Lögberg - 10.05.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.05.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. MAÍ, 1945 Áfangastaður á flugleiðum heims Samtal við Agnar Kofoed-Hansen ±M- Eins og að líkum lætur, eru flugsamgöngur milli Islands og annara landa mjög á dagskrá meðal manna um þessar mundir. Leiðirnar um loftin eru að opn- ast fyrir okkur Islendinga. Sýni- legt orðið, að þær vonir rætast, sem menn hafa alið í brjósti í tvo áratugi eða lengur, að hér á landi verða viðkomustöðvar í langflugi milli landa. Einn þeirra manna, sem lengst hefir starfað að flugmálum hér á landi, er Agnar Kofoed Hansen, lögreglustjóri. Hann var, sem kunnugt er, á flugmálaráðstefn- unni í Chicago. Hann er því manna kunnugastur meðal ís- lendinga, hvernig viðhorfin í þessum málum eru í dag. Nýlega hitti eg hann að máli, og bað hann að segja mér frá því, hvernig hann teldi að flug- samgöngum milli íslands og annara landa mundi verða hag- að í framtíðinni. Hér á árum áður töldu menn að það myndi ekki vera nema stutta stund, að hilgsað yrði um að hafa viðkomustaði á íslandi fyrir flugvélaf, sem notaðar yrðu til flutninga milli Evrópu og Ameríku yfir líorðanvert Atlans- haf, því brátt væri flugtækninni farið svo mikið fram, að menn hirtu ekki um að skifta flug- leiðinni yfir hafið í 2 til 3 áfanga, og þá yrði flogið beint milli meginlandanna, ellegar syðri áfangaleiðina um Bermuda og Asoreyjar, því þar suður í góð- viðrinu myndu flugskilvrði að jafnaði vera betri. Nú skilst mér, sagði eg við Agnar Kofoed-Han- sen, að menn hafi að einhverju leyti breytt um skoðun. Þó flug- tækjunum fleygi fram á næstu árum, þá munu menn ekki hverfa frá því, að hafa millistöð á lang- flugferðum hér á landi. Eg bað Agnar Kofoed-Hansen, að skýra þetta fyrir mér í stuttu máli, komst hann að orði á þessa leið: “Flugleiðirnar yfir Atlanshaf á norðurhveli eru þrjár, nyrsta leiðin, sem liggur um Island með viðkomu í Grænlandi, þegar svo ber undir, beina leiðin, milli New-Foundlands og Bretlands, og syðsta leiðin, um Bermunda- og Asoreyjar. Fjöldi flugmanna er nú orðinn kunnugur öllum þessum leiðum. Ef flugmaður, sem þekkir þær allar af eigin raun, er spurður hvaða leið hann vildi helst kjósa sér, þá mun það koma í ljós, að álit þeirra er því nær einróma. Þeir kjósa helst nyrstu leiðina um ísland, sem þá hentugustu. Ástæðan til þessarar reynslu þeirra er m. a. sú, að þegar flogið er svo norðarlega, þá eiga flug- menn auðvelt með að komast upp úr öllum óveðrum. Hér norður frá er ekki eins langt upp í “há- loftin”, sem við köllum, eða stratosferuna, eins og þegar sunnar dregur. Á norðurleiðinni geta flugmenn komist upp úr öllum óveðrum í 8—12 þús. feta hæð, og fljúga þá í sólskini öll- um skýjum ofar. En sunnar á hnettinum þurfa þeir að fara mikið hærra til þess að komast yfir óveðrin. Fyrir flugmenn er það ákaflega mikilsvert að geta farið ofar skýjum, því þegar flogið er í þoku, þá hefir þokan truflandi áhrif á allar loftskeytasendingar, svo skeytasamband er ekki eins tryggt milli flugmanna og land- stöðva, eins og þegar flogið er í bjartviðri. Annað er það, sem gerir Asor- eyja leiðina ótryggari og erfiðari, en nyðri leiðirnar, að þar syðra er veðurspá erfiðari en hér, vegna þess að hér um slóðir eru lægðir og stormsveipar stöðugt í rásinni en suður frá. Lægðirnar fara hér að mestu leyti sínar kunnu