Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 1
' i iiuiNti 21374 i vvvúved V>vrr.r Stor^' n<t lAu»*ererS?Xfr A Complete Cleaning Institution 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL, 1946 Cleajiing Institution NÚMER 16 Arinbjörn S. Bárdal áttræður 5 Arinbjöm Sigurgeirsson Bárdal Tuttugasta og annan þ. m. verður Arinbjörn S. Bárdal 80 ára, og er það löng lífsleið og hefir orðið mörgum vegfarand- anum erfið, svo að hann eða hún hafa orðið að láta á sjá og lúta lögmáli lífsins með bogið bak og bilaða heilsu við þau trmamót, en Arinbjörn S. Bárdal er ekki í þeirra tölu. Hann er enn ern í bezta lagi, frár á fæti, teinréttur og eins hýr á brún og brá, eins og áður, er ársól lífs- ins brann honum á vanga, og er sú lífs gleði hans ef til vill ráðn- ingin á því hve ern og æskufrár hann er, nú við áttræðisaldur- inn. Það sem af er æfisögu Arin- björns S. Bárdals, er sérkenni- legt og rómantískt eins og spenn- andi æfintýri. Tuttugu ára gam- all kom Arinbjörn til Ameríku. Þá eins og flestir aðrir landar hans, fákunnandi og fátækur. Öllum mögulegum atvinnugrein- um kynnist hann fyrstu þrjú árin sem hann dvaldi í þessu landi: Járnbrautarvinnu, bænda vinnu, kolamokstri og hjarð- mannavinnu, úti á eyði sléttum Manitobafylkis, þar sem hann horfðist í augu við ýmsa erfið- leika hjarðmanna-lífsins og einu sinni við dimmunq og dauðann, í ofsastormi og blind ösku-byl úti á snæfi þaktri sléttunni, einn síns liðs, fjarri öllu skjóli og hjálp manna; en ofviðrið vann ekki á Arinbirni. Útlendingur- inn ungi vann sigur. Lífsþrótt- ur hans, viljakraftur og snarræði flutti hann heilan á húfi og hest- ana tvo sem hann var með, í gegnum dimmu næturinnar köldu á sléttunum fyrir vestan Carberry, og inn í birtu kom- andi dags — frá dauðanum til lífsins. Eftir veru sína vestur á slétt- unum í Manitoba flutti Arin- björn til Winnipeg árið 1889 og gjörðist eldiviðarsali í Winnipeg og flutningsmaður, á fólki og farangri í bænum sjálfum, og til nærliggjandi héraða, og gat sér hinn bezta orðstýrs við þá atvinnu, því hann var ekki að- eins duglegur flutninga og ferða- maður, ^úrræðagóður og ábyggR legur, heldur líka hinn viðfeldn- asti í viðmóti og skemmtilegasti í viðræðum, og leitaði því fólk til hans í hópum saman. Síðar gjórðist Arinbjörn útfar- astjóri í Winnipeg og hefir stund- að þá iðn síðan, og gjörin enn, og hefir gjört mikið til þess að full- komna iðn þá, ekki að eins að því er hann sjálfan snertir, held- ur yfirleitt í Winnipeg. Hann var fyrstur manna í þeirri stöðu hér í Winnipeg sem lærði að smyrja lík, svo aðrir urðu að koma á eftir. Hann var og í broddi þeirra manna er fyrstir .nnleiddu skrautbifreiðar til lík- flutninga, eða notkunar við jarð- srfarir, og enn var Bárdal leið- andi maðurinn í myndun útfar- ar stjóra-félagsins hér í borg, sem hefir komið samræmi í atvinnu- grein þá og gjört mjög mikið til þess að bæta og betra þá iðn- grein, bæði frá sjónarmiði að- standenda þeirra látnu og eins útfararstjóranna sjálfra. En það eru þó hvorki fólksflutningarnir né heldur útfarirnar sem halda minning Arinbjörns S. Bárdals á lofti þegar að hann hverfur af sjónarsviði lífsins. Það gjöra eiginleikar