Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1945 í-----------lögberg-----------------------*, j Gefið út hvern fimtudag af j THE COLUMBIA PRESS. LIMITED | 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba i L'tanáskrift ritstjórans: i EDiTQR LÖGBERG, i 895 Sargent Ave., Winnipeg^ Man Editor: EINAR P. JÓNSSON j Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram j • The ‘•Dogberg” is printed and published bjr ! Í The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue j Winnipeg. Manitoba PHONE 21 804 .......................................... Spor í rétta átt ....... ............... ....■; ... Endurskipulagningar ráðuneytið í Ottawa, hefir skipað í nefnd forustumenn hinna ýmissu iðnaðar- og framleiðslusamtaka í þessu fylki, sér til aðstoðar við viðreisn og framhaldsþróun atvinnuveganna; það liggur í augum uppi, hve mikilvægt það sé, eftir all það mikla öldurót, sem stríðið skapaði, að félagslegt jafnvægi komist sem allra fyrst á, og ekkert það verði ógert látið, er komið geti í veg fyrir atvinnu- leysi í landinu, því oft var þörf, en nú er nauð- syn. Verkefni áminstrar nefndar, er einkum fólgið í því, að starfa sem upplýsinga milliliður fyrir hönd sambandsstjórnarinnar á vettvangi fylkis- og héraðsmálefna, sem og varðandi iðn- aðarfyrirtæki og fésýslusamtök; mikilsvert og raunhæft verkefni nefndarinnar verður fyrst og fremst það, að afla sambandsstjórn ábyggilegra upplýsinga um þarfir fylkisins í sambandi við starfrækslu náttúrufríðindanna, þannig, að að- stoð verði fáanleg, er þörf krefur, með það fyrir augum, að halda atvinnumálunum í sem allra fullkomnustu horfi; nefndin stendur óvenju- lega vel að vígi; hún er skipuð kunnum og ár- vökrum athafnamönnum úr flokkum hinna ýmissu atvinnu- og framleiðslugreina; mönn- um, sem langa og margþætta reynslu hafa að baki, og sannað hafa í verki áhuga sinn fyrir félagslegum þroska samtíðar sinnar; nefndin er að öllu óháð stjórnmálum, en með því er trygging fengin fyrir, að hún verði óhlutdræg í störfum sínum; hin risavaxna breyting á starfsháttum þjóðarinnar frá stríðsiðju til frið- ariðju, krefst samstiltra átaka vorra beztu manna á hvaða verksviði, sem er, því mörg eru þau og flókin verkefnin, sem framundan bíða. Canada er frá náttúrunnar hendi, eitt allrá auðugasta land veraldarinnar; eru auðlindir þess í rauninni með öllu ótæmandi; það yrði því þyngra en tárum tæki, ef atvinnuleysi skap- aðist hér fyrir handvömm á ný, eins og raun varð á eftir fyrra stríðið; slíkt á ekki að henda* og má ekki henda, og þarf ekki að henda, standi almenningur á verði, og krefjist réttmætra um- bóta. í áminstri endurskipulagningar og upp- lýsinganefnd, á að minsta kosti einn Islendingur sæti, Mr. G. F. Jónasson, forstjóri Keystone Fisheries Limited hér í borginni, hinn mesti dugnaðar og áhugamaður; er hann skipaður í nefndina sem fulltrúi fyrir fiskframleiðsluna; er hann þeirri sérgrein manna kunnugastur, bæði hvað fiskiveiðina sjálfa snertir, ásamt sölusambandum vítt um þetta mikla meginland; mun hann góðfúslega láta þeim upplýsingar í té, er til hans leita, varðandi fiskiðnaðinn, hafnarbætur og það annað, er að hinni miklu útgerð Manitoba lýtur; hliðstæða fulltrúa eiga aðrar framleiðslugreinar í.