Lögberg - 24.05.1945, Síða 3

Lögberg - 24.05.1945, Síða 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. MAI, 1945 Sýningin á Tungunúp Frh. Lítið þið nú vel yfir þessa sveit, um leið og þið farið frá Ási, stuttan spöl þar vestan við bæinn liggur hið þjóðkunna náttúrunnar meistaraverk, Ás- byrgi, það rekur víst sköpulag sitt til eldsumbrota, einhvers- SÍaðar langt aftur í gleymdum öldum, en það þykjast menn samt vita með vissu nú á dög- um að sá eldur sem þá hefur verið umferðar smíðameistari í Kelduhverfinu, hefur hlotið að vera miklu vandvirkari en nafn- ar hans nú á dögum, ef dæma skal af hinu almáttuga smiði hans, Ásbyrgi, sem er hefur ver- ið og verður augnayndi allra þeirra mannþúsunda, sem sé>ð hafa það. Nú rennum við skygn- um vorum norð-vestur um bygð- ina, þarna standa Austurgarðar, þar bjó Gunnar Pálsson góður og gestrisinn bóndi, faðir Jo- hanns, sem var um skeið skrif- stofuþjónn á innflytjenda skrif stofunni í Winnipeg. Næsti bær vestur þaðan er kirkjustaðurinn Garður þar bjó Erlendur Gott- skálksson, eitt sinn alþingismað- ur, faðir Jóns Eldon, sem um stutt skeið var ritstjóri Heims- kringlu, þarna, sem þið sjáið þétt bygðast norðan undir brekkunm heitir einn bærinn, Krossdalur, þar var Kristján Jónsson skáld fæddur þá sjáið þið stórann og reysulegan bæ hjá vatninu þarna bærinn, og vatnið, eiga sama nafn, Víkingavatn, þar hefur jafnan verið tvíbýli og góður bú- skapur, norðan við Víkingavatn, undir sveitar vanganum að vest- an, út við sjóinn, stendur vel hýstur bær. Lón í Kelduhverfi, Þar bjó þá góðu búi Guðmundur Jónsson, sonur merkis bóndans, Gamla Lóns Jóns, eg hefi nú nefnt nokkra bæi nafni sínu þarna í hverfinu, yfir hina hafið þið séð eftir tilvísun minni. Lítið nú vel yfir þessar sveitir, sem eg hefi nú sýnt ykkur, set- ið vaxtarlag þeirra vel í muna ykkar, og biðjið hann lengst allra orða fyrir það að gleyma ekki fjöllunum. Nú skulum við snúa áliti voru meira yfir baksvip landsins fjöli- in þar uppi hálsar og hlíðar. þarna stendur vaxtarfagurt fjall skamt fyrir framan okkur það á heima hérna á Tunguheiðinni og heitir Búrfell, fjallahryggirn- ir þarna nokkru sunnar heita Krubbar, en hlíðarnar þarna litlu austar heita Grísatungur, þessi örnefni sem eg hefi nú talið eiga öll heima á Tunguheiði. I lægðinni löngu og breiðu, sem þið sjáið þarna sunnan und- ir Tunguheiðar endanum liggur Reykjaheiði, önnur sú lengsta heiði í Þingeyjarsýslu, hún er hrjóstrugt land, með hellu hraun og gjám, hæðirnar sem þið sjáið rísa þarna sunnan við hana heitar Þeistareykja bungur í þeim eru Þeistareykja brennisteins nám- urnar, þar var eitt bóndabýli í minni ungdómstíð, þar bjó þá maður, sem Gísli Gíslason hét einhver sá stærsti og fagurvaxn- asti maður, sem eg minnist að hafa séð, hann var sonur Gísla skálds frá Skörðum í Reykja- hverfi og albróðir Arngríms Gíslasonar dráttlistar manns og sundkennara, afa læknisfrúarinn ar B. J. Ðrandson í Winnipeg, nú göngum við upp á brattann sunnan við þessar gulgrænu Þeistareykja bungur, háu hæð- irnar þarna langt suður heita Hágöng og háa fjallið, sem hvílir sig þarna á bakinu á þeim heitir Eilífur, sá piltur varðveitir næði sitt innan vébanda Reykjahlíðar prestakalls. Suðvestur undir þess um hæðabungum liggur sú dá- samlega fagra Mývatnssveit, og nú bið eg ykkur þess kæru sýn- ingargestir mínir og samferða- menn, hérna heim á Núpinn, að syngja fyrir mig þetta vers, sem ætti að vera gert að þjóðsöng allrar heimaþjóðarinnar “Bless- uð