Lögberg - 28.03.1946, Page 1

Lögberg - 28.03.1946, Page 1
PHorxE 21374 io*A 0»SSí55S“ ttnd Fur A Stoí<*0* I>**a*'*'Vtj* A Complete Cleaning Institution 59. ÁRGANGUR / WINNIPEG, FIMTUDAGINN 28. MARZ, 1946 PHONE 21374 AotA on* FUr . stoTtt°e l>o.nn(iere ' A Complete Cleaning Institution NÚMER 13 Stórmerk kona hnigin í val Frú Guðrún H. Finnsdóttir Síðastliðið mánudagskvöld varð bráðkvödd að heimili sínu, 906 Banning Street hér í borg- inni, skáldkonan þjóðkunna Guðrún H. Finnsdóttir, kona Gísla Jónssonar ritstjóra og skálds; hún hafði verið fremur heilsuveil um nokkur undan- farin ár, en þó eigi meir en svo, að sviplegt fráfall hennar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir sifjalið hennar og fjöl- mennan aðdáendahóp út í frá. Frú Guðrún var fædd á Geir- ólfsstöðum í Skriðdal þann 6. dag febrúarmánaðar 1884. Voru for- eldrar hennar þau merkishjónin Finnur F. Björnsson og Bergþóra Helgadóttir, er á áminstum bæ bjuggu; þann 8. nóvember 1902, giftist frú Guðrún eftirlifandi manni sínum, Gísla Jónssyni frá Háreksstöðum í - Jökuldalsheiði og fluttist til Winnipeg 4904, og þar hefir heimili þeirra síðan staðið, íslenzka kærleiksheimilið á Banning stræti. Frú Guðrún H. Finnsdóttir .stóð í fremstu röð íslenzkra smá- sagnahöfunda; hún vann stofn- þjóð sinni ómetanlegt gagn með ritverkum sínum, er brugðu upp ljósum myncfum af aðstæðum, andlegum og efnislegum, þeirra íslenzkra manna og kvenna, er kvatt höfðu heimahaga og tekið sér bólfestu erlendis; hún hafði óvenju skarpa innsýn í sálarlíf þeirra persóna, er hún í sögum sínum klæddi holdi og blóði, og skipaði þeim til sætis með kær- leiksríkri samúð; hún var skáld af Guðs náð. Auk skáldgáfunnar svipmerkt- ist líf frú Guðrúnar ^f óbifandi vinfesti og fágætri röggsemi í hússtjórn; heimili þeirra Guð- rúnar og Gísla stóð jafnan í þjóðbraut, og þar kom aldrei mannamunur til greina, er gest að garði bar. £rú Guðrún var víðsýn kona, er bjó yfir sterkum lífsskoðun- um, er jafnan mótuðust af ríkri réttlætisvitund; en ef því var að skifta, lét hún ógjarna sinn hlut; hún sór sig glögglega í ætt við sitt norræna kyn; hún geymdi ávalt ísland í hjartanu, og rækt- aði íslenzk blóm framan við heimili sitt; hún var kærleiksrík vorsál, er jafnan fagnaði ný- gróðrinum, og um þær mundir, sem vorið var a^ná yfirráðum í ríki náttúrunnar, lagði hún upp í langferðina hinztu; endist mér heilsa og líf, mun eg áður en langt um líður minnast þessarar látnu og ástkæru tengdasystur minnar og þakka henni betur lífsstörf hennar og ástúðina í minn garð, en gert verður á hlaupum rétt eftir að tjaldið féll. Auk eiginmanns síns lætur frú Guðrún eftir sig fjögur glæsileg og menntuð börn, Helga, pró- fessor í jarðfræði við Ruthger College, New Jersey, frú Berg- þóru Robson í Montreal, frú Gyðu Hurst í Winnipeg, og frú Rögnu St. John, einnig í Winni- peg, og einn bróður, Helga, sem býr á Geirólfsstöðum í Skriðdal; eina dóttur, hið yndislegasta barn, Unni að nafni, mistu þau Guðrún og Gísli, en hin börnin öll, er upp komust, kostuðu þau til háskólanáms, þótt eigi væri ávalt af miklu að taka, og mun slíkt jafnan verða til fyrirmynd- ar talið; í heimilinu ríkti hið unaðslegasta