Lögberg - 24.05.1945, Side 6

Lögberg - 24.05.1945, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 24. MAÍ, 1945 42. KAFLI. Miðdagsveizlan á Richmond var Robert eins- konar opinberun, því nú hélt hann að hann hefði fundið einmitt það sem hann var skap- aður fyrir — átti að vera — einn hjnna vold- ugu stóru höfðingja. Eftir þetta fanst honum að hann gæti hvergi átt heima nema meðal höfðingjanna. Hann vildi ekki framar hugsa um Kötu Repton, hún var honum nú blátt áfram viðbjóðslég. Nú var stöðugt fyrir hug- skotssjónum hans, fín hvít hendi með dýra demantshringi, og hann hryllti við er hann bar hana saman við hina rauðu og hrjúfu hendi Kötu. Nú var Robert búinn að sjá það mikið af fegurð og skrauti, að sveitastúlka, eins og Kata, varð lítils virði í huga hans. Veik augu þola ekki að horfa í sólina, þau verða blind, og veik hjörtu fyllast eitraðr-' öfund af auð og velgengni annara. Ef Robert hefði verið gæddur heilbrigðu viti og dómgreind, þá hefði það getað orðið honum til góðs, að kynnast fólki, sem stóð svo óendan- lega hærra en hann, að menningu og siðfágun; en því ver, hafði það þau vondu áhrif á hann, að hann fylltist öfund og gremju. Hann var að velta fyrir sér í huga sínum, hvort að hann, ef hann gæti haft þá peninga út úr þeim, sem stóðu að leyndarmálinu, sem hann vonaðist til; hvort hann mundi þá ekki geta lifað eins rólegu herramannslífi eins og lávarður St. Albans, hvort hann með stöðugri brúkun dýrustu handsápu mundi geta gert hend- ur sínar eins hvítar og hans, eða hvort hann mundi geta náð hinum fína og göfuglega blæ í hegðun og viðmóti, eins og lávarður St. Albans. Hann hafði ávalt litið á Verner, sem bóka- orm, sem bara gæfi sig við bókalestri og lær- dómi; nú vildi hann gefa allt til að vera eins vel siðmannaður og geta komið eins vel orðum að því sem hann vildi segja, eins og hann. Lávarður St. Albans, gerði sitt besta til að þóknast Robert. Verner og hann töluðu um allt mögulegt, sem þeir héldu að Robert hefði áhuga fyrir og skemtun af, en Robert var ófáanlegur til að taka þátt í samræðunni, sat með sýrt ,andlit, bara glotti stöku sinnum, og skaut inn í samtalið óviðeigandi orðum, af og til, þar tii hann hafði drukkið þrjú glös* af kampavíni. Þá fanst honum hann vera fær í allan sjó, og hann hugsaði með sér að hann væri jafn snjall hin- . um. Hann fór að reyna að vera eins kátur og haga sér eins og lávarður St. Albans, en árang- urinn af því varð svo afkáralegur og hlægilegur, að það var ekki hægt að verjast að hafa gaman af honum. Að lokinni máltíðinni bjuggust þeir til að aka til borgarinnar. Robert hafði við þetta tækifæri lagt á minnið ýms smellin og skemt.ileg orða- tiltæki, sem hann hafði heyrt lávarðinn brúka, og sem hann ætlaði að slá um sig með þegar hann kæmi aftur til Croston. Hann ætlaði að segja: “Eg var til miðdags með lávarði St. Albans, sem hélt fjöruga og lofsamiega ræðu fyrir mér.” Hann hugsaði um hversu mikið þetta mundi auka álit á sér í Croston, og svo jókst honum ásmegin, en hann fékk bréf frá Verner, með þeim boðskap, að lafði Damer óskaði eftir að hann heimsækti Avonwold næsta kvöld. “Það verða þar ekki aðrir en Dysart fjöi- skyldan og lávarður St. Albans, svo þú þarft ekki að vera feiminn að koma þangað Robert.’ Það var alveg óþarft að minna Robert á að hann þyrfti ekki að vera feiminn, hann hugs- aði aldrei um hversu lágt hann stóð í sam- kvæmis stiganum, hann hugsaði bara um, að nú fengi hann tækifæri til að sjá hana, — fallegu stúlkuna, sem hafði svo gjörsamlega sigraö Hjarta hans — myndi sjá hana aftur og tala við hana, sitja við sama borð og hún og njóta þeirrar ánægju að horfa í augu hennar, og finna til sinna heitu tilfinninga er hann sæi hennar óviðjafnanlega bros. Robert bjó sig sem best hann gat fyrir þessa heimsókn; hann skóf sig og fágaði frá hvirfli til ylja, og hann áleit sig ekki standa neinum að baki, hver svo sem væri. Þegar hann kom inn í Avonwold kastalann. varð hann gripinn af undrun og aðdáun; hann hafði aldrei séð slíkt skraut. Robert sem var að eðlisfari frekjan sjálf, en eftir því sem hann sá meira af þessu ríkulega heimili þar sem ailt benti á takmarkalaus auðæfi og skraut, því meir bilaði hann kjarkinn, og kaldur svit’ braust út á enni hans. Til allrar hamingju kom Verner fram í for- salinn og tók á móti honum. Robert var eins og utan við sig yfir öllu sem hann sá — hin- um stóra forsal, og voldugu myndastyttum, og fjölda skrautbúinna þjóna; hann varð því feg- inn er Verner kom honum til hjálpar í þessum vandræðum sínum. “Þetta er blátt áfram stórkostlegt, Verner; það verður gaman að tala um það, þegar veislan hérna er búin, en ekki meðan á henni stendur. “Það er svo gott fólk hérna, að þér finst strax eins og þú eigir hér heima, Robert,” sagði'Vern- er; *þú getur verið alveg óhræddur, það veit að við erum bara alþýðu drengir utan af lands- bygðinni. Það ætlast ekki til að við getum komið fram á sama hátt og það.” “Já, það getur vel verið gott að því leyti sem þig áhrærir,” sagði Robert, og þurkaði svitadropana af enni sér; “eg get haldið mínu í samtali við hvern sem er heima, en hér er allt öðru mali að gegna, eg veit einu sinni ekki hvernig eg á að halda höndunum, eins og vera ber.” Verner lá við að brosa, en svo fylgdi hann Robert inn salinn. Þegar hann kom inn í samkvæmis salinn, varð hann enn meir undrandi en hann hafði verið í forsalnum. Lafði Damer var svo hátt- lágin kona, að þegar hún vildi sýna einhverjum vináttu sína og samhygð, þá gerði hún það óþ^ingað. Hún sá strax að Robert var alveg undrandi og utan við sig af öllu því skraut;, sem var þar fyrir augum hans; hún gekk því til hans og talaði við hann, þar til að hann fór að ná sínu eigin eðli aftur. En var hann þá þakklátur fyrir að þessi aðdáanlega kona, sýndi honum þá velvild að tala vingjarnlega við hann, slíkum klossa, sem hann var? Mun lesarinn geta trúað bví? — hann áleit að hún hefði komið að tala við sig. af því hann bæri svo mikið af öðrum mörinum. Nú leit hann í kringum sig til að gæta að, hvort unga stúlkan sem hann var svo ástfang- inn í væri þar. Hún var þar, hann sá hana í öðrum enda hins stóra og skrautlega sals. Lafði Damer kallaði á hana, og sagði: “Rose, geturðu fundið upp á einhverju að skemta Mr. Robert Elster með? Kannske hann langi til að heyra þig syngja?” “Það líkar mér”, sagði Robert. “Mér mund.i ekki líka neitt betur.” “Þú ert þá eins og bróðir þinn, að þér geðj- ast að músik,” sagði Rose, og gekk að slag- hörpunni. Hin sæta ilman blómanna, og hið mikla skraut hvert sem hann leit, og öll sú velvild. sem hon- um var sýnd, gerði Robert hálf frávita; honum fanst hann vera í einhverjum álfaheimi. Hann færði sig að slaghörpunni, og Rose, með sitt blíða bros á andlitinu, spurði hann að hvað hún ætti að syngja. “Hvað sem þú syngur er indælt,” svaraði Robert, og reyndi að sýna henni virðingu með því. “Það er óvíst,” sagði hún svo létt og glað- lega, að hjartað fór að slá með ofsahraða í brjósti hans. Honum varð alveg ómögulegt að sitja þar, horfa á hennar fríða andlit, heyra hennar mjúku söngrödd, og segja henni ekki að hann tilbæði hana. Hann