Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1945 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON M. de Nailles var mjög ánægð yfir hinu inni- lega samræmi og samhygð, sem átti sér stað milli þessara tveggja persóna, sem hann elsk- aði mest. Það var aðeins eitt sem honum mis- líkaði við konuna sína, og það var ekki stór- vægilegt. Hún hafði alveg -hætt við málaralist- ina eftir að hún giftist. Hann hafði lítið vit á málaralistinni, og hafði þess vegna álitið hana sem stórmikinn listmálara. Sannleikurinn var sá, að á fátæktarárum sínum hafði hún aldrei verið nógu listfengur málari til þess að geta lifað af list sinni, og nú, er hún var rík, gat hún næstum brosað að ófullkomleik sínum, sem list- málara. Hún sagði að það sem hún hefði gert á sviði málaralistarinnar, hefði einungis gefið sér þekkingu á formi og litum, þekkingu sem hún notaði við að velja sér búninga, og við að velja hina smekklegustu skreytingu á húsmunum, og öllu innan húss. Allir hennar búningar, og allt sem hún hafði í kringum sig, bar á sér hinn fullkomnasta tískublæ. Hún hafði glögt auga fyrir fegurð og skrauti, og öllu sem fylgdi föstu formi og reglu, þetta kom jafnvel fram í því hvernig hún batt borðana í hári Jackueline, og svo mörgu smávegis. “Þetta er allt, sem eg lærði af lexíunum, sem þú gafst imér,” sagði hún stundum við Hubert Marien, þegar hún myntist þeirra daga er hún leitaði ráða til hans um hvernig best væri fyrir hans að búa sig undir “lífs stríðið”. Það var nærri því eitthvað broslegt við það, er hún sagði þetta. Hvað! — “lífsstríðið”, með þessum litlu fínu höndum, mjúkum barnshöndum? Hvaða fjarstæða! Hún hló nú að þessari hugsun, og allir sem heyrðu hana segja þetta, hlógu með henni. Marien hló þó meira en nokkur annar. Hann, sem hafði verið henni vinveittur, ■er hún var í fátækt, virtist hafa hina sömu aðdáun nú fyrir henni í velgengni hennar og upphefð, eins og þegar hún var bara fátæk jómfrú Hecker. Harm hafði sent aðdáanlega fallega mynd af henni á listasafnið, mynd, sem hinir ríku kjósendur í Grandchaux, er kusu manninn hennar á þing, horfðu á með ánægju og hrifningu, stoltir af því að hafa þingmann fyrir sitt hérað, sem hefði gifst svo fallegri konu. Það var eins og þeir álitu að fegurð Madame de Nailles tilheyrði þeim og héraðinu þeirra. Önnur rnynd af M. de Nailles var send til Limouzin frá París, og öllum bændunum í hér- aðinu var boðið að koma og sjá hana. Það vakti mikinn fögnuð meðal smábændalýðsins, og virðingu og traust á fulltrúanum sínum. Aldrei hafði fólkið séð fulltrúann sinn svo alvarlegan, svo tignarlegan, svo sokkinn niður í djúpar hugsanir, eins og hann leit út á mynd- inni, standandi við borð sem mörg skjöl láu á ■— skjöl, sem vafalaust áhrærðu að einhverju leyti hagsmuni kjördæmis hans, og velferð allra einstaklinga í því. Það var hin rétta mynd stjórn- málamannsins, sem væri ákveðinn til hárrar stöðu. Enginn, sem horfði á myndina efaðist um, að slíkur fulltrúi mundi einhverntíma komast í stjórnarráðið. Það var á þennan hátt að Marien leitaðist við að endurgjalda þann vinskap og góðvild, sem hann æfinlega mætti í litla húsinu í Parc Mon- ceau, þar sem Jackueline rétti honum diskinn með kryddkökunum. Til þess að fullkomna þakklæti sitt til fjölskyldunnar, var eftir að mála hina vandasömu mynd af stúlkunni sem hann horfði með svo rannsakandi augum á, í hvert sinn er hann sá hana. Hann hafði málað mynd af Jackueline, þegar hún var ofurlítill krakki. Hann hafði gert ágæta mynd af hennar úfna hári og dökka yfirliti, Madame de Nailles hafði þessa mynd ávalt til sýnis, en hún*var í engri líkingu við Jackueline, eins og hún var nú, grönn og tignarleg stúlka, sem rétt var í þann veginn að verða fullþroska að vexti