Lögberg - 10.05.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. MAÍ, 1945
7
Y ngstu
lesendurnir
Jón og baunastöngullinn
Annar þáttur.
í húsi tröllkarlsins. Yfir glugg-
ann er hengt klæði. til að
mynda fataskáp; borð með kvöld-
mat framarléga á leiksviðinu;
stór stóll við borðið, bekkur til
hægri.
Kona tröllkarlsins: Lítil og
hrædd situr á bekknum og er að
flysja kartöflur. Barið á vinstri
dyr; skjálfandi af hræðslu flýtir
hún sér til dyra; opnar og Jón
kemur inn.
Jón: Góða kona, viltu gefa
mér að borða og lofa mér að
vera hér í nótt?
Konan: (Hrædd). Ö, eg má
það ekki.
Jón: Eg er svo þreyttur og
svangur. Eg er búinn að ganga
svo lengi.
Konan: Þú veist ekki hvað þú
biður um. Maðurinn minn er
tröllkarl, og hann étur fólk.
Farðu fljótt í burtu svo að hann
nái ekki í þig. (Ýtir honum út og
lokar).
Jón: (Ber aftur á dyr, hún opn-
ar loks og Jón kemur inn). Góða
kona gefðu mér bara að drekka
áður en eg fer; eg er svo þreytt-
ur og þyrstur.
Konan: Eg skal gefa þér að
drekka en svo verður þú að fara
strax.
Jón: Sest á bekkinn; hún sækir
vatn. Barið hátt á dyr; þau verða
bæði hrædd.
Konan: Það er maðurinn minn.
Hvað á eg að gera?
Jón: Feldu mig, feldu mig.
Konan: Hingað, hingað, fljótt.
(Hún ýtir Jóni ihn í fataskápinn;
flýtir sér til dyra; stór karl með
mikið hár og skegg kemur inn og
er reidilegur.)
Tröllið: Því léstu mig bíða?
(Þefar í allar áttir). Eg finn
lýkt af menskum manni!
Konan: Nei, nei, það er ómögu
legt; eg er eina menska mann-
eskjan, sem hér er.
Tröllið: (Þrumar). Eg finn
lykt af menskum manni!
Konan: Komdu, komdu, mat-
urinn er tilbúinn, seztu niður.
(Dregur fram stólinn).
Tröllið: Ekki fyr en eg finn
manninn. (Opnar dyrnar tii
hægri, lítur út; fer að klæða-
skápnum. Konan missir disk a
gólfið). Diskurinn minn! þú
braust hann. (Hún hnígur niðut
í stólinn hans). Sestu ekki á
stólinn minn!
Konan: (Hröklast til hliðar).
Eg skal sækja matinn þinn.
Tröllið: Eg vil ekki borða
strax. (Sest). Farðu og sæktu
peninga pokana mína.
Konan: (Fer út; kemur til
baka með tvo poka og leggur á
borðið). Er þetta alt?
Tröllið: Já, þetta er alt, farðu
nú út.
Hún fer; tröllið telur gullpen-
ingana; verður syfjaður, geispar,
dottar, sofnar og hrýtur. Jón hef-
ir verið á gægjum, læðist nú að
borðinu; tekur peningana og læð
ist í áttina til dyranna; rekst á
stól; tröllið vaknar, rekur upp
org og hleypur út á eftir Jóni.
Tjaldið.
Drengir og stúlkur: Lokaþátt ■
urinn verður birtur í næsta
blaði.
Huldukona.
Sönglist Indíána
endurvakin
♦♦♦
Fyrir nokkru stóð há og dökk-
eygð söngkona á pallinum í Town
Hall, sem er hljómleikasalur í
New York. Það sópaði að henni
í hvítri sauðskinnskápunni og
hún söng ljóð Indíánanna. Hún
gengur undir nafninu Hote
Caselle, en “Hote” er stytting
úr Hotemawa, sem er indíána-
mál og þýðir “spott-þröstur.” -—
Faðir hennar var óblandaður
Cherokee-Indíáni, en móðirin af
ítölskum og spánskri ætt. Mað-
urinn hennar, Athel Williams
major, er af enskum ættum en
nú foringi í ameríska landhern-
um, sem berst í Kyrrahafseyj-
um.
