Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. ÁGÚST, 1945
Whipsnade
PARADÍS DÝRANNA
Ejtir Edith R. Aickman
Nálega 65 km. frá London hefir verið komið á stofn
dýragarði, þar sem fuglar og mörg önnur dýr njóta lífsins,
sem frjálsir borgarar á fögrum reit náttúrunnar. — Þessi
staður heitir “Whipsnade” og Bretar kalla hann “sveita-
dýragarð” sinn. Það er stjórn dýragarðsins ZOO, sem gekst
fyrir stofnun þessa friðlands dýranna, fyrir tuttugu árum.
— Hér segir Edith Ray Aickman frá staðnum og umhverfi
þessarar Paradísar dýranna.
Whipsnade er ný tegund dýra-
garðs. Þettá er dýrafræðilegur
garður, sem er skamt frá hjarta
Lundúnarborgar, eða aðeins 65
km. frá London. — Hérna lifa
fuglar og önnur dýr frá öllum
löndum heims því lífi, sem þeim
er eðlilegast, og í umhverfi, sem
er eins líkt ættarslóðum þeirra
og unt Var# að veita þeim í
nokkrum dýragarði stórborg-
anna.
Whipsnade Park var opnaður
almenningi 1924, á vegum dýra-
garðsstjórnarinnar í London.
Þetta land fékkst aðallega fyr-
ir atbeina Sir Peter Chalmers
Mitchell, sem þá var ritari fé-
lagsstjórnarinnar. Staðnum var
yndislega í sveit komið, en
hinsvegar var landið illa fallið
til ræktunar. Og Mitchell sá
fljótt í anda að hægt yrði að
koma þarna dýragarði, þar sem
dýr frá garðinum í London
gætu lifað í frelsi og aukið kyn
sitt, og þar sem þreytt og sjúk
dýr frá London Zoo gætu hvílst
og náð heilsu.
Úr þessari heppilegu byrjun
hefir Whipsnade vaxið og dafn-
að og er nú orðinn fullkominn
og fjölbreyttur dýragarður, er
jafnast á við dýragarðinn í Lon-
don og er honum að mörgu
leyti fremri.
Það er gaman að takast ferð
á hendur til Whipsnade einn
fagran sumarmorgun. Maður fer
þá helst fótgangandi frá næstu
brautarstöð, Dunstable, þar sem
mætast Watling Street, sem er
frá dögum Rómverja, og hinn
forni ícknield vegur. Vegurinn
liggur upp á svonefndar Dun-
stable-flatir, sem eru um 260 m.
yfir sjó. Á leiðinni yfir þessar
grænu grasmjúku flatir, sjást
í fjarska Chiltern-hæðirnar og
er þarna vítt útsýni yfir hinac.
ensku sveitir.
Þegar maður fer að nálgast
dýragarðinn blasir við einkenni-
legt útsýni, og maður heyrir
ýms hljóð, sem annars eru ekki
vön að heyrast í svona venju-
legu ensku landslagi. Þarna
standa trén í hnöppum, nokk-
ur saman. Úr brómberjarunni
kemur skógarhæna fljúgandi, og
á al-ensku tré sér maður sitja
mjög ó-enska fugla með afar
langt stél.
Inngönguhliðið að garðinum
er fallegt en yfirlætislaust. —
Þarna er veitingaskáli, sem
freistar manns til að drolla, en
hinsvegar herða rokurnar í fíl-
unum og ósöngræn hljóð páfa-
gaukanna á eftir manni, inn
eftir aðalveginum gegnum dýra-
garðinn.
Fyrstu byggingarnar í garð-
inum voru gerðar í enskum
sveitabæjastíl, eftir teikningum
Sir Guy Dawber. Síðari viðauk-
ar eftir Lubetkin og Tecton
eru í stíl, sem kalla mætti “al-
þjóðlega dýragarðslegan”. Þetta
eru nýtísku byggingar í renni-
legum stíl, viðkunnanlegar en
ekki íburðarmiklar, litirnir vel
samræmdir og þægilegir. Ein-
um bænum hefir verið breytt í
veitingahús, þar sem nokkur
hundruð gesta komast. fyrir og
ágætur matur er á boðstólum.
Sælgætisturnar og kaffihús eru
um allan dýragarðinn, en hvergi
þannig að þau trufli vegfar-
andann og öll fallega löguð.