áminstri nefnd, svo sem landbúnaðurinn, samtök verkamanna, timburiðnaðurinn og málmtekjan, að eigi séu fleiri framleiðslutegundir tilgreindar, og þangað geta hlutaðeigendur snúið sér, varðandi hags- munamál hvers framleiðsluflokks um sig. Nefnd þessi fær, að því er oss skilst, að minsta kosti tvisvar í mánuði, fullkomnar, hagfræði- legar upplýsingar um það, hvernig til hagar um atvinnumál í hinum og þessum greinum fram- leiðslunnar, og leggur sig í framkróka um ráð- stafanir til úrlausnar þar, sem þörfin er mest. MHllllllJIIIJIIIIIIIIIllllllllllllllllllllll!lllilllllllllllllllllllllllliílllllillllllll!llii!illlll!ILlllllJíllllllllllllllllllillllllllllll!!!!ll!lllliilllllllllllllllllllllllllllj|iill Mikilsvarðandi fundur IJllTUlllimilll1ll!!l|l'|!''l!i!|l!lll!lll!llHIHI!l!lll!"l,l:il|||l1!li!!!lIlli:il!Hllll|lll|l|l!ll!l|IIHHIIII!lll!lllí!'l'|l!l|!llllll'llll!!'l|!!llli:|l!ll!!!ll’l|llll!lllll Forsætisráðherrann í Ottawa, Mr. King, sem dvalið hefir í London undanfarinn mánaðar- tíma í þeim tilgangi, að kynnast með eigin aug- um hinu varhugaverða og tvísýna viðhorfi Norðurálfumálanna, er nú á leið til Washington, til þess að sitja þar fund með Truman forseta og Mr. Attlee, stjómarformanni Breta, og ræða um virkjun atómukjarna orkunnar, ásamt þeirri ábyrgcC sem því er samfara, að búa svo um hnúta, að þessi kyngimáttur verði ekki mann- kyninu til tortímingar. Mr. Truman lét þess getið í nýlegri ræðu sinni, að það væri alveg sérmál Bandaríkja- þjóðarinnar, að gæta “þessa óttalega leyndar- dóms”. Þeir Mr. Attlee og Mr. King, sjá ekki auga til auga við Mr. Truman í þessu efni, og eru þeirrar skoðunar, að mál þetta verði framtíðar menninguna og allar þjóðir heims; um það leyti, sem Mr. King steig á skipsfjöl í Southampton, lét hann þannig ummælt, með hliðsjón af áminstum Washington fundi, að væntanlega myndu Bandaríkin, Canada og Bret- land, takist á hendur til bráðabirgða ábyrgð þessa vandasama máls, en leiti síðar álits rúss- nesku stjórnarinnar, sem engan ernidreka hefir á þessum væntanlega fundi í Washington. ...................................III.. Or hörðustu átt i,.";..1 ... • Það sló að vonum óhug á marga, og þá ekki hvað sízt íbúa Vesturlandsins, er hljóðbært varð um þáð, að fjármálaráðherra sambandsstjórn- arinnar, Mr. Ilsley, hefði í nýlegu fjárlagafrum- varpi sínu laumað inn ákvæðum um hækkun verndartolla, til stuðnings við pípuiðnaðinn í lándinu; þótti mörgum sem vænta mátti, að slík fyrirbrigði kæmu úr hörðustu átt þar sem nýkosin Liberalstjórn átti í hlut, er lágtolla hafði á stefnuskrá sinni, eins og flokkur sá, er hún styðst við, hefir jafnan sterklega krafist, og um langt skeið barist fyrir, oft og einatt við all verulegum árangri; hverjir þessir pípugerð- armeistarar eru, sem svona gott hljóð hafa fengið hjá stjórninni, er ekki auðvelt að átta sig á, þó engan veginn sé grunlaust um, að þeir séu ekki við eina fjölina felldir, og kannske ekki einu sinni heldur allir búsettir í þessu landi; og sé með þessu verið að vernda risa- samtök af erlendum uppruna, þótt lögheimili hafi hér, er ver farið en heima setið; þing- mönnum Vestur-Canada skal sagt það til mak- legs hróss, þar á meðal þeim Mutch og May- bank, að þeir vitjuðu þegar á fund ráðuneytis- ins, mótmæltu pípuverndinná, og fengu að minsta kosti góða áheyrn, og ef til vill nokkura von um einhvern árangur. Ef flokka ætti þetta áminsta pípuástfóstur þarna austur frá, mundi því sennilega verða valinn staður meðal dularfullra fyrirbrigða hinnar nýstárlegustu tegundar. Enn er það víst ekki að fullu upplýst, hvort stólpípur verði áminstra hlunninda aðnjótandi, eða hafðar útundan. !