Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.05.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 Uu^vv V ,,au^’erS A x A Complete Cleaning: Institution PHONE 21374 I.auu TtlÍ0t^ ner» ttnd A Complete Cleaning Institution 58. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. MAl, 1945 NÚMER 21 Frá fjallatindum til fiskimirfa iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[i Ahugi annara þjóða manna fyrir íslenzkunni -f-M- Á lokasamkomu Icelandic Canadian School, vakti það sér- staka athygli áheyrenda að marg ir þeir er sóttu skólann, voru ekki af íslenzkum ættum. Tveir úr þeim hópi tóku þátt í skemti ■ skránni, Mrs. G. Bergvinson flutti íslenzkt kvæði “Þá vorar”,- eftir Ara Magnússon en Mr. Murray Pippy flutti ræðu á íslenzku. Bæði leystu þau hlut- verk sín prýðilega af hendi. Þessi áhugi annara þjóða fólks fyric íslenzkunni er eftirtektarverður °g hlýtur að vera fagnaðarefni Öllum þeim er íslenzkri tungu unna. Eg átti viðtal við Mrs. Bergvinsson og Mr. Pippy. Viðtal við Mrs. G. Bergvinsson “Þegar eg giftist”, sagði Mrs. Bergvinson, “fékk eg áhuga fyr- ir því að læra íslenzku, vegna þess að maðurinn minn er ís- lenzkur. Eg sótti Laugardags- skólann um skeið en varð að hætta vegna heimilisástæðna. Mér þótti vænt um þegar eg frétti að stofna ætti kvöldskóla þar sem kend yrði íslenzka. Mað- urinn minn hefir mikinn áhuga fyrir íslenzkunámi mínu og hann leit eftir börnunum þa i kvöld. sem eg sótti skólann. Eg hefi haft gagn og ánægju af þessu námskeiði. Það léttir mann upp að fara út þessi kvöld; hefja hug- ann yfir hversdagsstarfið og stunda reglubundið nám við þær námsgreinar, sem maður hefir áhuga fyrri.” “Sóttir þú skólann stöðugt?” “Já, eg misti ekki eitt einasta kvöld. Eg hlustaði á alla fyrir- lestrana um sögu og bókmenntir íslands og eg skrifaði niður, mér til minnis, margt af því sem eg heyrði. Eg átti erfitt með að átta mig á öllum nöfnunum, þau voru svo mörg en eg veit nú mikl i meira um ísland en áður.” “Ætlar þú að halda áfram ís- lenzkunáminu næsta ár?” “Já,” sagði Mrs. Bergvinson, og augu hennar ljómuðu af áhuga. “Nemendahópurinn, sem eg til- heyri ætlar meira að segja að koma saman nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina, þegar kennari okkar hefir tíma.” Litlu synir Bergvinsons hjón- anna voru að leika sér á gólf- inu meðan á samtalinu stóð. Eg spurði að heiti þeirra og þótf.i gaman að því, þegar eg heyrði hvað nöfn þeirra eru íslenzk. Sá eldri, sem er þriggja ára, heitir Jón Gísli, en sá yngri, sem er eins árs, heitir Ernest Thorkell. “Ætlið þið að kenna drengj- unum ykkar íslenzku?” “Já”, sagði Mrs. Bergvinson í ákveðnum róm, “Jón er þegar byrjaður að læra stuttar íslenzk- ar setningar.” Og nú kom Jón litli til mín og sagði á íslenzku. “Komdu sæl.” “Ertu farin að geta lesið nokk- uð í íslenzkum blöðum eða bók- um?” “Já,” svaraði Mrs. Bergvinson, “eg les Lögberg í hverri viku, Með aðstoð mannsins míns get eg lesið og skilið greinar sem skrifaðar eru á léttu máli.” Sannur Íslenzk-Canadiskur menningarbragur hvílir yfir hinu fallega heimili Bergvinsons hjónanna að 815 Downing St. Mr. Bergvinson og Jón litli keyrðu mig nú heim því nú átti eg von á heimsókn frá Mr. Pippy. Viðtal við Mr. Murray Pippy Mr. Pippy lauk í vor, þriðja ári í Arts við Manitoba háskól- ann og hefir í hyggju að stunda guðfræðinám. “Hvað vakti áhuga þinn fyrir því að læra íslenzka tungu?” spurði eg hinn unga gáfulega námsmann. “Fyrir nokkrum árum voru þeir Thorláksons bræður, synir Dr. P. H. T. Thorláksons, að