samræmi þar sem gestrisni hjartans skipaði önd- vegi. Jarðarför frú Guðrúnar fer fram frá Sambandskirkjunni klukkan 2 e. h., á föstudaginn kemur. E. P. J. Theodór Árnason : Eg sé Seyðisfjörð ofan af Stöfum, eftir fjörutíu ár Farið um Fagradal og yfir Fjarð- arheiði í bifreið um miðjan vetur “Stafir eru nefndar brekkur tvær, hinar lengstu og bröttustu, sem vegurinn liggur um ofan af Fjarðarheiði, — þegar komið er af Héraði á leið til Seyðisfjarðar, — eða Efri- og Neðri-Stafur. Fyrir fjórum áratugum átti eg oft leið u-m Fjarðarheiði í öllum árstíðum. Þessi heiði er hrjóstr- ugur fjallvegur um 2000 feta hár og fátt eitt þar að sjá, sem glatt getur augað. Þó er það tvennt, sem ferðalangur myndi vilja mik- iðið á sig leggja til að sjá. Ann- að er hin fagra fjallasýn og yfir- sýn yfir sveitina fögru og víð- áttumiklu : Fljótsdalshéraðið, sem blasir við sjónum af norður- brún heiðarinnar. Þar glampar á lygnt Lagarfljótið, sem liðast um sveitina miðja, eftir endilöngu, blikar á smjörfjöllin bláhvít til norðurs, fyrir botni Fljótsdals, en til austurs sér allt út á Hér- aðsflóa. Þar var Matthías gamli Joch- umsson svo hrifinn, að hann féll um háls Skapta vinar síns Jós- efssonar, og þeir grétu báðir,— en fengu sér svo einn á eftir. Og Matthías orkti síðan hinn mikla ljóðaflokk um Héraðið. Eg var þá strákur og hestasveinn þeirra karlanna. Oft hafði eg yfir heið- ina farið, en aldrei fyrri veitt því athygli, hvílík dásemdar feg- urð blasti þarna við sjónum. Litið ofan í Seyðisfjörð Hinu hafði eg oft veitt athygli, hversu fádæma einkennilega sjón er að sjá, bæði fagra og hrika- lega, þegar komið er norðan yfir heiðina, niður undir Neðri-Staf. Þar opnast manni útsýn ofur- litla stund, ofan í Seyðisfjörð, úr 1500 feta hæð. Sér þar yfir mik- inn hluta Kringlunnar (þ.e. hafn- arinnar) og kaupstaðarins og er það eins og ofan í einn ferlegan pott að sjá, — langt, langt niðri er vatnið í pottinum, stundum úfið, og ólgandi, eins og bullsjóði í pottinym, en stundum er það eins og skygður' spegill, sem f jöll- in Bjólfur og Strandartindur spegla 6ig í á víxl. Þegar eg var strákur, var eg vanur að nema þarna staðar á heimleið, þegar gott var veður, og skoða þessa æfintýra^sýn mér til unaðar. Þar hafði faðir minn kent mér. Og nú vildi eg sýna körlunum, Mat- thíasi og Skapta, seyðpottinn minn, á heimleiðinni. Nú var hvorki um tár né faðmlög að ræða, því að brennivínið var þrotið. En eg minnist þess, að Matthías kvaðst ekki viljað hafa misst af þessari sjón, “fyrir nokkra peninga.” Núna — eftir rétt fjörutíu ár, gefst mér aftur kostur á að sjá þessa sjón, og þó er hún í þetta sinn miklu líkari mynd í æfin- íýra-bók, en eg hefi séð hana nokkru sinni áður. Heilaáfall Eg var að rangla niður við höfnina í Reykjavík hér á dög- sveitina miðja, eftir endilöng- unum, og kom þar að, sem “Esja” lá. Sýnilegt var, að þar áttu menn annríkt og að yerið var að búa það góða skip til ferðar. Eg rakst á einn stýrimanninn á bryggjunni og spurði hann, hvert nú væri heitið ferðinni. “Ai^tur um land og norður,” anzar hann. Það var eins og við manninn mælt. Eg fékk samstundis eitt af þessum heíla-áföllum, eða “brain waves,” sem stundum verða