Lögberg - 21.03.1946, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1946.
JACKUELINE
eftir
MADAME THERISE BENTZON
Hún sagði honum einnig um
hneykslanlegt samband hennar við
Madame Strahlberg; um burtrekstur
hennar úr klaustrinu, þar sem nunn-
urnar voru búnar að komast að, jafnvel
áður en hún fór, að hún hafði verið farin
að leggja í vana sinn að heimsækja fólk,
sem ekki hafði gott orð á sér, og að síð-
ustu sagði hún honum að Jackueline
hefði farið til ítalíu með gömlum Ame-
ríkumanni og dóttur hans — manni, sem
sagt er um að hafi grætt sinn mikla auð
með því að selja romm í námaþorpi í
Califprníu. Það var engin ímyndun
hvernig hann klipti skeggið á sér, og
hans ófágaða framkoma, bar ljósastan
vott um það; og að lokum sagði hún, að
Madame d’Arvigny, sem enginn gæti
sakað um illvilja, hefði orðið mjög sár að
mæta þessari heillum horfnu stúlku í
mjög ósæmilegum félagsskap, þar sem
hún virtist eiga eins vel heima eins og
fiskur í vatni.
Það var og sagt að hún væri að
hugsa um að læra leikaralist hjá La
Rochette — M de Talbrun hafði heyrt
einhvern gamlan útlendan prins tala
um það — hún gat ekki munað hvað
hann hét, en hann var að hrósa Madame
Strahlberg á hvert reipi; svo það hefði
ekki verið nema eðlilegt að M. de Tal-
brun hefði bannað konunni sinni að hafa
nokkuð við Jackueline saman að sælda.
M. de Talbrun, þó hann sé kanske ekki
alveg eins og hann ætti að vera, þá hefir
hann mjög sterka réttlætisvitund. Elng-
inn gat verið vandlátari um fjölskyldu
einingu, og í því tilliti gat enginn ásakað
hann; en Giselle hefir verið mjög van-
sæl, og hefir til þess síðasta reynt að
halda uppi vörn fyrir sína hamingju-
lausu vinkonu. Eftir að hún hafði sagt
honum þetta alt, sagðist hún ekki ætla
að tala meira um það.
Giselle var fyrirmyndar kona á all-
an hátt, í athöfnum, að gæðum og góð-
vild, og allri framkomu, hún var og mjög
hjálpsöm við móður Freds, sem, ef hún
hefði ekki notið hennar umönnunar,
mundi hafa verið dáin fyrir löngu úr
leiðindum og sorg. Svo fór hún að telja
sínar vanalegu harmatölur um hans
löngu, löngu burtveru, og að hún hefði
verið hætt að vona að hún lifði til að sjá
hann aftur; hún lýsti fyrir honum hvað
gengi að sér, orsakir þess og að síðustu
hve það hefði aukist við sífelda sorg og
kvíða fyrir honum, og svo sagði hún hon-
umg hvernig Giselle hefði hjúkrað sér,
með allri þolinmæði og guðrækni þeirra
Charity systranna. í .öllum bréfum
Madame d’Argy, á þessu tímabili, var
gerður eins mikill munur og hægt var, á
hinni engilfögru mynd Giselle og hins
unga og óbætanlega litla djöfli, Jackue-
line.
F’yrst hélt Fred að þetta sem móðir
sín skrifaði væri alt yfirdrifið, en sann-
anirnar voru þar staðfestar með hinni
stöðugu þögn þess sem ( hlut átti. Hann
þekkti að móðir sín var of velviijuð til
að sverta mannorð þess sem hún hafði
svo árum skifti vonast til að yrði tengd-
adóttir sín, eina barnið síns bezta vinar,
fyrstu stúlkuna sem sonur hennar elsk-
aði. En smátt og smátt fór hann að
ímynda sér, að sú ást sem svo lengi
hafði lifað í hjarta hans væri að smá
deyja út, að hún væri horfin, að ekkert
væri eftir nema minningar, minnihgar
sem vér geymum í huga vorum um dáin
vin, myndirnar án vonar. Þetta jók á
heimfýsi hans, sem ágerðist, dag frá
degi.
