Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1945 í bjarma leiftursins JSftir PÁLMA (Framh.) “Giftur!” hrópaði eg, og eg fann til þess, að það var fagnað- arhreimur í rödd minni. Þessar nýungar færðu mér glampa af von. “Hvernig veistu um þetta?” spurði eg. Hún svaraði óhikað: “Eg fann bréf, sem Cowby hafði tapað úr vasa sínum. Þegar eg tók það upp, las eg ósjálfrátt enda bréfs- ins sem var kveðja frá hans elskulegu eiginkonu. Þegar hann sá, að eg hafði bréfið í mínum höndum, greip hann það af mér. Eg sagði mömmu og Ruth frá þessu, en þær héldu báðar að eg væri gengin frá vitinu, og síðan hefi eg ekki þorað að nefna þetta. Það getur hafa átt sér stað að eg hafi ekki lesið rétt. Eg vil held- ur ekki spilla fyrir mömmu og Ruth viðvíkjandi landskaupun- um, með því, að reita Cowby til reiði. Allir andarnir eru altaf að tala um það, að hér sé um miljón dollara hagnað að ræða.” Eg vissi ekki hvað hún átti við og spurði því undrandi: “Eg skil þig ekki. Við hvað áttu?” “Mr. Cowby á landfláka ná- lægt olíulindunum í Blissfield,” sagði hún. “Hluta af þessu landi ætlar hann að selja mömmu fyr- ir verðbréfin hennar, sem eru um $20,000 virði. Hann segir að landið sé miklu meira virði og að bráðlega muni það hækka svo mikið í verði að hún muni hafa margfaldan hagnað af kaupun- um. Pabbi minn sálugi er altaf að ráðleggja okkur í gegnum hann sem miðil, að mamma eigi að kaupa landið fyrir verðbréf- in.” Hér var ekki alt með feldu, og það álit lét eg í ljós við Helen. “En hvað get eg gert til þess að koma í veg fyrir þessi við- skifti,” sagði hún kjökrandi. “Ruth og mamma hafa óbilandi trú á Cowby, og andaboðskap hans trúa þæT bókstaflega.” Hún hallaði sér að mér og það varð löng þögn. Eg heyrði að hún var að gráta. En Ruth gat eg ekki hrakið úr huga mínum. Það var hennar vegna, að eg var nú að brjóta heilann um það, hvernig eg gæti bezt opnað augu hennar og sýnt henni sanna mynd af eðlisfari Cowby’s sem eg var nú sannfærður um, að væri svikari og uppgervingur af versta tagi. “Það hlýtur að vera vegur til þess, að koma vitinu fyrir þær,” heyrði eg að eg var að tauta við sjálfan mig. Helen þrýsti höfði sínu að brjósti mér. “Þú ætlar þá að hjálpa mér,” heyrði eg að hún var að segja. Eg beygði mig niður og kysti hana á ennið. “Já, eg ætla að hjálpa þér,” sagði eg. En — eg var að hugsa um Ruth. Það var einhver að fara fram hjá garðinum um götuna sem var þar skamt frá okkur. Ljósin voru þar bjartari svo flest var þar að- greinanlegt. Skóhljóð barst það- an til okkar með blænum í næt- urkyrðinni þar sem við sátum á bekknum. Helen leit upp. “Það er Ruth,” sagði hún, “Ruth systir mín!” Það var Ruth. Hún gekk þögul og niðurlút heimleiðis. Helen hallaði höfði sínu aftur að mér. “Taktu mig í burtu með þér — eitthvað langt, langt í burtu,” heyrði eg að hún var að segja. — Eg hafði verið önnum kafinn í marga daga og þess vegna hafði eg sjaldan verið heima í her- bergjum mínum. Eg hafði farið til Blissfield og þar hafði eg kom- ist að því, að Cowby hafði fyrir löngu síðan selt landspildu þá, sem hann hafði átt þar. Eg hafði kynst þar fólki, sem þekti hann vel. Þetta fólk sagði mér að hann væri giftur maður, og að heimili hans væri í Detroit. Nafn hans væri í raun og veru Koeby, þó að flestir