Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.04.1946, Blaðsíða 6
ö JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON “Ó, og það líka. Það eru til úlfar í sauðargærum eins og biblían stgir okk- ur; en trúðu niér, þegar um svona unga vesalings stúlku er að ræða, þá er það oftar sauðkindin sem hefur tekið á sig útlit úlfsins—til þess að vera móðins,” bætti presturinn við. “Tízkan sam- þykkir hvaða tegund af eftirlíkingu sem er.” “Jæja, eg vona að þú segir þetta við Madame d’Argy. Það væri einmitt á- gætt ef þú vildir gera það. Það er ekki peningaspursmál sem vakir fyrir henni. Það sem hún þráir er rólega sinnaða tengdadóttir, sem er viljug að vera níu mánuði af árinu á Lizerolles, og nú er Jackueline búin að fá meir en nóg af Parisar lífinu” Hættulegt líf,” tautaði presturinn fyrir munni sér; “Ó, sökum tamningu á eðli voru! Prestur, hvers hhitskifti er að vera úti í fámenninu í sveitunum, er heppinn, Madame, en við getum ekki kosið hvar við erum. Við getum verið til góðs hvar sem við erum, og sérstak- lega í stórborgunum. Ertu viss um að Jackueline—” “Hún elskar Monsieur d’Argy.” “Jæja, ef svo er, þá er öllu borgið. Hin stóra ógæfa margra þessara vesl- ings stúlkna er það, að þær þekkja ekk- ert nema augnabliks hrifningu, æsingu, hnýsni og tilhneigingar.” “Þú ert að tala um Jackueline, áður en einvígið var háð. Eg get fullvissað þig um, að síðan í gær, ef ekki áður, hef- ur hún elskað Monsieur d’Argy, og að hann hefur lengi, já, mjög lengi elskað hana.” Giselle talaði af miklum ákafa, eins og hún neyddi sig til að segja þau' orð sem særðu hjarta hennar. Blóðið steig henni til höfuðsins, og hún varð heit og rauð í andliti. Presturinn, sem var bæði athugull og aðgætinn, veitti því nána eftirtekt. “En ef hann,” sagði Giselle, “verður neyddur til að gleyma henni, þá er eins líklegt að hann snúi í aðra átt þeirri ást og aðdáun sem hann hefir á henni; sem gæti valdið því að spilla friði annara, og draga sjálfan sig á tálar. Snúið til þeirrar sem—! Láttu ekki bregðast að sýna Madame d’Argy framá alla þessa hættu, þegar þú talar máli Jackueline við hana.” “Hum, hum! Þú lætur þér sannar- lega, Madame, mjög ant um hamingju og velferð, Mademoiselle de Nailles.” “Já, sannarlega,” svaraði hún ein- arðlega. ‘Hún er mér mjög kær, og hann ekki síöur; svo þú skilur það, að þau verða að giftast.” Hún var staðin upp og var að sveipa að sér yfirhöfninni, og horfði fast í augu prestsins. Smá vexti, eins og hún var, voru þau sama sem jafn há; hún vildi láta hann skilja til fulls hversvegna þessi gifting væri óhjá- kvæmileg. Hann hneigði sig. Þangað til nú, hafði hann ekki verið viss um, að hann væri ekki að tala við einn þennan úlf, klæddan sauðargæru, sem villa sjónir og látast vera sakleysið sjálft, nú var hann kominn yfir allan efa. “Mon Dieu! Madame,” sagði hann með fjöri, “Mér virðist röksemdafærsla þín ágæt — koma í veg fyrir annað ein- vígi, að sonurinn geti verið heima hjá sinni lasburða móður, að tvær ungar persónur, sem elska hvort annað gift- ist, ef til vill frelsun tveggja sálna—” “Segðu þriggja sálna, Monsieur