og fríðleik. Jackueline hafði altaf ömur á þessari mynd. Það særði hana að þurfa að hafa þessa óásjálegu krakkamynd altaf fyrir augunum í herbergi sínu. Það hefur líklega verið þessvegna að henni þótti svo vænt um að heyra Herbert Marien segja ,að hún væri nú orðin nógu þrosk- uð fyrir mynd, sem sýndi hana í árgeisla æsku- blómans. Hún fór að verða hrædd um, að þetta væri bara ímyndun í höfðinu á málaranum, sem kæmist aldrei í framkvæmd. Hún vildi fá mynd- ina málaða strax, eða eins fljótt og hægt væri. Jackueline var óþolinmóð að bíða, og vegna einhvers, sem hún talaði aldrei um, að árin, sem stjúpmóðir hennar fanst svo fljót að (líða, fanst henni svo hræðilega löng. Marien hafði sagt: “Það er langt bil milli draums og ráðn- ingar”. Þessi orð kældu fögnuð hennar, eins og köldu vatni hefði verið helt yfir hana. Hún vildi neyða hann til að enda loforð sitt strax — til að mála myndina strax. Hvernig hún ætti að koma því til vegar, var vandamálið, sem hún var að brjóta heilann um, er hún hvíldi höfuð sitt í kjöltu stjúpmóður sinnar, eftir að gestirnir voru farnir. Atti hún að segja stjúpu sinni frá því, sem var vön að hjálpa henni með hvað helst sem hún bað um? Veikt hugboð — bugboð um einhverja dulda hættu — svo í þessu tilfelli áleit hún að faðir sinn yrði sér betri ráðgjafi. 3. KAFLI. Vinur fjölskyldunnar. Viku síðar sagði M. de Nailles við Herbert Marien, er þeir sátu saman í lestrarsalnum, eftir miðdegisverð, og reyktu vindla: “Jæja, hvenær viltu að Jackueline komi til þín að sitja fyrir myndinni?” “Hvað! Því ert þú að hugsa um það?” sagði málarinn æstur, og lét vindilinn detta á gólfið. “Hún sagði mér að þú hefðir verið að tala um að mála mynd af sér.” “Og kjáninn!” hugsaði Marien. “Eg bara sagði að eg ætlaði einhverntíma að gera það,” sagði hann vandræðalega. “Jæja, hana langar til að það sé gert sem fyrst, og hún hefur ástæðu til þess, sem eg vona að þú takir til greina hennar vegna. Þriðja júní er Sainte-Clotilds dagurinn, og hún hefur ákveðið að gefa mömmu sinni, þann dag, verð- mæta gjöf — gjöf, sem við öll auðvitað leggj- um saman í að gefa henni. Eg hefi undanfarið verið að hugsa um að biðja þig að mála mynd af dóttur rninni,” sagði M. de Nailles, sem ósk- aði ekki frekar að máluð væri mynd af Jack- ueline, en hann hafði óskað eftir að verða þing- maður, þangað til honum var komið til þess. En kvennfólkið á heimili hans, stórt eða lítið, gat komið honum til hvers sem var. “Eg held eg hafi ekki tíma sem stendur til að gera það,” sagði málarinn. “Ba! Það eru fullir tveir mánuðir þangað til, hvað hefurðu annað svo áríðandi, sem þú þarft að koma af? Eg er viss um að þú hefur þá myndina tilbúna.” “Já — auðvitað — auðvitað, en ertu viss um að Madame de Nailles vilji samþykkja það.” “Hún samþykkir það, sem eg sting upp á,” sagði M. de Nailles, með svo mikilli fullvissu, eins og hann væri alls ráðandi á heimili sínu; “við ætlum ekki að minnast á það við hana. Það á að verða óvænt gjöf til hennar. Jack- ueline er farin að gleðja sig yfir því hvað móðir hennar þyki vænt um það. Það snertir mig svo mikið hve vænt Jackueline þykir um mömmu sína.” M. de Nailles hikaði altaf ofur- lítið við áður en hann sagði það orð, eins og hann væri hræddur um að hann væri að gefa öðrum eitthvað sem ennþá tilheyrði hans dánu konu — sem hann mundi sjaldan eftir á annan hátt. Svo bætti hann við, “hana langar svo mikið til að gleðja hana.” Marien hristi höfuðið og lét í ljósi vantraust sitt á þessu fyrirtæki. “Ertu viss um að Madame de Nailles mundi geðjast af slíkri gjöf?” “Hvernig getur þú efast um það?” sagði baroninn alveg hissa. “Mynd af dóttur hennar! — gerð af nafnfrægum meistara? Jæja, ef við erum að biðja þig of mikils og þú vilt síður gera