Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGiNN 18. APRIL, 1946 GUÐMUNDUR DANlELSSON: Islendingurinn í Grand Forks Bærinn Grand Forks stendur á norður bakka Rauðár og er næststærsta borg Norður Dak- ota ríkis, — næst Fargo. — Rauða- vatnsá fellur í Rauðá að sunnan, og myndaast á áramótunum tang- ar tveir, sem bærinn dregur nafn af: Stóru gafflar eða kannske öllu heldur Stóra hvísl. Rauðá myndar landamæri milli Norður Dakota og Minnesota og stendur borgin Austur Grand Forks Minnesota megin. Tvær brýr tengja hér borgimar og ríkin saman. Austur Grand Forks er mjög lítil borg, en hún er fræg fyrir það, hvað margar bjórkrár eru þar, — fleiri en í nokkurri borg annari í Bandaríkjunum í hlutfalli við stærð og fólksfjölda. — í Grand Forks er háskóli Norður Dakota ríkis, og þar hitti eg íslenzku stúdentana, Pál Beck og Qsvald Wathne, sem báðir stunda þar nám um þessar mund- ir. “Dalur” Rauðárdalurinn, sem í mínum augum er næstum mishæðalaus slétta án takmarkana, er æva- gamall vatnsbotn, enda er jarð- vegur þar mjög frjór. Moldin er næstum svört, eins og hún kvað vera í Úkraínu í Rússlandi. Hér eru ræktaðar kartöflur, hveiti, maís, laukur og sykurrófur, og er þetta eitt helzta landbúnaðar- svæði Bandaríkjanna. f suðurjaðri Grand Forks á bakka Rauðár, þar sem hún myndar eina af sínum óteljandi bugðum um grjótlausa sléttuna, stendur hús Beeks-hjónanna um- kringt hávöxnum ármtrjám og ösp. Eg kom þar um kvöld í okt- óber. Það var stormur af norðri og stjörnuskin, og það umdi í viðnum og skrjáfaði í skrælnuðu laufi. Eg skoðaði mig ekkert um það kvöld, heldur fylgdi vini mínum og gestgjafa inn í arin- hlýju heimilisins, þangað sem kona hans beið okkar með borð hlaðið gómsætum réttum. — Undarleg tilfinning, djúp og hlý, greip mig, þegar eg sté inn fyrir þröskuld þessa íslenzka húss mitt í ægivídd framandi heims- álfu. Af hverjum vegg hló við mér fjall eða dalur, foss eða jök- ull þess lands, sem hafði fætt mig og alið upp. Og meira en þetta: Af hverjum vegg brosti við mér einhver gamall íslenzk- ur gripur: askur með útskornu loki, kertastjaki, kola, — einnig kunnugleg elskuð andlit mótuð i málm eða leir. Seinna komst eg að því, að mörg af listaverkun- um voru gerð af húsfreyjunni sjálfri, frú Berthu Beck. Hún málar og mótar jöfnum höndum. — Daginn eftir gengu hjónin með mér um landareign sína og sýndu mér fénað sinn og aldingarð. Landareignin er tæp ekra að stærð, en hún nær allt niður að Rauðánni, þar sem í framtíðinni á að koma bryggja og bátur með vél. Það var lygnt og svalt og bjart, og loftið mettað angan hins deyjandi gróðurs. Lesnir voru ávextir plómutrjánna, jarðar- berin tínd og tómatamir, maís- stöngin slegin og korn hennar komið í hús. Dánar voru og •krautrósir allar og hunangs- tréð blómlaust fyrir löngu, — því nú var haust. Og laufin féllu eitt og eitt, og féllu tvö og tvö á gangstíginn og grasið. Sum voru bleik og sum voru rauð og sum báru aðra liti. En litli grís- inn var himinlifandi af því, að hann fékk það bezta, sem hann þekkti. Hann fékk ósoðinn maís og vissi ekki, að það á að búa til úr honum steik, þegar hann er orðinn stór. — 1 alifuglagirðing- unni spígsporuðu þrjátíu snjó- hvítir “ítalir” og eg sá á þeim, að þeir ætla að verða góðir henni húsmóður sinni og verpa í allan vetur. % í háskólanum Þetta er það sem eg vildi segja um búskapinn hans Ríkharðar Bekks og listakonunnar hans.