Lögberg - 10.05.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.05.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. MAl, 1945 3 Dr. Björn Sigfjlsson: Víkingsrausn og Kristfé Beztir og inestir búmenn hafa prestar verið hér á landi og manna samhaldssamastir. Þessar borgaralegu farsældardygg^ir eignaðist klerkstéttin hér í önd- verðu og þurfti þeirra og naut ■frá byrjun tilveru sinnar. Stéttin var algerlega innlend og komin af bændafólki, þó að í grannlöndum væri á fyrstu kristniöldum margt innfluttra klerka, sem spornuðu við því, að stétt sín yrði mjög þjóðleg í lifnaði. Biskupar voru íslenzkir og sóttu frá hinu fyrsta á það að tryggja kirkjudrottni eða presti beztu jörð hverrar sveitar til ábýlis. Það varð miklu frem- ur bújarðamunur en mannfjölda- munur í prestaköllum, sém réð skiptingu landsins í góð og rýr prestaköll. Kennimenn 12. aldar voru mjög margir af helztu höfðingja- ættum landsins og fóru með goð- orð sumir, svo að talað er um góðakirkju á íslandi þá. Þeir söfnuðu auði af tíundum og tekj- um kirkjueigna, sem þeir réðu fyrir, og af fordæmi þeirra og framkvæmdum mótaðist kirkja og þjóðfélag til frambúðar. Aðrir kennimenn voru fátækir um það bil, þó að ætt þeirra væri ýmist há eða lág. Þeir gátu vist- ráðið sig til að þjóna kirkjum, að jafnaði fyrir nokkru meira en vinnumannskaup. Margir kirkju- eigendur höfðu þá aðferð að láta kenna snauðum piltum til prests, og varð þá prestur sá e. k. skuldaþræll kirkjunnar, sem hann hafði verið lærður tii. Skyldi hann handtekinn og flutt- ur nauðugur heim, ef hann flýði þaðan. Milli fátækra presta og annarra alþýðumanna varð aldrei mikið bil eða stéttagrein- ing. Efnalitla prestsefnið óx upp við þá draumsjón að verða bjarg- álna bóndi og þar á ofan prest- ur, eins og höfðinginn var stór- bóndi og þar á ofan prestur. Bóndahlutverkið varð mæli- kvarði á gildi þeirra og gerðir. Þessi stéttarafstaða var annars eitt af því sem gerði íslenzkan klerklýð furðulega sjálfstæðan gagnvart erlendum kirkjukröf- um. Til dæmis verður að minna á það, að þrátt fyrir þriggja alda streitu páfavalds komst ókvæni klerka aldrei á með íslendingum nema að nafni til, og varðveitt- ist þannig hinn forni skilningur á hjúskaparlífi lítið breyttur frá heiðni til nútíðar. Aftur á móti er talið, að í þessari baráttu við kynferðissyndina hafi íslenzkir prestar orðið nokkru barnfleiri en aðrir landsmenn, — enda frjó- samir í fleiri efnum, — og er kunnugt dæmið um merkisprest- inn Sveinbjörn 1 Múla norður, að hann hafi átt fimmtíu börn, sem hann gekkst við, en hálfrefi að auk. Til var í landinu erfðakenn- ing ein, sem var gagnólík megin- reglum gróins bændasiðar. Það var kenning víkingamenningai og lifði mest í kvæðum. Hún varð mikill og merkilegur þáttur í skáldsagnagerð Sturlungaald- ar, sem kunnugt er, svo að ekki er fjarri sanni að hugsa sér, að þá fari hún á ný að orka á breytni sumra manna. Gestrisni margra fornra höfð- ingja var orðlögð, en það bar frá, sem af konum tveim var sagt. Þær höfðu átt menn víkinga ættar. Langholts-Þóra lét gera skála sinn um þvera þjóðbraut og lét þar jafnan atanda borð, en hún sat úti á stóli og laðaði þar gesti, hvern er mat vildi eta. ' Geirríður, móðir Þórólfs bægifóts, sparði eigi heldur mat við menn og lét því gera skála sinn um þjóðbraut þvera og hélt sömu risnu