Lögberg - 28.02.1946, Síða 3

Lögberg - 28.02.1946, Síða 3
» \ LÖGBERG, FIMTUDAGIWN 28. FEBRÚAR 1946 í Foam Lake. Þar er einnig úr þeirri byggð Halldór Friðleifs- son, hugsuður mikill, og kona hans. Wynyardjfólkið á eg von á að sjá aftur annað kvöld. Næsta dag er eg lengst með Bjarna Kolbeins, bróður séra Halldórs og þeirra systkina, gæð- adreng og dugnaðarmanni, eins og hann á kyn til, og mjög vin- sælum. Vinnur hann ötullega að safnaðarmálum með Hálfdáni ræðismanni. Hann ekur mér í bíl sínum til Þorláks Jónasson- ar, sem eg átti heima hjá um skeið í Wynyard, greindarmanns og vel skáldmælts. Svo var einnig Svanborg kona hans, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þorlákur er orðinn heilsuveill, enda kominn um áttrætt. Við hittum Ólöfu, stjúpdóttur hans hyá honum. Hún er vinur ,ii raun. Frá heimili Þorláks ökum við til New Westminster bæjar þar í grendinni, og að snotru húsi sem á er letrað nafn Jónasar Pálssonar, kennara í píanóleik. Hann er hinn fjórði og síðasti, I sem eg hitti, þeirra Norður- Reykjabræðra. Hann er um sjöt- ugt og farinn nokkuð að þreytast, en þó glaður og reifur sem fyr. Hugur hans er allur heima. Svo virðist mér einnig um konu hans. dóttur Baldvins Baldvinssonar, enda þótt hún sé fædd vestra og uppalin. Dætur þeirra hjóna skara framúr í píanóleik og hafa verið sæmdar verðlaunum. Að- eins ein þeirra, Alda, er heima nú, og leikur hún fyrir okkur uppáhaldslag föður síns eftir Chopin. Mest er rætt um Reyk- hóltsdal og það, sem þar gerðist fyrir 40—50 árum. Sýnir Jónas mér kvæði eftir sig, og yrkir hann um það meðal annars að deyja ofan í dalinn sinn. Menn bera ekki aðeins síns heimalands mót, heldur einnig átthaga og sveitar. Eftir komuna aftur til Vancouver slæst frú Kolbeins með í förina, ensk kona, en ber þann hug til íslands, að mér kæmi ekki á óvart, þótt þau hjón ættu eftir að setjast þar að fyrir fullt og allt. Sýna þau mér nú lystigarð borgarinnar, sem er um 7 mílur að ummáli og borgarbúar þyrpast til í þús- undatali, ungir og gamlir. Er hann að einu leyti sérstæður. 1 honum eru útskornir og steindir staurar, sem bera vitni um menn- ingu Indíána, sem hér áttu heima fyrir nokkrum áratugum. Við skoðum einnig Háskólann, sem á mjög stóra lóð á fegursta staðnum í borginni, og rísa þar sífellt fleiri og fleiri hús og sum mikil borgarprýði. Um kvöldið safna þau Páll Bjarnason og frú hans, frá Wynyard, ýmsum fyrverandi Wynyardbúum sam- an í hús sitt, og var það fallega gert og ástúðlega í minn garð. Átti eg um skeið heima hjá sum- um þeirra: Frú Sólveigu Sveins- son, systurdóttur séra Jóhanns dómkirkjuprests, og Karli Frið- rikssyni og konu hans. Bróðir Solveigar er þar einnig og minn- lr mig nú mikið á föður þeirra, Svein Kristjánsson, einn af á- gmtustu vinunum, sem eg hefi eignazt. Þetta er kveðjustund. Nú skal Rogið austur í. nótt, heim á leið. hefir verið dásamleg reynz- la þessar vikur að eignast marga góða vini og kunningja og hitta hina eldri, en blandið sársauka að vísu að skilja svo fljótt við þá aftur. Heim. Plugið austur gengur vel, nema nmsta kvöld, er lenda skal í New Vork. Við eigum að koma þang- að um náttmál. En kl. er orðin 10, og enn fljúgum við. Gullin- ukur allra ljósanna í New York er fyrir neðan okkur. Við hljót- Ulr> að fara að lenda. Kl. verður *h Loks kemur ljósmerkið: Spennið beltin yfir um ykkur. fugan tekur dýfu og hnitar rillga marga. Allt í einu hverf- Ur Ijósmarkið. Flugið verður stöðugra 0g heldur þannig áfram. Kl. verður tólf, eitt, tvö. Hve lengi skyldu endast benzínbirgð- irnar? Þegar mist varir birtist ljósmerkið aftur. Hjólin taka niðri. Vélin stöðvast. Flugmenn- irnir síga úr sætum sínum og varpa öndinni þreytulega. Við erum á flugvelli 140 mílur suður of New York. Fimm dögum seinna, 1. ágúst, hefst flugið frá hervellinum í Presque Isle í Main. Við erum 7 Islendingar í stórri herflugvél. Flogið er í 3 áföngum, en staðið við á Labrador og Grænlandi. Við erum 3 l/o ^tund á fluginu hvern áfangann, eða 10% til Keflavíkur. Flugið yfir