Lögberg - 24.01.1946, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1946
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Avenue, Mrs. F.
Thorcfarson, 99£ Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
*
Samkvæmi fyrir
hermenn
Nefndin sem annast undirbú-
ning viðvíkjandi samsæti því,
sem haldið verður í Royal Alex-
andra hótelinu, 18 febrúar til
þess að bjóða velkomna heim
alla þá af íslenzkum stofni sem
hafa verið í herþjónustu, er nú
búin að senda út þrjú hundruð
boðsbréf. Þess ber að geta að
hver hermaður eða kona sem
tekur boðinu fær tvo aðgöngu-
miða, svo tala gestanna getur
orðið um fimm hundruð manns.
Það er þess vegna afar nauðsyn-
legt að allir sem hafa fengið
boðsbréf láti Mrs. J. B. Skapta-
son, 378 Maryland St., vita sem
allra fyrst hvort boðið verði
þegið. Fyr en nefndin hefir
ábyggilega hugmynd um tölu
boðsgestanna, er henni ómögu-
legt að ákvarða hve marga að-
göngumiða megi selja almen
ningi.
Aðgöngumiðar verða seldir á
$1.75 hver, og verða til sölu ef-
tir 1. febrúar. Nánari auglýsing-
ar síðar.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
^testur.
Guðsþjónustur:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
4*
Messur þrjá síðustu sunnudagana
í janúar hjá ísl. lút. söfnuðinum
í Vancouver:
27. janúar—Messa í Pt. Roberts
kl. 11 f. h. íslenzk messa í
Vancouver kl. 7.30 e. h. Allir
boðnir og velkomnir.
Messurnar fara fram í dönsku
kirkjunni, Corner E. 19th Ave.
og Burns St.
+
Sunnudaginn 27. janúar mess-
ar séra H. Sigmar í Point Roberts
kl. 11 f. h. og í dönsku kirkjunni
Corner E. 19th og Burns St. Van-
couver, B.C., kl. 3 e. h. Messan
í Vancouver fer fram á íslenzku.
Veitið því eftirtekt að messan í
Vancouver er kl. 3 e. h., en ekki
að kveldinu.
+
+
S. B. Benediktsson skáld í
Langruth, biður Lögberg að
flytja hinum mörgu vinum sín-
um, er sendu honum heillaóskir
um jólin og nýárið, sínar inni-
legustu þakkarkveðjur fyrir
hugulsemina; þetta er blaðinu
ljúft að gera, jafnframt því sem
það árnar skáldinu fagurra fram-
tíðardaga.
+
Þann 11. jan. lézt í Wynyard,
Sask. Jón Jónsson, Garðar, fædd-
ur að Görðum á Álftanesi, 24.
jan. 1852. Kona hans var Guð-
rún Sveinbjarnardóttir, látin
1918. Hann lætur eftir sig eina
dóttur, Margréti Guðrúnu, gifta
Pétri Thorlacius við Wynyard.
Hann var jarðsunginn af séra S.
S. Christopherson, í grafreit
Wynyard-bwjar þ. 15. s. m.
+
John Christy (Friðjón Krist-
jánsson) bóndi í Argylebygð,
lézt á sjúkrahúsi í Winnipeg 12.
þ. m. Hann var fæddur í Dakota
en hafði alið aldur sinn að mestu
í Argylebygð. Útför hans fór
fram frá Grundarkirkju 15. jan.
Séra Valdimar J. Eylands jarð-
söng.
+
Kristján Mýrdal, fasetignasali
frá Chicago, lézt þar í borg 10.
jan., en var jarðaður í heima-
sveit sinni nálægt Lundar þann
18. janúar. Hans verður vænt-
anlega minst nánar síðar.
+
Séra Skúli Sigurgeirsson frá
Gimli og frú, voru stödd í borg-
inni í byrjun vikunnar.
+
Mr. og Mrs. C. Tomasson frá
Hecla, hafa dvalið í borginni
nokkra undanfarna daga.