Það var nú ekekrt sérstakt fyrir
stafni í sjóhernum, sem gerði hann ró-
legri með burtuveruna. Stríðið var yfir.
Eftir að friðarsamningarnir við Kína
höfðu veriö undirskrifaðir, var flotinn,
sem hafði unnið svo marga sigra í smá-
orustum, hafði nú ekkert að gera, nema
vera á verði meðfram ströndum hins
sigraða landsvæðis. Alt í kringum flot-
ann, þar sem hann lá fyrir akkerum í
mjóum fyrði, risu há fjöll með alslags
undarlegri lögun, sem virtist eins og
loka þá inni í fangelsi. Þessi tilfinning
um athafnaleysi lá á Fred eins og næt-
urfnara. Það eina sem hann hugsaði
um var, hvernig hann gæti komist burtu,
hvenær mundi hann fá að kyssa hinar
fölu kinnar móður sinnar, 'sem oft báru
fyrir augu hans eins og í draumi, er
hann lá vakandi eða svaf, á hinum löngu
og þreytandi tímum, meðan umsátrið
stóð yfir. Það var hún ein sem var í
huga hans þegar hann var á verði; þeg-
ar hann orti ástavísur sínar mildar og
sáfsaukakendar og fullar örvæntingar.
Nú var það allt búið að vera! í þess stað
var nú komin þunglyndisleg alvara.
Þannig var hugarástand FTeds,
þegar hann fékk leyfi til að fara heim—
eins óvænt, eins og alt virðist að vera
í lífi sjóhermannsins. “Eg fer heim til
hennar,’’ sagði hann. Hennar, meinti
móðir hans, og ættjörð. Alt það liðna
hvarf honum sjónum, eins og þáð hefði
sveipast dimmri móðu. Jackuéline var
eins og svipur liðinna daga í huga hans;
það hafði svo margt á dagana drifið síð-
an hann elskaði hana. Hafði nú siglt
hin fjarlægu höf og séð og reynt svo
margt. Hann hafði séð hinar enda-
lausu strendur Asíu-landanna, hann
hafði þolað margslags harðrétti, og séð
allar þær hörmungar sem menn verða
að horfa uppá í hernaði, hann hafði séð
sjúkdóma og dauða í öllum myndum,
þetta alt var búið að gera hann kaldan
og rólyndari, ásamt einangrun og stöð-
ugri hættu. Hann mintist nú bara sinn-
ar gömlu ástar eins og blóms sem hann
hefði einhverntíma dáðst að er hann
gekk framhjá því, hættulegs blóms, með
þyrnum sem höfðu stungið hann. Sum
blóm eru til góðs og græðslu, en sum eru
eitruð, og þau eru oft fegurst. Hann
hugsaði sem svo, að það væri ekki rétt
að álasa þeim; það var þeirra eðli að
særa, þess vegna væri bezt að ganga
fram hjá þeim og snerta þau ekki.
Á leiðinni heim hafði Fred ákveðið
að láta móðir sína velja konu handa
sér, tengdadóttir sem henni líkaði, sem
veitti henni þá ánægju og blessun sem
barnabörnin veita, og sem væri til þess
kjörin að ala þau vel upp, og sem yrði
ekki leið á að vera á Lizerolle. En
skömmu seinna var hann horfinn frá
þessari ákvörðun, og þessi hugarfars-
breyting átti rót sína að rekja til Giselle.
Þegar hann kom heim, fagnaði Gis-
elle honum með alúðlegu brosi, sem
gekk honum til hjarta. Hún var hjá
Madame d’Argy, sem hafði verið of las-
in að fara þangað sem hann kom að
landi, til að mæta syni sínum þar; og er
hann kom heim og sá hana, endurfram-
kallaðist í huga hans undir eins hið föla
og veiklulega andlit sem hann sá í
draumum sínum á Tonquin; og hið
bjarta andlit er honum haföi aldrei áður
þótt svo frítt, nú holdugra en hann
mundi til, með mild og góðleg blá augu,
og með sætan barnslegan munn, sem
sýndi einlægni og góðleik. Móðir hans
breiddi út faðminn á móti honum, hljóð-
aði upp og féll í ómegin.
“Láttu þetta ekki hræða þig; það
er bara af fögnuði,” sagði Giselle, í
sínum milda málróm.