hans, er ráðið hafa afstöðu hans til manna og mál- efna á lífsleiðinni. Skapgerð Arinbjörns er nokk- uð einkennileg. Hann er stór- lyndur maður og þolir illa móðg- un og mótgerðir, sérstaklega ef honum finnst þær vera af illum uppruna, eða óhreinum toga spunnar, og getur þá verið hvort sem vill hvassorður, eða harð- hentur, en hann er líka sáttfús og sanngjarn þegar því er að mæta. Sá sem þetta ritar hefir séð Arinbjörn í hamförum, en veit ekki til að hann sé í ósætt við neinn, að Bakkusi einum undanteknum. Hann er ör í lund, fljótur til orða og fljótur til úrræða, og fljótur til hjálpar. Lund Arinbjörns er afar við- kvæm og er sú einkun skapgerð- ar hans óefað oindirstaðan’ undir hinni alkunnu og einlægu þátt- töku fians í kjörum þeirra, sem bágt eiga, eða þeirra sem undir- okaðir epu. Á þeim grundvelli hvílir aðal lífsstarf Arinbjörns — að bjarga breyskum bróðir undan oki ofdrykkjunnar, eða systir frá falli í ógæfu eða glötun. Fyrir það er Arinbjörn þektur frá einum enda þessa fylkis til ann- ars, og fyrir það verður hans lengst minnst. Hann var fyrstur manna hér vestra sem gerðist líístíðar félagi í Goodtemplara reglunni, og hann hefir síðan haldið uppi merki þeirrar reglu í daglegu framferði sínu á mann- fundum og mannamótum, og til þess eytt ærnu fé og feikna tíma. Auk þeirrar mannúðar starfsemi, hefir Arinbjörn ávalt leitast við að bæta kjör þeirra sem bágt eiga, því hann er maður svo brjóst góður að hann getur helzt ekkert aumt augum litið án þess að leitast við að bæta úr því á einhvern hátt. Auk þessara maiinúðarmála, hefir Arinbjörn ^tekið mikinn og góðan þátt í starfi og sérmálum íslendinga hér 'vestra. Hann hefir verið öruggur styrktarmaður kirkju- félagsins lúterska, forseti Fyrsta Lúterska safnaðarins í Winni- peg um skeið, og einlægur og á- hrifamikill styrktarmaður þess safnaðar frá upphafi vega sinna í Winnipeg. Hann hefir verið og er einlægur stuðningsmaður sannrar þjóðrækni, því hann er Islendingur í húð og hár og ann því sem Vestur Islendingar eiga fegurst í þjóðararfi sínum, og hann hefir ávalt verið fremstur I fylkingum Goodtemplara starf- seminnar á meðal Islendinga í Vesturheimi. Arinbjörn var fæddur í Svartarkoti í Bárðar- dal á íslandi 22. apríl 1866. For- BIÐJAST INNGÖNGU Nýlega hefir verið frá því skýrt, að sænska stjórnin hafi ákveðið að sækja um inngöngu í hiö nýjja bandlalag sameinuðu þjóðanna; en eins og vitað er, var Svíum, íslendingum og nokkrum öðrum þjóðum, synjað um inngöngu í bandalagið, vegna þess að þær vildu ekki segja Þjóðverjum stríð á hendur. VIÐGERÐ Á ÞINGHÚSI Eins og vitað er sætti brezka þinghúsið allmiklum skemdum vegna þýzkra sprengjuárása um veturinn 1942. Nú eru viðgerðir hafnar, og er það áætlað, að kostnaðurinn við þær muni nema um tveim miljónum sterlings- punda; mun það vera hliðstæð upphæð við hinn upprunalega byggingarkoítnað þinghússins. Þingkosningar í Japan Við nýafstaðnar þingkosningar í Japan, þær fyrstu. sem fram hafa farið þar í landi samkvæmt lýðræðis reglum, og í fyrsta skift- ið sem kqnur hafa notið atkvæð- isréttar, urðu úrslitin þau, að íhaldsflokkarnir unnu langflest þingsætin. Social Damokratar fengu talsvert fylgi en Kommún- istar