Lögberg - 30.08.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. ÁGÚST, 1945
7
Utdráttur úr fundargerðum síðasta
Þjóðræknisþings
Frh.
Samvinnumál við ísland.
Eins og fyr getur lagði milli-
þinganefndin í þeim málum ítar-
legt álit fyrir þingið og gerði,
meðal annars, bendingar um það,
að, þingið votti ríkisstjórn ís-
lands þakkir fyrir heimsókn dr.
Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups
íslands, fyrir það að bjóða full-
trúa frá félaginu og Vestur-ís-
lendingum að taka þátt í lýð-
veldishátíðinni og fyrir örlæti
hlutaðeigandi stjórnarvalda og
ágætan fjárhagslegan stuðning
til útgáfu íslenzku vikublaðanna
vestan hafs. Ennfremur benti
nefndin á það, að æskilegt væri,
aÖ þingið þakki Þjóðræknisfélag-
inu á íslandi drangilbgan stuðn-
ing og samvinnu, láti í ljósi á-
nægju sína yfir komu góðra gesta
heiman um haf og sendi símleiðis
kveðjur til forseta Islands, ríkis-
stjórnar þess, biskups, Þjóð-
ræknisfélagsins og félags Vestur-
Islendinga í Reykjavík. Annars
voru þessar helztu bendingar
nefndarinnar:
Að nauðsynlegt sé að kynna
almenningi hér vestra betur en
gert hefir verið tilboð ríkis-
stjórnar íslands um námsstyrk
við Háskólann í Reykjavík fyrir
námsfólk hér vestra.
Að þingið lýsi ánægju sinni
yfir því, að póst- og farþegaflutn-
ingur eru nú þegar hafnir loft-
leiðis milli Bandaríkjanna og ís-
lands. „
Að þingið feli forseta sínum
og skrifara að semja og senda
bréf til forsætisráðherra, utan-
ríkismála- og viðskiptamálaráð-
herra Canada, og að afrit af
bréfi þessu séu send þingmönn-
um sléttufylkjanna í Ottawa, þar
sem farið sé fram á, af> stjórnin
athugi möguleika á því:
a) að efna til pósts- og far-
þegaflugs á milli Canada og ís-
lands,
b) að ísland og Canada skift-
ist á ríkisfulltrúum (Diplomatic
Exchange),
c) að Canada hafi verzlunar-
fulltrúa á íslandi.
Að Þjóðræknisfélagið athugi
hvort mögulegt sé eða æskilegt
að fara þess á leit við Canadian
Broadcasting Corporation að taka
upp á plötur hið vikulega frétta-
útvarp frá íslandi, sem svo megi
endurvarpa til gagns og gleði fyr-
ir íslendinga hér í Vestur-Can-
ada.
Voru allar bendingar milli-
þinganefndarinnar samþykktar,
nema næst síðasti aðalliður (8.
liður) þeirra, er vísað var til
þingnefndarinnar í samvinnu-
málum, en hún lagði fram eftir-
farandi tillögur, er allar voru
samþykktar:
1. I sambandi við bending for-
seta í skýrslu sinni um stofnun
upplýsingaskrifstofu, þá mælir
nefndin hið bezta með tillögunni
og telur hana bæði nytsama og
tímabæra. En þar eð nefndinni
finnst ekki nægilegar upplýsing-
ar fyrir hendi, til þess að gera
ákveðnar tillögur í málinu, legg-
ur hún til að málinu sé vísað til
væntanlegrar stjórnarnefndar, til
yfirvegunar og fyrirgreiðslu.