Madame d’Argy raknaði brátt við
aftur, og fór að spyrja son sinn óend-
anllega margra spurninga, og kyssa
hann af ákafa, Giselle rétti honum
hendina og sagði:
“Eg er líka innilega glöð, að þú ert
kominn heim.”
“Ó,” sagði gamla konan í fagnaðar
hrifningunni, “þú verður að kyssa þína
gömlu leiksystir!”
Giselle roðnaði ofurlítið, en Fred,
sem var feimnari en hún, snerti aðeins
með vörunum hið silki-mjúka hár henn-
ar. Hvort það var sökum þessarar nýju
hársnertingar, að honum fanst hún svo
miklu fríðari en áður, en honum fanst
sem hann sæi hana nú í fyrsta sinn.
Madame d’Argy, þrátt fyrir tilraunir
Giselle, sagði syni sínum um allar vel-
gerðir og hjálp sem hún hefði veitt sér,
og hve mikið að hún ætti henni að þakka
—“Dóttir mín, hve elskuleg sem væri,
hefði ekki getað verið umhyggjusam-
ari og þolinmóðari við mig og gert meir
fyrir mig! Ó, bara, ef bara, væri hægt
að finna aðra henni líka!”
Með öllu þessu lofi komst hún hjá
að segja neitt um Jackueline.
Hví hefði Giselle, eftir þetta átt að
fara að efast um að koma daglega til
Lizerolle, eins og hún var vön? Karl-
menn kunna svo lítið að því að hjúkra
veiku fólki. Svo hún kom, og var við-
stödd öll fagnaðarlætin og alt það tal
sem stóð í sambandi við heimkomu
Freds. Hún tók sinn þátt í samtali um
framtíð Freds. “Hjálpaðu mér, uppá-
haldið mitt,” sagði Madame d’Arg,y “til
að finna konu handa honum: Allt sem
við biðjum um, er að hún sé lík þér.”
Fred sagði, bæði eins og í gamni
og alvöru, “Því er eg samþykkur.”
Giselle lagði ekki mikinn trúnað á
þetta, en samkvæmt eðlishneigð sinni
tókst hún á hendur hið hættulega starf,
að hjúkra Madame d’Argy, þangað til
hún væri komin til heilsu. Hún hætti
að koma á hverjum degi. Fred tók upp
á því að fara til hennar, án þess að vera
boðið, og dvaldi þar stundum saman.
“Rektu mig ekki í burtu. Þú ert æfin-
lega svo góð,” sagði hann. “Ef þú bara
vissir hvaða ánægja mér er í að tala
við Parisar fólk, eftir að hafa verið
svona lengi í á Tonquin!”
“Eg er svo lítil Parisar kona, að
minsta kosti, ekki það sem þú meinar
með því orði, og samtal við mig er ekki
eftirsóknar vert,” sagði Giselle.
í sinni miklu hógværð, gerði hún
sér ekki ljósa grein fyrir því hversu
mikið að henni hafði farið fram í skyn-
samlegri þekkingu Konur sem fá að
vera svo mikið einar útaf fyrir sig, hafa
tíma til að lesa, og Giselle hafði gert
það, og sérstaklega af því hún áleit það
vera skyldu sína: hún varð að afla sér
nógu mikillar þekkingar til að verða fær
um að sjá um uppeldi sonar síns. Hún
talaði við Fred með mikilli tilfinningu,
og þó svo blátt áfram, um hversu mikil
ábyrgð hvíldi á sér gagnvart syni sín-
um. Hann gaf henni sínar ráðleggingar,
og svo töluðu þau um það sem helzt
mætti verða til að gera hann að góðum
manni.. Giselle minntist oft á ætternis-
erfðir, en nefndi engan, en Fred varð
þess var að hún gekk með dulinn ótta
um að Engeurrand, sem var svo líkur
föður sínum í sjón, gæti og erft hans
karaktér. En þessi ótti var á engum
rökum bygður. Það bar á engu í eigin-
legleikum barnsins, nema góðu; hann
líktist móður sinni algjörlega að því.