Græn- landsjökla er stórfenglegra en orð fá-lýst Nýfallinn snjór hylur tinda og bungur, allar línur mjúkar og fagrar, undratign og æfintýraljómi yfir þessu víð- lenda vetrarríki og háa helgi- dómi. Skriðjöklar fylla gil og skorninga, og augað getur fylgt þeim, unz sjórinn brýtur þá. Is- hrönglið nær langt út á haf. Hví- lík dirfska að nefna land þetta Grænland. Hvítserkur er sanni nær. Jóhann Sigurjónsson sagði eitt sinn við mig í gamni, að fyrir þann, sem kæmi austan um haf, væru Færeyjar slúðursaga um ísland. Öðru vísi fer þeim, er yfir Grænland flýgur til Islands. Grænland boðar honum glæst- ustu fegurð Fjallkonunnar. En heimkoman ein, að hún er móðir. Horft um öxl. Þessar vikur vestra sá eg glöggt, hverjum breytingum tím- inn veldur á aldarfjórðungi. Kynslóð kveður, og önnur ný kemur fram á sjónarsviðið. Þeir, sem eg þekkti áður í broddi lífs- ins,. gerast nú gamlir og hárir. Aldrei hefi eg verið minntur á- takanlegar á orð Krists: “Lífið er brú. Vér eigum að ganga yfir hana en ekki reisa oss fasta bú- staði á henni.” Máttur íslenkunnar í Vestur- heimi reynist miklu meiri en margur hugði. Henni er ekki fylgt til grafar með gömlu kyn- slóðinni. Við fyrri vesturför mína var því spáð, að íslenzkan yrði útdauð vestra eftir 25 ár. Nú dirfist enginn að bera fram slíkar hrakspár. Kirkjan og Þjóðræknisfélagið eiga beztan þáttinn í varðveizlu íslenzkunn- ar, og mun svo enn um langa hríð. Kirkjulífið er að ýmsu orðið heilbrigðara. Ófriðarbálið, sem logaði fyrrum milli frjálslyndrar og íhaldssamrar kristni Vestur- íslendinga, hefir nú lægt. Friðar- orð og vinsemdar eru borin á milli og rætt um samstarf og sameiningu. Oð báðir fylkingar- armarnir vilja af alhug náið and- legt samband við kirkju Islands. Yfirleitt fylgjast Vestur-Is- lendingar nú miklu betur með því, sem gerist á íslandi. Áhug- inn vex á því að koma heim og kynnast heimaþjóðinni betur, svo er einnig um þá, sem bornir eru og barnfæddir vestan hafs. Öll samskiftin á stríðsárunum hafa haft mikil áhrif á þá, og það, að nú er ekki lengur meira en dagleið á milli. Þeim þykir vænna en áður um heimaþjóð- ina. Þeir vita breytinguna á hugsunarhættinum: Nú eru þeir ekki lengur taldir glataðir ætt- jörðinni, sem vestur eru farnir, heldur sannir synir Islands og dætur og því til sóma og gengis, hvar sem þeir eru. Bræðraböndm yfir hafið mun nú auðið að treysta örugglega með ýmsum hætti. Samgöngur þurfa að aukast á milli, kynnis- ferðir, verlun og önnur viðskifti. Það er vel, er námsmenn héðan að heiman sækja þá skóla vestra, sem beztir eru, og skyldi svo enn. Eins eiga Vestur-íslendingar að stunda nám við skóla hér, og munu sumir þeirra hafa fullan hug á því. Samband kirkju ís- lands og kristni Vestur-Islend- inga verður að eflast við pre«ta- skifti um lengri eða skemmri tíma og komu fulltrúa á víxl yfir hafið, og mun ekkert vænlegra til sameiningar þjóðarbrotun- um. Þá er nauðsynlegt að greiða götu bókmenntum Vestur-íslend- inga hér heima og okkar vestra — með því t. d. að selja bækur og blöð aðeins á kostnaðarverði. Er hvorttveggja svo dýrt þar, að mjög dregur úr sölu og út- breiðslu, og harma margir Vest- ur-íslendingar það. Ef þörf ger- ist, ber íslenzka ríkinu einnig að leggja fram nokkurt fé til styrkt- ar þessu sambandi. Hvorirtveggja, Austur-íslend- ingar og Vestur-lslendingar, þurfa að skilja og greypa sér í hjarta, að svo verður gifta þeirra mest, að þeir haldi vel saman eins og ein þjóð. Við það stækkar þjóðin og batnar báður megin hafsins. Það er haft eftir forseta Is- lands, að hann hafi ekki vitað, hve Island var stórt, fyr en hann kom til Vesturheims. Mér finst þetta mjög fallega sagt og alveg í samhljóðan við mína reynslu. íslendingabygðirnar vestan hafs eru mér eins og hluti af íslandi, og með það í huga sendi eg þeim og öllum vinum mínum þar kveðju, þakkir og árnaðaróskir. I þessu felst einnig mikil brýn- ing. Sýnum það og sönnum, að þetta eru ekki ofsjónir einar og hillingar, heldur bjargfastur véruleiki, sem mun standast straum tímans á komandi