það, þá segðu mér það.” “Nei, — eg vil auðvitað gera þaðnef þú æskir þess,” sagði Marien strax, þó hann vildi ekki gera neitt sem gæti sært eða móðgað Madame de Nailles, vildi hann þó engu síðuf þóknast manni hennar. “Já, en að gem þetta á laun við Madame de Nailles, getur auðveldléga komið mér í klípu. Hvernig geturðu búist við að Jackueline geti haldið þessu leyndu —” “Oh, það er auðvelt. Hún gengur á hverjum degi út með jómfrú Schult, hún getur farið með Jackueline í málarastofuna þína, í staðinn fyrir að fara með hana til Champ Elysés — eða ganga eitthvað annað.” “En á hverjum degi verður þó framið undir- ferli, launung og blekking. Eg held að réttara sé, að þá samþykki Madame de Nailles, áður en byrjað er á þessu.” “Biðja hana um leyfi, þegar eg hefi gefið mitt leyfi til þess? Hvað, minn góði Marien, er eg, eða er eg ekki faðir Jackueline? Eg tek alla ábyrgðina á mig.” “Þá er ekki meira um þetta að segja. En heldurðu að Jackueline geti haldið þessu leyndu þangað til að myndin er fullgerð?” “Þú þekkir ekki litlar stúlkur; þeim þykir öllum vænt um að hafa eitthvert leyndarmál.” “Hvenær viltu að eg byrji?” • Marien hafði farið að hugsa út í það, að halda uppi frekari mótmælum, hlyti að koma M. de Nailles kynlega fyrir. Þó að þetta gæfi honum orsök til talsverðrar áhyggju, þá á hinn bóginn vakti það talsverðan áhuga hja honum. Fyrir nokkru síðan, þó hann hafi lengi þekkt konur en vissi lítið um unglings stúlkur, hafði hann sinn grun um að æfintýraþrá mundi vera í hug Jackueline, æfintýri þar sem hann yrði hetjan í leiknum. Hann hafði gaman af að veita því eftirtekt, þó hann gerði ekkert til að glæða það. Hann var listamaður og nákvæmur í að veita hverju sem var hina nánustu eftir- tekt; hann notaði mjög sálfræði í sambandi við list sína, og til þess hefur líklega átt rót sína að rekja hinar glöggu lyndiseinkanir er birt- ust í málverkum hans. Það sem vakti sérstaka umhugsun hjá hon- um var, að JaCkueline skifti sér ekkert af þessu, en faðir hennar var að semja um þetta, að hennar undirlagi. Þegar þeir komu aftur inn í samkvæmis salinn, lét hún sem hún hefði engan áhuga fyrir að vita um hver árangur hefði orðið af samtali föður síns við málarann. Hún gat hjá lampanum og var að sauma, og virtist aðeins hugsa um það sem hún var að gera. Faðir hennar gaf henni merki, sem meinti, “að hann hefði samþykkt”, og Marien sá að hún varð skjálfhent og stakk nálinni í fingur sinn, og að roði braust fram í kinnar hennar — en það var allt og sumt; hún sagði ekkert. Hann hafði ekki vitað um það, að alla vikuna hafði hún farið í kirkju á hverjum degi, þegar hún fór út á sína vanalegu skemtigöngu, og hafði lesið bænir og gefið kirkjunni kerti, til þess að ósk hennar mætti verða uppfyllt. Hún hafði gengið með sáran kvíða í huga sér alla vikuna. Hin heimsfrægu kvæði, sem hún hafði talað um við Giselle, og sem gerðu Giselle svo alveg hissa, því efni kvæðanna var svo gagnstætt þekn hugsunarhætti, sem þekktist í nunnuklaustri. Jackueline var nú einmitt í því -hugarástandi að lesa þessi kvæði með nákvæmri íhugun hvers orðs, og hverrar setningar. Lesturinn vakti ekki í huga hennar það þun-glyndi og þá sorg, sem hann -mundi hafa vakið í hug þeirra, sem hefðu “lifað og -elskað”, en hugmyndin og hrifningin dró huga hennar að sér. Hún til- einkaði sér vissar línur og setningar, sem tald- ar til sín, eða út úr hjarta sínu, en svo sumar aðrar setningar, eins og talaðar til annara. Orð- ið Ást, sem var svo oft endurtekið í vísunum, fór eins og straumur gegn um allan líka-ma hennar. Hún þráði að njóta þessara “draum- sælu augnablika”, þessarar, “augnabliks gleði”, þessarax “háleitu ununar”, þessa, “guðlega sam- bands” —í stuttu máli, alls þess fagra og sæla, sem