l’Abbé.” Hann spurði ekki hver væri þriðja sálin, né hví hún hafði krafist að hann skyldi afljúka þessu vandasama erindi þennan sama dag. Hann bara hneigði sig en sagði ekki neitt. “Klukkan fjögur verður Madame d’Argy tilbúin að taka á móti þér. Þakka þér fyrir, Monsieur l’Abbé.” Og meðan hún var að fara of- an stigann, blessaði hann hana í þögulli bæn, áður hann fór að vitja steikarinn- ar, sem nú var orðin köld. Giselle naut ekki mikils morgun- verðar heldur, hún sat og horfði á son sinn, sem var að borða með góðri lyst, meðan hún einungis drakk einn bolla af te; og er hún hafði lokið úr bollanum, fór hún að búa sig, og það með meiri nákvæmni en hún var vön; hún smurði andlit sitt með hrísgrjóna dufti, svo and- lit hennar bæri engin þess merki að / LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL, 1946 hún hefði grátið, og setti upp sitt fagra hár á þann hátt sem henni fór bezt, undir barðalausum hatti þöktum gull slöri, sem samsvaraði skrautinu á kjóln- um hennar. Þegar hún kom aftur inn í borðstofuna, þar sem Enguerrand var, ásamt fóstru sinni að ljúka við morgun matinn, hrópaði hann “Ó, mamma^ hvað þú ert falleg!” Þessi orð snertu hjárta hennar. Hún kysti hann marga kossa —hvern eftir annan. “Eg vil reyna að líta vel út þín vegna, dýrðlingurinn minn.” “Má eg fara með þér?” “Nei, eg kem bráðum aftur, og tek þig út með mér.” Hún gekk tvö eða þrjú skref til dyr- anna, og sneri sér við til að kyssa hann kossi s.em honum fanst svo undarlegur, að hann sagði: “Veröur það lengi?” “Hvað?” “Þangað til þú kemur aftur? Þú kystir mig eins og þú ætlaðir að vera lengi í burtu.” “Eg kysti þig til að auka þrek mitt og hugrekki.” Enguerrand, sem ávalt gerði það sama, þegar hann var að læra eitthvað, sem honum var ógeðfelt, og fanst sem hann skildi móður sína. “Þú ætlar að gera eitthvað sem þér er ógeðfelt.” _____ “Já, en eg verð að gera það, vegna þess að það er skylda mín.” “Hefir fullorðið fólk líka skyldur?” VJá, jafnvel meiri en börnin.” “En það er ekki þín sk-ylda að skrifa eftir forskrift — þú skrifar svo vél. Það er sem mér er versÞvið að gera. En þú segir altaf að það sé skylda mín að gera það. Eg ætla að fara og gera það, núna þegar þú ert að gera þína skyldu. Svo það lítur þá út eins og við séum bæði að gera eitthvað á móti vilja okkar — er það ekki, mamma? Hún kysti hann aftur, af enn meiri tilfinningu. » “Við skulum altaf vera saman, við bæði, elskan mín!” Þessi ástúðlegu blíðmæli, fanst Enguerrand litla hafa nýjan og óvana- legan hljóm, nýja meiningu’, og hann um- faðmaði móður sína enn ástúðlegar. Fyrst þú elskar mig svona mikið, viltu þá lofa mér með þér til að sjá brúðu leikinn?” “Já, hvert sem þú vilt — þegar eg kem aftur. Vertu sæll!” XX. KAFLI. Göfug sál. Madame d’Argy sat með prjónana sína við gluggann í herberginu þar sem Fred lá. Yfir andliti hennar hvíldi mild- ur sorgarblær, eins og vanalega sézt á mæðrum þegar þær eru að reyna að bæta úr einhverju fljótfærnis frum- hlaupi barna sinna. Fred hafði oft séð, er hann var lítill drengur, þennan sama svip á andliti móður sinnar, þegar hann hafði dottið af