Flamingo-eyjan er með fall-
egustu stöðunum meðfram aðal-
veginum. Það er hólmi umgirtur
stórri tjörn, sem er í sléttu einni
skamt frá aðalinnganginum. —
Safnast fuglarnir þar saman
eða þá að þeir standa á öðrum
fæti úti í vatninu, upp í hækil,
og stara þungbúnir kringum
sig. Aðrir fuglar, svo sem sjald-
gæfar andategundir, svanir og
hegrar ramba um engið eða
busla í læknum fyrir handan
það.
Alstaðar virðist manni frelsi
ríkja þarna og allsstaðar nóg
rúm. Slétturnar í garðinum eru
stórar (ein þeirra er stærri en
allur dýragarðurinn í London)
og dýrin virðast vera í sínu
eðlilega umhverfi^ Einna bestur
árangur hefir náðst í þessum
dýragarði af svæði einu, sem
kallað er “úlfaskógurinn”. —
Þarna er dálítill furuskógur, og
í skuggum trjánna sjást úlfar
vera á ferli, alveg eins og þeir
væru í sínu eðlilega umhverfi.
Allskonar fuglategundir, svo
sem páfagaukar, kalkúnar og
endur hafa fullt frjálsræði og
fá að fara um þar sem þeim
sýnist. Fallegir steindeplar skjót-
ast fram úr runnunum og grjót-
görðunum. Þarna eru tígrisdýr
í litlum, fögrum dal, ljón í
grænu frumskógarkjarri, vísund
ar í stórri hlíð, úlfaldar og yak-
uxar á beit eins og þetta væri
enskur sauðfénaður.
Þama skiftLst á skógiír ög
grasleiíði o*g landslagið er un-
aðslegt og gott sýnishorn enskr-
ar náttúrufegurðar. Þarna eru
mjóir stígar í forsælu skógarins
og þar sér maður líka margar
tegundir smærri hjratartegunda.
Þarna eru tapírar, sem kunna vel
við enska beitilandið, gíraffar
eru inni á milli trjánna 6g flóð-
hestar, sem gesturinn getur lát-
ið eta kartöflur úr lófa sér. Þar
er lítil klettahólmi, afgirtur, og
hafast þar við nöðrur og alls-
konar eðlutegundir. í grasbrekk
unum er villifé og villigeitur úr
ýmsum áttum veraldar.
Ýms skógarrándýr af katta-
kyni og svo bjarndýrin vekja
ávalt óskifta eftirtekt gestanna,
og margt mætti telja af 'sjald-
gæfum dýrum, sem fengið hafa
vistarveru þarna og virðast
kunna vel við sig.
Og loks er þarna friðaður stað-
ur fyrir fjölmargar fuglategund-
ir og koma farfuglar þar oft við
á ferðum sínum. Fuglafræðing-
ar telja þennan stað hinn ákjós-
anlegasta til ýmiskonar athug-
ana, og þarna er tækifærið til
að skoða allskonar afbrigði af al-
gengum og sjaldgæfum fuglum.
Fálkinn.
Dánarminning
Af vangá hefur láðst að geta
dánardægurs Filipusar Jónsson-
ar; hann andaðist í Calgary,
Alberta þann 14. ágúst 1941.
Filipus var fæddur 30. nóv.
1880. Foreldrar hans voru Jón
Danielsson og Guðrún Rúnólfs-
dóttir, hjón á Helluhrauni í
Borgarhöfn, Austur-Skaftafells-
sýslu.
Árið 1905 flutti hann vestur
um haf, þá 25 ára gamall, og
tók sér bústað í Calgary, Al-
berta, vann hann þar mest al-
genga vinnu í 11 ár; flutti þá
til Manitoba og dvaldi þar nokk-
ur ár; flutti svo aftur til Calgary
og vann þar meðan heilsan
leyfði það sem eftir var æfinnar.
Hann lætur eftir sig eina systur
á lífi, frú Kristínu Ánderson.
S. Sigurðsson.
Séra Sveinn Víkingur:
Guðs orð
Einu sinni var lítill drengur
spurður þessarar spumingar:
Hvað er guðs orð? I barnslegri
hreinskilni og sakleysi svaraði
hann: Guðs orð, það er sann-
leikurinn.
Hvað segjum nú við, sem full-
orðin erum, um þetta svar? Við
svörum sjaldnast jafn einfalt og
hispurslaust eins og börnin.
Bókstafstrúarmennirnir telja,
eins og kunnugt er, ritninguna
eina Guðs orð, eina og alla. I
barnalærdómskverinu, sem mörg
okkar lærðu til fermingar, er
komist þannig að orði: Öll ritn-
ing er innblásin af Guði og nyt-
söm til fróðleiks, til lærdóms, til
skilnings og þekkingar á Guði.