mér til láns. Mér datt sem sé í hug, að enn væri eg ekki búinn að ráða það við mig, hvenær eða hverja eg ætti að hrélla með ná- vist minni um jólin. Eg gat ekki til þess hugsað að kúra einn og gleymdur heima hjá mér, uppi í sveit um hátíðarnar. — og nú sá eg það skyndilega, að ekkert gat betur hentað mér, en að fara um borð í “Esju” og láta berast með henni til bernskustöðvanna. Þar myndi verða gaman að eiga enn ein jól, — eftir fjörutíu ára fjarveru. Og mér var eiginlega ekkert að vanbúnaði. Skotsilfur vantaði mig að vísu “upp á stund- ina,” en það gat eg fengið út á einn eða .tvo langhunda, sem eg var með í töskunni minni — og tannbursta gat eg fengið mér í leiðinni. Þetta gekk eins og í sögu og stundu síðar var eg kominn um borð í Esju ferðbúinn. Ferðafélagar Þeim en nú svo sem ekkert nýnæmi á að sjá mig, þjónunum og þernunum á “Esju.” Eg er orðinn þar hálfgerður heima- gangur, og altaf hafa þau ein- hver ráð með að hola mér niður á notalegum stað, þó að alt sé sagt fullt. Eins var í þetta sinn. Auðvitað hafði eg engart farseðil og átti ekkert rúm víst. En rúm fékk eg von bráðar. Þó var við- urgerningurinn með lakara móti í þetta sinn, því að fyrstu nótt- ina varð eg að hýrast með þrem- ur hávaðamönnum færeyingum —eða voru það Vestmanneying- ar? — og varð ekki svefnsamt. En næsta morgun hurfu þeir úr klefanum og hafði eg hann síðan einn, eins og hver annar»höfð- ingi. Komið var við í Vestmanna- eyjum, eins og lög gera ráð fyrir og eftir það var ró og spekt á skipinu, enda fór síðan vel um aíla. Veður var slarkfært með- fram suðurströndinni og allmargt farþega á ferli. Hornafjarðar var og minnzt í þessari ferð, þó að ekki væri farið þar inn og síð- an “sleikt hver höfn” eins og sagt er. Að morgni annars dags ferðarinnar var “Esja” komin til Fáskrúðsfjarðar og lá þar lengi dags. Þar voru grá fjöllin en al- veg snjólaust í byggð. Bíll til reiðu En það þótti mér einkennilegt, að þegar inn sá Reyðarfjörð — en það var að áliðnum degi hinn 14. þ.m. þá sá ekki votta þar fyrir snjó í fjöllum. Þetta höfðu einhverjir farþeganna vitað og höfðu nokkrir Seyðfirðingar, fyrir forgöngu Árna Vilhjálms- sonar forstjóra, pantað bifreið frá Seyðisfirði (símleiðis frá Fáskrúðsfirði) og skyldi hún vera komin til Reyðarfjarðar um það bil, sem Esja kæmi þangað. Eg frétti af þessu af hendingu og b'að Árna að lofa mér að fljóta með, ef þess væri kostur. Það myndi verða einsdæmi í sög- unni, að fara í bifreið yfir Fjarð- arheiði um hávetur. — Þetta var fúslega veitt. Og þegar til Reyðarfjarðar kom, stóð þar á bryggjunni stór bifreið frá Seyðisfirði og beið okkar. Var lagt af stað svo að segja tafarlaust, eða um fimm- leytið, og urðum við sjö farþeg- arnir. Sá heitir Þórbjörn Arnodds- son, sem bifreið þessari stýrir og er orðlagður fyrir dugnað og dirfsku, En bifreiðin er þræl- sterk amerísk hernaðarbifreið, sem víst má bjóða ærið mikið, eða svo sýndist mér í þessari ferð, sem nú var farin. Upp á Hérað Var nú haldið svo sem leið liggur inn Reyðarfjörð og upp í Fagradal. Ekki gat heitið að snjó sæi á dalnum og má segja, að vegurinn væri eins eins og fjalagólf alla leið upp í Hérað, —og bar ekkert til tíðinda. Okk- ur