brautir. En syðra takí þær oft upp á því, að snúa við, og er ekki hægt að spá þeim dutlungum fyrir fram. T. d. flugmenn bíða í Ber- mudaeyjum og eru á austurleiö með viðkomu í Asoreyjum, lægð er nýfarin framhjá Asoreyjum, og flugmönnum er símað, að nú séu veðurhorfur góðar, þá hefir reynslan sýnt, að þeir eiga það á hættu, að sú veðurspá reynist röng. Því þegar lægðin er ef til vill komin stutta leið fram hjá Asoreyjum, þá getur hún hafa snúið við sömu leið til baka, svo veður verður þá uppá það versta, þegar flugmenn koma til Asoreyja. Alt 'öðru máli er að gegna hér norðurfrá. Hér fara lægðirnar að mestu leyti sínar alkunnu leiðir, og séu þær komn- ar framhjá einhverjum stað, er ekki hætta á, að þær skyndilega snúi við aftur til sama lands. En auk þess er suðurleiðih, eyjaleiðin, langtum lengri milli Ameríku og Evrópu en nyðri leiðirnar. Beina leiðin milli New Found- lands og Bretlands hefir vitan- lega marga kosti. Hún er styst. Þo liggur stysta loftlínan milli þessara landa ekki ýkja langt fyrir sunnan Island. Svo krók- urinn, sem farinn er til þess að hafa viðkomu hér, er ekki mikill, minni en menn almennt gera sér í hugarlund. Þegar flugvélar verða smíðað- ar ennþá hraðfleygari en þær eru nú, og fullkomnari á marg- an hátt, þá má gera ráð fyrir mikilli flugumferð eftir þessari leið. Farþegaflugvélar, sem nú eru smíðaðar, geta flogið 306 mílur á klst. Þegar þrýstilofst- mótorar verða notaðir, verður hraðinn líklega 400—500 mílur á klst. Og þegar rakettuumbún- aður kemur til sögunnar til þess að auka hraðann, þá getur hann orðið 1000 mílur á klst. Þó alt þetta komi til sögunnar, verður eftir sem áður hentugt að hafa millistöð fyrir flugið hér á landi. Með því að hafa viðkomustað hér, þá er hver áfangi mikið styttri, en þegar flogið er beint yfir hafið. Á þessari leið þarf því ekki að taka eins mikið bensín með sér, þegar lagt er af stað. Þessvegna verður hag- nýtt burðarmagn vélarinnar meira, ef flogin er nyrsta leið- in, og fargjöld og farmgjöld geta því orðið ódýrari, þar sem hægt er að taka því meiri farm, sem áfangar verða styttri. Enn annað kemur hér til greina. Reynslan hefir sýnt, enda kemur hún vel heim við fyrri athuganir veðurfræðinga, að rétt er að haga flugferðum yfir norðanvert Atlanshaf nokkuð eftir því, hvernig vindstaðan er jafnaðarlegast. Ef flogið er beina leið vestur um haf frá Bretlandi til New Foundlands, þá má bú- ast við því, að flugmenn fái mót- byr, því á þessari leið eru vest- lægir vindas ríkjandi. Sú flug- leið er því mikið hentugri fyrir þá, sem koma að vestan. Þeir geta vænst þess að fá blásandi byr, sem léttir þeim flugið og eykur hraðan. En aftur á móti liggja storm- sveipar oft þannig, að þeir sem fljúga héðan vestur, þeir fá byr vesturyfir. Sé því ekki að heilsa og flugmenn sem fara íslandsleið ina fái andbyr, þá gerir hann minna strik í reikninginn, þegar áfangar eru styttri, heldur en þegar farnir eru lengri áfangar, eins og t. d. beina leið milli Bret- lands og Bandaríkjanna. Líklegt er því, að í framtíð- inni leggi flugmenn leið sína þannig: Að þeir fara frá Banda- ríkjunum til Bretlands, en frá Bretlandi um ísland til Banda- ríkjanna. Því þá geta þeir vænst að fá hagstæðan vind báðar leið- ir. — En er ekki búist við að við- komustaður verði einnig í Græn- landi? — Of snemt er að segja nokk- uð ákveðið um það ennþá, hve mikil