Lögberg


Lögberg - 14.02.1946, Qupperneq 6

Lögberg - 14.02.1946, Qupperneq 6
c LÖGB.ERG, FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR, 1946 “Við vitum einu sinni ekki hvort það verður nokkuð eftir fyrir okkur til að lifa á,” sagði Madame de Nailles, í sárri angist, jafnvel meðan líkið stend- ur uppi í líkhúsinu.” Jackueline kraup við líkið og grét óaflátanlega og vildi ekki þiggja huggun né hughreystingu frá neinum. Hún sneri sér í sárri hugaræsingu að stjúpu sinni og sagði: “Hvaö gerir það til? Eg á engan Föður—mér er sama um alt.” Henni flaug í hug að þetta væri hræöileg hugsun, hugsun sem hún skammaðist sín fyrir. Hún fann til þess að þetta var ekki satt, því einhver innri rödd sagði henni að það væri eitthvað sem hún kærði sig um; eins og hún tók nærri sér föður missirinn, var eins og einhver taumlaus forvitni ásækti hana, þó hún findi ávalt til þess, að hún ætti ekki að láta það villa sér sjónir. “Hvern- ig mundi Gerard de Cyimer haga sér í svona kringumstæðum?” Hún hugsaði um þetta og margt annað, þá hræði- legu nótt, er hún og Modest sátu saman í hálfdimmunni yfir líkinu. Þessar hugsanir ásóttu hana, í hvert sinn er hún vaknaði upp af augnabliks dúr; hún stundi við er hún gerði sér ljósa grein fyrir umhverfinu og kringum- stæðunum. Og svo hugsaði hún á sama tíma, þessar ólíku hugsanir: “Elsku faðir minn vaknar aldrei aftur,” og, “Elskar hann mig? — Mun hann nú vilja að eg verði konan hans?—Mun hann vilja taka mig til sín?” Sá illi andi, sem kom henni til að hugsa þessar hugsanir, gerði hana óþolinmóða til að fá svar uppá þessar spurningar. Hann fylti hug hennar hræðilegri ímyndun um það, hve illt það mundi verða fyrir hana að vera hjá stjúpu sinni, og hafa ekkert tækifæri til að komast burtu. Hann kveikti þá ímyndun hjá henni, að stjúpa hennar mundi giftast aftur— mundi giftast Marien. Útúr þessu hug- arstríði hrópaði hún upp: “Eg skal ekki vera hjá þeim! Eg þoli ekki slíka svívirðingu!” Oh, hvað hún vonaði að Gerard de Cymier elskaði sig! Hún forT smáði það sem hún kallaði hræsnistár Madame de Nailles. Hún áleit sorg hennar hræsni og uppgerð. Morguninn eftir komu alvarlegir svartklæddir menn og báru líkiö út, sem nú var ekki framar líkt þeim föður sem hún hafði elskað. Hann var henni horf- inn um alla eilífð. Mjög virðuleg og kostnaðarsöm útför fór fram næsta dag, sem Marien stóð fyrir og sá um, og í fjærveru næstu skyldmenna tók hann að sér umsjón á öllu sem hinum aána manni tilheyrði. Hann virtist taka mjög nærri sér fráfall vinar síns, og sýndi Jackueline alla umönnun og hlut- tekningu sem mögulegt var, en hún gat ekki þýðst umönnun hans og góðvild, ekki einusinni þakkað honum, eða jafn- vel litið á hann. Hún hataði hann og fyrirleit, eins og ef sál hennar dána föðurs, sem nú vissi alt, hefði tekið sér bústað í henhar eigin sál. M. de Cymier hafði ekki látið undir höfuð leggjast að komast sem fyrst að því hvernig fjárfiag þeirra mundi vera háttað, enda var það auðvelt, því nú var ekki um annað rætt meir í Paris, en það strand, þar sem líf og eignir þess manns fórust, sem hafði verið orðlagð- ur fyrir góðgerðir og höfðingsskap við gesti þá er sóttu kvöld-heimboð kon- unnar hans. Þetta var árangurinn, sagði fólk, af því að sækjast eftir að láta