Caselle var í söngför um
Hawaii-eyjar þegar stríðið hófst
og hafði áður verið að syngja í
Ástralíu og New Zealand. Þá
hvarf hún til Bandaríkj anna og
hélt hljómleika í öllum suðvest-
urríkjunum áður en hún lét til
sín heyra í fyrsta sinn í New
York. Hún þykir einstök söng-
kona að því leyti, að henni er
jafn lagið að túlka trúarljóð
Indíána og klassiska tónlist.
“Söngvum Indíánana svipar
mikið til söngva austurlanda-
þjóðanna”, sagði hún nýlega í
viðtali eftir hljómleika sína.
“Tónlega er munur á þeim, en
OG NÚ
LYFTI EG
HÖFÐI
UPP YFIR
ÓVININA
UMHVERFIS
pESSVEGNA
BER EG
FRAM
1 TJÁLDBOB
HANS
PAKKAR
FÓRNIR
í SÖNG
OG LOFGJÖRÐ
TIL DROTTINS
Sálmur XXVI: VI
•'T. EATON C?-u,
orðin og hugsunin er allt gegn-
sýrt frumstæðum hátíðleik —
með tilbeiðslu til sólarinnar,
vatnsins og eldsins — með heilsu
samlegum ómi, sem lofar gróður
jarðar og er þrunginn af ást.
“Indíánaljóðin eru aðallega
trúarlegs efnis. Hljómlistin á sér
djúpar rætur í sál Indíánans og
er tengiliður milli þeirra og
máttarvaldanna, sem ráða jörð-
inni. Söngurinn er það mál
mannsins, sem nær til hinnar
guðlegu veru. Músik Indíánanna
er í sannleika þeirra hjartans
mál, ferskt og ilmandi eins og
prerían og fjallið, sem söngur-
inn er um.
Söngur þeirra er einfaldleiki
og fegurð sannleikans. Ef Chero-
kee-Indiáni fær heimþrá þá seg-
ir hann stjörnunum frá því, með
orðum og tónum. Þegar Zuni-
Indíánamóðir er að svæfa barn-
ið sitt þá raular hún yfir því
hljóðlátt lag. Indíánahljómlist-
in sýnir margskonar leiðir í
heiminum. Þó að hún sé fábreyti
leg og einhliða að því er snertir
lagafjölda og hrynjandi þá er
hún falleg og hefir mannfræði-
legt gildi.
“Heróp og stríðsljóð Indíána
úafa orðið víðkunn, en fáir
lekkja hina dýpri og fíngerð-
ari hljómlist þeirra, jafnvel ekki
Bandaríkj amenn. Það er þessi
tegund Indíánahljómlistar, sem
eg er að reyna að kynna. Eg hefi
alltaf klassiska sönglist á sömu
söngskránni — söngva frá ítalíu
og Frakklandi og Spáni — og
á þann hátt fæ eg áheyrendur
úr ýmsum áttum, sem smátt og
smátt kynnast Indíánasöngvun-
um, um leið og þeir heyra hitt.
Þjóðlög allra þjóða eiga sér-
stakan tilverurétt eins og sakir
standa, því að á styrjaldartím-
um hrærast hinar dýpri tilfinn-
ingar þjóðanna, en frumlæg
músik er jafnan sprottin af inni-
legri tilfinningu. Indíánarríir
leggja fram sinn skerf til þess
að hjálpa Bandaríkjunum í
styrjöldinni. Þeir eru þögult
fólk en tilfinninganæmt.”
— Hote Caselle er fjörleg kona
og falleg. Hún klæðist einfald-
asta búningi Indíána, venjuleg-
um hvítum sauðskinnskjól með
mislitum leggingum og ind-
versku “koffri” um ennið. Ame-
ríkanska tónskáldið Charles
Wakefield Cadman, sem samdi
Indíána-óperuna “Shanewis” er
frumsýnd var á Metropolitan í
New York 1918, er hrifinn af
meðferð hennar á lögum hans.
Hún sótti hann heim eitt sinn er
hún var á söngferð í San Diego
í Californiu, en þar á hann
heima. Eitt besta lag sem hún
syngur er eftir Cadman og heit-
ir “Song of the Robin Woman”,
en þar sýngur hún bergmál svo
veikt að undravert þykir.
