Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. APRÍL, 1946 5 rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON NYLON-ÆÐIÐ Nylon-sokkar eru kvensokkar, sem búnir eru til úr gerfisilki. Þeir eru svo þunnir og gagnsæir, að þegar að stúlkur klæðast þeim, sýnast þær vera berfættar. Sokkar þessir fara þeim konum og stúlkum fremur vel, sem hafa fallega fætur og leggi. Á stríðsárunum voru nylon- sokkar ekki framleiddir, vegna þess að þá þurfti að nota nylon- efnið til stríðsþarfa, en nú komu þeir aftur, fyrir nokkrum mán- uðum, á markaðinn, en þó ekki svo mikið af þeim að allar, sem vilja, geti fengið þá. Það furðulega í sambandi við þessa nylon-sokka er það, að það er eins og fjöldi kvenna trúi því að það sé sáluhjálpar atriði að eignast þá; þeir eru orðnir svo mikilsvirði í augum þeirra, að þær standa tímunum saman í biðröðum til þess að reyna að út- vega sér þá, og ef þær ekki geta það, kemur það fyrir að þær verða svo æstar að þær gleyma öllu velsæmi. Fyrir nokkrum dögum auglýsti verslunarfélag í San Francisco að það myndi hafa til sölu tíu þús- und nylon sokka á tilsettum degi, eftir lokunartíma skrifstofa. Þetta var gert í þeim tilgangi að skrifstofustúlkur fengi tækifæri til þess að útvega sér þessa eftir- sóttu sokka. Fimtán þúsund kvennk þyrpt- ust- á staðinn; óspektir urðu svo miklar að lögreglan sá ekki ann- að ráð en að banna söluna. Þá hljóp svo mikil reiði og æsingur í fólkið að það hóf skothríð á lög- regluna með eggjum, garðávöxt- um og öllu, sem fyrir hendi var, ásamt óþvegnum orðum. Þrjár konur liðu í ómegin; fólkið neit- aði að fara heim en orgaði í sí- fellu: “Okkur vantar nylons! okkur vantar nylons!” Sumar höfðu staðið þrjár klukkustund- ir í biðröð. Ekki urðu þarna þó neinar skemdir utan þess að einn gluggi var brotinn. Einn maður var tekinn fastur og tuttugu og sjö lögregluþjóna þurfti til að skakka leikinn. Það voru bara sokkar, sem or- sökuðu þetta uppþot. Sennilega hafa flestar ef ekki allar þessar konur átt sokka af annari teg- und; ekki hefir það verið sokka- leysi eða fataleysi, sem hleypti þeim í þennan ham. Þær þekkja %ekki af eigin reynzlu það fata- leysi er þjáir fólkið í Evrópu löndunum; þar er það lífsskilyrði fyrir marga að geta fengið hlý föt og fótabúnað og þar, gæti maður búist við að fólk æðrað- ist yfir því að fá ekki sokka eða föt. En að þúsundir kvenna hér, í landi allsnæktanna, skuli verða ærðar yfir því að fá ekki nylon sokka, sem er “luxus” vara og engum, í raun og veru nauðsyn- leg, er næsta óskiljanlegt fyrir- brigði. Hversvegna hefir ein tegund af sokkum náð svo háu gildi í augum þessara kvenna, að í eft- irsókninni eftir þeim, gleyma þær allri kvennlegri siðprýði og haga sér eins og afmannaður götulýð- ur? Á hvaða menningarstigi eru þær? Samkvæmt ofangreinduri frétt ttiunu flestar þær konur, sem fúku þátt í þessu uppþoti í San Francisco, hafa verið skrifstofu- stúlkur. Þær hafa þá flestar haft minsta kosti miðskólamentun ^samt verzlunarskóla mentun, eða Um ára skólagöngu. Það er því ekki hægt að segja að þær bafi hagað sér svona vegna þess að þær væru algerlega óupplýst- ar. Síðan skólaskylda var lögboð- in í Canada og Bandaríkjunum munu flestir þegnar þessara landa njóta sæmilega langrar skólagöngu og vera að minsta kosti læsir. Það hefir lengi verið talinn mælikvárði á menningu þjóðar hve mikill hluti þjóðar- innar væri læs. Eftir ofan- greindu tilfelli og öðrum líkum að dæma, virði>t vafasamt hvort sá mælikvarði sé réttur; það er á- litamál hvort hin almenna lestr- ar kunnátta fólks hefir gert það vitrara og siðaðra heldur en það