taka tíma í íslenzku hjá Miss Árnason. Þeir bræður eru vinir mínir og eg byrjaði að nema ís- lenzku með þeim. Við fengum mikinn áhuga fyrir náminu. Stundum veitti doktorinn okkur tilsögn, þegar hann hafði tíma til þess. Á því ári lærðum við yfir 800 íslenzk orð. Næstu þrjú árin þar á eftir, varð eg að sleppa íslenzku náminu af því okkur var sett fyrir svo mikið verkefni í miðskólanum. Eftir að eg byrjaði nám við háskólann tók eg upp íslenzkunámið á ný en naut þá engrar tilsagnar.” “Ef íslenzka hefði verið kend við háskólann, myndir þú hafa notfært þér það?” “Já, vissulega hefði eg gert það. Þegar eg innritaðist í há- skólann, spurðist eg fyrir um það, hvort eg gæti valið íslenzku, sem eina af námsgreinum mín- um. Eg varð fyrir miklum von- brigðum, þegar mér var sagt að íslenzka væri raunar á náms- skránni en þar væri enginn til að kenna hana.” “Hvaða aðferð hefir þú haft til þess að læra íslenzkuna án tilsagnar?” “Eg hefi lesið ‘A Primer of Modern Icelandic’, eftir Snæ- björn Jónsson, en eg hefi ef til vill haft mest not af því að lesa íslenzka Nýja Testamentið jafn- hliða ensku útgáfunni.” “Hvenær byrjaðir þú nám við Icelandic Canadian School?” “Eg vissi ekki af þeim skóla fyr en 1 febrúar í vetur. Eg mint- ist á það við séra Valdimar J Eylands, hvað það væri erfitt að læra íslenzkuna án tilsagnar og hann vísaði mér þá á þennan skóla. Eg hefi samt ekki getað sótt hann stöðugt vegna vor- prófanna við háskólann.” “Hefir þú ekki lítinn tíma af- gangs frá háskólanáminu til þess að verja til íslenzkunáms?” “Raunar hefi eg ekki mikinn tíma afgangs, en eg get altaf fundið tíma fyrir íslenzkuna,” sagði þessi ungi maður cg lagði áherzlu á orð sín. “Það er ekkert gagn í því að byrja á náminu og ljúka ekki við það.” “Hefur þú í hyggju að sækja Icelandic Canadian School næsta ár?” “Já, það ætla eg að gera. Eg hefi haft mikið gagn af kennslu- stundunum, þó þær hafi ekki verið margar, en nemandinn verður sjálfur að hafa huga á því að læra á tímanum milli kennslustundanna. Aðeins þann- ig getur hann fært sér þær fylli- lega í nyt. íslenzku kennarinn okkar, Mrs. Danielson, hefir lagt áherzlu á það að kenna okkur daglegt tal, og það var einmitt það, sem eg átti erfitt með að læra tilsagnarlaust, mér þótti því vænt um að geta notið tilsagnar í því, við þennan skóla.” “Hlustaðir þú á fyrirlestrana?” “Því miður heyrði eg aðeins þrjá af fyrirlestrunum um ís- land, en eg fræddist mikið af þeim fyrirlestrum, sem eg hlust- aði á.” “Getur þú lesið íslenzk blöð?” “Eg hefi nokkra árganga af Baldursbrá, og það blað get eg nokkurnveginn lesið.” “Hefir þú lesið nokkuð um sögu og bókmentir íslands á ensku?” “Já, eg hefi nýlega fengið að láni nokkrar af Sögunum í ensk- um þýðingum, og hlakka mikið til að lesa þær, þegar mér gefst tími til þess.” Eg spurði nú Mr. Pippy, hvort hann vildi ekki lofa lesendum, Lögbergs að lesa ræðuna, sem hann flutti á íslenzku á lokasam- komunni, það myndi e. t. v. verða íslenzkum ungmennum hvöt til þess að fara að fordæmi hans í því að leggja stund á íslenzkuna og kynna sér sögu og bókmenntir íslands. Mr. Pippy lét mér ræðuna fúslega í té og birtist hún á öðrum stað í þessu blaði. Hin unga húsmóðir, sem hefir um tvö lítil börn að annast ásamt því að stjórna heimilinu, finnur tíma fyrir íslenzkuna. Hinn ungi háskóla námsmaður, hlað- inn námsverkefnum, finnur tíma fyrir íslenzkuna; hvorugt þeirra eru af íslenzku bergi brotin; fleira fólk, sem ekki var af ís- lenzkum ættum stundaði ís- lenzku námið. Hafi alt