Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.11.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1945 7 Ingólfur Arnarson Fyrir nokkrum mánuðum sagði eg ykkur frá því, hvers vegna Hrafna-Flóki gaf stóru eyjunni norður vði Ishafið nafnið, ís- land. Þótt þetta nafn ætti ekki vel við,.þá festist það við landið. Þjóðin hefir nú búið í landinu í nærri ell,efu hundruð ár. Henni þykir vænt um landið sitt. I huga íslendinga er nafnið Is- land fyrir löngu búið að tapa sinni upphaflegu merkingu. Þeg- ar Islendingur heyrir landið sitt nefnd á nafn, þá fer ekki hroll- ur um hann; honum hitnar miklu fremur um hjartarætur. Hrafna-Flóki er ekki talinn fyrsti landnámsmaður á íslandi, vegna þess að hann fluttist burtu. Eins og þið munið, urðu hann og félagar hans svo töfraðir af náttúrufegurðinni og fiskiveið- unum, fyrsta sumarið, sem þeir dvöldu í landinu að þeir gættu ekki að afla heyja handa skepn- unum, og þær dóu allar, um veturinn, og þess vegna fór Flóki til baka til Noregs. Hann hafði ekkert nema ilt um landið að segja, þó var þetta óhapp ekki landinu að kenna, heldur orsak- aðist það af fyrirhyggjuleysi hans sjálfs og félaga hans. Ingólfur Arnarson er talinn fyrsti landnámsmaður á íslandi. Örn, faðir Ingólfs var bóndi. Hann bjó á vesturströnd Noregs. Hann átti líka dóttur, sem Helga hét. Ingólfur og Helga áttu frænda, sem hét Leifur; hann var unnusti Helgu og mikill vin- ur Ingólfs. Þegar Ingólfur og Leifur voru um tvítugt, fóru þeir í hernað, eða víkingaferðir til annara landa, eins og þá var siður ungra og hraustra manna. I nágrenninu bjó jarl, sem hét Atli. Hann átti þrjá sonu. Einn af þeim hét Hólmsteinn. Eitt sumar fóru Ingólfur, Leifur og þrír synir jarls í félagi í víkinga- ferð, þeir urðu allir góður vinir. Um veturinn héldu Ingólfur og Leiíur mikla veizlu og buðu sonum jarlsins. Þá vildi svo illa til að Hólm- steinn varð ástfanginn í Helgu og strengdi þess heit að kvong- ast henni eða engri annari konu. Eins og vonlegt var varð Leif- ur, unnusti Helgu, afar reiður út af þessu. Seinna meir börðust þeir Ingólfur og Leifur við Hólm stein og bræður hans og Hólm- steinn og annar bróðir hans féllu. Atli jarl var svo voldug- ur, að Ingólfur og Leifur urðu nú að fara af landi burt. Þeir Ingólfur og Leifur höfðu heyrt um ferð Flóka til íslands svo þeim kom nú til hugar að flytjast þangað. Orðasafn. hversvegna — why að festast — to stick upphafleg merking — original meaning hrollur — chill hjartarætur — heart strings landnámsmaður,— settler töfraður — enchanted náttúrufegurð — the beauty of nature að afla heyja — to make hey skepnur — animals, stock óhapp — mishap að orsaka — to cause fyrirhyggjuleysi — improvid- ence unnusti — betrothed bride tvítugur — twenty years of age víkingaferð — viking expedition siður — custom hraustur — brave, strong nágrenni — neigborhood jarl — earl veizla — feast að vera ástfanginn — to fall in love að strengja heit — to make a vow að kvongast — to wed voldugur — powerful Óvænt bréf (Frh. af bls. 5) segir hann og heldur svo áfram með óánægjuhreimi í röddinni. “Allar hæðir í túninu hafa lækk- að og allar lautir grynnkað og minkað. Eg ætlaði varla að þekkja sumar lautirnar aftur, svo litlar