áherzla verður lögð á það. vel má vera, að flugið um norð- urleiðina verði skipulagt þannig, að oft verði komið við á Græn- landi. Það upplýsist ekki fyrri en eftir styrjöldina hvernig reynst hefir að leggja flugleiðir um Grænland. Sem sagt. Leiðin um ísland verður altaf hentug vegna þess hve áfangar eru stuttir. Hún verður því sennilega, “ódýra leiðin”, flugið eftir þeirri leið tekur lengri tíma en þegar flog- ið er beint, en fargjöld ódýrari. Telja má víst að flutningar, sem fara fram loftleiðis í framtíðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna, fari mikið fram eftir þessari leið. Eigi má gleyma því, þegar minst er á flugleiðina um Is- land, að landið er einmitt í stystu loftleið milli t. d. vestan- verðra Bandaríkja og Austur- ’Evrópu. Flugferðir milli t. d. San Francisco og Asíu geta í framtiðinni legið um ísland, eins og Vilhjálmur Stefánsson, land- könnuður, hefir fyrir löngu bent á. Ef við ætlum að greiða fyrir því, að Island verði viðkomu- staður flugvéla á langleiðum um heiminn, þá þurfum við að sjá um, að sem fyrst verði gerður góður flugvöllur norðanlands. En sem komið er, er erfitt fyrir flugmenn að setjast, þegar þoka er á lendingarstað. Eins og kunnugt er, kemur það mjög sjaldan fyrir, að þoka sé eða veður þannig, að sé ill- lendandi fyrir flugmenn á Suður- og Norðurlandi samtímis. Þetta getur þó komið fyrir. Það hefi eg reynt meðan eg stundaði hér flug. En það er sjaldgæft og get- ur naumast átt sér stað nema nokkurn hluta sólarhrings í einu. Þegar góðir flugvellir standa flugmönnum opnir bæði sunnan og norðanlands, ætti það að gera ísland svo ákjósanlegan viðkomu stað, sem frekast yrði á kosið. — Hvar ætti slíkur flugvöllur að vera á Norðurlandi! — Strax með vorinu ætti að byrja athugun á því, hvar ætti að velja hinum norðlenska flug- velli stað. Lítillega var þetta athugað í fyrra sumar. Eg tel að hanp yrði best settur austan Bárðardals, bæði vegna þess, að þar er meira um jafnlendi í all- mikilli fjarlægð frá fjallatindum, en vestar, og vegna þess að þar mun veðráttan að jafnaði and- stæðust sunnlenzkri veðráttu. Gaumgæfileg athugun verður að skera úr því, hvaða staður yrði valinn fyrir hinn norðlenska flugvöll, sem notaður yrði, þeg- ar flugvélar frá fjarlægustu stöðvum heims leggja í framtíð- inni leið sína um ísland. Að lokúm þetta. Eins og nú er ástatt hjá okkur erum við með öllu vanbúnir að taka á móti ferðamönnum svo nokkru nemi — að ekki sé talað um að taka á móti ferðamönnum í stórum stíl. Við eigum engin frambæri-( leg gistihús og ekkert hefir verið gert til þess að skipuleggja dvöl ferðamanna, sem til landsins kunna að koma. Þetta tekur alt langan tíma og undir þeim undir- búningi og framkvæmdum er komið, hvort landið okkar verð- ur ferðamannaland eða ferða- mannafæla. Lesb. Mbl. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur J^ögbergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grœnmetisverzlun ríkisins. Öll íslenzk börn eiga að fá fœðingargjöf Fœðingargjafasjóður stofnaður með það fyrir augum. Þau hjónin Steinunn og Vil- hjálmur Briem ákváðu 2. okt. s. 1. að leggja í aðaldeild Söfn- unarsjóðs íslands kr. 10.00.00, sem skyldi verða stofnfé að Fæðingargjafasjóði íslands. Síð- an hefir sjóðurinn vaxið og er nú orðinn 157 þús. krónur. Blaðamenn hittu Vilhjálm Briem að máli í gær á heimili hans, en stofnendur sjóðs