Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 1
 PHONE 21374 *»2Sssss T.au^ í^ A Complete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. ÁGÚST, 1945 PHONE 21374 A - '' 1*»*** ‘ ÍÚ'P' A or»0* A Coiu] iJete Clean ng Institution NÚMER 35 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiDiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiuniiiiiiiiiii Frá fjallatindum til fiskimida niiiiiiuuuiiuiiiiiiiiiiuiuuuuiiiiiiiiiiHiuuuuuuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuuuiiiiiiiiniiuiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiuuuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuuuuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiuiiiiiiiiuiuiuiiimiiiiuiiiuuuuiiiiiiiiuiuuin Kœrður fyrir landráð Um þessar mundir er herrétt- ur á Englandi að rannsaka mál canadisks hermanns, John Gord- on Galaher frá Windsor, Ont. Hann er kærður um landráð. Mun hann vera sá fyrsti Canada maður, sem kærður hefir verið fyrir þá sök síðan Louis Riel var fundinn sekur. Galaher var tekinn til fanga af Þjóðverjum. Strangar reglu- gerðir eru fyrir því að hermenn, sem teknir eru til fanga, megi ekki gefa óvinunum nokkrar upplýsingar. Galaher er sakaður um að hafa gefið Þjóðverjum upplýsingar gegn mútufé. Annar hermaður, amerískur, að nafni Hale, er einnig kærður um land- ráð. Hilli Gen. McNaughton farinn úr ráðuneytinu Gen. McNaughton hefir nú sagt sig úr ráðuneyti Canada stjórn- ar og hefir verið skipaður forseti í “Canadián section of the Permanent Joint Defense board”. Leysir hann þetta starf af hendi endurgjaldslaust. Sem kunnugt er var Gen. Mc- Naughton yfirforíngi yfir cana- diska hernum á Bretlandi en síð- ar var hann skipaður í cana- diska ráðuneytið í stað Hon. J. L. Ralston, sem sagði af sér. Gen. McNaughton var í kjöri bæði í aukakosningum og hinum al- mennu kosningum en náði ekki kosningu. , sisIS Öánægja á Bretlandi Mikil óánægja ríkir nú á Bret- landi yfir því hve snögglega láns og leigulögin voru numin úr gildi. Er talið að þettá muni valda miklum örðugleikum og jaínvel skorti á brýnustu nauð- synjum; að almenningur verði að þrengja enn meira að sér held ur en á stríðsárunum. Þeir Lord Halifax og Lord Keynes hafa nú verið sendir til Bandaríkjanna til þess að reyna að komast að samningum við stjórnina þar að halda áfram láns og leigu fyrir- komulaginu þar til Bretland er búið að koma verksmiðjuiðju sinni og flutningum nokkurn veg inn í það horf, sem það var í á friðartímum. sass Biskup íslands fer á biskupafund Sigurgeir Sigurðsson biskup fer innan fárra daga flugleiðis um Svíþjóð til Danmerkur, en hann ætlaði að sitja fund nor- rænna biskupa, sem á að hefj- ast 22. þ. m. Það var Fuglesang-Damgaard Sjálandsbiskup, sem boðaði til þessa fundar og sendi biskupi íslands boð sitt. Var þá ráðgert að fundurinn yrði haldinn um síðustu mánaðarmót, en honum varð að fresta af einhverjum á- stæðum. Alþbl. 3. ágúst. Hernám Japans vel á veg komið Fyrstu loftflotafylkingar Banda ríkjanna komu til Japan í gær, og lögðu hald á Atsugi flugvöll- inn, sem liggur aðeins fáeinar mílur frá Tokyo; er þetta í fyrsta sinn í sögu japönsku þjóðarinn- ar, sem erlendur her hefir stigið fæti á jápanska grund; einskis minsta mótþróa varð vart við gestakomu þessa, heldur var alt í stakri röð og reglu. í dag lendir General McArthur liði miklu við strendur Tokyo- flóans, og með því hefst hið skipulagsbundna hernám lands- ins; áætlað er, að hernámsfylk- ingar Bandaríkjaþjóðarinnar muni í alt nema hálfri annari miljón vígra