árum. Ásmundur Guðmundsson. — (Kirkuritið). Dánarminning Konan Ólöf Sigurveig (Mrs. August Johnson)) andaðist á spítala í Winnipegosis, Man., 27. janúar s.l., eftir fjögra daga legu þar, afleiðing af slagi, sem hún fekk að kvöldi þess 22. s. m.; hún yar 88 ára og tæpra 11 mán- aða gömul; hún var fædd í Svein- ungavík í Þistilfirði í Norður- Þingeyjarsýslu, .7. marz 1857. Foreldrar hennar voru Jón Sig- urðsson, ættaður úr Múlasýslu, og kona hans Aðalbjörg Þorkels- dóttir frá Hólsseli á Hólsfjöll- umí Norður-Þingeyjarsýslu. Ung að aldri fór Ólöf frá foreldrum sínum í vistir þar í sveitinni, sem reyndust henni nokkuð mis- jafnar; langsamlega bezt reynd- ist henni vistin í Laxárdal, hjá Jóni Björnssyni og seinni konu hans Kristínu, þess heimilis mintist hún al'taf með ást og virðing, þar var hún í 5 ár. Vorið 1879 giftist hún fyrri manni sín- um, Aðaljóni Guðmundssyni Jónssonar frá Sköruvík á Langa- nesi. Strax eftir giftinguna er lagt á stað í langferðina til Ame- ríku; fyrst landleiðis til Vopna- fjarðar og þar á skip; ferðinni haldið áfram eins og farartæki þá leyfðu til Grand Forks í Norður Dakota. ólafur bróðir Aðaljóns var kominn vestur þrem árum áður; hann var þar til að taka á móti bróður sínum, og tók hann með sér út á stóran búgarð, sem hann var að vinna á, og fleiri sveitunga sína, sem voru í þess- um hóp, en Ólöf varð eftir í Grand Forks og fór þar í vist hjá norskum hjónum, og var hjá þeim það sem eftir var sumars og langt fram á haust. Þegar uppskeruvinna er búin, kemur maður hennar til baka, og þeir félagar. Næstu vetur eru þau hjón kyr í þessum bæ, en næsta vor, 1880, flytja þau sig langt norður (og hitt fólkið líka, sem var samferða að heiman), á heimilisréttarlönd, sem þeir (mennirnir) voru búnir að taka 10 mílur frá Grafton, Norður Dakota. Þar byrja þessi ungu hjón sinn landbúnað, á þessu landi eða löndum, sem urðu fleiri með árafjöldanum; bjuggu þau 19% ár. Margir erfiðleikar hafa hlotið að verða á leið þeirra fyrstu búskaparárin, eins og allflestra, sem komu efnalitlir frá gamla landinu, á þeim tímum, en þau yfirstigu þá með áhuga og dugnaði, og urðu efnalega sjálfstæð með tíð og tíma. Hveiti- rækt var aðalatvinnan, en sein- ustu árin sem þau voru þarna, urðu þau fyrir miklu tjóni af hagli, svo efnahagur þeirra þrengdist svo að þau seldu lönd sín og bú, og fluttu til Canada norður til Winnipegosis, Man.; komu þangað í nóvember 1899; settust að í því þorpi, sem var þá rétt að byrja og ætluðu sér að vera þar bara yfir veturinn, því út á land var ætlun þeirra að fara með vorinu. En Aðaljón átti ekki að fara lengra, dagar hans voru taldir, hann dó 20. desem- ber, af afleiðingum af slagi. Ólöf býr í þessu þorpi um veturinn með sín sex börn og aldraða móður og eitt fósturbarn, elzti sonur hennar þá 19 ára, yngsta barnið, þriggja ára; sonurinn reynir að ganga í spor föður síns eins og hann bezt getur, að hjálpa móður sinni. Snemma um vorið lætur hún fara að oyggja sér hús úti á landi, 10 mílur frá Winnipegosis, það er Red Deer Point, sem þá var al- gjörlega eyðiland; hennai heim- ili var það fyrsta sem þar varð til. En eftir 3—4 ár eru margir Islendingar þar komnir. Þegar hús hennar er búið um vorið, flytur hún í það með alt sitt fólk. Hún nefndi heimilið Hól. Þetta var vorið 1900, en 1905 flytur hún sig á annað pláss, sem maður ílytur í burtu af; það pláss hét Lundur. Lengi var hún kend við þessi heimili: Ólöf á Hóli eða Lundi var oft sagt, og það löngu eftir það, að hún var þaðan far- in. Hún var bráutryðjandi í þessari bygð; það komu margir eftir og leituðu skjóls og at hvarfs hjá henni, á meðan þeir voru að líta sér eftir aðseturs- stað. Margir þeirra hafa minst hennar með þakklæti fyrir hjálp- semi og aðstoð, sem hún og börn hennar veittu þessum innflytj- endum, sem á eftir henni komu til Red Deer Point. Business and Professional Cards 17. marz 1906, giftist hún annað sinn, August Johnson; hann ættaður úr Borgarfjarðar- sýslu. Þá var hún búin að missa soninn sinn áðurnefndan; hann dó í