Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.04.1945, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. APRÍL, 1945 I* Úr borg og bygð Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á miðvikudags kvöldið, 11. apríl, að heimili Mrs. G. S. John- ston, 101 Academy Rd., fundur- inn byrjar kl. 8. lcelandic Canadian Evening School Næsta fræðslustund verður á mánudagskveldið 9. apríl, í Fyrstu lútersku kirkju. Séra V. J. Eylands flytur fyrirlestur um Hallgrím Pétursson, sem hefst stundvíslega kl. 8.15. íslenzku kenslan byrjar kl. 9. Aðgangur fyrir þá, sem ekki eru innritaðir 25 cent. Lokasamkoma Laugardags- skólans verður haldin í Sam- bandskirkjunni á Banning St., laugardaginn 5. maí. Nánar auglýst síðar. Látinn er nýlega að Mountain, N.-Dak., bændaöldungurinn Jó- hann Björnsson, greindur dugn- aðarmaður og skemtinn í við- ræðum. • Þann 1. þ. m., lézl á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni John A. Olson, 602 Maryland Street, vinsæll maður og velmetinn; hann var sonur þeirra merkis- hjónanna Eyjólfs og Signýjar Olson, sem bæði eru fyrir löngu látin. Mr. Olson lætur eftir sig ekkju, ásamt fulltíða dætrum; hann var 71 árs að aldri. Út- förin fór fram frá Bardals á miðvikudaginn. Mr. G. F. Jonasson, eigandi og framkvæmdarstjóri Keystone Fisheries Limited, lagði af stað flugleiðis suður til New York á mánudagskvöldið var; gerði hann ráð fyrir, að heimsækja ýmsar fleiri stórborgir Bandaríkjanna, varðandi markaðshorfur og sölu á fiski. Mr. Jonasson býst við að verða að heiman í tvær til þrjár vikur. Sá sorgaratburður gerðist ný- lega í grend við Riverton. að 22. ára piltur, Valdi Björnsson, son- ur þeirra Mr. og Mrs. Guðjón Björnsson, sem búsett eru þar nyðra, fórst í bílslysi. Valdi heit. var hinn mesti efnismaður. Látinn er nýverið eftir lang- varandi heilsuleysi, Leifur Odds- son, sonur þeirra Mr. og Mrs. Thorsteinn Oddsson, sem látin eru fyrir nokkrum árum í Los Angeles, Calif., Leifur lætur eft- ir sig ekkju, frú Astu Oddson. • Framkvæmdarnefnd kirkju- félagsins hélt fund hér í borg- inni á þriðjudaginn; af nefndar- mönnum utanbæjar, urðum vér varir við forsetann, Dr. Harald Sigmar, séra Sigurð Ólafsson, séra E. H. Fáfnis, G. J. Oleson og Victor Sturlaugsson. • Eric Sigmár, stud. theol., kom með föður sínum Dr. Haraldi Sigmar, til borgarinnar síðastlið- inn þriðjudag. Dánarjregn. Þriðjudaginn 3. apríl, fór fram útför Hannesar Björnssonar að Mountain, N.-Dak. Hann var ættaður frá Mælifellsá í Slcaga- firði, og var nú er hann dó, 87 ára gamall. — Húskveðja fór fram að heimili hans, og síðan var kveðjuathöfn í kirkjunni að Mountain. — Séra Philip Péturs- son frá Winnipeg stýrði athöfn- inni. — Jarðsett var í Mountain grafreit. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 8. apríl. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Islenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. 8. apríl.—íslenzk messa að Langruth, kl. 2 e. h., og ensk rhessa kl. 7.30 e. h. Skúli Sigurgeirsson. • Sunnudaginn 8. apríl flytur séra H. Sigmar þessar guðsþjón- ustur: Eyford kirkju kl. 11 á íslenzku. Fjalla kirkju kl. 2.30 á íslenzku. Hallson kirkju kl. 8 á ensku. Allir velkomnir. H. Sigmar. Icelandic Canadian Club News. The next meeting of the Ice- landic Canadian Club will be held Wednesday evening, Aprii llth. at 8.30 p.m. in the audito- rium of the Fjrst Fedurted Church. The guest speaker wili be Mrs. Margaret Pentney, a member' of the British Wives Club, who has chosen as her subject “Canada, Through British Eyes”. Wives of service men, who are serving overseas, would be particularly interested Let us fill the Lower Audito- rium. Everybody welcome. Refreshments served. ////////////////////////// GAMAN 0G ALVARA Villi: — Nagarðu á þér negl- urnar? Maggi: — Nei. Villi: — Það ættirðu að gera. Maggi: — Af hverju? Villi: — Þá gefur pabbi þinn