2. I sambandi við 8. lið í, áliti
milliþinganefndarinnar í sam-
vinnumálum við Island leggur
nefndin til, að stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins sé falið:
a) Að leita allra fáanlegra
upplýsingar um möguleika til
þess að fá Canada-stjórn til að
stofna til fólks og póstflutnings
milli íslands og Canada og að
beita öllum sínum áhrifum um að
fá því máli framgengt.
b) Að ísland og Canada skift-
ist á ríkisfulltrúum. Þessa hug-
mynd, sem fram kemur 1 nefndu
milliþinganefndaráliti, teljum
vér svo umfangsmikla og erum
einnig í dálitlum vafa um hvort
slík afskifti af vorri hálfu yrði
ekki álitið af hlutaðeigandi að-
iljum of djarftæk, og hyggjum
vér því, að hlutaðeigandi stjórn-
arvöld verði að eiga upptökin
að slíku máli.
c) Um þá tillögu milliþinga-
nefndarálitsins, að Canada hafi
verzlunarfulltrúa á íslandi, virð-
ist oss öðru máli gegna. Það er
vitanlegt, að Canada er nú á þess
ari tíð að auka mjög verzlunar-
sambönd sín við önnur lönd.
Mælum vér því hið bezta með
þessari hugmynd og leggjum til,
að stjórnarnefnd Þjóðræknis-
félagsins sé falið málið til at-
hugunar og framkvæmda, á þann
hátt sem henni hentast þykir.
3. Eins og flestum Vestur-ís-
lendingum er kunnugt, þá höfum
vér á undanförnum árum notið
góðvildar og höfðingsskapar
landa vorra á Islandi á margan
hátt. Meðal annars höfum vér
notið hreyfimynda, sem teknar
hafa verið á íslandi, og sendar
hingað vestur oss til ánægju og
afnota. Einnig vingjarnlegra og
bróðurlegra ávarpa, sem oss hafa
verið send á hljómplötum, oss að
kostnaðarlausu, en til ósegjan-
lega mikillar aðstoðar og upp-
byggingar í þjóðræknismálum
vorum. Vér vildum benda þing-
inu á, að vér hér vestra metum
slíka góðvild, með því að endur-
gjalda í sömu mynd, með film-
um, sem teknar væru hér í byggð
um og bæjum íslendinga, og
einnig með hljómplötum, sem
færðu vinum vorum og ættbræðr
um á ættjörðinni vinarkveðjur
vorar og þökk. Vér leggjum þvi
til, að stjórnarnefndinni sé falið
þetta mál til athugunar og fram-
kvæmda eins fljótt og föng eru
á.
Á 'þingum hefir oft komið
í Ijós sú skoðun, að til aukins
áhuga og skilnings meðal æsku-
lýðs vors, væri æskilegt að afla
sér bæði skugga- og hreyfimynda
af íslenzku landslagi, iðnaði og
menningu. Framkvæmdir hafa
þó aldrei orðið á þessu, líklega
mest sökum erfiðleikanna, sem
hreyfimyndaframleiðslan hefir
verið undirorpin á Islandi. Nú
eða í nálægri framtíð ræðst að
líkindum bót á þessu. Þar sem
vér teljum hugmynd þessa svo
þýðingarmikla í fræðslustarf-
semi vorri hér vestra, leggjum
vér til, að stjórnarnefndinni sé
falið að afla sér allra fáanlegra
upplýsinga í þessu máli og leggja
þær fyrir næsta þing.
Útgáfumál.
Álit þingnefndarinnar í útgáfu
málum, er vottaði ritstjóra Tíma-
ritsins, auglýsinga-safnanda þess
og Þjóðræknisfélaginu á íslandi,
þakkir fyrir vel unnið starf í
þágu ritsins, var annars á þessa
leið, og var samþykkt óbreytt:
Þingið felur væntanlegri stjórn
arnefnd Þjóðræknisfélagsins að
sjá um útgáfu Tímaritsins með
svipuðu fyrirkomulagi og að und
anförnu, ráða ritstjóra og sjá
um aðrar framkvæmdir málsins.
Bókasafnið.
Þingnefnd fjallaði venju sam-
kvæmt um viðhald og notkun
bókasafns Þjóðræknisfélagsins,
sem deildin “Frón” starfrækir,
og voru þessar tillögur hennar
samþyktar:
Að gert sé við bókaskápa
safnsins svo fljótt sem unnt er.
