Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 7
LÖGBfcRG. FIMTUDAGINN 18. APRÍL, 1946 i 7 Námsfólk í amerískum skóla valdi sjer ísland sem sjergrein Áhugi þeira váknaði vegna bréfaskrifta frá foringja í hemum á íslandi Allmargir námsmenn í menta- skóla í Columbus, Ohio, í Banda- ríkjunum, völdu Island sem sér- grein í landafræði vegna þess að einn kennari skólans hafði sagt þeim um landið og þjóðina, úr bréfum frá foringja í ameríska hernum hér á landi. Bréfin voru þó ekki skrifuð beint til kennar- ans, heldur til konu foringjans, frú A. E. Henderson, en hún er kona A. E. Henderson ofursta, sem dvalið hefir hér á landi í 23 mánuði, en er nú á förum. Henderson var um tíma yfir- maður ameríska hersins hér á landi og hann hefir starfað lengi í Sölunefnd setuliðsins. Á hann hér marga vini og hefir hann gert sér far um að kynnast landi og þjóð, enda ferðast talsvert um landið. Mörg bréf frá íslandi Henderson ofursti hefir skrifað 478 bréf til konu sinnar frá því hann kom fyrst til íslands í nóv- ember 1943. Hann hefir einnig sent konu sinni gjafir frá íslandi og skýrt henni frá lifnaðarhátt- um fólks hér og landinu yfir- leitt. Ofurstinn segir, að það sé sín skoðun, að kona hans viti nú orðið jafnmikið um íplendinga og menningu þeirra og hann sjálfur. í fyrrasumar dvaldi kennar- inn, sem fyr getur, nokkrar vik- ur á heimili Henderson hjón- anna í Biloxi, í Mississippi. — Þar var rætt um Island fram og aftur og fékk kennarinn þar á- huga fyrir íslandi. Er hún kom aftur í skólann í Columbus, eftir sumarleyfið, hélt hún fyrirlestur um ísland eftir þeim upplýsing- um, sem hún hafði frá frú Hen- derson. Þetta virðist hafa vakið áhuga nemenda skólans og er þeir fengu tækifæri til að velja sér eitthvað ákveðið land, sem sérgrein, voldu þeir Island. Upplýsingum safnað Skólinn hóf nú að safna upp- lýsingum um Island og fékk kennarinn lánaðar allar Ijós- myndir, sem Henderson ofursti hafði sent konu sinni og enn- fremur margskonar gjafir, sem hann hafði sent heim frá íslandi. Síðan kom beiðni til ofurstans um frekari upplýsingar, ljós- myndir og yfirleitt allt, sem hann gæti safnað saman af upplýsing- um um land og þjóð. Henderson ofursti hafði gaman af þessu og nafnaði sýnishornum af hraun- grýti, íslenzkum blómum og ís- lenzkri handvinnu ásamt öllum ljósmyndum sem hann gat náð í. Við þetta safn bætti ofurstinn síðan öllum þeim ljósmyndum, sem hann gat safnað saman, bók- um og greinum, ásamt lýsingum a ferðalögum, sem ofurstinn hef- ú farið til sögustaða á íslandi. ‘íslandssýningirí’ Þakkarbréf Henderson ofursti hefir fengið fjölda þakkarbréfa frá námsfólk- inu, þar sem það þakkar honum fyrir hjálpina og fyrir tækifærið, sem hann veitti þeim til að kynn- ast landinu og þjóðinni. I bréfi frá kennaranum er skýrt frá því, hversu námsfólkið hafi mikla ánægju af að kynnast Islandi á þenna hátt og hvernig það hafði breytt fyrri skoðunum sínum á eylandinu og þjóðinni, sem býr þetta norðanlega á hnettinum. Og einnig lýsti hún hve mikið hún hefði lært um þjóð, sem hún áður þekti lítið sem ekkert. Hún skýrir einnig frá því, að þar sem skóli hennar undirbúi stúdenta undir fylkisháskólann í Ohio, fari ekki hjá því, að þeir sem kynst hafi íslandi á þenna hátt, muni kenna frá sér og ekki síst þar sem margir nemenda ætla að verða kennarar að námi loknu. Fyrirhuguð íslandsferð Þá skýrir kennarinn frá því, að góður vinur sinn sé ferða- skrifstofufulltrúi og hún hefir hrifist svo