sára lítið. Þrjátíu og tvær konur voru kosnar á þing. Alls eiga sæti í neðri málstofunni 468 þingmenn. General Douglas MacArthur fékk tólf atkvæði, en Trúman forseti eitt, þótt hvor- ugur þeirra vitanlega væri í kj öri. Talið er víst að hægri flokk- urinn myndi samsteypustjórn. eldrar hans voru Sigurgeir Páls- son, Jóakimssonar úr Mývatns- sveit, og kona Sigurgeirs Val- gerður Halldórsdóttir, Jónssonar frá Bjarnastöðum í Bárðardal. Ólst Arinbjörn upp hjá foreldr- um sínum, fyrst í Svartárkoti, síðar vestur í Húnavatnssýslu þar til hann tvítugur að aldri flutti vestur um haf árið 1886. Arinbjörn er mikill maður vexti og fríður sínum, yfirbragð hreint og karlmannlegt, bein- vaxinn og teinréttur þó hann sé áttatíu ára, og æskufjörið er enn, eitt af hans mest áberandi ein- kennum. I framgöngu er hann ákveðinn og djarfmannlegur. Arinbjörn er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sesselja Þorkels- dóttir. Eignuðust þau hjón tvö börn; annað þeirra er á lífi, Að- albjörg hjúkrunarkona, er starf- rækir heilsuhæli í bænum Van- couver í British Columbia, uppá eigin kostnað og ábyrgð. Síðari kona Arinbjörns er Már- grét Ingibjörg ólafsdóttir, ættuð úr Miðfirði á íslandi, ágætlega vel gefin kona sem hefir stutt mann sinn af ráði og dáð og ver- ið samtaka honum í öllu. Þau Arinbjörn og Margrét hafa átt 14 böm, og eru 11 þeirra á lífi, sjö stúlkur og fjórir drengir, öll mannvænleg og vel gefin. Þrír af sonum þeirra voru í stríð- inu síðasta. Einn þeirra, deildar- stjóri Njáll Ófeigur, gekk í gegn- um allar hörmungarnar sem kanadisku hermennirnir urðu að líða í Hong Kong. Þau Margrét og Arinbjörn eiga 14 barnabörn. Æfisól þín, Bárdal, er enn hátt á lofti. Njóttu í friði endur- minninganha um drengilega unn- ið æfistarf, og megir þú enn eiga mörg ófþrin æfi ár til þess að vinna enn meir þér til sóma og meðbræðrum þínum og systrum til góðs ! J. J. B. NÝI LANDSTJÓRINN Síðastliðinn þriðjudag steig á land í Halifax, hinn nýji land- stjóri í Canada, Alexander vísi- greifi, ásamt frú sinni og þremur börnum þeirra hjóna; fjölskyldan kom með skipinu Aquitania og lagði af stað svo að segja sam- stundis til Ottawa; vísigreifinn tekur þegar við embætti sínu. Forsætisráðherrann, Mr. King, bauð hina tignu gesti velkomna til höfuðborgarinnar. ÚTFLUTT AR VÖRUR Nú er svo komið, að Danir eru farnir að flytja út til Englands allmikið af smjöri og svínsfleski og fagna Bretar þessu mjög; eftir hernám Danmerkur, tók fyrir öll viðskipti milli Bret- xands og Danmerkur, en áður nöfðu um langt skeið Bretar ver- ið hinir beztu viðskiftavinir Dana. Danskt smjör og flesk, nefir löngum skarað fram úr að gæðum, og hvorttveggja jafnan verið eftirsókt. KOLAVERKFALL Nú hefir staðið yfir á þriðju viku verkfall í linkolanámum Bandaríkjanna, og daufar horfur á að því ljúki fyrst um sinn; að minsta kosti mun þess naumast að vænta, að samkomulag náist fyrir næstu mánaðamót. Foringi námumanna, John Lewis, gekk snúðugt af síðasta fundi, sem haldinn var í Washington varð- andi lausn deilunnar, og sagðist ekkert erindi eiga á fund með mönnum, er létu stjórnast af einhæfni og einstrengingshætti; það væri fyrir löngu lýðum ljóst, að námumenn