— Eftir gönguförina fór hún að halda skátafund, því hún er for- ingi kvenskáta. Hún tók líka þátt í fyrstu heimsstyrjöld vorri og hjúkraði sjúkum þá. Nú er hún óbreytt, eins og eg, og hún sagði mér sögur á kvöldin. Klukkan ellefu næsta morgun kom eg suður í háskóla og stóð þar við lengi. Eg sat í bókmenta- tíma hjá dr. Beck. Hann héit fimmtíu mínútna fyrirlestur yfir sextíu stúdentum og talaði um mismun leikrita og skáldsagna. Hann talaði blaðalaust og mælti á enska tungu. Eg dáðist að hon- um, því hann var svo mælskur, og eg sá að allir nemendurnir hans dáðust að honum með mér og litu upp til hans. — Á eftir fengum við okkur máltíð í mat- sal skólans, og það var kjúklinga- steik. — Nei, nú hefi eg gleymt því, sem mér þótti skrítnast: í gær borðaði eg sætsúpu með ís- lenzkUm hornspæni og það gerði Beck og frú Bertha og börnin tvö. — Hvað er annars langt síð- an' eg borðaði með hornspæni síðast? — Æ, eg man það ekki lengur, — enhvern tíma, þegar eg var barn, hugsa eg, — einhvern tíma fyrir óralöngu, þegar eg var barn heima í Guttormshaga, Eg er búinn að gleyma því núna. — Það sem eg veit. Hér kemur dálítið, sem eg veit um Richerrd Beckt Sumt las eg í ritgerð eftir norska skáldið Johan Falkberget,, sumt náði eg í annarsstaðar og sumt fékk eg frá fyrstu hendi: Dr. Beck er fæddur 9. júní 1897 að Svínaskálastekk í Reyð- arfirði og ólst upp í Litlu-Breiðu- vík þar í firðinum. Hann er son- ur Kjartans Beck, sem var óðals- bóndi í Litlu-Breiðuvík (d. 1907) og Þórunnar Vigfúsínu Beck, sem nú er 75 ára að aldri og býr í Winnipeg. Þau fluttust saman vestur um haf, mæ ðginin, haust- ið 1921, en nokkrum árum áður hafði sonur hennar Jóhann Þor- valdur Beck farið vestur. Hann _r nú framkvæmdarstjóri prent- smiðjufélagsins Columbia Press, sem gefur út vikublaðið Lögberg í Winnipeg. Námsferill dr. Becks er í fáum orðum sem hér segir: Eftir að barnaskólanámi lauk, las hann undir gagnfræðaskólapróf hjá Sigurði Vigfússyni barnakenn- ara. Telur Beck sig standa í ó- metanlegri þakkarskuld við hann. Vorið 1918 lauk hann gagnfræða- prófi á Akureyri með mjög hárri einkunn. Sat næsta vetur í 4. bekk Mentaskólans í Reykjavík, en las 5. og 6. bekk utanskóla og iauk stúdentsprófi vorið 1920. í Mentaskólanum fékk hann verð- laun fyrir iðni, siðprýði og fram- farir. — Á skólaárum sínum vann hann fyrir sér með sjómensku. Hann varð formaður 18 ára gam- all og var það á hverju sumri allt til þess er hann fluttist vestur um haf. — Einkaskóli dr. Becks. Veturinn 1920 — 21 hélt Dr. Beck einkaskóla fyrir unglinga á Eskifirði. Hann var þá kvæntur Ólöfu Daníelsdóttur frá Helgu- stöðum í Reyðarfirði. En svo missti hann hana, og ef til vill hefir það átt sinn þátt í vestUr- för hans. — Fyrsta veturinn, sem Beck dvaldi í Winnipeg, var hann íslenzkukennari Þjóðræknis félagsins, en bjó sig jafnframt undir framhaldsnám með lestri í heimahúsum og tók mikinn þátt í félagsmálum fslendinga þar í borg. Hann orti þá einnig tals- vert og skrifaði ýmsar greinar í vestur-íslenzku blöðin. Því hefir hann haldið á alla tíð síðan, svo þar er að finna sæg af greinum eftir hann um íslenzk efni, bók- mentir og menningu fyrst og fremst. Prój og ritstörj. Sumarið 1922 vann dr. Beck 'byggingarvinnu með það fyrir augum að afla sér nokkurs f jár til' frekari skólagöngu. Um haustið hóf hann svo nám við Cornell há- skólann í Iþöku (Ithaca) í New York-ríki og lagði þar sérstak- iega stund á norræn fræði og enskar bókmentir. — Hann lauk meistaraprófi (M.A.) vorið 1924 og fjallaði meistaraprófsritgerð- in um Byron og áhrif hans á ís- lenzkar bókmentir. Hafa megin- kaflarnir úr þeirri ritgerð