manna, auk nokk- urs liðs annarsstaðar frá af hálfu sameinuðu þjóðanna; þess er vænst, að uppgjafar samningarn- ir verði formlega undirskrifað- ir um borð í ameríska beitiskip- inu Missouri um komandi helgi. Kosningum frestað Hinum almennu þingkosning- um, sem fram áttu að fara í Búlgaríu ú sunnudaginn var, hefir verið frestað vegna þess, að stjórnir Breta og Bandaríkj- anna töldu kosningalögin þannig úr garði gerð, að það yrði í raun inni ákveðið fyrirfram hvaða flokkur kæmist til valda, en undir slíkum kringumstæðum myndu þessi tvö stórveldi ekki sjá sér fært að viðurkenna þá stjórn, er þá tæki við völdum. Magnús Sigurðsson bankastjóri fulltrúi islands Þriðji ráðsfundur hjálparstofn unar hinna sameinuðu þjóða, UNRRA, hefst í London hinn 7. ágúst n. k. Fulltrúi íslands á ráðsfundin- um verður Magnús Sigurðsson bankastjóri. Alþbl. 3. ágúst. Fylkiskosningar í aðsigi Dagblöð Winnipegborgar létu þess getið á mánudaginn, að nokkurn veginn mætti víst telja, að fylkisþingið í Manitoba verði rofið af afstöðnu aukaþinginu, er saman kemur þann 4. sept- ember næstkomandi, og að al- mennar kosningar fari þar af leiðandi fram í haust. Pietro Mascagni látinn Sú fregn hefur borist frá Rómaborg, að tónskáldið Pietro Mascagni hafi látizt þar, tæplega 83 ára að aldri. Mascagni var fæddur í Livorno árið 1863, í desembermánuði. Hann var um mörg ár hljóm- sveitarstjóri í ýmsum smábæj- um ítalíu. Árið 1890 samdi hann óperettuna Cavalleria Rusticana, sem er kunn um allan heim. Pietro Mascagni stjómaði hljóm- sveitum til hins síðasta. Kristján Gunnar Anderson Kristján Gunnar Anderson í mars hefti Icelandic Cana- dian, var mynd og grein, sem skýrði frá námsferli þessa unga manns. Vegna þess að mig lang- ar að allir íslendingar, sem ef til vill ekki lesa hið enska blað, fái að vita grein á manninum, skrifa eg þessar línur. Foreldrar hans eru Páll A. Anderson bílaviðgerðarmaður og bifreiðarstöðvareigandi í bænum Glenboro, og kona hans Guðrún. Páll er ættaður úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu fæddur að Sigurðarstöðum, sonur Andrésar Andréssonar bónda þar og Vig- dísar Friðriksdóttur. Foreldrar Guðrúnar móður Kristjáns þessa, voru Kristján Hannesson og Hólmfríður Kristjánsdóttir í Víðigerði í Eyjafirði. Kristján er fæddur í Glenboro, Man., 23. ágúst 1926. Barnaskólanám og miðskólanám stundaði hann við Glenboro skólann. Snemma bar á því að hann hafði yndi af eðlisfræði og stærðfræði. Stóð hann jafnan þar fremstur eða með þeim fremstu alla sína skóla- tíð. Ekki voru þó hin fögin látin sitja á hakanum því alt það, sem hann beitti sér fyrir sótti hann með stakri alúð og ástundun. Það var því engin tilviljun að Manitoba háskólinn veitti eftir- tekt prófum þessa unghngs. Þau bentu á námsmann, sem hlaut að skara fram úr ef honum var gefið tækifæri. Háskóli þessi veitir námsstyrk í almennra fræða deildinni all-rýmilega þeim sem henni finnst þess verðugir. Og kaus hún Kristján að enduðu skólaárinu 1944. Námsstyxkur- inn er $325.00 að upphæð á ári og veitist í tvö ár samfleytt þessi upphæð. Hér er um virðing að ræða, sem sýnir að enn eru Is- lendingar framarlega á sviði náms og menta, svo að eftir þeim er tekið. Hverjum einum slíkra manna, sem þessa, megum vér ekki gleyma að veita athygli og hjálpa enn hærra. Með því auk- um vér hróður okkar sjálfra. Þegar svo Kristján. hóf nám sitt í haust er leið tók hann sem sérfræðinám rafmagns verk- fræði. í fjölda ára síðan hann var svolítill drengur, hefur hann leikið sér að byggja útvarps og viðtökutæki. Hér