Winnipeg, eftir uppskurð, í október 1904, hún hélt áfram bú skap 1 Lundi með seinni manni sínum til vetursins 1913, þá fluttu þau til bæjarins Winnipegosis, og í þriðja sinn byggir hún sér heimili í auðn, því það var í út- jaðri bæjarins þá. Þar eignaðist hún fremur laglegt heimili, sem hún prýddi rnest sjálf með mikilli blómarækt úti og inni. Eftir 60 ára búskap, varð hún að hætta að stýra sínu heimili, þá voru líkamskraftarnir að þverra og sjónin að bila, og seinustu 5 ár in varð hún að þola það mótlæti að vera alveg blind. Þau 5 ár var hún í sambýli við dóttur sína, Emilíu, með aðstoð hennar og eftirliti, og eg, sem þetta rita, var einnig fneð henni. Þetta, sem ofan er skrifað eru aðeins nokkrir punktar úr æfisögu þess- arar háöldruðu landnámskonu. Hún hafði séð bæði skin og skugga lífsins, hún eignaðist 12 börn í fyrra hjónabandi sínu, nú aðeins fjögur þeirra á lífi, hér talin eftir aldursröð: Kristín Soffía, hún gift Gunnlaugi H. Schaldemose; Guðjón Goodman, giftur Elisabet Björnsdóttur (Crawford); Emilía Laufey, ekkja Alberts Stefánssonar, hann dáinn fyrir 6 árum; Þrúður Mar- grét, hennar maður Sigurbjörn Paulson. Þrjú þau fyrst töldu búsett í Winnipegosis, en Mar- gret í Winnipeg. 22 barnabörn lifa ömmu sína og 10 barnabarna- börn. • Ólöf var lífsglöð og léttlynd, hafði mikið þrek til sálar og lík- ama; hún hafði alt af fótavist fram að síðustu fjórum dögun- um. Hún var fróðleiksgjörn og skemtin í viðræðum, hafði óbil- að minni til síðustu stundar, gat frá mörgu sagt, frá fyrri tím- anum; hún fylgdist mikið með (Frh. á bls. 7) 1— DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61023 Talsimi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutimi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banping) Talsími 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DR. ROBERT BLACK DR. E. JOHNSON Sérfrœðingur í augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 304 EVELINE STREET 416 MEDICAL ARTS BLDG. Selkirk, Man. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Office hrs. 2.30—6 p.m. Heimasími 42 154 • Phones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG Office Phone Res Phone PARK RIVER, N. DAK. 94 762 72 409 islenzkur lyfsali Dr. L. A. Sigurdson Fðlk getur pantað meðul og 116 MEDICAL ARTS BLDG. annað með pósti. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Fljðt afgreiðsla. and by appolntment A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur-og annast um út-. farir. AUur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Iíeimilis talsími 26 444 Drs. H. R. and TWEED Tannlæknar H. W. TRUSTS 406 TORONTO GEN. BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Haldor Haldorson byggingameistari Cor. Broadway and Edmonton Winnipeg, Canada Sími 93 055 DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 INSURE your Property with HOME SECURITIES Limited 468 MAIN STREET Lco E. Johnson, A.I.I.A. Mgr. Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir Por Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartercd Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Legsteinar, sem skara fram úr. Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. Skrifið eftir verðskrá Gillis Quarries, Limited 1400- SPRUCE ST. SlMI 28 893 Winnipeg, Man. Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fastelgnasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND, FROZEN FISH Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Stmi 98 291 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. • Verzla I heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.simi 25 355 Heima 55 462 Hhuborg u FUEL CO. n Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON l'our patronage will be appreclated Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representatives Phone 97 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Blðm stundvíslega afgreidd THE ROSERY, LTD. Stofnað 1905 427 PORTAGE AVE., WINNIPEG Slmi 97 466

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.