Lögberg - 15.11.1945, Síða 1
PÍIONE 21374
i \ u\öleA
„ ,n.iotA *
i?\5*
Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21374
tio
\A^crS' fC*
t* V”
imVie^
gtorttO6
A Complete
Cleaning’
Institution
58. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1945
NÚMER 46
ALDARMINNING
DR. JÓN BJARtf ASON
í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu hins mikla
kirkjuhöfðingja Islendinga vestan hafs, Dr. Jóns
Bjarnasonar, og verður þess atburðar minst við guðs-
þjónustu í Fyrstu lútersku kirkju kl. 7 á sunnudags-
kvöldið kemur. Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar.
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Avenue, Mrs. F.
Thordarson, 996 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
•
Haust bazar.
Haust bazar Kvenfélags Fyrsta
lút. safnaðar verður haldinn
föstudaginn 16. nóvember í
fundarsal kirkjunnar, kl. 2.30 e.
h. og um kvöldið.
Forstöðukonur sölunnar eru:
Mrs. J. Nordal, Mrs. S. Back-
man, Mrs. J. W. Thorgeirson,
Mrs. C. Thorlakson, Mrs. J. S.
Gillies, Mrs. S. O. Bjerring, Mrs.
F. Stephenson, Mrs. B. B. Jons-
son.
Fyrir kaffisölu stendur: Mrs.
J. A. Blondal, Home cooking:
Mrs. J. Thorvardson. Novelty
booth, Mrs. Th. Johnston. Skyr
verður selt undir umsjón Mrs.
C. Olafson.
Þessar sölur kvenfélagsins hafa
ávallt verið vinsælar, og vildu
konurnar mælast til að fjöl-
mennt' verði í fundarsalnum
þennan dag, bæði eftir miðdag
og um kvöldið.
•
Dr. Sveinn E. Björnsson og frú,
sem í meira en aldarfjórðung
hafa verið búsett í Árborg, eru
nú alflutt þaðan og farin vestur
til Mt. Vernon í Washington-rík-
inu, þar sem þau ætla sér að
dvelja fyrst um sinn.
•
Mr. Thorsteinn Markússon frá
Foam Lake, Sask., var staddur í
borginni í fyrri viku; lét hann
vel af hag fólks þar um slóðir,
og uppskeru hafa verið góða.
•
Ásgeir Júlíus Sveinsson, plastr-
ari, 73 ára að aldri, er lengi átti
heima á Elgin Avenue hér í borg-
inni, lézt síðastliðinn föstudag,
og var jarðsunginn frá Bardals
á þriðjudaginn af séra Valdimar
J. Eylands.
Mr. Guðmundur Lambertsen,
skrautmunakaupmaður og stór-
bóndi frá Glenboro, var staddur
í borginni á þriðjudaginn.
•
Mr. og Mrs. Páll Kardal, Gimli,
urðu fyrir þeirri miklu sorg, 4.
nóvember, að missa son sinn,
Paul Johann, þriggja ára að
aldri, eftir stutta legu. Hann
var jarðsunginn 8. nóv. af séra
Skúla Sigurgeirssyni.
•
Gefið af Mrs. Ólafíu ísberg,
$10.00 í blómsveigasjóð kvenfé-
lagsins “Björk”, Lundar, í minn-
ingu um kæran eignmann, Guð-
mund Arnbjörnson ísberg, dáinn
páskadaginn 9. apríl, 1944.
Með innilegu þaklæti og hlut-
tekningu.
Virðingarfylst,
Mrs. G. Einarsson,
(skrifari)
Lundar, Man.
Gjafir i Minningarsjóð Banda-
lags Lúterskra Kvenna:
Dorcas-félag Víðir safnaðar,
$20.00; Mr. og Mrs. G. Thorleifs-
son, Langruth, $5.00, í minningu
um Bjarna Halldórsson og Victor
Isfeld; Mrs. Ragnhildur Good-
manson, Langruth, $4.00; Bjarni
og Ragna Goodmanson, Lang-
ruth, $2.00, í minningu um eig-
inmann og föður.
Gjafalisti frá síðustu viku end-
urprentaður sökum prentvillu:
Miss W. J. Joseph, Winnipeg,
$5.00; Mrs. H. Floyd, Víðir,
$25.00, i minningu um eiginmann
hennar, Harry Floyd, fallinn í
hinu fyrra heimsstríði.
Með innilegu þakklæti,
Anna Magnússon,
Box 296, Selkirk, Man.
•
LEIÐRÉTTING
Árborg 9. nóv. 1945.
Kæri ritstjóri “Lögbergs”
Winnipeg, Man.