þér eitthvað fyrir að hætta því. • Rjúpnaskytta kom inn í kjöt- búð til Silla og Valda og bað um rjúpur. Búðarmaðurinn: — Við höf- um því miður engar rjúpur, en við höfum ágætar bjúgur, sem..... Veiðimaðurinn: — Þér getið étið yðar bjúgu sjálfur. Haldið þér kannske, að eg geti sagt konunni minni, að eg hafi skotið bjúgu. Þegar Thoreau náttúrufræð- ingur lá fyrir dauðanum, kom gjög guðhrædd frænka hans til hans og sagði alvarlega: — Henry, ertu nú kominn í sátt við Drottinn? — Eg veit ekki til þess að við höfum nokkurn tíma rifist, sagði Thoreau. • Tveir Skotar sátu í veitinga- húsi og rifust um, hvor ætti að bogra ölið, sem þeir höfðu drukk- ið. Þeir ákváðu því að varpa pening sem hlutkesti. Vinnandi kallaði “þjónn”, en hinn kallaði “eldur” og hvarf í mannþröng- ina. • Fyrsti fangi — Hvað hefir þú gert af þér? Annar fangi — Eg braust inn í bankann. Fyrsti fangi — Eg var banka- stjórinn. — Nei, að hugsa sér, reykirðu sömu vindla og forstjórinn? — Já, hann reykir fyrri helm- inginn. • — Eg skil ekkert í honum Gísla, að vera búinn að gifta sig aftur. Það er jú ekki nema fimm mánuðir síðan konan hans dó. — Já, hún þurfti margt að þola, konan hans sáluga. Það var gott að hún skyjdi ekki lifa þetta líka. • Kennarinn: — Hvernig er hægt að vita, hvort það er rétt eða rangt, sem maður er að gera? Villi: — Ef það er eitthvað, seni er reglulega varið í, þá er það altaf rangt. • Skoti nokkur sótti þvottinn sinn í þvottahúsið. — Þetta verða 3 shillingar, sagði þvottakonan. — En þetta voru aðeins tvenn náttföt, og þér takið aðeins einn shilling fyrir hvor. —: Já, sagði þvottakonan, en þriðji shillingurinn er fyrir flibbana og sokkana, sem þér höfðuð stungið í vasana. • — Góðan dag, Sigurður. Hvers vegna komuð þér ekki í miðdegisveisluna okkar? — Eg var ekki svangur. — En maður kemur þó ekki aðeins til þess að borða. — Nei, en eg var heldur ekki neitt þyrstur. • Móðirin: — Hefir þú nú enn einu sinni orðið að hýrast í skammarkróknum í skólanum, Villi? — Já. — Og hvers vegna? — Bara af því, að kenslukon- an spurði okkur að því, hvað væri synd, og eg sagði, að það væri synd að láta okkur vera inni í svona góðu veðri. Wartime Prices and Trade Board Sykur til niðursuðu ávaxta. Þessi skamtur verður sami og undanfarin ár, tíu pund á mann. Sykurinn fæst með sætmetis- seðlum, hálft pund með hverjum seðli. Það verða tuttugu auka- seðlar í alt. Tveir aukaseðlar gengu í gildi 15. marz, átta aukaseðlar ganga í gildi 17. maí, og þeir tíu, sem eftir- eru, eiga að öðlast gildi 19. júlí. Gildis- tímabíl er ekki takmarkað. Það má því geyma seðlana og taka út á þá hvenær sem manni er það hentugast. Með því að nota sætmetis seðla fyrir niðursuðusykur, var álitið að fólk sem ekki hefir hentug- leika til þess að sjóða niður heima fyrir, geti keypt sér nið- ursoðna ávexti í stað sykurs, án þess að fá seðlum skipt á Local Ration Board skrifstofunum, eins og þurft hefir hingað til. Smjörskamturinn aukinn aftur. Eins og almenningi var til- kynnt 1. janúar af W. P. T. B., var nauðsynlegt að minka smjör- skamtinn um eina únzu viku- lega um þriggja mánaða tímabil til þess að fyrirliggjandi birgðir entust út vetrarmánuðina. Nú er tímabilið útrunnið og skamt- Omissandi bók Matreiðslubók kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg hefur selst ágætlega. Er nú ekki nema lítið eftir af annari prentun. Og sýnir það hvað afarmiklum vinsældum bókin hefur náð, eins og hún á skilið, því hún má heita ómissandi hverri húsmóðir sem við mat- reiðslu fæst. Þar sem nú er lítið eftir af upplaginu, ætti það fólk, sem bókina vill fá, að gjöra það sem fyrst. Hún selst áreiðanlega öll áður en langt um líður. Bókin kostar $1.00, póstgjald 5c. Hún fæst hjá þeim konum er hér segir: Mrs. A. S. Bardal, Suite 2, 841 Sherbrook St.; Mrs. B. J. Brandson, 214 Waverley St.; Mrs. J. Bilsland, 960 Sherburn St.; Mrs. Ben Baldwin, 11 