Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1945 3 Séra Sigurður Stefánsson: Viðreisnarstarfið og kristindómurinn Ræða flutt í Dómkirkjunni í Reykjavík við Setningu Alþingis 1. október 1945. “Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis, ef Drottinn verndar eigi borgina, vaka varðmennirnir til ónýtis.” Sálm. 127. Fátt eða ekkert er um þessar mundir meira á orði meðal þjóð- anna en hið mikla viðreisnar- og endurbyggingarstarf, sem nú er að hefjast á nýjum friðartíma. Oss berast nærri daglega frétt- ir frá fundum og ráðstefnum leiðandi manna hvarvetna um lönd, þar sem þessi mál eru tek- in til ítarlegrar athugunar, yfir- veguð og rædd með ýmsum hætti. Samþykktir eru gerðar um úr- bætur á mörgum sviðum og stór- felldar áætlanir, sem allar miða í þessa átt: að byggja upp það niðurbrotna og skapa mönnunum bætt lífskjör, ný hamingjuskil- yrði. En öllum, sem um það hugsa í nokkurri alvöru, hlýtur að vera næsta ljóst hver nauðsyn ber hér til. Brunnar og hrundar borgir þarf að reisa úr rústum, auð og herjuð lönd bíða eftir endur- reisn, blóði drifin jörð eftir nýrri sköpun. Sárin þarfnast græðslu og svangir saðnings, snauðir og vegarvilltir líknar og leiðsagnar. Skjóta og farsæla lausn þarf að finna á þeim mörgu vanda- málum, er snerta ytri hag þjóð- anna. Enda virðist þar nú að unnið af mikilli ástundun og ó- sérplægni. Stjórnmálamenn og þjóðleiðtogar allra landa vaka á þeim verði, og beita vitsmun- ■um sínum og lærdómi til nýrra átaka og aðgerða. En hins er eigi heldur að dylj- ast, að viðreisnar- og endur- byggingarstarf þess friðartíma, sem vér nú vonum og trúum að sé að renna upp yfir veröldina, verður einnig að ná inn á önnur svið, ef vel á að fara. Andlegt líf einstaklinga og þjóða hefur orðið fyrir þungu, örlagaríku áfalli undangengin þrauta- og þjáningaár hins stríðandi mannkyns. Það er vissulega fleira í rúst- um og auðn en fagrar borgir og frjósöm lönd. Vissulega fleira, sem þarf að endurreisa og byggja upp af nýju. Og sá veru- leiki er mönnum einnig ljós. Ótal varðmenn vaka einnig á þeim vettvangi, og leita þeirra bjargráða, sem þeir ætla að bezt megi þar duga. En þetta er ekki einungis það sem er að gerast úti í umheim- inum og fjarskanum, tilheyrend- ur mínir. íslenzka þjóðin á líka þessi sömu vandamál. Því verður eigi neitað, þrátt fyrir allt, sem á síðustu tímum hefur farið hjá oss betur og giftusamlegar en víða annars staðar. Vér eigum landið fagra óspillt og frjálst og byggðirnar heilar. Þjóðin býr við allsnægtir. En samt er fyllsta þörf viðreisnar og umbóta, hvert sem litið er. Gagngerð þróun atvinnulífsins til lands og sjávar virðist brýn- asta nauðsyn. Og nýjar leiðir þarf að finna, er tryggi þjóð- inni fjárhagslegt öryggi á kom- andi tímum. Ýmislegt í félags- málum vorum sýnist til óheilla horfa, sé ekkert að gert. Og á uppeldissviðinu bíða stór verk- efni úrlausnar og framkvæmda. Víst þurfum vér einnig að hefjast handa og reisa margt úr rústum, ráða bót á ýmsu, skapa oss og börnum vorum aukna möguleika bættari lífskjara, menningar og þroska. Og varla verður heldur ann- að sagt en að þjóð vor gefi nú þeim sannindum allmikinn gaum. Skoðanir og stefnur einstaklinga og flokka sýna það svo glöggt, að eigi verður um vilst. Og raunar allt athafnalíf