Hvað klassiska tónlist snertir
er Hote Casella ekki við eina
fjölina feld. Hún syngur lög eft-
ir Debussy, Handel, Scarlatti, De
Falla, Mosart og Saint Saens.
Eins og margir, sem komnir eru
af ýmiskonar þjóðerni er hún
mjög fær í tungumálur'n. Hún
fæddist í Texas en fluttist til
Californiu 1% árs, og ólst þar
upp. Manni sínum kynntist hún
á Hawaii.
Fálkinn.
íslenzk dansmœr vekur
athygli á sér í New York
♦♦♦
Sígríður Theódóra Ármann,
sem fór til New York síðastliðið
vor til að fullnema danslist sína,
tók kennarapróf í samkvæmis-
dönsum, steppi, acrobatic, spönsk
um dönsum og barnadönsum rétt
fyrir jól í vetur. I sambandi við
próf þetta, skrifar kennari henn-
ar, Mr. Louis H. Chalif, um hana
eftirfarandi:
— Það tæpa ár, sem Sigríð-
ur hefir stundað dansnám sitt
undir umsjá minni, hefir hún
Ketill Valgarðsson
frömuður og landnámsmaður
♦♦♦
Með þessum þreytta og aldur-
hnigna manni er óvenjumikill
starfs og athafnamaður til mold-
ar genginn, svo að fáa slíka er
að finna, þó víða sé leitað.
Hann var fæddur að Kolgröf-
um í Eyrarsveit í Snæfellsness-
sýslu, 29. okt. 1861. — Foreldrar
hans voru Valgarður Jónsson er
lengst bjó að Akurtröðum í Eyr-
arsveit; náfrændi Valgarðs Ó.
Breiðfjörð kaupmanns í Reykja-
vík —’og Kristín Brynjólfsdóttir.
Ketill fluttist ásamt föður sín-
um vestur um haf 1878, settust
þeir feðgar að við Islendingafljót
og voru þar um hríð, en fluttu
næsta vor ofan til Sandy-Bar, og
þar andaðist Valgarður 1881. Um
næstu ár mun Ketill hafa talið
heimili sitt vera í Nýja-íslandi,
en vann ýmsa vinnu sem fyrir
kom, — á járnbrautum, við fiski-
veiðar úti á vötnum, en settist
svo von bráðar að í Winnipeg.
Árið 1887, þann 7. des. kvæntist
Ketill, Soffíu Sveinbjarnardóttir
frá Saurum í Laxárdal í Dala-
sýslu. Voru þau gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Bjarna-
syni. Foreldrar Soffíu voru Svein
björn Jónsson, bóndi að Hara-
stöðum á Fellsströnd í Dalasýslu
og miðkona hans, Guðrún að
nafni. Sveinbjörn, faðir Soffíu
var albróðir Gísla Jónssonar frá
Saurum, er var nafnkunnur mað-
ur um síðari hluta 19. aldar, bæði
heima, og einnig hér vestra.
Ketill* og Soffía settust að í
Winnipeg, og bjuggu um nokkur
ár að 520 McGee St., í húsi er
þau áttu sjálf, þar fæddust börn
þeirra, er hér skulu talin: Svein-
björn, trésmiður, búsettur á
Gimli, tvíkvæntur, fyrri kona
hans var Blanche Bristow, látin
1930. Síðari kona hans er Cath-
erine Cook. Kristín, gift Guð-
mundi J. Johnson hárskera í
Winnipeg, og Valentínus, skóla-
kennari í Moose Jaw, Sask.,
kvæntur Þórunni Vilhjálmsdótt-
ur Sigurgeirssonar. Þrjú börn
mistu þau í æsku
Fyrstu árin eftir giftingu, vann
Ketill í þjónustu Winnipeg borg-
ar, sem óbreyttur verkamaður,
en síðustu árin, 1892—94, sem
verkstjóri. Árið 1894 hóf hann
mjólkurverzlun, og varð hún
brátt í stórum stíl og farnaðist
hún vel. Síðar keypti hann land-
spildu við norðvesturhorn á
Simcoe og Ellice Ave., þangað
færði hann hús sitt, og búslóð
árið 1899. Þar bjó hann og rak
mjólkurverzlun til 1. september
1903, er þau seldu eignir sínar
og verzlun og fluttu til Gimli,
með því áformi að byrja bú-
skap þar í sveit. Þeim hafði bún-
ast vel í Winnipeg, enda var
Ketill Valgarðsson
iugnaður þeirra hjónanna beggja
alveg frábær. Soffía, kona Ketils
var hin mesta ráðdeildar og
dugnaðarkona, greind eins og
hún átti kyn til, og umhyggju-
söm um alla hluti, er að heimil-
inu lutu og börnum hennar og
eiginmanni; stór í skapi, en jafn-
lyndj og börnum sínum hin á-
gætasta móðir.