||ll!llllllll!l!!lllll!llll!lllll!lllllll!lllllllllllllll!!!!lllllllllllll!lll!!!l!!llll!l!ll!llllll>lll!l!llllll!lllllllllll!l!ll!lll!l!llllll!!!!lll!!llllllllll!illlll!!ll!!!lllllllilii!!! Pálmi rithöfundur liiiiiiiiffliíiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiw Hvat manna es þat? Þannig hafa margir les- endur Lögbergs verið að spyrja annað veifið, eftir lestur margra, fjörlegra sagna, kvæða og sniðugra lausavísna, er í blaðinu hafa árum saman birst undir höfundarnafninu Pálmi; rit- smíðarnar hafa jafnan verið á djarftæku og myndauðgu máli, skýrmótaðar og markvissar; sumar sögur þessa höfundar, eins og sú “í bjarma leiftursins”, sem birst hefir undanfarnar vikur en nú lýkur í blaðinu í þessari viku, er svo fagurmeitluð að rökvísi og vængjuðu málfari, að hún óhjákvæmilega ryður sér til rúms í úrvalsflokki íslenzkra smásagna, þó efnið sé af erlendum toga spunnið. Pálmi rithöfundur rekur í stórum stíl ljós- myndaiðn í Jackson í Michiganríkinu; hann hef- ir dvalið fjarri fósturjarðarströndum að því er vér höfum hugboð um, eitthvað á fjórða ára- tug; hann er kvæntur amerískri konu, og hefir að kalla má, verið einangraður frá Islendingum, allan sinn dvalartíma í þessari álfu; en þrátt fyrir það, gætir þess hvergi, að honum verði “fótaskortur í tungunni”, eins og K. N. Júlíus, endur fyrir löngu, laumaði út úr sér. Pálmi er óvenju víðförull maður, eins. og ferðasögur hans bera svo glöggt vitni um; hann er maður gerhugull og fundvís á sérstæð fyrir- bæri, er hann oft og einatt lýsir afburða vel; ritsmíðar hans þurfa sem fyrst að komast í heild, og birtast í bókar-, eða bókaformi. lllllllil!lllllll!IU!!!llll>lllll!ll!lll>>lllllll!l!l!llllllllllllllllllllllli.. :....... Vel af stað farið iiiiiiiii!iiii;i!ii:iii')iiJiiliiiiiiiiii:!i!i"i|i:iii[:i[:i!iiliiiiiiii[i::i.i!iii!i:::iii.::iii!iii!!!:i!iii!iiiii[ii:ii,;!iii|iiii[[[i[iii"ii|iiiiliiiiii:!ii:iiii!iiiiiiiiiiiiiliililiii|: Fyrsti söfnunarlistinn varðandi námssjóð ung- frú Agnesar Sigurðson, birtist á öðrum stað hér í blaðinu, og verður ekki annað réttilega sagt, en vel sé af stað farið; bera fjárhæðir þær, sem þegar hafa safnast, á ánægjulegan hátt vott um glöggskygni þeirra, er að málum standa, og hve vel það mælist fyrir, að veita þessari ungu stúlku tækifæri til þróunar frábærum hæfileik- um sínum á vettvangi hinnar sönnu listar; að hér sé um þjóðræknislegt menningarmál að ræða, verða heldur ekki skiptar skoðanir, og þess vegna hlýtur söfnunin að fá vaxandi byr hjá almenningi. s//v&A//y\Z BQND^y^!. Þakkarorð Innilega þökkum við öllu fólki úr Reykjavíkur byggð og öðrum byggðum er sýndu okkur hlut- tekningu við hið sorglega frá- fall elskulegrar dóttur okkar Sigrúnar og heiðruðu útför henn- ar með nærveru sinni. 76 manns (okkur ókunnugt fólk af ýmsum þjóðflokkum) í Chicago, sendu fjölda blómsveiga með líkinu og samúðarspjöld, sem við erum mjög þakklát fyrir. Ennfremur ^þökkum við ritstjóra “Lögbergs” vinsamleg ummæli um dóttur okkar í hans heiðraða blaði, og prestinum, séra Philip M. Pétur- son fyrir kveðjumálin er hann flutti og vel skrifuð minningar- orð í “Heimskringlu”. Margskonar hluttekning hefir okkur hjónum og börnum okkar verið auðsýnd svo að segja úr öllum áttum; meðal annars barst okkur fagur kranz með tilheyr- andi umbúnaði