af frásögnum frá Is- landi að hún hefir ákveðið að gangast fyrir hópferð til Islands við fyrsta tækifæri. Ætlar ferðaskrifstofu fulltrú- inn að setja sig í samband við Henderson ofursta og íslenzk yfirvöld til að athuga möguleika á hópferð til íslands, þegar á næsta sumri. Tilviljun að Henderson kom hingað. Henderson segir mér að það hafi verið tilviljun ein að hann kom til Islands. Hann var verk- fræðingur og var með ameríska hernum í Bretfandi. Haustið 1943 kom yfirverkfræðingur hers ins að máli við hann og sagðist hafa verkefni fyrir hann á Is- landi, sem tæki hann um 6 mán- uði að vinna. Vildi hann taka að sér verkið? Henderson sagði að svo hefði þá staðið á að hann bjó í sarna húsi í London og Magnús V. Magnússon, sendisveitarfulltrúi, og hafði hann kynst honum dá- lítið, Magnús hefði sagt honum frá Islandi og eytt þeirri skoð- un hans, að á Islandi væri ekki nema ís og Eskimóar. “Ef það hefði ekki verið fyrir upplýsingar frá Magnúsi um ís- land, þá er eg viss um að eg hefði skorast undan að fara hing- að,” segir Henderson ofursti. “Eg er feginn, að eg tók verkið að mér, þó það hafi dregist í 28 mánuði, í stað sex, sem áætlaðir voru, að eg færi fá Islandi. Mér hefir líkað vel við samverka- menn mína, íslenzka hér í landi og mun ábyggilega ekki hafna tækifæri til að koma aftur til ís- lands, þegar það býðst.” Það eru menn eins og Hender- son ofursti, sem eiga eftir að verða okkur Islendingum hauk- ar í horni, eftir að þeir koma aftur til ættlands síns. MbZ., 6. marz. Þegar hér var komið hafði kennarinn allmikið af munum ^rá Islandi og gat sýnt nemend- Uln sínum eftirfarandi: Nokkra silfurgripi, smíðaða íslandi, íslenzk ullarteppi, t\ sýnishorn af íslenzku vaðmá fvasr handprjónaðar ullarpeysu sex tegundir af þurkuðum blón Urn, tvær postulínsrjúpur, sýni horn af hraungrýti, íslenzku fána og nærri 100 ljósmyndir ; fólki, frá Þingvöllum, Gey< ^nllfossi, af laxveiðum, ljó ^yndir frá höfnum, skipur ^annvirkjum °2 margar mynd 'a óasjum og þorpum, skól yggingum, öðrum opinberu hyggingum, o.s.frv. Íslendingurinn í Grand Forks (Frh. af bls. 2) heimalandsins. En að því er snertir framhaldandi samband við ættlandið og heimaþjóðina tel eg, eins Qg eg hef áður sagt bæði í ræðu og riti, mannaskip- ti milli Islendinga austan hafs ,og vestan, svo sem prestaskipti óg kennara, mjög mikilvægt atriði, og þá ekki síður gagn- kvæmar heimsóknir yfir hafið sem ættu að fara vaxandi, ekki sízt af hálfu íslendinga vestra, DÁNARFREGN Þann 28. marz s.l., andaðist á ellimenna heimilinu á Gimli, Guðrún Goodman. Hún var fædd 26. ágúst 1857, á Kalstöðum í Miðdal, Dalasýslu. Foreldrar hennar voru þau Jóhannes Hall- dórsson og Guðríður Guðmunds- dóttir. Guðrún sál. kom til Kan- ada 28. júní 1902; frá þesum tíma átti hún heima í Manitoba. Guðrún var tvígift; fyrri mann sinn Guðmund Lúðvíksson mun hún hafa mist á íslandi. Þau eignuðust þrjú börn: Andrés og Þuríður eru búsett á íslandi, og Gunnþór á heima að Hnausa, Man. Seinni maður Guðrúnar, Jósep Goodman, dó í Riverton, Man. Tveir stjúpsynir og stjúp- dóttir syrgja einnig fráfall henn- ar er reyndist þeim sem bezta móðir. Stjúpbörnin eru: Victor, Alfons og Alma Matthews, til heimilis í Winnipeg. Guðrún heitin tapaði sjóninni fyrir all mörgum árum síðan, en að öðru leyti hafði hún búið við frekar góða heilsu. Hún var sterktrúuð og, fram af vörum hennar drupu bænheit blessun- arorð, í nafni frelsarans, til allra sem henni samferða voru á