Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. ÁGÚST, 1945
i —---------------------
Dulin fortíð
“Það er nú ekkert leyndarmál framar,” sagði
lávarðurinn, “að minsta kosti, sem mér kemur
við. Eg get vel skilið það allt saman. Þessi
óhamingjusami maður, hefur njósnað allt um
leyndarmálið, og auðvitað ætlað að pína út
eins mikið af peningum fyrir, að þegja um það,
og hægt væri.. Kannske hann hafi ekki getað
hrætt neina peninga út úr þér, Hope, og hafi
svo viljað reyna, hvort ekki væri auðveldara að
hræða peninga út úr systur þinni, fyrir að
þegja um það. Eg veit, að Florence segir aldrei
neitt um þig, en þú getur ekki horft mér í augu
og neitað því, að það var þess vegna, að hún fór
til fundar við þennan, nú dauða mann.”
Hope hafði gefið alla ást sína, já, allt líf sitt
fyrir systur sína, og nú leit hún á Damer lávarð,
með svo viðkvæmu og gegnum smjúgandi augna
ráði, að hann hefði hlotið að vera blindur ef
hann hefði ekki veitt því eftirtekt.
“Eg neita því ekki, Damer lávarður,” sagði
hún í hátíðlegum og alvarlegum róm, “eg
ímynda mér að það hafi verið í sambandi við hið
ógæfusama leyndarmál, að Florence systir mín
fór til að mæta Robert Elster.”
71. KAFLI.
Damer lávarður varð enn reiðari en áður,
við að heyra það sem Hope sagði. Hann var
í svo æstu skapi, að hann gleymdi alveg kon-
unni sinni, sem hann hélt í faðmi sér, en sem
nú lá alveg sem dauð væri; hann tók ekki
eftir því, að hún var fallin í öngvit, því hún
gat ekki þolað þá hræðilegu kvöl, sem nú
þrengdi að henni.
“Þú hefðir átt að trúa mér fyrir leyndarmáli
þínu, Hope,” sagði hann mjög alvarlega. “Eg
hefi auðvitað ekkert yfir þér að segja, en það
vay rangt af þér, að dylja mig þessa leyndar-
máls.”
Hann skildi ekki hinn rólega tignarsvip á
andliti hennar, er hún svaraði:
“Já, mér hefur stórkostlega yfirsést, Damer
lávarður; og enginn finnur sárar til þess en
eg sjálf. Sjáðu! það er liðið yfir Florence. Legðu
hana í rúmið; hún er ekki nógu sterk til að
þola svona nokkuð.”
Lávarðurinn lagði hana, með mestu varúð í
rúmið.
Hið gullna hár hennar lá eins og dýrlegur ljós-
baugur um hennar undurfríða andlit.
“Eg ber ekkert hatur í huga til þín, Hope,
en hún hefur ekki haft trú og traust á þér. Það
að missa þannig traust á systur sinni, getur geng-
ið næst lífi hennar.”
Hope sagði ekki eitt einasta orð.
í hjarta sínu þakkaði hún forsjóninni og von-
aði, að með því að bera alla byrðina ein, gæti
hún skýlt óvirðingu systur sinnar; því hún sá
nú að Damer lávarður, hafði engan misgrun á
Florence. Hann gat bara dregið það út úr þeim
upplýsingum, §em lögreglumennirnir gáfu hon-
um, að Verner væri sonur Hope. Bara að slík
trú mætti endast, og ekkert raska henni; þá
gæti Florence alla æfina frýjast frá sorg og
vanvirðu.
“Eg vil^ svo gjarnan bera þennan blett á
mér,” hugsaði hún, “ef Guð vill vera svo náð-
ugur að hlífa Florence. Eg á engan mann og
engin börn, en hún á mann og börn, sem hún
elskar, og þau elska hana.
Þrátt fyrir þó Miss Hope, væri stolt af sínu
hreina og flekklausa nafni, var hún þó reiðu-
búin að leggja það í sölurnar vegna systur
sinnar.
Þetta alt saman hefði getað verið góðum
málara hin bésta fyrirmynd fyrir listaverk. Hin
fagra lafði Damer, liggjandi sem .dáin, systir
hennar með lútandi höfði við hlið hennar, hin
sannasta mynd, ástar, samhygðar og þolinmæði;
hinn hái og karlmannlegi Damer lávarður í
æstu skapi yfir þeirri ógæfu og smán, sem
hafði svo óvörum lent á hans virðulega heimili.
Hope vildi kyssa hinar hvítu og afllausu var-
ir systur sinnar, en lávarðurinn gaf henni merki
um að gera það ekki.
