Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. APRÍL, 1945 5 Al I I AUAI KVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Vingjarnlegt viðmót Eleanor Roosevelt varð að læra aí sjálfri sér þá list að mæta folki og koma sér vel við það. ^egar hún var barn, var hún einmana og feimin. Hún var svo uPpburðarlítil, jafnvel þegar hún var ung gift kona, að hún gat ekki fengið sig til þess að verða við tilmælum um að flytja nokk- Ur ávarpsorð við bazarsölu. “Mér Vaeri ómögulegt að segja eitt einasta orð upphátt fyrir framan margt fólk,” sagði hún. En þessi kona hefur nú vanið sig þannig hún er altaf róleg hverjum Sem hún mætir og hvar sem er, °g nún hefur getið sér alheims- alit fyrir sitt vermandi og vin- gjarnlega viðmót. Hún er enn- íremur, sem kunnugt er, hinn mesti ræðuskörungur. Ráðleggingar Mrs. Roosevelt eru þessar: “í stað þess að verða hraedd þegar þú mætir kaldrana- le§ri manneskju, skaltu muna Það að hún er ef til vill aðeins ^eimin og þarfnast góðvildar. Eini vegurinn til þess að eignast vmi er sá, að vera vingjarnleg- Ur- Þú eignast vini með því að Sefa af sjálfri þér. Gerðu þér að Venju vinsamlegt viðmót í um- Segni við fólk. Enn þann dag í ua£> kemur það stundum fyrir a^ feimni grípur mig þegar eg siend auglitis til auglitis við hóp af fólki, og eg óska þess að jörð- ln opnist og gleypi mig. Það sem maður hefur gert sér að venju, raeður þá hvað maður gerir í slikum tilfellum.” Þaettir um mataræði ^íólkin. Líkami mannsins þarfnast margra mismunandi fæðuefna 111 þess að fullnægja næringar- frárf sinni. Þessi fæðuefni eru lokkuð þannig: Vatn, holdgjafa- efni (proteins), sterkjuefni (earbohydrates), fituefni (fats), malmsölt (minerals) og fjörefni ^vitamins). Hjólkin hefur inni að halda meira af þessum nauðsynlegu ^ðuefnum en nokkur önnur ^ðutegund, þó er mjólkin ein ekki fullnægjandi fæða fyrir fólk á öllum aldri. ^ nijólkinni er: holdgjafaefni Pannig samsett að líkaminn get- Ur auðveldlega fært sér það í ftyt til þess að byggja og endur- ^ýja vöðvana og sterkjuefni, Sena er auðmelt og breytanlegt í ^kamsorku. Málmsöltin, calcium °S phosphorus, finnast í mjólk- mni í ríkum mæli, en þessi efni eru nauðsynleg til þess að byggja °g styrkja beinin og tennurnar. ltur á móti er ekki eins mikið jarni í mjólkinni eins og ^kaminn þarfnast en það .er nauðsynlegt fyrir blóðið. Mjólk- j*) er rík af Vitamin A og öll ln fjörefnin finnast einnig í mJólkinni, en ekki í eins ríkum maeli. Vitamin A er nauðsynlegt 1 þess að viðhalda heilbrigði fugnanna það er og nauðsynlegt mðu barna svo þau vaxi. Engin ein fæða hefur eins leika muntu verða mjög happa- sæl í viðskiptaheiminum. Hjónaband þitt verður ham- ingjusamt og gegnum það muntu ná meiri þroska og framförum. Margir merkir menn hafa verið fæddir undir þessu merki og þeir hafa tekið mikinn þátt í vel- ferðar og framfaramálum þeirra landa, sem þeir hafa verið fædd- ir í. vaxtarefni og mjólkin. rnörg Eorn aettu að drekka 3 glös, helst pott af mjólk á dag. Fullorðnir mttu að drekka að minsta kosti V0/ös af mjólk á dag. yijólkin byggir upp vöðvana °S beinin og styrkir taugakerf- Ruthie er svo viðkvæm Eg ' sat á frampallinum hjá Uagrannakonu minni, þegar átta ara gömul dóttir hennar þeyttist selandi upp tröppurnar. Hvað gengur nú að þér Ruthie ln’ spurði móðir hennar- í eðaumkunartón. “Jana bauð Patsy og Nansy að fara með sér út að vatninu, en hún bauð mér ekki! Er hún ekki slæm?” En hún bauð þér seinast þeg- ar hún fór þangað,” sagði móðir hennar. “Hún getur ekki boðið þér í hvert skipti. Það er ekki pláss í bílnum fyrir alla.” Eg tók eftir því að hún hafði samt pláss fyrir ömmu sína,” sagði Ruthie ólundarlega og hélt áfram að