lífs- leiðinni. Vér kveðjum hana í nafni hans sem hún treysti og fól líf sitt. Hún var jarðsungin frá heim- ilinu 30. marz s.l., af séra Skúla Sigurgeirssyni. þegar samgöngur komast í eðli- legt horf nú að stríðinu loknu. Skilaboð. Er það nokkuð sérstakt, sem þú vilt að eg skili til Islendinga heima frá þér ? Já, eg vil biðja þig að flytja vinum og frændum heima á Is- landi, og íslenzku þjóðinni í heild sinni,hjartans kveðjur mín- ar og blessunaróskir með irini- legu þakklæti fyrir síðast, við- tökurnar frábæru, sem eg átti að fagna af allra hálfu, að ógleymdu ferðalagi mínu um landið síðast- liðið sumar. Og þú mátt segja löndum heima það, að þó að margt sé á brattann að sækja í þjóðræknisbaráttu okkar Islend- ínga vestan hafs, þá munum við Íslendingar þeim megin hafsins kappkosta að ávaxta sem bezt og varðveita sem allra lengst íslenz- kar menningarerfðir vorar, tun- gu vora og hina sögulegu og bók- menntalegu arfleifð. Enda munt þú geta borið um það af eigin reynd, eftir ferðir þínar meðal íslendinga í Vesturheimi, að þeim brennur, enn glatt í huga heitur eldur ræktarsemi til “gam- la landsins góðra erfða” einsvog Stephan G. nefndi ættjörðina fagurlega í einu kvæða sinna. Eg hneigði höfuðið til fyllsta samþykkis og við risum ’báðir á fytur, því nú gerðist framorðið, og það var ekki meira rætt að sinni. Hugleiðingar. En Ríkarður Beck, eg hélt á- fram að hugsa um þig eftir að eg var kominn upp í herbergið mitt, að undrast starfsgleði þína og framúrskarandi afköst. Eg veit nefnilega svolítið meira um þig en þú heldur. Eg hefi komist að því, að þú hefir með höndum margvísleg opinber störf fyrir hönd ríkisháskólans og þau all- umfangsmikil. Þú ert t. d. for- maður kappræðusambands Norð- ur-Dakota ríkis, og á styrjaldar- árunum hafðir* þú umsjón með upplýsingastarfi háskólans í þágu stríðssóknarinnar og fluttir ræð- ur um þau efniv víðsvegar um ríkið. Jafnhliða því sem þú vinnur að félagsmálum íslendinga vest- an hafs, stendur þú framarlega í félagsmálum Norðmanna i Grand Forks, enda ertu jafnvígur á norska tungu sem íslenzka og enska. Þú ert fyrverandi forseti norsku þjóðræknisdeildarinnar í Graand Forks (Sons of Norway deildarinnar) og hefir tekið mik- FRÁ CHURCHBRIDGE SASKATCHEWAN 31. marz 1946. Herra ritstjóri: Okkur þykir gaman að lesa fréttir úr öðrum bygðarlögum, sem af og til koma út í íslenzku blöðunum, Lögbergi og Heims- kringlu. Mér hefir stimdum dottið í hug að tína saman eitt- hvað sem mætti máske kallast fréttir úr bygð vorri. Svo er eg að hugsa til þeirra góðu vina, sem hafa flutt héðan í burt, og að þeim þætti gaman að vita aö við erum að baslast við að halda áfram félagsstarfi, þar sem þetta góða fólk tók svo drjúgan þátt í. Tíðarfarið hér var af ýmsu tægi á árinu sem leið. Það vor- aði afar seint. Það var ekki fariö að sá korni fyr en eftir 10. maí; svo var kuldi og bleyta fram að 10. júlí. Sumir vildu kenna sól- myrkrinu, sem var 9. júlí, og að það hefði valdið þessari ótíð, en stjörnufræðingar, sem hér voru á næstu grösum, sögðu að það kæmi því ekkert við og hefði engin áhrif á veðrið. Svo sögðu þessir spekingar. En skrítið var áð það skyldu koma hitar strax á eftir. Samt skulum við ekki deila við dómarann. Jæja, eftir 10. júlí, þegar hlýnaði, fór að spretta og vöxtur í ökrum og á grasi varð ákaflega mikill. Hey- skapur varð mikill og góður og náðist hey óhrakið. Uppskera á korni varð að mestu góð, þó mikið skemdist bæði af hagli og