áður var, og hafið þjóðirnar á hærra menningarstig. Ef að fólk misnotar lestrar- kunnáttu sína, væri farsælla fyr- ir það að kunna alls ekki að lesa, því það sem skiftir mestu máli er það, hvað er lesið og hvernig er lesið — hvort reynt er að að- greina sannleika frá áróðri. Ef fólk les aðallega æsandi reyfara og hin svokölluðu “gulu” blöð, sem flytja alskonar hneykslis og kynferðissögur verður lestur þess aðeins til að heimska það og deyfa siðferðiskend þess. Enn- fremur hefir hin almenna lestr- arkunnátta veitt auglýsendum, óróðursmönnum og skrílsæsinga- mönnum auðveldari aðgang að hlustum fólksins. Slyngir aug- lýsingamenn geta, með aðstoð hins prentaða orðs og útvarpsins talið miljónum manna trú um að þær vörur, sem þeir hafa á boðstólum, séu þeim alveg ó- missandi, með stöðugum áróðri tekst þeim að brjála skynsemi fólks þannig að það hagar sér eins og villimenn þegar það fær ekki þessum ímynduðu þörfum sínum fullnægt, eins og frásögn- in um nylon sokka fárið ber glöggt vitni um. Vitaskuld veitir það flestúm konum ánægju að eiga fallega sokka og falleg föt. Ef þær eru >gædd|ar fegurðartilfinningu. langar þær til að vera fallega til fara. Það er eðlilegt. En stund- um hættir þeim við að ofmeta klæðnað og ytra útlit. Hvað sem auglýsendurnir segja um ágæti nylon sokkanna, þá eru þeir á- reiðanlega ekki þess virði að kon- ur lítillækki sig þannig að þær standi í götu-bardögum til þess að útvega sér þá. + SKÓR HANDA BÖRNUM Þýtt úr The Red Cross Courier Þokan, sem hvíldi yfir Paris þennan dag var hvítleit og sam- fara henni var kaldur gustur, sem fór í gegn um merg og bein. Þennan dag áttu börnin að fá skó; vitaskuld ekki öll börnin, heldur aðeins 300 þeirra heppnu. Evrópa þarfnast svo að segja allra skapaðra hluta; þó skipar maturinn fyrirrúm að því er flutninga áhrærir, og af þessari ástæðu var það að Ameríski Rauði Krossinn fékk þenna dag einungis 300 barnaskó til útbýt- ingar. Franski Rauti Krossinn staðhæfði að þarfir barnanna í Drancy væru allra mest aðkall- andi. Drancy er dapurlegt um- hverfi skamt frá sláturhúsunum í útjöðrum Parísar. Þegar við komum í skólahúsið í Drancy, hafði skónum, sem allir voru nýjir, verið raðað eftir löngum borðupa. Innan í hverju skó-pari var súkkulaðis moli, en ofan á því blóm. Kennarinn sagði að börnin hefðu komið með blómin, enda væri þá mikið um dýrðir er börnin ættu von á nýj- um skóm. Börnin komu inn í skipulagðri fylkingu. Við horfðum á fætur þeim. I venjulegum skilningi máttu þau kallast skólaus; sum höfðu á fótunum vissar tegundir af viðarklossum, en önnur ilskó, sem búnir voru til úr druslum og lauslega reimaðir, en önnur notuðust við garma, sem ýmist voru gerðir úr lélegum flóka eða strái, stungnir saman, og áttu að vera í líkingu við skó. Ef svo bar við að þú sæir eitthvert barn- anna í venjulegum skóm úr leðri, þá var það segin saga að hællinn stæði aftur úr skónum. Fætur barnanna vaxa, en skórnir ekki, og þegar barnið hefir brúkað sömu skóna í mörg ár, verður ekki um annað að gera en að opna þá að aftan. Börnin röðuðu sér umhverfis hin löngu borð og héldu að sér höndum. Einungis eitt og eítt blik í augum þeirra, eða pískur, gáfu til kynna að þau hefðu kom- ið auga á skóna. Svo mátti segja að steinhljóð ríkti í skólahúsinu. En alt í einu, að ráði kennarans tóku börnin að syngja “The Star Spangled Banner” á frönsku, en því næst “Marseillaise.” Að því búnú fluttu umboðsmenn franska og ameríska Rauða Krossins, ræður og afhentu skóna form- lega; á Frakklandi þarf alt að vera formlegt. Börnin hlustuðu hljóðlát og hæversk á ræðurnar, en að þeim enduðum