ættu heimtingú á að fá fulla leiðrétting mála sinna varðandi kaupgreiðslu og bætt öryggisskilyrði við .vinnu -sína. VORYRKJA HAFIN Samkvæmt fregnum frá Ed- monton er voryrkja nokkurn veg- inn alment hafin í Albertafylk- inu; á nokkrum stöðum í Mani- toba og Saskatchewan, eru bænd- ur einnig farnir að gefa sig við voryrkju, og haldist sama veður- blíðan, verður slík vinna orðin ærið almenn í næstu viku. DÆMD í FANGELSI Mrs. Emma Woikin, 25 ára ekkja frá Blaine Lake, Sask., er ákærð var fyrir að vera viðriðin rússnesku njósnarstarfsemina í þessu landi, hefir verið dæmd til hálfs þriðja árs fangelsisvistar; hún játaði á sig tvenn afbrot, en fjórar ákærurnar á hendur henni voru afturkallaðar af hálfu hins opinbera. Mrs. Woikin hafði starfað um nokkur ár á skrif- stofu utanríkismálanna í Ot- tawa. VEGABÓTAFÉ Samkvæmt fjárlögum fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, er ráð- gert að á yfir standandi fjárhags- ári, verði $2,318,000 varið til vega- bóta innan vébanda fylkisins; margir virðast þeirrar skoðunar, að upphæð þessi sé hvergi nærri fullnægjandi eins og til hagar um vegi, og hefði jafnvel átt að hafa verið tvöfölduð. Stefán Scheving Johnson Hann er^ fæddur í Þingvalla- bygðinni í Saskatchewan þann 27. apríl 1893; ól þar allan sinn aldur. Hann lézt eftir þungbær- an og langvarandi sjúkdóm þ. 26. jan. þessa árs. Foreldrar Stefáns voru þau hjónin Björn Jónsson frá Skáney í Borgarfjarðarsýslu og Ólafía Stefánsdóttir frá Kalmanstungu. Stefán var með foreldrum sín- um þar til hann festi sér landeign og bygði sér þar upp heimili. Hann staðfesti ráð sitt og gekk að eiga Eybjörgu Jórunni Eyj- ólfsdóttur þ. 28. febr. 1922. For- eldrar Jórunnar eru þau hjónin Eyjólfur Hinriksson frá Steins- holti í Mýrarsýslu og Ingibjörg Björnsdóttir frá Bakkarholts- parti í Ölfusi í Árnessýslu. Eru þau hjón, Stefán og Jórunn, kom- in af valinkunnu fólki og eru frændmörg innanbygðar og utan. Börn þeirra hjóna eru: Ólafur Björn, andaður fyrir nokkru, Ingólfur Ólafur Leo, Stefán Hin- rik Arthur, Eyjólfur Björn Don- ald, ólafía Guðrún Gvendoline. Öll eru börnin mannvænleg. Systkini Stefáns á lífi eru þau: Jón og Halldór innan bygðar; Stefanía, ekkja séra H. J. Leó; Ólafía, gift G. C. Helgason í Churchbridge, og Þórunn kona Guðmundar Johnson við Amar- anth, Man. Vel sat Stefán bújörð sína og sótti búskapinn með atorku. Vann hann mikið af löndum sín- um til akurlendis, og inngirti þau; reyndust þau arðsöm. Stefán yrkti lönd sín stund- víslega og vel; enda blómgaðist efnahafur hans voruim bráðar; reisti hann útihús góð fyrir naut- pening sinn og afurðir, og gott húsnæði fyrir fjölskyldu sína. Hann kom fyrir sig öllum nauð- synlegum verkfærum og fór vel með þau. Hann stundaði að vera byrgur í öllu fyrir heimilið, og kappkostaði að sjá sér og sínum vel borgið í öllu nauðsynlegu, og bar fyrir brjósti hag konu og barna. Kona hans Jórunn, reyndist manni sínum trúr hollvættur og mæt meðhjálp í allri framtaks- semi utanhúss og innan, og voru þau hjón mjög samhent í öllu. Gott var að koma á heimili þeirra hjóna; mætti þar manni glaðlegt svipmót, og beini á reið- um höndum. Þau Stefán og Jórunn tóku virkan þátt í