I grein minni “Kveðjuorð” sem
kom út í Lögberg, nóv. 8. þ. m.
hefir orðið mjög meinleg mis-
sögn; má vera að þér sé ekki um
að kenna, en að illa hafi verið
gengið frá handritinu.
Þar er komist þannig að orði:
“Eg má geta þess, að í 29 ár, sem
hann hefir verið læknir, að aldrei
hefir honum mistekist, og má
það heita eins dæmi.” En ætti
að lesast: “Eg má geta þess að
í 29 ár sem hann hefir verið
læknir hefir hann aldrei mist
sængurkonu, og mun það vera
eins dæmi.”
Seinna í sömu grein er svo-
leiðis komist að orði: “Persónu-
lega hefi eg haft kynni af hon-
um innan vébanda Frímúrara-
reglunnar hér í Árborg, og svo
í deild Þjóðræknisfélagsins hér
í Árborg.” Á að lesast: “Persónu-
lega hefi eg haft kynni af honum
innan vébanda Frímúrararegl-
unnar, og svo í deild Þjóðræknis-
félagsins hér í Árborg.
Þetta óska eg að sé lagfært.
Þinn einl.
M. M. Jónasson.
•
Gefið í byggingarsjóð Bandalags
Lúterskra Kvenna:
Miss Guðrún Johnson, 760
Home St., Wpg., $25.00; Herðu-
breiðar söfnuður, Lángruth,
$25.00 ( fyrir hospital hut); Miss
Guðrún Jóhannson, Saskatoon,
Sask., $10.00* í minningu um Mrs.
Solveigu Guðrúnu Jóhannson
(Winnipeg).
Meðtekið með þakklæti og
samúð,
Hólmfríður Daníelson,
869 Garfield St., Wpg.
•
DÁNARFREGN
Öldungurinn Gísli Ólafsson,
fæddur 20. nóv., 1863, á Víðivöll-
um í Fljótsdal, andaðist að heim-
ili sonar síns, Daníels á Lundar,
31. okt. s.l. Foreldrar hans voru
Ólafur Vigfússon og Guðrún
Þorláksdóttir. 1890 giftist hann
Guðbjörgu Daníelsdóttur, sem
dáin er fyrir 16 árum. Börnin
eru: Jón Daníel, ókvæntur, að
Lundar; Elis Gísli, búsettur á
Islandi, og Kristrún Anna (Mrs.
Dicketts) að Russell, Man. —
Hann var jarðsunginn frá lút-
ersku kirkjunni í Baldur, 5. þ. m.,
af séra Skúla Sigurgeirssyni.
•
FUNDARBOÐ
Ársfundur Fyrsta lúterska
safnaðar verður haldinn þriðju-
daginn 4. des., kl. 8 e. h., í kirkju
safnaðarins. Skýrslur embættis-
manna og deilda safnaðarins
verða lagðar fram, einnig fer
fram kosning emættismanna í
stað þeirra, sem eru búnir að út-
enda kjörtímabil sitt.
Fundurinn byrjar kl. 8.
Fyrir hönd safnaðarfulltrúanna,
G. L. Jóhannson, ákrifari.
, •
ICELANDIC CANADIAN
CLUB NEWS
The social committee arranged
a very enjoyable evening, Tues-
day, Nov. 6th, in the First
Federated Church, lower audi-
torium. Approximately 100 peo-
ple were present. The club de-
cided to try to arrange a social
for young people particularly,
on a Saturday evening once a
rnonth in the lower auditorium
of thé First Federated Church,
the first one to be Nov. 24th.
Admission 25c. Young people,
come, bring a friend and meet
your friends there. Arrange-
ments for dancing, games, etc.,
are under way.
When the short business meet-
ing was over Glen Thompson
gave three recitations and Wilf
Baldwin and Glen Lillington
gave a novelty skit. Those who
missed Wilf Baldwin’s rendition
of the aria from “Madame
Kluck” should feel sorry for
themselves. “Oh, I never laughed
so much in all my life.”
The evening was rounded out
\vith dancing, cards and refresh-
ments.
Remember the 24th of Novem-
ber. Let’s go, everybody.
M. H.
Getur sér frægðarorð
Ungur námsmaður, líslenzkur
í aðra ætt, Mr. Stuart Houston,
uppalinn í bænum Yorkton í
Saskatchewan, hefir verið sæmd-
ur Governor General’s medalí-
unni fyrir ástundan og framúr-
skarandi námshæfileika; þessi
bráðefnilegi piltur lauk fyrir
skömmu tólfta bekkjar prófi við
miðskólann í Yorkton, og hlaut
ágætis einkunn í öllum náms-
greinum; hann tók mikinn þátt
í félagsmálum skólasystkina
sinna, og stóð þar jafnan í
fremstu röð; nú er Stuart byrj-
aður á námi við Manitobaháskól-
ann með það fyrir augum, að
leggja stund á læknisfræði. For-
eldrar Stuarts eru bæði læknar,
Dr. Clarence Houston og Dr.