og Þóra. Mildir, fræknir menn bezt lifa, sjaldan sút ala, segir í Hávamálum, og víða eru mildleikur (gjafmildi) og hreysti eða hugprýði taldar óaðskiljan- legar dyggðir hvers ágætis- manns. Egill Skalla-Grímsson kveður um Arinbjörn, vin sinn, að hann leysi hvers manns vand- ræði og spari ekki fé sitt til og iess vegna hafi guðirnir gætt hans nógu fjárafli, svo undar- legt sem það sé: Það allsheri að undri gefst, hve urþjóð auði gnægir, en Grjót-Björn of gæddur hefr Freyr og Njörðr af fjárafli. Grjót-Björn er Arinbjörn, því að arinn var úr grjóti. Urþjóð er verþjóð, menn. Þessi víkinga- aldartrú, að guðleg máttarvöld styðji og auðgi hinn gjafmilda, átti eftir að rísa til hins mesta vegs með Guðmundi Arasyni frá Hvassafelli. Ari faðir hans að Hvassafelli var höfðingjason og maður stór- lyndur. Hann komst yfir nokkuri fé, en eyddi því af rausn. Hann var hermaður mikill og tók þátt í konungsefnastyrjöld í Noregi. Þar féll hann við ágætan orð- stír. Guðmundur var eigi arf- borinn, fæddur í’ólögmætri sam- óúð Ara við fráskilda konu, og sáu frændur það ráð fyrir hin- um óstíriláta, kappgjarna sveini, föðurlausum, að berja hann til bókar, eins og hann sagði frá síðar, og gerðu úr honum prest. En eftir það fór Guðmundur prestur nokkuð aðra leið með rausnarlund sína en vænzt var. Guðmundur kirkjuprestur gekkst ekki fyrir þeirri hugsjón að verða bjargálna maður á bændavísu. Kaup sitt gaf hann til matar og klæða fátækum mönnúm, jafnóðum og honum var goldið það, og voru það sjö ómagar um skeið, sem hann fæddi með þessu. Brandi biskupi og öðrum ráðamönnum sýndist þá skynsamlegra að láta Guð- mund hafa minni fjárráð, var hann fluttur til tekjuminni kirkju. En gjafmildi Guðmund- ar óx aðeins. Hann mátti ekkert aumt sjá, svo að hann reyndi ekki að bæta. Og almúgi gaf honum með auknefni, það vitm, sem lengst hélzt við, að hann var kallaður Guðmundur góði. Hann var andheitur kennimaður og hafði sakir persónuleiks mikið vald yfir þeim, sem þýddust hann, háum sem lágum. Hann var óheppinn stjórnandi og lítt framsýnn á veraldleg efni, en stundum forspár og mannglögg- ur, jafnan stefnufastur, og í guðs- trú sinni stóð hann ætíð óbifan- legur. Guðmundur var biskup Norð- lendinga frá 1203 til dauðadags 1237, þótt hann sæti eigi í sjálf- ræði að stóli nema með köflum. Hann taldi sig baráttumann hinn ar stríðandi kirkju, svo að aldrei mætti hann gefast upp, hvað sem á dyndi, jafnvel eigi, er fjand- menn léku hann og menn hans svo illa, að honum varð þetta að munni: “Hefn þú nú, drottinn, eigi má vesalingur minn.” Ævin varð styrjöld og hann víkingur á sinn hátt, eins og í ætt hans lá. Meira að segja er ekki fjar- stæða að bera saman strandhögg og nesnám forfeðra hans við ýmsar aðfarir öreiganna, sem flökkuðu um landið með hann að leiðtoga. Lítum á eina þeirra frásagna. Einhverju sinni, er Guðmund- ur fór um sýslu sína og kom í Reykjahlíð við Mývatn, fylgdu honum sex hundruð manna (stór), og voru í því liði þrír tugir vígðra manna og annarra vildarmanna hans. Það var um vor fyrir hvítasunnudag, og var á hallæri mikið. Þar bjó Þor- steinn Þórðarson, og tók hann vel við Guðmundi, mælti svo: “Tveir eru kostir til við lið þitt, herra, af minni hendi. Eg á níu kýr og allar feitar. Þar skaltu kjósa af þrjár að fæða við fólk þitt. En eg vil gefa þér mat og