Að gangskör sé gerð að fram-
kvæmd annarar greinar í bóka-
safnsnefndaráliti síðastliðins
þings, um að vísir að ensku
bókasafni um íslenzkt efni sé
komið á fót sem fyrst, er verði
hluti af safninu.
Að Þjóðræknisfélagið leggi
bókasafninu til húsnæði endur-
gjaldslaust, en að sá styrkur falli
niður, sem félagið hefir veitt
safninu að undanförnu, sem nam
$100.00 á ári.
Myndin er af brezkum föngum í höndum Japana. Major
McLeod, sem var herlæknir þeirra og einnig fangi, segir
að það hafi verið farið með þá “eins og skepnur”. Það
litla sem þeir fengu af hrísgrjónum, nægði aðeins til að
halda í þeim lífinu.
Ný mál.
Deildin “Báran” í N.-Dakota
hafði flutt inn á þingið árið áð-
ur þá tillögu, að heppilegra væri,
að breyta þingtímanum og halda
þingið að vorinu eða snemma
sumars, en málinu hafði verið
frestað til þessa þings. Einnig lá
nú fyrir tillaga, er fór í sömu
átt, frá deildinni “Esjan” í Ár-
borg. Urðu miklar umræður um
málið, með og móti, er lauk með
því, að eftirfarandi tillaga var
samþykkt:
Að málinu sé frestað til næsta
þings og að kosin sé fimm manna
milliþinganefnd, sem hafi málið
með höndum, leggi það fyrir
deildir og láti síðan fram fara at-
kvæðagreiðslu um málið af allra
hálfu, deilda og einstakra félags-
manna. Sé atkvæðagreiðslunni
þannig háttað, að fram komi
greinilega, hversu margir eru
m*C eða á móti umræddn breyt-’
ingu á þingtímanum.
I ofannefnda milliþinganefnd
voru þessir kosnir: Guðmundur
Fjeldsted, H. T. Hjaltalín, Eld-
járn Johnson, Ásmundur P. Jó-
hannsson og Gunnar Sæmunds-
son.
Þá hafði þinginu borist bréf
frá Jóns Sigurðssonar félaginu
og Icelandic Canadian Club, er
benti á, hve brýn þörf væri á
því, að íslendingar ættu sér al-
ment samkomuhús í Winnipeg
og hvatti til þess, að Þjóðræknis-
félagið tæki að sér forgöngu í
því máli. Var málið sett í þing-
nefnd, er lagði fram eftirfar-
andi tillögur, er voru samþykt-
ar:
Að þingið láti í ljósi ánægju
sína til Jóns Sigurðssonar fél-
agsins og Icelandic Canadian
Club fyrir að vekja máls á þess-
ari nauðsyn, um samkomuhús
fyrir Islendinga í Winnipeg, og
víll eiga samvinnu við alla góða
íslendinga um framkvæmdir
þessa máls.
Að 7 manna milliþinganefnd
sé skipuð til að finna leiðir og
hafa framkvæmdir í þessu máli.
Bendum vér þessari nefnd á
nauðsyn þess að auka við sig að
minnsta kosti einum meðlim úr
hverju þessara félaga, Jóns Sig-
urðssonar félaginu og Icelandic
Canadian Club, og leggi nefndin
fram skýrslur um störf sín á
næsta þingi, en eigi annars sam-
vinnu við stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins um málið.
Bendum vér nefndinni á, að
íslendingar eigi nú þegar bygg-
ingu hér í bænum, I.O.G.T. Hall,
og byggingu Þjóðræknisfélags-
ins á Home Street. Gæti komið
til mála að eiga samtal við við-
komandi hlutaðeigendur
þessar byggingar, sem hugsan-
lega undirstöðu fyrir þvílíka
byggingu sem við höfum í
huga.
Eftirfarandi tillögu frá deild-
inni “Esju” um skýrsluform
fyrir deildir var vísað til vænt-
anlegrar stjórnarnefndar: að
framvegis semji stjórnarnefnd
félagsins stafrófsskrá (forms) í
spurningaformi, sendi þessar
spurningar til deildanna í tæka
tíð og svörin síðan lesin á þing-
um.
