Lögberg - 21.06.1945, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1945
8
Ferð til Vancouver
-H-f
Frh.
Okkur til mikillar ánægju
buðu þau Mr. og Mrs. Ármann
Björnson okkur heim til sín 24.
febrúar, voru þau okkur að öllu
ókunnug áður, en Ármann þekti
eg nokkuð af orðstír, sérstak-
lega í gegnum skáldskap hans
og skrif í blöðunum. Þau voru
áður í Winnipegosis, þar sem
hann stundaði ‘fiskiveiðar, og
síðar í Flin Flon, Man., þaðan
fluttu þau nýlega til Vancouver,
og hafa komið sér þar vel fyrir,
hafa þau eignast mjög laglegt
heimili, að koma til þeirra var
sem að koma heim til föðurhús-
anna. Ármann er Eyfirðingur,
hann er þjóðhaga smiður og ber
heimilið þess greinilega vott,
hann vinnur í skipakví og slær
ekki slöku við. Ármann er skáld-
mæltur vel og hugsandi maður
all-róttækur í skoðunum og á-
kveðinn, hallast að ofbeldislaus-
um kommúnisma og telur að sú
' hugsjón muni bjarga heiminum,
hann hefur trú á draumum og
hneigður fyrir dulspeki, að tala
við hann er hressandi. Kona
hans er einnig eyfirðingur fædd í
Haga á Árskógsströnd, vel gef-
in kona og gjör athugul og ekki
féll mér ver við hana en hann,
og er þá mikið sagt.
Þau hjónin eiga einn son og
tvær dætur, eru börnin uppkom-
in, leist mér svo á að þarna væri
farsælt heimili. Minnumst við
stundarinnar þar með þakklæti.
Ekki gat eg nú þolað meðlætið
-endalaust, enda hefi eg frekar
verið vanur við mótbyr, þó ekki
hafi eg ástæðu til að kvarta, en
nú varð eg veikur og lá eg á
bakinu að mestu í 6 daga. Var
eg fyrstu tvo dagana all þjáður,
vildi fólkið í húsinu endilega fá
lækni, og var Dr. P. Guttorms-
son kallaður, fanst mér eg geta
lesið það úr augum hans að hann
teldi mig ekki bráðfeigan, og
kom það á daginn að eg dó ekki,
og sannast sennilega á mér ís-
lenzka máltækið að þeir lifa
lengst, sem hjúum eru leiðastir.
Var eg lækninum þakklátur fyrir
komuna, en ekki græddi hann
á þeirri ferð, minnist eg hans
síðar.
Þann 3. marz, heimsóttum við
þau Mr. og Mrs. F. O. Lyngdal,
þekktum við þau vel að austan,
og áttum við þar standandi boð.
Mr. Lyngdal er Eyfirðingur,
kom til þessa lands í æsku, hann
stundaði landbúnað um skeið,
austan Maintoba vatns, hafði
síðan í mörg ár verzlun á Gimli,
eftir þau komu vestur bjuggu
þau um tíma á Lulu Island, en
voru nú nýlega flutt í borgina,
höfðu keypt sér þar hús og voru
að koma sér fyrir. Kona hans
átti heima í Glenboro á fyrri
árum og þekktum við hana vel
frá þeirri tíð. Þau eru valin hjón.
Mr. Lyngdal hefur farnast vel,
hann er hygginn maður og at-
orkusamur, hefur tekið einlægan
þátt í íslenzkum félagsskap og
sérstaklega kirkjulegum félags-
skap, og er hann í öllu tilliti
mjög velviljaður. Dvöldum við
hjá þeim lengi dags í miklum
fagnaði, léku þau við hvern
sinn fingur, og veittu okkur af
mestu rausn. Þar kynntist eg
Ólafi Anderson frá Árnesi og
Gimli, hefur stundað atvinnu þar
í borginni um skeið.