bera mikið á sér: húsið yrði nú selt, allir keyrslu,- og reiðhestarnir, myndir og málverk, og húsmunir. Hvaða við- brigði fyrir vesalings ekkjuna og dótt- irina! Það voru fleiri sem biðu stórtjón við gjaldþrot Wermats, en það voru ekki eins nafnkendir menn eins og M. de Nailles. Tengdasonur Wermats, M. de Belvan, stóð nú uppi allslaus með konu sem ekki átti einn einasta eyrir, en var dóttir sendiráðs fulltrúans sem hafði orðið gjaldþrota fyrir óráðvendni. Um þetta var mikið rætt, og þeir sem einmitt höfðu gert það sama, en ekki orðið fyrir sömu afdrifum, ásöluðu allra manna mest þá sem höfðu gifst fyrir peninga. M. de Cymier hlustaði með athygli á slíkar umræður. Hann lagði fátt til þeirra mála, en er hann heyrði nánar um hinn bágborna fjár- kag Nailles fjölskyldunnar, þakkaði hann sínum sæla fyrir að hafa gætt varfærni í því, að biðja ekki Jackueline. Hann hafði altaf verið í dálitlum vafa um hvort þau auðæfi sem mynduðu svo yndæla umgjörð um fegurð Jackueline stæðu á föstum grunni; honum fanst hún nú ekki eins fríð og hann hafði ímyndað sér; þau áhrif sem fegurð hennar hafði haft á hann, strauk hann nú af sér sem laust ryk; en hann stundi þungan, þegar hann hugsaði til þess að það væri enginn vegur til að hafa hana á valdi sínu, nema giftast henni. En þó honum þætti það illt, þá samt sem áður fagnaði hann yfir því, aö hafa ekki gefið henni neitt loforð. Það sem hann gat ásakað sig um, var stöku óvarfærnis snertingar í augnabliks gleymsku, en engin heiðarleg mann- eskja gát sagt að hann hefði beðið hennar. Kvöldið sem hann var að yfir- vega þessi mál í huga sínum, skrifaði hann tvö bréf, mjög lík hvort öðru; annað var til Madarae d’Avrigny en hitt til Madame de Nailles, hvar í hann sagðist hafa fengið skipun um að fara til sendisveitarinnar í Vínarborg, sem hann tilheyrði, og að hann yrði að fara strax, og tjáði þeim hve sér þætti fyrir því, að hafa ekki tíma til að kveðja neina vini sína. Hann afsakaöi við Ma- dame d’Avrigny að hann yrði að fara svo fljótt í burtu og gæti ekki tekið þátt í leikjum hennar, sem hann sagð- ist sjá mjög eftir. í bréfinu til Madame M. de Nailles lét hann í ljósi innilega samhygð með henni og Jackueline, og fór mörgum orðum um þá ánægju sem hann hefði haft af því að koma á heimili hennar, og njóta hinnar aðdáanlegu gestrisni þeirra. í niðurlagi bréfsins tal- aði hann um þær endurminningar sem hann geymdi í huga sínum, um þá á- nægju sem hann hefði notið í húsi M. de Nailles, á þann hátt, sem gaf þeim til kynna, að hann byggist ekki við, að hafa nein náin kynni framar við fjöl- skylduna. Madame de Nailles fékk þetta bréf, rétt er hún hafði átt tal við fjársýslu- mann sem hafði sýnt > henni framá hversu algjöröur að eigna missir hennar væri. Hún sá nú að hún var að miklu leyti orsök í því að svona var komið. Hún hafði enga von um að halda áliti sínu og stöðu í félagslífinu framar, því þegar búið væri að borga skuldir yrði ekkert eftir nema íatækt, ekki einungis fyrir hana, sem ekki hafði fært mann- inum sínum neitt í búið, gat ekki klag- að yfir neinum-rangindum, en Jackue- line, hennar auður, sem var allur frá móður hennar, hafði farið forgörðum undir stjórn föður hennar. (Það eru til slíkir menn—kærulausir fjárhaldsmenn barna sinna, en