“Hope”, sagði hann í alvarlegum róm, “þar
sem eg er maður systur þinnar og þú hefur
verið hér sem ein af fjölskyldu minni, svo fjöl-
skylduheiður minn hefir á vissan hátt einnig
hvílt á þér, þá finst mér eg hafa fullan rétt
til að biðja þig að segja mér allan sannleikann
í þessari dularfullu sögu.”
Hún hneigði höfuð sitt á svo virðulegan
hátt, að hann komst við af því.
“Þú hefur fullan rétt til að spyrja mig um
hvað helst sem er.”
“Segðu mér þá, er þessi saga sönn? Ert þú
móðir unga mannsins, sem kom hér með lávarði
St. Albans?”
“Þessari spurningu get eg ekki svarað,” sagði
hún.
Blóðið hljóp í andlit honum og varirnar
skulfu.
“Konan mín er hin hreinasta og heiðvirðasta
kona, sem til er,” sagði hann dálítið æstur, “dótt-
ir mín er ung stúlka, sem engin vanheiðurs
blettur má falla á. Hope, úr því þú vilt ekki
svara neinni spurningu, þá getur þú að minsta
kosti svarað því: Hefurðu verið gift?”
Hann hafði líklega tekið eftir því, að hún
roðnaði ofurlítið í andliti við þessa spurningu,
og tekið það sem sönnun þess, að hún hefði gjörst
brotleg, því hann leit hörkulega á hana.
“Damer lávarður,” sagði hún svo undur auð-
mjúklega, “þú hefur fullan rétt til að spyrja
mig; en eg verð að biðja afsökunar, að eg get
ekki svarað þessari spurningu. Þú mátt trúa
því, að eg skyldi gera það, ef eg gæti það.”
“Þetta er ekki fullnægjandi svar,” sagði hann
hryggur í huga.
“Hope, Hope, eg vildi miklu fremur sjá þig
dauða en svona. Þú verður að fara burt frá
konunni minni og börnunum mínum! Eg get
ekki þolað að sjá þig með þeim eftir þetta!
Þú verður að fara burt frá því heimili þar sem
þú hefur notið svo mikillar virðingar, og verið
svo kær.”
“Já, þú hefur rétt fyrir þér, svaraði hún, “eg
skal strax fara héðan.”
“Mig langar ekkert til að forvitnast um einka-
mál þín, en Hope, sjálfrar þín vegna vildi eg
gjarnan vita hvernig því er varið. Hefurðu
verið óhamingjusöm í hjónabandi? Gifturðu
þig út úr þinni stétt? Varstu táldregin, illa
meðfarin eða svívirt? Eða var það enn verra,
Hope, varstu svikin? Trúðu mér fyrir því,
Hope.”
Þessar spurningar snertu svo tilfinningar
hennar, að tárin komu fram í augu hennar,
hún svaraði engu. '
“Viltu þá alls ekki trúa mér fyrir neinu,
Hope?” spurði hann.
“Eg get það ekki,” svaraði hún. “Mér þykir
vænst um þig næst Florence, en þó get eg ekki
sagt þér neitt af leyndarmálinu.”
“Þetta kemur mér fyrir eins og skærasta
stjarnan á himninum hefði hrapað. Eg get ekki
trúað þessu, veit ekki hverju eg á að trúa. Eg
hefði fremur getað ætlað öllum öðrum að vera
fölskum en þér,” sagði lávarðurinn.
Þau heyrðu sagt í veikum róm.
“Hope, móðir og systir, komdu hérna til
mín.”
“Karl,” sagði Miss Hope. “Við höfum verið
eins og systkini. Þú hefur séð um að mér liði
vel, og eg met þig og virði, sem einn hinn
allra besta mann. Þú hefur nú sagt mér að
fara burt úr húsi þínu. Eg, sem aldrei hefi
beygt kné mín fyrir neinni manneskju, eg
beygi nú kné mín fyrir þér og bið þig að þú
lofir mér að vera fimm eða tíu mínútur einni
hjá Florence, áður en eg fer.
Nei, hann gat það ekki; hann reyndi til að
segja, að konur sem ættu afbrota leyndarmál,
væri ekki leyft að vera með heiðarlegum kon-
um; en er hann sá hversu sundurmarin af
harmi hún var, gat hann ekki neitað henni
um bón hennar.
“Ef Fiorence æskir þess, þá skal eg fara út,
og lofa þér að vera einni hjá henni í tíu mín-
útur, en ekki lengur.”
Damer lávarður fór út, hryggur í huga. Hope
kraup við rúm systur sinnar.