hestbaki, eða af hjólhest- inum sínum og meitt sig. Hann var ó- rólegur, en áhyggjufullur, þar sem hann lá á legubekknum með hendina í fatla. Hann var að geispa og telja tímana. Móðir hans leit af og til á hann. í tilliti hennar var hnýsni, kvíði og ást. alt undir eins. Hann lézt sofa. Honum líkaði ekki að hún væri að vakta sig. Hans laglega, karlmannlega andlit, sem nú var ljós- brúnt eftir svo langa veru hans í hita- beltinu, virtist svo ósamræmanlegt við ljósbláan ermalausan slopp, sem var bundinn að hálsi honum, til þess að verja því að kuldi kæmist að honum. Hann fann til óþolinmæði að vera svo undir náð hinnar nærgætnustu en eftirtektar- sömu hjúkrunarkonu, fangi hennar að- dáunar, og vera sér vitandi um vald hennar hvert einasta augnablik. Um- önnun htnnar þreytti hann; hann vissi að það meinti: “Það er sjálfum þér að kenna, vesalings drengurinn minn, að þú ert nú svona staddur, og að móðir þín tekur það svo nærri sér.” Hann fann það. Hann vissi það eins vel og hún hefði sagt það, og að hún var að biðja hann um að gæta nú skynseminnar og giftast strax litlu nágrannastúlkunni þeirra í Normandy, Mademoiselle d’Argeville, frænku M. Martel, sem hann hafið aldrei viljað hugsa til að giftast henni og altaf kallað hana, “mjaðareplið,” sem tákn- aði hennar blóðrauðu kinnar. Þjónn kom inn og sagði Madame d’Argy að Madame de Talbrun væri í gestastofunni. “Eg skal koma strax, sagði hún og vafði saman það sem hún var að prjóna. Fred lézt eins og vakna alt í einu og sagði: “Því viltu ekki biðja hana að koma inn hingað?” “Jú, eg get það, svaraði móðir hans með nokkurum efa. Henni var svo margt í huga, svo margar áhyggjur og kvíði, æst út af hinum hættulegu áhrifum Jackueline, hrædd við hinn nána kunn- ingsskap hans við Giselle, alráðin í því að koma í veg fyrir alla þessa flækju og vandræði, með því að gifta hann sem Jyrst, en á sama tíma hrædd um að hann mundi aldrei fást til að giftast “mjaðar eplinu” sínu. “Beiddu madame de Talbrun að koma hingað inn,” sagði hún, og settist í stólinn við gluggann, alvarlegri á svip en áður, og saman þrýstar varir. Giselle kom inn í sínum indæla, nýja búningi, og það sem Fred sagði fyrst, eins og Enguerrand, var: “Hvað þú ert falleg! Það er sönn náðargjöf,” sagði hann brosandi, “fyrir veikan mann að sjá svona fegurð fyrir augum sér; það er nóg til þess hann verði strax albata.” “Er það ekki?” sagði Giselle og kysti Madame d’Argy á ennið. Hún hafði tekið prjónana sína og dæsti þungan, og leit varla á hinn skrautlega búning né hinn gullslöraða hatt Giselle. “Er þetta ekki fallegur búningur?” endurtók Giselle. “Eg er svo hrífin af honum. Hann var búinn til eftir einum af bún- ingum Réjan’s. Óskar sá þennan bún- ing í einu leikhúsinu, og varð svo dauð- skotinn í honum, að hann vildi friðlaust að eg færi til sömu saumakonunnar sem bjó þann búning til, og léti búa mér til annan eins.” Hún hélt svo áfram að tala um hitt og þetta, til þess eins og að komast hjá að færa það í tal, sem hún ætlaði að segja. Hún hafði svo mikinn hjartslátt, að það mátti sjá það undir hinum nær- skorna búningi, sem féll