leið vel í bílnum, því að þar var hlýtt, og tvær ungar, seyð- firzkar meyjar, sem með okkur voru, héldu uppi glaðværð með gamansömu hjali og hlátrasköll- um. Þegar komið var að vegamót- um, hjá þorpi því, sem nú er að byggjast skammt fyrir ofan Egils staði, var numið staðar. Voru nú settar keðjur á hjól bifreið- arinnar og til enn frekari ör- yggis, tók Þorbjörn þarna sand í poka, til þess að dreifa á svell- bólstra, sem. hann hafði séð á Fjarðarheiði. Og síðan var lagt á heiðina, upp bratta Fardagafossbrekkuna. Ekki er bílvegur á Fjarðarheiði, en fyrir nokkrurtl árum var ruddur vegur yfir hana, þar sem áður var reiðvegurinn, og er sá vegur sæmilega fær bifreiðum á sumrin og hefir verið endur- bættur lítils háttar á ári hverju þannig, áð hlaðnir hafa verið vegarspottar hér og þar, þar sem verst var yfirferðar og hafa þá um leið verið teknir af vegin- um hlykkir. Og í Stöfunum hefir verið gerður hlaðinn vegur. í “ólgusjó” Gekk nú alt að óskum, þangað til komið var vel upp á heiðina. Fór þá heldur að kárna gamanið. Ekki var þó mikill snjórinn. Víða voru auðir kaflar á veginum langar leiðir. En æði margir voru skaflarnir. Gerði Þórbjörn þá ýmist að láta vaða á súðum yfir þá, í sínum eigin hjólförum — og það var þolanleg meðferð á okkur farþegunum og bifreið- inni. Hitt var svo aftur á móti ekki aldeilis notalegt, þegar hann brá sér út af veginum, til þess að krækja fyrir skafla, og öslaði þá urðir og ófærur, svo að bíllinn steypti stömpum og ók sér á allar hliðar. En að tvennu dáðist eg þá: fyrst og fremst að því að bíllinn skyldi ekki liðast í sundur — og svo hinu, hversu vel lá á bílstjóran- um. Það var eins og það væri (Frh. á bls. 5) J!lllllllllll!llllllllllllll!llllllllllllllllllilllllllllllll!lllllllllllllllHIII!llllllllll!l!!!llll!lllllllllllll!llllllllillll JÓNBJÖRN Góður drengur, þökk sé þér, þú átt efnin skýru, fagurt mál, sem mönnum ber munagullin dýru. Mannlífsstefna og straumahvörf stílar penninn þjáli, valin bezt að bráðri þörf bæði að efni og máli. —J. J. Kalman. ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiiii 0r borg og bygð - ! The Jon Sigurdson Chapter, I. O.D.E., will hold its next meet- ing in Board Room No. 2, in the Free Press Bldg., Carlton St., on Thursday Eve., April 4th, at 8 o’clock. + Þann 1. janúar síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband í Lynchford Road Methodist kirkjunni, Farnborough, Hants, á Englandi, Miss Guðrún Signý, dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. Sig- urdson, Sandy Hook, Man., og Árni Ragnar (Bob), einkasonur þeirra Mr. og Mrs. Ragnar Swan- son, 129 Tache Ave., Norwood, Man. Hon. Capt. R. L. Hard- wick framkvæmdi hjónavígsl- una. Að henni aflokinni var haldin móttökuathöfn í Officers Mess í Farnborough. x Mr. Walter J. Bergman bygg- ingameistari, Paul sonur hans, J. Th. Beck framkvæmdarstjóri og frú, fóru suður til Grand Forks, N. Dak., á sunnudaginn til*þess að vera við útför pró- fessors Sveinbjarnar Johnson; er Mr. Bergman systursonur hins látna merkismanns; ferðafólk þetta kom heim aftur seint á sunnudagskvöldið. Mr. Oddur H. Oddson bygg- ingameistari frá Chicago, sem dvalið hefir undanfarna þrjá