“Florence, Florence!” hrópaði hún í æðis-
legri hugaræsingu, “reyndu að skilja mig. Ó,
elsku systir, horfðu ekki svona á mig, og
vertu ekki svona hrædd. Reyndu að hlusta á
mig, og taka vel eftir því. Eg hef vilt þér
sjónir, Florence; eg hefi sagt þér, að Iitla barnið
væri dáið. Það var þín vegna, en ekki mín, að
eg sagði það. Það var til að gefa þér svo ungri
og fallegri tækifæri til að njóta lífsins a ný.
Það var til að dylja þessa hrösun fyrir einum
og öllum, svo framtíð þín yrði björt og hamingju
rík. Litli drengurinn þinn dó ekki; hann er nú
fullvaxinn maður, eins og þú hefur séð hann,
fallegur og gáfaður. Elsku systir geturðu fyrir-
gefið mér? Viltu fyrirgefa mér? Það var þín
vegna, að eg sagði þér ósatt — sagði þér að
hann væri dáinn.”
“Eg fyrirgef þér,” hvíslaði lafði Damer, í
veikum róm. “Þú hefur altaf verið mér kær
og elskuleg systir; eg vissi ekki að Verner var
sonur minn.”
“Þú hefur aldrei sagt mér leyndarmál þitt,
Florence, og eg hefi aldrei spurt þig um það,
síðan eg lofaði þér að eg'skyldi ekki hnýsast
eftir því. En látum það vera, eins og það er;
eg vissi, elsku Florence, eg hélt að öll framtíð
þín væri eyðilögð. Eg tók að mér að sjá um
barnið. Eg kom honum fyrir til uppfósturs hjá
konu, sem eg hélt að mundi verða honum góð,
og mundi aldrei segja frá leyndarmálinu, um
fæðingu hans. Þó hann væri alinn upp langt
frá mér, hefi eg þó gaumgæfilega haft eftirlit
með því hvernig honum liði. Eg hefi gert allt
fyrir hann, þín vegna. Leyndarmál þitt er ennþá
dulið, því allir halda nú að eg sé móðir Verners.”
Florence horfði á hana, eins og milli svefns
og vöku.
“Þú ríst ekki undir þessari byrgði, Hope. Er
þá svo komið fyrir mér, að eg skuli láta þig
þurfa að líða svona mikið mín vegna?”
“Florence, þú verður að hugsa um þig sjálfa,
vertu nú skynsöm. Ef það sanna kæmist nú
upp, mundir þú, heiðruð og elskuð af mannin-
um þínum, blessuð og dáð af börnunum þínum
— þú mundir missa það allt. Maðurinn þinn
mundi bölva þeim degi, sem hann giftist þér;
börnin þín mundu ekki einungis missa ást
sína og virðingu fyrir þér, heldur mundu þau
og missa álit og virðingu allra, er þau hafa
álitið jafningja sína og umgengist. Það mundi
merja hjarta Rose, og leggja hina sárustu blygð-
unartilfinningu yfir höfuð Charlies. Ó, elsku
systir, af því eg er sterk, og hefi engu að tapa —
þá látum okkur ennþá, geyma vandlega leyndar-
málið, og látum þá kalla Verner minn son, en
ekki þinn. Viltu gera það?” ,
72. KAFLI.
Lafði Damer brá mjög við, er hún sá mann-
inn sinn koma inn, ásamt ókunnugri konu.
Hún hafði aldrei séð Jane Elster fyr. Verner
hafði talað um móður sína, Robert hafði og
gjört það, en það hafði ekki vakið neina löng-
un hjá henni til að sjá þessa konu, þó hún
hefði heyrt að hún ætti tvo sonu, svo fjarska
ólíka.
Hún veitti því strax eftirtekt hve sorgbitin
þessi kona^var; nábleik í andliti, með æðislegt
augnaráð, og saman bitnar varir.
Miss Hope leit upp er konan konj inn, hún
hljóðaði upp af ótta og undrun.
Hún hefði gjarnan viljað fagna henni og
bjóða henni allt sem hún á, til að koma í veg
fyrir að hún segði það, sem hún var viss um
að hún mundi segja.
Miss. Elster, leit hvorki til hægri né vinstri;
hún var í afar æstu skapi, af reiði og sorg.
“Hvað hefi eg gert þér, að þú þurfir að
breyta svona miskunarlaust við mig,” sagði Mrs.
Elster við lafði Damer. “Eg hefi alið son þinn
upp frá bernsku, en þú hefur drepið minn son,
eina soninn minn. Eg hefi gert allt til að vernda
mannorð þitt, og leyndarmál. En þú hefur drepið
son m'inn, rænt mig honum, sem eg unni svo
mikið, minni einustu gleði í þessum heimi.
