagði hann, “en Damer lávarð- ur fór hingað með okkur.” * Damer lávarður kom nú til þeirra, og þau fóru öll inn í samkvæmissalinn. Mrs. Curzon var þar með dætur sínar, Bell og Lily, þær litu út eins og flestar aðrar stúlkur, í skraut- búningum. Miss Hope sat í skugga hinna þykku silki gluggatjalda og þakkaði sínu sæla fyrir, að allir veittu mesta athygli hinum tveim ungu herrum; það tók enginn eftir henni. Hún var náföl í andliti, og hjartað bærðist varla í brjósti hennar, þegar Verner kom inn í salinn. Það voru mörg ár síðan hún sá hann, þá var hann bara drengur, og svaf værum svefni í fátæklegu húsi í Widcombe. Hún hugsaði 'að þó síðan væru liðin hundrað ár, hefði hún þó þekkt andlit hans, hvar sem hún hefði séð það — hans hvíta, breiða enni, sem snemma bar vott um hugsjónaríkan anda, hið þykka fagra hár, og hinn netta munn. Hann var svo líkur móður sinni, að hún varð alveg veik, þegar hún sá hann. Hún hefði ekki orðið hissa á því, þó allir sem þar voru inni hefðu einum rómi sagt: “Hann er sonur Florence!” Hún sá lafði Damer ganga á móti honum með bros á andlitinu. Hún sá hana taka um hendur hans; svo féll eins og þoka yfir augu hennar, svo hún sá ekkert í nokkrar mínútur. Svo þegar hún rankaði við sér aftur, sagði hún í huga sínum: “Ó, guð, miskunaðu mér!” Síðast er hún hafði séð þau saman, lá Florence við dauðans dyr, algjörlega óafvitandi hvað fram fór í kringum hana; hann barna, nýkominn í heiminn, lá við brjóst hennar. Allt sem hafði skeð í sambandi við hann síðan flaug nú gegn- um huga hennar — hvítkölkuðu veggirnir í litla herberginu, Dr. West, alvarlegur og góð- mannlegur og henni fanst hún heyra Mrs. Elster segja: Hún er ung til að vera gift. Hún mundi eftir, að hann hljóðaði, þegar hún tók hann frá brjósti móður sinnar, og hvernig hún kysti og kvaddi hann, buguð af sársauka, samviskubiti og sorg. Nú voru þau aftur saman — móðir og sonur — ó, guð hjálpi þeim! Nú 'varð hún að safna allri sinni orku og styrk, því lafði Damer var að koma til hennar til að kynna henni þessa ungu herra. Lávarður St. Albans tók innilega í hendi hennar; honum hafði altaf líkað hún vel. Þegar Verner tók í hendina á henni, og talaði til hennar, var hún sem í draumi. Hún horfði í andlit hans, varð alveg miður sín, og hvort hún sagði nokkuð, það vissi hún ekki. Það var eitthvað í andliti hennar, þó það væri ekki neitt afburða frítt, sem hrærði hjarta Verners. Hann settist hjá henni og fór að tala við hana. “Nú er öllu borgið,” hugsaði hún, “það hefur engan grunað að hann sé sonur Florence.” Að eðlisfari var Miss Hope, djörf og huguð, með mikið sálarþrek og hjartagæsku. Eftir fáar mínútur var hún búin að ná fullu valdi yfir sér, og nú gat hún talað hindrunarlaust við hann. Hún skildi nú, að það var ekkert undar- legt þó Florence yrði hrifin af honum; og lávarður Damer sömuleiðis. Lafði Damer leit til. systur sinnar og brosti, að þeirri hugsun að Mr. Elster, hefði sér^takan hæfileika til að laða að sér fólk, úr því slíkra áhrifa gætti svo greinilega á hennar rólegu og alvarlegu systur. Það var sannarlega glaðvært og hamingju- samt fólk, sem sat saman við borðið. Damer lávarður leit yfir hópinn; hann virti fyrir sér hin ungu fríðu og glöðu andlit og konuna sína eins fallega og nokkur kona gat verið, klædda búningi sem samsvaraði svo vel fríðleik hennar. Hann var svo innilega ánægður og sæll! Hon- um gat ekki komið til hugar að nokkuð gæti komið fyrir, sem gæti eyðilagt hamingju sína. Um kvöldið var lávarður St. Alban einn dálitla stund með Verner. “Eg er viss um að eg gleymi aldrei þeirri fögru mynd, sem við sáurp í dag, Verner,” sagði lávarðurinn — Miss Damer meðal rósanna. Hvað hún er fríð og elskuleg! Ef eg fæ hana ekki fyrir konu, skal eg aldrei elska neina aðra.” “Já, hún er elskuleg stúlka,” sagði Vern^r stillilega, “en hún ber þó ekki af móður sinni.” Verner talaði í alvöru; en samt hló lávarður St. Albans, svo ánægjulega að því sem hann sagði. 