Ungmenni, sem hafa í
hyggju, að leggja stund á
nám við verzlunarskóla í
Winnipeg, ættu að leita
upplýsinga á skrifstofu
Lögbergs; þeim getur orðið
að því hreint ekki svo lítill
hagur.
Það fólk, sem hefir aflað
sér verzlunarmentunar, á
margfalt hægra með að fá
atvinnu, en hitt, sem slíkra
hlunninda fer á mis. Spyrj-
ist fyrir um kjör á skrif-
stofu Lögbergs nú þegar;
það getur margborgað sig.
Gimli prestakall—
Sunnudaginn 27. janúar:
Messá að Húsavick kl. 2 e. h.,
bæði málin verða notuð. íslenzk
messa að Gimli kl. 7 .e h. og árs-
fundur safnaðarins að guðsþjón-
ustunni aflokinni. Meðlimir eru
beðnir að fjölmenna, því áríðandi
málefni er á dagskrá.
Skúli Sigurgeirsson.
+
Árborg-Riverton prestakall—
. 27. jan.—Árborg, ensk messa
kl. 2 e. h.
3. febr.—Riverton, ensk messa
kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
+
Lúterska kirkjan í Selkirk—
Sunnudaginn 27. janúar: —
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
Gefin voru saman í hjónaband
á laugardagskvöldið var, þann
19. janúar, þau Anna Jónasína
Árnason, dóttir Jóns Arnasonar
fyrrum kaupmanns á Oak Point,
og Helgu konu hans, og Emi
Leo Johnson frá Oak Point, son-
ur Einars J. Johnson bónda þar
og Sigurbjargar konu hans.
Hjónavígslan fór fram á heimili
foreldra brúðarinnar, 648 Victor
Street í viðurvist fjölda gesta.
Séra Valdimar J. Eylands gifti.
+
Mr. Sveinþór Thorvaldson,
sonur Sveins kaupmanns Thor-
valdssonar í Riverton og fyrri
konu hans frú Margrétar Thor-
valdson, lézt á heilsuhæli Ruby
systur sinnar hér í borginni síð-
astliðið sunnudagskvöld, ókvænt-
ur maður 46 ára að aldri; hann
hafði átt við freklega tveggja ára
vanheilsu að stríða. Sveinþór
heitinn var drengur hinn bezti
og framúrskarandi vinfastur;
auk foreldra sinna og stjúpmóð-
ur, lætur hann eftir sig fjölda
systkina. Útför Sveinþórs fór
fram í Riverton á miðvikudag-
inn.
+
Mr. G. A. Williams kaupmaður
frá Hecla, var staddur í borginni
á mánudaginn.
+
Dr. Sveinn E. Björ/lsson fyrr-
um læknir í Árborg, hefir verið
skipaður héraðslæknir í Ashern
læknisdæmi frá 1. marz næst-
komandi að telja. Dr. Sveinn og
frú hafa dvalið vestur við Kyrra-
haf síðan í haust; þau hjón hafa
jafnan verið liðtæk varðandi
þátttöku í íslenzkum mannfé-
lagsmálum, og er það hinum
mörgu vinum þeirra því mikið
fagnaðarefni, að íslenzk bygðar-
lög fái notið starfskrafta þeirra
framvegis.
+
Frú Björg Isfeld hefir tekið að
sér organistastarfið við Fyrstu
lútersku kirkju í fjarveru Miss
Snjólaugar Sigurðson; hefir frú
Björg gegnt áður þessu starfi
við hinn ágætasta orðstír.
+
Ársfundur deildarinnar “Bár-
an” verður haldinn í skólahúsinu
á Mountain, laugardaginn 2.
febr. n.k., kl. 2 e. h. — Á þessum
fundi verða lesnar skýrslur yfir
störf deildarinnar á liðnu ári,
kosnir embættismenn fyrir næsta
ár. Ennfremur fer fram kosn-
ing fulltrúa á Þjóðræknisþingið,
sem haldið verður í Winnipeg,
Man. í febrúar n.k. Á eftir fundi
verður dálítil skemtiskrá, með
stuttum ræðum, söng og músík,
svo, félagsmenn og konur, gjörið
svo vel að fjölmenna. Kaffiveit-
ingar í fundarlok.