vildar- mönnum þínum.” Biskup svar- ar: “María launi þér, þetta er allvel boðið.” Og er biskup hinn blíðasti um aftaninn. En kýr bónda voru þegar af drepnar um kvöldið, því að lið biskups var bæði margt og svangt, og var því skjótt matbúið til morguns, en náttverður var lítill um kvöld- ið. Og voru skamma stund signd bauluföllin þrenn fyrir liði biskups, og þraut kjötið, áður en helgin væri liðin. En það er sagt, að biskup gekk snemma til morguntíða á hvítasunnudag, og að þeim loknum gekk hann frá kirkju niður völlinn og öll al- þýða fylgdi. Biskup gekk að vatninu og blessaði það. Hann spurði bónda, hvernig veiðzt hefði um vorið. En verið hafði veiðilaust. Biskup bað menn draga fyrir, og gerði Þorsteinn það að áeggjan hans, þótt hátíð væri. Veiddist þá svo, að lið biskups og margir fleiri söddust af, en biskup gerði Maríu og Jóhannesi skírara þakkir fyrir. Næsta dag fóru menn til veiða þangað sem fengsælast var, og bað nú biskup Maríu að launa bónda kýrnar. Veiddust þann dag fimm hundruð silunga, og það sumar var veiði svo mikil, að varla kom nytjum á. Þorsteinn gat selt reyðar um sumarið fyr- ir þriggja kúa virði, og lengi fylgdi honum búsæld síðan. í þessari sögu eru það ekki Freyr og Njörður, sem gæða Þorstein bónda fjárafli fyrir hjálp hans við uppflosnaðan kot- ungalýð þetta hallærisvor, held- ur María og aðrir guðs fulltrúar. En söm er þarna heiðin og krist- in hugmynd um slík endurgjöld hjálpseminnar fyrir því. Alþýðu- trúin á þqtta hefur verið forn og rótgróin, ella hefði Guðmund- ur ekki getað lagt íslenzkri gest- risni eins þungar skyldur á herð- ar og hann gerði löngum. Miklu tíðara hlaut það að vera, að bændur fengju engin endurgjöld risnu sinnar við Guð- mund og förumenn hans. Þeir hlutu að efast um, hvort siða- lögmálið gæti krafizt svo mikils af þeim til slíkra “góðgerða”, auk þess sem söfnun þurfamanna í föruflokka, í stað þess að hafa þá niðursetninga hvern á sinni sveit eða á frændaframfæri, þótti stórhættulegt þjóðfélagsfyrir- brigði, sem barizt hafði verið móti um aldir með öllum ráð- um, þar til Guðmuíndur góði gerðist verndari förumanna. Því fór fjarri, að Guðmundur legði mikið kapp á að berjast fyrir kirkjuréttindum eða að hann hefði meira fylgi lærðra manna en leikra. Líklega hefuv prestastéttin verið honum ólík- ari og honum mótsnúnari 1 hjarta en aðrir landsmenn, og öll hennar veraldaraðstaða var fullkomin orsök þess, — öll hin séríslenzka stefna kirkjunnar var sem gróin við hugsjónir hinna kyrrlátu bænda, sem hata vík- ing, jafnvel þótt hann fari fram í guðsnafni og með aðferð Guð- mundar Arasonar. Kristfé voru eignir, sem guði voru gefnar með þeim skilmála, að leigugjald ábúenda þeirra rynni til guðsþakka, helzt fá- tækraframfæris. En samkvæmt kristinni trú eru allar eigur af guði gefnar mönnunum eða rétt- ara sagt léðar um stund og þess vegna allar Kristfé, sem þeim ber að skila leigugjöldum af til guðsþakka. Þætti mönnum hag- speki Guðmundar óvíða rætast svo sem í Reykjahlíð. gat hann haldið því strangar á réttlætis- kröfunni til afgjalds af öllu Kristfé á Islandi, öllu því, sem kristnum mönnum var léð. Dýrk- un fátækra á Guðmundi fram eftir öldum var langmest stund- uð í þeim tilgangi að helga þá réttarkröfu, og áleitni kröfunnar má marka af þeirri óvild, sem Gvendur góði mætti á flestum tímum