Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 5
5
viurvuvi
KVENNA.
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Börn, fullorÖnir
og skólarnir
%
Fftir Kenneth E. Appell, M.D.
(Eftirfarandi grein birtist fyr-
ir nokkrum mánuðum í tíma-
ritinu “Your Life”. Hún er eftir
þekktan læknir, Professor of
Psychiatry við háskólann í
Pennsylvania. Greinin er þess
verð að hún sé lesin með at-
bygli, því á síðari árum virðist
sá siður hafa farið allmikið í
vöxt meðal almennings að létta
allri ábyrgð af bömum og ung-
lingum hvað alla vinnu snertir.
Margt ungt fólk, sem komið er
um tvítugt og ekkert hefir gert
nema að ganga á ^kölann er eins
og börn í hugsunum, orðum og
gjörðum" það skortir sjálfstæðis-
tilfinningu; það kann ekki að
vinna með öðrum og er sér þess
ekki meðvitandi að það hafi
skyldur að rækja. Með öðrum
orðum: það hefir ekki náð þeim
þroska að verða fullorðið fólk,
þótt það sé það að árum til. Slíkt
ástand er venjulega uppeldinu
að kenna. Foreldrarnir elska
börn sín; þeim verður því oft
á að láta óhóflega mikið eftir
þeim, og þau hafa ánægju af
því að dekra við þau. Hollara
væri það fyrir framtíð barnsins
ef foreldrarnir neituðu sér oftar
um þá ánægju.)
Ein milljón af amerískum
skólabörnum nútímans mun í
framtíðinni lenda á geðveikra-
hælum, ef haldið verður áfram
í sömu átt og undanfarið. Flest-
um þeirra gætu foreldrarnir
bjargað frá slíkum örlögum, ef
þeir veittu börnum sínum heppi-
legt uppeldi.
Á vorum'tímum eru yfir 700
þús. foreldra hér á landi á geð-
veikrahælum. Er tala þessara
sjúklinga hærri en samanlögð
tala allra annarra sjúklinga og
geðveikir unglingar um tvítugt
eru mun fleiri en berklasjúkl-
ingar.
Á undanförnum stríðsárum
hefir ameríski herinn orðið að
vísa 1.300.000 mönnum frá her-
þjónustu vegna geðbilunar eða
sálsýki. Auk þessa hafa 300 þús.
manns, verið sendir heim úr
hernum af sömu orsökum. Sum-
ir þessarra manna eru blátt á-
fram fávitar eða andlega gall-
aðir að einhverju leyti, en flestir
þeirra eru svo taugaveiklaðir, að
þeir eru ekki færir um að þjóna
landi sínu svo, að nokkurt gagn
sé í.
Hver er orsökin? Skoðun mín
er sú, að meginþáttur hennar sé
misheppnað uppeldi. Tala eg hér
af víðtækri reynslu sem læknir
í þessari sérgrein.
Þessi andlega veiklun stafar
að mestu leyti af of eftirlátu óg
óraunhæfu uppeldi barnanna,
bæði á heimilunum og í skólum.
Að sjálfsögðu er það ekki slæmt
uppeldi eitt saman, er veldur
sálsýki, því að hún á sér sjaldan
eina orsök. En þá geðbilun, sem
hér um ræðir, hefði oftast mátt
yfirvinna með heilbrigðu og
skynsamlegu uppeldi barnanna.
Eg get nefnt Pétur sem dæmi.
Hann var alinn upp í taumlausu
eftirlæti. Aldrei vann hann
handarvik. Hann var rekinn úr
þrem skólum, en slampaðist í
gegnum þann fjórða, en þar var
skólastjórninni mjög ábótavant.
Þó var Pétur góðum gáfum
gæddur. Óvitandi greiddu fbr-
eldrar drengsins fyrir fræðslu,
sem í rauninni kenndi honum
aðeins undanbrögð og vífilengj-
ur.
Pétur lét skrá sig í herinn í
stríðsbyrjun. Heraginn, daglegar
æfingar í vopnaburði og skortur
á sérréttindum þeim, er hann
hafði haft heima fyrir — allt
þetta varð honum óþolandi
kvalræði. Hann veiktist og hélt
sig haldinn öllum hugsanlegum,
banvænum kvillum.