Fyrir hönd nefndarinnar,
A. M. A.
+
Gefið í minningarsjóð
Bandalags Lúterskra Kvenna ,
Mr. og Mrs. Th. Anderson,
Winnipeg, $25.00, í minningu um
ástkæran son, Air Gunner Wil-
lard Adolphe Anderson.
Með innilegu þakklæti,
Anna Magnússon,
Box 296, Selkirk, Man.
+
Þann 16. janúar voru gefin
saman í hjónaband að heimili
Mr. og Mrs. Oliver Goodman,
Nettly Lake, Man., John Penfold
Stocks, frá Rooseville, B.C., og
Frances Croft, Nettly Lake,
Man. Mr. og Mrs. Oliver Good-
man aðstoðuðu við giftinguna.,
Heimili nýgiftu hjónanna verð-
ur í Roosville, B.C. Séra Sigurð-
ur Ólafsson framkvæmdi gift-
inguna.
+
The Junior Ladies’ Aid of the
lst Lutheran Church will hold
a birthday meeting in the church
parlors, Victor St., Tuesday, Jan.
29th, and will have as their
guests the Senior Ladies’ Aid,
+
Þessi börn voru skírð af séra
Skúla Sigurgeirssyni að Piney,
20. þ. m.:
Ivan George Mattson
Franklin Lawrence Freeman
Chrystal Vinge
Gerald Sigvart Berg
Richard Berg.
+
Gjafir í námssjóð
Miss Agnes Sigurdson:
Mr. og Mrs. G. S. Thorvaldson,
$25.00; Mr. og Mrs. A. G. Eggert-
son, $25.00; Mr. Justice og Mrs.
H. A. Bergman, $25.00.
Mr. Halldór M. Swan hefir
góðfúslega boðist til að safna í
þennan sjóð, og er eftirfarandi
skrá yfir það, sem honum hefir
orðið ágengt: —
Mr. og Mrs. Loftur Matthews,
$5.00; Mr. og Mrs. Guðman Levy,
$10.00; Mr. Halldór M. Swan,
$25.00; Mr. og Mrs. C. K. Thor-
lakson, -10.00; Mr. og Mrs. S-
Jakohson, -10.00; Mr. og Mrs. G.
J. Johnson, $10.00; Mr. P. Hall-
son, $2.00; Mr. og Mrs. Jochum
Asgeirsson, $10.00; Mr. og Mrs.
G. A. Stefanson, $5.00; Mr. Elías
Elíasson, $5.00; Mrs. B. J. Good-
man, $5.00; Mr. Thor O. Hallson,
$5.00; Mr. Gunnar Erlendsson,
$5.00; Mr. Soffonias Thorkelsson,
$25.00. — Samtals $207.00.
Áður kvittað fyrir $1,011.00
Með þakklæti,
f. h. nefndarinnar,
G. L. Johannson, féh.
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
PERTH’S
DRY CLEANING
SPECIALS
CASH and CARRY
Suits 59c
Men's 2 or 3 Piece .
(Whites Extra)
Dresses 69c
(1 Piece Plain)
Pants 21c
When Sent with Suil
(Whites Extra)
Skirts 21c
When Sent with Dress
(Whites Extra)
PERTH’S
888 SARGENT AVE.
ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ
Hið 27. ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi verður haldið í Winnipeg dagana 25.,
26. og 27. febrúar næstkomandi, á venjulegum
stað. Deildir eru ámintar um að senda fulltrúa
á þingið, eftir því sem réttindi þeirra mæla fyrir.
Dagskrá þingsins verður birt síðar.
STJÓRNARNEFNDIN.
Saga
VESTUK ÍSLENDINGA
Þriðja bindið af Sögu íslendinga í Vestur-
heimi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, er nú nýlega
komið út, mikil bók og merk, 407 blaðsíður að
stærð, og í fallegu bandi. Þetta er bók, sem
verðskuldar það að komast inn á hvert einasta
og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu; bókin
kostar póstfrítt $5.00. Bókin fæst á skrifstof-
um Lögbergs og Heimskringlu, og einnig í
Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og
hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Win-
nipeg; svo og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu
bygðarlögum.