Mr. Lyndal keyrði okkur und-
ir kvöld sem snöggvast til Mr.
og Mrs. Campbell, er konan ís-
lenzk, Guðbjörg Thordarson, frá
Argyle, var ein af fermingar-
systrum mínum, hefi eg minnst
hennar áður, bauð hún okkur
heim sunnudaginn 25. febr., en
þá gat eg ekki farið, en konan
fór og átti þar höfðinglegar við-
tökur. Mr. Campbell er Skoti og
ágætur drengur sagður, og leist
mér vel á hann, hann hefur
mjólkurbú í útkjálka borgarinn-
ar, hefur um 40 kýr, og útbúnað
allan frábærilega smekklegan og
þægilegann, notar nýjustu mjólk
urvélar og hefur mikla umsetn-
ingu, útheimtar það að vísu
mikla vinnu og eítirlit, en þau
lifa eins og blóm í eggi og líður
vel.
Á sunnudaginn 4. marz kom
eg á fund, sem lestrarfélagið
hafði, var Halldór Friðleifson
þar í forsæti, voru fjörugar um-
ræður um félagsmál, þar kynnt-
ist eg nokkrum, sem eg hafði
ekki áður séð, um kvöldið fór-
um við í kirkju og hlustuðum
á séra Rúnólf Marteinson prest
safnaðarins, var gaman að mæta
þeim hjónum, þau eru eins og
fugl á kvisti í starfinu í Van-
couver og er það þó erfitt, sér-
staklega fyrir það hvað íslend-
ingar eru strjálir og erfiðar sam-
göngur, sérstaklega fyrir mann
sem ekki hefir bíl, að þurfa að
nota sporvagna eða ganga er
erfitt í því starfi.
Séra Rúnólfur, með aðstoð
margra góðra mann stofnaði
Vancouver söfnuð, og lagði
traustan grundvöll að merkilegu
starfi, sem er í barndómi, en eg
hefi þá trú að söfnuðurinn eigi
bjarta framtíð fyrir höndum.
Séra Rúnólfur er enn vel víg-
fær og sækir fram með áhuga
þó hann sé við aldur, hann á
að baki merkilegt æfistarf, hann
var skólakennari í æsku, hann
var einn af fáum Islendingum
sem sóttu Chicago sýninguna
1893, ef eg man rétt, og skrifaði
um hana, þá kornungur. Hann
sigldi eitt sinn suður Kyrra-
hafsströndina og í gegnum
Panama-skurðinn og alla leið til
New York, og skrifaði um þá
ferð, starf hans sem prestur á
ýmsum sviðum hér vestra er öll-
um kunnugt, en svo er ótalið
starf hans við Jóns Bjarnasonar
skóla, og uppihaldslaus barátta
hans fyrir skólann, fram í rauð-
ann dauðann (skólans) og frá
þeirri baráttu komst hann með
jsæmd og hreinan skjöld. Þau
Marteinsons hjónin njóta trausts
og virðingar Íslendinga í Van-
couver. Kvöldið eftir nutum við
þeirrar ánægju að hafa þau
heima hjá okkur fyrir kvöld-
verð. Mrs. Thorson, eldri, var
þar einnig með okkur, bar þá
margt á góma.
Næsta dag heimsóttum við
Mrs. Jenny O. Guinn, er hún
íslenzk, dóttir Margrétar Oleson
mágkonu minnar í Glenboro, af
fyrra hjónabandi, hún hefur bú-
ið í Vancouver í nokkur ár, henni
líður vel, eins og flestum þar í
aorg.
V.
The White Rock og Blaine
Við vorum í upphafi ákveðin
í því að heimsækja White Rock
og Blaine, áður en við færum
austur, en nú var tíminn að
verða naumur, drifum við okk-
ur því suður að morgni þess 6.
marz, er við komum ofan undir
höfnina var alt í uppnámi þar,
hafði orðið hræðileg sprenging
á einu stórskipi, sem verið var
að afferma, fórust þar einir 6
eða 8 menn, en aðrir særðust,
og brotið gluggagler lá sem hrá-
viði á strætunum langt upp í
borg.
Suður fórum við með fólks-
flutningsbíl, bar lítið fyrir augu
á þeirri leið, sem merkilegt var,
nema brúin yfir Fraser ána í
New Westminster, strjálbygt er
suður ströndina, ?n lítið er land-
ið yrkt ennþá á þessum slóðum,
með tíð og tíma verður þarna
óslitinn aldingarður. Miss Gerða
Christopherson fór með okkur
suður, og var okkur leiðsögn
maður. Við White Rock heim-
sóttum við Mr. og Mrs. S. D. B.