þrátt fyrir það, góðir feður), sem gætti þess ekki að tryggja henni móðurarf hennar. í hinum skraut- lega samkvæmissal, þar sem aldrei áð- ur haföi verið talað um sorg og fátækt, var Madame de Nailles að segja stjúp- dóttir sinni frá högum þeirra og tala um hvernig þær yrðu að lifa sparsamlega, þegar henni var fært bréf Cymier’s. “Lestu!” sagði Barónessan og rétti Jac- kueline þetta einkennilega bréf, eftir að hún hafði lesið það. Hún hallaði sér afturábak í stólnum, með látbragði sem gaf til kynna: “Þetta er síðasta stráið!” og sat hreifingarlaus, sjáanlega yfir- komin af vonbrigðum og harmi; hún hélt hendinni yfir andlit sér, en horfði þó nákvæmlega á andlit Jackueline, sem hafði verið svo grimmilega von- svikin. Það sáust engin breytingarmerki á andliti hennar, því metnaðar tilfinn- ing gefur stundum þeim sem líða, hug- rekki. Jackueline sat um stund og horfði á kveðjuorðin, sem sópuðu því í burtu sem gat hafa verið hennar leyni- lega von. Blaðið hreifðist ekki í hönd- um hennar, en hálfgert fyrirlitningar- bros sást í kringum munninn. Hún liugsaði sem svo, kannské þessi maöur, sem gat leikið biðil við hana, þegar hag- ur hennar var góður, en hvarf þegar fyrstu erfiðleikarnir mættu henni, áleit hún ekki væri þess virði, að sjá eftir honum. Hún rétti stjúpu sinni bréfið aftur, án þess að segja neitt. “Það er ekki nema það, sem eg bjóst við,” sagði Baronessan. “Líklega ekki.” svaraði Jackueline kæruleysislega. Hún vildi forðast að láta neina hluttekningu í ljósi með stjúpu sinni. “Vesalings Madame d’Avrigny,” sagði'Jackueline, “Hún er óheppin að missa alla leikarana sína.” Þetta sem hún sagði voru gagns- laus hughreystingarorð ungs hermanns sem í fyrsta sinn gengur til orustu. Hún táldróg sig sjálfa fyrir hinni veraldar- vönu konu, sem bæði var æfð í að lesa hugsanir annara, og dylja sínar; hún hafði einskonar bitra ánægju af því hvernig Jackueline hugðist að villa sér sjónir með því að láta sem henni væri það óviðkomandi. En þetta uppgerðar kæruleysi hvarf við fyrstu snertingu einlægrar samhygðar. Þegar Giselle, sem hafði gleymt því að það var ofur- lítið fálæti á milli þeirra síðan Fred fór, kom nú til að faðma hana að sér. Þá gat Jackueline ekki dulið, undir neinu uppgerðargerfi, tilfinningar sínar. Þær áttu langt tal saman, og Jackueline sagði Giselle frá þeim vonbrigðum sem hún hafði orðið fyrir, ásamt yfirstand- andi sorgum og kvíða, og hinum óráðnu fyrirætlunum sínum. “Eg verð að fara í burtu,” sagði hún, “Eg verð að strjúka eitthvað; eg get ekki verið hér hjá Ma- dame de Nailles—eg yrði brjáluð; eg mundi brigsla henni á hverjum degi um hegðun sína.” Giselle reyndi ekki til að sefa þessa æsingu sern var í henni, því hún vissi að hún tæki ekki til greina neitt sem " hún segði. Hún braut því uppá öðru umtalsefni, í þeirri von að geta dregið huga hennar að því, og ráðlagði henni að leita þeirrar hvíldar og næðis sem hún þyrfti með, í klaustrinu. En hún skyldi einungis skoða það sem bráða- byrgðar athvarf, þar sem hún leitaði sér trausts og styrks um stundar sakir, í samveru með nunnunum. Ef hún gerði það, gæfi hún fólkinu ekkert umtals- efni, og það gæti ekki móðgað stjúpu hennar. Það er ekki leiðin út úr neinum vandræðum að gera sem mestan há- vaða, og góðar