sérhi sveitin mín”. En nú skulum við snúa okkur meira til vesturs, og horfa um stund á háa fjallgarðinn þeim megin, þessi langi fjallgarður heitir Kinnarfjöll, sveitin Kaldakinn liggur austan undir honum við byrjum að líta yfir þessa sjón- arvotta okkar þarna lengst tii suðvesturs, þið sjáið stóra skarð- ið, sem klýfur fjallgarðinn þarna í tvent, það er Ljósavatnsskarð, við syðri öxl skarðsins að aust- anverðu stendur kirkjustaðurinn Ljósavatn, þar hjó all-góðu bú’ Sigurður Guðnason. Þar austur í móunum er bærinn Hrifla, skammt austan við Hriflu renn- ur Skjálfandafljót þar nálægt er Goðafoss, þar norður af er all- hár háls eða fell, sunnan undir því er bærinn Fremstafell. Þar bjó valmennið Hallgrímur, faðir Jónasar, sem fluttist til Ameríku og var almennt nefndur Hall. Fremstafells systkinin börn Hall- gríms voru mikið myndarfólk í þessu felli nokkru norðar stend- ur bærinn Ystafell, þar bjó góðu búi um nokkura ára skeið Sig- urður Jónsson ráðherra, norður með þessu felli að austan renn- ur Skjálfandafljót til sjávar, mjói hálsraninn austan við fljót- ið heitir Fljótsheiði, austan við hann liggur stór og þéttbygð sveit, sem heitir Reykjadalur að sunnan, en Aðaldalur að norð- an. í þessari sveit eða sveitum, eru fimm kirkjur á þessum bæj- um, sem eg nú nefni Einarsstöð- um. Helgastöðum, Múla, Grenj- aðarstað og Nesi í Aðaldal þó munu aldrei hafa verið þar fleiri en þrír prestar, samtímis, margir voru þar all-sjálfstæðir bændur, en þó held eg að fátækl- ingarnir hafi verið fleiri, á Hraun koti í Aðaldal bjó all-góðu búi, Jónas Kristjánsson faðir Mrs. Rögnvaldar prests Péturssonar í Winnipeg og þeirra systra, Frið- jón Jónsson, faðir þeirra skáld- anna, Sigurjóns og Guðmundar á Sandi, bjó all-vel, séra Bene- dikt í Múla var sagður ríkur og svo voru víst fleiri vel bjarg- álna. , Lítið nú yfii; til Köldukinn- arinnar aftur, fetið þið athygli ykkar þar norður með bæjaröð- inni frá Ljósavatnsskarðinu alla götur norður að sjónum, gangiö um hlaðið á Landamótsseli þar bjuggu á þessum árum gæða hjónin Björn Jóhannesson og kona hans, foreldrar Óla J. Björnssonar í Wynyard, Sask., nú göngum við fram hjá nokkr- um bæjum norðan með kinn- inni til Fellssels, þar bjó þá með fyrri konu sinni Sigríði Johann- esdóttur, systur Sigurjóns ríka á Laxamýri, Sæmundur Eiríksson prests frá Þóroddsstöðum í Kinn. Sæmundur var mikill mað ur að vallarsýn og sagður berg- risi að kröftum, hann fluttist tii Ameríku bjó þar og dó þar, ná- lægt bænum Mountain í Norður Dakota. Nú skulum við færa okkur norður með bæjaröðinni að kirkjustaðnum Þóroddsstöðum, það er all-góð bújörð. Þar bjó Sigurður Þorsteinsson, all-góður bóndi, næst komum við að bæn- um Geirbjarnarstöðum, nyrsta ferjustaðnum við Skjálfanda- fljót, þar bjó Sören Árnason fremur fátækur en góðgjarn maður,' nú færum við okkur norður að Granastöðum til þeirra gáfuðu og gestrisnu hjóna, Guðjóns Halldórssonar og Sigurveigar Jónsdóttur, þangað var svöngum gott að koma, þar stóð gestrisnin úti á bæjarhlað- inu og bauð vegfarendum bæði hvíld og hressingu, þessi mætu hjón voru ættuð úr Bárðardaln- um, frá bæjunum Öxará og Hvarfi. Sigurveig var hálfsystir Valdimars Ásmundssonar ritstj. Fjallkonunnar. Eg hygg að þessi mætu hjón og börn þeirra hafi öll flutt til Ameríku. Margt af afkomendum þeirra býr nú ná- lægt bænum Wynyard í Sask., en gestrisnu minning gömlu hjónanna býr enn að nokkru leyti á Granastöðum, næsti bær norðar heitir Núpá, þar bjó all- góðu búi Jören, faðir