Asa Court; Mrs. G. M. Bjarnason, 448 Greenwood Place; Mrs. T. J. Bloncjal, 907 Winnipeg Ave.; N. W. Dalman, Suite 4, Elford Apt.; Mrs. H. H. Eager, 151 Ferndale Ave.; Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion St; Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning St.; Mrs. H. Gray, 1125 Valour Road; Mrs. Finnur Johnson, Suite 14, Thelmo Mansions; Mrs. A. C. Johnson, 113 Bryce St.; Mrs. G. F. Jonasson, 195 Ash St.; Mrs. C. Olafson, Suite 1, Ruth Apts.; Mrs. O. B. Olsen, 907 Ingersoll St.; Mrs. W. R. Pottruff, 216 Sherbum St.; Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw St.; Mrs. O. Stephensen, Suite 2, 909 Grosvenor Ave.; Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion St. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS : AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykj- avík, laugardagihn 2. júní 1945 og hefst kl. IV2 e. h. DAGSKRÁ: L Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsárið og frá starf'stilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1944 og efnahagsreikning með athugasemd- um endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vararendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrif- stofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík. 12. janúar, 1945. STJÓRNIN. urinn hefir því verið aukinn um eina únzu vikulega frá 1. apríl. Smjörseðlar númer 104, sem ekki áttu að ganga í gildi fyr en 3. maí, öðlast nú gildi 26. apríl. Það er ætlast til að einn seðill gangi í gildi hvern fimtudag mánuðinn út, og vonandi hvern fimtudag þar á eftir. Annars verður fólki tilkynnt fyrirfram um dagana. Eins og fyrirkomu- lag er nú er gildistímabil ekki takmarkað. Það er því ekki nauð- synlegt að taka út á seðlana fyr en þarf. Smjörseðlar númer 101 ganga í gildi 5. apríl. Fólk er góðfúslega beðið að muna, að mér er ekki leyft að svara nafnlausum bréfum. Spurningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. RJÖMATAP? Þá þarfnast skilvindan aðgerðar strax. Aukinn rjðmi borgar kostnaðinn. Við höfum áhöld til aðgerða við allar skilvindur. Margviðurkend 4 0 ára þjónusta — bein viðskipti, engir umboðsmenn né aðrir milli- liðir. pað borgar sig að semja um aðgerir strax. Fljót afgreiðsla. Kostnaðaráætlanir afgreiddar í snatri. Látið oss vita hvers þér þarhfnist og munum'vér þá end- urnýja skilvinduf yðar og gera þær að fullu starfhæfar. T. S. PETRIE 373 Bowman Are, Winnipefj. MOST .. . SUITS - COATS - DRESSES “CELLOTONE” CLEANED IV CASH AND CARRY CALLED FOR AND DELIVERED (Slightly Extra) Phone 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. Ambassador Beauty Salon Nytizku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. íslenzka töluð á staðnum. 257 KENNEDY STREET, fyrir sunnan Portage Sími 92 716 8. H. Johnson, eigandi. The Swan Manufacturmg Co. Manufacturers of 8WAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Elgandl 281 James Street Phone 22 #41 Minniát BETEL erfðaskrám yðar r-r YOUNG PEOPLE! If you are wbndering what to give your Icelandic friends or relatives, here is the answer: “Björninn úr Bjarma- landi”, the newly published book by Þorsteinn Þ. Þor- steinsson would be a most welcome ^gift. In good cover $2.50, bound $3.25. Postage lOc extra. Send orders to— THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA V erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. THE DREWRYS LIMITED HOUSEHOLDERS - ATTENTION--- We have mosi of ihe popular brands of coal in slock ai present, bui we cannoi guaraniee ihat we will have ihem for ihe whole season. We would advise ihai you order your fuel ai once, giving us as long a time as possible for delivery. This will enable us io serve you beiter. MCpURDY CUPPLY fO. LTD. V</ BUILDERS' k3 SUPPLIES V/ and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlingion St. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.