Eftir að þau komu til Gimli
breyttist áætlun þeirra, svo að
ekki varð af því að þau byrjuðu
búskap þá þegar; en þess í stað
setti Ketill þar á stofn mjöl og
fóðurverzlun. Jókst verzlunin og
blómgaðist. Árið 1906, keypti
hann land, vestanvert við Gimli,
sem var kallað Aðalból. Þar var
alt skógi vaxið og í órækt. Vann
hann þá þegar að því, með sín-
um alkunna dugnaði að fella
skóg á landinu, er hann lét flytja
til Winnipeg. Um það skeið hafði
hann oft marga menn í þjónustu
sinni. Árið 1909, seldi hann verzl-
un sína og flutti á landið, byrjaði
hann á stórfeldum jarðabótum;
ber þess enn miklar menjar, eft-
ir þessi mörgu hjáliðnu ár. Þar
bygði hann stórt og vandað íbúð-
arhús.
Eftir ellefu ára stöðuga vinnu ■
baráttu á landi sínu, seldu þau
þú sitt árið 1920. Þá voru börn
þeirra þroskuð og að heiman
farin. Fluttu hjónin þá inn í
Gimli-bæ, bygðu sér þar snot-
urt og ágætt hús. Þar bjuggu
þau ávalt utan hálfu ári, er þau
dvöldu hjá Valentínusi svni sín-
um í Moose Jaw. Á heimili
þeirra á Gimli, andaðist Soffía
28. janúar 1938, eftir langa og
merka starfsæfi.
Jafnan höfðu þau Ketill og
Soffía látið íslenzk félagsmál,
einkum safnaðarmál xumhverfis
síns, til-sín taka. Þegar að nokkr-
ir íslendingar í suður og vestur
hluta Winnipeg, undir umsjón
séra Hafsteins Péturssonar,
myndúðu Tjaldbúðarsöfnuð,
voru þau meðal stofnenda hans;
og voru jafnan meðal beztu
styrktarmanna hans, meðan þau
dvöldu í Winnipeg. Um hin
mörgu ár er þau bjuggu á Gimli
og á Aðalbóli voru þau unn-
endur og styrktarmenn Gimli
safnaðar. Var Ketill oft í safn-
aðarstjórn bæði fyrr og síðar.
Honum var mjög annt um vöxt
og viðgang safnaðar sms og
kirkju. En stundum átti hann
erfitt með að sætta sig við þann
seinagang og áhugaskort er oft
gætir í félagslegum málum. Þau
árin sem eg þjónaði Gimli presta
kalli var hann oftar en hitt, í
safnaðarnefnd; fann eg hann að
vera góðan samverkamann, hrein
skilinn og ábyggilegan er vildi
heill og heiður þess málefnis.
Áhugi og kapp einkendu alla af-
stöðu hans í þeim málum, sem
og öllum málum er hann lét sig
skifta.
Eftir lát Soffíu mun Ketill
lengst af hafa dvalið á Gimli,
.utan þess að um hríð var hann
hjá börnum sínum. Árið 1941,
19. desember, kvæntist hann og
gekk að eiga Steinunni Sigurðar-
dóttur, ættaða úr Austur-Land-
eyjum í Rangárvallasýslu, góða
konu og þróttmikla, af góðu og
þrekmiklu fólki komna. Stund-
aði hún hann af snild og var
hans önnur hönd í langvinnum
veikinda stríði hans. Hann and-
aðist að heimili sínu, þriðjudag-
inn 20. febr. kl. 3.30 árdegis. Þann
dag var höfð stutt kveðju at-
höfn á heimili hans, var líkið
flutt til Winnipeg og fór útför-
in fram frá útfararstofu A. S.
Bardal, þann 23. febrúar að við-
stöddum nánustu ástvinum hans
og mörgum fornvinum og kuijn-
ingjum.