svo þétt að brjósti hennar. Hún var að hugsa um hvernig madame d’Argy mundi taka þeirri uppástungu sem hún ætlaði að bera upp. Hún hélt talinu áfram og sagði: “Eg bjó mig í minn bezta búning í dag, því eg er svo sæl.” Madame d’Argy hætti að prjóna, er hún heyrði hvað Giselle sagði. “Það gleður mig að heyra, góða mín,” sagði hún kuldalega, “það gleður mig, hver sem getur verið sæll. Það er svo margt af oss sem erum vansæl,” sagði Madame d’Argy. “Hvað hefir glatt þig svona mikið?” spurði Fred, og leit á hana, eins og hann hefði einhverja ósjálfráða vitund um, að það áhrærði sig. “Það sem oss var glatað, er nú aftur fengið,” svaraði Giselle, eins og með fögnuði, uppgerð samt sem áður, því hún gat varla dregið andann af ótta og hugaræsingu. "Heimili mitt fagnar í dag.” “Það sem var glatað? Meinarðu manninn þinn?” sagði Madame d’Argy, illgirnislega. “Ó! Eg örvænti um hann,” svaraði Giselle léttilega. “Nei, eg tala um týndan vin, sem fór ekki langt, og sneri fljótt frá villu síns vegar. Eg er að tala um Jackueline.” Það varð dauðaþögn. Prjórnarnir hreyfðust með ákafa í höndum Madame d’Argy, og ofurlítill roði kom fram í hin- ar sólbrendu kinnar Fred’s. “Það eina sem eg vil biðja þig er, að þá étir ekki alikálfinn henni til heiðurs. Hvort Mademoiselle de Nailles kemur eða fer, læt eg mér standa alveg á sama um,” svaraði Madame d’Argy. “Fred getur að minsta kosti ekki lát- ið sér standa á sama, hann hefir sýnt það, held eg mér sé óhætt að segja,” svaraði Giselle. Giselle sá að þau voru bæði í engu minni vandræðum en hún, og hélt á- fram: “Þeirra nöfn eru á hvers manns vörum; það er ómögulegt að koma í veg fyrir það.” “Mér þykir mikið fyrir því — en ætla þó að leyfa mér að gera eina athuga- semd: Mér finnst þú sýna svo mikið taktleysi, sem eg hefði aldrei getað ímyndað mér þú gerðir, góða mín, með því að segja okkur —” Giselle las það úr augum Freds, sem störðu stöðugt á hana, að hann var á sama máli og móðir hans. Hún hélt áfram samt sem áður. “Fyrirgefðu mér — en eg hefi verið svo kvíðafull fyrir þér, síðan eg heyröi að það ætti að verða annað einvígi —” “Annað einvígi! hljóðaði Madame d’Argy upp, hún hafði ekkert blað nema Gazette de France, og stöku sinnum sem hún sá Débats, og vissi því ekkert um allan orðasveiminn í dagblöðunum. “Ó, Mon Dieu- Eg hélt þú vissir —” “Það er óþarfi fyrir þig að hræða móður mína,” sagði Fred, hálf gramur; “Monsieur de Cymier hefir skrifað mér bréf, sem endar deilu okkar. í því bréfi afsakar hann og biður fyrirgefningar á því, að tafa talað gálauslega og haft eftir ósannan orðróm, án þess að hafa nokkra sönnun fyrir því — í stuttu máli, af turkallar alt það, sem hann sagði, sem á nokkurn hátt feldi skugga á Mademoi- selle de Nailles, og gefið mér fult vald til, ef eg héldi það fyrir bestu, að gera yfir- lýsingu hans heyrum kunna Eftir þetta nöfum við ekkert að segja hvor til ann- ars.” “Sá sem gerir sig að riddara til þess að verja mannorð ungrar stúlku,” sagði Madame d’Argy, með þjósti, “gerir henni eins mikla vanvirðu, eins og sá er talaði >’ dia um hana.” “Það er einmitt það, sem eg held