kölluðu hann Cowby. Að þetta væri í raun og veru sami maðurinn sem eg hafði kynst á heimili þeirra West systra, var enginn vafi, því eg hafði jafnvel séð myndií- af konum meðal gam- alla nágranna hans í Blissfield. Með þessar sannanir í fórum mínum, bjóst eg svo til að taka þátt í andatrúar-samkomu á heimili þeirra West systra. Þeg- ar eg kom til herbergja minna varð Helen fljót til þess að upp- lýsa mig um það, að móðir henn- ar væri í þann veginn að selja verðbréfin og mundi hún af- henda Cowby peningana á næstu dögum. Andasamkoman var svipuð þeirri fyrri, sem eg hafði tekið þátt í. Þar fóru fram allskonar ráðleggingar, sem voru fyltar með dularfullum bendingum, sem í raun og veru gátu átt við alla skapaða hluti. Áður en lúðr- arnir fóru að hreyfast og líða um í lausu lofti, voru allir ámintir um það, að haldast traustlega í hendur og að brjóta ekki hring- inn á nokkurn hátt. Helen sat næst mér og þegar bæði silfur- hnettirnir og lúðrarnir voru í háalofti, svífandi yfir borðinu fyrir framan miðlana, fann eg að hún þrýsti hendi mína og losaði svo handgripið, eins og til þess, að rannsaka þau hverjar afleið- ingar mundu verða ef að hring- urinn væri brotinn. En þá kom atvik fyirir, sem vakti undrun og hræðslu flestra þeirra, sem viðstaddir voru. Hljóðlaust bjart leiftur brá fyrir og lúðrarnir og hnettirnir heyrð- ust falla niður á borðið fyrir framan miðlana. Eg stóð upp og hraðaði mér ti dyranna. Stunur og hræðsluóp hjátrúarfullra kvenna barst til eyrna mér frá herberginu, jafn- vel eftir að eg hafði lokað hurð- inni á herbergjum mínum. Eg lagði litlu myndavélina mína á borðið við rúmið mitt og eg starði um stund ánægjulega á iana. Eg vissi að bjarmi leiftur- hnattar hennar, hafði skrifað ó- írekjandi sönnun um svikræði Cowby’s á filmuna í henni. Daginn eftir fullgerði eg mynd af þessari filmu. Þar sást greini- lega að miðlarnir höfðu slept tökum sín á milli, og að annar Deirra sveiflaði lúðri með vinstri hendi sinni yfir borðinu, en hinn með hægri hendi sinni, sveiflaði dálítilli stöng, sem smáboltar voru bundnir við með einskonar teygjuböndum. Bæði lúðrarnir og boltarnir voru án efa IPaðir með fosfór blöndu,/ sem lýsti í myrkrinu. Eg gaf Helen allar þær upp- lýsingar, sem eg hafði safnað saman um Cowby og einnig myndirnar af samkomuhaldinu. Þetta hafði tilætlaðar afleiðing- ar um álit þeirra á Mr. Cowby. Eg hafði tilfinningu um það, að Helen var sú eina sem matti það við mig, sem eg hafði gert fyrir velferð móður og systur hennar. Hún grét af gleði. Aftur á móti 'grét Ruth af sorg, en móðir henn- ar grét mest megnis vegna þess, að henni fanst að hún hafa tapað sambandinu við andaheiminn, því Cowby hvarf algerlega úr sögunni. Ruth forðaðist mig svo eg hafði aldrei tækifæri til þess að tala við hana. Helen tók til í herbergjum mínum daglega. Hún var þögul og draumlynd og hi?