vindum. Haustið var votasamt, svo seint gekk með þreskingu. Eg held samt að flestir hafi verið búnir í október lok. Þá fraus upp og var mjög kalt fram að jólum. Jólavikuna var gott veður, og það kom sér vel, því þð er mikið um heimsóknir. Veðrið var svo gott um það leyti, að það sást kvenmaður berfættur í skónum úti á stræti. Félagsstarf vort er að verða erfiðara eftir því sem íslending- um fækkar hér — gamla fólkið að falla frá og svo aðrir sem flytj- ast í burt. Síðustu 2 árin var tekið upp á því að hafa aðra hvora guðs- þjónustu flutta á ensku í Kon- cordia kirkju, en hinar á ís- lenzku. Sumum hefir ekki líkað þetta fyrirtæki, vegna þess að þeim finst að það sé verið að leggja íslenzkuna upp á hillu og hún gleymist svo. Þetta er ekki svo að mínu áliti. Ef við ekki hugsum til unga fólksins, þá, með tíð og tíma, verður hræðilega fáment í kirkju vorri. Áhugi fyrir kirkjusókn meðal unga fólksins hefir aukist mikið síðan var far- íð að messa á ensku aðra hvora messu. Ungmenna söngflokkur aðstoðar við þessar messur, og þetta unga fólk syngur ágætlega vel. Það er upplyftandi að horfa upp á og hlusta á fullan kór 14 að tölu syngja með þeim áhuga sem það gjörir. Þetta fyrirtæki var ekki árangurslaust — þetta gjörir og líka samkomulag milli yngri og eldri miklu betra. Svo inn þátt í hjálparstarfinu í þágu Noregs á stríðsárunum. Þá átt þú einnig löngum sæti í móttöku- nefnd þegar merka norska gesti ber að garði og skipar þá ósjald- an formanns-sessinn, þó þú sért fæddur á Reyðarfirði. Eg sá þig sjálfur taka á móti einum þeirra daginn, sem þú fylgdir mér á brautarstöðina. En því miður sá eg þig ekki, þegar þú sem for- maður móttökunefndar, tókst á móti norsku krónprinshjónunum. Mörtu og Ólafi, — ekki heldur, þegar þú bauðst Hambro stór- þingsforseta velkominn. En þú varst svo elskulegur að útvega mér sama herbergi og honum á Ryan hóteli fyrstu nóttina, sem eg dvaldið í Grand Forks, svo eg má vera ánægður. Vertu nú sæll, og þakka þér fyrir alt. Þinn einl. Guðmundur Daníelsson. — (Vísir 16. janúar). þegar messað er á íslenzku, þá er það al-íslenzkt sem fram fer, prédikun og söngur. Þar syngur eldri söngflokkurinn og sumt úr yngri flokknum syngur með. Með þessum hætti fara kirkju- störf fram hér á komandi sumri. Þingvalla (oft kölluð litla kirkjan í austurbygðinni) safn- aðarstarfið, sem legið hefir í deyfð nú um nokkur ár, var end- urlífgað árið s_em leið. Fundur var þar haldinn og 5 manna nefnd kosin af því eru 3 kven- menn. Þessi nefrid tók strax tii starfa. Talsverðar endurbætur voru gjörðar á kirkjunni: nýr spónn settur á þakið og svo mál- að að innan. Orgel var sett þar inn og svo fleira. Meðlimatalan er um 30 manns. Undanfarin ár hefir verið messað einu sinni á ári. En eftir þessa viðreisn iná búast við að messað verði oftar á komandi tíð. Kvenfélagið “Tilraun” heldur sinni meðlimatölu við það sama og er altaf starfandi. Þær halda sína fundi reglulega; það má segja að þær séu máttarstoð Koncordia-kirkju. Marga stóra peningaupphæð eru þær búnar að gefa söfnuðinum, kirkjunni til styrktar, fýrir utan alt ánnað, sem þær gefa sjúkum og bág- stöddum. Á liðnu sumri heimsóttu okk- ur tveir góðir gestir: þeir próf. Ásmundur Guðmundssbn og séra Sigurður Ólafsson frá Selkirk, sem komu með lestinni að morgni. Um kvöldið sama dags var haldin samkoma í kirkjunni. Þar töluðu þessir gestir báðir og var gjörður góður rómur að. Séra S. S. Christopherson stýrði þessari samkomustund og