Einnig var samþykkt undir
nýjum málum svohljóðandi til-
laga frá Mrs. Ingibjörgu Jóns-
son: Að væntanlegri stjórnar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins sé fal-
ið að leita samskota hjá meðlim-
um félagsins og öllum þeim, sem
íslenzkum þjóðræknismálum
unna, málefnum félagsins til
styrktar.
Nær þinglokum kom Ingólfs-
sjóður til umræðu. Eftir að mál-
ið hafði verið all-mikið rætt, var
það afgreitt á þann hátt, að stjórn
arnefnd var falið að ráðstafa
málinu þannig, að unnt sé að
leggja það fyrir næsta Þjóð-
ræknisþing til endanlegra úr-
•sSta.
Kosning embættismanna.
Þessir vorukosnir embættis-
menn félágsins fyrir yfirstand-
andi starfsár:
Forseti: Dr. Richard Beck.
Vara-forseti: Séra V. J. Eylands.
Ritari: Séra Halldór E. Johnson.
Vara-ritari: Jón Ásgeirsson.
Féhirðir: Grettir L. Jóhannson.
Vara-féhirðir: Séra E. H. Fáfnis.
Fjármálaritari: Guðmann Levy.
Vara-fjármálaritari: Árni G.
Eggertson, K.C.
Skjalavörður: Ólafur Pétursson.
Endurskoðendur voru kosnir
þeir Steindór Jakobsson og J. T.
Beck, en í útnefningarnefnd
hlutu kosningu Sigurður W.
Melsted, Hjálmar Gíslason og
Guðmundur Eyford.
hefir ekki fengizt nema með
höppum og glöppum. I hana vant
ar og margt af sögum og þátt-
um, sem þar ættu að vera. Hin
útgáfan er Fornritaútgáfan, sem
verður, er tímar líða fram, hin
ágætasta heimildarútgáfa af forn
ritum vorum. En kynslóðirnar
geta ekki beðið eftir henni, og
bindin seljast upp jafnóðum og
þau koma út og áður en þorri
manna veit af. Hin nýja útgáfa
á að bæta úr þessum ágöllum
fyrirrennara sinna með því að
gefa öllum Islendingum, sem
þess óska kost á ódýrri, hand-
hægri og vandaðri textaútgáfu
allra Islendingasagna á stuttum
tíma. Eins og nærri má geta, er
hin nýja útgáfa á engan hátt
sett til höfuðs áðurnefndum út-
gáfum. Þær eiga allar göfugt
hlutverk að vinna og geta unn-
ið það hlið við hlið.
I nýju útgáfunni verða um
20 rit, bæði sögur og þættir, sem
ekki hafa birzt í fyrri heildarút-
gáfum. Fæst af þeim hefir verið
prentað áður hér á landi, heldur
hér og hvar í útlendum útgáfum.
Sögur þessar og þættir eru því
alger nýjung fyrir flesta íslenzka
lesendur og stórmerkilegur við-
auki við þær sögur, sem almenn-
ingi eru kunnar. 1 hinni nýju
útgáfu verða þannig alls 100
sjálfstæð rit.
I þeim sögum, sem þegar eru
til í vönduðum útgáfum, mun
engra eða mjög óverulegra breyt
inga þörf. En sumar sögurnar
hafa aldrei verið gefnar út með
nægilegri nákvæmni, og má gera
ráð fyrir, að leiðrétta þurfi ýms-
ar misfellur í texta þeirra með
samanburði við handrit. Getur
verið, að eg fari til Kaupmanna-
hafnar, til þess að athuga hand-
rit af nokkurum sögum í Árna-
safni eða að öðrum kosti að fá
þau lánuð hingað til lands, ef
þess verður auðið.
Enginn orðamunuj vefður rjr
handritunum, skýringar verða
engar nema á vísum og kvæðum
og formálar mjög stuttir. Þetta
á fyrst og fremst að vera les-
útgáfa, þar sem lesandinn fær að
vera í friði fyrir útgefandanum.