og mætir jafnvel enn. Það ætti ekki að þurfa að taka fram, að Gvendur góði er ekki samherji neinnar þjóðmálastefnu nú á tímum né í fyrirsjáanlegri framtíð. En jafnt fyrir því er gaumur gefandi að víkingasögu hans og víkingsrausn. Samtíðin. Galdramenn á írlandi olli óláninu. Fjölskyldan virtist enga óvini eiga og að því er hún best vissi, hafði hún hvorki í orði né verki móðgað nokkurn mann upp á síðkastið. Þá datt manninum í hug að spyrja hvort nokkur á heimilinu hefði nýlega lánað einhvern hlut úr járni, og eftir það var málið auðvitað ljóst. Konan, sem fékk lánaðan pott- inn, brendi sig nú í hvert skipti, sem hún ætlaði að nota hann og í dauðans ofboði flýtti hún sér að skila honum aftur, og þar með féll allt í ljúfa löð. Lesb. Mbl. ♦♦♦ I Ulster á írlandi er trú manna mjög sterk á þeirri tegund galdra, sem nefnist illt auga, enda kvað það vera algengasta fyrirbrigðið á þessu sviði. Eg þekki f jölskyldu þar sem meðlimirnir eru sagðir .hafa þetta svonefnda illa auga. Menn trúa því, að þetta geti valdið krankleika í skepnum og jafnvel dauða, með því einu að horfa á þær. Maður, sem eg átti tal við um þessa hluti, sagði mér, að eitt sinn hefði hann átt nokkur svín, sem hann var í þann veginn að reka af stað á markaðinn, þegar þau urðu allt í einu veik á leyndardómsfullan hátt og drápust innan fárra stunda. — Hann fullyrti, að þetta hefði átt rót sína að rekja til þess, að einn meðlimur fyrnefndr ar fjölskyldu hefði “horft á” svínin sín. Sami maður sagði mér frá öðrum nágrönnum sín- um, sem fyrir mörgum árum hefðu átt nokkurskonar tilbera. Þessi “tilberi” var eins og kaðal- spotti í laginu, fléttaður úr hári, sumir segja mannshári. Ef til- berinn var dreginn yfir döggina snemma morguns í beitarhögun- um, kom allur rjóminn af kúa- mjólkinni til eiganda tilberans. í Antrim er sögð saga um prest nokkurn, sem eitt sinn sá konu eina strjúka döggina í haganum og tauta um leið fyrir munni sér: “Allt til mín, allt til mín!” Presturinn varð steinhissa og sagði: “Og helming til mín!” Presturinn varð meira en lítið undrandi næsta morgun, þegar kýrnar hans mjólkuðu svo mik- ið, að ráðsmaðurinn vissi ekki, hvað hann átti að gera við mjólkina. írland er landbúnaðarland, og þess vegna eru flestir galdrarnir að einhverju leyti í sambandi við húsdýr, mjólk, smjör og fleira því um líkt. Þar eru þúsundri sagna um galdranornir í héralíki, sem leggjast á kýrnar og stela mjólk. I Ulster er það hérinn, en ekki svartur köttur, sem er hinn venjulegi fylgifiskur galdranorn- anna. — Það var aðeins ein leið til þess að vinna á galdranorn í héralíki. — Það var að blanda púðrið með silfri. Eg hefi heyrt margar sögur um menn, sem skutu héra, en þegar þeir gættu betur að höfðu þeir, sér til mik- illar undrunar, gert út af við kerlingarrýju. Það lítur út fyrir að flestir írar hafi á árum áður verið vanir að blanda púðfið silfri, svo til þess að vera við öllu búnir. Víða til sveita í Ulster, ber enn að líta skeifur negldar á stokka. Ef einhver hlutur úr járni er lán- aður galdrahyski, er sá, sem lán- ar slíkt, undirorpinn allskonar göldrum og óláni. Eg heyrði sögu af konu, sem lánaði eitt sinn einn af þessum þrífættu pottum, sem allsstaðar gefur að líta á írlandi. Þegar í stað tóku einkennilegir atburðir að gerast. Kýrnar mjólkuðu ekki öðru en undanrennu, hestarnir