Eftir að foreldrar hans sendu
hann til mín, tókst mér að full-
vissa hann um það, að hann
væri líkamlega heilbrigður.
“Veikindin” stöfuðu eingöngu
af ósamræminu milli híns raun-
verulega lífs og þess lífs, er hann
þekkti. Nú er Pétur farinn að
átta sig á daglega lífinu, þótt
hægt gangi.
Eða þá Páll. Hann var líka
dekurbarn-. Hann var gersam-
lega ábyrgðarlaus og hafði aldrei
unnið sér inn grænan eyri. Faðir
hans útvegaði honum vinnu
hvað eftir annað, eftir að hann
komst upp, en hann toldi aðeins
stuttan tíma á hverjum stað,
hætti síðan og sagði að vmnan
ætti ekki við sig. Fáum mánuð-
um eftir að hann gekk í herinn
var hann sendur heim vegna
geðbilunar.
Á hinn bóginn eru sumir for-
eldrar alltof strangir við börn
sín. — Faðir Jóns var háskóla-
kennari, fluggáfaður maður.
Móðir hans var forkólfur í vel-
ferðarmálum bæjarfélagsins.
Þau gerðu hárnákvæma áætlun
um framtíð Jóns og frá henni
mátti ekki kvika um þumlung.
Ekkert sjálfræði var honum
veitt. Hann lauk háskólanámi
og hóf feril sinn í viðskiptalíf-
inu. En þar fór allt út um þúfur.
Jón skorti bæði hugkvæmni
dugnað og sjálfstraust til allra
sjálfstæðra framkvæmda. Þetta
fékk svo á hann, að hann missti
vitið.
Eyðilögð heimili eru undirrót
margrar geðbilunar foreldra og
barna. Algengasta ástæðan er ef
til vill sú, að foreldrana skortir
þann skilning og þá fórnfýsi,
sem hjúskaparlífið krefst í sem
ríkustum mæli. Þessi ógæfu-
heimili hafa stórlcostleg áhrif á
börnin. Þau eyðileggja þá ör-
yggistilfinningu, sem börnum er
nauðsynleg.
Andlegt heilbrigði útheimtir
fyrst og fremst ábyrgðartilfinn-
ingu, samvinnuhæfni og fórn-
fýsi. Þessir þrír kostir eru þýð-
ingarmiklir hverjum þegni þjóð-
félagsins. En oftast skortir þá
hjá geðveiku fólki í flestum til-
fellum; eiga heimili og skólar
sök á þessum geysilega mann-
skaða og þeim útgjöldum, sem
eru samfara dvöl þessara vesa-
linga á opinberum stofnunum.
Flestir skólar leggja meiri á-
herzlu á einstakar námsgreinar
en lífið í heild sinni. Eg hefi
jafnvel heyrt háskólakennara
segja: “Hlutverk okkar er að
skerpa skilning og námshæfi-
leika nemenda, en ekki það, að
móta persónuleika þeirra og
skapgerð.” Þó ætti hið síðar-
nefnda að vera höfuðviðfangs-
efni þeirra.
Skólarnir fræða nemendur
um störf meltingarfæranna, en
láta þeir ekki ógert að fræða
þá um tilfinningalífið? Kenna
þeir börnunum og unga fólkinu
þá list, að hafa stjórn á geðs-
munum sínum? Að taka óhöpp-
um með jafnaðargeði eða að
taka tillit til náungans? Veita
þeir þeim það siðferðisþrek, sem
hver æskumaður þarf að hafa
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. ÁGÚST, 1945
til þess að geta mætt þeim
freistingum og glöpum, er á vegi
hans verða, án þess að bíða af
þeim tjón? Hvað er um heimil-
in? Gera þau mikið til þess að
kenna börnunum að stökkva
ekki upp á nef sér út af smá-
munum einum og leiða þeim
fyrir sjónir, að slík hegðun geti
síðar leitt til meiri gremju vegna
meiri vonbrigða og að lokum
valdið brjálsemi?