Alþýða manna hér á landi hef-
ir hugtakið: Guðs orð, allmikið
rýmra. Hún kallar prédikana og
sálmabækur einnig Guðs orð.
Þessi rit nefnum við í daglegu ,e
tali guðsorðabækur. Hitt er svo
annað mál, hvort við trúum því,
að það sé allt bókstaflegur sann-
leikur, sem í þeim stendur. Ann-
að hvort notum við því heitið
Guðs orð gálauslega um þessi
rit, eða við erum ekki sammála
drengnum um það, að Guðs orð
sé aðeins sannleikurinn.
Þegar nýja guðfræðin, svo-
nefnda, tók að ryðja sér til
rúms, var eitt höfuðmarkmið
hennar að rannsaka ritningarn-
ar bæði sögulega og efnislega.
Hún vildi ekki fallast á hina
gömlu innblásturkenningu og
það, að ritningin öll væri óskeik-
ull sannleikur. Hún vildi leggja
ritninguna undir smásjá gagn-
rýninnar eins og hver önnur
gömul heimildarrit. En það er
jafnan mikill vandi að hagga
mikið við gamalli bygging.
Margt nýtilegt og gott og jafn-
vel harla dýrmætt getur
skemmst eða glatast — lent í
rofið og ruslið. .
Þessi hætta stafaði þó ekki
eingöngu eða beinlínis frá ný-
guðfræðingunum sjálfum, sem
við rannsóknirnar fengust. Þeir
áttu að geta þekkt, og þekktu
líka oftast, kjarnann frá hism-
inu. Hættan lá í viðhorfi fólks-
ins sjálfs til þessara rannsókna.
Þar skiptust menn mjög í tvö
horn — lentu út í tvennar and-
stæðar öfgar.
Annars vegar voru þeir, sem
mögnuðust til blinds fjandskap-
ar gegn hinni nýju stefnu,
hreiðruðu um sig í skel hinnar
glórulausu þröngsýni, börðu
höfðinu við stein gegn öllum
skynsamlegum rökum og héldu
dauðahaldi hins drukknandi
manns í fornar erfikenningar og
guðlegan innblástur hvers staf-
króks ritningarinnar, jafnt
gamla testamentisins, sem hins
nýja.
Aðrir lentu út í gagnstæðar
öfgar og sögðu sem svo: Úr
því að það er sannað, að ritning-
in er ekki öll innblásið guðs orð
og heilagur sannleikur, þá er
engu hennar orði að treysta,
ekkert á henni að græða eða af
henni lærandi. Mótsögnum henn
ar var óspart á lofti haldið, sem
sönnunum fyrir því, hve ómerk
hún væri og óáreiðanleg.
Menn létu sér gjörsamlega
sjást yfir þá staðreynd, að ritn-
ingin er samsafn af mörgum
ritum frá ýmsum tímum og eft-
ir mismunandi höfunda. Og hvað
er eðlilegra og sjálfsagðara en
það, að trúar- og siðgæðishug-
myndir Israelsþjóðarinnar tækju
einhverjum breytingum eftir því
sem aldir liðu? Hvað er eðlilegra
en að misjafns skilnings og mis- ur
jafnra skoðana kenni hjá hin-
um ýmsu höfundum hennai*?
Og þetta þarf enganveginn að
draga úr gildi ritningarinnar,
ef rétt er á litið, fremur en það
þarf að rýra gildi Vídalínspost-
illu og prédikanasafns próf.
Haraldar Níelssonar, að þessum
tveimur stórmennum anda og
{
Á myndinni sést Mosquito flugvél að hefja sig til flugs, þar sem eldar beggja
megin flugvallarins hafa eytt þokunni. Þetta er stríðstíma uppfynding.
orðsnilldar ber ekki saman að
SUu leyti um trúarhugmynd-
irnar.
Enda þótt rannsóknir ritning-
arinnar hafi leitt í ljós, að ritn-
ingin sé ekki öll óskeikul og
hver stafur þar innblásinn af
Guði, þá er hitt engu að síður
víst, að hún geymir Guðs orð.
En lykillinn að því Guðs orði
er, að lesa hana fordómalaust og
skyggnast á bak við bókstafinn
til þess að finna þær tilfinning-
ar, þá reynslu, þann anda og þá
trú, sem rit hennar eru sköpuð
og sprottin af. En bókstafurinn
sjálfur, haiin er ekki Guðs orð,
Guð hefir ekki ritað hann. Orð
ritningarinnar eru, eins og öll
orð, aðeins tákn, tilraun ófull-
kominna manna til að gefa öðr-
um hlutdeild í því, sem þeim
sjálfum fannst dýrmætast og
helgast — þessu, að þeir heyrðu
drottinn tala í handleiðslu heill-
ar þjóðar og í atburðum þeirra
eigin lífs.
