Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1945næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. ÁGÚST, 1945 — iögberg OefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritatjðrans: EDITOH LÖGBERG, 696 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and publisheó b> The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenu- Winnipeg. ManitoDa PHONE 21 804 “Hjálp í viðlögum” HlilWHIlllllllHilllllHlllllililiil Islenzka byggðarlagið í Mikley, er nú í þanh veginn að fylla sjöunda tuginn; grundvöll að því lagði fámennur hópur áræðin'na manna og kvenna, nýkominna af Fróni, til þess að svala þeirri útþrá, sem íslendingum var í blóð borin frá þeirri tíð, er öndvegissúlur Ingólfs Arnar- sonar bar að landi þEU- sem nú stendur höfuð- borg fslands, Reykjavík. “Út vil ek”. — Slíkur eðlisþáttur íslenzkrar skapgerðar, hefir jafnan verið næsta áberandi, og verður það vafalaust fram í aldir. Mikley er nálega tuttugu mílur á lengd og eitthvað um sjö mílur á breidd þar, sem hún er breiðust; útsýni er þar harla fagurt, einkum um morgna og kveld, þegar nærliggjandi eyjar, og þær, sem hillir í fjarska við sjóndeildar- baug, líkjast “glóandi eldgnoð”, eins og Einar "Benediktsson komst að orði um annan stað, sem hann lýsti í heimsókn til Islendinga vestan hafs. Nærri mun láta, að um þessar mundir nemi íbúatala Mikleyjar hálfu fjórða hundraði; tveir kirkjusöfnuðir eru á eynni, og á lúterski söfn- uðurinn þar einkar fagra og veglega kirkju; á eynni er prýðilegur skóli, vandað samkomu- hús, nýtízku verzlun og afkastamikil sögunar- mylla og kassagerð; ekki er þar um víðtækan eða fjölbreyttan landbúnað að ræða, þó víða sé þar góð grasnyt og talsvert um búpening; fiskiveiðar eru aðalatvinnugrein Mikleyinga, og hafa þær oft og einatt veitt ríkulega björg í bú, þótt annað veifið hafi vitaskuld einnig sann- ast hið fornkveðna, að svipull er sjávarafli. Mikleyingar hafa um alllangt skeið notið síma- sambands við meginlandið, og hefir það að sjálfsögðu í vissum skilningi dregið nokkuð úr einangrun þeirra; en þeir þurfa líka að fá akveg til eyjarinnar, og ætti slíkt nú ekki undir neinum kringumstæðum að dragast úr þessu mikið á langinn; enda á einum stað ekki nema örmjött sund, er aðskilur ey og meginland. Mikleyingar eiga það inni hjá hlutaðeigandi stjórnarvöldum, að undinn verði bráður bugur að framkvæmd þessa mikla nauðsynjamáls. Síðastliðinn laugardag stóð mikið til í Mikley; um morguninn kom þangað á hinu ágæta skipi þeirra Magnússon-bræðra við Hnausa, “Betty Lew”, sveitarráð Bifrastar undir forustu hins þreklega og vinsæla oddvita síns Snæbjarnar Johnson, til þess að halda þar sveitarstjórnar- fund, en Mikley er ein kjördeild í Bifröst-sveit; var þar, eins og gefur að skilja rætt af kappi miklu og ríkum áhuga um landsins gagn og nauðsynjar, og þá einkum varðandi heill Mikl- eyjar og sveitarinnar í heild. í Mikley er þjóðræknisdeild, sem gengur undir nafninu “Skjaldborg”; telur hún álitleg- an hóp meðlima, sem vitaskuld þar, eins og svo víða annarsstaðar, mætti vaka drjúgum betur á verði, varðandi viðhald tungu vorrar og annara dýrra menningarerfða; þó verður naumast annað réttilega sagt, en sæmilega sé haldið í horfi; á eynni er einnig lestrarfélag og prýðilegt bókasafn. Um húsakost Mikleyinga má það segja, að þar er fjöldi glæsilegra nýtýzku heimila, sem til fyrirmyndar mega teljast. Við hvað er átt með fyrirsögn þessarar stuttu greinar, “Hjálp í viðlögum”? Frá því skal nú að nokkru skýrt. Fyrir freklega aldarfjórðungi, stofnuðu Mikl- eyingar eins konar sjúkrasamlag, er hlaut á- minst nafn; hefir það jafnan notið almennra vinsælda innan vébanda byggðarlagsins, enda er það áháð að öllu þeim