birzt í Skírni undir fyrirsögnunum: “Grímur Thomsen og Byron” og “Gísli Brynjólfsson og Byron.” Áður höfðu ritgerðir eftir hann um sama efni birzt í merku bandarísku fræðiriti. (Journal of English and Germanic Philologi). Grein sú, sem dr. Beck ritaði í Eimreiðina í tilefry. af aldaraf- mæli Byrohs, átti einnig rót sína að rekja til meistaraprófsrit- gerðar hans um skáldið. Doktors- prófi í heimspeki (Ph.D.) lauk Beck við Corneii-háskólann vor- ið 1926. Fjallaði doktorsritgerð hans um þýðingar sr. Jóns Þor- lákssonar á “Tilraun um mann- inn” eftir Pope og “Paradísar- missi” eftir John Miiton. Kaflár úr þeirri ritgerð hafa verið birt- ir í fyrnenfndu amerísku fræði- riti og í öðrum hliðstæðum bók- mentatímaritum vestan hafs. — Ritgerð hans um “Alexander Pope og íslenzkar bókmentir”, sem prentuð var í Skírni, er einnig þaðan sprottin, ennfrem- ur hin ítarlega ritgerð um Jón Þorláksson og skáldskap hans, sem prentuð var í tímariti Þjóð- rækmsfélagsins og nýlega var endurprentuð í Tímanum í til- efni af 200 ára fæðingarafmæli skáidsins. — Á skólaárum sínum í Cornell tók dr. Beck mjög mik- inn þátt í félagslífi stúdenta þar í háskólanum. Meðal annars var hann forseti allsherjarfélagsskap- ar þeirra, sem nefndist: “Cosmo- politan Club”. Þar kvæntist hann og seinni konu sinni, Kristbjörgu (Berthu) Samson hjúkrunar- konu frá Winnipeg, sem er af- bragðs kona og myndarleg. Þau hafa eignast tvö börn, pilt og stúlku, sem nú eru 12 og 16 ára gömul og stunda nám í gagn- fræðskólum í Grand Forks. Deildarforseti. Eftir að Dr. Beck»hafði lokið doktorsprófi varð hann prófessor í enskum fræðum í St. Oiaf Coi- iege í Northfield í Minnesota og gegndi því starfi til vorsins 1928, en þá varð hann íorseti ensku deildarinnar í Thiel College i Greenville í Pennsylvanía og Kendi þar einnig samanburðar- bókmenntir. Ári síðar fluttist hann til Grand Forks í Norðúr Dakota og gerðist prófessor í Norðurlandabókmentum við rík- .sháskólann þar, og er forseti þeirrar deildar. Á stríðsárunum hefir hann einnig flutt fyrirlestra um enskar bókmentir, einkum leikrit þýdd og frumsamin. Eitt kvöld, er við sátum sam- an yfir rjúkandi kaffibolium, tók eg að spyrja hann um íslandsför hans í fyrra sumar, þegar hann var fulltrúi Vestur-íslendinga við lýðveldisstofnunina og gest- ur íslenzku ríkisstjórnarinnar. Eg spurði: — Hvað er nú efst í huga þín- um frá þeirri heimsókn? — Mér er minnisstæðust hin stóra stund á Þingvöllum, þegar því var lýst yfir á Lögbergi, að lýðveldi væri endurreist á ís- iandi, því það var þá sem hjart- fólgnasti draumur margra alda kynslóða þjóðarinnar varð að veruleika, svaraði Dr. Beck. — Mér var það ósegjanlegt gleði- ■efni að fá að taka þátt í lýðveld- ishátíðahöldunum með því að flytja kveðjur Islendinga vestan hafs á þeim sigurbjarta, sögulega degi. Minnisstæðar verða mér og alla daga hinar frábæru og ást- úðlegu viðtökur, sem eg átti hvar vetna að fagna á ferðum mínum viðsvegar um landið. —Voru ekki landar okkar hérna megin hafsins sólgnir í fréttir af för þinni? Vildu fá fréttir. —Það voru þeir vissulega, enda eru þeim engir hlutir hugstæð- ari en þeir, sem snerta ættjörð- ina. Það liðu heldur ekki nema sex dagar frá því eg fór frá Is- iandi fiugleiðis, þangað til eg flutti fyrstu ræðu mína vestan hafs um íslandsferðina. Það var a Islendingadeginum að Gimli 7. ágúst, og. mun þar hafa verið hátt á 4. þúsund manns. Eg kom þangáð með fangið fult af kveðj- um austan um haf, og eru það engar ýkjur þó sagt sé, að þeim og