skæla. Eftir að búið var- að kjassa Ruthie og gefa henni peninga til þess að kaupa ísrjóma, stöðv- aðist loks táraflóðið. Móðir hennar stundi. “Ruthie er svo viðkvæm. Ef hún fær ekki að vera með í öllu þá meiðir það tilfinningar henn- ar. Hún ljómar af gleði ef henni er hælt, en hin minsta aðfinnsla hemur henni til að gráta.” Mig langaði til að segja — en auðvitað stilti eg mig. “Hún er ekki viðkvæmt barn — hún er eigingjörn og hugsar aðeins um sjálfa sig.” Foreldrar segja oft um börn, sem eru þessu lík að þau séu viðkvæm en hin sanna við- kvæmni er af alt öðrum toga spunnin. Það barn, sem er næmt fyrir fegurð — fegurð náttúrunnar, fegurð í bókmentum og músik; það barn, sem er næmt fyrir skapbrigðum og tilfinningum annara — það barn er viðkvæmt. Um það barn má segja: “Hún er svo viðkvæm”. En slíkt barn er venjulega dult í skapi. Þess vegna er það, að barnið, sem búið er að komast upp á það að kvarta og kveina, fær notið meiri umhyggju af hálfu for- eldranna og þau eru jafnvel stundum stolt af þessum skap- lesti barnsins. Ef litlu synir okkar og dætur sýna þess merki að þau séu “svo viðkvæm” á líkan hátt og Ruthie, þá ættum við ekki að segja frá því né ala það upp í þeim. í stað þess, ættum við að rann- saka hvort heilsuleysi þeirra sé í nokkru ábótavant, því þeir sem ekki eru við góða heilsu láta oft stjórnast um of af geði sínu. Ef ekkert er athugavert við heilsu þeirra, ættum við að venja okk- ur á það að sinna ekki ástæðu- lausum umkvörtunum þeirra og táraflóði. Ein móðir setti sér þessa.reglu: Þegar litla dóttir hennar kvart- aði undan því hvað einhver ann- ar hefði sagt eða gert, þá spurði hún hana: “Hvað sagðir þú og hvað gerðir þú?” Lausl. þýtt. SPÁDÓMAR Mikið höfum við konur gaman af því að láta spá fyrir okkur. í flestum kaffihúsum hér í borg- inni eru til staðar spákonur, sem þykjast geta séð framtíð okkar í telaufum, spilum eða glerkúl- um. Ekkj veit eg hvort við er- um allar trúaðar á spádómsgáf- ur þeirra, en víst er um það að kaffisalir þessir eru oftast þétt skipaðir konum, sem bíða eftir því að spákonan “lesi” fyrir þær. Stjörnuspádómar hafa verið iðkaðir frá ómunatíð og hafa margir trú á þeim. Ef þú ert fædd á tímabilinu 21. apríl til 20. maí, þá á eftirfylgjandi skap- gerðar lýsing og spádómur við Þig: Þú ert fædd undir Taurus merkinu. Þú ert dul í skapi, fast- heldin og praktisk. í öllum þín- um gerðum, sýnir þú þolgæði Þú gefst aldrei upp fyr en í fulla hnefana. Vegna þessara eigin- ADINE GÉMBERG: Vitrunin Smásaga — Ingvar Brynjólfs- son þýdcLi. Það er rökkur í kirkjunni. Þykk, grá reykský hjúpa rauða glerlampann, sem olíuljós lamp- ans eilífa blaktir á. Eins og blóðbogi streymir rauða ljósið niður yfir hvít klæði nunnunnar. sem krýpur frammi fyrir hliðar- kapellunni. Grannir fingurnir kreppast um krossinn á talna- bandi hennar. Meðan hún biðst fyrir heitt og innilega, þrýstir hún honum að vörum sér, unz fölar varir henriar glóa sem purpuri. Sjúklegur logi brennur úr augum hennar, skærum og djúpum. Fegurri en nokkur kona í veraldlegum búningi getur verið er þessi granna ungmeyja með mjúku, svörtu slæðuna, sem hrynur niður höfuð hennar, með dúnmjúku nunnuhendurnar, með brennandi, rauðu varirnar náfölu tignu aridlitinu, sem ekki virðíst lengur lifandi — nema þessi augu, — þessi augu— -----, starandi horfa þau á mynd frelsarans yfir altarinu, þar sem hann er að blessa. Klæði hans eru hvít, skósíð og hrynja í fell- ingar eins og reglubúningur kvennanna, sem að eilífu vag- sama drottinn” — og eiga þessa klausturkirkju. Hin æskufagra mannvera á myndinni lyftir höndum, — brosandi, — bless- andi---------. Líf !” — hvísla heitar varir hennar. — Með þjáningarfullri Drá horfir hún upp til hans. Sál hennar, skilningarvit hennar lykjast um þessa veru, þessa geislandi lokka, þessi þreytulegu, dreymandi augu — allt annað en myndin leysist upp, hverfur. Kirkjan verður eitt þokuhaf. í gráum bylgjum og lifandi, alsett blóðrauðum ljósstjörnum, berast reykelsisskýin um —, nei, það eru engin rekelsisský, þetta er orðið að skýjum himinsins, og út úr þeim geislar ásjóna frelsar- ans niður á meyjuna, sem bæn sína gerir. “Líf !”