En þrátt fyrir það að biblíu-
gagnrýni síðari áratuga kunni
'suindum að hafa lent út í Ófg-
ar, og hrunið orðið að ýmsu
leyti meira, en rétt eða æski-
legt var, þá höfum við þó fyrir
rannsóknir þessar öðlast ljósari
skilning en áður á því, hvað sé
í raun og sannleika Guðs orð.
Guðs orð er ekki dauður bók-
stafur. Það er skapandi, lifandi,
starfandi kraftur. Það rúmast
ekki í öllum bókum veraldar,
hvað þá ritningunni einni. Öll
lögmál alheimsins og náttúr-
unnar eru Guðs orð. í atburð-
um lífsins og sögunnar er hann
stöðugt að tala.
Daglega lesum við Guðs orð,
vitnisburðinn um hátign hans,
gæzku mildi og mátt í náttúr-
uni sjálfri, í tign fjallanna og
fegurð blómsins. En vísast talar
Guð þó allra greinilegast til
okkar í gegn um sálir og fyrir
munn þeirra manna, sem beztir
hafa fæðst og lengst hafa náð
í þroska og skilningi, trú og
starfandi kærleika. 1 manns-
hjörtum, þau sem gljúpust hafa
verið og móttækilegust, hefir
Guð rist orð sitt skýrustum drátt
um.
I engri sál hefir Guð endur-
speglast hreinna og sannar, en í
sál Jesú Krists. Enginn hefir
flutt mönnunum fullkomnara og
sannara Guðsorð en hann. En
hvernig flutti hann mönnunum
Guðs orð? Hann skrifaði það
ekki á bók, og afhenti það læri-
sveinunum með þeim ummælum
að þeir skyldu umfram allt sjá
um, að skila því í arf komandi
kynslóðum, þannig, að enginn
stafkrókur þess haggaðist hið
minnsta, því þá væri það ónýtt.
Nei, hann skildi betur. Hann
vissi, að Guðs orð er ekki dauð-
bókstafur og þur fræðin
heldur líf, andi og sannleikur.
Og í lífinu sjálfu, í hinum dag-
legu og hversdagslegu viðburð-
um kenndi hann lærisveinunum
að lesa og skilja Guðs orð. I
dæmisögunni um glataða son-
inn kenndi hann þeim að finna
hið lifandi Guðs orð fyrirgefn-
ingarinnar og kærleikans. Sæð-
ið, sem grær og vex, er opin-
berum Guðs orðs vaxtar og þró-
unar. En það var ekki aðeins
kenning hans heldur líf hans og
starf, fórn hans, dauði og upp-
risa, sem var Guðs orð, opin-
berun hins mikla og eilífa kær-
leika. Þar, fyrst og fremst, eig-
um við trygginguna fyrir kær-
leika Guðs.
Sá kærleikur hefir í Kristi
birst og starfað hér á jörð.
Hann hefir frelsað synduga menn
frá villu, hann hefir hjálpað
hinum óstyrku, huggað hina sorg
bitnu, veitt nýja djörfung og
nýjan þrótt. Og hann er alltaf að
gjöra það.
“Til þess er eg fæddur og til
þess kom eg í heiminn, að eg
beri sannleikanum vitni”. Að
bera sannleikanum vitni var
fyrir Jesú eitt og hið sama og
að flytja Guðs orð, því að Guðs
orð var sannleiki lífsins, veru-
leiki þess og kjarni. Og þetta
Guðs orð starfsins og fórnarinn-
ar, það var ekki dautt eins og
upplestur fræðimannanna á
gömlum bókstaf fornra ritninga.
Þetta orð var skapandi, lífgandi,
vermandi. Það fékk hjörtun til
að brenna. Það fór eldi um
sálina. ,
Og þetta hygg eg vera ein-
kenni Guðs orðs á öllum tím-
um og æfinlega: Það er lifandi,
skapandi og hjálpandi kraftur.
Það kallar fram hið bezta og
helgasta í sálum okkar, glæðir
það og eflir. Hvar sem þú finn-
ur slíkan göfgandi mátt gagn-
taka sál þína, þar er Guðs orð
— þar er drottinn að tala.