þessa, hann og kona hans, hafa nú á- kveðið að sjóðurinn skuli heyra þjóðkirkjunni til og verður hann undir vernd og umsjón biskups- ins yfir Islandi. Héfir biskupinn heitið að annast um sjóðinn fyr- ir hönd þjóðkirkjunnar. Fæðingargjafasjóður Islands er stofnaður til þess að gefa fæðingargjöf öllum þeim börn- um, sem fæðast í landinu. Gjaf- ir þær, sem börnunum hlotnast á að leggja í viðskiptabækur við erfingj arentu deild Söfnunarsj óðs íslands. Hver bók á nafn eig- andans. Ekki verður byrjað að úthluta úr sjóðnum fyrr en hann hefir náð 2 milj. króna, en vextir og viðbætur aðrar, er sjóðnum á- skotnast, skulu leggjast við höf- uðstól, þar til hann hefir náð þeirri upphæð, en þá skal hálf- um ársvöxtum úthlutað meðal þeirra barna, er fæðast í land- inu það ár. Eftir það ber hver bók vöxtu sem aðrar innstæður í erfingjarentudeild Söfnunar- sjóðsins. . I skýrslu, sem Vilhjálmur Briem lét blaðamönnum í té, segir m. a.: Þar sem mörgum mun ókunn- ugt um, hvernig erfingjarentu- deildinni er fyrir komið og hver tilgangur hennar er, skal hér frá því skýrt í fáum orðum. Sá, sem á fé í deildinni getur tekið helming vaxta árlega til eigin- þarfa, en hinn helmingur árs- vaxtanna er lagður við höfuð- stól, sem fer því hækkandi og þá um leið ársvextirnir. Óheim- ilt er eigandanum að gefa neitt af innstæðunni eða rýra hana á annan hátt. Þegar hann fellur frá, ber að skipta féinu milli erfingja, eftir því sem erfða- lögin mæla fyrir. Þessi ákvæði eru til þess gjörð, að féð nái að dreifast, sem víðast meðal als almennings. Til þess að skýra sem best starf og tilgang erf- ingjarentudeildarinnar, skal hér tilfært eitt dæmi, sem lesa má úr bókum deildarinnar: Árið 1891 lagði maður einn í epfingjarentudeildina, 1000 kr. Inneign þessa erfði einkasonur hans og hefir hvorugur nokkru sinni hreift við henni. Á síðasta nýári var innstæðan að fjárhæð krónur 12.367,00. (Vilhjálmur kom með fleiri dæmi, en þetta eina verður látið nægja hér). Framantalið dæmi mun gefa næga skýringu á, hvaða þýðingu erfingjarentudeildin gæti haft, ef hún væri alment notuð. Þar .hefðu menn öruggar tekjur þeg- ar óhöpp ber að höndum og eins þegar ellin færist yfir og starfs- þrekið dvín. Eins og nú standa sakir, eru þeir fáir, sem verða slíkra tekna aðnjótandi, en þeg- ar Fæðingargjafasjóðurinn hefir starfað nokkra manns aldra, má gera sér von um, að hann geti veitt góðan stuðning til þess að hver maður í þjóðfélaginu geti sjálfur séð sér fyrir hinu allra nauðsynlegasta: klæðum, hús- næði, mat og drykk, þótt hann sé orðinn ófær til vinnu. Miklu fyrr en erfingjarentan getur orðið einstaklingnum að verulegu gagni, verður Fæðing- argjafasjóðurinn orðinn þjóðinni til nyísemdar. Með fjármagni sínu mun hann ásamt öðrum Sjóðsöfnum í landinu styðja með lánveitingum að því, að koma í framkvæmd ýmsum þeim fram- Myndin að ofan er tekin um borð í hinu mikla herflutninga- skipi, “Queen Mary”, þar sem brezkir og amerískir sjóliðar eru við skotæfingar. farafyrirtækjum, sem þjóðin hef- ir áhuga á að unnin séu og full- víst er um að verða landi og lýð til hagsældar.. Fé söfnunarsjóðsins er ávaxt- að í ýmsum lánum, svo sem fast- eignalánum og verðbréfum veð- deildar, ríkisskuldabréfum, hafn- argerða- og mannvirkjalánum ýmissa kauptúna og bæjarfélaga. Hefir harin á undanförnum ár- um stuðlað mjög að hagnýfum framkvæmdum með þeim nærri 7 