—stama varir hennar í hinum sterka mætti trúarinnar fullkominni sefjun máttugs og einbeitts vilja. — Eg veit, að þú lifir — það hefir mér verið kennt —, eg hef ekki orðið brúður ein- hvers, sem dáinn er, — eg vil ekki vera hofgyðja skurðgoðs- myndar, — nei — nei — himna- brúður einhvers lifandi. Líf, ef /þú elskar mig, eins og eg elska þig!---------” Frelsarinn brosir. Hægt bær- ast fellingarnar á hvítum klæð- um hans. Eða eru það aðeins blaktandi ljós lampans eilífa, svífandi þokuslæður rökkursins? Skefjalaus ástríða logar úr uppglenntum augum þessa lín hvíta stúlkuandlits, er ljós lamp- ans fellur á. Með trylltri eftir- væntingu, með titrandi fögnuði sér hún hreyfingar hans, hún finnur, hvernig hendur hans síga niður------Já, hún finnur það því að það leggur kraft frá hon- um, segulstraum, er beinist að henni, er lyftir upp höndum hennar með ómótstæðilegu afli —til móts við hendur hans. Hún reynir að draga að sér hendur sínar — árangurslaust, — óskilj- anlegur máttur togar í þær. Nú heldur hún talnabandi sínu hátt yfir höfði sér í áttina að altarinu. Daufir glampar leika um fingurgóma hennar Þeir eru ekki eins bjartir og fos fór, þeir eru aðeins eins og skin ið, sem hið bjarta hörund stafar frá sér, eins og bjarmi frá dauf- skyggðum perlum. “Vitrastu mér, svo að eg geti borið þér vitni, herra,” stamar sál hennar------, hún veit ekki, að orðin þokast fram yfir varir hennar, að hvísl hennar berst sem léttur niður um kirkjuna og endurrómar frá hvelfingunni, frá grafhvelfingunni bak við alt- arið, út úr þokuhafinu, sem leik- ur um rauða logann, — “Vitrastu mér, — elska mig, eins og eg elska þig og tilbið----líf ! —” Hún opnar faðminn og hallar sér aftur á bak, sæla skín út úr ásjónu hennar, sem veit að myndinni. Síðan lokast hin leiftrandi augu, hinar heitu var- fölna. Hún sér ekki krist- Guðmundur Ingi. ír myndina lengur,-------hún finn- ur hana.-------- Það leggst eitthvað eins og mara yfir barm hennar, eitthvað nístandi kalt, er kemur henni þó til að fuðra upp. Hin yfir- náttúrlega vera hvílir við hjarta hennar, og varirnar, hinar mjúk- u, þrosandi og blessandi varir unglingsins leita þeirra heitu vara, er hvísluðu að honum: “líf,” sem með viljaorku sinni knúðu hann til að taka á sig ?essa blekkingarmynd. Ungmeyjan fálmar út í þoku- hafið, sem ólgar um hana, án Dess að finna tak, hún er gripin skyndilegum ótta frammi fyrir blóðrauðu ljósinu, sem steypist sem örvar niður fyrir sjónum hennar. Með ópi fellur hún á- fram, enni hennar lendir á mar- maraþrepi altarisins.— Nótt ! Ljósker varpar gulleitu, blaktandi skini yfir steinflísar kirkjunnar, yfir hvítan líkama stúlkunnar, sem liggur eins og örend við altarið. Nokkrar nunnur reisa hana upp, og ávalt, vingjarnlegt andlit abbadísar- innar lýtur niður að meyjunni sem er að vakna. “Hann lifir” — brennandi augu hennar hvarfla til gull- rammans, þaðan sem mynd frels- arans, máluð stirðlega og á hefð- bundinn hátt, horfir brosandi og blessandi niður til þeirra, — í klæðum reglunnar.