líka,” sgaði Giselle. “Sjálfboðinn vernd- ari hefir með tiltæki sínu gefið illu um- - tali byr undir báða vængi.” Svo varð um stund þreytandi þögn, þar til Madame de Talbrun tók til máls og sagði: “Þessi yfirlýsing sem Mon- sieur de Cymier hefir gert, gerir erindi mitt hingað ónauðsynlegt. Eg var búin að hugsa mér ráð til þess að ljúka þessu máli; mjög einfalt ráð, miklu betra og miklu vissara, en að menn skeri sig eða aðra á háls. En þar sem að friður er nú kominn á yfir mannorðsskemdum Jackueline, er best fyrir mig að segja ekki neitt, en fara.” “Nei — nei! Láttu okkur heyra hvað þú vilt leggja til,” sagði Fred, og reis svo fljótt á fætur upp úr legubekknum, að hann festi umbúðirnar sem voru um særða handlegginn og hljóðaði upp af sársauka, sem var eins og meira af bræði en kvöl. Giselle sagði ekki neitt. Hún stóð fyrir framan arin og var að verma sína litlu fætur, og horfði á vanga Madame de Argy, sem hún sá í speglinum. Hún var næstum nornarleg á svipinn. Fred tók fyrSt til máls. “í fyrsta lagi,” sagði hann eins og efandi, “ertu viss um að Mademoiselle de Nailles hafi ekki rétt núna komið frá Monaco?” “Eg veit að hún hefir nú í meir en viku verið í rólegheitum hjá Modest, og það þó hún færi í gegnum Monaco, þá stansaði hún þar ekki einu sinni í tuttugu og fjóra klukkutíma, því hún fékk strax er hún kom þangað hinn hræðilegasta viðbjóð á þeim stað.” “En hvað segirðu um það, sem Mon- sieur Martel sá með sínum eigin augum, og sem almennings orðrómurinn hefir staðfest?” sagði Madame d’Argy, og beit sundur orðin, eins og hún ætlaði að reka það til baka, sem Giselle sagði. “Monsieur Martel sá Jackueline í slæmum félagsskap. Hún var þar ekki af sínum eigin vilja. Hvað almennings orðróm viðvíkur, þá getum við verið viss um að það verður henni meir til hróss á morgun en það er henni til lasts í dag, einungis gifting er nauðsynleg. Já, gift- ing! Það er ráðið sem eg hefi hugsað um, til að slétta úr öllum misfellunum og gera alla hlutaðeigendur ánægða.” “Hvaða maður mundi vilja giftast stúlku, sem hefði stofnað öðrum í hættu # fyrir sig?” sagði Madame d’Argy með fyrirlitningu. “Þeim, sem hefir lagt sig í hættu fyrir hana,” svaraði Giselle. “Farðu þá og segðu Monsieur Cymier það! “Nei, það er ekki Monsieur Cymier, sem hún elskar.” “Ah!” Madame d’Argy þaut upp úr stólnum, eins og hún hefði verið stung- in með nál. “Giselle! Þú ert að verða brjáluð. Ef eg væri ekki hrædd við að æsa Fred —” Hann var þegar í mikilli æsingu. Með þeirri hendinni, sem hann gat brúk- að, var hann að toga og rífa bláa slopp- inn, sem hann var í og var svo afkára- legur, að Giselle, þrátt fyrir þá tauga- æsingu, sem hún var í, fór að skelli- hlæja, gleðihlátri sem alveg gerði Madame d’Argy hamslausa af reiði. “Aldrei!” sagði hún, eins og við sjálfa sig. “Þú heyrir hvað eg segi — aldrei skal eg samþykkja það, hvað sem fyrir kemur!” Rétt í þessu var hurðin opnuð í hálfa gátt, og þjónn tilkynti að Mon- sieur l’Abbé Bardin væri kominn. Madame d’Argy setti á sig svip, sem var alt annað en vingjarnlegur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.