á árunum þeg- ar útvarpslögin voru ekki svo einskorðuð, sem nú, lék hann oft það að senda hljómplötumúsik út til nágrannanna á ýmsum bylgjulengdum, eða þá hann sendi þeim tóninn á íslenzku og vissu þeir ógjörla hver var að trufla viðtökutæki þeirra. Nú leggur hann sig eftir náminu og gengur vel. Er gaman til þess að vita er ungir menn mega fá tækifæri til að ganga þann veg, sem þeir eru syo sem af guði gerðir til að ganga, og er það trúa mín að síðar munum við heyra frá þessum unga náms- manni á sviði því, sem hann hef- ur sér kosið. Og það gleður oss að hann hefur þessa viðurkenn- ingu hlotið þegar í byrjun náms- ferils síns. E. H. Fáfnis. Söngur Stefáns íslandi íslenzkur söngvari, sem ber nafn ættlands síns, er nú kominn heim á æskustöðvar sínar, til þess að syngja í sig sál gömlu ísafoldar. Landið hefir heldur ekki daufheyrst við söngkalli hans. Þúsundir hafa þyrpst að söngkvöldum Stefáns íslandi óperusöngvara og látið heillast af töfrafríðum tónum þessa sindr andi söngbarka ítalskrar skól- unar. Stefán íslandi stendur nú á bezta skeiði ævi sinnar. Rödd- in er orðin sveigjanleg og ör- ugg í efstu legu, svo að hvergi skeikar, en stöku sinnum slær fölva á dýptina. Stílbrigðum nær Stefán fram, með ágætum vel, og var hið fornítalska lag florentíska skólans eftir Caccini afbragðs dæmi um hreinrækt- aðan sotto voce óperusöng í gömlum stíl, sungið af meistara- legri nærfærni. Hins vegar birt- ist dramatískur kynngikraftur í “Werthers”-aríunni eftir Mass- enet, og bendir sú meðferð til ý>ess ótvírætt, að Stefán kunni sig við konungsborð óperunnar. Hann kann og að bregða á leik af sannfærandi strákslegum gáska, eins og í glettingalagi Páls ísólfssonar “Sáuð þið hana systur mína”, og slöngva fram kersknisfullum parlando-innskot um, eins og í “Dansinum” eftir Rossini. Hér hefur Stefán tekið sér húsbóndavald gagnvart höf- undunum og mótað fyrirætlanir þeirra eftir eigin geði og smekk, svo að glöggt má greina sjálf- stæðisviðleitni hins túlkandi songvara. Við höfum fyllstu ástæðu tii þess að fagna söngvara, sem lík- legur er til að bera hróður lands síns víða vegu með Appollovega- bréfi llstar sinnar. — Enn á ný getur ísland sannað hlutgengi sitt meðal stórþjóðanna og sýnt, að það mun í framtíðinni ekki eingöngu hasla sér alþjóðavöll á sviði bókmennta, heldur einnig skipa vel sæti sitt á vettvangi hinnar hljómandi listar. Stefáni íslandi var og tekið kostum og kynjum af löndum sínum sem hinum “íslenzka Gigli,” og ætlaði djúpur fögnuður og hrifnin áheyrenda aldrei að linna. Hallgrímur Helgason. Mbl. 2. ágúst. Tvö vöruflutningaskip bygð fyrir Eimskip i Danmörku Fyrir skömmu fékk stjórn Eimskipafélagsins loforð frá dönsku skipasmíðastöðinni, Bur- meister og Wain, um að hún smíðaði tvö Vöruflutningaskip fyrir félagið. Stærð skipanna verður 2600 tonn, D. W. Þó hefir ekki verið gengið frá samningunum um þessi viðskipti, svo að ókunnugt er um, hve mikið þau munu kosta og hvenær þau verða til- búin. Þá er í undirbúningi að fá skip byggð í Svíþjóð og fer Jón Guð- } Ráðast í stórfyrirtœki •• Roy E.'Park Þeir Mr. Hugh L. Hannesson og Mr. Roy E. Park, hafa alveg nýverið keypt veiðarfæraverzl- un þá, sem Drummondville Cot- ton Co. Ltd. hafa rekið til margra ára hér í borginni, og stofnað nýtt félag, sem gengur undir nafninu Park-Hannesson Comp- any; mun það verða löggilt eins fljótt og ástæður leyfa; þetta nýja félag hefir umboð fyrir vesturhluta Ontario fylkis, Mani- toba, Sask., Alberta og North West Territories; félagið verzl- ar, eins og