Lögberg - 10.05.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.05.1945, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. MAÍ, 1945 ÁHUGAA4ÁL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Stríðslok í Evrópu Styrj'öldinni í Evrópu er lokið. Loks er þessi langa dimma nótt hörmunga, þjáninga og sorga að líða hjá. Það er tekið að birta af dagi. En sigurfögnuður okkar er sorgum blandinn. Við minnumst hinna mörgu gjörfulegu ungu manna, sem látið hafa lífið til þess að vernda frelsi okkar. Við minnumst hinna sorgmæddu for eldra, sem ekki munu heimta syni sína til baka, við sjáum móðurina, hvíthærða fyrir aldur fram, sem aldrei framar fær að faðma að sér soninn, sem hún ól á brjóstum sér. Við sjáum ungu ekkjuna með litla föðurlausa barnið sitt, leggja einmana fram á ævibrautina; við sjáum ungu heitmeyna lauga brúðarkjólinn sinn tárum og leggja hann á kistubotninn. Hún fær e. t. v. aldrei að njóta hamingju hjóna- bandsins né móðurgleðinnar. Stundum þarf meira hugrekki til að lifa heldur en að deyja. Með hugrekki og hljóðu trún- aðartrausti hafa þessar konur gengið í gegnum þessa miklu eld- raun, brostinna vona og sorgar. Þær treysta því að þessi mikla fórn verði til þess að aðrar kon- ur þurfi ekki að líða á sama hátt í framtíðinni. Þær treysta því að aldrei aftur, í nokkru landi, nái þeir menn völdum, sem fyrirlíta kenningar Krists, fyrirlíta og kúga þá sem eru minnimáttar, svifta konur rétt- indum sínum, taka af mæðrum börnin og spilla hugarfari þeirra, sverta sálir þeirra með hatri til annara. Þær treysta því að aldrei framar verði varpað sprengjum á saklaus börn og á varnarlaus- ar konur og menn; að í fram- tíðinni megi mönnunum auðn- ast að lifa saman í sátt og kær- leika eins og kristnum mönn- um sæmir. Ástvinir þeirra lögðu fram líf sitt í því trausti að þetta gæti orðið. Um leið og við finnum til djúprar samúðar með þeim, sem mist hafa ástvini sína í þessari styrjöld, fögnum við af öllu hjarta með þeim, sem nú munu bráðum endurheimta syni sína, eiginmenn, bræður og ástvini. Hinu þunga kvíða fargi hefir nu verið létt af þeim; þeir eru að koma til baka og þegar þeir koma byrjar nýtt líf, bjart og vonríkt. Staða konunnar í atvinnulífinu Það eru ekki ýkjamargir ára- tugir síðan að það var talið sæmilegt að stúlkur og konur leituðu sér atvinnu utan heimilis ins. Þá var það hefð að stúlkur nytu framfærslustuðnings frá feðrum sínum fram að giftingu og hlýddu möglunarlaust boðum þeirra og banni; svo tók eigin- maðurin við umsjánni og ábyrgð inni af föðurnum. Að ala börn, annast um heimili og sýna fórn- fýsi var hin eina köllun kvenn- mannsins í þá daga. Þær stúlkur sem ekki giftust áttu ekki sjö dagana sæla. Það hefði þótt nálgast byltin^u ef þær hefðu kraíist þess að fá að ráða því sjálfar hvernig þær öfluðu sér lífsnauðsynja. Einstaka ógiftar stúlkur fengust þó við kennslu en flestar urðu að hlýða umsjá feðra sinna eða annara ætt- menna. Það var litið niður á þær, og þær urðu fyrir spotti og voru kallaðar pipar-meyjar. Þetta ástand var eðlilega ó- þolandi fyrir allar hugsandi kon- ur; þær hófust handa og kröfð- ust frelsis. Hin langa og sögu- lega barátta kvenna fyrir frelsi og jafnrétti verður ekki rakin hér. Pólitískt jafnrétti kvenna er nú tekið, sem sjálfsagður hlutur og nú hafa stúlkur fullan rétt til þess að kjósa sér atvinnu.ut- an heimilisins. Hjónabandið er nú ekki lengur þeirra eina at- hvarf. Þær þurfa nú ekki