Þegar eg hugsa um þennan
iátna landnámsmann og frum-
herja, finn eg til þess að um
margt var hann sérstæður mað-
ur, sem ekki batt bagga sína
með sömu handbrögðum og sam-
ferðamenn hans. Dugnaður hans
var fágætur, atorka hans og iðju-
sem engu að síður. Hann krafðist
mikils af sjálfum sér og öðrum.
Hann fann sælu í hinni sigur-
sælu baráttu, hversu torsótt sem
hún var. Ráðdeild og framsýni
í fjárhagslegum málum átti hann
í ríkum mæli. Sjálfstæður að
skapferli til, fann hann sælu í
efnalegu sjálfstæði. Oft var hann
öðrum fyrri til að rétta nauð-
stöddum hjálparhönd. Bardaga-
maður var hann og gat verið
stórhöggur og óvæginn. En hann
átti einnig barnslega hreinskilni
og bljúga lund og viðkvæma.
Börn hans, vel gefin og mann-
vænleg voru honum til mikillar
gleði; lét hann sér jafnan annt
um heill þeirra og hag. Ástvin-
ir hans og vinir minnast hans
með þakklæti. Samferðafólkið
ber ,í þakklátu minni víkinginn
með barnshjartað.
Heill heimkominn í betri til-
veru eftir stormá og stríð liðins
dags!
S. Ólafsson.
reynst (most exellent pupil) —
hin ágætasta námsmey frá
hvaða hlið sem litið er, og sér-
staklega eftirtektarvert er hve
Sigríði hefir tekist, að laga sig
eftir landsiðum hér, nema mál-
ið og kynna sig samverkafólki
sínu, með stöðuglyndi sínu og
greind, enda er hún elskuð,
bæði af kennurum sínum og
skólasystkinum.
Sigríður hefir nú seinustu
mánuði námsins sýnt eftir-
tektarverðan þroska og hæfi-
leika í ballet listinjni, og
bæði hún og kennarar hennar,
verða þess varir, að hún getui
öðlast hvorutveggja í senn, að
verða ágæt dansmær (exellent
stage performer) og fullkominn
kennari, — með því að nema í
eitt ár enn.
Sigríður eru ung, (16—% árs
gömul) og því á réttum aldri
til að nema þessa list. Þegar
hún svo fer heim, leggjum vér
áherzlu á, að hún með andagift
(inspiration) sinni og leiðbein-
ingum í þessari list, gefi þjóð
sinni tækifæri til að sjá íistdans
á hæsta stigi (the most artis-
tic dancing possible), sem áreið-
anlega ekki er daglegur vtið-
burður á Islandi. Vér vitum að
Sigríður getur gert þetta.
Vér höfum því ákveðið, að
Sigríður haldi áfram námi sínu
í eitt ár ennþá, til að fullnuma
sig með stöðugum æíingum í
list ballet (classical battle),
steppi og acrobatic. Hún mun
einnig nema uppbyggingar og
samsetningarfræði balletsins
(choreography and compositi-
on), þannig að hún verði höfuð
persóna balletsins, engu síður
en dansmær og kennari. Sigríð-
ar bíður glæsilegt hlutverk, að
verða leiðandi dansmær í ætt-
landi sínu. Vér vitum að hún
hefir hæfileikana til þessa, og
vér erum stoltir af það eiga okk-
ar þátt í því.
Vér vonum og vitum að Sig-
ríði og oss veitist tækifærið að
fullkomna verkið.
Mbl. 11. febr.
í Leonia var maður nokkur
sektaður fyrir að brjóta heil-
brigðisreglur bæjarins með því
að hafa hest í híbýlum sínum.
Tveir innbrotsþjófar höfðu
brotist inn hjá klæðskera.
— Sjáðu verðið á þessum föt-
um hérna, sagði annar þeirra.
— Já, sagði hinn, hreinasta
rán, kunningi, hreinasta rán. —
Hér kaupi eg mér aldrei för.
— Standið rétt og upp með
höfuðið 86.
— Já, herra liðsforingi.
— Nei, hærra með höfuðið —
og látið það ekki síga niður
strax aftur.
— Á eg altaf að ganga með
höfuðið svona?
— Já, alltaf.
— Þá ætla eg að kveðja yð-
ur, herra liðsforingi, því að þá
sé eg yður ekki lengur.