miljón króna höfuðstól, er hann hefir yfir að ráða. Rekstur Söfnunarsjóðsins er mjög ódýr, og má því heita, að hann greiði til innstæðueigenda jafnháa véxti og hann tekur af lánþegum. Með því hefir tvent unnist. Hægt hefir verið að lána út fé með, hóflegum rentum og greiða skjólstæðingum hærri arð en þeir hefðu annarsstaðar get- að fengið, nema með talsverðri áhættu. En auk varasjóðs Söfn- unarsjóðsins er ríkisábyrgð fyr- ir rekstri hans, enda ræður Al- þingi stjórn sjóðsins, en inn- stæðueigendur .kjósa endurskoð- anda. Þar sem það er sannfæring haín og margra annara, að Fæð- ingargjafasjóðurinn verði til því meiri blessunar, sem hann er betur efldur, leyfi eg mér að snúa mér til alþjóðar með þeirri ósk að hver og einn láti nokkuð af hendi rakna sjóðnum til efl- ingar. Til gamans má geta þess að Söfnunarsjóður Islands er nú senn 60 ára. Hann er stofnaður 1886, þá fyrst sem einkafyrir- tæki, en var lögfestur af Alþingi sem ríkisstofnun 1888. — Á þess- um árum hafa aðeins tveir menn verið framkvæmdastjórar sjóðs- ins, Eiríkur Briem til 1920, en síðan Vilhjálmur bróðir hans. Mbl. 31. jan. Dírector Line Blevators Farm Seryice Growing Small Fruits We are pleased to announce the publication of a bulletin en- titled “Growing Small Fruits in the Prairie Provinces”. It is illustrated with a series of ad- mirable photographs most of which are by courtesy of the Division of Horticulture, Do- minion Department of Agricul- ture. The subject matter was written by Mr. W. R. Leslie, Superintendent, Dominion Ex- perimfental Station, Morden, Manitoba. It deals with recom- mended varieties, cultural and harvesting methods, pests and diseases of strawberries, rasp- berries, currants, gooseberries, etc. Tree fruits, such as apples, plums and cherries, are not in- cluded; but will, we hope, be the subject of another bulletin to be published in the not too distant future. Copies are available, free of charge, to farriiers, and rural teachers and pupils in the Prairie Provinces. They may be obtained through local Line Elevator agents, or from Line Elevators Farm Service, Winni- peg or Calgary. A Correction In our article, “Productio* Objectives”, published on Feb- ruary 15th, we endeuvoured to summarize the figures released by the Dominion Department of Agriculture following the Dominion,- Provincial Confer- enCe. Under “Increases”, we quoted “cattle, 8%; calves, 10%”. One of our correspond- ents points out that these par- ticular figures relate to in- creased marketings rather than to production. He thinks that “—the owners of cattle are generally of the opinion that production has reached a level in the prairies, where difficul- ties could easily arise—if ex- tensive drought should occur”. Þau höfðu verið gift í eitt ár og voru ákaflega hamingjusöm. En einn góðan veðurdag kom frú in til morgunverðar mjög dauf í dálkinn. Hún hafði enga matar- lyst og gat varla komið upp einu orði. — Hvað gengur að þér, elskan mín? spurði eiginmaðurinn. — Segðu mér það, og eg skal bæta úr því, hvað sem það er. — Jón, sagði konan þá, ef það kemur fyrir einu sinni enn, að mig dreymir, að þú sért að kyssa aðra konu, þá tala eg ekki við þig það sem eftir er ævinnar. Mynd þessi er frá Hollandi, þar sem hermenn eru að flytja vopnabirgðir fyrir Typhon orustuflugvél.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.