Sumir kunna að finna þenn-
an kraft ekki aðeins í guðspjöll-
unum, heldur einnig í öðrum
ritum ritningarinnar, bæði í
gamla testamentinu og hinu
nýja. Þeim mönnum er ritningin
guðs orð, hvort sem þeir trúa
á bókstaflegan innblástur henn-
ar allrar eða ekki.
Aðrir finna Guðs orð í feg-
urð og samhljómum, í listaverk-
um anda og handar. Enn aðrir
finna Guðs orð í kirkjunni
fyrst og fremst, í sameiginlegri
tilbeiðslu og bæn. Slíkum mönn-
um verður guðsþjónustan í sann-
leika blessuð stund, augnablik
helgað af himinsins náð.
En öðrum er farið líkt og
heilögum Franz frá Assisi. Þeir
heyra og skilja Guðs orð allra
bezt í náttúrunni sjálfri, í tign
fjallanna, gný stormsins, óend-
anleik hins stjörnublikandi
geims eða í blómskrúði vorsins,
fegurð þess og fuglasöng. Á hljóð
um stundum og í orðvana lotn-
ing hlusta slíkir menn, þegar
drottinn talar til þeirra í blóm-
um og í blæ.
Hinir munu þó sennilega flest-
ir, sem skýrast heyra rödd Guðs
í atburðum lífsins, eða heyra
hann tala í sinni eigin sál. í
allri hinni margháttuðu reynzlu,
er drottinn að tala, þó við oft
ekki skiljum það mál, eða hlust-
um eftir því eins og skyldi. Og
það er oft okkar þyngsta mein
og stærsta ógæfa, að við erum
ekki nógu næm á Guðs orð og
hlustum ekki nægilega vel, þeg-
ar hann er að tala í samvizku
okkar og sál.
Drottinn allsherjar, hann tal-
aði ekki aðeins einhverntíma í
órafjarlægri fortíð, þegar rit
ritningarinnar voru skráð af ó-
fullkomnum mönnum. Hann tal-
ar á ný til hverrar aldar og hverr
ar kynslóðar. Hann talar til
hvers einasta manns enn í dag.
Orð hans er líf, andi og sann-
leikur. Og sælir eru þeir, sem
hlusta, þegar drottinn talar til
þeirra. “Sælir eru þeir, sem heyra
Guðs orð og varðveita það.”
Kirkjublaðið
Samsæti
Það hafði rignt mikið að und-
anförnu, en sjöundi júlí s. 1. var
þó undantekning, enda var nóg
brúk fyrir gott veður og góðar
brautir, því að kveldi þess dags
stofnuðu Víðir og Framnesbúar
í Nýja Islandi til samkomu í
samkomuhúsinu á Víðir, í því
skyni að kveðja okkur hjónin
og son okkar í tilefni af því að
við vorum að flytja alfarin frá
Víðir eftir 35 ára búskap þar.
Nokkrir góðkunningjar okkar
frá Árborg og einnig frá Geysir-
bygðinni tóku þátt í þessu móti.
Söngflokkur hafði verið æfður
undir stjórn Mrs. E. Vigfússon
í Framnes, sem samanstóð af
fólki úr báðum bygðarlögunum.
Söngurinn hljómaði hið besta.
Ræður voru haldnar og kvæði
kveðin. Gjafir voru frambornar
okkur til handa frá báðum bygð-
unum og sérstök gjöf frá skyld-
og venslafólki.
Séra Bjarni Bjarnason stjórn-
aði samsætinu og gjörði því hin
bestu skil eins og honum er lag-
ið á slíkum mótum.
Veitingar voru framreiddar að
íslenzkum sið, og þarf það engr-
ar skýringar við.
“Þau eru ekki þægileg þessi
viðskipti”, svo komst skáldið að
orði, en þetta samsæti náði til-
gangi sínum á þann hátt að það
lét okkur gleyma óþægindunum,
sem af því stafa að flytja burtu
úr umhverfi, sem maður hefur
fest rætur í, ef á annað borð er
hægt að kveða svo að orði um
Islendinga, sem komu fullorðn-
ir að heiman.
En hvað um það. Þökk fyrir
gjafirnar og góðvildina okkur
auðsýnda með þessu fjölmenna
samsæti.
Fríða og Laugi,
frá Grund í Víðirbygð.
Kaupendur á íslandi
Þeir, sem eru eða vilja ger-
ast kaupendur Lögbergs á
íslandi snúi sér til hr. Björns
Guðmundssonar, Reynimel
52, Reykjavík. Hann er gjald-
keri í Grænmetisverzlun
ríkisins.