lengur að hvíða því að þær verði að lifa upp á náð skyldmenna sinna ef þær ekki giftast. Og engri skynsemisgæddri manneskju dett ur nú í hug að tala með lítils- virðingu um nokkra konu fyrir þá einu sök að hún hefir ekki gifst; henni er ekki fremur tal- ið það til saka en karlmönnum, sem ekki giftast. Á fyrri styrjaldarárunum 1914 —1918, fóru þúsundir stúlkna úr föðurhúsum, til að vinna á skrif- stofum, verzlunum við kennslu og hjúkrun o. s. frv. Nú á þessum síðustu styrjald- arárum hafa þær, svo þúsundum skiftir, tekið að sér vinnu í verk- stæðum og vopnasmiðjum, og margvíslegum iðnaðarfyrirtækj - um. Þær hafa og tekið að sér margvísleg störf, sem fram á þennan dag hafa verið talin að- eins karlmönnum fær. Giftar konur og mæður hafa einnig á þessum stríðsárum svo þúsundum skiftir, tekið að sér atvinnu utan heimilisins. Að stríðinu loknu kemur að því að þessar konur verða að ákveða hvort þær eigi að halda áfram slíkri vinnu eða ekki. 1 mörgum tilfellum verða konur þó engan veginn sjálfráðar í þessu efni. Mörgum þeirra verður sagt að þær hafi aðeins verið ráðnar meðan á stríðinu stóð og nú sé þeim guðvelkomið að hverfa heim. Allmargar konur munu taka þessu vel, einkum konurnar sem eiga fjölskyldu. Það hefir ekki verið auðvelt verk fyrir konur að annast um heimili sín og börn samhliða daglegri vinnu utan heimilisins. Eins og gefur að skilja, hlýtur það að hafa verið mæðrum, er stunduðu iðnaðarvinnu áhyggjuefni hvern ig líðan barna þeirra væri farið, jafnvel þó þær hafi getað komið þeim fyrir á dagheimilum með- an þær voru við vinnu sína. En svo munu ekki allar kon- ur taka því með þegjandi þökk að nú sé atvinnu þeirra lokið; sjálfstæðistilfinning þeirra hefir þroskast við það að fá sæmileg og reglubundin -vinnulaun; þær hafa haft ánægju af félags- skapnum við hitt verkafólkið; þær hafa haft ánægju af starf- inu og fundið til þess að þær hafi lagt fram sinn skerf til velferðarmála þjóðfélagsins. Þessar konur vilja ógjarnan láta segja sér upp atvinnunni. Nú ei mikið ritað og rætt um það hvort þessum konum, sem fengu atvinnu utan heimilisins á stríðsárunum, eigi að leyfast að skipa þessar stöður að stríð- inu loknu. Eins og menn muna, þá var það algengur siður fyrir stríð, að stúlkur voru sviftar atvinnu sinni þegar þær giftust. Talið var að giftar konur ættu ekki rétt á sér í atvinnulífinu. Margir telja það æskilegt eða jafnvel sjálfsagt að konur njóti fullkomins jafnréttis að því er snertir atvinnu við iðnfyrirtæki þjóðarinnar. Hinsvegar eru aðr- ir því sterklega mótfallnir og byggja skoðanir sínar á þeim gamaldags grundvelli að konur séu viðkvæmar verur, sem ekki þoli skarkala verksmiðju lífsins; þær eigi að ala börn og annasi um heimilið; það sé þeirra hlut- verk. Þeir láta sér jafnvel um munn fara, að konur ættu að vera skyldaðar til húsvistar og heimilisstarfa. Hin,ir róttækari fordæma slíkar þvingunar kenn- ingar og telja þær sverja sig í ætt við kenningar nazista og fasista; með þessu yrðu konur, helmingur þjóðfélagsþegnanna, gerður að réttlausum þrælum, sem yrði meinað að ráða því hvaða lífsstöðu þær helst vildu kjósa sér. Báðar þessar hliðar hafa nokk- uð til síns máls og mun þetta mál frekar rætt, frá báðum hlið- um í næsta blaði. Frh. Ferð til Vancouver Eftir G. J. Oleson. +++ III. Vancouver. Eg hafði aldrei komið til Van- couver eða á ströndina, en eg hafði heyrt margar sögur um veðurblíðuna og náttúrufegurð- ina og hin