Þær sögur, sem eru úr sama
héraði koma í sama bindi, eftir
því sem við verður komið. Önn-
ur sjónarmið, svo sem aldur ein
koma einnig til greina við nið-
urskipun efnisins.
Sögurnar verða prentaðar
með stóru og skýru letri og
pappír vandaður. Brotið verður
heldur minna en Skírnisbrot, sem
allir þekkja. Bindin verða ekki
stærri en svo, að þau verði létt
og handhæg, — þreyti ekki les-
andann með stærð og þunga.
Og vitanlega verður alls ekki
nútímastafsetning á bókunum,
heldur hin gamla góða, svo bæk-
urnar tapi ekki gildi sínu.
Bindin verða eitthvað 8—10
alls og á útgáfunni að verða lok-
ið á næsta ári.
Munu sennilega koma út 2
bindi í einu á svo sem þriggja
mánaða fresti, unz útgáfunni er
lokið.
Öll bindin eiga að kosta 300
krónur í vandaðri kápu. Það
verða líklega ódýrustu bókakaup
á þessum tímum. En íslendinga-
sögurnar, dýrmætasti þjóðararf-
ur vor Islendinga, mega aldrei
verða okurvarningur. Hvenær
sem Islendingi, ungum eða göml-
um, ríkum eða fátækum, dettur
í hug að eignast íslendingasög-
urnar, allar í heild eða einstakar,
á hann að geta fengið þær keypt
ar í vandaðri og smekklegri út-
gáfu, en þó ódýrri. Vísir 3. júlí.
Maður nokkur, vel í álnum,
var talinn fremur grunnhygg-
inn. Um hann sögðu gárungarn-
ir:
Þegar hann talar um naut, þá
talar hann eins og maður. En
berist talið að mönnum, þá tal-
ar hann eins og naut.
Ný útgáfa islendinga-
sagna vgentanleg
á næstunni
Guðni mag. Jónsson ritstjóri
útgáfunnar.
1 ráði er að gefa út íslend-
ingasögurnar á næsta ári og er
Guðni mag. Jónsson ritstjóri út-
gáfunnar. Vísir hafði tal af mag.
Guðna í gær og innti hann frétta
af þessari merkilegu útgáfu.
Sagðist Guðna svo frá:
Eins og kunnugt er, hefir ver-
ið um tvær útgáfur íslendiriga-
sdgna að ræða hér á landi, sem
máli skipta. Hin eldri og út-
breiddari er útgáfa sú, sem kend
er við Sigurð Kristjánsson. Hefir
hún unnið stórmikið gagn á sín-
um um tíma. En þrátt fyrir það var
hún í upphafi af vanefnum gerð
og textar eigi svo vandaðir sem
skyldi. Á síðari tímum hefir ver-
ið úr því bætt í þeim sögum,
sem endurprentaðar hafa verið.
En nú um langa hríð hafa ein-
hverjar af sögunum oftast verið
uppseldar, svo að útgáfan í heild
stakra sagna og áreiðanleiki, No. 25 E.M.C.
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak B. S. Thorvarðson
Árborg, Man ... K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man M. Einarsson
Baldur, Man O. Anderson
Bantry, N. Dak Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash Árni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Dafoe, Sask.
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodman
Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson
Gerald, Sask C. Paulson
Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man O. N. Kárdal
Glenboro, Man O. Anderson
Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson
Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn. Miss P. Bárdal
Langruth, Man John Valdimarson
Leslie, Sask
Kandahar, Sask
Lundar, Man Dan. Lindal
Minneota, Minn Miss P. Bárdal
Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson
Mozart, Sask.
Otto, Man. Dan. Lindal
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Reykjavík, Man. Árni Paulson
Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash J. J. Middal
Selkirk. Man. S. W. Nordal
Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson
Upham, N. Dak. Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man Jón Valdimarson
Winqipeg Beach, Man. O. N. Kárdal
Wynvard, Sask
i