Sigga Christianson-Houston, og
hafa þau stundað lækningar í
Yorkton í síðastliðin 18 ár við
hinn bezta orðstír; móðir þessa
unga mentamanns, er dóttir
þeirra Mr. og Mrs. Geir Christian
son, er lengi bjuggu í grend við
Wynyard, en fullnaðarprófi í
læknisfræði lauk hún við Mani-
tobaháskólann árið 1925, og gift-
ist árið eftir fyrgreindum lækni.
VERKFALLIÐ í WINDSOR
Tíu þúsund manna verkfallið
i bílaverksmiðjum Ford-félags-
ins í Windsor heldur áfram, og
hefir nú staðið yfir á þriðja mán-
uð; nokkur samúðarverkföll hafa
verið gerð í ýmissum hinna
stærri borga austan lands, en
flest hafa þau fram að þessu,
staðið yfir um skamman tíma;
verkamálaráðherra sambands-
stjórnar, Mr. Humphrey Mitchell
og Mr. Balckwell dómsmálaráð-
herra Ontariofylkis, fóru nýlega
til Detroit, til þess að ráðgast
þar við forráðamenn Ford-verk-
smiðjanna, en ferð þeirra þangað
varð árangurslaus, og eru margir
þeirrar skoðunar, að þeir hefðu
getað varið tíma sínum betur
með því að sitja heima.
Kveðja
Eftir dr. Richard Beck
Flutt á 70 ára afmœlishátíð ís-
lenzku bygðanna í Minnesota,
12. ágúst 1945.
Kæru landar!
Sem íslenzkur vara-ræðismað-
ur tel eg mér mikla sæmd að því
og er það einkar ljúft hlutverk
að flytja, ykkur kærar kveðjur
Forseta og ríkisstjórnar Islands
og heimaþjóðarinnar íslenzku á
þessum merku tímamótum í
sögu íslenzku bygðanna í Minn-
eota og nágrenni. I nafni forráða-
manna íslenzku þjóðarinnar og
sjálfrar hennar þakka eg ykkur
einnig innilega trygð ykkar við
ísland og íslenzkar erfðir, þakka
ykkur fyrir það, hve vel og
drengilega þið hafið haldið á
lofti merki íslenzks manndóms
og framsóknar, og verið íslandi
með þeim hætti ágætir merkis-
berar á erlendum vettvangi. Með
þakklátum huga sendir Forseti
íslands, ríkisstjórnin og þjóðin
íslenzka ykkur þessvegna, á þess
um bjarta og minningaríka há-
tíðisdegi, bróðurlegar kveðjur og
einlægar óskir um gæfu og
gengi um öll ókomin ár.
Einnig flyt eg ykkur hugheilar
kveðjur og blessunaróskir Islend
inga í Norður-Dakota. Við landar
ykkar þar í ríkinu samgleðjumst
hjartanlega með ykkur á þessum
söguríka og sigurríka afmælis-
degi.
Ennfremur færi eg ykkur alúð-
arkveðjur og velfarnaðaráskir
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi og þakka ykkur, í
nafni þess félagsskapar, fyrir
margvíslegan skerf ykkar til
félagslegra íslenzkra samtaka og
varðveizlu íslenzkra hugsjóna-
og menningarverðmæta.
I því sambandi minnist eg
þess, eins og skráð stendur í
sögu þéssara bygða, að þegar á
allra fyrstu árum þeirra, fóru
Islendingar hér “að halda fundi
með sér og ræða um, hvernig
þeir best gætu varðveitt og elft
menning og sóma sín á meðal”,
með þeim árangri, að mynduð
voru ýms meningarfélög, “Fram-
farafélag” og “Lestrarfélag”,
auk hinna íslenzku safnaða. Hef-
ir sá framsóknar- og menningar-
andi svifið hér yfir vötnum ætíð
síðan, eins og saga bygðanna
sýnir glögt, þó eigi verði það
frekar rakið að sinni.
Jafnhliða því sem eg flyt ykk-
ur fyrgreindar kveðjur og heilla-
óskir, verður mér rík í huga
minningin um þá djarfhuga og
framsæknu menn og konur af
íslenzkum stofni, sem lögðu hinn
félagslega og menningarlega
grundvöll að þessum bygðum, og
hverfa mér þá í hug orð skálds-
ins.
Heill yður, norrænu hetjur!
Heill yður, íslenzku landnáms-
menn!
Blessuð sé minning þeirra!