félagsmálum sveit- arinnar. Þau tilheyrðu Concordia söfnuði. Jórunn gegnir djákna- störfum í söfnuðinum. Svo þyrmdi yfir heimilið; Stefán tók krankleika langvinn- an og kvalafullan; bar hann þján- ingar sínar með þrekmensku til síðustu stundar. Nú komu í ljós til fullnustu mannkostir Jórunnar. Stundaði hún mann sinn með frábærri al- úð og leitaðist við með öllu móti að lina þjáningar hans, og sýndi ósegjanlega nákvæma nærgætni' í því að hjúkra eftir megni. Jarðneskar leifar Stefáns voru lagðar til hinstu hvíldar í graf- reit Concordia safnaðar, og hvíla í skauti bygðarinnar, sem hann unni bezt, og þar sem hann dró sinn fyrsta og síðasta andardrátt á þessari jörð. Far vel, vinur, í fagran heim; þar friður Drottins ríkir. Þrautadimm er leiðin um lífs- ins þela strönd; en þekka hressing boða Guðs blíðu sólarlönd. S. S. C. Ur borg og bygð Stúkan Skuld heldur fund á venjulegum stað og tíma á mánu- dagskvöldið kemur. Skemtiskrá og kaffiveitingar. Fiölmennið! x Einhleypur Islendingur vill fá herbergi sem allra fyrst í ís- ienzku heimili í vesturbænum. Upplýsingar á skrifstofu Lög- bergs. + The Junior Ladies Aid of the First Lutheran church will hold their meeting in the church parl- ors on Tuesday, April 23rd, at 2.30 p.m. Mr. MacKinney of the Bible House will speak on mis- sions and show interesting slides of Italy and Holland. All members are urged to at- tend. + Mrs. Jóhann G. Jóhannsson dvelur um þessar mundir hjá systur sinni, Mrs. Anderson, að South Porcupine, Ont. + Herra Ingólfur Ágústsson raf- fræðingur frá Reykjavík, dvaldi nýverið vikutíma hér í borginni; kom hann til Bandaríkjanna í síðastliðnum marzmánuði í inn- kaupaerindum fyrir íslenzk stjórnarvöld. + Pétur Sigurgeirsson, cand. theol. lagði af stað flúgleiðis til íslands frá Springfield, Mass., á miðviku- daginn var, 10. apríl. samkvæmt skeyti frá honum til séra Valdi- mars J. Eylands. + Samskot í Útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju— Jónas Helgason, Baldur, Man., $2.00; Kristjana Fjeldsted, Lund- ar, Man., $1.00; Kristín Fjeldsted, Lundar, Man., $1.00; Mrs. J. Lin- dal, Lundar, Man., $1.00; Mrs. J. M. Borgfjord, Arborg, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Kristján Guð- mundsson, Árborg, Man., $1.00; Ingibjörg Gíslason, Árborg, Man., $1.00; Mr. og Mrs. J. R. Johnson, Wapah, Man., $2.00. Kærar þakkir, V. J. E. ÁSAKAÐUR UM MORÐ Heimkominn hermaður Law- rence Deacon að nafni, 34 ára að aldri, hefir verið tekinn fastur og kærður fyrir að hafa verið valdur að morði Jóhanns John- son bílstjóra. LAUNAHÆKKUN Fylkisþingið í Manitoba hefir hækkað laun þingmanna úr $1,800 úpp í $2,000 á ári, eða réttara sagt komið þeim á ný í það fyrra horf, er þau voru í um það er stríðið brauzt út. ÞINGSLIT Fylkisþinginu í Manitoba var slitið síðastliðinn laugardag eftir all-langa setu og hreint ekki svo lítið málaþóf. Þingið afgreiddi hundrað og ellefu laganýmæli og lagabreytingar er fæst verða raunverulega mikilvæg talinj.ó- vissa nokkur hvíldi yfir þing- heimi og gerðum stjórnarinnar vegna þess, hve alt er á huldu um fjárhagslegar ráðstafanir milli sambands- og fylkisstjómar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.