Litla Engeurrand þætti ósköp gaman
að láta Fred leika við sig, og klifra uppá
knén á honum, og sagði altaf að sig
langaði til að fá fallegan rauðan borða
til að hafa í hnappagatinu á kjólnum
sínum, eins og Fred hafði, borða sem
þeir einir fengju sem sigldu langt, langt
útá sjóinn. “Sjómaður!” Hamingjan
forði þér frá þv(!’’ sagði móðir hans.
“Sjómaðurinn kom heim aftur.
Getur hann ekki bráðum tekið mig með
sér? Eg hef heyrt sögu um káetudreng
sem var ekki mikið eldri en eg er.”
“Við skulum vona, að Fred vinur
þinn þurfi ekki að fara aftur í burtu,”
sagði Giselle. *
“EJn af hverju langar þig til að vera
káetudrengur ? ”
“ Af því mig langar til að fara með
honum, ef hann fer aftur — mér líkar
svo vel við hann,” sagði Engeurrand í
ákveðnum róm.
Móðir hans tók hann í faðm sér
og kysti hann ástúðlega. Hún hugsaði
með sér, að hún gæti haft hann hjá
sér, og komið í veg fyrir að hann yrði
athafnalaus slæpingur í borginni, sem
hugsaði ekki um annað en dýraveiðar
og carps de ballet; hún ætlaði að sjá
um uppeldi hans. “En, Fred! Þú gerir
hann keipóttan. Það er engin furða að
honum þykir svo vænt um þig! Þú verð-
ur einhvertíma hamingjusamur faðir;
eg er viss um að þú giftist bráðlega.”
Hún hélt, með því að segja þetta,
að hún væri að segja það sem Madame
d’Argy vildi láta hana segja.
“Hvað börn áhrærir, þá held eg að
sonur þinn sé nóg fyrir mig,” svaraði
hann, en hvað giftingu viðvíkur—þú
getur kannské ekki trúao því—hve mér
er algjörlega sama um þær allar; það
er engin þeirra fyrir mik. Það er næst-
um eins og eg hafi andstygð á þeim.”
Nú fyrst áræddi hún að segja: “Og er
þér þá líka sama um Jackueline?”
“Svona álíka mikið og henni er
sama um mig,” svaraði hann þurlega.
“Nei, mér skjátlaðist einusinni, og það
hefur gert mig varfærinn í framtíðinni.”
Meðan þessu fór fram, var Jackue-
line að verða þess vör hversu erfitt það
er fyrir velættaða stúlku, ef hún er fá-
tæk, að halda og vernda heiðarlegt
sjálfstæði sitt. Hún sá, að hún hafði
auðveldlega látist misleiðast af þeim
félagsskap sem hún var með—af titl-
inum að vera “lagskona,” sem á yfir-
borðinu var virðulegri en, “domoiselle
de campagnie,” en meinar í virkileg-
leikanum það sama — undirgefni og
hálfgerða þrælkun.
Peningar eru sá prófsteinn sem
allt félagslegt samband er miðað við,
sérstaklega þegar á aðra hliðina er mik-
ill næmleiki og tilfinningarsemi, en á
hina hliðina vöntun góðs uppeldis og
mentunar. Sparks feðginin voru Am-
eríkönsk, af lítið upplýstu né siðfáguðu
fólki, en auðug og óspör á að éyða pen-
ingum sér til skemtunar, og berast mik-
ið á, en þau ætluðust til, að hvert cent
sem þau borguðu út, skyldi endurborg-
ast sér með jafnvirði í því er þau nutu,
og þeirri þjónustu er þeim var veitt.
Jackueline bauðst staða, sem lagsmey
Miss Sparks, sem hún tók strax með
miklum fögnuði. Henni var borgað jafn
mikið kaup og Justine, sem var höfð til
snúninga, þrátt fyrir það, að staða
hennar var miklu vandasamari og þýð-
ingarmeiri. Stundum beiddi Nora hana
að sauma, og sagði þá, að hún væri eins
lagvirk í höndunum, eins og álfkona, en
í sjálfu sér var það til þess að láta hana
finna til þess, að hún væri aðeins sem
vinnukona.