Stepanson, búa þau úti á lands-
bygðinni í grend við bæinn.
Kona mín og Mrs. Stephanson
voru kunningja stúlkur í fyrri
daga í Glenboro, þegar þær voru
báðar ungar og óháðar, og hafa
haldið þeim kunningskap gegn-
um árin. Mr. Stephanson kynnt-
ist eg þegar hann var ráðsmað-
ur “Heimskringlu” fyrir nálega
25 árum síðan, er hann mesti
glæsimaður. Hann átti mikinn
þátt í að byggja upp Leslie-bæ í
Saskatchewan og var þar kaup-
maður lengi. Eftir hann hætti
ráðsmensku “Hkr”, var hann í
mörg ár kaupmaður í Eriksdale,
Man., nú hafa þau hjón verið
all-mörg ár þarna á ströndinni,
og taka lífið rólega þó mun
Stephanson ekki að öllu aðgerð-
arlaus, til þess er hann of mikill
athafnamaður, hann er greindur
og vel lesinn og hefur víðtæka
þekkingu. Gott var að koma til
þeirra hjóna, kona mín stað-
næmdist þarna í bili, en við
Gerða héldum áfram til Blaine,
en við vorum ekki saman um
nóttina. Blaine er all-mikill bær
og hefur víðáttu til þess að verða
með tímanum all-mikil borg og á
óefað mikla framtíð, fallegt er
þar við hafið, en eg sá ekki hið
annálaða Blaine sólsetur, því veð
ur var drungalegt og sólin lét
ekki sjá sig, en var í felum. Til
vesturs skagar Point Robert út
í hafið, og sézt þangað frá Blaine
þar hefur verið merkileg íslenzk
bygð. Sagt var mér að Point
Roberts búar yrðu að fara inn í
Canada til þess að komast ann-
arsstaðar inn í Bandaríkin, stakk
eg upp á því að þeir segðu sig
úr lögum við Bandaríkin, og
gengju undir Bretakonung, en
þeir máske vilja ekki þiggja svo
gott boð. 1 Blaine er all-nokkuð
af fallegum húsum. Þjóðvegur-
inn nr. 99 liggur í gegnum bæ-
inn og hann og sum helstu stræt-
in eru lögð steinsteypu.
Þar er einnig hinn nafnkunni
friðargarður, þar sem íslending-
ar á ströndinni hafa oft sinn ís-
lendingadag'. Garðurinn er falleg
ur og bænum til mikils sóma,
og rökfræðislega er hann þarna
á réttum stað. Eg er viss um að
á sumrin þegar alt er í blóma
og sólin skín er dásamlega fallegt
í Blaine.
Frh.
“Eg býð sumarið
velkomið”
Útvarpsávarp Sigurðar Eggerz
á sumardaginn fyrsta.
♦H-
Góðir íslendingar!
Veturinn er harðstjóri.
Honum fylgir myrkrið. Skugg-
arnir eru' liðsmenn hans.
Hin visna hönd harðstjórans
leggur gróðurinn í eyði. Þegar
berserksgangur kemur á harð-
stjórann, hamast hann á skamm-
degisnóttum. Lemur utan býli
mannanna. Er þunghentastur á
smákofum. Sækir þar inn um
hverja smugu. Skilur kuldann
þar eftir, sem er óvinur þeirra,
sem við örbirgðina búa.
Sumarið. Heyrið þið fugla-
sönginn? Finnið þið ilminn úr
jörðinni? Sjáið þið* blómin í
allavega litum. Finnið þið blæ-
inn mjúka, sem strýkur um
vangann?
Sumarið, liðsmenn þess eru
geislarnir. Þeir vekja blómin,
sem veturinn jarðaði, frá dauð-
um. í geislunum býr krafta-
verkið.
Því er eg að segja þetta? Vita
ekki allir það?
En einmitt vegna þess, að allir
vita það, er sumardagurinn fyrsti
hjartabarn þjóðarinnar.