Megi farsælt starf anda og
handa íslenzkættaðra manna og
kvenna blómgast hér um mörg
ókomin ár, þessu landi til gagn-
semdar og ættlandi voru til
sæmdar!
(Afmælisræðan, sem fjallaði
aðallega um endurreisn lýðveld-
is á Islandi og framfarir þjóð-
arinnar á síðari árum, var ann-
ars flutt á ensku.)
Fallinna hermanna
minnst
Það var fjöldi fólks saman-
komið í Fyrstu lútersku kirkju
í Winnipeg, sunnudagskvöldið
11. þ. m. Samkoman var haldin
undir forystu Jóns Sigurðssonar
félagsins I.O.D.E., og tilgangur
hennar var, að minnast með
virðingu og þakklæti og sökn-
uði canadisku hermannanna, sem
féllu í stríðinu 1914—1918 og
þeirra er féllu í stríðinu sem nú
er nýlega afstaðið. Það má óhætt
segja, að samkoman var hátíð-
leg, alvarleg og hjartnæm og
fór mjög vel fram. Efnisskrá fyr-
ir samkomuna var afhent við
innganginn og var henni ná-
kvæmlega fylgt frá upphafi tiv
enda.
Skal hér leitast við að segja
stuttlega frá því sem hér fór
fram.
Fyrstu tvö atriðin á efnis-
skránni voru: Réveille (all
standing) og Silence (all stand-
ing). Þá var sunginn þjóðsöng-
urinn, O, Canada, og þessu næst
sunginn sálmurinn “O, God, Our
Help In Ages Past”. Las þá séra
V. J. Eylands biblíukafla og
flutti bæn. Næst var sunginn
sálmurinn “O Valiant Hearts”.
Þar næst söng Kerr Wilson ein-
söng: There is \no Death”. Næst
Bugle-“Fall In”.
Kemur þá að því, sem máske
ber að telja aðalatriðið á þessari
samkomu. Það var ræða, sem
Major K. J. Austman flutti, og
sem hann nefndi: “A Tribute to
the Fallen”. Vonandi verður
þessi ræða síðar birt á prenti og
skal hér ekki lagt út í að skýra
frá efni hennar. En mér fannst
ræðan prýðilega flutt og vel sam-
in og vakti vafalaust eftirtekt
á ýmsu, sem eg hygg að áður
hafi farið framhjá mörgum,
kannske flestum.
Næst var: Last Post (all stand-
ing), þá Anthem: Souls of the
Righteous”, sem söngflokkurinn
söng. Þesé má geta hér að þarna
var fjölmennur söngflokkur, sem
söng prýðilega, fólk bæði úr
söngflokk Fyrstu lútersku kirkju
og Sambandskirkju. Paul Bardal
stjórnaði söngnum, en Snjólaug
Sigurðson lék á orgelið.
Næst var sunginn sálmurinn:
“All People that on Earth do
dwell”. Söng Kerr Wilson þá
aftur einsöng: The Lord’s Prayer
og hafði fólkið nú, eins og jafnan,
mikla ánægju af hans ágæta
söng. Næst kom Retreat-Bugle,
séra P. M. Pétursson flutti bæn.
Að endingu var sunginn sálm-
urinn: “Abide with Me”. Séra
P. M. Péturson las Faðir vor. Svo
sungu allir God Save the King.
Séra V. J. Eylands lýsti blessun.
Jóns Sigurðssonar félaginu ber
að votta einlægar þakkir fyrir
að gangast fyrir þessari sam-
komu og undirbúa hana eins
prýðilega vel, eins og það gerði.
Einnig ber að þakka öllum þeim
mörgu, sem þátt tóku í því að
gera samkomuna eins tilkomu-
mikla og fallega, eins og hún
var. F. J.
BARIST DAG OG NÓTT
Horfurnar á Java og eins í
Norður-Kína, hafa síður en svo
breyzt til batnaðar upp á síð-
kastið; eru á báðum þessum
stöðvum háðar orustur nótt sem
nýtan dag, þó naumast megi á
milli sjá hvorum hernaðaraðilja
veiti betur. íbúar Java vilja
losna við hollenzk yfirráð, en
eins og nú hagar til, sýnast
Kommúnistar vera að vinna á í
Kína.
TIL KRISTlNAR I WATERTOWN
Norðlenzk dís í fræðum forn,
framsögn áttu slynga,
er þú segir sögukorn
sumra Eyfirðinga.
Orð þín geyma atlot hlý,
öllum kveðjur vandar;
minning vekur muna í
mærin Árskógsstrandar.
Þótt við, fokstrá, felumst sýn
Furðustranda ljóma,
geymast beztu gullin þín
Garðarshólmsins ljóma.
0
Þ. Þ. Þ.