lands- manna að ýmsu leyti. Vér ætlum oss það auðsjáan- lega Islendingar, að taka vorn þátt í því starfi, sem nú er að hefjast um heiminn til viðreisn- ar og umbóta. Vér ætlum að lækna vor eigin þjóðarmein, sigr- ast á erfiðleikunum og byggja upp betra samfélag. En hvernig förum vér hér að? Hvaða leiðir veljum vér að þessu marki? Eru þau ekki næsta ólík og ærið sundurleit svörin, sem vér fáum við þeim spurningum? Eru það ekki einmitt þau, sem á vett- vangi dagsins verða tíðast mesta ágreiningsefnið og örðugast gengur fyrir oss að sameinast um? Og þó er svarið í raun réttri aðeins eitt. Já, engin leið önnur að því marki, sem nú ber hæst í fegurstu draumum mannanna og djörfustu vonum. Það kann sumum að þykja fjarstæð fullyrðing. En fleiri og fleiri gerast þeir nú samt úti í umheiminum, sem viðurkenna hana og aðhyllast. Þeir, sem sannfærðir eru um að viðreisn- ar- og byggingarstarf framtíðar- innar verði aldrei á annan veg leitt til farsællegra lykta. Skyldum vér komast hjá því, í vorum vanda, að hlusta eftir þessu svari, reyna þá leið — í alvöru? Það er trú feðra vorra og mæðra — Kristindómurinn. Mundi hann ekki eiga neitt er- indi til þjóðar vorrar einmitt nú á tímum mikilla örlaga? - Ekki aðeins boðun hans í kirkjunni, heldur andi hans og kraftur inn í öll svið félagsmála vorra og athafnalífs, inn á heim- ilin, inn í skólana, til æskunnar, sem á að erfa landið, inn í stjórn- málin, inn í þingsalina? “Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir itil ónýtis; ef Drottinn verndar eigi borg- ina, vakir vörðurinn til ónýtis”. Þessi sannindi eru gömul. Um aldaskeið hafa einstaklingar og þjóðir litið þau, valið þau sér að leiðarljósi og gert að veruleika í lífi sínu. Og engum getur dulizt, hversu ríkulegan þátt sú stað- reynd hefur átt í því að skapa farsæld og hamingju kynslóð- anna. En þó gleymist oss fátt, mönn- unum, jafn sorglega oft og ein- mitt þessi sannleikur. Viðburðir og saga síðustu ára eru þar skýr- ust og órækust vitni. Drottni var ekki falið að byggja húsið og vernda borgina. Guðstrúin var ekki kvödd til þess að ráða fram úr vandamálum heimsins. Eftir styrjöldina fyrri sagði einn vitrasti erlendur stjórn- málamaður og þjóðarleiðtogi, sem þá var uppi, þessi orð: “Leyfum kristindóminum að komast að. Vér höfum nú reynt allt annað og ekkert dugði.” Völdu þjóðirnar þá leið? Stríðshörmungarnar og niður- læging mannkynsins undanifarin ár svara því fyrir oss. Og þá var kristindómurinn reyndur einnig af vorri samtíð, e. t. v. aldrei eins áþreifanlega og óyggjandi í gjörvallri sögu kristninnar. Undir merki hans, gunnfána krossins, var starfi líknar og huggunar haldið á- fram í heimi báls og tára. Reyndum vér það ekki líka, Is- lendingar, þegar þyngstu og syrgilegustu áföll síðustu ára dundu yfir vora þjóð? En kirkjan var ekki aðeins hlífðarskjólið, griðastaðurinn eini, sem mennirnir fundu at- hvarf hjá í neyð sinni og van- mætti. Hún gegndi ekki einungis hlutverki sjúkravagnsins, sem sækir út í valinn þá særðu og þjáðu. Hún stóð fremst í farar- broddi þeirrar fylkingar, sem vann að endurheimt frelsis og mannréttinda í þjökuðum og undirokuðum löndum. Hún varð aftur hin stríðandi Kristskirkja og eignaðist af nýju þá menn, sem sýndu öllum heimi, að trúin á hann, sem byggir