til að leggja á leiði dóttur okkar, með eftirfar- andi áletrun: “In Deep Sympathy — Friends of the University of Chicago.” Með kærum þökkum. Mr. og Mrs. Ingvar Gíslason. Aðalfundur íslendingadags- ins var haldinn í Good- templarahúsinu á þriðjudags- kvöldið, og var öll nefndin end- urkosin í einu hljóði. • Ársfundur félagsins Viking Club verður haldinn í The Anti- que Tea Room, 210 Enderton Bldg, Portage and Hargrave næsta föstudagskvöld kl. 8. Hann: — Konunni minni, sem eg elska, gef eg allt. Hún: — Allt, Simmi? Hann: — Ja-á, svo framarlega, sem það kostar ekki allt of mikið. • “Hefirðu bent konunni þinni á, hvað sparnaður er nauðsynleg- ur, eins og þú varst að tala um?” “Já”. “Og hver var árangurinn?” “Eg verð að hætta að reykja.” • “Er nokkuð, sem þú vilt biðja mig um áður en þú skilur við þenna heim?” spurði eiginkona mann sinn, sem var að gefa upp öndina. “Já, María. Ef hann Tommi tré fótur skyldi biðja þín eftir að eg er dáinn, þá gifstu honum. Eg hefi alltaf haft horn í síðu hans.” Skoti borðaði í veitingahúsi og fann hárnál í súpunni. “En sú heppni,” sagði hann, “mig vantaði einmitt nál til þess að hreinsa pípuna mína.” • “Hvað ertu að segja,” sagði Skoti við vin sinn. “Þú veist hver hefir stolið bílnum þínum, og þú lætur ekki strax taka þjófinn fast ann?” “Fyrst ætla eg að láta hann lakka bílinn og gera hann í stand. Þegar það er búið, þá fer eg til lögreglunnar og laðt hana taka hann fastan fyrir þjófnað.” — Konan mín skilur mig ekki. En þín? — Mér vitanlega hafið þið aldrei hizt. OPINBER TILKYNNING Löggjöfin um öryggis ábyrgð gengur í gildi 1. desember 1 945 Þýðing öryggis ábyrgðar Fyrir almenning: Löggjöí um öryggisábyrgð er iil þess gerð— 1. Að veila persónu, sem lendir í bílslysi, sem ekki er henni að kenna sanngjarnar aðslæður til skaðabóta; 2. Að framfylgja slröngum reglum gagnvart þeim bílstjórum, sem kunna að lenda í bílslysum, en eigi hafa annast um nauð- synleg fyrirmæli til skaðabóta fyrir það tjón, sem frá keyrslu þess bíls kann að stafa. Til bílstjóra: Frá 1. desember 1945 að telja, getur svo farið, sé fjárhagsleg öryggisábyrgð ei við hendi, að bílstjóri, sem lendir í slysi. verði að sæta efiirgreindum ákvæðum, hvort sem hann er valdur að slys- inu eða ekki — 1. Leyfi afturkallað um óákveðinn tíma; 2. Skrásetning bíls afiurkölluð um óákveðinn tíma; 3. Bíll hans lokaður inni um óákveðinn tíma; 4. Verður að greiða kostnað við innilokun bílsins. jonsijori eoa eiganai, geiur sannao ijarnagsiegi aoxrgoar-oryggi með pvi að hafa við hendi tryggingar almennipgi til handa gegn fjárhagslegu tjóni, sem af slarfrækslu bílsins getur slafað. Slíkt öryggi fæst með því að — 1. Að fá hjá tryggingafélagi Motor Vehicle Liability Insurance spjald, er sýni, að eigandi eða bílstjóri hafi Public Liability og Property Damage tryggingu í fullu gildi, eða 2. Að skráselja hjá Registrar fullgilt veð frá ábirgðar- eða trygg- ingarfélagi. 3. Með því að fá skilríki frá fylkisféhirði, er sýni, að bíleigandi hafi lagt inn peninga að upphæð $11,000, eða veðbréf, er slíkri upphæð nemi- eða 4. Gegn skírteini frá Motor Carrier Board. (Þetta er þó takmarkað, og gildir einungis um stórfélög, er sjálf tryggja bíla sína). UPPLÝSINGA BÆKLINGUR FÆST ÓKEYPIS INNAN FÁRRA DAGA Á ÖLLUM BÍLASTÖÐVUM í MANITOBA. FÁIÐ YÐUR EINTAK. Motor Vehicle Branch, Province of Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.