Lögberg - 24.01.1946, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGIN1N 24. JAI^ÚAR, 1946
3
Hundurinn Andri
IIAUSTIÐ 1861 var orðið nær-
* felt itveggja mánaða gamalt
þegar þetta atvik, sem hér verð-
ur minst minst, gerði sig minnis-
stætt á heimili foreldra minna,
sem þá bjuggu í bænum Breiðu-
vík á Tjörnesi í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Þá var eg sem minnist
þess núna, rúmlega árs gamall
ag hlýt því að byggja frásögn
niína um það, á því sem foreldr-
•ar mínir söðu mér þegar eg komst
til minnis.
Töðarfarslega hafði þetta haust
verið einmunalega gott, flesta
daga sem liðnir voru af því,
hafði verið hæg sunnan átt, og
blíðviðri til lands og sjáfar. Nátt-
úran bar búin að hafa fataskifti;
græna sumar möttulinn sinn
hafði hún lagt til síðu um stund-
ar sakir. Laufvindarnir ljúfu,
sem skáldið Jónas Hallgrímsson
nefnir svo, höfðu dvalið allan
September mánuð norðan við
66. gráðu norðúrbireiddiar. Á
þeim dvalar tíma sínum þar
norðurfrá, spynna þeir jafnan
garn í Gulum Kjól, og Gráa
Sokka sem þeir vefa ag prjóna
náttúrunni til búningsbótar um
þ'etta leyti hvers árs. Laufvind-
arnir voru hættir öllu starfi þar
norðurfrá, höfðu víst fært sig
suður fyrir alla jökla. Suður í
Álftaver eða Síðuna; haustannir
landbændanna voru allar unnar,
þeir höfðu hlúð að húsum sínum
eins og þeir voru vanir. Sauðfé
og hestar gengu sjálfala í hög-
unum, aðeins gengið innan við
sauðféð einu sinni eða tvisvar í
viku, til þess að hamla því frá
að strjúk í heiðina. Þá daga var
það talið, og rekið nær beitar-
húsum eða sjáfarborgum, þar
sem það átti heima. Þeir sem
bjuggu við sjóinn og sóttu bú-
bjargir sínar þangað, höfðu not-
að þessa spöku haustvertíð vel,
því fiskafli var bæði mikill og
nærtækur. En svo höfðu róðr-
arnir bent þeim á það, að haust
vertíð þeirra væri einnig lokið.
Fiskurinn var horfinn af grunn-
miðunum, hafði víst stúngið sér
«1 djúpsins, sem stundum boð-
aði það að allra veðra von væri
í aðsigi: Fiskimennirnir hönk-
uðu upp veiðarfærin sín, settu
báta og byttur sínar upp í vetrar
naustin, og hvolfdu þeim þar,
þrátt fyrir það þó að veðurfarið
breyttist ekki, sýndist samt land-
ið sjálft og sjóndeildarhringur
þess hafa tekið miklum stakka-
skiftum. Græni surnar möttull-
inn var horfinn, en í hans stað,
gáfu þeir tíminn og laufvindarn-
ir allri útsýni itil landsins, mill-
um fjalls og fjöru, gulann og
gráan búning, sem var og er
^llra alda lögboðið skjaldar-
merki haustsins. Landið sjálft
sýndist einmanalegt og þögult
eins og það stfði í eyði eftir að
öllum utanhúss störfum innbúa
þess var lokið. Það virtist bara
hvíla sig, eins og þeir og bíða með
ró eftir því sem koma ætti.
Þá bar það til einn daginn
þetta haust, í norðaustan vindi,
að stór bátur sigldi fyrir breiðu-
víkina; hann fór tangahlaup, sem
kallað var, fyrir Sandhóla Kerl-
mgu, og beygði svo inn með nes-
mu á leið til verzlunarstaðar-
Húsavíkur. Báturinn og
mennirnir sem á honum voru,
attu heima í Núpasveit, vestan
^eginn Melrakkasléttu. Sjóleið-
tn þaðan til Húsavíkur er um 60
kilometrar. Á þessum bát voru
? menn, 6 hásetar og formaður-
lnn sá sjöundi. Þessir sjófarendur
voru sjaldséðir við verzlunina í
Húsavík. Þeirra kaupaborg var
Haufarhöfn á Melrakkasléttu;
þó kom það stundum fyrir, eink-
Um að haustlagi, að Núpsveitung-
ar kusu sér heldur sjóleiðina til
Húsavíkur, enn kringum slétt-
una itil Raufarhafnar, því norður
af sléttunni eru miklar grynn-
mgar, blindsker og viðsjál sigl-
lng. Þess er getið, að kaupmað-
Urinn sem þá var í Húsavík, E.