hrópuðu þau, “Merci! Merci!” um leið og þau gengu í röð til dyra. Nokkrar stúlkur réttu fram feimnislega, rifna pappírsmiða er þær höfðu ritað þakklæti sitt á. Ekkert barn- anna hafði snert við skónum. Þau hröðuðu sér út á skólaleik- völlinn og byrjuðu að hrópa og leika sér. Engin minstu von- brigði voru sjáanleg í hegðun þeirra. Eg spurði kennarann hvenær börnin fengju skóna, og svarið var: “Þau fá þá á morgun.” “En því fá þau þá ekki í dag?” Kenn- arinn hristi höfuðið brosandi, “Þau hafa séð þá í dag, það er fullnægjandi; þau eru fram úr skarandi ánægð og þau verða ánægð í alla nótt. Getur þú gert þér í hugarlund hvert ánægju- efni það sé að eiga von á nýjum skóm?” + MITT FYRSTA SUMAR í AMERÍKU eftír Kristínu í Watertown III. Svo byrjaði uppskeran; það þótti mer skemtilegur tími. Allir voru komnir á fætur með birt- ingu svo húsverkin gengu eins og í sógu. Stóra maskman, bindar- inn, var dreginn út á akurinn. Hann slær hveitið, tekur það svo inn í sig, býr til úr því knippi, tekur síðan snærispotta, bindur þau um mittið og kastar þeim svo niður á akurinn. “Já, mikil eru verkin mann- anna,” hugsaði eg, enda eru maskinur þessar eitt hið mesta meistaraverk nútímans. Drengir hlupu á eftir mask- inunni, týndu saman knippin, settu þau upp í sátur og seinna í stakka. “Eg skal veðja,” sagði lítill drengur við föður sinn, “það er maðUr inn í maskínunni, sem gerir allt þetta.” “Nei,” sagði faðir hans. “Það eru hugvitsmenn, sem gera þetta — upphugsa þessar maskínur.” “Hvað er hugvit?” spurði drengurinn. “Það er sérstakur skilningur, sem uppgötvar það, sem bætir úr þörfum manna. Þörfin segjir að eitthvað vanti; þetta kemur þeim til að hugsa. Þeir mynda maskínuna fyrst í huganum. Skilurðu nú þetta?” ... “Ekki vel,” sagði drengur, “en eg vil læra hugvit í skólanum í vetur; eg vil hafa vit í huga mínum.” “Já, gaman er að búa í þessu blessaða landi, þegar maður er orðinn sjálfstæður,” hugsaði eg. Svo liðu nokkrar vikur, þá var farið að þreskja; þá þurfti nú Kristín að baka fleira en “pie.” Fjórtán menn gengu inn í borð- stofuna auk heimilisfólksins. En eg þurfti líka að hafa auga á maskínunni. og sjá að hún að- skildi hveitið frá stráinu; Mrs. Forbs og eg gengum seinna út á akurinn; sá eg þá hvar tveir menn standa við hveiti stakkinn, annar þeirra sprettur belti knippanna en hinn stingur þeim inn í maskínuna. “Guð annist höndurnar á manninum, sem stingur knipp- unum inn; þær beittu tennur eru ekki hættulausar.” Eg leit til og sá hvar straumur af hveiti korni kom úr maskínunni hinu- megin. Maður stendur með poka undír bununni; hann fyll- ist fljótlega. “Flýttu þér með poka; þessi er fullur!” “Hér er annar,” sagði Jósef Samúel litli, er hann var með hesta og vagn. Hann hleður vagn- inn hveiti pokum, ekur svo heim að kornhlöðunni. Þar er maður, sem tekur á móti pokunum og steypir úr þeim í afþiljaðan klefa. Stráið þeytist úr maskínunni. Á einum stað, eru menn með “forka”; þeir henda stráinu aftur fyrir sig, þar myndast strádyngja mikil. Davíð gengur fram og' aftur, léttfættur á sínum stuttu leggj- um, lítur eftir að alt gangi rétt, hjálpar Sam að hlaða vagninn. Davíð var elstur af heima son- unum, lítill vexti, mikill á lofti, mesti búmaður, varð seinna lög- maður. Aumingja hestarnir, stóru og sterku Amerísku hestarnir ganga allan daginn, hring eftor hring kringum pall. William stendur á pallinum með svipu. Allar maskínur gengu þá fyrir hesta- afli en ekki gufu eins og nú ger- ist.. Eg strauk þeim á makkann og stakk sykur mola upp í nokkra þeirra, en þeir litu til mín stóru augunum sínum með þakklætis hýru. “Blessaðar