Þó eg færi hörðum orðum um
veturinn, veit eg þó af öðrum
vetri — hinum vonda vetri, sem
hin erlenda stjórn, hin erlenda
kúgun skóp með þjóð vorri. Hon-
um fylgdi allir hinir svörtu
skuggar, ekki vantaði þá. — Og
langur var sá vetur. Og undrum
sætir, að þjóðin skyldi ekki
verða úti í hríðum og reginkulda
þess vetrar.
En nú er sumarið komið eft-
ir hinn vonda, langa vetur.
Og yfir þessu sumri skína
geislarnir frá frelsishugsjóninm.
— Eftir því sem sú hugsjón varð
hærri á lofti, birti yfir öllu lífi
þjóðarinnar.
Sögu þessa veturs og þessa
sumars er ekki hægt að rekja
í örstuttri ræðu. En 17. júní eign-
uðumst vér lýðveldið.
Þá kom þjóðin heim til sín.
Sumargjöfin 1944 var dýrmæt-
ust allra sumargjafa. Og dýr-
mætust varð hún fyrir það, að
þjóðin gaf sér hana sjálf. At-
kvæðagreiðslan hjá þjóðinni var
henni hinn mesti vegsauki.
Það var ættjarðarástin, sem
ritaði jáin með gullnum stöfum
í sögu þjóðarinnar. — Og aldirn-
ar sem koma munu aldrei gleyma
þessari atkvæðagreiðslu.
Oss Islendingum ber skylda til
að vaka yfir þessum sigri. I samn
ingum þeim, sem eftir er að
gera, mega ráðandi menn þjóð-
arinnar vita, að hún krefst þess
að engin þjóð, hvort heldur smá
eða stór, fái nokkurn rétt til
afnota landsins. — Landið er
land okkar íslenzku barna, engra
annara. — Einar Þveræingur lifir
eilíflega hjá þjóð vorri.
Ein er sú sumargjöf, sem öll
veröldin þráir. — Það er frið-
urinn. Vér Islendingar höfum að
vísu ekki verið í stríðinu og þó
höfum við verið í stríðinu. Þær
fórnir, sem vér höfum fært, eru
miklar.
Sigurgeir biskup sagði, er einn
sorgaratburðinn bar að höndum,
að það væri gráthljóð í öldunni.
Það hefir oft verið gráthljóð :
hinni íslenzku öldu á hinum
liðnu ófriðarárum. — Sjómanna-
stétt vor hefir gengið örugg gegn
hættunum. — Vér höfum staðið
með þeim, sem börðust fyrir
frelsinu. Vér skildum, að ef
harðstjórarnir hefðu sigrað, þá
hefði veröldin orðið alsherjar
fangelsi, þar sem kynslóðirnar
hefðu orðið að búa við um óra
tíma. Vér þurfum því eigi að
hræðast hin miklu reikningsskil,
þegar hið nýja líf byrjar, hið
nýja sumar í sögu veraldarinn-
ar.
Eg býð sumarið velkomið —
sumarið með öllum geislum sín-
um. Eg býð það velkomið, eigi
síður í smákofana en í stórhýsin.
Eg býð sumarið velkomið í
hjörtu þjóðarinnar. — Eg óska
;, að hugsjón frelsisins, sem
di oss í gegnum hinn langa
vetur ánauðarinnar, megi skína
yfir þjóðinni í framtíðinni — svo
hún villist aldrei af hinni réttu
leið.
Séð frá ýmsum tímamótum
liðinna alda mundi stofnun lýð-
veldisins hafa verið skoðuð
kraftaverk. —
Þeir, sem þekkja sögu þjóðar-
innar, vita, að hún var krafta-
verk.
Það þýðir eigi fyrir oss að
byggja hallir.
Vér byggjum engva höll svo
háa, að veröldin hafi ekki séð
aðra hærri. Og hallirnar hrynja.
En ef þjóðin temdi sér nægju-
semi! Ef hún í öllu peningaflóð-
inu myndi eftir, að gull kálfur-
inn er aðeins kálfur úr gulli.
Ef hún temdi sér hið einfalda
og óbrotna líf. Ef þessar dygðir,
sem best reyndust, þegar harð-
ast var barist gegn fátæktinni,
ef á þær væri einnig treyst í
velmeguninni, þá mundi sterkar
stoðir renna undir hið nýja lýð-
veldi. En þarf eigi kraftaverk til
þess að þetta geti orðið? En því
þá eigi að biðja um kraftaverk-
ið?
Ef þjóðin trúir á frelsið og
sjálfa sig, þá mun sú trú flytja
fjöll.
Og hver veit, nema að það
þurfi að flytja fjöll?
Gleðilegt sumar, góðir íslend-
ingar.
Mbl. 24. apríl.
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann«Mon
Phj/aician & fíurgeon 215 RUBT STREET (Belnt suSur af Bannlng)
402 MEDICAL, ARTS BLDQ Slml 93 996 Heimlll: 108 Chataway Talsfml 30 877 •
Siml 61 023 VtStalstlml 8—4 e. h
DR. A. V. JOHNSON Dr. E. JOHNSON
Dentiat 804 Evellne St. Selklrk
•
406 SOMER8I3T BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 230
Fiá vini
Office Phone Res. Phon*
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDO,
Offlce Houra: 4 p.ra.—• p m.
and by appolntment
DR. ROBERT BLACK DRS. H. R. and H. W
SérfræSlngur I Augna. Eyrna, nef TWEED
og hftlssjúkdómum Tannlatknar
416 Medlcal Arts Bulldtng, •
Graham and Kennedy St. 494 TORONTO QKN TR04T4
BUILDINQ
Skrlfstofuslml 93 851 Oer. Portage Ave. og Smlth »t
Helmaslmi 42 154 PHONE 96 9 52 WINNIPEQ
KYO FSON’S DRUíi
PARK RIVER. N.D.
talenxkur lyfaaU
^ólk getur pantaO meOul oa
annaC meC póstl.
Fljót afgreiCsla.
A. S. BARDAL
8 48 SHERBROOK ST.
Selur llkklstur og annast um <it-
farlr. Alíur ðtbúnaftur sá beatl
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnlsvarOa og legstelna.
Skrifstofu talslml 27 324
Helmills talsími 26 444
Itlei/ers
224 Notr« Oama-
PHONE
06 647
Lsgslelnar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmarl
BkriflO eftir verðakrd
GILLIS QUARRIES. LTD
1400 Spruee St.
Simi 28 893
HALDOR HALDORSON
Í>1/ooingameistari
23 Muslc and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 9 3 055
J. J. SWANSON A. CO.
LIMITED
808 AVENUE BLDO.. WPQ
•
Faatelgnasalar. Lelgja hðs. Út
vesa peningalán og eldsfibyrgB
bífrei8aft.byrgB, o. s. frv.
Phone 97 538
INSURE your property wlth ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND
HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON
468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 LOgfrcefHnoar 209 Bank of Nova Scotla B14«. Portage og Qarry 8t. Stml 98 291
TELEPHONK 9« 010 Blóm stundvíslega afgreldd
H. J. PALMASON & CO. TW ROSERY ltb.
Chartered Accountantt
1101 McARTHUR BUILDiNQ WINNIPEQ, CANADA StofnaB 1905 4 27 Portage Ave. Stmi 97 464 Winnipeg.
Phone 49 469 Radlo Service Speclallata ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG GIINDRY & PYMORE LTD. British Quality — Flsh Netting 69 VICTORIA STREBT Phone 98 211 Vtnnipeg Hanager, T. R. TIIORYALDBOS Your patronage wlH be ippreclated
Q. F. Jonasaon, Pres. 3» Man. Dir S. M. Bafkman, Seo. Keystone Fisheries Limited 404 Scott-Block Slmi 95 227 Wholeeale DUtributore of TREBH AND FROZEN FI8H CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /. H. Page, Managing Direoto, Wholesale Dlstributore of Fresh and Frozen Fieh. 31X Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917. |
MANITOBA FISHERIES WINNIPKQ, MAN. T. Bercovitch, framkv.atf. Verzla I heíldsölu meB nýjan og froalnn fiak. 808 OWENA 8T. Skrifatofusimi 25 355 Heimaalmi 55 468 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES FINANCE CORP. IjTD. Licensed Lend-rs Established 1929 408 Time Bldg. Phone 21 48*
Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financlal — and Insurance Lombard Building, Winnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291