Afbrýði, ótti og gremja eru
hverjum manni meðfædd. Eng-
inn þarf að minnkast sín vegna
þeirra. En menn ættu að læra
skilning og stjórn þessara eðlis-
hneigða sinna. Það er einn þátt-
ur andlegrar heilbrigði að hafa
góða stjórn á tilfinningum sín-
um.
Hvað gera skólarnir til þess að
kenna unglingunum umgengni
við náungann? Er nemendunum
kennt, að nokkur ábyrgð fylgi
hverju starfi? Sumir skólar
leggja .drjúgan skerf til þessa.
Menntaskóli einn í Ohio skiptir
skólatímanum í þriggja mánaða
tímabil. Er þeina varið til skiptis
til bóklegrar fræðslu og algengr-
ar vinnu utan skólans. Eink-
unnir eru gefnar fyrir hvort
tveggja tímabilin, einnig fyrir
vínnuna. Kemur þar til greina
atorka, hugkvæmni og þol nem-
andans við vinnuna. Þar lærir
hann, hverja þýðingu ábyrgðin
hefir. Aðrir skólar hafa tekið
upp líkt fyrirkomulag, en þá
aðeins af eigin hvötum.
En hví skyldu þá ekki allir
æðri skólar taka upp líka hætti
og veita nemendum einkunnir
fyrir frammistöðuna við vinn-
una jafnt og bóklegu fræðin?
Mikill hluti geðbilaðra manna
hefir viðurkennt, að þeir hafi
aldrei í æsku fengið að njóta
þeirrar ánægju, sem fylgir vel
unnu starfi. En undir lífið fæst
vart betri undirbúningur.
Gerhardsen flytur
stefnuskrárrœðu
í Stórþinginu
Einar Gerhardsen, hinn nýj
forsætisráðherra Norðmanna
lýsti á laugardaginn stefnu og
fyrirkomulagi stjórnar sinnar.
Hann sagði, að grundvöllurinn
undir stjórn hans væri ósk þjóð-
arinnar um, að eining þjóðar-
innar héldi áfram nú á endur-
reisnartímanum. Hin nýja stjórn
myndi inna af hendi hin aðkall-
andi störf líðandi stundar, en
hún væri byggð á stjórnskipu-
legum lýðræðisgrundvelli.
Stefna stjórnarinnar væri byggð
á hinni sameiginlegu stefnuskrá
hinna stóru norsku stjórnmála-
flokka (Alþýðuflokksins, —
Vinstri-, — Hægri — og
Bændaflokksins).
Geraldsen forsætisráðherra
sagði einnig, að stjórnin myndi
fyrst og fremst sjá um, að afl-
að væri birgða handa landsbú-
um og þeim skipt réttlátlega, að
lögð yrði áherzla á samvinnu
hins opinbera og einstaklinga,
verkamanna og atvinnurekenda
°g tryggt yrði lýðræðið í land-
inu. Þá mun stjórnin einnig beita
sér fyrir því, að landvarnir Nor-
egs verði ávalt sem traustastar
og að samvinnu verði haldið á-
fram við hinar sameinuðu þjóð-
ir. Að lokum sagði Gerhardsen
forsætisráðherra, að hann vænti
þess, að stórþingið myndi styðja
stefnu stjórnarinnar og að þjóð-
in stæði einhuga með stjórninni
í þessum málum, enda væri það
nauðsynlegt, til þess að tilætlað-
ur árangur næðist.
Alþbl. 4. júlí.
Canadastjórn hefir sent eitt af
beitiskipum sínum, hlaðið vist-
um og sjúkraútbúnaði til Hong
Kong, til líknar og hressingar
þeim stríðsföngum, sem nú er
verið«að leysa úr ánauð.
^Illll!l!l!!l!lllllllllllll!!!!!!ll!lllllllllllll!!l!l!!lllllllllll|[|l!ll!l!lllllllllllllllll!l!||i:illlllllllllllllllllllll|||||||||||||!|||||||||||||||!l!|||||||||||||!|||||||||l|l||||||||||!||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l^
Canada og Bandaríkja menn af
íslenzkum átofni, er fórnuðu lífi
í heimsátyrjöldinni frá 1939
....................................................................................................................................................