var sem drukkinn af þessu öllu. Það bjargaði honum að Dysarts hjónin komu, og hugur hans snerist í aðra átt. Robert hafði enga ástæðu til að vera óánægð- ur með, að sér væri ekki veitt athygli og eftir- tekt. Lafði Dysart hélt svo fjarskalega mikið ' upp á Verner, fyrir að hafa bjargað syni henn- ar, þessvegna vildi hún sýna bróðir hans vina- hót, og gleytndi öllu sínu meðfædda yfirlæti. Hún fór til hans og heilsaði honum vingjarn- lega, og bauð hann velkominn, og talaði við hann um Verner, sem hún hrósaði og dáðist að, því hún hélt að slíkt mundi geðjast bróðir hans betur en allt annað. Slíkum góðum mót- tökum mætti hann hjá mörgum öðrum, sem dáðust að Verner. Sumt gestanna spurði eftir Miss Hope, og lafði Damer svaraði því, að hún hefði farið burt til að sjá vínkonu sína, sem væri veik. Robert naut sín vel í þessum félagsskap, þó hann yrði að leggja hart á sig með að hegða sér samkvæmt venjum þessa fína fólks. Þegar hann fór, fylgdi Verner honum út í for- salinn, og meðan þeir stóðu þar og voru aö tala saman, kom Miss Hope heim, og gekk fram hjá þeim. 43. KAFLI. I : Verner gat ekki skilið hvaða viðbragð bróðir sinn tók, er hann sá Miss Hope, því hann hrökk saman, og rak upp hljóð, sem hann gat ekki bælt niður; hann varð náfölur í andliti og hann starði augunum æðislega. “Hvað gengur að þér?” spurði Verner. “Ekkert,” svaraði hann í hásum og óstyrkum róm. Miss Hope kom til þeirra, og rétti Verner hendina. Robert þekkti hana strax; hann þekkti hið sama vingjarnlega andlit, það var ekki frítt, en svo aðlaðandi og vingjarnlegt. Hann sá hana alveg eins og hún var fyrir mörgum árum, er hún laut ofan að Verner sofandi og kysti hann. Robert varð svo alveg hissa, að hann gat ekkert sagt. Hér gat ekkert verið um að villast. Konan sem nú stóð þarna og hélt svo vingjarn- lega í'hendi Verners, var sama konan og sú, sem hafði vakið forvitni hans með heimsókn sinni til móður hans, á svo dularfullan hátt, ' og sem varð því valdandi að hann eftir það þóttist viss um, að það væri eitthvert leyndar- mál í sambandi við Verner. “Miss Hope,” sagði Verner, “má eg kynna þér bróðir minn, Robert Elster, sem hefur komið alla leið frá Croston til að heimsækja mig.” Robert veitti henni nákvæma eftirtekt, og sá að hún brá litum í andliti, varirnar föln uðu, og hún virtist þurfa að beita allri orku til að halda snöggri geðbreytingu í skefjum; hún sneri sér loks að honum og sagði: “Eg vona að þessi heimsókn verði þér til ánægju”. Augu þeirra mættust, sem snöggvast, í aug- um hennar mátti sjá vott þjáningar. Það var sem Robert virtist að segja: “Eg veit nokkuð”. Hún las það strax í augum hans, sem hafði þau áhrif á hana, eins og ís væri lagður að hjarta hennar, og það væri rétt að stansa. Tillit hans gerði hana óttaslegna, því hún sá að í því lá græðgisleg forvitni. Hún reyndi að ná sér, en virtist þó eins og skjálfa af kulda. “Er þér kalt, Miss Hope,” spurði Verner, “og það núna í miðjum júní-mánuði.” “Eg er ekki vel frísk, og þarf ekki mikið tii að fá kulda í mig,” svaraði hún. Verner undraðist hversu óstyrkur mólrómur hennar var. Hún leit á Verner og sagði: “Skildi eg þig ekki rétt, sagðirðu ekki að bróðir þinn væri kominn hingað til að heim- sækja þigv og dvelja nokkra daga í London?” “Já, það er rétt.” “Að nokkru leyti í viðskiptaerindum, og að nokkru leyti til að skemta mér,” sagði Robert, eins og kærleysislega, en hún fann eitthvað í málróm hans, sem gerði hana enn órólegri. Miss Hope talaði fáein orð við Verner, og fór svo án þess að kveðja Robert. “Hún er álitleg