Himininn varðveiti mig. Því hefurðu farmið
þennan hræðilega glæp?”
Damer lávarður hlustaði steinhissa á þessi
orð; og lafði Damer vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið.
“Þú ferð algjörlega vilt”, sagði lafði Damer.
“Eg vitna til guðs, að eg hefi aldrei gert syni
þínum neitt illt, á nokkurn hátt.”
“Þú hefur víst!” hrópaði Mrs. Elster í ofsa-
bræði. “Þú hefur drepið hann, af því að hann
hafði komist að leyndarmáli þínu. Þú drapst
hann til þess að verjast því að blettur félli á
þitt heiðarlega nafn og stöðu, svo þú nytir
þeirrar virðingar og æru framvegis, sem þú
hefur notið, þó þú sért þess algjörlega^ómak-
leg. Þess vegna njyrtir þú þennan einkason
minn.”
Systurnar litu vandræðalega hvor á aðra.
“Eg veit að eg er að segja satt,” hélt hún
áfram. “Hver hefði átt að drepa hann? Hverjum
nema þér var hagur að dauða hans? Með dauða
hans hélst þú, að leyndarmáli þínu væri borgið.”
“Nei, nei!” sagði lafði Damer. “Eg vildi
heldur að það yrði augljóst öllum heiminum,
en að þú hefðir mist son þinn.”
Hope hallaði höfði systur sinnar út af á
koddan og kysti hennar föla og fríða andlit.
Svo gekk hún til Mrs. Pane Elster, og lagði
hendi sína á handlegg hennar.
“Jane, þú munt einhverntíma yðrast þess,
sem þú hefur sagt. Þú ert ekki með fullu ráði
af sorg, sem hefur svift þig allri skynsemi. Því
hefði systir mín átt að gera þér nokkuð til ills?”
“Til að skýla leyndarmáli sínu, til að koma í
veg fyrir að hann opinberaði það. Eg hefi altaf
heyrt, að hefðarkonur líti á mannlífið, eins og
eitthvað, sem er sama sem einskisvirði.”
Damer lávarður, sem nú fyrst tók til máls
sagði: “Það er algjör fjarstæða, sem þú ert að
segja, Mrs. Elster. En sökum þeirrar sorgar,
sem liggur þér á hjarta, getur maður fyrir-
gefið þér. Konan mín hefur ekkert leyndarmál,
nema systur sinnar. Þú meinar Miss Hope,
hún er, að eg held, móðir unga mannsins, sem
hefur verið kallaður sonur þinn.”
Nú litu þessar þrjár konur hver á aðra, lafði
Damer huldi andlit sitt í höndum sér, og sagði
í veikum og hljóðlausum róm: “Hope, það er
komið upp.”
Jane Elster hló æðislega.
“Þú ert í myrkrinu, Damer lávarður, þú ert
ríkur og göfugur maður; en það hefur verið
farið á bak við þig. Þessi kona, sem þú kallar
eiginkonu þína — þessa grimmu, fríðu, fölsku
manneskju, sem drap són minn — hún er
móðir Verners Elsters. Það er sannleikur —
eg hefi enga ástæðu til að segja þér ósatt.”
Þetta var sem óvænt höfuðhögg á lávarðinn,
hann hvítnaði í andliti, og kaldur sviti braust
út á enni hans, hann varð í nokkur augnablik
eins og steingjörfingur.
“Það er ómögulegt!” sagði hann loksins í
skjálfandi róm. “Þú ert ekki með fullu ráði,
Mrs. Elster, og þú veist ekki hvað þú segir.”
“Það er eg sem segi satt. Lafði Damer, sem
drap son minn, er móðir Verners.”
Damer lávarður leit frá einni til annarar.
Konan hans svo fríð og tignarleg, sem hann
var svo stoltur af, hrökk saman við þessi orð,
eins og höggormur hefði bitið hana, og huldi
andlitið með höndunum. Jane Elster stóð þar,
sem ákjærandi. Hope gekk fram á gálfið og
talaði til þeirra með sjálfsfórnar hetjuhug:
“Karl, þú mátt ekki taka neitt tillit til þess
sem þessi kona segir; hún er alveg rugluð af
sorg og söknuði. Eg segi þér, að eg er sú seka,
Verner er mitt barn.”
Jafnvel er hún sagði þessi ósannindi, sem hún
hélt að mundu bjarga systur sinni, brá fyrir
blygðunarroða í andliti hennar.