Sorgin vegur í knérunn
Mörg eru þau, íslenzku heim-
ilin í þessu landi, þar sem sorg-
in hefir vegið í knérunn og num-
ið á brott frækileg ungmenni
vegna þess umfangsmikla Surt-
arloga, sem brent hefir upp vora
fögru jörð af völdum þeirra ægi-
legu hjaðningarvíga, sem nú er
loks bundinn endi á; eitt þeirra
heimila, er bústaður þeirra Mr.
og Mrs. Ari G. Magnússon, að
145 Evanson Street hér í borg-
inni; þau mistu tvo einkar mann
vænlega sonu, og hafa borið
þann þunga harm með aðdáan-
legu sálarþreki.
Fl. Serg. Clarence N. Magnússon
Þessi gjörfulegi, fallni maður,
var fæddur í Winnipeg þann 30.
dag ágústmánaðar árið 1916.
Hann naut menntunar við Chap-
man og Charleswood alþýðu-
skólana í Charleswood byggðar-
laginu hér í fylkinu, og var í
þjónustu Winnipeg Electric fél-
agsins áður en hann gekk í her-
þjónustu; hann innritaðist í
canadiska flugherinn í september
mánuði 1941, og lauk prófi sem
Pilot Officer með ágætum vitn-
isburði við flugforingjaskólann
að McLeod í Albertafylkinu. Fl.
Serg. Magnússon fór austur um
haf í október 1942, en lét líf sitt
í þágu frelsis og fósturjarðar, 22.
maí, 1943.
Pte. Elmer A. Magnússon
Þessi ungi sveinn, er inti af
hendi fórnina mestu á þessari
jörð, Pte. Elmer Andrew Magn-
ússon, var fæddur í Winnipeg
þann 22. júní, 1926; hann hlaut
alþýðuskólamenntun við Chap-
man og General Wolfe skólana
hér í borginni, og sóttist námið
með ágætum; hann innritaðist í
Argyll og Sutherland Highland-
ers í desembermánuði árið 1942,
og naut heræfinga við Shilo og
Fort Osborne herbúðirnar. Pte.
Magnússon fór austur um haf í
öndverðum júlí-mánuði, 1943;
hann lét líf sitt í þjónustu lands
og þjóðar á Þýzkalandi 18. apríl
1945, og þar hvíla hinar jarð-
nesku leyfar hans.
Auk foreldra sinna láta þessir
hugljúfu bræður eftir sig eina
systur, Mrs. L. N. Wilson, 145
Evanson Street, og einn bróður,
S/Ldr. N. L. Magnússon, Ste. 1
Hague Apts., í þessari borg.
ÚR GAMALLI
ÍSLANDSLÝSINGU
“í því fljóti Lagarfljóti segja
menn vera skuli 3 vatnsskrímsli,
sem er einn ormur, 2*4 mílu
langur, og hafa sannorðir menn
á þessum dögum sagt sig hafa
séð hann grannt, þó í bugtum,
en ekki höfuð né sporði; hann
skal sig ekki láta sjá, nema fyrir
stórum fyrirburðum, miklum
sjúkdómum, landplágum, stór-
herra dauða eður þvílíku ...”
•
ARTURO TOSCANINI er
ítalskur. Upphaflega var hann
fiðluleikari, en gerðist síðar
hljómsveitarstjóri og tónskáld.
Hann starfaði aðallega við La
Scala í Milanó; en er Mússólini
og fasistar hans brutust til
valda og fyrirskipuðu fasista-
sönginn sunginn og leikinn við
öll tækifæri, neitaði Toscanini
að láta leika hann og beygja
sig fyrir fasistum. Hann varð að
flýja land og hefur nú um
margra ára skeið dvalið í Banda-
ríkjimum.
Borgið LÖGBERG
Canada’s Fishermen carry nn...
with BLUENOSE
ANNOUNCING that as of September
Ist. 1945, our Winnipeg office will be taken
over by Messrs. Roy E. Park and Hugh L.
Hannesson, and will be operated under the
name of “PARK-HANNESSON.”
May we take this opportunity of thank-
ing you for your patronage in the past and
we trust it will continue under the new man-
agement.
3 ;
Drummondville Cotton Company, Limited
> succeeded by
PARK-HANNESSON
55 ARTHUR STREET
WINNIPEG, MAN.