eru þær orðnar.” Eg hafði nýlega heimsótt bernskustöðvar mínar eftir 13 ára fjarveru og hafði orðið fyrir svipuðum vonbrigðum. Eg undr- aðist, hve allar vegalengdir voru stuttar, allir klettar og hæðir lágar, allar ár vatnslitlar. En eg fann fljótt í hverju þetta lá. Sem barn hafði eg mælt þetta alt með svo stuttum skrefum og af veik- ari þrótti. Því varð nú þetta alt lítilmótlegra en myndin frá æsku árunum hafði verið í huga mér. Eg vék að því við tónskáldið, hvort fjarlægðin hefði ekki gert lautirnar lægri og hæðirnar hærri. Það vildi tónskáldið ekki heyfa. Það var sannfært um það, að hæðirnar hefðu sigið og laut- irnar lyftst. Eg lét orð falla um það, að hér væri búsældarlegt. “Já, það er satt. Hér er búsældarlegt’,, segir tónskáldið. “Og samt fluttuð þig allir burt og sveitin ykkar fór í auðn.” “Það voru vorin,” segir hann með ákefð. “Það voru vorin, sér- staklega þó köldu vorin, sem áttu alla sök á því. Vorin eru erfið hér á heiðunum, þegar seint leysir. Þá rennur alt út í krapi, allar blár eru fullar af krapi, hæðirnar standa upp úr og geta farið að gróa, en það er ófært milli þeirra með fé, fyrir krapa- vaðli. Alt liggur á kafi í krapa- blánum, ærnar sitja þar fastar, þegar þær ætla að reyna að kom- ast milli hnjótanna, sem upp úr standa. Ef þú ert orðinn heylaus um miðjan maí, verðurðu að láta féð út á hnjótana, sem upp úr standa. Ærnar fara að bera og þú verður að ösla allan daginn krapablárnar, fótkaldur og renn- blautur. Þá er langt frá miðjum maí til fardaga. Því máttu trúa. “Já. Þá er langt frá miðjum maí til fardaga,” endurtekur hann, klemmir saman munninn og þreytusvipur færist yfir and- litið. Hann horfir niður fyrir fætur sér og stendur þannig um stund þegjandi. Svo lítur hann upp og heldur áfram: “En sumr- in, þau voru oft dásamleg hér á heiðun-um, og nú finnst mér hál|t í hvoru, að það hefði borg- að sig að þola áfram örðugleika erfiðu voranna, til þess að fá að njóta sumranna hérna lengur. Dagurinn í dag er gott dæmi þess, upp á hvað heiðarnar hafa að bjóða, þegar þær tjalda því bezta sem til er. Þá spiltu sil- ungshlaupin í ágúst ekki fyrir. Um miðjan ágúst fyltist lækur- inn sá arna altaf af smásilungi. Sá var nú bragðgóður, — karl minn — og þú gast ausið honum upp með berum höndunum. Tón- skáldið smjattaði og brosti á- nægjulega, rétt eins og hann væri að smakka á fyrstu silungs- veiði sumarsins. Tíminn er strangur húsbóndi. Hann hikar aldrei, heldur sinni rás, hvort sem þér líkar betur eða ver. Hann má aldrei vera að því að bíða eftir þér og ef þú vilt fylgjast með honum, þá verður þú að vinna meðan dag- ur er, því nóttin kemur þá eng- inn getur unnið. Við höfum nú staldrað við á Háreksstöðum góða stund, allir áttum við langt til náttstaðar og illt var að lenda í myrkri á ör- æfunum. Hér skildu leiðir. Eiríkur hafði orð á því, að hann væri ekki viss um það, að hann rataði bestu leið að Víðidal. “Kvíddu því ekki,” sagði tón- skáldið, “eg skal segja ykkur til vegar. Það þætti mér hart ef eg rataði ekki ennþá hérna að Víði- dal, þótt nokkuð sé nú orðið um liðíð síðan eg fór það seinast, svo margar ferðirnar átti eg hérna á milli bæjanna fyrr á ár- um, og taldi þá ekki eftir mér sporin. Eg held, að