frásögninni af ferð minni hafi verið tekið með miklum og ein- lægum fögnuði. Rödd íslands á sér enn næman hljómgrunn í hjörtum alls þorra Islendinga vestan hafs. — Síðan hefi eg flutt 30 ræður um ferð mína og lýð- veidisstofnunina meðal íslend- inga í Ameríku, Norðmanna og .ttjneríkumanna, sumar á opin- berum samkomum, á fundum ýmissa félaga og í útvarp. — En hefirðu skrifað nokkuð um lýðveldisstofnunina — Eg hefi þegar skrifað allmik- ið um\ hana, meðal annars rit- gerðina “Lýðveldi endurreist á Islandi”. Hún kom út í Tímariti Þjóðræknisfélagsins. Aðra styttri grein um sama efni birti eg í Al- manaki O. S. Thorgeirsson. Þá skrifaði eg grein á norsku í tíma- ritið “Nordmanns-Forbundet”, sem er málgagn allsherjarfélags- 'skapar Norðmanna hér, og var hún endurprentuð víða í bloðum Norðpaanna vestan hafs. Einnig má fiefna grein á ensku, sem birt- ist í jóiahefti tímaritsins “The Friend”, og gefið er út ' Minne- apolis. Sú grein var endurprent- uð í mánaðarritinu “Sons of Nor- way”, líka í Minneapolis, og fjórðungsritinu: “Icelandic Canadian”, sem út kemur í Win- nipeg og félag yngri Islendinga stendur að. — Þá er í prentun grein um íslenzkar bókmentir síðustu ára, og kemur hún út í “The American Scandinaivan Review” í New York síðar á þessu hausti. Ritstörf. —Hvaða bækur hefir þú sam- ið eða gefið út? — Fyrsta bók mín var ljóða- safnið “Ljóðmál”, sem kom út í Winnipeg 1929. Næsta ár gaf Þóhallur Bjarnarson út í Reykja- vík bókina “Icelandic Lyrics”, sem eg hafði safnað til og búið undir prentun. En það eru ensk- ar þýðingar íslenzkra kvæða á- samt frumtextunum sjálfum, inngangi um íslenzka ljóðagerð, stutt æfiágrip skáldanna og skýr- mgar. — Árið 1935 kom út eftir mig í Winnipeg saga lúterska kirkjufélagsins vestan hafs, sam- in í tilefni af 50 ára afmæli fé- iagsins. Eg er einnig meðhöf- undur bókmentasögu Norður- landa á ensku: “The History of Scandinavian Literatures” sem út kom í New York 1938. — Þá gaf eg út fyrir “American Scandi- navian Foundation” 1943, safn af enskum þýðingum íslenzkra ijóða og smásagna (Icelandic Poems and Stories) með inn- gangi um íslenzkar nútímabók- mentir og æviágripum höfund- nna. — Nýlega hefi eg lokið við fyrir Bókfellsútgáfu í Reykja- vík, heildarútgáfu á kvæðum og kviðlingum vestur-íslenzka kímniskáldsins K. N. Júlíussonar. Hér þagnaði prófessorinn og vildi ekki teija fram fleira. Hins vegar er mér persónulega kunn- ugt um, að eftir hann ligur f jöld- inn allur af ritgerðum og grein- :.m í tímaritum vestan hafs og austan, og er vonandi, að hann gefi sér innan skamms tíma til þess að safna þeim saman og birta þær í bókaformi. Þjóðrœknismálin. — Jæja, hvað getur þú þá sagt mér um viðhorfið í þjóðræknis- málunum? spurði eg um leið og 2g byrjaði á fjórða kaffibollan- um. Beck stakk út sinn þriðja og svaraði: — Þjóðræknisfélagið heldur á- fram starfsemi sinni með ýms- um hætti, svo sem með íslenzku kenslu, félagsstarfi í deildum sín- um víðsvegar’ um bygðir íslend- nga, ræðu og fyrirlestrahöldum um íslenzk efni og með útgáfu Tímarits síns. Kirkjufélögin ís- lenzku vestan hafs leggja einnig sinn skerf til þeirra mála, því störf þeirra fara enn, að eigi litlu leyti, fram á íslenzku. íslenzku vikublöðin eru sem áður tengi- taugin milli Islendinga innbyrðis vestan hafs og milli þeirra og (Frh. á bls. 7) This picture is from the 28th Annual Manitoða Musical Festival recently held in Winnipeg, which was considered an outstanding success.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.