margvíslegu tækifæri þar; og Vancouver kom mér fyr- ir sjónir mjög svipað því sem hafði búist xið. Vancouver er orðin stórborg, þriðja í röðinni í Canada, aðeins Montreal og Toronto eru fólksfleiri, og þó er Vancouver ekki nema 60 ára göm ul. Fólksfjöldinn er sagður nú að vera þar yfir 400.000 en þó er borgin aðeins í barndómi. Eg er sannfærður um það að borg- in á blómlega framtíð fyrir höndum, sem iðnaðarborg og verzlunarmiðstöð. Hún á líka mikla framtíð sem siglingaborg. og verður með tímanum í fremstu röð hafnarborga á Kyrra hafsströndinni. Eru miklar líkur til þess, að stríðinu loknu, auk- ist verzlun frá Canada stórkost- lega við Austurlönd, og þá verð- ur Vancouver tengiliðurinn, sem hagnast mest á þeim viðskiptum, með tíð og tíma óefað byggist borgin suður á bóginn og strönd- in verður þéttbygð alla leið jafnvel til White Rock. Mér þætti ekki ólíklegt að áð- ur en fjórðungur aldar líður að borgin teldi miljón íbúa, borgin og ströndin sökum veðurblíð- unnar, verður regluleg paradís fyrir eldra fólk frá sléttufylkj- unum, sem vill setjast í helgann stein eftir langt dagsverk. Van- couver er nú talin að vera um 43 fermílur og færist óðum út, en borgin er enn á gelgjuskeiði, þar er mikið af gömlum og ó- vönduðum húsum og byggingum á ýmsum svæðum, og sökum loftslagsins eru húsin utan all- dökk og óhrein, og að því leiti er ekki bjart yfir borginni. En nú eru sem óðast að rísa upp ný hverfi með nýtízku byggingum mjög smekklegum, svo sem Shau ghessy Heights og víðar, þá eru þar ýmsar stórbyggingar sem væri prýði í hvaða borg sem er, merkust af öllum stórbygging- um er Hotel Vancouver, sem mætti vel jafna við Royal York í Toronto. Þetta hótel er hið- vandaðasta í öllu tilliti með um 800 herbergjum eftir því sem mér var sagt, þá er Marine bygg- ingin hæsta byggingin í borginni um 20 hæðir. Bæjarráðshöllin sem McGee lét byggja 1936, er vegleg bygging og skrautleg í fögru umhverfi, stendur hátt og sést úr turninum vel um alla borgina, var hún bygð með fjár- hagslegri hagsýni og fyrirhyggju var mér sagt að í ár yrði hún að fullu borguð, þar all-nærri er al- menni sþítalinn, heilmikið kerfi af byggingum og vel sæmileg- uni. Þá er Hudson’s Bay búðin mjög merkileg bygging, mjög svipuð Winnipeg búðirni, og Birks byggingin er með beztu verzlunar stórhýsum borgarinn- ar. Little Mountain um miðbik borgarinnar er hæð all-mikil og er þaðan útsýni gott um alla borgina þegar gott er skyggni, þar er lítið tilbúið stöðuvatn, sem mjög prýðir. Landslag í Van- couver er öldumyndað, hæðir og djúpir dalir, og er á ýmsum stöð- um ábrattann að sækja, verða þar víða mjög fögur umhverfi, þegar byggt verður upp á ný- tízku stíl, jarðvegurinn leizt mér yfirleitt fremur magur. Það er ýmislegt, sem einkennir Vancouver, þokan vissan tíma ársins, á haustin og fram á vet- ur þykir hvimleið og getur stund um hindrað umferð, rigningar eru tíðar á vissum tíma árs, en allir sýndust venjast rigning- unni, og kuldinn er ekki tilfinn- anlegur — frost eru mjög sjald- gæf, en þá er blessað sólskinið og veðurblíðan meiri hluta árs- ins og blómaskrúðið að sumrinu, sem alt bætir upp. Ýmsum fellur ekki tíðarfarið fyrst í stað en allir venjast því fljótt og allir sem eg talaði við, luku upp sama munni, allir sýndust ánægðir og lífsglaðir, engir vildu hverfa aft- ur austur í vetrarkuldann í Manitoba, eða austan fjalla. En að vísu hefur mér oft fundist það ekki höfuðatriðið að vera