Það var slæmt í sjóinn og hin-
ir tuttugu og fimm farþegar
voru nýsestir að borði skip-
stjórans, er hann bauð þá vel-
komna með stuttri ræðu:
“Jeg vona, að hver einasti yk-
kar tuttugu og fimm hafi ánæg-
ju af ferð þessari”. Súpan var
borin inn og hann hjelt áfram: ”
Það er einlæg ósk mín, að þessi
litli tuttugu og fjögra manna
hópur njóti sjóferðarinnar í sem
ríkustum mæli. Jeg lít á þessi
tuttugu og tvö brosandi andlit
eins og faðir á fjölskyldu sína,
enda ber jeg ábyrgð á þessum
sautján manna hóp. Og nú bið
jeg ykkur fjórtán að lyfta glös-
um ykkar og skála fyrir fóstur-
jörðinni. Jeg er þess fullviss, að
okkur átta muni koma ágætlega
saman, og jeg er sannarlega
þakklátur forsjóninni fyrir að
láti mig kynnast ykkur þremur.
Þjer og jeg, kæri herra, er-
um . .. Heyrðu þarna þj,ónn,
berðu diskana út og komdu með
næsta rjett”.
Utsala íslenzku blaðanna
Umboðsmaður okkar á íslandi er Bjöm Guðmundsson,
Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á
blöðunum og greiðslum fyrir þau.
LÖGBERG og HEIMSKRINGLA
THE IDEAL GIFT
ICELAND'S THOUSAND YEARS
A series of popular lectures on the History
and Literature of Iceland.
172 pages — 24 illustrations Price $1.50
Send Orders to:
MRS. H. F. DANIELSON,
869 Garfield St., Winnipeg, Canada.
AIl Gift Orders Sent Promptly, With Gift Cards
No 17 — VETERANS' LAND ACT (continued)
Benefits and Obligations (Section 9 of Act)
The maximum amount which the Director may spend on an
ndividual establishment, whether full time farming, small hold-
ing, or small holding coupled with commercial fishing, is $6,000,
of which up to $1,200 may be spent on livestock, farm equipment
and fishing gear, but the maximum of $1,200, available for live-
stock and equipmen tis correspondingly decreased at the cost to
the Director for land and permanent improvements increases
above $4,800, up to the maximum of $6,000. For example, when
the cost of land and buildings is $5,400, only $600 remains for the
purchase of livestock and equipment. When the cost of land and
buildings is $6,000, nothing remains for the purchase of livestock
and equipment.
Aveteran so established must pay in advance 10% of the
amount expended by the Director for land and permanent im-
provements plus any cost over $6,000, and contract to repay
two-thirds of such cost on amortization basis within twenty-five
years, with interest at the rate of 3 ¥2%.
If the veteran complies with the terms of his contract for ten
years, the Dominion thus absorbs approximately 24% of the cost
af land and permanent improvements plus the total cost of the
livestock and equipment or fishing gear supplied to him.
This space contribuí ed bjj
THE DREWRYS LIMITED
MD 140
VERZLUNARMENNTUN
Hin mikla nýsköpun, sem viðreisnarstarfið út-
heimtk á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar
fullkomnustu sérmenntunar sem völ er á; slíka mennt-
un veita verzlunarskólarnir.
Það getur orðið ungu fólki til verulegra hags-
muna, að spyrjast fyrir hjá oss, munnlega eða bréf-
lega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla
borgarinnar.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
TORONTO AND SARQENT, WINNIPEG
The Fuel Situation
Owing lo shorlage of miners, sirikes. eic.. ceriain brands
of fuel are in short supply. We may not always be able
to give you jusi ihe kind you want, bui we have excellent
brands in stock such as Zenith Coke, Berwind and Glen
Roger Briquetles made from Pocohontas and Anlhracite
coal.
We suggest you order your requiremenls in advance.
McCurdy Supply Co. Ltd.
BUILDERS' SUPPLIES AND COAL
Phones 23 811 — 23 812 1034 Arlington St.