og verndar, gefur ekki aðeins þrek og djörf- ung í raunum, heldur þor og kraft til að þjóna sannleikanum, virða hann mest, fórna honum öllu, leggja þar jafnvel lífið við. Vér vitum það nú betur og betur, hvernig kirkjan reyndist hin síðustu ár. Hún þarf áreið- anlega ekki að biðja neinnar af- sökunar á sér eða boðskap sín- um frammi fyrir heiminum í dag. Spyrjum þjóðir þeirra Berg- gravs og Kaj Munks! Nei, kirkj; an er nú meiri veruleiki í sögu mannkynsins en e. t. v. nokkru sinni fyrr. Og trúin á hlutverk hennar og beinan þátt í því byggingar- og viðreisnarstarfi, sem nú er að hefjast á þessum örlagaríku tímum er vaxandi. En mundi vorri þjóð hafa skil- izt þetta enn þá — nógu vel? Bendir ekki raunalega margt til þess, að svo sé ekki? Og þó eigum vér enga ósk heitari, landsins börn, en þá, að starfa fyrir þjóð vora, vaka á verðinum um heill hennar og far sæld, sæmd og frelsi. Hvílík skammsýni, ef vér höldum, að vér getum það án Guðs, án þeirrar trúar, sem í þúsund ár hefur byggt upp allt það bezta ,1 þessu landi, og verndað þjóð vora. Án Guðs, án hjálpar hans, full- tingis og varðveizlu erum vér ekkert. Játning lofsöngsins er vitnisburður sögu og reynslu kynslóða: “Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá”. En — “leitið fyrst guðsríkis og rétt- lætis og þá mun allt þetta veit- ast yður að auki.” Svo aðeins þetta: Kjrkjan og alþingishúsið standa hér saman í höfuðborg landsins. Þær tvær stofnanir, sem frá öndverðu tímanna hafa verið þessari þjóð hjartfólgnast- ar og helgastar. I hyrningarsteini alþingishúss- ins geymast þessi orð Krists: “Sannleikurinn mun gera yður frjálsa”. — “Traustir skulu horn- steinar hárra sala.” Þjóðin gerir miklar kröfur til fulltrúa sinna er þar fara með umboð hennar. Hún felur þeim ábyrgðarmestu störfin og þyngstu skyldurnar að ráða fram úr erfiðleikunum og byggja upp frjálst og farsælt samfélag. Vandinn er stór og verkefnin mörg og örðug, sem yðar bíða nú, alþingismenn, eins og svo oft áður. Spakur maður sagði einu sinni, að þjóðin hefði þá leiðtoga og forystumenn, sem hún ætti skil- ið,ávöxt og endurskin af sjálfr- ar hennar kostum og löstum. Og líklega er það eins enn. Fyrir Guðs skuld sýnið sem mest af kostum íslenzku þjóðar- innar. Þeir eru margir til. Aldrei hitt! Því að það er einnig sannmæli, sem eitt af skáldum vorum segir, að “þeir, sem fremstir fara, fjöldann á- fram hvetja.” Fordæmi yðar, hvernig þér vinnið störfin, mótar kannske meira en flest annað þjóðina alla, hugsunarhátt hennar og framkomu og félagsþroska. Vinnið þau í anda Krists! Lát- ið hann ráða stefnunni, vísa veginn! Já, veljium öll þá leið, sem skapar hverjum einstaklingi og hverri þjóð giftuna mestu. Felum almáttugum og eilífum Guði byggingarstarfið! Felum honum verndina! Þá fyrst get- um vér horft óttalaust til kom- andi tíma, því að framtíðin í Guðs hendi er ein allt af örugg. Lofað og vegsamað og blessað sé hans heilaga nafn! Amen. Kirkjublaðið, 8. okt. Övænt bréf (Frh. af bls. 2) sem höfðu farist í henni. En þá var boðið “góðan daginn” á bak við mig. Þar stóðu þá hinir næt- urgestirnir. Tveir rosknir menn í ferðafötum. Þórarinn Jónsson frá Kanada, tónskáld og rakari, og Sigurjón Jónsson, prestur á Kirkjubæ í Hróarstungu. “Við erum á leið að Möðrudal,” sagði