kona,” sagði Robert. “Há og myndarleg, en hún virðist að vera nokkuð stolt.” “Það er bara hennar venja að vera svona, en hún er ekki stolt,” sagði Verner. Robert hugsaði með sér: “Eg veit nokkuð sem líklega lægir í henni drambið.” Robert fór nú heim til sín, glaður í huga yfxr því, að nú væri hann vel á veg kominn með að komast fyrir leyndarmálið, sem hann hafði svo lengi sóst eftir að uppgötva. Hvaða ástæða var til þess, að svo fín kona, er tilheyrði svo voldugri aðalsfjölskyldu, kom til hins fátæka heimilis móður hans til að gráta yfir Verner? Hvaða samband gat verið milli hennar og móður hans? Allt í einu stansaði hann og hugsaði vandlega um þetta, hann þóttist nú viss um að hafa fundið ráðninguna á leyndarmálinu, sem hann svo lengi og árangurslaust hafði leitað eftir. Þó Miss Hope kynni að vera komin af hátt settu og ríku fólki, og nyti álits og aðdáunar og væri álitin hrein og lýtalaus, en í hans aug- um var hún það ekki, því — Verner var sonur hennar, — því meir sem hann hugsaði um þetta, því vissari var hann um, að hann hefði rétt fyrir sér. Hvort heldur að hún hefði giftst leynilega, eða aldrei giftst, það var sama til hans; hann lét sig það engu skipta, en hann þóttist nú fullviss um að hún væri móðir Verners, og einhversvegna væri neydd til að dylja það fyrir öllum. Þessvegna hafði hún komið honum fyrir hjá móður sinni. og borg- að henni fyrir að halda því leyndu. Það vár Miss Hope, sem hafði sent allar þessar dýru gjafir til Verners, það var hann nú viss um, og það mundi einnig vera fyrir hennar áhrif að hann komst til Dysart fjölskyldunnar. Sagan um að hann hefði bjargað syni jarlsins, gal vel verið tilbúningur, til að dylja sannleikann. Nú þóttist hann alveg viss í sinni sök, það var um ekkert framar að efast. Verner Elster, sem var kallaður bróðir hans, var sonur þessarar konu, og henni hafði tekist að dylja það í svona mörg ár, með því að borga móður sinni ríku- lega fyrir að halda því leyndu: “En eg skal krefjast meira en móðir mín hefur gert sig ánægða með,” hugsaði hann. Hann hafði enga samhygð með Miss Hope. Hann hugsaði ekki eitt einasta augnabiik út í þann sársauka og sálarkvöl sem það mundi valda henni að ljósta upp leyndarmálinu, sem hafði verið sem í jörð grafið í svo mörg ár. Honum var sama um það; hugsun hans stefndi einungis að því, hversu mikla peninga hann gæti haft út úr því. “Nú hefi eg fundið það! Eg hefi fundið það!” tautaði hann við sjálfan sig. Þegar hann kom heim til sín, var hann í altof mikilli hugaræsingu til þess hann gæti farið að sofa; hann þurfti að hugsa um hvernig hann ætti að láta Miss Hope vita um uppgötvun sína. “Hún skal fá að borga vel fyrir það,” hugs- aði hann; “hún virðist vera rík; demantarnir, sem hún bar á sér voru nógir til þess að eg væri ríkur meðan eg lifði, ef eg ætti þá. Hún getur borgað mér svo mikið, að eg geti lifað þægilegu lífi, ef hún vill gera það, þá skal eg þegja um leyndarmál hennar.” Einu erfiðleikarnir fyrir honum voru nú, að reikna út, hve stóra upphæð hann ætti að krefjast, af Miss Hope, svo hann gæti lifað sem herramaður, alla sína æfi. Hann hugsaði með sér að hann skyldi koma því svo fyrir, að hann fengi tækifæri að tala við hana eina, og segja henni, að hann vissi allt sem skeð hefði í Riversmead, og að hann hafi fulla vissu fyrir því, að Verner sé sonur hennar; hann ætlaði og að segja henni að hann skyldi halda því leyndu, svo framarlega sem hún borgaði sér þá upphæð sem hann krefjist fyrir það. Hans hugsun laut að því einu, að pína út úr henni eins mikið af peningum og honum