þetta fólk ásamt íslenzku nemendunum, þökk fyrir það að kunna að meta og elska íslenzka tungu og ís- lenzk menningar verðmæti. I. J. San Francisco Þess er vænst, að öryggisstefnu sameinuðu þjóðanna í San Franc isco, verði slitið um mánaðar- mótin; láta nýjustu fregnir það- an þess getið, að samkomulag um flest mál, að undanskildum á- greiningnum varðandi Pólland, sé í þann veginn að nást. Háskólaprófin Við uppsögn Manitoba-háskóla s. 1. viku, urðum vér varir við nöfn þessara íslendinga í skrá nemenda er útskrifuðust. — Nökkrir íslenzkir nemendur hlutu verðlaun. Þessir hlutu verðlaun eða Scholarships Harold Johnson, sonur próf. og Mrs. Skúli Johnson, 176 Len- ore St., Winnipeg, hlaut $125.00 verðlaun (McLean Scholarship í Arts and Science — Honor Course). Hann lauk 4 árs prófi. Helen Kristbjörg Sigurdson. dóttir Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurðson, 89 Lenore St., Winni- peg; hlaut Hudson’s Bay Burs- ary Scholarship, sem nam $100. Aðalsteirm F. Kristjánsson, sonur Mr. og Mrs. Friðrik Kristj- ánsson, hlaut $80.00 verðlaun; hann lauk annars árs námi í lögum. Kristín Cecelia Anderson, dóttir Eiríks og Önnu Anderson, Baldur, Man., hlaut $325 verð- laun í hússtjórnarfræði. (Cora Hind Scholarship í Home Econ- omics). Hún hlaut og heiðurs- viðurkenningu (Honorable men- tion). Sigrún B. Sigurðson, dóttir Kristj áns Sigurðssonar, Geysir, Man., hlaut $200.00 verðlaun (Tucker Scholarship in Science). Clifford Ámundson, Lundar $200. Glen Lillington, Winnipeg $80.00. Útskrifaðir (Graduates) Certificate in Agriculture Lárus S. Gíslason, sonur Mr. og Mrs. J. Gíslason, Morden, Man. Hlaut diploma í Agricul- ture. Bryan H. Arason, sonur Mr. og Mrs. T. S. Arason, Cypress Riv- er, Man. Bjarni H. Jakobson, sonur Mr. og Mrs. S. Jakobson, Geyisir, Man. Diploma in Interior Decorating Raquell Laura Austman, dótt- ir Dr. og Mrs. K. J. Austman, Winnipeg. Diploma in Social Work Ásta Eggertson, dóttir Árna heit. Eggertsonar og Þóreyjar Eggertson. Bachelor of Arts Vordís Friðfinnson, dóttir Mr. og Mrs. K. N. S. Friðfinnson, Árborg Ethel Thelma Heath, dóttir R. W. Heath og Jónínu Guðmunds- son Heath, St. James, Man. Gunnar Norland frá íslandi. Lorna Marian Olson, dóttir Dr. J. Olson sál. og Mrs. Olson í Winnipeg. Elsbeth Clare Zimmerman, dóttir H. Zimmerman og Elisa- bet Gillis Zimmerman, Winni- Peg- Margrét E. Johnson, dóttir Mr. og Mrs. C. A. Johnson, 653 War- saw Ave., Winnipeg. Læknisfræði Thorberg Jóhannesson Bachelor of Science in Home Economics Salína E. Jónasson, dóttir Mr. og Mrs. G. F. Jónasson, 195 Ash St., Winnipeg. Guðrún Jóhanna Wilson, dótt- ir Mr. og Mrs. J. B. Skaptason, 387 Maryland St, Winnipeg. Bachelor of Science in Electricál Engineering Kenneth Hallson sonur Mr. og Mrs. Paul Hallson, Winnipeg. Jóhann Magnús Bjarnason áttrœður Þann 24. yfirstandandi mánað- ar, átti rithöfundurinn og skáld- ið Jóhann Magnús Bjarnason áttræðisafmæli; hann hefir át.t við all-langvarandi heilsuleysi að stríða, sem hann hefir borið eins og norrænni hetju sæmir. Jóhann Magnús er mikilvirkur rithöfundur, þó hitt sé vitaskuld langt um meira um vert, hve vandvirkur hann hefir alla tíð verið; ritverk hans eru stimpl- uð hugarheiðríkju hins bjart- sýna manns, sem ber lotningu fyrir dásemdum lífslns, og vill ekki vamm sitt vita í neinu. Mörg æfintýri Jóhanns Magnús- ar má vissulega telja með perl- um íslenzkra bókmennta. Fagnaðarefni er mikið öllum 'hinum mörgu aðdáendum, að heildarsafn af verkum hans er nú í uppsiglingu á íslandi, og