skepnurnar,” hugs- aði eg, “þeim er varnað máls- ins en ekki vitsins.” Alt þetta fanst mér dásamleg menning. Þetta blessað hveiti, hafrar og bygg, það var svo björgulegt. (Framhald—) “Reykjavíkurandinn” Eftirfarandi greinarkorn um “anda þeirra, sem fremstir þykj- ast vera i Reykjavíkurhöfuð- stað,” birtist í Reykjavíkurblaði fyrir röskum 70 árum og var undirritað 75: “Það þykir sjaldgæf list í Kaupmannahöfn að lyppta þak- inu af íbúðarhúsum, þegar “kvölda tekur og á daginn líð- ur” (sbr. Köbenhavn uden Tag). Slíkar tilraunir hafa oft leitt í ljós það, sem mönnum hefur sízt dottið í hug. Mér hefur einstaka sinnum komið til hugar að gera eina eða fleiri þess konar til- raunir, en það eigi viljað heppn- ast sem skyldi. Samt sem áður tók eg mig til fyrir skömmu síð- an og lyfti þakinu af einu ein- asta húsi í Reykjavík. Eg sá þar marga menn vel klædda, en heyrði eigi glöggt hvað þeir ræddu um, nema tveir, og virtist annar ókunnugur. Umtalsefnið var þetta: “Hvaða gagn er að því að vera duglegur maður núna í Reykja- vík? Það veit eg ekki. En til þess að vera vel meðtekinn og lifa í anda þeirra, sem fremstir þykjast vera í Reykjavíkurkaup- stað, þá þarftu að hafa komið í skóla, eða þú þarft að geta blaðr- að dálítið dönsku, vera mikið gefinn fyrir dansleik og halda þá hvar sem stendur; kunna vel að drekka vín og brennfvín og standa í búðum kaupmanna all- an daginn; tala eins og hver vill heyra; masa mikið við kvenfólk og vera í skotfélagi, þótt þú sért hræddur við byssu, og ganga á miðvikudaga-“klub.” En þótt þú kunnir lítið að gagni fyrir sjálf- an þig, föðurlandið eða kven- fólkið, þá gerir það minna til; bara ef þú hlýðir þessum tímans straumi, verður þú vel meðtek- inn. Sveitafélagið er breiðbak- að.” — Tíminn, 1. maí 1872. —Heimilisblaðið. ORÐSENDING TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI: * Munið að senda mér áskriftargjöld að blöðunum fyrir júnílok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 árangur- inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent I pðstávísun. BJÖRN OUÐMVNDSSON, Reynimel 52, Reykjavik. PÁSKALILJUR — og önnur fegurstu skrautblóm ávalt fyrirliggjandi í miklu úrvali hjá Sargent Florist 739 SARGENT AVE. SIMI 26 575 D. OSBORNE, forstjóri HÚSA EIGENDUR ! Þið kærið yður ekki um að kaupa köttinn í sekknum, þegar þið kaupið olíu-brennara VERIÐ VISSIR f SÖK YÐAR þegar þér kaupið nýja OLÍUBRENNARANN YÐAR. • OIL HEATIN6 & EQUIPMENT C O M P A N Y 257 OSBORNE ST., WINNIPEG SÍMI 41 807 Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man............ B. G. Kjartanson Akra, N. Dak..............B. S. Thorvarðson Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man.................... M. Einarsson Baldur, Man................... O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash.............. Árni Símonarson Cavalier, N. Dak. B. S. Thorvarðson Cypress River, Man............O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson Gerald, Sask. .................. C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man ................ O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. .............. O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask. Jón Ólafsson Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain, N. Dak.......- Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal Selkirk, Man. S. W. Nordal Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancoiiver, B.C. F. O. Lyngdal Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man........................ Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.