ákvarðanir eru geröar með rólegri yfirvegun, þar sem ekkert truflar. Þessi lífsregla hafði Giselle verið kend í klaustrinu hjá nunnunum, þrátt fyrir hve þær kynnu að vera á eftir tímanum í þekkingu og lærdómi hærri vísinda, þá kunnu þær að ala upp ungar stúlkur, til þess að gera þær góð- ar konur. Giselle sýndi það daglega í sambúð við eins leiðinlegan eiginmann og hægt var að hugsa sér, heimskann og ótrúann henni. Hún var ekki að reyna til að setja sig sem fyrirmynd. Hún tal- aði aldrei um sig, eða sína erfiðleika. “Þú ert sannur engill, Giselle,” sagði Jackueline með ekka. “Eg skal gera hvað sem þú ráðleggur mér.”. “Treystu mér—treystu öllum vinum þínum,” sagði Madame de Talbrun. Svo taldi hún upp þá elstu og á- byggilegustu vini hennar, en er hún nefndi Madame d’Argy, hopaði Jackue- line strax frá henni. “Oh, í hamingju bænum, nefndu þau ekki á nafn við mig!” Hún bar saman í huga sínum, trygð og einlægni Freds, og hið meiningar- lausa daður Gerards de Cymiere,, en hún vildi ekki hugsa um það, og tók þá ákvörðun að hún skyldi aldrei yðrast þess að hafa neitað bónorði Freds. Hún var sár reið við alla menn, hún vildi að allir væru eins og Cymier eða Marien, svo hún gæti hatað þá alla. Hún komst að þeirri niðurstöðu í hjarta sínu, að jafnvel þeir beztu, ef á reyndi, reyndust sjálfselskir. Hún vildi hugsa svo og trúa engum þeirra. Það vildi svo til, að fyrsta sorgardaginn kom móðir Freds til að hugga þær, og sýna hluttekningu sína til Madame de Nailles og Jackue- line. Þegar Madame d’Argy heyrði lát M. de Nailles og um fjártapið, risu upp í huga hennar tvær andstæðar tilfinn- ingar. Hún sá svo greinilega hönd for- sjónarinnar í því sem skeð hafði: Son- ur hennar var á herskipi sem var á leiðinni til að ráðast á Formosa; hann var í hættu, bæði vegna óheilnæms loftslags og fyrir kúlum Kínverja, og henni fanst að þeir, sem væru valdir að því að koma honum í þessa hættu, verðskulduðu hina grimmustu hegn- ingu; en á hina hliðina hafði síðasta bréfið sem hún fékk frá Fred fært henni hin mestu gleði tíðindi, sem æfinlega hefur mildandi áhrif á huga vorn. Fred hafði unnið sér mikla frægð í orustu sem háð var á Min fljótinu; honum hafði verið boðið að velja um, hærri stöðu, eða þyggja kross heiðurs fylk- ingarinnar. Hann sagði móðir sinni að hann væri nú gróinn sára sinna, sem hann fékk í áminnstri orustu, og sem hefðu stuðlað að 'því, að honum var veittur þessi heiður, og svo bætti hann við nokkrum lofsyrðum, sem aðmíráll Courbet sagði við hann, sem honum þótti enn vænna um en verðlaunin. Hróðug og sæl yfir þessum frétt- um af syni sínum, ásamt hluttekningar og vorkunsemi fyrir Jackueline og Ma- dame de Nailles, fanst Madame d’Argy að það mætti ekki eiga sér stað, að halda áfram þeirri óeiningu sem var á milli þeirra, þar sem hennar gömlu vin- ir hefðu nú oröið fyrir sorg og eigna- missi, og auk þess langaði hana til að segja öllum sem hefðu verið sérstak- lega blindir og vanþakklátir, að Fred hefði sannað öllum að hann væri hetja. Jackueline og stjúpmóðir hennar sáu hana koma, eins og að aldrei hefði neitt slettst uppá vinskapinn milli þeirra. Þær kystust og grétu, og spurðu lxver aðra fjölda velmeintra spurninga. En þrátt fyrir öll þessi vinalæti, gat Madame d’Argy ekki