fyrirrennarar þess, með hin kunnu og ágætu Blue- nose veiðarfæri, og hafa hinir nýju eigendur langa og raun- hæfa æfingu í því öllu, er að verzlun veiðarfæra lytur. Hugh L. Hannesson Mr. Park er íslenzkum útgerð- armönnum og fiskimönnum að góðu kunnur af dvöl sinni hér í borg, er hann hafði á hendi for- stjórastarf við Drummondville Cotton; um nokkur undanfarin ár hefir hann gegnt sölusljóra- starfi fyrir félagið í Montreal. Mr. Hugh Hannesson hefir und anfarin ár verið framkvæmdar- stjóri áminsts félags í þessari borg, og unnið sér álits og trausts hinna sífjölgandi viðskiptavina sinna; hann er hið mesta glæsi- menni og kunnur að drengskap. Hugh er borinn og barnfædd- ur í Winnipeg; sonur þeirra merkishjónanna, Mr. og Mrs. Jóhannes Hannesson að 523 Sherbrook Street. brandsson á næstunni til Svíþjóð ar til þess að undirbúa þessi skipakaup og ganga frá samn- ingum um þau. Hefir stjórn félagsins leitað fyrir sér um byggingu á skipum í Ameríku og er beðið eftir boð- um þaðan. Vísir 12. júlí. NÝ BÓK: Andabraskið athjúpað Joseph Duminger er einn af fremstu töfrabragðamönnum Ameríku. Hann hefur ritað bók um töfrabrögð sín og í því sam- bandi sýnir hann fram á, hvernig sumir svokallaðir miðlar leika sér að því að blekkja fólk og svíkja. Hér er ekki um árás á spíritismann sjálfan að ræða, heldur aðeins afhjúpuð brögð svikamiðlanna. Bók þessi er komin út á ís- lenzku og ber nafnið “Anda- braskið afhjúpað”. Er bókin 131 blaðsíða að stærð, en auk þess eru í henni 34 myndir af ýmis- konar brögðum töframanna og svikum miðla. Víkingsútgáfan gefur bókina útk en prentuð er hún í Alþýðuprentsmiðjunni. Alþbl. 4. ágúst. Tveir Islendingar hljóta Isbister námsverðlaun Isbister námsstyrknum hefir verið úthlutað til 24 ungmenna í Manitoba, sem útskrifuðust úr Grade 11 við háskólan. Meðal þeirra voru tveir íslendingar. Irene Thorbjörg Sigurdson, Gimli hlaut $50.00 ásamt $150.00 fyrir námsgjald. Frederick Willard Bergman, Gimli hlaut $150.00 fyrir námsgjald. Dtgáfa Nýlega var aðalfundur Hins íslenzka bókmenntafélags hald- inn. Á síðasta ári bættust 57 nýir meðlimir í félagið. Forstei félagsins, Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður skýrði frá fyrirhugaðri útgáfu starfsemi félagsins, og meðal annars gat hann um fornbréfa safnið. Sagði hann, að hraða þyrfti útgáfunni eftir mætti, en við ýmsa örðugleika væri að stríða, m. a. prentun. Enn frem- ur gat hann þess, að eftirtald- ar bækur væru væntanlegar frá félaginu: Jón Sigurðsson, sam- tíð og saga, eftir Pál Eggert Ólafsson. Skírnir 119. árgangur og loks 2. hefti XIV. bindis af fornbréfasafninu, sem ráð- gert væri að koma út á þessu ári. Alþbl. 29. júlí. sasa Hvalveiðar Norðmanna Talið er, að Norðmenn muni afla alls 500 þúsund tunna af hvallýsi á þeirri vertíð, sem nú fer í hönd. Vertíðin mun standa yfir frá haustinu 1945 til vors- ins 1946. í styrjöldinni hefur verið sökkt fyrir Norðmönnum níu stærstu hvalveiðiskipunum og mörgum hvalbátum. Þá er það upplýst í Oslo, að vegna þess, að mörg hvalveiði skipin hafi verið tekin til annara nota í styrjöldinni, sé ósenni- legt, að fleiri en fimm eða sex hvalveiðiskip, sem hafa um níu hvalveiðibáta hvert, geti farið til veiða að þessu sinni. Áður, fyrir stríðið, hófst ver- tíðin, samkvæmt samningum 8. desember og lauk 7. marz. Nú hafa menn orðið sammála um, að hefja veiðar 24. nóvember og ljúka þeim 24. marz, vegna þess, að mikill skortur er nú á hval- lýsi og öðru feitmeti, vegna styrjaldarinnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.