} venjulega fjör hennar og gleði virtist vera horfið úr fram- komu hennar. Samræður okkar voru vanalega stuttar og féllu svo niður án þess að hafa haft nokkra þýðingu. Einu sinni þegar hún hafði lok- ið vinnu sinni á herbergjum mínum, nam hún staðar við gluggann og starði út á götuna. Eg gekk til hennar. “Helen,” sagði eg; “eg ætla að flytja héðan.” Hún þagði um stund og svo “Það er ekki mér að kenna.” Hún sneri sér að mér og sagði: “Nei, auðvitað ekki,” sagði eg og svo bætti eg við eftir dálitla þögn: “Andrúmsloftið í þessu húsi er of þungt.” “Þú ættir að opna gluggann þinn,” sagði hún og svo opnaði hún gluggann. Blærinn sveiflaði gluggatjöldunum til hliðar og sólargeislarnir glömpuðu á gólf- inu. “Sjáðu nú til,” sagði hún. “Nú er bjartara í herberginu og loftið er betra.” “Það er satt,” sagði eg, en það, að eg nýt þess ekki, er alt mér að kenna. Eg get ekki sameinað sjálfan mig við sólskinið og blæ- inn.” Hún starði þóttalega á mig. Ef til vill hafði hún lagt dýpri skiln- ing í orð mín en eg hafði ætlast til. “Þú ert ekki ljósnæm filma,” sagði hún svo og hló kuldalega. Eg starði á hana. Hún var ó- venjulega fögur stúlka. Kinnar hennar voru dálítið fölari en vanalega og í augum hennar, bláum og djúpum, spegluðust sólskinsgeislarnir frá gluggan- um. Hún var ekkert barn fram- ar, eins og eg hafði ávalt hugsað um hana. Hún var fullþroska stúlka. Þá skildi eg það ekki, en það varð mér ljóst löngu seinna, að þarna hafði eg staðið í bjarma leiftursins og að eitthvað langt inni í sál minni hafði verið snort- ið — eins og ljósnæm filma. — Nokkrum dögum seinna, var eg farþegi p skipi, sem sigldi um “Vötnin miklu,” áleiðis til Chi- cago. Eg undi mér vel á meðal þeirra manna, sem vorivvið vinnu á þessu skipi. Eg gerðist vinur þeirra og eg talaði við þá um þeirra áhyggjumál og athafnir. Þeir voru farfuglar æfintýranna, og mér fanst eg vera einn af þeim. Dánarfregn Norður við Reindeer Lake, í Saskatchewan andaðist snögg- lega af hjartabilun, William Lloyd Haney, laugardaginn 27. okt. Hann var kvæntur íslenzkri konu, Guðlaugu Vilhelmínu (Bjarnarson) og áttu þau heima í Langruth í Manitoba. Mr. Haney var farinn norður til vetrarvinnu, fyrir svo sem mán- uði síðan. Líkið var flutt flug- leiðis til Flin Flon og svo með járnbraut þaðan til Langruth. Útförin fór fram miðvikudaginn 31. okt. Kveðjumálin flutti séra Rúnólfur Marteinsson í íslenzku cirkjunni í Langruth og í safn- aðargrafreitnum. Kirkjan var al- skipuð fólki. Söngflokkur safn- aðarins leiddi sönginn. Mr. Carl Lindal var organisti. Auk eiginkonu, skilur Mr. Haney eftir einn son, William Roy, 8 ára gamlan. Móðir hans, Mrs. Fanney Haney, ekkja, og systir hans, Mrs. Ednda Duff, eiga heima í Winnipeg. Öll voru Dau við útförina ásamt skyld- mennum og öðrum vinum í Lang ruth og annarsstaðar. Mr. Haney var 46 ára að aldri. Hann var vel gefinn maður hag- ur til ýmissa verka, skemtilegur i'élagi, vinsæll meðal þeirra sem hann vann fyrir og umgekst heitt unnandi sínum nánustu. Borgið LÖGBERG Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eSa vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins. Icelandic Canadian Evening School Námskeið í íslenzku og íslenzk um fræðum hófst á ný þriðjudags kvöldið 23. okt. í neðri sal Fyrstu lútersku kirkju. Capt. W. Kristjánson flutti afar fróðlegt erindi um frelsis- baráttu íslands. Fjöldi af nýjum nemendum innrituðust í skólann svo að ein- um íslenzkukennara varð að bæta við. Voru það að mestu leyti ungt fólk, sem fyr hefir ekki notið tilsagnar í íslenzku máli né kynst sögu eða bókmentum landsins. Næsta- fræðslukvöld verður þriðjudaginn 13. nóv. á sama stað; þá flytur Dr. S. J. Jóhannes son fyrirlestur, sem hann nefnir, “Take a trip to Iceland”. Verður erindið einkar vel við 'hæfi unga fólksins, því læknirinn er vel kunnur fyrir sína fjörlegu og skemtilegu frásagnargáfu. Fyrirlestrar þessa starfstíma- bils verða tólf í alt, og eru tveir þeirra þegar taldir. Hinir tíu eru sem fylgir: 27. nóv. Jón Sigurðsson — Rev. R. Marteinsson. 