varist að láta bera á ánægju sinni og metnaði, við þær, sem svo sviplega höfðu orðið fyrir sorginni. Þær óskuðu henni til hamingju með upphefð sonar síns. Madame d’Argy vildi reyna að ímynda sér aö nú skildi Jackueline hvað hún hefði mist, og ef það skyldi valda henni meiri sársauka —hvað gerði það til? Hann og móðir hans höfðu líka fengið að kenna til. Nú voru það aðrir sem fengu að líða. Guð var réttlátur. Gremja, góðvild, og hið undarlegasta sambland af fyrirgefningu og hefnd, áttu uppihaldslaust stríð í hinu göfuga hjarta Madame d’Argy, en hún gat ekki útrýmt með öilu sársauk- anum sem innifyrir bjó. Vorkunsemin mátti sín mest í huga hennar, og ef það hefði ekki verið fyrir særandi kulda sem Jackueline sýndi henni, hefði hún gleymt öllu og fyrirgefið henni. Hún gat ekki ímyndað sér að hið fráhrind- andi viðmót sem Jackueline sýndi henni, stafaði af því, að hún hefði einmitt kom- ið þegar óhamingjan hafði lagst sem þyngst á hana, til að segja sér frá upp- hefð þess manns, sem hún hafði neitað þegar hún var í sinni mestu velsælu. Gagntsætt því vanalega, að engan fýsir að taka mikinn þátt í högum þeirra sem veröa fyrir óhamingju, komu allir vinir M. de Nailles til að samhryggjast með ekkju hans og dóttur, og hug- hreysta þær. Forvitnis löngun til að sjá hvernig þær bærust af, ánægjan af því að geta sagt frá því, hvað það hafði séð og heyrt, til að uppgötva eitthvað nýtt, til að geta sagt það öðrum, og hafa til umræðu. Umtalið út á við snérist mest um fjárhags ástandið; allir létu viðbjóð sinn í ljósi um, hversu kærulaus M. de Nailles hafði verið. Margir sögðu að hann hefði lengi verið að tapa í braski og spákaup- mensku, svo þetta hefði ekki verið ann- að en það sem við mátti búast. Allir gleymdu því, að ef áhættu fyr- irtæki hans hefðu heppnast, hefði hon- um verið hrósað fyrir framsýni og ráð- deild. Vinkonur Madame de Nailles ræddu þetta mál af hinum mesta ákafa, og kendu ýmsu um, en aldrei því rétta. Eftir langar umræður sagði Madame d’Etaples: “Mér finst að þær ættu aö halda saman og reyna að bera þessa erfiðleika saman. En það er eins og Jackueline taki sér ekki nærri síðustu ósk föður síns, sem hún lét sem sér þætti svo vænt um. Barónessan sýndi mér grátandi bréf sem hann skildi eftir með erfðaskránni sinni, sem var skrifuð fyrir nokkrum árum, en sem nú er auö- vitað einskis virði. Hann sagði konunni sinni og dóttur, að annast hvor um aðra, og vonaði að þær yrðu ávalt vinir, sem elskuðu hvor aðra, vegna þeirrar sameiginlegu ástar, sem þær bæru til sín. Eg er meir en hissa á framferði Jackueline, það ber vott um vanþakk- læti.” “Ó, hún er hjartalaus unglingur! Eg hefi altaf haldið það!” sagði Madame de Villegry, kæruleysislega. Sumar frúrnar vildu kasta sökinni á Madame Talbrun, fyrir að hafa brjál- að dómgreind Jackueline með trúar- bragöalegum fortölum og rugli. Þegar hér var komið þessum umræðum og bollaleggingum sagði Madame d’Arvigny að það væri annað og meira fyrir sig að hugsa um, en sér að mestu óviðkom- andi fjölskyldumál, sem væri að halda uppi sjónleikjum sínum, þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hefði orðið fyrir, með að missa alla beztu leikarana, sök- um þrákelkni Jackueline.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.