fyrirbærum, er valdið hafa ágreiningi, og jafnvel sundrungu í íslenzkum mannfélagsmálum; þessi samtök, sem vera munu ein hin elztu, skipulagsbundnu samvinnusamtök Islendinga vestan hafs, bera þess fagran vott, hversu tiltölulega auðvelt það er, sé samstiltur vilji við hendi, að vinna í einingu og af fullum bróðurhug að sameigin- legum velferðarmálum, án þess að sérskoðanir einstaklinga líði við það á nokkurn minsta hátt. Svo. hafði verið ætlast til, að “Hjálp í við- lögum” mintist aldarfjórðungs afmælis síns síðustu dagana í marz-mánuði síðastliðnum; en vegna óhagstæðs veðurfars varð að fresta af- mælissamkomunni þangað til samgöngur norður þar yrðu komnar í það horf, sem þær beztar eru að sumarlagi, þegar greiðast er um sigl- ingar; og á laugardagskvöldið var, fór afmælis- fpgnaðurinn fram í samkomuhúsi Mikleyinga að viðstöddu miklu fjölmenni á mælikvarða umrædds byggðarlags. Veizlustjórn hafði með höndum hr. Jóhann Johnson, sem frá upphafi vega hefir látið sér næsta hugarhaldið um áminstan félagsskap, og leysti hann hlutverk sitt hið bezta af hendi; aðal ræðumaður var Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi; var ræða hans flutt af mikilli mælsku, og þrungin eggjandi þjóðræknishvöt; vék ræðumaður nokk- uð að ferð sinni til Islands í fyrra, lýsti hinum risavöxnu framförum þjóðarinnar síðustu tvo áratugina, ásamt þeirri djúpstæðu hrifningu, er endurreisn lýðveldisins var samfara; að ræðan fyndi viðkvæman hljómgrunn í hjörtum sam- komugesta, varð ekki um vilst; þá fluttu og stuttar ræður þeir S. V. Sigurðson sveitarráðs- maður í Bifröst, og Einar P. Jónsson; með söng skemti glæsileg kornung stúlka, Miss Kristín Sigurgeirson, en við hljóðfærið var Lorne Jó- hannsson. Er hér var komið sögu, gerðist það æfintýri á skemtiskránni, að við var ha'fður kökuskurð- ur, er margir hinna eldri Islendinga í þessu landi vafalaust kannast við; á ræðupalli var komið fyrir stórri og fagurskreyttri köku, er afla átti áminstu líknarfélagi tekna; andspænis hvor annari, með kökuna í miðju, sátu úr hópi kvenþjóðarinnar í Mikley, þær frú Ingibjörg Pálsson og ungfrú Ingibjörg Benson; var nú að gömlum og góðum sið því svo tilhagað, að kapprætt skyldi um það, hvort væri meira virði, að vera í hjónabandi, eða leika lausum hala ævina á enda; hesta sína leiddu saman í þessu augnamiði þau Gísli Sigmundsson verzl- unarstjóra að. Hnausum og frú Ingibjörg Jóns- son frá Winnipeg; hinn fymefndi átti að for- gylla hjónabandið, en frú Ingibjörg að afgylla það; svo áttu kappræðendur að leita samskota meðal samkomugesta til styrktar hvorum mál- staðnum um sig, eða í raun réttri til styrktar afmælisbarninu, sem í þessu tilfelli var “Hjálp í viðlögum”. Það væri synd að segja, að þau Gísli verzlunarstjóri og frú Ingibjörg gengi ekki eftir sínu, því eftir að þau höfðu margfegrað og forgylt málstað hvors um sig með allskonar orð- fimi, tóku þau þá kai'lmannshatta, sem næstir voru, hvort sem eigéndum þeirra likaði betur eða ver, og fóru með þá tvær ferðir um sam- komusalinn unz naumast fanst grænn túskild- ingur eftirskilinn í vösum samkomugesta; við- ureigninni lauk með ofurlitlum aurasigri fyrir Gísla og þann málstað, er hann svo vasklega hélt til streitu; enda var gifta fólkið á sam- komunni í miklum meiri hluta; kakan og kapp- ræðan gáfu af sér, segi og skrifa, eitt hundrað og tíu dollara, en alls nam arður samkomunnar rúmlega hundrað og áttatíu dollurum, og má af því ljóslega marka, hverra vinsælda “Hjálp í viðlögum” nýtur meðal Mikleyinga. Einhverju sinni komst Benedikt Gröndal þannig að orði: “Og þá hló kammerráðið á Skarði svo hátt, að hvalir hlupu á land í Trékyllisvík, og þá var mörgu logið”. Þetta sagði hinn vísi