eg geti þá heldur ekki verið að telja það eftir mér að skreppa það í hug- anum núna, fyrst eg má ekki vera að því að skokka það með ykkur. Líttu nú á”, sagði hann og benti í vestur. Þá lækkaðí hann róminn og sagði eins og við sjálfan sig: “Hann er þá orðinn svona blásinn hryggurinn sá arna, á því átti eg ekki von.” “Já líttu nú á,” endurtók hann. “Þið ríðið fyrst þarna vestur yf- ir hrygginn, rétt um miðjan mel- inn, sem blasir við, þegar þið komið á háhrygginn, þá sjáið þið hnúk vestur á öræfunum, á hann skulið þið stefna fyrst í stað”. Og svo hélt hann áfram að telja kennileitin alla leiðina og endaði með því að segja, að svo sæjum við skarð í hæðadrögin, í gegn um það ættum við að fara, og þá kæmum við beint niður að Víðidal. ’ Við kvöddum bræðurna, þökk- uðum góða samfylgd og veg- sögn. Bræðurnir héldu inn og vestur á öræfin, en við stefnd- um vestur á hrygginn ium miðj- an melinn. Við stönsuðum stutta stund á háhryggnum og lituðumst um. Hér vorum við staddir á landa- mærum lífs og dauða að kalla mátti. Að baki ólgaði lífið. Bylgjandi grasbreiður, fé á beit, fuglar á flugi, sporðaköst í veiðiám. Framundan, svo langt sem aug- að eygði, blásnar örfoka lend- ur, stirðnað gróðurlaust land, herfang vinds og veðra. Við erum staddir á sjálfri víg- línunni. Út úr börðunum lafa feysknar rætur fallinna jurta. Vestanvindarnir strukust undir holbakkabörðin og gripu með sér þunna gróðurmoldina og þyrlar henni í loft upp. Tímans tönn nagar fleiri og fleiri rætur, sem fölna og deyja. Flögin stækka, grösum fækkar, melar breikka, vindar greikka sporin. Gróðurflosbreiðan á Jökuldals- heiðinni virðist ofurseld ofríki vinds og veðra. Landið er hér að blása upp. Þessi harmleikur gerist langt frá ólgandi lífi borg- anna. Skrjáfrið í skrælnuðum rótum deyjandi jurta heyrist ekki inn í danssalina og drykkju- krárnar í borgunum. En ofan af öræfunum ber vindurinn dimm reykský. Það er gróðurmoldin, sem hann hefir rifið frá rótunum. Það er ifrjógjafi íslenzks lífs. Yfirbugaður og auðnulaus berst hann út yfir öldur úthafsins með- an við dottum við drykkju og dans í gleðisölum íslenzkrar nú- tíðarmenningar. Hestarnir gerast óþolinmóðii^ Þeir stikla og tyggja mélin með- an við litumst um. Lausu hross- in hafa haldið áfram, og óvíst er að þau fari eftir leiðsögn tón- skáldsins. Áfram er haldið og stefnt á hnúkinn vestur á öræf- unum. Farið er yfir árkvísl, sem læðist hljóðlát um auðnina eftir dalverpi milli örfoka hálsa. Næsti áfangastaður er eyði- býlið Gestreiðarstaðir á vestri bakka Gestreiðastaðskvíslar, sem er upptaka Hofsár í Vopnafirði. Alt er þar örfoka. Aðeins ör- lítið hólbarð af túninu, með torf- tóftarbroti á, stendur eftir og býður veðrum og vindi byrginn með meira en mannhæðarháum rofbökkum. Það er alt, sem eftir er. af graslendi býlisins. Næst kemur röðin að Háreksstöðum. Áin liðast lygn og tær fram með túnfætinum, vænir silungár móka þar í djúpum hyl og votta um fyrri búsæld staðarins. Áfram er haldið. Vestur í Langadal rekumst við á fornar götur kuapstaðarleiðarinnar frá Möðrudal til Vopnafjarðar. Fylgdum við þeim um stund, uns við sáum skarð í hæðadrögin. Gegnum það riðum við og kom- um þá beint niður að Víðidal. Leiðsögn tónskáldsins