--------- “Vissulega, dóttir mín,” svar- ar abbadísin, um leið og hún fylgir augnaráði hennar, “vissu- lega — hann lifir”-------. Og ósjálfrátt muldra allar nunnurnar einni röddu : “Hann lifir — fi\ó eilífð til ei- lífðar.” —Tíminn. ÚTVARPSSTJÓRA BÁRUST VEGLEGAR GJAFIR Á SEXTUGSAFMÆLINU Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri átti sextugsafmæli s. 1. mánudag. Var þann dag mann- margt á heimili útvarpsstjóra af vinum og kunningjum, sem færðu honum heillaóskir. Bárust honum og fjöldi heillaóska- skeyta og blóm. Starfsfólk Ríkisútvarpsins færði honum að gjöf haglega út- skorinn lampa, sem Karl Guð- mundsson myndskeri hafði gert, en nokkrir v&niir hans færðu honum að gjöf málverk eftir Ásgrím Jónsson. Fleiri gjafir bárust útvarpsstjóra. Jónas Þorbergsson hefir verið útvarpsstjóri frá því Ríkisútvarp ið var sett á stofn. Áður var hann lengi ritstjóri Dags á Akureyri. Jónas er listelskur maður og hefir sjálfur fengist við tónsmíðar. Voru nokkur af lögum hans leikin í kvölddag- skrá Ríkisútvarpsins í fyrra- kvöld. Mbl. 24. jan. HARALDUR Á VÖLLUM TEKUR SÆTI Á ALÞINGI Þegar fundir Alþingis hófust að nýju eftir þinghléið, tilkynti forseti Sþ. að borist hefði sím- skeyti frá Jóni Sigurðssyni, þm. Skagfirðinga, þar sem hann óskaði eftir að verða leystur frá Séra Jón á Bægisá Bjartur er enn um Bægisá bjarminn af séra Jóni. Hús voru þröng og þökin lág. — Það var svo títt á Fróni. Kynlega dýrð úr kytru sá klerkurinn heimagróni. Málið á tungu litríkt lá, listin var gerð að þjóni. Tungunnar bar hann blóm og stál, blíður þeim helgu dómum. Alþýðumanns og Eddu sál ómuðu í sömu hljómum. Honum var Klepstocks kviða þjál kveðin með ljúflingsómum. Fléttaði hann í Miltons mál mikið af Islands blómum. Hvarvetna dró hann efnin að. Islandi vann hans máttur. Selárdalsbarni í brjósti kvað bárunnar andardráttur. Fljótshlíðar átti hann blóm og blað, blíður var hennar þáttur. Öxnadals gamni og griðastað gefinn var margur háttur. Blés hann í eld, en ekki í kaun, andhverfis margt þótt gengi. Legðist á herðar lífsins raun, lék hann á skæra strengi. Þáði hann að lokum þjóðskálds laun, þó að um seinan fengi. Óðurinn fagri upp um Hraun ómaði vel og lengi. Drengurinn heima í Hrauni þá hlustaði sæll og feginn. Fegurðin, sem í ljóði lá lék um hann öllum megin, Sproti þess máls, er ísland á, opnaði honum veginn. Titrandi var í von og þrá vaknandi strengur sleginn. Enn skulu slíkar auðnuspár íslandi möttul skera. Enn er í bjarma Bægisár barni þess gott að vera. Þar er sinn harm og hjartasár hlæjandi létt að bera. Ylhýra málsins mennt og þrá mannshjartað auðugt gera. Tíminn. Dingstörfum “um næstu vikur”, vegna “óvenjulegra anna” Fór J. Sig. einnig fram á að varamaður hans, Haraldur Jónsson bóndi á Völlum tæki sæti á þingi þennan tíma. Forseti varð við þessari ósk Jóns á Reynistað og þingið sam- þykti kjörbréf Haralds á Völl- um. Hefir hann nú tekið sæti á Alþingi. Þar sem Sigurður Thoroddsen er nú kominn heim úr Ameríku för sinni og tekur sæti á Al- þingi, hefir varamaður sá, er kom í hans stað, Ásmundur Sig- urðsson bóndi á Reyðará vikið af þingi. Mbl. 6. jan. ENDURNtJUN ATVINNULEYSIS TRYGGINGABÓKA Til allra vinnuveitenda: Öllum atvinnuleysistryggingabókum fyrir árið, sem endar 31. marz, 1945, verður að skipta fyrir nýjar bækur. Snúið yður vinsamlegast til næstu Employment og Selective Service skrifstofu, ef þér hafið ekki skipt bókum starfsfólks yðar. / V Þung refsing liggur við, ef þér greiðið ekki atvinnuleysistrygginga framlög vegna starfsfólks yðar, eða ef þér vanrœkið að endumýja trygginga- bækur. \ Til allra vinnuþega: Ef þér njótið tryggingar, skuluð þér vernda rétt yðar með því, að vera vissir um að bókum yðar sé skipt. UNEMPLOYMENT INSURANCE COMMISSION HUMPHREY MITCÍIELL, verkamálaráðhcrra LOUIS J. TROTTIER R. J. TALLON ALÍ.AN M. MITCHELL umboðsmcnn DW 45-3-E

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.