var frekast mögulegt. Miss Hope gekk inn í samkvæmissalinn; engin sem þar var hafði sagt neitt um háttsemi og ruddaskap Roberts; en það var stór léttir fyrir alla sem inni voru að fá Miss Hope í hópinn, í staðinn fyrir hann. Hún naut velvildar allra fyrir sinn göfuga karaktér, eins og hún í fyllsta máta verðskuld- aði, þrátt fyrir þá yfirsjón, sem hún fyrir löngu síðan gerði sig seka í. “Þú lítur ekki vel út, Hope!” sagði lafði Damer. Árangurslaust reyndi Miss Hope að hrista af sér þá byrgði ótta og kvíða, sem hafði her- tekið hana. “Hvað er þetta?” spurði hún sig sjálfa, “hvað er þetta sem hefur lagst svo þungt á huga minn? Er það ekki ofur eðlilegt að hann komi til að heimsækja bróður sinn? Og er það ekki sönnun þess, að hann veit ekkert um hvernig afstaða þeirra er? En hvað meintu hin ein- kennilegu svipbrigði í andliti hans? Hvað gat hann meint með að horfa svo rannsakandi á mig, með svo slægsmunalegt blik í augunum?” Þegar Hope hugsaði um þetta, fór hrollur ótta og skelfingar um allan líkama hennar. Þegar gestirnir voru farnir, og Rose var búin að segja, móður systur sinni, að Archibald hefði enga ró, fyr en búið væri að ákveða giftingardag þeirra, kom lafði Damer inn til systur sinnar. “Hope,” sagði hún, “nú ertu aftur búin að fá þetta skuggalega vonleysisútlit. Hvað hefur komið fyrir þig?” “Það er þetta gamla, sem hefur ásótt mig í allt kvöld. Hver var þessi einkennilegi ungi maður, sem eg mætti í forsalnum?” Rose hló, og fór svo frá þeim, því hún var hrædd um að hún gæti ekki varist að móðga þær með því að hlægja, er þær færu að tala um bróðir Verners. “Eg vona að þú hafir talað vingjarnlega við hann,” sagði lafði Damer; það er bróðir Mr. Elster, óbrotinn, fáfróður maður, frá smáþorpi úti á landsbygðinni.” “Hvernig stendur á því að hann kom hing- að?” “Mér geðjast svo vel að Verner, og þegar hann sagði mér að bróðir sinn væri í borg- inni* hélt eg honum mundi þykja vænt um að eg biði honum heim til okkar.” Það var strax auðséð á andliti Hope, að þessi upplýsing var henni mikill léttir. “Hann kom'mér svo enikennilega fyrii sjónir, að eg gat ekki skilið, hvernig hann gæti komið hingað, sem gestur. “Eg hefi aldrei séð bræður svo ólíka,” sagði lafði Damer. “Enginn prins yndislegri og sið- aðri en Verner; mér geðjast svo vel að honum, það er unun að heyra hann tala, og horfa á hans fagra og föfuga andlit; en vesalings drengurinn bróðir hans, er alveg óvanur allri siðfágun.” “Já, bræður eru oft mjög ólíkir,” sagði Miss Hope. “Það hefur ekki verið skipt bróðurlega á milli þeirra,” sagði lafði Damer og hló; “Verner hefur verið gefinn fríðleiki og gáfur, en hinum ekkert.” Lafði Damer vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en systir hennar faðmaði hana að sér og kysti hana. “Það er líkt og með ökkur, elsku Florence; við erum systur, börn sömu móður; þér hefur verið gefin yndisleiki og fegurð, en mér ekkert.” “Ekkert,” endurtók lafði Damer; “elsku Hope mín, hvað hefði orðið um mig ef þú hefðir ekki verið mín aðstoð?” 44. KAFLI. j Eru það ánægjulegar fréttir?” sagði lafði Damer, er hún sá manninn sinn brosa að ein- hverju, sem var í bréfi sem hann var að lesa. “Já, eg held það; bréfið er frá Andrew Damer, hann segir, að hann hafi í hyggju að heimsækja okkur, hér á Avonwold í júní mán- uði, þegar við verðum komin heim. Hann talar um Linditréin, og segir, að sig langi svo mikið til að sjá þau nú í öllu sumarskrúðinu. Eg býst við, að við megum búast við að hafa gesti í einn eða tvo mánuði.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.