Helgu, konu Magnúsar Friðrikssonar, þa fluttust til Ameríku bjuggu lengi í bænum Selkirk í Mani- toba. Þá komum við að bænum Borg, þar bjó Friðbjörn Jóns- son, fremur fátækur, en góður drengur. Þaðan göngum við norð ur Viknafjörurnar til bæjarins Naustavíkur, þar bjó Baldvin Sigurðsson bróðir Indriða merkis bóndia, sem bjó lengi nálægt Mountain í Norður Dakota. Bald vin var bóður bóndi. í þessari vík, þá nefnd Náttfaravík, bygði fyrstur manna á íslandi, Nátt- fari, þræll Garðars Svafarssonar. Á Vargsnesi, nyrsta bænum, bjó Klemens Jónsson, góður karl. Lítið þið nú upp á hæstu fjöll- in í þessum fjallarana, þau heita Granastaðanípa, Badrangi og Há- göng, norðvestur frá Hágöngum liggur Flatey, eins og græna of- an á sjónum, en þaðan norðvest- ur rekur Grímsey hægri hliðina upp úr hafinu í 55 kílómetra fjar- lægð. Hyggið þið nú hérna nær Tjörnesinu, þarna sjáði þið tvær eyjar, svo sem danska mílu und- an landi þær heita Mánareyj - ar, og nú er sýningin á enda. Áður en tjaldið fellur, vildi eg mælast til þess að þið lituð enn einu sinni yfir sýningar- sviðið ef þið vilduð kannske festa í minni, eitthvað af því sem þið hafið heyrt og séð frá þessari sjónarhæð. Horfið þið nú fast, já, fast og lengi. Að endingu skulum við syngja þetta vers: “Þið þekkið fald með blíðri brá.” F. Hjálmarson. Frakkar leggja út á nýja braut í atvinnu og framleiðslumálum Hínn þekti verkamannaleið- togi Frakka, sem nú er iðnaðar- og framleiðslumálaráðherra í Charles de Gaulle stjórninni nýju á Frakklandi, Robert Lac- oste hefir opinberað stefnuskrá stjórnarinnar í framleiðslu- og iðnaðarmálum Frakka. Honura fórust þannig orð: “Það væri tál, að treysta á framtak einstaklinga til þess að endurreisa og efla velmegun á Frakklandi eða meðal frönsku þjóðarinnar. Ríkið eitt hefir efni til þess.” * Lacoste ráðherra hefir ekki lát- ið sitja við orðin tóm, heldur hefir hann þegar lagt grundvöll- inn að hinu nýja fyrirkomulagi, og með því kveðið upp dauða- dóm yfir einstaklings iðnaði og einstaklings iðnaðar fyrirtæki- um, að mestu leyti, á Frakk- landi. Allar iðnaðar stofnanir og mat vöruframleiðsla, svo sem kol, stál klæðagerð og aðrar nauðsynja- vörur verða framleiddar undir umsjón stjórnarinnar, af þar til skipuðum mönnum. Sextíu af þeim hafa nú þegar tekið til starfa. Menn í þessar stöður eru vald- ir með ráði og samþykki verka- mannafélaganna, en eru hinsveg- ar í þjónustu iðnaðarmála ráð- herrans og eiga honum að svara fyrir gjörðir sínar. Ríkið ákveður hvað framleiða skuli, og hvernig framleiðslunni skuli úthlutað. Einnig hefir rík- ið vald til að ákveða og úthluta vinnuafli landsins. Alsherjar eftirlitsnefnd er á- kveðin í sambandi við þetta fyr- irkomulag. í þeirri nefnd sitja jafnmargir úr flokki verkamanna og verkveitenda. “Þetta fyrirkomulag,” sagði Lacoste ráðherra, “er það eina demokratiska iðnaðarfyrirkomu- lag, sem til er,” og hann bættí við, “þetta nýja fyrirkomulag er mjög líkt fyrirkomulagi því, sem nú á sér stað á Rússlandi, að undanskildu því, að við höldum réttinum til einstaklingsfram • leiðslu, og iðnaðar.” J. J. B. MEIRA PENINGAVIRÐI með notkun MASSEY-HARRIS VÉLA Vegna manneklu og hárra launa, sannfærast mjólkurframleiðendur um nauðsyn gáðra véla. peir vita, aS Massey-Harris vélarnar veita þeim meiri arð; þær endast vel, eru auðveldar í meðförum, og þarfnast minstu aðgerða sem hugsast getur. MASSEY-HARRIS Nr. 9 SKILVINDA petta er úrvals skilvinda, seld við ðtrúlega lágu verði; hinar sex túður skilja mjólkina svo vandlega, að alt peningavirði, sem I henni er af rjóma, kem- ur fram; vélin er auðsnúin og endnigargóð. MASSEY-HARRIS Rite-Way mjólkunarvél Auðveldlega komið fyrir, og auð- veld f meðförum. Auðhreinsuð. End- urbættur Pulsator. MASSEY - HAKRIS CO. LIMITED Toronto. Montreal. Moncton. Winnipeg. Brandon. Regina. Saskatoon Swift Current. Yorkton. Calgary. Edmonton Vancouver. Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann*«*on Physi(Hart & Rurgeon 215 RTTBY 8TRBET (Beint suður af Bannin*) «0i MEDICAL ARTS BLDO Talatmi 30 87 7 Sfmi 93 996 Hetmili: 108 Chataway • Sfmi «1 023 Vlðtalstlml í—* •. h. DR. A. V. JOHNSON Dentitt Dr. E. JOHNSON 304 Evoline St. Selkirk • 6 0« SOMER8ET BLDQ. Offlce hrs. 2.30—6 P.M. Thelephone 97 932 Phone offii e 26. Res. 230 Home Telephone 202 398 Frá vini Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—8 p.m. and by appolntment DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdömum 416 MedlcaJ Arts Buildlng, Graham and Kannedy 8t. Skrifstofusími 93 851 Heimaslmi v42 154 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannkeknar • 486 TORONTO OEN. TRC8TS BUILDINO Oor. Portage Ave. og Smlth PHONE 96 952 WINNIPEO <7lletfets EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. talenzkur lyfsall Fólk gretur pantað meOuI og annaP með póstl. Fljót afgrreíðsla •224 Notre Dame- ^ 96 647 r\ A. S. BARDAL 848 8HERBROOK ST. Selur Ukklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann aliskonar mlnnisvarða og legstelna. Skrifstofu talstmi 27 324 Heimilis talstmi 26 444 Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manltoba marmarl BkrifiO eftir veröskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 14 00 Spruce St. Slmi 28 893 Winnipeg, Man. HALDOR HALDORSON byogln g ameistari 23 Muslc and Art Bulldlng Broadway and Hargrave Winnlpeg, Canada Phone 9 3 055 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 80 6 AVENUE BLDO.. WPO e raateignasalar. Iæigja hús. Ct- vega penlngalán og eldsáhyrgð bíWelðaábyrgð, o. s. frv. Phone 97 538 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. L,eo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Qarry St. Simi 98 891 i TELEPHONE 98 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountantt 1101 McARTHUR BUILDINQ WINl^IPEQ, CANADA Blóm stundvíslega afgreidd m ROSERY tio Stofnað 1906 427 Portage Ave. Slmi 97 466 Winnipeg. Phone 49 489 Radlo Service Specialisti ELEGTRONIG LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEO GUNDRY & PYMORE LTD. Brltleh Quality — Flah Nettlng 80 VICTOIUA STREET Phone 98 211 Wlnnlpec Jíanager, T. R. THORTAJjDBCJN Your patronage wtll be vppreclated O. F. Jonasson, Pres. & Man. Dtr. 8. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slml 95 227 Wholotala Dittributort of FRE8JJ JLND FROZEN FIBR CANADIAN FISH . PRODUCERS, LTD. /. B. Paoe, Managlng Direciot Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Flsh. 1X1 Chambers St Office Phone 26 328 Rea Phone 73 917. . MANITOBA FISHERIES WINNIPEO, MAN. T. Bercovltch, framkv.ttf. Versla 1 heildsölu með nýjan o* frosinn flsk. 101 OWBNA 8T. Skrlístofuslml 85 856 Hedmaslml 55 483 — LOANS — At Rates Authorized by p Small Loana Act, 1939. i PEOPLES “ FINANCE CORP. IVTD. v Licensed Lend—rs P; Established 1929 1 403 Tlme Bldg. Plione 21 43» Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financial — and Insurance Lombard Bullding, Wlnnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.