kvæðin töluðu um, en sem henni var ennþá alveg óþekkt. Hvernig var hægt eftir að hafa reynt margar sorgir, og vonbrigði, að varð- veita eins sælar endurminningar, eins og skáld- ið lýsti í 'kvæðum sínum? Látum okkur elska — elska hvert annað! Lát- um okkur hraða okkur til að njóta líðandi stundar! Þannig kvað skáldið frá La Lac. Hún hélt að hún hefði þegar notið sælu og bless- unar líðandi stundar. Hún var viss um það að hún hafði lengi elskað. Hvenær hafði hún byrj- að að elska? Hún vissi það varla. En sú ást mundi vara eins lengj, og hún lifði. Maður elsk- ar bara einu sinni. Þessar geðshræringar hennar, blandaðar sam- an við hrifningu skáldsins, gerði henni svo auðvelt að skrifa, að það var eins og penninn hennar glýgi yfir pappírinn er hún skrifaði á, og hún skrifaði ritgjörð er langt bar af því er hún hafði áður skrifað. Það var sem prófessor- inn sagði frammi fyrir öllum stúdentunum í kennsl-ustofunni. Hann var bæði hrifinn og hissa af slíkri ritgjörð. Bell, sem ávalt hafði skrifað bestar ritgjörðir, var nú langt á eftir Jackueline, og tók það svo nærri sér, að hún talaði ekki við Jackueline í heila viku. En þær, Colette og Dolly, sem aldrei höfðu sóst eftir miklum bókmenntalegum sigri, fóru að gráta þegar þær heyrðu að Jackueline var gefin heiðursviðurkenning fyrir hinn glögga skilning og samanburð hinna þriggja snildarkvæða; “Le Lac, Souvenir og La Tri-stesse d’Olimpio”. Þessi heiðursviðurkenning var lesin upp í heyranda hljóði. Til og frá heyrðist lágt lófaklapp, ásamt hnussi frá öðrum, sem var sprottið af öfund. Þetta viðurkenningarskjal kom öllum í hugar- æsingu, eins og eitthvert hneyksli hefði skeð. Mæður og kennslukonur hvísluðust á. Þær álitu að Jackueline litla hefði látið í ljósi tilfinning- ar í ritgjörð sinni, sem samsvöruðu ekki aldri h-ennar. Sumar álitu að prófessor M. Regis, veldi ritgjörðarefni, sem ekki væru hentug fyrir ungar stúl-kur. Svo var kosin nefnd til að fara á fund vesalings prófessorsins til að biðja hann um að vera gætnari í að velja efni í ritgjörðir fyrir -stúdentana framvegis. Hann missti einn nemanda úr sinni deild, sökum þess heiðurs, sem tilféll Jackueline, (heimskasta tossann sem var í deildinni). Móðir hennar tók hana burt úr skólanum, og sagði með mikilli fyrirlitn- ingu: “Maður getur átt á hættu að þeir kenni það sama hér og þeir kenna í Sor-bonne!” Þessi heiður, -sem tilféll Jackueline, vakti ótta í huga Madame de Nailles. Það sem hún umfram allt annað var hrædd um var að dóttir sín mundi verða skáldlega og æfintýralega hugs- andi; og bæði þetta og öll hegðun Jackueline fullvissaði hana um, að ótti sinn væri ekki ástæðulaus. Hún hló að þessari ritgjörð sinni, hún var gáskafull enis og sextán ára krakki; án þesá að nein sjáanleg ástæða væri til, varð hún stöðugt kátari og gáskafyllri, eftir því sem nær dró þeim tíma sem -myndin átti að verða tilbúin. Daginn áður -en hún átti að sitja fyrst fyrir hjá málaranum, kom Modest gamla, sem hafði verið þjónustumey fyrir Madame de Nailles, og þekkti Jackueline frá því hún fæddist, og elskaði hana eins og hún hefði verið hennar eigið barn, kom inn í málarastofu Herbert Marien í Rue de Prony, með ofurlítinn kassa, sem hún sagði að væri í allt það, sme jómfrúin þyrfti með. Marien skoðaði hvað væri í kass- anum. Þar var austurlenskur silki guðvefjar kjóll, léttur eins og fis; og gegnsær eins og loftið — og svo skjalla hvítur, að málarinn sagði: “Hún lítur út eins og fluga í mjólk í þessu.” “Oh!” svaraði Modeste, og hló ánægjulega, “það sæmir henni vel. Eg breytti kjólnum til þess hann væri henni mátulegur, því það er einn af búningum frúarinnar. Jómfrúin á ekki nema stutta kjóla, en hún vill vera máluð eins og ung fullþroska stúlka.” “Með samþykki föður