kynti gestina. Þar voru sungnir sálm- ar og fleira. Á fundi, sem haldinn var til að ræða um Islendingadag, var tal- ið sjálfsagt að Islendingadagur sé haldinn og að sá dagur sé 17. júní. En 17. júní í þetta sinn bar upp á sunnudag. Fundar- fólki fanst sjálfsagt að hladið væri upp á 17. júní hvort heldur sem bæri upp á sunnudag eða vikudag — þetta væri dagur mik- ill fyrir Islendinga. Eitt ár lið- ið frá því að ættarlandið ísland fékk lýðveldi sitt endur- reist. Þessi dagur er okkur Is- lendingum helgur og er ekkert óguðlegt þó haldið sé upp á hann á sunnudag. Nú var ekki mikill tími til undirbúnings. Tíminn var svo stuttur orðinn að ekki sást mögulegt að fá mann eða konu aðkomandi til að halda hjá okkur tölu, svo það var afráðið að búa við þá krafta, sem voru innan bygðar. Þetta urðu nú engin vandræði. Dagurinn rann upp skýr og fagur — sólin hlý en ekki of heit. Svo alt var í bezta lagi frá náttúrunnar hendi. Björn Hinriksson skipaði degin- um forstöðu með sinni alkunnu lipurð. Stuttu eftir hádegið bauð hann fólki til sætis, því all-fjöl- ment var orðið, og setti samkom- una með vel völdum orðum og bauð fólk velkomið. Séra S. S. Christopherson las biblíukafla og flutti bæn, þá var sunginn sálm- ur. Svo næst talaði Einar Sig- urðsson fyrir minni íslands; því næst talaði Magnús Bjarnason fyrir minni bygða; ræðumönn- um tókst ágætlega vel og var bæði skemtuln og fróðlegt á þá að hlýða. Á milli ræðanna voru sungin góð íslenzk lög, sem allir kunnu. Að dagskrá lokinni var drukkið kaffi og borðað með, sem konur bygðarinnar fram- reiddu. Það er meira innifalið í svona samkomum heldur en bara að hlýða á ræður og söng; það er líka að fólk kemur saman og kynnist betur. Það talar og rabb ar saman sem gjörir öllum gott. Svo endaði 17. júní hjá okkur í Þingvalla. Th. Marvin. “Eykst nú Reykjavík óðum . . .” Fyrir rúmri öld var sagt svo frá byggingarframkvæmdum í Reykjavík : “Hér í Reykjavík hafa menn venju fremur um þetta leyti gef- ið sig við útismíðum; sumir heifa látið hressa við skí&garða eður smíða að nýju, aðrir láaið reisa tréhús, t. a. m. Tærgesen kaup- maður og annar maður til, og í ráði er, að 3 af kaupmönnum: Hannes Johnsen, Carl Siemsen og Ditlev Thomsen, láti byggja hver sitt tréhúsið í sumar er kemur, og eykst nú Reykjavík óðum og margfaldast, eins og vera á. Má hún verða allsnotur bær, ef menn láta sér annt um að fleygja ekki húsunum niður einhvern veginn af handahófi, eins og stundum hefur verið gjört, heldur setja þau í beinar raðir, halda skíðgörðum vel við líði, byggja út vatni í rétta far- vegu, og rýma burtu að húsabaki mykjuhaugum og ýmsum ó- þverra, sem kalla má að dagað hafi uppi frá fyrri tíðum hingað og þangað í þessum bæ.”—Reykj- avíkurpósturinn í marz 1874. —H eimilisblaðið. eind, U’i&d&awíi ! LJÚFFENGI INNSIGLAÐ YÐUR TIL ÁNÆGJU H. L. MACKlNNON CO.LTO. WINNIPEG Melrose Coirbee R.ICH STRONG DELICIOUS Yonr old radio set Can be “Factory Serviced” LIKE ]\EW This is "FACTORY SERVICE"—the same care, skill and undersianding that was put on your radio in the factory where it was made. Prove it for your- selves—let us "Factory Service" YOUR radio—and YOU be the judge. We call for your set and return it—our technicians are highly Irained and experienced. Our charges are reason- able—and all work is absolutely guaranteed. • PHONE 49 469 TODAY • RADIO SERVICE SPECIALISTS 130 Osborne Slreei Phone 49 469

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.