Hingað til hafði Miss Sparks, þótt
mikið í það varið, er hún mætti kunn-
ingjum sínum, að segja með mikilli
sjálfstilfinningu, “Hún er afkomandi
gamallrar franskrar höfðingjastéttar,”
og hún var enn meira upp með sér af að
hugsa til þess, að nú væri þessi höfð-
ingjadóttir þjónustustúlkan sín, þar
sem faðir sinn hefði ekki verið hærra
settur en að halda uppi drykkju knæpu
( náma-þorpi; en hún viðurkendi ekki
þetta með sjálfri sér, og hún hafði aldrei
viðurkennt slíkt, en sannleikurinn var
samt sá sami sem áður, en hún var
ákaflega hégómaleg og heimst. Jackue-
line hefði kosið að mega vera, eins og
Mademoiselle Justine, inn í sínu her-
bergi allan daginn, að breyta um skraut
á búningum Miss Sparks, ef hún hefði
með því getað komist hjá hinum sér-
stöku skylduverkum sínum, sem voru,
að fylgja Miss Sparks, hvert sem hún
fór, eins og skugginn hennar, til að vera
trúnaðar þjónn hennar, og stundum,
að þurfa að vera í vitorði með henni í
ýmsu sem gat haft hættu í för með sér,
og henni var mjög á móti skapi.
Miss Sparks hafði sagt við föður
sinn, þegar hann bað hana að hætta
við að leita sér uppi Evrópiskan biðil
sem henni líkaði í alla staði, því hann
var orðinn hræddur um að slík léit gæti
dregist í það óendanlega, án árangurs,
þá svaraði hún: “Ó, eg er viss um að
finna hann í Bellago!” Svo hún afréð
að fara þangað og finna hann þar, hvað
svo sem það kostaði. Að búa í hóteli gaf
henni gott tækifæri til að sýna daður-
hneigð sína, því þar mætti hún svo
mörgum mönnum þeirrar tegundar sem
hún kallaði chic, með ofurlítið skringi-
legum útlendum hljómblæ, sem virtist
gefa þessu útslitna orði nýtt líf.
Tuttugu sinnum 4 dag beitti hún
öngulinn sinn, og tuttugu sinnum á dag
mundi einhver fiskur bíta á, eða að
minnsta kosti narta í beituna, eftir því
hvort hann var í leit eftir, að ná í ríka
stúlku, eða meinti ekkert. Miss Nora
Spikes, gat ekki gert neinn greinarmun
slíks, en var tilbúin að festa hendur í
hári hvers sem var. Stundum tók hún
þá með sér í tunglsljósinu á róðrar túr;
stundum keyrði hún með þá í logandi
fartinni eftir vegum sem láu gegnum
olíuviðar og vínberja akra; alt þetta
var gert undir því yfirskini að njóta og
dáðst að hinu æfintíralega landslagi og
útsýni. Faðir hennar var ekki að skifta
sér af þessu, sem hann kallaði, “sak-
lausu gjálífi.” Hann var rólegur með,
að félagsmeyja dóttur sinnar vissi hvað
væri sæmilegt, því hún væri, eins og
hann sagði, vön góðum félagsskap.
Höfðu ekki allar heldri ítalskar stúlkur
karlmann með sér? Hver gat álasað
ungri stúlku fyrir að skemta sér? Mr.
Sparks skemti sér eftir sinni gamalli
venju, sem var, að sitja í þægilegum
stól og leggja fæturna uppá ‘lítið borð
sem stóð fyrir framan hann, og sötra
sterkan ískaldan drykk í gegnum strá.
Jackueline, sem var lagsmey Miss
Sparks, hafði engin áhrif til þess að
gæta velsæmis, en varð að láta það gott
heita sem Miss Sparks og félagar henn-
ar vildu vera láta, þó hún væri því al-
gjörlega mótfallin. Hún var álitin sem
fráhrindandi og dramblát, og sumt af
þessum hálf vilta hóp, hló að henni fyrir
að hafa kennara, eða umsjónarkonu-
blæ á sér. Árangurslaust reyndi hún
stundum að segja a,ðvörunarorð við
Miss Sparks; en hún bara hló að henni,
eða svaraði henni í þeim róm sem gaf
Jackueline til kynna að hún væri bara
launuð fylgdarstúlka sín, sem hefði eng-
an rétt til að tala til sín, sem vinstúlku
sinnar. Henni var sagt einn daginn, al-
veg afdráttarlaust, að hennar staða