’ }-“■ Schau, hafi tekið þessum
^séðu aufúsu gestum verzlun-
arinnar Örums og Wúlfs, sem
skilgetnum bræðrum sínum, og
léikið á alls oddi. Þarna voru
nú komnir að verzlunarbryggj -
unni sjö völdustu óskabirnir hans
með sexæring drekkhiaðinn af
lands og sjáfar vöru. Þetta voru
menn sem ekki þurftu að biðja
kaupmanninn um að lána sér
um stundarbil svo sem hálf
skeppu af rúg, hálft pund af
kaffi eða sykri, einn hring af
rjóltóbaki, eða spönn af munn-
tóbaki. Svona smábóna bænir
kunnu ekki aðrir enn þurra-
búðarmennirnir í sjóþorpunum
á Íslandi og sjálfsagt víðar.
Nokkrir af þorpsbúum Húsavík-
ur, fiskimennirnir þar, voru
staddir á bryggju sporðinum
þegar bátur þessa atvinnubræðra
þeirra rann þar að. Fagnaðar-
fundir þeirra sem sjaldan sjást
eru jafnan sagðir hreinir og al-
úðlegastir. Eftir að þeir höfðu
heilsast og kannast hvorir við
aðra, voru allar hjálparhöndur
réttar fram til liðs við að afferma
bátinn, og bera vöruna upp
bratta sjáfarbakkann við Húsa-
vík, inn í vigtarbúðina hans Sig-
tryggs Sigurðssonar undirkaup-
manns þar. Þarna voru nú komn-
ar þessar vörur undir þak þess
manns sem eg heyrði í ungdæmi
mínu mest annálaðan fyrir rétta
vigt og yfir höfuð, öll viðskifti
verzlunar þeirra Örum og Wúlfs
í Húsavík á Tjörnesi, og þó E.
H. L. Schau væri vel kyntur
verzlunarstjóri þar, þá samt var
það álit flestra að Sigtryggur
bæri alla heill verzlunarinnar
á breiðu herðunum sínum. Og
það man eg líka, að mest var
hans saknað, þegar hann ásamt
Schau og fleirum, lagði niður
starf sitt þar, en orðstýr hans
lifir enn, því með alúðlegri við-
kynningu og réttum viðskiftum
við samtíð sína, vigtar hver mað-
ur sjálfan sig. Verzlunarstjór-
inn Schau, bauð öllum sem unnu
að þessum vöruburði, inn í búð-
ina til sín; þeir áttu víst að með-
taka burðarlaun sín í vænu
staupi af brennivíni, eða þá
rommi, ef þeir kysu það heldur.
En sjófarendunum (Núpsveit-
ungunum) bauð kaupstjórinn
Schau inn í afþiljaða stofu þar
í búðinni, sem fáir þektu aðrir
en mestu kjörvinir hans, og við-
skiftamenn. Þar lét hann jafn-
an veita beztu krásirnar og vín-
in sem til voru í verzluninni.
Þeg ar þessu stundar veizluhaldi
var lokið þarna í gestastofunni,
og glasaglaumurinn fram við
búðarborðið var þagnaður, byrj-
uðu vöru viðskiftin, með því
að hver um sig af þessum báts-
verjum, afhenti verzlunarstjór-
unum skrifaða bréfmiða um þá
vöru sem þeir þörfnuðust.
Og þá hafði líka verið gerð sú
breyting í samtalinu þar, að
orðinu ‘þú’ var spýtt út um búð-
ardyrnar, en orðin ‘yður’ og
‘þér’ látin fylla upp sæti þess,
rneðan þessi verzlunarbylur æddi
yfir kaupstaðinn. Þegar við-
skiftunum var lokið í búðinni
hjá Schau, færðu þeir sig yfir í
kornmatar vöruhúsið til Sig-
tryggs þar var verzlunar vara
þeirra vigtuð og metin til verðs.
Meðan þeir dvöldu þar við það
að taka móti kornvörunni, snar-
aðist inn til þeirra ungur maður
hávaxinn og herðabreiður. Með
honum rann kornungur gulur
hundur, með hvítan strút um
hálsinn og samlita tíru í skott-
inu; þessi hundur var svo vitur-
legur og fagurskapaður að eig-
anda hans hlaut að vera mikið
yndi að því að hafa hann fyrir
fylginaut. Það varð innilegur
fundur með þessum manni sem
var Axfirðingur, og þeim Núp-
sveitungum, því þær sveitir eru
nágrannar og innbyggjendur
þeirra, sifjafólk, síðan á land-
námstíð. Samtali þessara ná-
granna linti með því, að Axfirð-
ingurinn yrði þeim samferða á
bátnum heimleiðis austur yfir
pollinn. Þegar verzluninni var
lokið í kornvöruhúsinu hjá Sig-
tryggi, var byrjað að rökkva af
nótt. Sólin var gengin undir
Laxamýrar leitið, en svartbrýn,
stóreygð haustnóttin var komin
vestur á Húsavíkurfjallið, vind-
staðan lék af sömu átt, norð-
austan. Sjófarendurnir hlutu því
að gista þar í kaupstaðnum yfir
nóttina, og hlýta úrskurði næsta
dags um heimferð sína. Norð-
austan vindurinn hafði sofnað
eins og flest annað, um nóttina,
því næsta morgun var stafalogn,
“fátt er kyrru betra,” sögðu sjó-
mennirnir. Þeir kviðu sjaldan
fyrir því þó þeir þyrftu að róa
nokkrar bátslengdir í blíða logni
á sléttum sjó. Nú vorrT verzl-
unarbúðirnar opnaðar og allar
hjálpar hendur lagðar framm til
liðs að hlaða bátinn. Þegar var
lokið, var ekkert annað eftir en
það að kveðja kaupstaðarbúana
og taka hundinn, sem sat neðan
við sjáfarbakkann og horfði á
þá hlaða bátinn. Hann sýndist
kunna því illa að sjá húsbónda
sinn leggja hendur að því verki.
Hann ýldi og gólaði eins og hann
hvjið|i fýrir einhverju óvænitu
sem lægi þarna rétt fyrir framan
lappirnar á honum, neðan við
bakkann. Suðvestur vindblær
var að mjakast norður fjörðinn
sem boðaði beggja skauta byr til
Núpasveitar. Og nú komu líka
sjófarendurnir á hraðri ferð frá
"því að kveðja kaupmennina og
aðra kunningja sína þar í þorp-
inu. Þeir gengu allir niður á
bí'yíggj uaia, nema Axfirðingur-
inn, hann gekk í áttina til hunds-
ins, sem sat enn þarna neðan við
bakkann, og ætlaði að bera hann
fram í bátinn. En það var hæg-
ara að hugsa sér það en gjöra,
því hundurinn hljóp á harða-
stökki upp á bakkann, gelti og
gólaði þar með skerandi harm-
hljóð í rödd sinni. Maðurinn
hefði vel mátt skilja á þessu
saknaðargóli hundsins, að hann
væri að skamma sig fyrir þessa
nýbreytni í ferðaáætlu^i þeirra,
og að saknaðargól hans og gelt
meinti þetta: “Eg hafði heitið
því, að fylgja þér af allri trygð
hvar sem þú legðir leið þína um
land. En nú sé eg þú metur
meira stundar samfylgd með
þessum mönnum en lífstíðarfylgd
mína. Verði þér sú ráðabreytni
þín þér að góðu, samveru okkar
er nú lokið, far vel.” Þegar mað-
urinn kom uppá bakkann var
hundurinn horfinn. Og þó hann
kallaði í kjassandi róm, þá kom
ekki rakkinn í sýn. Maðurinn,
Axfirðingurinn, sá þá að eina
ráðið undir þessum , kringum-
kringumstæðum, var að biðja
kunningja sína þar í þorpinu að
tryggja hundinn að sér þar til
hann kæmi þangað næst, ,sem
líklega yrði um jólin eða nýárið
þá næstkomandi. Og nú heyrir
Axfirðingurinn að kallað var til
hans neðan úr fjörunni, að koma
strax um borð í bátinn, því það
væri kominn blásandi byr. Þegar
hann var kominn, var skipið
leyst frá bryggjunni og seglin
hafin til húna; tók báturinn skrið
sitt norðaustur fyrir “bökuna,”
svo er skerjaflesja sú nefnd sem
liggur til suðvesturs út frá Húsa-
víkur höfðanum norðan við
höfnina. Þá sáu þessir skips-
verjar að guli hundurinn hljóp
norður sandinn í sömu átt og
bátprinn fór þar fyrir framan.
En hér var um tvær ólíkar vega-
lengdir að ræða; landleiðin sem
hundurinn þurfti að fara var
röskum þriðjungi lengri en sjó-
leið bátsins. Til þess að missa
ekki sjónar af bátnum, varð
hundurinn að elta sj áfarströnd-
ina, með öllum hennar töngum
og víkum., og synda eða vaða
fjórar ár, sem voru einnig á leið
hans þar norður Tjörnesið. En
trygðin spyr aldrei að vegalengd
eða torfærum; hún fylgir vinum
sínum útá yztu nafir lífsins. Þeg-
ar báturinn rann austur fyrir
Tjörnestanga, hélt hann beina
stefnu til Bolungarvíkur í Núpa-
sveit, þrjátíu kílometra sund
yfir Axarfjörðinn, þá var guli
rakkinn staddur þar á bjargs-
brúnni, og sendi eiganda sínum
hinstu kveðju sína með löngu
saknaðarspangóli, og ofan á alt
þetta mótlæti bættist nú það að
hann var orðinn rammviltur og
þekkti ekkert af því sem hann
sá í kring um sig, enga þúfu eða
stein, enga brekku, hlíð eða hól
eða fjall,, hvert sem hann horfði
var honum alt útsýnið jafn ó-
kunnugt. Honum fanst víst að
hann vera alveg einn í þessari
ókunnu veröld, honum virtist
það eins og dálítill harmsléttir
undir svona ástæðum, að hlaupa
upp og niður sjáfarbakkann,
góla þar og gelta eins lengi og
hann sæi bátinn. Systur mínar
tvær, sem þá voru orðnar stálp-
aðar að aldri, vildu hlaupa þarna
austur tangann til að vita hvað
gengi að þessari hundskepnu, sem
sendi frá sér þetta mikla gól og
gelt, en af því að dagur var að
kveldi kominn og rökkur skugg-
arnir voru að færast yfir sjón-
deildarhringinn, var því ferða-
lagi frestað til næsta dags, en
geltið og gólið frá hundinum
heyrðist heim til Breiðuvíkur
fram að háttatíma. Næsta morg-
un var kominn hvass vindur af
norðaustri og þokukólga í lofti,
með hríðar yrju. Þeir sem fyrst
fóru á fætur þar á heimilinu
sögðust enn heyra gól og gelt
þar austur á tanganum. Systur
mínar hlupu þá strax á stað í
áttina á þennan hávaða, en þeg-
ar þær komu að steini sem var
þar skammt frá bjargsbrúnni,
sáu þær að gulur hundur lá þar
í kryppu, og skalf eins og ýlu-
strá, í hvert skifti sem hann dró
fætur, leit austur á sjóinn og
þar í nágrennið, stökk hann á
endann. En við komu þeirra
gólaði hátt. Stúlkurnar höfðu
tekið með sér mat til að gefa
þessum hljóðabirni ef þær sæu
hann. Þær köstuðu þá matar
bita til hans og kölluðu hann
ýmsum hunda nöfnum sem þær
viss algengust þar í sveitinni,
en hann virtist ekki skilja nein
af þeim. Við skulum nú reyna
ýms berserkja- og tröllanöfn sem
við höfum heyrt úr rímum, sagði
önnur: svo sem Sörli, Högni eða
Andri. En þegar þær kölluðu
nafnið Andri, kom hundurinn
hlaupandi til þeirra með miklum
fagnaðarlátum. Eftir þetta
fylgdi hann þeim tregðulaust
heim til bæjarins. Ekki hafði
Andri verið lengi í Breiðuvíkur
vistinni þegar hann hlaut þann
heiður að vera afbragðs vitur
og góður smalahundur. Næst
þegar faðir minn fór til Húsavík-
ur, hitti hann manninn sem Ax-
firðingurinn bað að tryggja að
sér hundinn þar til hann kæmi
til kaupstaðarins næst þá um
Nýárið; lýsti þessi maður hund-
inum að lit, og sagði hann héti
Andri. Faðir minn sagði þess-
um manni að eftir lýsingu hans
myndi þessi hundur vera á heim-
ili sínu, og einnig atvikin að
því hvernig hann kom þangað,
og það að eigandi hans gæti
sótt hann til sín hvenær sem
hann vildi. En svo liðu dagar og
ár, að eigandi hans kom aldrei.
Foreldrar mínir fluttu frá Breið-
uvík, árið 1864, til verzlunar-
þorpsins Húsavíkur. Þar í grend-
inni vorum við í átta ár; þrjú af
þeim áttum við heima á bænum
Kaldbak. Síðasta árið sem við
vorum þar, árið 1869-70 geysaði
mikil hundapest þar um sveitir.
Úr því fári dó Andri minn, á-
samt mörgum kynbræðrum sín-
uiri og systrum, Og það man eg,
að mikið söknuðum við hans,
drengir, eg og Hans Magnússon,
sem þurftum að eltast við óspakt
sauðfé hundlausir. Meðfæddir
eiginleikar Andra míns, virtust
mér þessir: vilji og afbragðs vit,
dálítil hefnigirni, og einlæg
trygð. Þannig lýk eg sögunni af
Andra mínum.
F. Hjálmarsson.
Business and Professional Cards
% f
%ö°
V
é'
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talsimi 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfræOingur í augna, eyrna, nef
og kverka sjúkdómum.
704 McARTHUR BUILDING
Cor. Portase & Main
Stofutíml 4.30 — 6.30
Laugardögrum 2 — 4
DR. ROBERT BLACK
Sérfræöingur í augna, eyrna,
nef og hálssjúkdómum.
416 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 93 851
Heimasíml 42 154
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
íslenzkur lyfsali
Fólk getur pantað meðul og
annað með pósti.
Fljót afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 27 324
Heimilis talsími 26 444
Haldor Haldorson
byggingameistari
Cor. Broadway and Edmonton
Winnipeg, Canada
Simi 93 055
INSURE your Property with
HOME SECURITIES
Limited
468 MAIN STREET
Leo E. Johnson, A.I.I.A. Mgr.
Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
Winnipeg, Canada
Phnne 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla I heildsölu með nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.sími 25 355 Heima 55 462
H
HAGBO RG
FUEL CO.
H
Dial 21331 NaFíí) 21331
Argue Brothers Ltd.
Real Estate, Financial, Insurance
LOMBARD BLDG., WINNIPEG
J. Davidson, Representative
Phone 97 291
DR. A. BLONDAL
Physician and Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi 93 996
Heimili: 108 CHATAWAY
Sími 61 023
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsími 30 877
Viðtalstími 3—5 eftir hádegi
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Phone Res Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
DR. J. A. HILLSMAN
Surgeon
308 MEDICAL ARTS BLDG
Phone 97 329
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknlr
For Appointments Phone 94 908
Office Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
Legsteinar, sem skara fram úr.
Úrvals blágrýti og Manitoba
marmari.
Skrifið eftir verOskrá
Gillis Quarries, Limited
1400 SPRUCE ST. SÍMI 28 893
Winnipeg, Man.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
PHONE 97 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœöingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Sími 98 291
Blóm stundvíslega afgreidd
THE ROSERY, LTD. Stofnað 1905
427 PORTAGE AVE., WINNIPEG
Slmi 97 466
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
60 VICTORIA ST., WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDSON
ýour patronage wiil be appreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917