tónskáldið, “bróðir minn á að jarða á Fjöllunum. Við ætlum um Háreksstaði, mig langar til að líta á kotið. Það eru nú 32 ár síðan eg fluttist þaðan vestur og eg er nú rétt kominn heim. Mik- ið indælis veður er þetta, annars, og þessi dásamlegi gróður. Svona land finnurðu ekki í allri Ame- ríku, þótt þú færir um hana þvera og endilanga. Þú getur borið mig fyrir því, eg þekki það. Svona vel gróið land er ekki til í Ameríku. Það er óþarft að fara vestur til að leita að betri land- kostum til búnaðar. Því fer bet- ur, að vesturferðir eru hættar og bændurnir hérna una sér orðið vel. Já, því fer betur, það segi eg satt. Það er mikils virði að kunna að meta sitt eigið land. Sumir hafa orðið að kaupa þá reynslu dýru verði og sumir hverjir ekki fengið hana fyr en um seinan.” “Eruð þér á norðurleið,” segir þá presturinn. “Já,” svara eg. “Hann Eiríkur ætlar að reiða mig norður yfir heiðina, að Grímsstöðum, um Háreksstaði.” “Við verðum þá samferða,” segir tónskáldið, “og þá skaltu fá að sjá vel gróið land, því lofa eg þér.” “Eg á nú von á því,” svara eg, “svo margar sögurnar hefi eg heyrt af fitu fjárins á Jökuldals- heiði. Skyldu bændurnir nú vera hættir að ríða út um helgar, til þess að leita að og reisa við sauðina, sem orðið hafa afvelta af offitu.” “Það get eg ekki sagt þér,” seg- ir tónskáldið, “en við getum litið í kring um okkur á leiðinni og séð hvort þess gerist enn þörf.” Það er gaman að litast um af heiðarbrúninni fyrir ofan Skjöld- ólfsstaði. 1 góðu veðri blasir við fögur fjallasýn. I austri sést yfir nyrsta hluta Austfj arðaf j allgarðsins. I suðaustri teygja fjöllin aust- an Lagarfljóts kollana yfir Fljóts- dalsheiðina. I suðri gnæfir Snæ- fell og bak við það norðaustur- hluti Vatnajökuls. Það er nauð- synlegt að staldra við um stund, athuga vel hvaða fjöll sjást, at- huga afstöðu þeirra á kortinu og festa vel í minni. Er maður síð- an heldur vestur yfir heiðina, breytist fjallasýnin smátt og smátt. Austfjarðafjöllin hverfa bak við heiðarnar, en í ljós koma í norðrinu fjöllin í kring um Vopnafjörð og síðan fjöllin í Norður-Þingeyjarsýslu en í suð- vestri Mývatnsöræfi með fjalla- drotningunni Herðubreið, sem gnæfir svipmikil yfir alla ná- granna og sézt lengst austan af heiðinni. En við þessa víðfeðmu yfirsýn gagntekur ein staðreynd huga þess manns, sem alinn er upp í dal eða við fjörð. Það er meðvit- und þess, að ættland hans sé alt annað en hann hafði álitið til þessa. Áður taldi hann landið vera dali, strendur og fjalls- eggjar. Nú sér hann, að það er í raun og veru geisi víðlend há- slétta, með einstökum háum fjöllum á stangli, og að dalirnir eru víðast aðeins lækjar eða ár- farvegir. En hann sér meira. Hann sér, að landið er raunveru- lega óbyggt að mestu. Og þá vaknar spurningin um það, hvort það sé ekki að mestu óbyggilegt. Hvort lífið í dölunum sé ekki þrotlaus barátta á takmörkum hins byggilega og óbyggilega heims. Hann minnist þess, að hann er staddur á yfirgefnum lendum. Það var héðan sem (Frh. á bls. 5) Business and Prc ifessional Cards DR. A. BLONDAL Phytician & Burgeon («2 MEDICAL ARTS BLDQ. Slmi 93 996 Heimili: 108 Chataway 8Imi 61 028 Dr. S. J. Johann«M*n 215 RUBT STREBT (Belnt suöur af Bknning) TaMmi 20 877 • VlötalsUmi 8—• s. b. DR. .A. V. JOHNSON Dentitt • »0« 8OMER8ET BLDO. Thelephone 97 932 Home Telephone 201 SM Dr. E. JOHNSON •04 Evellns St. Selklrk Offlce hrs. 2.80—* P.M. Phone office 26. Res. 210 Dr. K.J.Austmann Specialist Eye, Ear, Nose and Throat 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage and Main Office hours: Tuesdays and Thursdays 5—8 Saturdays 2—5 Office 96 731 Home 53 893 OfTice Phone Rei. Phona 94 762 72 40» Dr. L. A. Sigurdaon 116 MEDICAL ART8 BLDQ. Offlce Houre: 4 p.m.