hennar?” “Já, auðvitað, Monsieur le Baron gaf sam- þykki sitt til þess, ef svo væri ekki, hefði eg ekki tekið mark á því hvað krakkinn sagði við mig.” “Jæja þá,” sagði Marien, “eg hefi ekkert um það að segja,” og fór að laga til, og búa undir fyrir daginn eftir. Hann sneri tveimur eða þremur ber-um líkneskjum, sem befðu getað vak- ið blygðun hennar, svo að andlitin sneru að veggnum. Útlent tungumál lærist ekki að fullu nema nemandinn hafi mikla æfingu í samtali. Það var þess vegna f-öst regla hjá þeim Fraulein Sch-ult og Jackueline að halda uppi fjörugum samræðum á göngutúrum sínum, og samtalið var ekki æfinlega um rigningu, góða veðrið eða það sem þær sáu í búðargl-uggunum, né sögu- legar myndastyttur í París, sem þær skoðuðu oft. Það sem hjartanu er nær, kemur vanalega upp á yfirborðið. Frauleine Schult, var við- kvæm og tilfinninganæm að upplagi, þrátt fyrir hennar daglegu alvarlegu framkomu, hafði hún ekkert á móti að svara spurningum Jackueline, um kærastann sinn, sem beið hennar í Berne, -og brófin hans bæði í bundnu og óbundnu máli, voru hennar eina huggun og ánægja í fjar- verunni. Þessi tilvonandi maður hennar var lyfsali. Jafckueline hlustaði með athygli á það sem Fraulein sagði henni um kærastann sinn og ástarlíf þeirra. Hún talaði um hann með virðingu og aðdáun. Jackueline fanst að hún yrði að endurgjalda þetta tal og tiltrú sem henni var sýnd, svo hún sagði Frauliene Schult, með hálfum hug, að ef hún væri stundum að- gerðarlaus, eða eins og kennarinn hennar hafði sagt: “Með hugann uppi í tunglinu”, þá staf- aði það af einni og sömu hugsun, sem ávalt hefði verið í huga hennar, síðan hún fór að geta hugsað nokkuð ákveðið, sem stafaði frá insta eðli hennar, að verða einhverntíma elsk- uð, eins og hún elskaði. “Var það einhver -drengur á hennar aldri?” Fjarri því! — bara drengir — skóladrengir — þá er ek-ki hægt að líta á nema sem leikbræð- ur. Hún hafði auðvitað Fred í huga. Fredeic d’Argy, hún skoðaði hann eins og bróðir sinn, hann var ólíkur þeirri hugsjón er fyrir henni vakti. Jafnvel undir tískumenn, sem hún hafði séð, svo sem Raoul Wermant, sem hafði hlotið verðlaun, sem frægur reiðmaður og mikill tafl kappi, og fleira, fanst henni lítið til um. Nei, sá sem hún elskaði var maður á besta aldri, sem hafði unnið sér frægðarorð. Hún sagðist ekki fást um hann hefði fáein grá hár í höfð- inu. “Er hann sérstakur tignarmaður?” spurði Fraulein Schult, undrandi. “Oh! ef þú meinar af aðalsættum, nei, alls ekki. Frægð er svo miklu meiri, en ætt! Það eru fleiri en ein leið til að vinna sér frægðar- nafn, og það nafn sem maður vinnur sér sjálf- ur, er göfugast allra nafna!” Jaokueline beiddi Fraulein að ímynda sér ástarhrifningu eins og Bettina hafði á Goethe — Fraulein hafði sagt henni þá sögu, í því augna- miði að vekja áh-uga hennar á að tala þýzku — þessi mikli maður, sem Jackueline vildi ekki nefna, var ekki eins gamall og Goethe, og hún var ekki nærri því eins baranleg og Bettina. En umfram allt var það hans snilligáfa, sem hreif hana, ásamt aðlaðandi andlitslagi. Hún fór að lýsa útliti hans og andlitslagi — þangað til hún þagnaði, sárreið við sig sjálfa yfir því sem hún hafði sa-gt. Þrátt fyrir það, að hún sagði að þessi lýsing sem hún gaf, sýndi ljótleik fremur en fríðl-eik, sem hún hafði ætlað sér að lýsa. “Hann er ekkert líkur því sem eg sagði,” sagði hún í dálítilli æsingu. “Hann-hefur svo aðdáanlega fagurt bros — bros allt öðruvísi en eg hefi nokkurntíma séð. Og hann er svo i skemtilegur í samtali — og —” Jackueline lækk- aði róminn, eins og hún væri hrædd um að einhverjir aðrir heyrðu til sín, “og eg held — eg held, eftir allt, að hann elski mig — bara svolítið.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.