þar sem best er að vera og ekkr- ert er við að stríða, og alt er auðvelt, nei! það getur verið höfuðkostur að hafa eitthvað að berjast við. Þessi vísa skáldsins hefur mér ætíð þótt gullvæg: “Eg veit það er lánsælt að lifa og njóta, að leika og hvílast sem hugurinn kýs. En mér finst það stærra að stríða og brjóta, í stórviðrum æfinnar mannrauna ís”, Já, og þrátt fyrir alt, þá hefi eg ekki enn snúið bakinu við Manitoba vetrinum eða stórhríð- um sléttunnar, enda á eg orðið ’ æfinni fleiri vetur en sumar- tíðir, hvernig sem alt fer — og það geta nú margir sagt. Stanley Park er einn af merkustú skemti- görðum þessa lands, þar hefur mikið verið unnið en meira stendur til, hann er á skaganum milli English Bay og Burrards Inlet, — þar eru risavaxin tré fagrir vellir og ágætir vegir, úr Stanley Park yfir til West-Van- couver er farið yfir hina nafn- frægu Lions Gate brú þar sem innsiglingin er inn í Burrards Inlet, — fjörður þessi skerst inn í landið til austurs var mér sagt 18 mílur. Þessi merkilega brú er meira en míla á lengd, 1800 fet er milli stöpla, og 260 fet yfir vatnsflöt, og geta því hafskip siglt undir hana og inn á fjörðinn og höfnina. Brúin var bygð af brezkum peningamönnum og kostaði um 6 milljónir dala, vörður er við brúna og allir sem yfir hana fara verða að borga skatt, var mér sagt að borgað hefi verði í skatt s. 1. ár um $300.000. Skamt fyrir ofan brúna eru hinar nafnkunnu Capilano Estates, sem er undir yfirráðum brezkra auðmanna, þar er mikil náttúrufegurð, og mikið unnið til að prýða staðinn, þar hefir verið vel bygt upp, 26 mílur af ágæt- um nútíðar bílveg hefir verið bygður um landareignina og er nautn að keyra þar um. Það sem mesta athygli vekur þarna, er hinn prýðilegi golf leikvöllur, sem er með þeim beztu sem eg hefi séð, er víðáttan mikil og landslagið afar tilbreytilegt, og mannshöndin hefur unnið þar mikið verk, alt var skrúðgrænt og í blóma, þá er Capilano gjáin ofurlítið austar merkilegt nátt- úruundur, ofurlítill lækur eða á fellur eftir gjánni til sjávar, er hún skógi vaxin og tréin himinhá; skerst hún langt inn í landið til norðurs og upp til fjalla. Strengjabrú er yfir gjána neðarlega fyrir fótgangandi menn, en lengra upp með gjánm er gömul trébrú, sem ganga má yfir, er feykna hæð frá brúnm og ofan í gjáarbotn, sækir þang- að fjöldi fólks árlega að sjá þessl náttúruundur, átti eg góðvini mínum H. J. Thorson, sem heima á í West-Vancouver það að þakka að eg sá þessa staði og fleiri í borginni. Var hann ólatur og ósínkur að sýna okkur borgina og keyra okkur í kring, og er- um við í stórri þakklætisskuld. (Frh. á bls. 8) Many cancers can be cured today if treated early and properly. Protect yourself by leaming about the disease, and about facilities available for treatment in your Province. The battle against Cancer must be an all-out fight ii victory is to be won. Cancer takes 14,000 lives each year in Canada. From September 3rd, 1939, to january 31st, 1945. 32,155 Canadians lost their lives through this war. Dur- ing the same period, 75.833 Canadians were killed by Cancer. For information CONSULT YOUR D0CT0R ox wriie to THE MANITOBA GANCER RELIEF & RESEARCH INSTITUTE 221 Memoria! Boulevara. Winnipeg. Manilobo LEGGIÐ FÉ I SIGURINN! KAUPIÐ EINS MIKIÐ AF SIGURLÁNSBRÉFUM OG ÞÉR FRAMAST MEGNIÐ STYRKIÐ EINNIG RAUÐA KROSSINN + + This Space Donated by DREWRY’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.