11. des. Home Crafts and social customs. — Mrs. A. Wathne. 8. jan. Industrial Progress — Grettir L. Johannsson. 22. jan. Development of Art in Iceland — Gissur Elíasson. 12. febr. David Stefánsson, and other modern poets — Bergthór E. Johnson. 12. marz. Hannes Hafstein and the realist poets — J. J. Bíldfell. 26. marz. Youth and Education — Judge W. J. Lindal. 9. apríl. Icelandic Folk Lore — Dr. K. J. Austman. 23. apríl. Jón Vídalín — Rev. V. J. Eylands. 14. may. Modern Prose writers and Dramatists — Dr. R. Beck. Kennarar eru þessir: Miss Lilja Guttormson, Miss Stefanía Eydal, Capt. W. Kristjánson og Hólmfríður Danielson. Fjölritað- ar lexíur hafa verið útbúnar, sem eru við hæfi nemenda. Fyrirlestrar byrja kl. 8 e. h., en íslenzku kenslan kl.”9. kenslu- gjald fyrir alt tímabilið er $2.00, en aðgangur fyrir þá sem ekki eru innritaðir 25 cent. H. D. Ferð til Vancouver Leiðrétting og bragarbót. í þessum greinum mínum, sem birtust í Lögbergi fyrri part sum- ars, voru nokkrar prentvillur og missagnir, ^em eg hafði ætlað mér að leiðrétta, en sem ekki hefir orðið af fyrr en nú sökum annríkis og vanrækslu. í fyrstu greininni, 26. apríl, er komist þannig að orði: “Sléttan hefir smáfegurð og sitt aðdrátt- arafl”. En á að vera: “Sléttan hefur sína fegurð og sitt aðdrátt- arafl.” í seinustu línunni í ann- ari greininni, 3. maí, er þessi málsgrein: “Það var sannárlega bjart í kringum okkur vikuna, sem við vorum þar.” En þaó á að vera “vikurnar”, sem við vor- um þar, því við vorum þar nær 5 vikur. í þriðju greininni, 10. maí, er hinn nafnkunni stjórnmálamað- ur og hagfræðingur og fyrrum borgarstjóri í Vancouver nefnd- ur Mr. McGee en á að vera Mc- Geer. (Hon. G. G. Geer, nú Senator í Ottawa). í blaðinu 23. júní er Sigurjón Björnsson í Blaine nefndur Sigurjón Bjarna- son, sem er rangt. En það sem eg vil sérstaklega leiðrétta er missögn slæm, sem mér er sjálfum um að kenna, þar sem eg minnist á þau Gustaf og Dagmar Gíslason, þar er þessi málsgrein: “Þó þau hafi enn æskurós á vanga eru börn þeirra uppkomin og flest konm- in burtu.” Þetta er ekki rétt, börn þeirra eru þrjú, dóttir þeirra er yngst, 6 ára, en dreng- irnir 2 á barnaskóla aldri og öll í foreldrahúsum, vil eg biðja þessi góðu hjón velvirðingar á þessrai missögn. Þá er í sama blaði Mrs. Reykdal í Argyle móð- ir Mrs. Dr. Guttormsson látin að vera systir þeirra Storms bræðra, sem áður bjuggu í Argyle, en hún er systurdóttir þeirra. Það eru nokkrar fleiri smá prentvillur í þessum greinum en sem ekki eru bagalegar, og má vel lesa í málið. Eg vil svo þakka Lögbergi og ritstjóranum sérstaklega, fyrir að birta greinarnar og þá alúð, sem hann lagði við það að,gjöra það sem bezt úr garði. Svo að lokum hjartans bestu kveðjur til kunningjanna í Van- couver frá okkur hjónunum. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Ovænt bréf OG FERÐASAGA ÚR HEIMA- HÖGUM * Patreksfirði, 1. október, ’45. Henra ritstjóri, Fyrir nokkru flutti íslenzka útvarpið hlustendum sínum rödd yðar og ljóð. Það var bróðurkveðja frá höf- uðborg íslendinga vestan hafs. Hreinn íslenzkur fjallablær vest- an frá sléttum Manitoba. Kom mér þá í hug sumardag- ur árið 1933, sem eg ferðaðist með bræðrum yðar tveim um æskustöðvar yðar. Og þar sem eg hafði, til þess að muna þann dag sem lengst, hripað hjá mér nokkrar línum um ferðina, datt mér í hug að senda yður afrit af þeim, sem lítinn þakklætisvott fyrir það hve vel þið Vestur-ís- lendingar varðveitið eldinn, sem þið tókuð með að heiman. Eg veit vel, að þetta stutta brot hefir ekkert almennt gildi, en mér datt í hug, að heiðapilt- urinn íslenzki kynni að finna þar smábros frá þernskustöðvunum. Þegar eg var drengur, var eg mikið á móti Vesturheimsflutn- ingum. Nú finst mér að eg skilji vel þá, sem fluttu vestur. Sjálfan langar mig til þess að kynnast af eigin reynd hinni á- gætu Norður-Ameríku. Eg veit, að þar eru víða unaðslegar og framúr skarandi lífvænlegar byggðir. Og fyrir okkur að heim- an er það skemmtilegt, á lang- ferð meðal erlendra þjóða, að koma alt í einu í alíslenzkan reit. Eg óska þess aðeins, að Islend- ingabygðirnar hefðu verið sam- stæðari, þá hefði orðið auðveld- ara að viðhalda málinu og ís- lenzkum lífsvenjum. Þið Vestur-íslendingar hafið átt drjúgan þátt í því að endur- vekja traust íslendinga á sjálf- um sér. Rétt sjálfsmat er grund- völlur farsældar einstaklinga og þjóða. Afsakið ómakið. Eg er yðar með vinsemd og virðingu, Jóhann Skaptason. * • • YFIR JÖKULDALSHEIÐI Eg var að sofna í gamla pilt- húsrúminu á Skjöldólfsstöðum. Edwald póstur, sem svaf í rúm- inu við höfðagafl minn, var far- inn “að skera stóra hrúta.” Nóttin var koldimm. Þá glaðvaknaði eg alt í einu við háværa hundgá á hlaðinu. Skömmu síðar var rið- ið í hlað. Það glamraði í beizl- um, hestar frísuðu. Það var þrammað á þungum járnuðum vaðstígvélum á dyrahellunni. Svo var barið að dyrum. Eitt, tvö og þrjú þung högg, sennilega með silfurbúnum svipuenda. Svo varð alt hljótt um stund. Rétt á eftir marraði í baðstofuhurðinni. Svo var gengið hljóðlega fram göngin, lokan tekin frá og bæjar- dyrnar opnaðar. Aftur er gengið inn göngin. Hálf orð og setningabrot berast inn í pilthúsið. “Möðrudal . . . um Háreksstaði . . . gestur frá Reykjavík.” Svo var skálahurðinni lokað og þá heyrðust aðeins djúpar og þungar hroturnar í öræfapóstin- um. Skyldi hann nú vera að dreyma um hríð og ófærð á Möðrudalsöræfum eða Fjarðar- heiði. Eg kvaddi póstinn um kvöldið, því hann ætlaði af stað fyrir allar aldir morguninn eftir. En nú voru komnir nýir næt- urgestir. Þeir ætluðu áreiðan- lega sömu leið og eg. Um Há- reksstaði að Möðrudal. Eg ætlaði um Háreksstaði að Grímsstöð- um. Hverjir skyldu þeir nú vera. Morguninn eftir var glaða sól- skin. Eg gekk út á hlaðvarpann og litaðist um. Þröngur dalur — lágar vel grónar hlíðar, ekkert undirlendi, — kolmórauð’straum- hörð á valt fram um dalþrengsl- in — Jökulsá á Dal — illræmt vatnsfall. Ljótasta vatnsfall, sem eg hefi séð. Hún er ægileg. Mér detta í hug sögur um menn, (Frh. á bls. 3) "BUT MOTHER, WHAT ELSE COULD WE DO?-/T WAS OUR LAST CHANCE TO BUY V/CTORY BONDS FDR AT LEAST A YEAR /"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.