mánuði í Lundarbygðinni, lagði af stað suður á þriðjudaginn, á- samt Allan syni sínum. • Frú Guðrún Hallson frá Eriks- dale var stödd í borginni í vik- unni sem leið. x Á S K O R U N Útgáfnefnd sögu íslendinga í Vesturheimi, fær við og við, úr ýmsum stöðum í Canada og Bandaríkjunum, beiðni um þrjú bindin, sem út eru komin af sög- unni. Fyrsta bindið er ekki leng- ur til hjá nefndinni. Nú mælist nefndin til þess að ef einhverjir, sem eiga fyrsta bindið, vilji selja það, þá láti þeir undirritaðan vita um það, svo nefndin geti rakleið- is snúið sér til þeirra, þegar þörf gerist. Ennfremur mælist nefndin vin- samlega til þess að fólk hraði pöntun á þriðja bindi sögunnar. Nefndin efar ekki að útgáfan seljist, en það er nefndinni mikil hjálp, að þetta gerist sem fyrst. Þeim mun fyr sem þetta bindi selst, þeim mun greiðara verður nefndinni að halda áfram með verkið. Þetta verk hefir hlotið lof ekki aðeins hjá Islendingum, heldur einnig hjá annara þjóða mönnum hér í álfu. Þeir dá það að íslendingar, jafn fámennir og þeir erp, skuli vera að gefa út þá fulllfbmnustu sögu, sem nokk- urt þjóðarbrot, hér í Canada, að minsta kosti, hefir látið rita og gefa út. Enda hafa pantanir sem nefndinni hafa verið sendar ný- lega, komið frá stórum bókasöfn- um í borgurn, ríkjum og fylkj- um álfunnar. Styrkið nú þetta fyrirtæki, land- ar góðir, með því að senda pant- anir yðar eins fljótt og þér getið. Það yrði nefndinni hin mesta og bezta hjálp, sem þér getið látið henni í té. J. G Johannsson, 586 Arlington St., Wpg. m IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIUIIIIIIIHH^^ HUGSAÐ HEIM Á gleðifundi er andinn hreinni og hærri og heyrnin betri, sjónin maéta skýr og hugmyndanna heimur verður stærri ■ og hrjúfur strengur fágaður og nýr Vort kæra ísland á nú þessar stundir — við öslum þangað, stefnum beint í hlað; við verðum glöð og allir taka undir, ef einhver fer að raula vísu um það. En fósturlandið hér við elskum allir, þess ekrur, skóga, vötn og sól og jel og bjálkakofa, hús og jafnvel hallir og hér er gott og okkur líður vel; en heima brosa bæjarþilin — vinir, og baðstofan með rokkhljóð, kvæðaseim. Við munum þetta allir íslandssynir og íslandsdætur hvar sem byggjum heim. Við sjáum Heklu skarta í hvítum skrúða; við skynjum Gullfoss hrista björgin traust og heita hveri lauga allt í úða, við eyjastrendur kveður hrönn við raust. Og nýstrokinn er Herðubreiðarhökull, við hennar brjóst á rjúpan örugt skjól. Við vitum öll að Eyjafjarðarjökull er innan stundar baðaður í sól. Oss dreymir stundum glaða drauma og góða, en Guð má vita hvort þeir rætast nú: Að tengja gamla láðið sagna- og ljóða við landið okkar hér með traustri brú; og kveðjuómar hræra sterka strengi; við stefnum þeim um breiðan, hrjúfan ál. Við biðjum þess, að ísland lifi lengi og lyftum glasi, tæmum þessa skál. Ingólfur Gíslason. ...................................................................................IIIIIIIIIIIHUIB ..HIHHHIIHHHHIIHIHIHHHIIIHHIHIIHHIIIHIIIIHHiHHIHHHllllHIHHHIIIWIHIIIIIIHHIIIIHIHHIIHHHHtHIIHHIHIIHHHIHIHHHHHIHHIHIHnHHlllHllHHHIHHIHHHHIIHIIIIIIljHIHIHHHIIIIIlSlltlllllÍÍllM

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.