maður endur fyrir löngu; að kapp- ræða þeirra Gísla verzlunarstjóra og frú Ingi- bjargar væri í sæmilegu samræmi við sann- leikann, kom vitaskuld ekki til mála, að draga í efa; en undir því orðaflóði var ekki einungis hlegið, heldur hvorki meira né minna en sprenghlegið; þetta var skemtisamkoma, og því átti þá ekki fögnuðurinn að skipa þar öndvegi? Eftir að skemtiskrá lauk, neyttu samkomu- gestir ágætra veitinga, því Mikleyingar eru kunnir að risnu; að því búnu var dans stiginn nokkuð fram eftir nóttunni; þetta var einkar yndisleg kvöldstund, sem að minsta kosti við ferðalangarnir, munum lengi minnast með fögn- uði í huga; samkomur sem þessar hafa hvort- tveggja í senn, all-mikilvægt kynningar og þjóðræknisgildi. IIHtlllllllllll Fylkisþing kvatt til funda llllll!!lllllllll!l!ll!l!l!l!l!ll{!ll!!illl!llllllllllllllll!lllllll!!ll!llllll!l!linil!!lil!!lllllll!lllllllll!lllll!l||!li!lll!ll!ll!||!||||!!lllll!!!lill!!l!!!llll!lllllllil||||||||||||| Vegna ráðstafana þeirra, eða öllu heldur til- boða, sem fram komu á Ottawa fundinum, sem hófst þann 6. þ. m., milli sambandsstjórnarinn- ar og stjórna hinna einstöku fylkja, hefir for- sætisráðherrann í Manitoba, Hon. Stuart S. Garson, ákveðið að kveðja fylkisþing til funda á þriðjudaginn þann 4. desember næstkomandi; mun slíkri ráðstöfun hins ötula og framtakssama forsætisráðherra vors alment fagnað verða, þar sem auðsætt er hve mikið er í húfi varðandi fjárhagslega afkomu fylkisins, með því að til grundvallar liggja róttækar breytingar á skatta- löggjöf og tekjustofni þjóðarinnar í heild; en slík mál, eins og gefur að skilja, grípa djúpt inn í hagsmuni alls almennings. Fylkjasambandið canadiska var stofnað 1867, og frá þeim tíma hefir stjórnarskrá landsins einungis tekið smávægilegum breytingum; það er því í raun- inni engin furða þó ýmis á- kvæði hennar séu orðin úrelt og á eftir tímanum. Canadiska þjóðin er fyrir löngu vaxin upp úr skírnarkjólnum, og þarfnast nýrri og umfangsmeiri þróunar- skilyrði, og að því verður þessi fyrirhugaða skipulagning á af- stöðu fylkjanna til sambands- stjórnarinnar að stefna, ef vel á að takast til um framtíð þjóðar- innar. Fáir menn hafa vakað dyggi- legar á verði um sérréttindi fylkjanna en Mr. Garson; hann er maður, sem veit hvað hann vill, og skortir. manna sízt hug- rekki til þess að halda áhuga- málum sínum til streitu. Fréttir frá Blaine Islendingadagurinn í Blaine, 29. júlí, byrjaði með dimmviðri og svala, en þegar á daginn leið hreinsaðist loftið og þegar skemti skráin byrjaði skein sól í heiði og brosti hlýlega á landann, sem streymdi að sunnan og norðan og um kl. 2 voru 8 til 9 hundruð samankomnir á þennan helga reit undir Friðarboganum, þar eru menn frjálsir að koma og fara án þess að vera spurðir spjörunum úr af tolfheimtumönn um eða innflutninga ^æzlumönn- um, þetta gérir staðinn mjög ákjósanlegan fyrir fólk báðu megin landamæranna, enda samanstendur íslerídingadags- nefndin af fólki frá British Columbia og Washington ríkinu. Nefndina skipa menn frá Van- couver, B.C., Rt. Robert, Belling- ham og Blaine, Wash. Þetta fyrirkomulag hefur nú staðið í þrjú ár og hefur tekist ágæt- wega. - ; \ Skemtiskráin var skipuð fólki beggja vegna landamæranna. Söngflokkur Vancouver íslendi- inga skemti með söng, undir stjórn L. H. Thorlákssonar og Carl F. Fredrickson. Aðal ræðumaður dagsins próf. Sveinbjörn Johnson átti .að hafa verið hingað kominn, en sökum ferðabanns á járnbrautum gat hann ekki komið og voru það vonbrigði fyrir marga og sér- staklega þá, sem þekktu hann frá ungdómsárunum í Norður Dakota, ekki síður en hina, sem þekkja hann af afspurn og af því, sem þeir hafa lesið, af því sem hann hefur ritað, það dró þó úr