voru eirðarlausir, eitt barnanna veikt- ist og allskonar ólán elti fjöl skylduna. Fj ölskylduvinur nokk- ur stakk upp á því, að hér væri eitthvað óhreint á seyði og fékk talið fjölskylduna á að senda eftir manni, sem hafði getið sér frægðarorð fyrir að kveða niður drauga. Þessi maðúr virtist sjálfur hafa verið slunginn galdralistinni. Það lítur út fyrir að hafa verið mikil keppni milli galdranorn- anna í Ulster og ef einhver var ásóttur gat hann leitað á náðir annars draugs. í tilfellinu, sem minst var á hér að ofan, var maðurinn, sem leitað vai* til vandræðum með að vita, hver Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL PhysMan & Burgeon • Oi MEDICAL, ARTS BLDO. Slmi 93 996 Heimili: 108 Ch&taway Slmi 61 028 DR. A. V. JOHNSON Dentiat »0 6 SOMERSET BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Frá vini DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur I Augna, Eyrna, nef oe hálssjúkdómum 416 Medical Arta Building, Graham and Kennedy St. Skrifatofuslmi 93 851 Heimasimi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. talenekur lyfaali Völk getur pantaC meSul annaC meC pðstl. Fljðt afgrelCsla. og A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talstmi 26 444 HALDOR HALDORSON byggingameistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE »6 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountanta 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Phone 49 469 Radio Servlce Speclallsts ELECTRONIO LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. 6» Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slml 95 227 Wholeaale Dtatrtbutora of FREBB AND FROZEN FI8H MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercoyitch, framkv.atj. Verzla I he'.ldsðlu meO nýjan og froslnn fisk. 308 OWENA ST. Skrlfstofuslmt 85 85» Heimaslmi 66 468 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Belnt suCur af Banning) Talslmi 30 877 ViOtalstlmi 8—6 a. h. Dt. e. johnson 304 Eveline St. Selkirk Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 230 Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlmknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor Portage Ave. og Smith 9%. PHONE 96 952 WINNIPEG \tyuiios Þhone 96 647 U Legstelnar aem skara íramúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmarl Bkrifið eftir verOakrd GILLIS QUARRIES. LTD. 14 00 Spruce St. Sími 28 893 Winnipeg, Man. J. J. SWANSON A CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC. bífreiCaábyrgO, o. s. frv. Phone 97 538 ANDREWS, ANDREW8 THORVALDSON AND EGGERTSON LOgfrœðingar 299 Bank of Nova Scotia Bldc Portage og Garry 8t. Slmi »8 891 Blóm slundvíslega afgr«ldd THt_________________ LTD. ROSERY StofnaO 1905 4 27 Portage Ave. Sími 97 4 66 Winnipeg. GUNDRY & PYMORE LTD. Brlttsh Quality — Flsh Netttog «0 VICTORIA STREŒT Phone 98 211 vVlnnlpag Manager, T. R. TBORFALDBOM Your patronage wiU be ippreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. E. Page, Managing Dtrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Flsh. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917. — LOANS — At Rates Aúthorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES FINANCE COUP. LTD. Licensed Lend.rs Established 1929 403 Tlme Bldg. Phone 21 48»

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.