28. KAFLI. “Hope”, sagði lafði Damer seinna um kvöldið. “Bæði eg og Karl, erum alveg eyðilögð út af þér. Veistu hvað þú ert breytt. Þú ert rauð í augunum, eins og þú hafir ekki sofið í margar nætur. og hendurnar titra. Þú sem varst svo róleg og glöð, ert nú taugaveikluð og óróleg. Hvað er það sem er að tæra þig svona upp?” Miss Hope sneri sínu föla og breytta andliti að systur sinni. Hún reyndi að brosa og full- vissa systur sína um; að það væri ekki annað en hún væri ekki vel frísk, og lafði Damer, sem elskaði systur sína svo innilega, var ekki ánægð með slíka skýringu. “Hope”, sagði hún, “það er þó ekki eitthvað sem liggur svo þungt á huga þínum; ekkert til- fallandi — engin hætta?” “Nei, nei, Florence, hverju ætti eg svo sem að vera að kvíða fyrir? Talaðu ekki um slíkt. Láttu mig afskiptalausa — eg jafna mig bráð- um.” “Þú hefir lengi sagt það,” sagði lafði Damer, “við höfum ekki skift okkur af þér, en þér batnar ekki.” Miss Hope leit allt annað en vel út; það hafði ruglað öll taugakerfin í líkama hennar að sjá systurson sinn í húsi systur sinnar, og engin nema hún vita neitt um það. Hún varð að þvinga sig til að bera það með þögn og þolin- mæði, en hún var heltekin af ótta, hræðilegum ótta, sem hún gat ekki varist. Morguninn eftir, við morgunverðinn, sagði Rose með mikilli kátínu frá verndargrip, sem hún ætti, og svo lengi sem hún bæri hann á sér, gæti ekkert hent hana. Verner vék sér að henni og hló. “Eg hefi líka verndargrip,” sagði hann, “en kannske ekki eins fallegann og þinn, það er gömul, græn silki peningabudda.” “Lofaðu mér að sjá hana,” sagði Rose. “Já, þú skalt fá að sjá hana. Hún er uppi í svefnherberginu mínu, eg fer ekkert án þess að hafa hana.” “Því berðu hana ekki á þér? Þú ættir að hafa gullpening í henni, og bera hana altaf á þér.” “Nei, eg er hræddur um að eg muni þá tapa henni, þú veist ekki hve hjátrúarfullur eg er; hún er minn eini lukkupantur. Það er hugboð mitt, ef eg tapaði henni mundi gæfan snúa bak- inu við mér.” “Eg er reglulega forvitin eftir að sjá þennan verndargrip þinn.” “Eg skal strax eftir morgunverðinn sýna þér hana.” Þetta samtal þeirra skar Miss Hope alveg í hjartað. “Florence þekkir strax budduna,” hugsaði hún; “hún bjó hana til, og þótti svo vænt um hana. Hvernig gat eg verið svo heimsk, svo hugsunarlaus? Hverjum gat hafa til hugar kom- ið, að sonur hennar mundi nokkurntíma koma hingað? Ó, guð minn! Er það þín hönd, sem hefur bent honum hingað?” Hún reyndi að koma í veg fyrir að Verner og Rose héldu áfram þessu samtali, og gleymdu því. Hún talaði við þau, og sagði þeim dæmi- sögur og spaugaði við þau, þar til allir sem voru við borðið, dáðust að kæti hennar og fyndni. “Við skulmu ekki eyða tímanum hér lengur,” sagði hún. “Veðrið er svo indælt, við skulum taka með okkur bækur og fara yfir að konungs sedrus tréinu; þar geta þeir, lávarður St. Alban og Mr. Elster lesið fyrir okkur.” “Móðursystir mín,” sagði Rose, “þú ert bara ágæt að skipuleggja hlutina — sólskin, hress- andi ilmur í loftinu, forsæla undir sedrustrénu og bækur; hvers frekar getum við óskað.” “Já, það verður alveg indælt,” sagði láfði Damer. Lávarður St. Albans, var hæðst ánægður með allt, þegar hann bara fékk tækifæri til að vera sem næst Rose. “Það er best að fara strax,” sagði Miss Hope, og þeir sem brostu að ákafanum í henni, að komast á stað, vissu ekkert um þá kvöl og angistarþjáningu, sem hún leið með sjálfri sér. Hún talaði svo mikið um hvaða bók þau skyldu taka með sér og hver ætti að lesa, henni þótti vænt um að Verner og Rose, við að hlusta á hana, höfðu alveg gleymt grænu budd- unni. Þegar allir voru tilbúnir og Verner hafði boðið Miss Hope að vera leiðsögumaður hennar, mundi hún allt í einu eftir einhverju sem hún hafði gleymt. “Farðu þó eg sé ekki með,” sagði hún við lagði Damer, “eg kem strax.” Lafði Damer hugsaði um það þegar hún var farin, að það væri einhver undarleg óvanaleg óstilling í systur sinni. “Lávarður St. Alban var drukkinn af sælu — honum hafði fallið sú hamingja í skaut að vera leiðsögumaður Rose, og það mátti heyra langt til samtal þeirra og gleðihlátra. Verner og lafði Damer gengu saman. “Af hverju er þetta tré sérstaklega kallað konungs sedrus tré?” “Mr. Elster, það ganga svo margar sagnir um Avonwold, og eg held að það sé ástæðan fyrir því, að eg ann þessum stað svo mikið. Sagan um þetta tré er, að Charles 2. var í stórri þakkar- skuld við þáverandi lávarð Damer á Avonwold, og eftir að hafa verið krýndur til konungs, hafi komið til Avonwold, til að þakka lávarði Damer fyrir þá hjálp, sem hann hafði veitt honum. Konungurinn varð svo hugfangin af þessu Sedurstré, að hann óskaði eftir að borða mið- dagsverð í skugga þess. Það var látið að ósk hans og borð sett undir tréið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.