hafði reynst ábyggileg. Nú vorum við komnir í rok- sandseyðimörk Hólsfjalla. Veg- urinn liðast milli melgrashól- anna, sem sumir eru að blása upp. Víða eru foksandsskaflar þvert yfir götuslóðann. Sandur- inn lýtur hér sömu lögum sem lausamjöll á vetri, þyrlast undan hverjum vindblæ, hleðst í skafla í afdrepum, en er svo rifinn upp og rekinn aftur af stað er vind- átt breytist. Dagur er nú að kveldi kom- inn, sól gengin undir bak við vesturöræfin, sem blasa við Kandan Jökulsár. Hestarnir eru nú hamslausir af fjöri í kvöld- kyljunni og við þeysum norður sandauðnina. Alt í einu ber okkur fram hjá glerbrota- og beinarusli miklu, sem liggur á víð og dreif um sandsléttuna. Spyr eg Eirík að því, hverju slíkt sæti. “Hér stóð gamli Grímsstaðabærinn”, sagði hann, “við erum núna að noa um öskuhauginn, sem var fram- an í hlaðvarpanum”. Landið blés alt upp hérna, svo bændurnir urðu að flytja sig norður á fjöllin”. Fyrir einum mannsaldri var hér iðjagrænt tun og víð beitilönd nú örfokaauon. Bændurnir neyðast til að lu. hálfgerðu hirðingjalífi. Það stefnir alt í eina átt. Land ið er að blása upp. Grasrótiu hverfur smátt og smátt, ef ekK verður snúið til Varnar. Grómagn náttúrunnar eitt saman nægir ekki þar sem ráðshönd mannu og munnur dýra leggur lið vind. og veðri. Um háttatíma náðum við ao Grímsstöðum. Fengum við þar góða gistingu. Þar er margbýli og allmargt a. ungu fólki. Langferðabílstjórinn frá Akureyri var kominn. Hann var orðinn sem heimagangur á bænum, elti ungu stúlkurnar um búr og eldhús að því er virtist. Eftir kvöldmatinn sat unga fólkið í rökkrinu og rabbaði saman, hló og flissaði. Barst óm- urinn af hjali þess upp í svefn- stofu okkar Eiríks. Innan skamms var eg kominn á fleygiferð á mósóttri meri milli róksandshólanna. Alt um kring var ungt fólk á ólmum gæðing-, um. I kröppustu bugðunum skríktu stúlkurnar hátt og gripu í faxið á reiðskjótumum. Við það hrökk eg upp af fasta svefni. Aldimmt var í herberginu, en enn heyrðist ómurinn af glað- værð fólksins neðan úr eldhús- inu, pilthúsinu, eða hvar sem það nú var að skríkja. Jóhann Skaptason. HON. HUMPHREY MITCHELL Minister of Labour V erkamálaráðherrann skorar á BÆNDUR VINNUMENN ÞEIRRA HEIMKOMNA HERMENN OG STRÍÐSIÐJUMENN að VINNA í SKÖGUM í VETUR VIÐ SKÓGARHÖGG TIL PAPPIRSGERÐAR ÓskaSt: SKÖGARHÖGGSMENN ÖKUMENN VINNUSKÁLASMÍÐIR FLÚTNINGSBÍLA OG DRÁTTARVÉLSTJORAR JÁRNSMlÐlR MATREIÐSLUMENN OG FLEIRI \ SKÓGARTEKJA grípur djúpt inn í efna- hagslega afkomu í Canada um þessar mundir. Framleiðsla skógarafurða þarf að margaukast til tryggingar atvinnulífinu heima fyrir, og til að greiða fyrir viðreisn- inni hjá öðrum þjóðum. Vinnuskilyrði við skógarhögg eru betri en nokkru sinni fyr. Vér skorum á hvern vinnufæran mann, sem ræður yfir tíma sínum, að gefa sig fram til heilsusamlegrar útivinnu yfir haust- og vetrarmánuðina. A Ráðið yður STRAX— Á næstu vistráðningastofu eða hjá næsta landbúnaðarumboðsmanni eða hjá umboðsmönnum pappírsiðnaðarins, sem við- urkendir eru af National Employment Service. Skynsamlegast er að ráða sig hjá fyrri húsbændum. Approved: A. MacNAMARA, Deputy Minister of Ijdbour. THE PULP AND PAPER INDUSTRY OF CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.