vonbrigðunum að nokkru, að hann sendi ræðuna skrifaða, og var hún lesin af þeim sem þetta ritar. Ræðan er þrungin glöggri þekkingu og skýrum skilningi á norrænum uppruna og menning frá fornri tíð, og sýnir fram á, að fólkið þekti sinn rétt, að sjálfstjórnarhugmyndin var þeim rótgróin og eðlileg eins og það sé eðlilegt að fíkjutréið fram- leiði fíkjur. Ræðan er á ensku, og að mínu áliti ætti að prent- ast og komast í hendur ungu cynslóðinni, sem skilur betur hér lent mál. Próf. Johnson var ráðinn til að flytja fyrirlestra við Western College of Education í Belling- ham, Wash., og við háskólann í Vancouver, B.C., af íslendinga- dagsnefndinni, auðvitað fórst Dað fyrir í þetta sinn, og var það stórkostlegur skaði, og oft hef- ir mig furðað á því, að Þjóð- ræknisfélagið skuli ekki leggja meiri rækt við að útvega okkur færustu fræðimenn til að flytja fyrirlestra um Island og norræn fræði við hérlendar menntastofn- anir, þar sem áheyrendur eru leiðandi fólk þjóðarinnar. Aðrir, sem þátt tóku í skemti- skránni, var Mrs. O. S. Laxdal frá Mt. Vernon, Wash., var góð- ur rómur gerður að hennar fögru PRESTASTEFNAN VILL LÁTA REISA VEGLEGA DÓMKIRKJU I SKÁLHOLTI Prestastejnan var ein hin fjölmennasta, sem haldin hefir verið. -xx- Prestastefnu Islands lauk síð- astliðinn föstudag. Alls sátu stefnuna 78 prestar og prest vígðir menn, en auk þeirra nokkr ir guðfræðikandidatar og guð- fræðinemar. Er þetta ein fjöl- mennasta prestastefna, sem hér hefur verið haldin. Margar merkar ályktanir voru gerðar á prestastefnunni og verður hér getið stuttlega nokk urra þeirra. Prestastefnan teldi hið mesta nauðsynjamál, að reist verði hér í Reykjavík kirkjuhús, er verði miðstöð hins kristilega starfs í framtíðinni. Samþykkt var að hefja þegar undirbúning að frekari framgangi málsins. M. a. með því að prestar bindist samtökum um að leggja fram á þessu og næsta ári allt að 1000 kr. hver til hinnar væntan legu byggingar. — Að skora á kirkjuráð að verja til bygging- arinnar að minnstakosti 100 þús. krónum af tekjum presta- kallssjóða á þessu ári. — Að prestár landsins beiti sér fyrir fjársöfnun innan safnaða sinna. — Að fela biskupi að gangast fyrir því, að ríkisstjórnin taki upp á fjárlög ríflega fjárveit- ingu til byggingarinnar, og loks að fela biskupi að athuga aðrar tiltækilegar leiðir til fjáröflunar í þessu skyni. Varðandi kristindómsfræðsl- una, taldi prestastefnan höfuð- nauðsyn að auka fræðslu í trú rödd, og þá ekki. síður að söng Ninna Stevens, Ræðu flytti séra G. P. Johnson, vel samda og rösk- lega flutta. Kvæði flutti Jónas Stefánsson frá Kaldbak, enginn sem heyrði, mundi efast um að alvara fylgdi máli, mun það kvæði koma í íslenzku. blöðun- um, einnig flutti séra Albert A. Kristjánsson kvæði lipurt og vel kveðið. Þá var sungið lag, “Kór- söngur”, ort af séra Albert A. Kristjánsson en raddsett af Helga S. Helgasyni og sungið af Blaine söngfólki undir stjórn tónskáldsins H. S. H., tókst það prýcíilega ef dæma skal eftir almennings rómi sem fram kom, og ekki er frítt við að Blaina- búar finni til metnaðar að eiga þá menn í sinum hópi sem yfir slíku andlegu þreki eiga að ráða, Elías K. Breiðfjörð söng sólo partinn en Mrs. Rollands spilaði. Ekki er eg spámaður, en því gæti eg trúað að þessi söngur eigi eftir að verða vel þektur meðal íslendinga bæði hér og heima á Islandi, svo voru sung- in mörg af okkar gömlu og góðu kvæðum, undir stjórn Mr. Helga sonar. Skemtiskráin var flutt til áheyrenda yfir gjallarhorn, und- ir stjórn Mr. Leo Sigurðssonar, frá Vancouver. Ræðismaður íslands hr. L. H. Thorláksson flutti kveðju frá ís- lenzku þjóðinni. Dr. Haraldur Sigmar talaði nokkur orð, sem gestur. Herra Victor B. Anderson