“Kastaðu allri skuldinni á mig, það hvílir
einungis á mér; láttu mig gjalda þess, að eg
hélt þessu leyndu fyrir þér; en láttu systur
mína ekki gjalda þess — hlífðu Florence!”
“Hverju á eg að trúa?” sagði lávarðurinn;
“mér finst eins og eg sé flæktur inn í vef, af
fláræði, svikum og óhreinlyndi.”
“Þú mátt vera viss um, að þú yðrast þess alla
þína ævi, ef þú í þessu máli tekur nokkurt til-
lit til þess, sem aðrir segja, en eg.”
Nú sagði Jane Elster í háum og skerandi róm:
“Þú rnátt trúa mér, Damer lávarður; það er
engin ástæða fyrir mig að segja þér annað en
sannleikann. Hefði hún ekki drepið son minn,
hefði eg aldrei ljóstað upp leyndarmáli hennar.
í fyrsta sinn er eg sá lafði Damer, var hún
veik, nær dauða en lífi. Dr. West í River-
smead sat við sóttarsæng hennar, og Miss
Hope fékk mér nýfædda barnið til uppfósturs."
Hope reyndi að segja eitthvað, en lávarður-
inn sagði í ströngum róm:
“Mrs. Elster, haltu áfram með sögu þína;
láttu mig heyra það allt.”
“Eg tók við þessu litla nýfædda barni, og
lagði það að brjósti mér til að gefa því hlýju.
Eg leit á móður þess, hún leit út sem ungling-
ur, nærri því barnr hún lá þar deyjandi, eg
lagði barnið hjá henni, að brjósti hennar, en
hún virtist að vera alveg rænulaus. Hún barm-
aði sér og barst mjög illa af, og hélt að barnið
sitt væri dáið, og eg sagði við systur hennar:
Hve ung hún er, til að vera gift, og svo yfir-
gefin, því mér var sagt að maðurinn hennar
væri farinn til útlanda. Eg tók litla drenginn
heim til mín, og síðan hefur hann verið hjá
mér, eins og hann væri mitt barn.”
“Karl,” sagði Hope, “hún er galin. í guðanna
bænum láttu hana fara út, hún bara gerir þig
ruglaðan, og þetta drepur Florence. Sendu hana
burt. Gefðu henni peninga — gefðu henni hvað
sem hún þarfnast, en í hamingjunnar bænum
láttu hana ekki vera hér lengur.”
Mrs. Elster sagði skýrum rómi:
“Alt það sem eg hefi sagt, er satt. Ef nokkur
vafi leikur á því, að eg hafi ekki sagt sann-
leikann, þá sendið boð til Dr. West í River-
smead, að koma hingað. Hann er mjög áreiðan-
legur maður, og enginn efast um að hann segi
sannleikann. Sendið eftir honum.”
Hún var hás og gat varla talað. Hún stóð
fyrir framan lávarðinn með krosslagðar hendur
á brjósti sér.
“Eg verð að komast að sannleikanum í þessu,
Hope; Guð er mitt vitni að því, að eg vildi
óska af öllu hjarta og trúa því sem þú segir —
einnig vildi eg reyna að ímynda mér, að þessi
vesalings kona væri ekki með öllu ráði — en
það er eitthvað í sögu hennar, sem virðist að
hafa einhvern sannleika í sér fólginn. Engin
kona mundi voga sér að koma fram fyrir
mig, og segja mér slíkt um konuna mína, ef
engin ástæða væri til þess. Eg ætla að gera
alt sem eg get til að komast að öllum sann-
leikanum í þessu máli.”
“Sendu eftir Dr. West,” sagði Mrs. Elster.
“Nei, eg ætla að snúa mér til þeirrar mann-
eskju, sem eg er viss um að hefur aldrei sagt
mér ósatt — til hennar sem elskar mig og
hefur traust á mér. Florence, elsku konan
mín, eg kem til þín til að fá að heyra sann-
leikann í þessu máli af þínum vörum,” og hann
gekk til hennar, þar sem hún stóð, með hend-
urnar fyrir andlitinu; hún skalf öll sömun, eins
og laufblað. Hann tók hendurnar burt frá and-
liti hennar, bg faðmaði hana að sér.
“Florence, eg vil ekki, get ekki reitt mig á
vitnisburð neins nema þín, úr því að það
áhrærir þig. Eg get ekki tekið til greina neinn
sem áklagar þig, né heldur neinn, sem afsakar
þig. Eg bið þig einungis að segja mér sann-
leikann í þessu, eins og hann er. Er það sann-
leikur, sem þessi kona hefur sagt? Ert þú
virkilega móðir Verners?”
i