sumt þegar komið. Lögberg árnar hinu átt- ræða uppáhaldsskáldi blessunar og heilla. Gestir að heiman Seinni part fyrri viku kom hingað til borgarinnar ásamt frú sinni, herra Tryggvi Ólafs- son eigandi fyrirtækisins “Lýsi” í Reykjavík, og hluthafi í öðrum fiskframleiðslu félögum; þau hjón dvöldu í New York frá því í nóvember síðastliðnum, en munu verða hér eitthvað fram í júní; þau búa á Fort Garry hótelinu. SH Pólitízkur fellibylur Þau stórtíðindi gerðust á vett- vangi brezkra stjórnmála síðast- liðinn mánudag, að verkamanna- flokkurinn á Bretlandi ákvað á fjölsóttu flokksþingi, að slíta sam vinnu við Churchill stjórnina og knýja fram almennar kosningar; nú eru liðin tíu ár frá þeim tíma, síðast var gengið til kosninga í landinu Mr. Churchill hafði far- ið þess á leit, að stjórnarsam- vinnan héldist óbreytt þar til Japönum hefði verið komið á kné; fyrir þetta þvertók verka- mannaflokkurinn, og fór fregn- in um þessa ákvörðun hans eins og fellibylur um landið; líklegt þykir einnig að Liberal flokkur- inn taki hliðstæða afstöðu við flokk verkamanna. Mr. Churchill er nú í þann veg- inn að hrinda í framkvæmd víð- tækum breytingum á ráðuneyti sínu, og undirbúa kosningar, sem sagt er að fara muni fram ann- að hvort þann 5. eða 11. júli næstkomandi. Ný samtök Á þriðjudaginn í fyrri viku var haldinn fundur á Royai Alexandra hótelinu hér í borg- inni, er fiskimenn og fiskikaup- menn stóðu að; á fundinum mættu erindrekar úr Sléttufylkj unum þremur; fundur þessi leiddi til stofnunar samtaka, e" ganga undir nafninu The Prairie Provinces Water Fish Federa- tion, er það markmið hefir, að lyfta fiskframleiðslunni á hærra stig, og tryggja fram- tíð hennar svo sem bezt má auð- ið verða. A í stjórnarnefnd þessara nýju samtaka, eru meðal annara, G. F. Jónasson, S. V. Sigurðson, J. B. Skaptason og Paul Reykdal. M Dómurinn sjáanlegur Blaðinu Chistian Century, far- ast þannig orð út af hinum óskap legu níðingsverkum Nazista, er í ljós hafa komið í sambandi við- fangastöðvar þeirra. “Nei, djöfulæðið, sem fanga- búðir Nazistanna bera vott um er hrygðármynd alls mannkyns- ins, þegar það hefir ofurselt sig valdi myrkranna. í Nazistunum og á bak við þá gefur að líta helvíti sjálft, sem opinberar sig í lífi mannanna, þegar þeir hætta að hafa í heiðri helgi sálarlífsins. Ástandið í Buchenwald og annara hörmunga minninga staða um svívirðingar athæfi Nazist- ajma sýnir heldýpi það, sem menn geta sokkið ofan í og hafa sokkið ofan í á þessum hörmunga árum. Hin venjulega kennimanna að- ferð stoðar ekki nú á dögum, þegar mannkynið rambar á barmi glötunar, þá er óhugsan- legt að fagnaðarboðskapurinn sé boðaður hikandi, óákveðinn og áherzlulaus. Við erum allir á dauðans leið — allir að deyja ásamt stofnunum vorum og sið- menningu í syndaflóði því er náð hefir hámarki sínu í kvala krám fangabúðanna í Evrópu. Þeir staðir kveða dóminn upp, en það er ekki aðeins dómur yfir Naz- istum, heldur yfir mannkyninu í heild, nema því aðeins, að það fáist til að falla fram í bljúgri bæn á fótskör hins lifandi guðs.” Hendingar eftir Pálma TÖF Æsku þinnar úfni brá: Elli kynning banna, berist innra blikin frá brosi minninganna. YFIRSKIN Klæðist flíkum fátæktin — fátt þú ýkir maður; mundu, að svíkja ei svipinn þinn sértu ríklundaður! ALT JAFNAR SIG* Lífs þó gallar glepji öld, Guð á allar hafnir. Þegar halla skuldir skjöld skoðast fallnir, jafnir. *) Vísa þessi er endurbirt hér, vegna prentvillu, sem var í íyrstu útgáfu hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.