bæjarráðs- maöur frá Wlinn/ipeg, var hér staddur á þessari hátíð. Svo leið þessi dagur að kvöldi, og allir fóru glaðir og ánægðir. Að síðustu vil eg leyfa mér að þakka öllum komuna, og sér- staklega þeim, sem tóku þátt í skemtiskránni, og svo konunum frá báðum íslenzku kirkjunum, sem sameiginlega sáu svo vel um veitingar. Margir söknuðu vinar okkar Jónasar Pálssonar- sem svo oft hefir skemt fólki hér á þessum hátíðisdegi, bæði í ræðum og kvæðum, og vonum við að heilsa hans fari batnandi svo að við fáum að njóta hans næsta ár. Andrew Danielson. arlegum og andlegum efnum í öllum skólum landsins, æðri sem lægri. Taldi prestastefnan, að íhlutun kirkjunnar um krist- indómskennslu og val manna til þess starfa ætti að vaxa mjög frá því sem nú er. Prestastefnan lagði áherzlu á að kennslan í guðfræðideild há- skólans verði aukin svo sem 3. gr. laga nr. 31. 12. febr. 1945 mælir fyrir og skorar á ríkis- stjórnina, að sjá um, að skip- aður verði þegar dósent við deildina eins og nefnd lög mæla fyrir um. Þá skorar prestastefnan á ríkisstjórnina, að láta eigi drag- ast að stofna vinnuskóla fyrir siðferðislega vangæfa ung- linga. Ennfremur skorar presta- stefnan á ríkisstjórn og alþingi að eigi verði veitt lægri upphæð til bygginga á prestsetrum á 5—6 næstu árum en gert var í síðustu fjárlögum. Prestastefnan ályktaði að æskilegt væri að 3 prestlærðir menn væru sendir til útlanda til að kynna sér trúmálastarf- semi nágrannakirkna vorra, enn fremur að norskum og dönskum prestum verði boðið hingað til lands. Prestastefnan taldi nauðsyn- legt að prestar reyni eftir framsta megni að fá sem flest heimili til að taka upp húslestra að nýju og yfirleitt efla alla heimilisguð- rækni. Ennfremur að prófastar landsins beiti sér fyrir, að trú- málafundir verði haldnir árlega í prófastsdæmum þeirra. Prestastefnan skorar á alþingi að semja sem fyrst lög um, að sérstakur prestur verði búspttur að Hólum í Hjaltadal og hafi hann umsjón með kirkju stað- arins. Þá leit prestastefnan svo á, að ekki væri vansalaust hvern ig búið væri að hinu forna biskups- og menntasetri, Skál- holti. Taldi prestastefnan að þar þyrfti að reisa veglega dóm- kirkju, helzt í svipuðu formi og dómkirkja Brynjólfs Sveinsson- ar biskups var. Einnig mælti prestastefnan með því að reistur yrði menntaskóli heima í Skál- holti. Var þeirri ósk beint til kirkjumálanefndar, að gerð verði nákvæm áætlun um framkvæmd ir þær í Skálholti, sem sérstak- lega miða að því að varðveita sögulegar og kirkjulegar minjar og tengja starfsemi þá, er fram fer á staðnum, við biskupsdæm- ið að nýju. Loks skoraði prestastefnan á alþingi og ríkisstjórn að taka til íhugunar framkomið frum- varp forseta sameinaðs alþingis um ríflegan styrk til kirkju bygginga í landinu, enda sé það tryggt að eignar- og umráðarétt- ur safnaðanna yfir kirkjunum sé í engu skertur. Benti presta- stefnan á, að söfnuðum lands- ins væri yfirleitt ofvaxið að reisa kirkjur af eigin rammleik, sem samsvaraði kröfum tímans og framtíðin geti við unað. Alþbl. 26. júní. DÓMKIRKJAN í Uppsölum var upphunalega byggð í. got- neskum stíl. Hún er 118,7 m. löng og hæð turnanna er einn- ig 118,7 m. Kirkjubyggingin hófst einhvern tíma um míðja 13. öld. Árið 1287 var franski steinhöggvarinn Estieune de Bonneuil fenginn til þess að hafa yfirumsjón með bygging- unni. Páfinn varð oftar en einu sinni að hlaupa undir bagga, fjárhagslega, með kirkjubygg- ingunni; það gerði hann með því að lofa öllum þeim syndafyrir- gefningu, sem vildu styrkja hana með fjárframlögum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (30.08.1945)
https://timarit.is/issue/159325

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (30.08.1945)

Aðgerðir: