Lögberg - 24.01.1946, Síða 7

Lögberg - 24.01.1946, Síða 7
LÖGBfcRG, FIMTUDAGUnN 24. JANÚAR, 1946 7 Jóhann Sigurjónsson: “ÚR MÍNU HJARTA” Kaflar úr bréfum til bróður hans, Jóhannesar á Laxamýri Á landsbókasafninu eru geymd nokkur bréf frá Jóhanni Sigurjónssyni til Jóhannesar bróður hans. Eru þau elztu frá skólaárum Jóhannes hér í Reykjavík, en þau yngstu skrifuð í Kaupmannahöfn, skömmu áður en hann dó. Á öllum bréfunum má sjá, að Jóhannes hefir verið einkavinur hans og trúnaðarmaður, og sá sem hvatti hann til að reyna vængina og vera trúr sjálfum sér. Eitt af bréfum Jóhanns til hans byrjar svo: “Kærlega, kœrlega þakka eg þér fyrir bréfið vinur; þú ert sá einasti, sem eg fœ bréf frá, hitt eru fréttamiðar.” Og allsstaðar skín í gegn að hann er sá eini, sem Jóhann ber fullt traust til. “Allt er segjandi sínum vini,” segir forn málsháttur. — Þessi bréf Jóhanns til bróður síns ætti því að lýsa mann- inum betur en allt annað. Þess vegna eru birtir hér stuttir kaflar úr þeim. Þeir sýna mann, sem þráir sannleik, kœr- leik og frelsi. Og “þrátt fyrir allar sveiflur og sundrung, hefir varla nokkur maður lifað og dáið jafn sjálfum sér samkvœmt og sjálfum sér samkvœmur og Jóhann Sigur- jónsson,” segir Gunnar Gunnarsson um hann. Og hann segir ennfremur: “Síðustu orð hans voru þau, að hann bað að opna gluggann — svo að sálin gœti flogið frjáls.— Hann fór frá engum skuldum sálarinnar.” MENNTUN ER TILGANGUR LÍFSINS Reykjavík, 29. nóv. 1896. Satt var orðið, sem þú sagðir síðast í bréfi þínu, að það væri þér að þakka að eg er ekki “pessimisti” og verð það aldrei (eg þori óhræddur að segja sem svo ). Eg finn það altaf betur og betur dag frá degi, að það er mannsins viðhald að hugsa og að hvert brot á móti náttúru- lögmálinu og alt kærleiksleysi hefir sína hegningu í för með sér. — Mikil endurnæring er það, bæði að fá bréf frá þér og eins að skrifa þér. Það er eins og að koma í hreinna loft þegar eg má skrifa eins og eg hugsa, og sérílagi þegar eg má skrifa um það, sem eg hugsa. — Ó, það er verið að spila á horn úti; and- inn eða hugurinn í mér tekst á loft við hverja hljómbylgju sem myndast. Það hefir mér reynst satt, sem þú sagðir mér, að það væri veru- legra líf í Reykjavík heldur en heima. Já, hér er sannarlega fleiri mentavegir en heima, og mentunin er tilgangur lífsins, á- samt því að njóta sælu þeirrar, sem hægt er að fá í lífinu. KÆRLEIKSLEYSI OG ILLVILJI ER BÖL MANNKYNSINS Reykjavík, 29. jan. 1898. Kærar þakkir fyrir góða bréf- ið þitt seinasta. Það .veitti mér uúkla gleði og ánægju og mér fanst eg vera kominn norður og saeti inni í litla norðurherberg- mu, og eg sá þig, kæri bróðir, Ijúka upp koffortinu þínu og lesa fyrir mig bréfið frá meyunni blíðu. — Augu þín tindruðu af sólbjartri gleði, og þá sá eg að kærleikurinn, þetta andlega að- öráttarafl, hafði sópað úr huga þér fornu skýjunum og vafið þig eldheitu örmunum sínum. Eg sa hvernig bréf unnustu þinnar var þér eins og kaldur svala- örykkur er þeim manni, sem len§i hefir gengið um . þurra sanda og blásin holt. Svo sá eg 1 huganum að þú lagðir bréfið aftur niður og tókst að ræða við mig um kringumstæður þínar og meðbræðra þinna. Eg heyrði þig ^gja mér margt og mikið, sem gerst hafði síðan eg fór, og við hófum fjörugar samræður um mannlífið og þennan mikla hring aiheimsins (hringrás). Við rædd- Um sem fyrrum um böl Ungar þær, sem vesli] ings, voluðu mennirn sér oft og einatt í söl hunnáttu sinnar, vilja Þrekleysis, og um allai auir, sem aðrir særa m Slna> sökum kærleikslej Vllja- ^á fanst mér sá safnaðist í eina heild < ui í samræðunum við Óðar bréfið var búið, og burtu var hugsjónin mín. Þá hneigði eg höfuðið lúið í hönd mér og saknaði þín. SIGUR LÍFSINS ER AÐ HJÁLPA OG ÞIGGJA HJÁLP Reykjavík, 23. febr. 1898. Eg segi það alveg satt, að eg er farinn að hlakka nú þegar tii þess að koma heim, til þess að lifa með blómunum og baða mig í sveitarloftinu, og ekki sízt til þess að taka höndum saman við anda þinn, svo að við í samein- ingu getum reynt að glöggva okkur á sannindum lífsins og rekja böl manna að hinum fyrstu rótum, því að til þess að geta læknað bæði sína eigin og annara sjúkdóma, er fyrsta skil- yrðið að þekkja þá. Sá, sem þekkir sinn eigin sjúkdóm hlýt- ur fyr eða síðar, með einbeittum vilja, að geta unnið sigur, ef ekki í þessu lífi, þá seinna, en hinn sem ekki sér þá, hann getur það eigi. Já, við og aðrir þurfum að itengja saman andans hendur og ryðja okkur braut á vegi sann- leikans, því að hvað megnar einn einasti andi, ef hann eigi nýtur aðstoðar annara? Sára lítið! Og það er ekki einungis sannleikur, að maður er manns gaman, held- ur er hitt áreiðanlega víst, að eini vegur til þess að ná full- komnun er sá, að hjálpa öðrum og láta hjálpa sér. SANNLEIKURINN ER SÆLA HEIMS 1. nóv. 1898. (Þetta bréf er staðsett á Laxa- mýri og sýnir það hvað hugur höf. hefir verið bundinn við þann stað, en í fyrstu línunum er tal- að um “hér í Reykjavik” og sýn- ir það hvar hann hefir verið staddur). Eg hefi oft verið í nokkuð þungum þönkum, það er að segja djúpum hugsunum síðan eg kom t'il Reykjavíkur. Hafa margir góðir menn hjálpað mér mikið, og þökk sé þeim öllum, en þó er það einn öllum fremur, er gleður huga minn, styrkir hugs- un mína og eykur anda minn með öðrum nýjum og það er Guðmundur Guðmundsson. Það er einn af mínum fáu vinum. Við ræðum mjög oft um trúarbrögð- in og okkur finst að við kom- umst altaf nær og nær sannleik- anum. Ó, vinur, þú ert einn af þeim fáu er geta skilið hvílíka sælu og himneska gleði það veit- ir þeim, er sannleikans leita, ef þeir sjá, þótt eigi sé nema eitt örsmátt sannleikskorn, já, þó þeir aðeins haldi að það sé sann- leikur.-------Eins og áður lít eg björtum augum á lífið þegar eg t. d. stend undir beru lofti um fagurt kvöld — en þó eigi skaf- heiðríku — þegar eg horfi svo á himininn og skýin, sem læðast eitt og eitt um bládjúpið enda- lausa, þó get eg eigi annað en orðið hrifinn, þá getur hjarta mitt glúpnað, því að þá sé eg (eða mér sýnist) að lífið er und- urfagurt. Þarna horfi eg á mál- verk það, er tekur fram öllu því er pensillinn sýnir, og alt af hreyfist málverkið, nýjar og nýjar myndir ber fyrir augu mér, alt til þess að andi minn geti areyzt og orðið hærri og betri. En hvað er þó alt þetta á móts við myndir þær, er ber fyrir augu mér í ríki andanna! Hvað er þetta á móts við hrygð og gleði, hlátur og grát, því að andinn er efninu meiri. — LEIÐIN TIL SÆLU ER AÐ ÞEKKJA SINN EIGIN VANMÁTT Reykjavík, 1. des. 1898. Eg skal segja þér eitt: Eg hefi mikið verið að hugsa um það nú langan tíma hvernig geti á því staðið að stundum virðist eins og dýrin, t. d. kettirnir, sé miklu sælli en mennirnir, og þykist nú vera búinn að finna ástæð- una. Kettirnir hafa aðeins ör- fáar nautnir, en þessum nautn- um geta þeir oft og einatt full- nægt. Maðurinn þar á móti hefir margar, það er að segja, hann hefir löngun til þess að sjá, heyra og skynja margt, sem hon- um gefst eigi kostur á. En fagn- ið og verið glaðir, þið menn, sem þegar hafið fengið augun opin fyrir mörgum fögrum nautnum, þig, sem brennið af löngun til þess að gagnskoða náttúrunnar dýrð og rannsaka leyndardóma lífsins. Verið vissir um að hin- um megin, einhvern tíma síðar, mun náttúran hafa gætt ykkur skilningarvitum þeim, er þið get- ið greint þetta með, er mest liggur ykkur nú á hjarta og þó að þá komi nýjar hvatir þá mun- uð þið þó altaf verða sælli og sælli e'ftir því sem þið getið orð- ið varir við umheiminn í fleiri myndum. En kettirnir eða hugs- analausir menn munu eigi fá ný skilningarvit fyrstu hríðina, því að fyrsta skilyrðið fyrir því að geta fengið fullkomnun, er að æskja hennar. Það hefir reynd- ar ávalt óróa í för með sér, en sá órói er það meðal, er leiðir andann að fullkominni sælu . . . Þess vegna segi eg, fagnið og verið glaðir, þið, sem sjáið hversu mikið ykkur vantar. Það er vegurinn til þess að þér öðl- ist meiri sælu en þá, sem þegar er fengin. VINÁTTUBÖND NÁ HEIMS- ENDANNA Á MILLI Reykjavík, 3. jan. 1899. Engan furðar þótt eikin háa af elli buguð til jarðar hnigi, og þótt höfuðið hærugráa hljótt og þögult að moldu sigi. Hitt er meira, er á vordag vænum veslings smáblóm í frosti kala, þegar nepjan frá svala sænum svæfir gróðann á votum bala. Já, vinur minn, það er eðlilegt þótt maðurinn deyi á gamals aldri, en hitt er þungskildara . . . Engu að síður er víst, að vinirnir hafa áhrif á mann og þau mikil, jafnvel eftir dauðann, því rétt eins og stjarna sendir stjörnu geisla, þótt mikið djúp sé á milli þeirra, þannig eru fornar minn- ingar líkt eins og geislar, er líða milli vinanna, og eins og hver stjarna dregur aðra að sér, þann- ig draga vinirnir ósjálfrátt hver annan að sér jafnvel þótt mikil fjarlægð eða gröfin sjálf skilji. Þetta er sigur lífsins, áhrif nátt- úrunnar. Því hvað væri lífið án ljúfra vina, einungis tómleikur, auðn og kvíði. “SEINUSTU BLÓMIN FRÁ LANDINU LJÚFA” Kaupmannahöfn 5. sept. 1899. -------Þegar eg lét frá landi á Djúpavogi var mér undarlega heitt um hjartaræturnar. Gufu- vélin stundi hægt og reglulega af erfiðinu, öldurnar gjálfruðu magnþrota á skipshliðinni. Það var næstum rjómalogn og bless- uð blíða sólin sendi hlýja geisla á heitar kinnar mínar. Eg hélt dálitlum blómvendi í hendinni. Það voru blóm, sem eg hafði tínt á Djúpavogi, seinustu blómin frá landinu ljúfa.--- “FJARLÆGÐIN GERIR FJÖLLIN BLÁ” Kaupmannahöfn 15 febr. 1900. ----Nú skil eg til fulls það, sem þú sagðir svo oft: “Fjar- lægðin fegrar”, og þegar þú sagð- ir, að aldrei hefði þér þótt jafn vænt um “gamla landið” eins og þegar þú varst fjærst ströndum þess. Eg veit svb ósköp Vél, að: Það er ekki til neins að óska sér öflugra vængja, en þó geri eg það sjálfur. Oftast í vökunni er hugur minn hálfur h^ima, þá finst mér eg vera sem álfur, sitja við hafið og hlusta á þess gjálfur, og horfa’ á það dansa við fætur mér. Já, vinur minn, oft dreymir mig heim, bæði í vöku og svefni, og stundum dreymir mig ekki sem bezt, alt er í eyði eftir eld og brand.------- VINÁTTAN VEKUR MENN TIL LIFS Kaupmannahöfn 7. apríl 1900. — Já, vináttan, vinur minn, það er það bezta. Hvaða sönn farsæld væri í því fólgin að drotna yfir köldum skríl, er enga hugsun gripi, skildi enga tilfinningu; hvaða yndi að vera auðugur og frægur, ef enginn væri til þess að taka þátt í gleð- inni, enginn til þess að gera glað- an með sér. Lítil huggun væri það að finna fagrar lausnir á lífsins þyngstu ráðgátum og leysa fast reyrðustu hnúta flók- inna gátna, ef enginn gæti skilið, fundið og glaðst með. Og hvernig glæðast hugsanir, hvernig lærir hjartað að finna til fyrir alvöru, hvernig vakna menn til lífsins? Oftast við það að heyra hlýja vinarraust lýsa fögrum hugsun- um, sjá vinarandlit myrkvast af sorgum, eða ljóma af gleði . . . Skyldi sá dagur nokkru sinni koma, þegar engin fjarlægð þekkist lengur á þessari jörð milli sannra vina, þegar svo að segja hver getur svifið á svip- stundu hundruð mílna yfir fjöll og djúpa dali. HVENÆR GETUR MANN- KYNIÐ NOTIÐ FEGURÐAR LÍFSINS ÁHYGGJULAUST Kaupmannahöfn 11. apríl 1902. — — — Skyldi mannkynið nokkurn tíma komast svo langt, að það geti fætt sig og klætt svo að segja fyrirhafnarlaust. Skyldi það nokkurn tíma áhyggjulaust geta notið fegurðarinnar, sem blasir við í umheiminum, sem leiftrar frá eldingum himinsins og angar í ilmi skógarins. Því ver og miður verður þess langt að bíða-------mér finst stund- um svo ótrúlega margir ekki hafa hæfileika til annars en vera vinnudýr--------. BROT ÚR HJARTA MÍNU Kaupmannahöfn 1. apríl 1903. ------Eg ætla ekki að skrifa þér, heldur gefa þér tvær vísur. Þær eru kveðnar af nýju, skorn- ar út úr mínu hjarta. Gerðu eina bón mína: Lærðú þær! Ef til vill verða þær þér til gleði. Gefðu mér hlátur þinn, söng- glaði sær! og þinn sviflétta dans yfir votum steinum, þó að þú geymir í grafdjúpum lejmum grátbleikan dauðann, þú sýnir ei neinum Nýlenda stofnuð á Grænlandi Af þeim 25 skipum, sem lögðu af stað frá íslandi til Grænlands árið 985, komust 14 heilu og höldnu til Grænladds. Talið er að um 350 manns hafi verið í þessum hóp. Þetta fólk stofnaði nýlendu á vesturströnd Græn- lands. Eiríkur rauði nam land við fjörð einn, sem hann nefndi Eiríksfjörð og bær hans hét Brattahlíð. Þrátt fyrir það hve siglingar milli íslands og Grænlands voru erfiðar og hættulegar, komu margir fleiri landnámsmenn frá íslandi. Þeir bygðu bæi sína í grænu, grösugu dölunum, sem ganga inn af hinum löngu fjörð- um. Öllum þessum bæjum og fjörðum gáfu þeir nöfn — Ket- ilsfjörður, Siglufjörður, Hvamms eyjarfjörður, o. s. frv. Vesturströnd Grænlands ligg- ur norðvestur og suðaustur. Hin- ir íslenzku landnámsmenn stofn- uðu tvær bygðir. Bygðin, sem var nálægt suður-enda landsins var kölluð Eystribygð, en norð- ari bygðin var kölluð Vestri- bygð. Talið er, að þegar fólksfjöldi var mestur á Grænlandi, hafi verið þar um 300 bændur og að annað en sólroðið andlit, sem hlær. Gefðu mér dramb þitt, þú dýrð- legi sær! Þinn drifhvíti brimskafl, sem ólgar og freyðir, sem smávöxnu bátunum brosandi eyðir en bryndreka járnvarða í hafn- irnar neyðir, hann brýtur sig sjálfur við hamr- ana og hlær. FEGURÐ ER HÁTIÐ LÍFSINS Kaupmannahöfn 14. jan. 1906. -------Þeir voru hér landar mínir frá------í haust. Eg var með þeim einn dag og þeir fyltu mig gremju. Saurugar konur og súrt öl fanst mér vera þeirra líf og yndi. Þeir sáu ekki feg- urð bæjarins, frekar en negrar, og sali listarinnar virtu þeir ekki meira en loftilla kjallara. Við, sem elskuðum blómin í okkar æsku, við erum fæddir með feg- urð í okkar sál, og fegurð er há- tíð lífsins. . . . Hugsanirnar þreyta, en fegurðin aldrei. ALDREI HAFA MENNIRNIR SPILT GLEÐI LIFSINS EINS OG NÚ Kaupmannahöfn 9. ágúst 1917. — — — Annars er fátt sem gleður mannssálina á þessum hörmungartímum. Aldrei hafa mennirnir spilt gleði lífsins á jafn viðbjóðslegan hátt eins og nú, og eini vonarbjarminn, sem lýsir yfir öllum þessum fádæmum er að þetta ef til vill verði í sein- asta skiftið, sem skynsemi gædd- ar verur láta valdasjúka öldunga reka sig eins og sauðfé út á blóð- völlinn til þess að svala metorða- girnd þeirra.------Vonandi á eg eftir að sjá framan í þig og alt skyldfólkið, og finna eitt fal- ið hreiður í einhverjum blessuð- um runnanum, áður en moldin hrynur í lokuð augnalokin. FEGURSTI BLETTURINN Á JÖRÐUNNI Kaupmannahöfn, 10. des. (Ekkert ártal er á þessu bréfi, én á líklega að vera 1918). ----Aldrei gleymi eg síðast- liðnu sumri, þó að jeg yrði fjör- gamall og kæmi aldrei oftar heim, og hvorugt ímynda eg mér að verði. Sá fegursti blett- ur, sem eg hefi séð af jörðinni, meðaltali 30 manns á h^erjum bæ — alls 9,000 -manns. Tveir þriðju bæjanna voru í Eystri- bygð, en einn þriðji í Vestri- bygð. Fornleifafræðingar hafa fundið rústirnar af mörgum þessum bæjum og kirkjum Grænlendinga. Eystribygð var alnumin fyrir árið 1000. Þeir, sem komu á elleftu öld, námu land í Vestri- bygð. Eiríkur rauði bjó í Brattahlíð í Eystribygð. Hann var faðir nýlendunnar á Græn- landi og mestur höfðingi þar. Hans ætt var ríkasta og voldug- asta ættin á Grænlandi í mörg ár. Orðasafn: Nýlenda—colony að stofna—to found heilu og höldnu—safe and sound að nema—to settle, colonize bær—farm, farmhouse Eystribygð—Eastern Settlement fólksfj öldi—population meðaltal—average fornleifafræðingur— archaeologist rústir—ruins höfðingi—leader, man of rank ríkasta og voldugasta ættin— the wealthiest and most power- ful family. enn sem komið er, það er Laxa- mýri, vetur, sumar, vor og haust —(Lesbók Mbl.). R Æ Ð A (Frh. af bls. 2) Ottawa, heyrði eg enga einustu skynsamlega umræðu um utan- ríkismál. Hvert ár eru kappræð- ur um þessi mál, einn dag og stundum tvo. Ræðusniðið er sem hér segir: Social Credit þing- maður heldur skammarræðu um ókosti alþjóðabandalags. Annað hvert ár flytur franskur þing- maður fyrirlestur um böl komm- únismans. Mr. Howard Green úthellir hjarta sínu í heimspeki- legum hugleiðingum um brezka heimsveldið. Mr. Coldwell talar pm Gyðingaland, nauðsyninni á / alþjóðasamvinnu og hættvmni af einræði, bæði til hægri og vinstri. Mr. Tommy Church heldur stól- ræðu um eina kórónu, einn fána og eitt heimsveldi. Forsætisráð- herrann gefur sundurliðaða skýrslu um framkvæmdir sinn- ar eigin stjórnardeildar og gef- ur yfirlit yfir ýms óráðin við- fangsefni. Þá greiðir þingið at- kvæði um fjárframlög til sendi- herraembættis á Cuba eða Peru, hæfilegu fyrir heimkominn her- mann, eða verðugan stjórnmála- mann, eða mátulegum skraut- grip á starfsferli ungs og met- orðagjarns skrifstofumanns. Þá er alt upptalið, og það má ekki minna vera. Við höfum lofað að gjöra al- þjóðasamvinnu mögulega. Ef við erum einlægir í því efni, verð- um við að brjóta heilann ein- hverja vitund um alþjóða póli- tík og æfa ofurlítið sjálfstæða dómgreind. Við verðum að vita með vissu hvaða stefnu við kjós- um og unna henni nægilega til að segja eitthvað meira en “Me too,” þegar einhver stærri og sterkari lætur brúnir síga fram- an í okkur. Við verðum að læra að gefa okkur ekki ætíð hleypidómum á vald. Sé eitthvert ríkja fyrir- komulag með öðru sniði en okk- ar, er brýn nauðsyn að rannsaka það gaumgæfilega, meta stefnu þess á grundvelli staðreynda en ekki skröksagna og taka ákvarð- anir samkvæmt þreifanlegum sönnunum, en ekki eftir tilvísun móðursjúkrar óttakendar. ENDIR.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.