—« p.m. and by appotntment DR. ROBERT BLACK SérfrisBingur I Augna, Eyrna, nsf og hálssjúkdömum 416 MsdicaJ Arts Buildlng, Graham and Ksnnedy 8t. Skrlfstofuslmt 93 851 Helmaslml 42 1(4 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlmknar • 406 TORONTO QEN. TBOBTB BUILDINQ Cor Portage Ave. og GtaiUi PHONE 96 952 WINNIPJDQ BY0LF9ON*S DRUG PARK RIVER, N.D. Itlentkur lyftaU F61k getur pantaC meöul og anna( meö pöstl. Fljðt afgrelðsla. Dr. J. A. Hillsman SURGEON 308 Medical Arts Bldg. PHONE 97 329 A. S. BARDAL • 4* 8HERBROOK 8T Selur llkklstur og annast um *<- farir. Alliir (tklnsiur sá bsStl Ennfremur ssíur hann allskonar mlnnisvarEa og legatalna. Skrlfstofu talslmi 27 324 Heimllls talsíml 26 444 LtggHinir sem skara framúr OrvaJs blágrí ti og Manitoba marmari BhrifiO eftir verOtbrA GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Simi 2» •*• Wlnnlpeg. Man. HALDOR HALDORSON byo QÍngart\.rÍ9tari 23 Muslc and Art Bulldln* Broadway and Harirrave Winnlps*. Canada Phons tlOtl J. J. SWANSQN A CO. LIMITET) 101 avemöe SLdo., wpo • raateÍKnasalar. Lelgja hös ©t- vega penlngalAn og eld»4byr*8 bifreiöaá.'byrgC, o. s. trv. Phone 97 688 IN8URE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 4(8 MAIN 8T. L«o E. Johnson A. I. I. A. Mffr. Phonos Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AHD ÉOGERTSON LSgfrœtHnoar 109 Bank of Nova Sootla BMa Portage og Qarry Bt. Stmi »8 111 TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON 8t CO. Chartered Accountantt 1101 McARTHUR BUILDINQ WINNIPEQ, CANADA Blóm »tundvÍ8lega afgreldd THE ROSERY U9. BtofnaB 1901 s 427 Portage Ave. Siml »7 (•• Wlnnlpeg. Phone 4» 409 Radlo Service Speclalists ELEGTRONIO LABS. H. THORKELSON. Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE 8T., WINNIPEQ CllNDRY PYMORE LTB. Brltlah Quality — Flsh Netths* (• VICTOKIA 8TREHT Phone 98 211 Wlnnipoc Uanaoar. T. R. THOKTALMOB Tour patronags wlli bo spprectated Q. F. Jonaason, Pres 4k Man. Dlr. \ Keystone Fisheriee Limited 404 Scott Block Siml 95 287 WhoUaaU DUtrihutore af rRBBH AMD TROT.RH TIBH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. f. B. RaO*. ílanaoing DU aator Wholesaie Distributors O* Freéh and Frozen Flsh. 811 Cfaambers SL Office Phone 26 828 Res Phone 78 917. MANITOBA FISHERIES winnipko, maN. T. Barooviteh, frambv.tt/. Versla f heildsölu meC nýjan em froslnn flsk. 808 OWENA 8T. Skriístofuslml 86 8(1 Heimaslmi 66 468 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1919. PEOPLES PTNANCE OORP. I/TD. Llcensed Lend-rs Established 1929 40S TTme Bldg. Phone 21 4SS Argue Brothers Ltd. Real Estate — Flnanclal — and Insurance Lombard Building, Wlnnipe* J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 H HAGB0RG FUEL C0> H • Dial 21331 NoFU) 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.